Tíminn - 14.05.1921, Blaðsíða 2
62
T I M I N N
Klæðaverksmiðjan
„Álaloss"
og
Sápuverksmíðjan
„Seros"
vilja benda mörmum á eftirfarandi heil-
ræði er hver Islendingur á að hafa hugföst:
Sparið landinu óþarfan erlendan gjald-
eyri með því að kaupa og nota, íslenskar
vörur.
Sparið landinu óþörf erlend vinnulaun
með því að kaupa og nota íslenskar vörur.
Sparið landinu óþörf flutningsgjöld með
því að kaupa og nota íslenskar vörur.
Eflið og aukið vinnuna í landinu nieð
því að kaupa og nota íslenskar vörur.
Eflið sjálfstæði hins íslenska ríkis með
því að kaupa og nota íslenskar vörur.
Verslið við þá kaupmenn og þau kaup-
félög er selja íslenskar vörur.
Ititar N latni
Iri KlæðatrerltsEniðjiinii late?
aðilar væru og nauðsynlegir. Mun
umræðum verða haldið áfram um
þetta mál, bæði að skýra frá und-
irbúningnum, meðferð frumv. á
þingi og hver áhrif það er líklegt
til að hafa á framþróun sámvinnu-
stefnunnar hér á landi.
Samvinnulögin.
Með lögum þeim um samvinnu-
félög, sem alþingi fullsamþykti
30. apríl síðastl., hefir samvinnu-
hreyfingin fengið traustan réttar-
grundvöll, sem þau hefir skort í
40 ár. Lagabálkur þessi hefir á
tvennan hátt stórmikla þýðingu.
Fyrst með því að lýsa allnákvæm-
lega hvernig félög verða að hátta
fyrirkomulagi sínu og störfum,
svo að þau geti heitið samvinnufé-
lög að lögum. Með þessum hætti
fær stefnan meiri festu heldur en
annars var unt að ná. Og í öðru
lagi skera samvinnulögin úr út-
svarsdeilunni, a. m. k. fyrst um
sinn, þannig að allir ættu vel að
geta unað við. Félögin gjalda út-
svar eins og kaupmenn af arði
sem leiðir af skiftum utanfélags-
manna, og alt að 2% af virðingar-
verði þeirra húsa, sem notuð eru
við verslunarstarfræksluna. Kem-
ur sú þóknun fyrir afnot félag-
anna af vegum, ljósum o. s. frv. í
bæjum þar sem þau starfa.
Staðarfellsgjöfin.
Gjöf þeirra Staðarfellshjón-
anna er að mörgu leyti einstök í
sinni röð. Hún ætti að gera kleyft
að koma upp góðum kvenna- og
húsmæðraskóla við Breiðafjörð
þegar á næstu missirum, sem ann-
ars hefði orðið að dragast mörg
ár. En mest gildi hefir gjöfin sem
íordæmi. Á blómaöld katólsku
kii-kjunnar gáfu menn til al-
mennra þarfa stórgjafir, jarðeign-
ir og fleira. Sá siður hefir nú leg-
ið niðri í nokkur hundruð ár. ís-
lendingar hafa ekki unnað þjóð-
félaginu eða framförum þess svo
mjög, að þeir vildu arfleiða það
að eignum sínum. Staðarfellshjón-
in hafa endurvakið þennan gamla
góða sið. Fyr tók kirkjan við. Nú
skólarnir. Staðarfell á vonandi fyr-
ir sér um langan aldur að verða
glæsilegt höfuðból, í eigu þjóðar-
innar, arinstöð menningar við
Breiðafjörð.
Frá Skaftfellingum.
