Tíminn - 04.06.1921, Síða 1
V. ár.
Reykjavík, 4. júní 1921
23. blað
r
'Askorun
til landsstj órnarinnar.
Við undinitaðir leyfum okkur
hérmeð að skora á stjórnina að
vernda bannlögin af fylstu alúð og
kostgæfni; hafa vakandi auga á
J»ví, og gæta þess með fullri ein-
urð og festu, að þeim, sem gæta
eiga þessara laga, eða hafa sér-
stök réttindi samkvæmt þeim,
haldist l>að ekki uppi að vanrækja
skyldu þá er á þeim hvílir í því
efni, og síðast en ekki síst væntum
við að stjórnin gæti þess að bann-
lögunum verði ekki misboðið við
hina væntanlegu konungskomu á
þessu sumi i.
Alþingi 20. maí 1921.
[Undirrituð nöfn 20 alþingism.]
Áskorun þessa fékk landsstjórn-
in í þinglokin, eins og dagsetning-
in ber með sér.
Sennilegt ætti það að mega telj-
ast að stjórnin bætti ráð sitt í
þessu efni, að einhverju leyti, við
þær tvöföldu áskoranir sem henni
hafa borist fyrst frá hinum fjöl-
menna fundi góðtemplara og síð-
an frá svo mörgum þingmönnum.
Mun Tíminn, eins og að undan-
förnu telja það skyldu sína að
vera sérstaklega á verði í þessu
efni.
Embættismennirnir
og fjárlögin.
það væri næsta fróðlegt að rita
flokk greina um fjárlögin og fjár-
aukalögin síðustu. Ráðdeildarleys-
ið, á slíkum tímum sem ]>essum,
gengur svo langar leiðar úr hófi
fram. >
1 þetta sinn verður þó látið
nægja að. benda á tvö samstæð
dæmi, sem bæði eru harla eftir-
tektaverð, og þess eðlis að með
þeim er gengið inn á hina allra
viðsjálverðustu braut.
Fyrra dæmið er um lánveiting
til sýslumannsins í Borgarnesi til
íbúðarhúss, 60 þús. kr., á auka-
fjárlögum.
Sýslumaður bjó í leiguhúsi sem
brann í vetui'. Nú ætlar hann að
reisa sér hús sjálfur og fór fram
á lánveiting til þess úr landssjóði.
Var í upphafi svo til skilið að á-
l.yrgð sýslanna væri fyrir láninu,
en það skilyrði mun þó hafa ver-
ið felt bui-t.
Sýslumaður leitaði ábyrgðar
sýslunefndanna. 1 Mýrasýslu voru
undirtektirnar mjög daufar en
fyrir harðfylgi og gegn því að ein-
stakir menn lögðu fram þrjár jarð-
ir í baktryggingu, samþykti sýslu-
nefnd Mýrasýslu ábyrgðina, með
]>ví skilyrði að Borgarf jarðar-
sýsla samþykti ábyrgðina líka. En
sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu var
nálega einhuga um að neita á-
býrgðinni, og er því nú alveg loku
fyrir það skotið að sýslurnar á-
byrgist lánið. Er og síst að furða
þótt sýslubúum hrjósi hugur 'við
að ábyrgjast 60 þús. kr. lán ti]
húss, sem mun eiga að kosta um
80 þús. kr. og enginn veit nema
fallið verði í verði um helmhig áð-
ur en langt líður.
þannig eru þá unditektir sýslu-
búa, þeirra sem kunnugastir eru
En aðalatriðið er að með slíkri
lánveiting er gengið inn á alveg
nýja braut. það er alveg ólíkt að
lana embættismönnum þannig fé
til þess að reisa „privat“-hús
handa sjálfum sér, eða hitt að
reisa embættisbústaði sem þvínæst
eiga að vera eign landsins.
Eigi það að vera reglan eftir-
leiðis, að embættismaður sem
gjarnan vill reisa sér hús, handa
sjálfum sér og ef til vill fleirum,
fái til þess að láni úr landssjóði
Lugi þúsunda króna, með sévstök-
um vildarkjörum — komi svo
fljótlega á eftir, ef til vill, og biðji
um uppgjöf lánsins — hirði gróð-
ann ef alt hækkar í verði, en iáti
ef til vill tapið lenda á landssjóðn-
um ef ver fer — þá fer að verða ó-
hætt fyrir landssjóðinn að áætla
fasta upphæð á fjárlögum ávlega
fyrir tapi á spekúlatíonslánum til
embættismanna.
