Tíminn - 21.05.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1921, Blaðsíða 2
64 T 1 M I N N wir. Ávalt fyrirlig'gjandi: Reiðtýgi, alctýgi, klyfjatöskur, hnakk- og söðultöskur og allar mögulegar ólar tilheyrandi reiðtýgjuin. Listvagns- aktýgi eftir pöntun. Allskonar lausir hlutar í aktýgi. Ennfremur: Tjöld, vagnayfirbreiðslur, keyrsluteppi o. fl., svo og ýmiskonar járnvörur svo sem: ístöð, margar tegundir, beislisstangir, beislismél, þar á meðal Schradersmél, beisliskeðjur, taumalásar, keyri og nýsilfursbeislisstangir mjög vandaðar. Áreiðanlega stærsta, fjölbreyttasta, besta og ódýrasta úrval á öliu landinu. Stærri og smærri viðgerðir á aktýgjum og reiðtýgjum, afgreiddar með mjög stuttum fyrirvara. Pyrsta fiokks efni og vinna. Pantanir afgreiddar hvert á land sem er. Söðlasmíðabúðín Sleipnir, Klapparstig 6. E. Kristjánsson. Ágæt fóðursíld til sölu! Með Sterling fékk eg frá Siglufirði 2000 tunnur af ágætis síld, þar sem meiri parturinn er sorteraður í haust s. 1. og ætlað fyrir amerískan markað; síldin var metin að nýju, pakkað í 100 kg. pr. tunnu og talið í þær. Tunnurnar eru vel bentar og í góðu standi; verður síldin geymd hér í Reykjavík á ftóðum stað, vel varin fyrir hita. — Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í »Liverpool«. Th. Thorsteinsson. hádegi mæltu templarar sér mót við fundahús sitt við hliðina á dómkirkjunni. Hófu þeir síðan skrúðgöngu um bæinn, bæði rosknir templarar og böm úr unglingastúkunum. Voru lúðrar þeyttir í broddi fylkingar, en þá gengu framkvæmdanefndir stór- stúkunnar, umdæmisstúkunnar og embættismenn stúknanna og loks aðrir templarar og börnin. Fánar stúknanna og íslenskir fánar prýddu förina og fór skrúðgang- an að öllu leyti fram á hinn prýði- legasta hátt, enda var það lán léð að glaðasólskin var og logn, en daginn áður hafði rignt, þannig að ryk varð ekki til ama. Áætlað er að um 1200 templarar hafi tek- ið þátt í skrúðgöngunni. Var geng- ið vestur og austur um bæinn, ná- lega á bæjarenda. Að skrúðgöngunni lokinni kom hópurinn allur á fund í barnaskóla- portinu og stýrði honum Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri. Ingólf- ur Jónsson stud. jur., æðstitempl- ar umdæmisstúkunnar flutti ræðu af hálfu forgöngumannanna og bar fram tillögur til sam- þyktar. þvínæst fluttu þeir aðal- ræðurnar: þorvarður þorvarðar- son prentsmiðjustjóri og Árni Jó- hannsson bankaritari. Mæltist þeim bæði vel og skörulega, en þar eð Tíminn væntir þess að geta síðar birt a. m. k. kafla úr þeim ræðum, verður þeirra ekki frekar getið. Loks bar fundarstjóri tillögum- ar undir atkvæði og voru allar samþyktar með uppréttum hönd- um alls mannfjöldans og ekki eitt einasta atkvæði greitt á móti. En tillögurnar eru á þessa leið: I. í sambandi við einkasölufrum- varp það á áfengi, er flytja má til landsins samkvæmt bannlögunum, sem væntanlega verður samþykt á alþingi, skorar fundurinn á lanös- stjórnina: 1. a ð koina á fullkomnu eftir- liti um meðferð á löglega inn- fluttu áfengi; 2. að ákveða skamt þann, sem ákveðinn verður samkvæmt einka- sölulögunum, eigi hærri á ári en e i n n lítra á hverja 10 menn (i/io lítra á mann) í læknishéraði hverju. 3. a ð skipa svo fyrir, að ekki megi selja í lausasölu nokkura þá tegund af áfengisblöndu, sem reynslan sýnir að nota má til drykkjar. 