Mjög einkennileg deila hefir
verið háð í blöðum síðan í fyrra
um þátttöku Sláturfélags Suður-
lands í Kötlusamskotunum. Gísli
Sveinsson hóf þá deilu með því
að blanda inn í þakkir til gefend-
anna, er hann birti í blöðunum,
slettum til Sf. Sl. fyrir að hafa
vanrækt loforð um samskot. þótti
þetta ómaklega mælt, einkum er
það vitnaðist, að umsögn sýslu-
manns var alröng. Sláturfélagið
hafði sent salt og tunnur til
bænda í hinum bágstöddu héruð-
um, þá um haustið, fullkomlega
þess virði sem lofað var. Hafði
þessi hjálp allra mesta þýðingu
fyrir Skaftfellinga eins og þá stóð
á. Lárus Helgason bóndi í Klaustri
varð mest fyrir svörum vegna
skaftfelskra bænda. Réðist sýslu-
maður því á L. H. með stóryrðum
og persónulegum ónotum í Mbl.
Lárus Ilelgason svaraði litlu síð-
ar, og hrakti með festu og rökum
allar ásakanir Gísla. þótti mönn-
um ólíku eaman að jafna rithætti
þessara andstæðinga. Annarsveg-
ar eintóm stóryrði til varnar von-
lausum málsstað. Iiinsvegar skýr
rök fyrir fullsönnuðu máli.
Kennari ofsóttur.
Fyr hefir verið minst á, að
mentamálastjórnin svifti í fyrra
stöðu sinni einn hinn best gefna
og best menta kennara á landinu,
Kai’l Finnbogason skólastjóra á
Seyðisfirði. Straks féll grunur á
að ekki væri alt með feldu, og að
ekki væri tóm umhyggja fyrir
uppeldismálunum, sem ráðið hefði
úrslitum. Hafði það einmitt kom-
ið fyrir áður, að kaupmannaliðið
á Seyðisfirði losaði sig við kenn-
ara, Halldór Jónasson frá Eiðum,
af því að hann var á annari skoð-
un um landsmál heldur en hin
vitra og vel menta verslunarstétt
bæjarins. Af blaðagreinum sem
orðið hafa í Austurlandi, síðan
Tíminn mintist á málið, hefir
þessi grunur styrkts. Og það er
aðalatriðið fyrir almenning að
vita, ef um ofsókn er að ræða.
Nýtt sönnunargagn í þessu máli
er það, að vikadrengur kaup-
manna á Seyðisfirði, piltur að
nafni Hagalín, gefur í skyn að
hann fái „opinberanir“ frá menta-
málastjórninni í Rvík viðvíkjandi
þessu máli, með ónotum í garð
Tímans. Ef hér væri um hreint og
beint uppeldismál að ræða, er ó-
hugsandi að mentamálastjórn-
in legðist svo lágt að standa í
bréfaskiftum um það efni við slík-
an mann. Aftur á móti eru slík
skrif skiljanleg, ef um samtök er
að ræða, til að flæma pólitiskan
andstæðing úr embætti sínu.
----o—----
Embætti. Magnús Torfason hef-
ir verið skipaður sýsiumaður í
Árnessýslu og Magnús Gíslason í
Suður-Múlasýslu.
ínflúensa illkynjuð er sögð kom-
in upp á Seyðisfirði.
Konungskoman. Talið er það
nú fullráðiðr að konungshjónin og
synir þeirra korni hingað 26.
næsta mánaðar. Verður móttöku-
hátíð í alþingishúsinu þann dag.
Hinn 28. verður lagt af stað í
íerðalag austur: að þingvöllum,
Geysi, Gullfossi, ölfusárbrú og
Soginu. Ráðgert er að ferðin
standi í 5 daga. Hinn 5. júlí fara
konungshjónin áleiðis til Græn-
lands. — í móttökunefnd eru þeir
Geir G. Zoéga landsverkfræðingur,
Haraldur Árnason kaupmaður og
Guðjón Samúelsson húsameistari.
þorsteinn Gíslason heíir ort kvæði
og Sigfús Einarsson samið lag við.
Söngstjórar eru þeir Jón Halldórs-
son og Páll ísólfsson.