þeir háu herrar embættismenn
eru ekkert ofgóðir að leita til
bankanna um lánsfé til húsagerð-
ar, eins og aðrir borgar verða að
gjöra.
það er ekki nema heimild til
þessarar lánsveitingar sem stjórn-
in hefir á f járaukalögunum, Eftir
]>essa eindregnu og sjálfsögðu
neitun Borgfirðinga urn ábyrgð-
ina á stjórnin alls ekki að veita
lánið.
Borgfirðingar hafa þama haft
vit fyrir þinginu. þingið hefði
aldrei samþykt lánið, eftir að
Borgfirðingar voru búnir að neita
um ábyrgðina. —
Hitt dæmið er líka á fjárauka-
lögunum.
þrír embættismenn fá full laun
greidd á þessu ári alveg aukreitis
þ. e. hin venjulegu laun þeirra
ganga til þess að launa menn sem
gegna embættunum í þeirra stað,
aulcalaunin fá þeir sjálfir til sigl-
ingar sér til heilsubótar. Milli 20
og 30 þús. kr. er sú upphæð.
Með þessu er gengið inn á hina
allra viðsjálverðustu braut. það
er beinlínis verið að koma á þeirri
hefð að ríkið beri fullan kostnað
af veikindum embættismanna, já
borgi þeim full aukalaun í heilt ár,
þeim til heilsubótar.
Fordæmið er því ægilegra þar
eð þrem embættismönnum er veitt
þetta í einu.
það var fyrir sérstakt atfylgi
forsætisráðherrans sem þetta var
barið í gegn í þinginu, því að að
sjálfsög'ðu mætti það mjög ein-
dreginni mótspyrnu.
þetta er fullkomið brot á þeirri
venju sem ríkt hefir á Islandi. Em-
bættismaður sem ekki hefir leng-
ur heilsu á að láta af embætti og
fara á sín eftirlaun.
þau fara að.gerast kostamik-
il hlunnindin sem fylgja íslensk-
um embættum. Tugir þúsunda
króna í lán til „privat“-bústaðar,
með vildarkjörum. Tvöföld laun til
utanferða til heilsubótar, fyrir at-
fylgi forsætisráðherrans.
Við erum búnir að yfirhlaða
þjóðarskútuna langsamlega, með-
al annars og ekki síst með rándýr-
um embættismönnum. Og svo er
þessari tvöföldu óhæfu bætt of-
an á.
Landsstjórnin mótmælir þessu
ekki,heldur þvert á móti, forsætis-
ráðherrann er helsti hvatamaður
þess.
Hvað segja menn nú: Var það
mikið ábyrgðarleysi af Tímanum
að vilja a. m. k. láta reyna það,
að fá nýja stjórn og nýtt stjórn-
arfar,
Á hinu þarf enginn að furða sig
þótt Morgunblaðseigendurnir slái
skjaldborg um slíka stjórn og
slíkt stjórnarfar.
Morgunblaðið,
Lögrétta — ísafold.
Fyr en marga varða er hún op-
inberlega komin á daginn, fregn-
in sem Tíminn flutti fyrir nokkru,
að ]5orsteinn Gíslason yrði rit-
stjóri Moi'gunblaðsins og Lög-
rétta gengi inn í blaðahring Morg-
unblaðseigendanna.
Fi’á 1. þessa mánaðar er þor-
steinn Gíslason orðinn ritstjóri
Morgunblaðsins.
Fyrst í stað munu starfsmenn
Morgunblaðsins þó verða hinir
sömu, að öðru leyti. Breytingin
hefir borið svo brátt að. Vilhjálm-
ur Finsen hefir sagt starfinu upp
frá áramótum næstkomandi og
hverfur að stöðu í Noregi. tsafold
mun og ekki eiga að leggjast nið-
ur þegar í stað. Hún mun eiga að
vera áfram uppprentun úr Morg-
unblaðinu. Annað hvort blað af
Lögréttu a. m. k. mun og eiga að
vera uppprentun úr Morgunblað-
inu, en annaðhvoi't að einhverju
leyti sjálfstætt að efni. Búist er
við því að um áramót fái ísafold
að deyja og Lögrétta að verða hin
„eina rétttrúaða“ uppprentun
Morgunblaðsins.
það er Jón þorláksson verkfræð-
ingur sem sameinað hefir Lög-
réttu og Morgunblaðseigendurna
og hann er „lífið og sálin“ í fyrir-
tækinu.