4. a ð veita ekki heimild til inn- lendrar framleiðslu á ilmvötnum og hárvötnum, sem áfengi er í. II. Fundurinn telur það tvímæla- lausa skyldu landsstjórnarinnar, að sjá svo um, að við væntanlega konungskomu í sumar verði bann- lögin ekki brotin af hvorugra hálfu, landsstjórnar né konungs, með því að hafa áfengi um hönd, enda leggi stjórnin þegar niður völd, sjái hún að þessum vilja al- þjóðai' fáist ekki framgengt. III. Fundurinn skorar á landsstjórn- ina að hafa nákvæmt eftirlit með því, að lögreglustjórar og dómar- ai' gangi rösklega og samvisku- samlega fram í því, að framfylgja bannlögunum.“ Hafi templarar heilir handa haf- ist! Verði þessi skrúðganga vor- boði nýrrar vakningar í baráttunni í þessu mikla siðferðis og mannúð- armáli. í annað sinn geta andbanning- arnir talað um „vorsókn" and- stæðinga vínbölsins. þeir skulu fá að vita það, að „andinn lifir æ hinn sami“ um að berjast fyrir hugs j ónamálunum. ----o---- Eggert Stefánsson söngmaður er nýlega kominn til bæjarins eft- ir langa dvöl ytra. ----o---- A við og dreíf. Samvinnulögin. Réttarbót sú, sem þau færa fé- lögunum, er mjög mikils virði. I byrjun lagabálksins eru sett mörg glögg ákvæði sem hvert samvinnu- félag verður að fylgja. Hver fé- lagsmaður hefir eitt atkvæði, án tillits til efna. Félagið er opið, þ. e. tekur sífelt á móti nýjum félög- um. Öllum ofborguðum tekjuaf- gangi er skift eftir viðskifta- magni. Vextir af hlutafé eru tak- markaðir, svo að aldrei komist hlutafjárbragur á félögin af þeirri ástæðu. Gróða af utaníélags- mannaverslun er varið til al- manna þarfa, eða lagðir í vara- sjóð, sem er sameign almennings. Varasjóði má aldrei skifta upp milli félagsmanna, þótt félag legg- ist niður. Hann geymist undir eft- irliti yfirvaldanna, uns nýtt félag rís upp á sama svæðinu, sem verð- ugt þykir að fá arfinn. Er hyggi- lega búið um þá afhendingu. Sam- ábyrgð er lögboðin í öllum inn- kaupafélögum. Reynslan hefir sýnt að það er óhjákvæmilegt skilyrði hér á landi, sökum veltu- fjárskorts. Hver félagsmaður er skyldur að leggja í stofnsjóð, ekki minna en sem svarar 3% af verði aðkeyþtrar vÖru. Með þeim hætti myndast tiltölulega fljótt , stór sjóður í hverju félagi. Eftir 20— 30 ár ætti íslensk verslun að vera orðin óháð innlendum og erlendum lánardrotnum. Hvert heimili ætti veltufé fyrir sig, eða sama sem. þá me^a samvinnufélög hafa svo margar búðir í sama sveitar- eða bæjarfélagi, sem þurfa þykir. Að lokum er gjaldskyldan fastákveð- in, svo að ekki verður um deilt, og tæplega beitt gerræði. Sam- vinnufélög borga eins og kaup- menn af verslun utanfélagsmanna, til sveitar, 2% af virðingarverði verslunarhúsa, og til landssjóðs af sjóðum sínum. „Hjóllipur sannfæring“. Stjórninni hefir aukist lið utan þings. Guðm. á Sandi er líklega hér um bil eini maðurinn á land- inu, sem trúir á stjórn Jóns Magn- ússonar. Guðm. þykist ennfremur vera mikill fjandi Tímans. Veit að Tíminn beygir sig hvorki fyrir snápsskap hagyrðingsins né rolu- hætti valdhafans. En hvaðan kemur Guðm. kjark- ur til að tala um almenn mál Veit maðurinn ekki hversu sann- færing hans er sískiftileg, og hversu lítið hann má treysta á dómgreind sína? Fáein dæmi ættu að geta vakið hann til „eftir- þanka“: Hann var ungur mikill kirkjuandstæðingur, m. a. riðinn við 18 aura samskot Möðrvellinga til að gera heiðingj atrúboð spé- legt. En í vetur baðst hann eftir að fá að ganga fram fyrir yfir- mann klerka hér á landi. Á Möðru- vallaárum sínum gerði hann brag þar sem ónefndur kaupmaður var kallaður „dúnsvæflanaut“. 