Um hæstarétt. Mjög merkur
ritlingur með því nafni er nýlega
kominn út eftir Sigurð þórðar-
son fyrverandi sýslumann. Er í
honum mjög ákveðin og vel rök-
studd gagnrýning á hæstaréttar-
lögunum. Höf. sýnir það Ijóslega
rneð hversú frábæru fljótræði mál-
ið var undirbúið af stjórnarinnar
hálfu og afgreitt á þinginu og leið-
ir rök að því, hve mikil hætta geti
af stafað. Ennfremur sýnir hann
að málafærsla hefir orðið almenn-
ingi stórum dýrari en var fyrir
yfirdómi, en á hinn bóginn meir
en vafasamt að betri trygging sé
fyrir því en áður, að mál fái rétt
úrslit. Hvassyrtur er höf. víða í
ritlingnurn og er þeim mönnum ó-
spart til syndanna sagt, sem mest
unnu að þessu máli. Er vel hress-
andi að lesa ritlinginn og gæti
Tíminn gert flest orð hans að sín-
um.
Undir hátíðina vill Tíminn eklci
vera að því að grúska í „moldar-
verkum“ þeim, sem Guðmundur á
Sandi starfar að í Lögréttu síð-
ustu. Og Tíminn ætlar ekki að
eyða miklu rúmi í að svara Guð-
mundi, en nokkrum smáglaðningi
skal hann eiga von á upp úr imbru-
dögunum. Eitt skal aðeins bent á
nú: Guðmundur játar það nú að
„handselda sökin“ hans á hendur
Iíannesi Hafstein hafi ekki verið
annað en „tyllisakarúrræði“ sem
hann hafi „fundið sér til“. þetta
eru heilindi þess góða manns, þá
er hann ritar um opinber mál.
Hann „finnur sér til tyllisakará-
kvæði“. Hann lifir ekki eftir þeirri
reglu að segja satt og rétt frá
máli. þegar í óefni er komið þá
„finnur hann sér til tyllisakarúr-
ræði“. Guðmundur á Sandi ætti
að vita það, að maður sem orðið
hefir að gera slíka játningu er bú-
inn að vinna sér til óhelgis sem
stjórnmálamaður. Sakir þær sem
hann ber á Tímann í „moldar-
verka“-grein sinni í Lögréttu eru
í S. í. í. S. í.
r
Alafosshlaup.
Seinni partinn í júnímánuði í sumar komandi verður kept um
hlaupagrip þann er hr. kaupmaður Sigurjón Pétursson hefir gefiö til
verðlauna fyrir þetta hlaup.
Vegalengdin er rúmir 17 km., eða frá 'Klæðaverksmiðjunni Ála-
foss ofan á IþróttavöU.
Þátt-takendur gefi sig fram við stjórn Glímufél. Ármanns Reykja-
vík fyrir 10. júní n. k.
Menn innan 18 ára aldurs fá ekki að taka þátt í hlaupinu.
Gripinn verður að vinna þrisvar til eignar.
Frekari fyrirmæli viðvíkjandi hlaupinu auglýst síðar.
Stjórn Glímufélagsins Ármann.
Ný i-afljósastöð, hæfilega stór fyrir kauptún sem hefði alt að 60
til 75 hús, höfum við fyrirliggjandi, og getum afgreitt með viku fyrir-
vara. — Lýsing stöðvarinnar:
Dynamo: 6 x/2 Kilowatt, 220 volta, sérstaklega vandaður..
Rafgeymir: 90 Ampertímar, 19800 wátt-tímar, (sama stærð og 180
Ampertima með 110 volt). Mæliborð: með öllum nauðsynlegum tækj-
um. Oliumótor: 12 hestafla.
Allt annað etni til uppsetningar slíkrar stöðvar höfum við fyrii’-
liggjandi, svo sem úti- og innivír, lampa o. fl.
Við höfum duglega og vana menn til að setja upp slíkar vélar
og tæki.
Bongfunajrsliilmálai’: Við myndum fúsir að gefa rýmilega
borgunarskilmála. Leitið upplýsinga til okkar sem fyrst.