En aðaltilefnið til þessara tíð-
inda er ýmislegt það, sem gerðist
á alþingi síðasta, sérstaklega það
að lögin urn samvinnufélög voru
samþykt. það er á allra vitorði, að
vegna þeirra laga urðu eigendur
Morgunblaðsins slegnir megnum
ótta. þeim varð það Ijóst að þeir
rnörgu peningar sem þeir höfðu
fórnað á altari Morgunblaðsins
og Isafoldar, höfðu ekki borið til-
ætlaðan árangur. Og þeim mun
sömuleiðis hafa orðið það ljóst að
„fyrirtækið" væri yfirleitt þann-
ig nú, að lítil von væri um að það
bæri árangur. þessvegna yrði að
taka til nýrra ráða. Og hið nýja
ráð var þetta, að ná Lögréttu og
ritstjóra Lögréttu inn í „fyrirtæk-
:ð“
Morgunblaðseigendui'nir keyptu
Morgunblaðið og ísafold í fyrstu í
þeim tilgangi sérstaklega að hefja
sókn gegn þeim samtökum bænda
og samvinnumánna, víðsvegar að
af landinu, sem að Tímanum
standa. Tilgangur þeirra með
þessari nýju viðbót er vitanlega
hinn sami. það er einungis ný
sókn af þeirra hendi, sameining
þeirra krafta sem þeir hafa getað
safnað undir merki sitt.
Að sjálfsögðu er ekkert við
þetta að athuga. öldungis eins og
hinir framsæknu menn í landinu,
hinir frjálslyndu bændur og sam-
vinnumenn, hafa beint saman bök-
um um að standa að Tímanum og
berjast þannig i'yrir áhugamálum
sínum og viðreisn landsins á frjáls-
lyndum grundvelli. — Öldungis
eins taka hinir höndum saman,
peningavaldið sem kallað er, kaup-
menn, stóreignamenn og megin-
hluti hins æðri embættislýðs, sem
í öllum löndum rnynda kjarna aft-
urhaldsins, sem vilja vera yfir-
stétt yfir öllum landslýð og sníða
stjórnarfarið eftir því. þeir hafa
nú sameinað sig í blöðunum þeim:
aðalblaðinu sem er Morgunblaðið,
reykvísku tunglunum tveim, ísa-
fold og Lögréttu auk hinna dökku
fylgihnatta út um land, sem eru:
Fram á Siglufirði, íslendingur á
Akureyri og Austurland á Seyðis-
firði.
Línurnar í íslenskri pólitík hafa
aldrei orðið eins skýrar og nú, í
blöðunum a. m. k. og það er Tím-
anum. óblandið gleðiefni. Hreinar
línur eru góðum málstað hinar far-
sælustu. Héðan af dylst engum Is-
lendingi hverjir eru aðalaðilar í ís-
lenskri pólitík og munu skipa sér
undir merkin eftir því. Lögrétta
var óhrein lína, að svo miklu leyti
sem hún var orðin pólitiskt blað.
Nú er hún ekki lengur óhrein lína.
það er gott að slá því föstu að
aðaltilefnið til þessarar nýju sókn-
ar Morgunblaðseigendanna er sá
sigur þeirra manna sem að Tíman-
um standa að fá með samvinnu-
lögunum réttláta löggjöf um sjálf-
bjargarstarfsemi hinna smærri
borgara þjóðfélagsins.
þannig er grundvöllurinn lagð-
ur skýrari en áður að flokkaskift-
ing í íslenskri pólitík í nútíð og
framtíð. En um núverandi ástand
verða línurnar og skýrari.
Með þessari nýju sameining
Morgunblaðsins, ísafoldar og Lög-
réttu hafa Morgunblaðseigendum-
ir slegið skjaldborg um núverandi
landsstjórn, skjaldborg um að
halda áiram því stjórnarfari sem
ríkt hefir hér í landi síðastliðið ár.
það er með öllu vafalaust að það
er líka Jón þorláksson, einhver
drýgsti fylgismaður landsstjórn-
arinnar á þinginu, sem komið hef-
ir í kring þessari sameining Morg-
unblaðseigendanna og landsstjórn-
arinnar.
það er Tímanum óblandið gleði-
efni ,að línumar skýrast líka að
þessu leyti.
iionaoars
Landsýningin.
Heimilisiðnaðarsýningin hefst
27. þessa mán. og verður haldin í
Iðnskólahúsinu. Sýningarnefnd-
inni er farið að berast nokkuð af
munum og má búast við mörgum
góðum gripum. Verður sýningin í
5 aðaldeildum:
1. deild: Vefnaður, prjónles og
önnur tóvinna. þar verður og ofið,
og prjónað á vél.