1 Rvík í vetur sóttist hann eftir samneyti — og þá væntanlega samdrykkju við kaupmenn. Fyrir fáum missir- um fékk hann í Tímanum birta langa gein um Öflátunga þjóðfé- lagsins. það voru féndur lands- verslunar og samvinnufélaga, Mbl. og þess nótar. Nú fyllir hann blöð oflátunganna með árásum á þá aðila, sem staðið hafa á verði móti oflátungunum. Guðm. hefir til skiftis verið andstæðingur og auðmjúkur dýrkandi Péturs á Gautlöndum, Steingríms sýslu- manns, Hannesar Hafsteins og Björns Jónssonar, til að nefna nokkra menn. Hann skrifaði „Skúli á Gránu“ um Sk. Th. eri varð síðan hamrammur samherji Skúla móti H. Hafstein. Litlu síð- ar yfirgaf hann sjálfstæðið — barðist móti betri vitund, eins og hann játar sjálfur í Lögréttu ný- lega. Vildi hann þá ganga af sjálf- stæðismönnum, samherjum sín- um dauðum. Stundum stakk hann upp á í fyrirlestrum sínum að drepa þá á eitri („hvíta duftið“ nafntogaða), eða hengja þá á stöng sem næði milli fjalla þvei-t yfir hálfa þingeyjarsýslu. Myndu búkamir (og þar í hefðu verið a. m. k. tveir bræður Guðm., sem meiri eru menn en hann) hafa prýtt útsýnið úr baðstofugluggum á Sandi. Móti Reykjavík og vel- lystingum kaupstaðarlífsins hefir Guðm. prédikað manna mest. En hvar kann hann betur við sig, en þar sem hann keppir við bíóin og kaffihúsin, um að „skemta“ Siglufjarðarfólkinu, bröskurum og verkafólkinu ? Hann hefir talið sig málsvara bænda, en blandað blóði við Austurland og Morgun- blaðið. Enginn bóndi annar en hann hefir farið þá slóð, svo að sögur fari af. þetta er lítið sýnis- horn af „snúningshraða“ Guðm. á Sandi. þar stendur ekkert fast, nema einhver óljós þrá eftir skoð- anaskiftum og hringli, þó þannig að jafnan stefni í kyrstöðuáttina, eða þá sem síður skyldi. Guðm. barðist t. d. mest móti H. Haf- stein á blóma og manndómsárum H. H., en fylgdi honum í hrörnun- inni. Sömuleiðis yfirgaf Guðm. Björn Jónsson, þegar B. J. vann sitt mesta verk, að koma á bann- inu. það er skiljanlegt að G. Fr. fylgi núverandi stjórn. Ilúq sam- einar tvö dýpstu lundareinkenni hans: þrotlaust hringl í skoðun- um og fávísa kyrstöðulöngun. Af sömu ástæðu gerir Guðm. Tíman- um mikinn heiður með óvild sinni. Sönnun þess að rétt er stefnt. Landsverslunin. hefir siglt með fullum seglum fram hjá blindskerjum í þinginu. Jón þorláksson, Proppé og Otte- sen vildu koma landsverslun fyrir kattamef. M. Kr„ Jón Baldvins- son o. fl. mæltu fast með hug- myndinni. Jón þorláksson var kveðinn í kútinn í umræðunum og við atkvæðagreiðslu í neðri deild. M. Kr. hafði 18 með sér, en 5 á móti. Jón þorláksson mun hugga sig við það, að núverandi stjórn muni mjög hafa hann í ráðum við vandasöm verslunarmál, t. d. inn- kaup til Flóaáveitunnar o. fl. Fyr- ir næsta þing þurfa hugsandi menn að ákveða framtíðarverkefni landsverslunar, svo að deilur um það verði óþarfar. Menn eru nú þegar sammála um nokkur slík verkefni. Landið þarf að hafa einkasölu á steinolíu. það hefir tekið við tóbaki á þessu þingi, og sleppir því væntanlega ekki fyrst um sinn. Landið þarf ennfremur, jafnskjótt og fram úr raknar, að taka að sér verslun með alt sem þarf frá útlöndum af efni til opin- berra bygginga og mannvirkja, járn, steinlím, timbur, símaefni o. s. frv. Öll slík innkaup myndu bet- ur komin hjá landsverslun heldur en kaupmönnum, sem ef til vill nota sér aðstöðuna til að leggja ríflegan skatt á framkvæmdir landsins. Að lokum kemur síldin, sem allir sjá að þarf að vera lands- verslun með. Reynslan hefir sýnt að tillögur Böðvars Bjarkan 1916 voru orð í tíma töluð. Samkepni um síldina hefir eyðilagt alla að- ila: útgerðarmenn, verkamenn og bændur. Að svo komnu er auðséð að