Virðingarfyllst.
H.f. Rafmagnsf. Hiti & Ljós,
Laugaveg 20 B, Reykjavík. Sími 830.
Ágæt fóðursíld til sölu!
Meö Sterling fékk eg frá Siglufirði 2000 tunnur af ágætis síld,
þar sem meiri parturinn er sorteraður í haust s. 1. og- ætlað t'yrir
amerískan markað; síldin var metin að nýju, pakkað í 100 kg. pr.
tunnu og talið í þær. Tunnurnar eru vel bentar Óg i góðu standi;
verður síldin geymd hér í Reykjavík á góöum stað, vel varin fyrir
hita. — Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í
»Liverpool«.
Th. Thorstemsson.
„tyllisakir“ og ekkert annað en
„tyllisakir“. Flann var orðinn úr-
ræðalaus og þessvegna „fann
hann sér þær til“. — Hann kallar
ar einn „hrapp“ og annan „lög-
villumann“, sem í Tímann rita.
En í umræðum um opinber mál er
sá „hrappur og lögvillumaður“
sem „finnur sér till tyllisakarúr-
ræði“. þannig hefir Guðmundur á
Sandi kveðiðupp hinn pólitiska
dauðadóm yfir sjálfum sér.
pýska stjórnin hefir nú látið
undan kröfum Bandamanna um
skaðabótagreiðslur hennar.
Morgunblaðið. Altalað er það
um bæinn að í sumar eigi þor-
steinn Gíslason að verða ritstjóri
Morgunblaðsins, enda verði þá
alveg skift um hjúahald á bænum
þeim, en húsbændurnir verða vit-
anlega hinir sömu. Um leið eigi
ísafold endanlega að fá hina sár-
þráðu hvíld og hægan dauðdaga,
eftir langvarandi ellilasleika, en
Lögrétta eigi að fá þann heiður
að vera vikuútgáfa af Morgunblað-
inu. þeir sem muna fyrri viðskifti
ísafoldar og þorsteins munu telja
að vel fari á því að hann skuli
vera sá útvaldi til þess að „kasta
rekunum“ við útförina. Klökkir í
huga munu eigendurnir taka of-
an pípuhattana við þá útför, og
rifja það upp fyrir sér, hvað „fyr-
irtækið11 hefir létt buddurnar. —
Ekki vill Tíminn taka fulla ábyrgð
á þessari fregn, en mikið er um
hana talað og ólíkt brotaminna er
það fyrir stjómarliðið að sameina
þannig undir einn hatt bæði blöð
sín:. Lögréttu og Morgunblaðið.
Bankamálin. Nýtt frumvarp er
komið fram í neðri deild, sem þéir
flytja Magnús Kristjánsson,
þakkarorð.
Öllum þeim, sem heiðruðu út-
för konunnar minnar sálugu,
Bjarnheiðar Magnúsdóttur, votta
eg mínar alúðarþakkir, og öllum
þeim, sem á einn og annan hátt
réttu mér hjálparhönd við það
sorglega tilfelli, bið eg góðan Guð
að launa þeim.
Arabæ 5. maí 1921.
Guðjón þorsteinsson.
Massa.g’®
Nudd og sjúkraleikfimi.
r
Þóra Arnadóttir,
Miðstræti 3.
Skói/crslun HafnarMi 15
Selur landsins bestu gúrnmí-
stígvél, fyrir fulloröna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir 1 æ g s t v e r ð.
Greið og ábyggileg viðskifti.
Sveinn ÓJafsson og Jón A. Jóns-
son. Efri deildar frumvarpið er
og komið til neðri deildar. Úrslit
þeirra mála verða í næstu viku,
svo ekki tekur um að ræða nú.
Kolaverkfallinu enska ey ekki
lokið enn og síðustu fregnir benda
til þess að deilan sé mjög að
harðna.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallason
Prentsmiðjan Acta.