landsverslun verði og eigi að vera með steinlím, tóbak, efni til opinberra mannvirkja og síld. -----o---- Fréttir. Landbúnarbankinn. Efri deild hefir nú samþykt veðbankalögin óbreytt eins og þau komu úr neðri deild. Eru þau því orðin að lög- um. Vélritunarkappmót var háð hér í bænum nýlega að forgöngu versl- unarmannafélagsins Merkúr. Hlut- skarpastui' varð hinn sami og síð- ast er kept var, Eggert P. Briem, sonur Páls amtmanns. Áttræðisafmæli átti í þessari viku frú Sigríður þorsteinsdóttir á Seyðisfirði, ekkja Skafta Jósefs- sonar ritstjóra, dóttir síra þor- steins heitins Pálssonar á Hálsi í Fnjóskadal. Eru þau nú tvö á lífi, frú Sigríður og síra Jón á Möðru- völlum í Hörgárdal, þeirra kunnu Ilálssystkina. Ýmsir gamlir vinir frú Sigríðar hér í bænum mintust afmælis hennar með gjöfum og árnaðaróskum. Einkasölulögin á áfengi hafa verið afgreidd sem lög frá alþingi. Eru þau þannig úr garði gerð, að hið mesta gagn má að þeim verða þakkarávarp. Hinn 18. apríl 1920 færðu kon- ur í Vestur-Eyjafjallahreppi mér að gjöf gullhring mikinn og dýr- an og Biblíuljóð séra Valdemars Briem í skrautbandi auk nokkurra peninga. þessar gjafir og þann vinarhug sem þær lýsa, þakka eg hjartanlega. Hvammi undir Eyjafjöllum 20. apríl 1921. þuríður Jónsdóttir ljósmóðir. um að koma í veg fyrir misnotk- unina á áfengi til lyfja. Meðal annars skipa þau svo fyrir, að á- kveða skuli þann skamt af áfengi, sem hver læknir megi hafa til um- ráða á ári. Reynslan sýnir hitt, hvort landsstjórninni tekst það um þetta, eins og um svo margt annað, að láta það verða að engu gagni. Stjórnaróður. Menn voru lengi að vaða reyk, það vantaði herslumun. Og ásýnd Jóns var orðin bleik af ægilegum grun um herradómsins hrun — uns Hákon undan höggi veik í hildarleik — og sveik. þú byggir ekki á bjargi Jón, þitt bis er viðsjált stand. Nú ræðst þú í að ráða hjón en reynir ekki að verja land, er fljótt mun fara í sand. Með varasemis veiði tón þú veiðir margan þing-„kújón“ og flón. En hefir þú að þessu gáð, hvað þjóðin er orðin hrjáð? þig vantar þrek og vantar ráð, því varla er nóg að heita „ráð“ í tignarskruddur skráð, ef hvorki’ er að fagna dug né dáð; þú dinglar svona af þingsins náð í bráð. Prestskosnirígar. Síra Gunnar Benediktsson er kosinn prestur í Grundarþingum í Eyjafirði og síra Björn Stefánsson á Bergsstöðum er kosinn í Auðkúluprestakalli. Báðir kosnir gagnsóknarlaust og kosningarnar lögmætar. Látinn er hér í bænum, 18. þ. m„ Magnús Vigfússon dyra- vörður í stjórnarráðinu. Fjöldi manns liggur veikur í in- flúensunni á Seyðisfirði, en veikin er ekki talin mjög þung enn. Burðargjöld. Frá 15. þ. m. hafa töluverðar breytingar orðið á bui'ðargjöldum í pósti og hafa þau yfirleitt hækkað. Kostar nú 20 aura undir einfalt bréf innanlands og sömuleiðis til Færeyja og Dan- merlcur, en 40 aura til annara landa. Undir innanbæjar og innan- sveitar kostar 10 aura og spjald- bréf 8 aura. — Póstávísanir má senda til 28 ríkja í Norðurálfu, en ekki til Rússlands, Suður-Slafa- lands, Póllands og landanna aust- an Eystrasalts. Páll Erlingsson sundkennari varð 65 ára 19. þ. m. Nemendur iians gamlir og vinir færðu honum að gjöf 1000 kr. í peninguim í vönduðu leðurveski. Vgggjalúsin. [G. fór hús úr húsi og las slúður- sögur af þilunum; i kjölfar hans „sýndust bleikir fingur líða“ og skráðu þeir þessa vísu á þilin.] Verið hefir veggjalús víða á þessu landi. Nú er hún komin hér í hús, haldið er frá Sandi. ----o----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.