2. deild: Listsaumur ýmiskonar,
svo sem hvítsaumur, glitsaumur,
baldýring, hekl o. fl.
3. deild: Smíðisgripir úr tré,
beini og málmi, ennfremur skó-
fatnaður, sópar, burstar, körfur,
bókband o. fl.
4. deild: Viðgerðir á klæðnaði og
áhöldum, vinna eftir fatlað fólk,
eitthvað af skólavinnu, leikföng
barna o. fl.
5. deild: Efni ýmiskonar ínnlent
og útlent, svo og áhöld til heimilis-
iðnaðar. þar verður hraðskyttu-
vefstóll o. fl. vefstólar, sömuleiðis
handspunavélin norðlenska, Al-
bertsvélin, sú er Bárður í Höfða
smíðar nú fyrir Norðurland. önn-
' ur vél verður og eftir Albert Jóns-
son sjálfam (frá Stóruvöllum),
sem hann hefir smíðað hér í
Reykjavík í vetur. Kent verður að
spinna á vélarnar, og þótt þessi
heimilisiðnaðarsýning, sem er
fyrsta allsherjarsýning af þessari
tegund hér á landi, kæmi engu
öðru til leiðar en því, að auka
þekkingu manna, hér sunnanlands
á handspunavélum, og stuðla að
útbreiðslu þeirra, þá væri sýning-
in eklci til einskis haldin.
En það mun fleira gott af sýn-
ingunni leiða. Hún mun sýna oss
hvað unnið ei' í landinu og hvern-
ig það verður enn betur og fljótar
gert en nú er.
Vonandi verður sýningin land-
inu til sóma. Ættu sem flestir að
taka saman höndum til þess að
svo geti orðið. L. V.
Á víð og dreíf.
Samkepni og samvinna.
Leiðir þeirra eru ólíkar. Sam-
kepnin er barátta hvers einasta
manns við alla aðra. Samvinnan er
samhjálp margra, helst sem
flestra, til að vinna erfitt verk.
Önnur stefnan sundrar, og treður
þann óhepna eða máttlitla undir
fótum. Hin hjálpar þeim sem
er minnimáttar, án þess að
skaða aðra. Glögt hefir sést mun-
urinn nýlega hér á landi. Síldar-
samlagsmennirnir vildu útiloka út-
lenda menn frá veiðum, sem þeir
hafa stundað hér. Af því hefði
leitt f jandskap og tollstyrjöld bæði
Svía og Norðmanna okkur til
handa. Ef slík aðferð var gróði
fyrir 20—30 síldarframleiðendur,
þá hefði hún orðið óhemjutap fyr-
«
ir aðra landsmenn, t. d. gert kjöt-
markaðinn enn verri en hann er
nú og þjóðina alla einangr-
aða. Gagnstætt þessu ber straum-
ur samvinnunnar íslensku þjóð-
ina. Fyrst að sameina allan þorra
dugandi manna í eina fylkingu í
verslunarmálununi. Síðan að
stækka hringinn, taka í hönd sam-
vinnumanna erlendis, öllum til
gagns, nema óþörfu milliliðunum,
bæði hér og annarsstaðar.
Enn frá Seyðfirðingum.
Nú er orðið aúðvelt að fá yfir-
lit í skólamáli Seyðfirðinga. Fyrir
nokkrum árum hrakti kaupmanna-
og andbanningaflokkurinn þar í
þorpinu Halldór Jónasson frá
barnaskólanum.Halldór var stjórn-
málaandstæðingur þeirra, ekki síst
í bannmálinu. þá var Karli Finn-
bogasyni veitt staða hans. Hann
var þá álitinn einn hinn besti
kennari hér á landi, ágætlega gef-
inn, vel máli farinn, og hafði feng-
ið betri og meiri skólamentun held-
ur en títt el' um kennara hér á
landi.IIann hafði gert eina af þeim
fáu verulega góðu kenslubókum,
sem til eru hér á landi. Sú bók er
að heita má kend við hvem ein-
asta barna- og unglingaskóla á
landinu. Karl hafði unnið nokkur
ár með Stefáni Stefánssyni við
Akureyrarskólann og þótti nem-
endum mjög áhöld um þá sem
kennara. En með því er mikið
sagt. Eftir að Karl kom til Seyðis-
fjarðar, tók hann þátt í almennum
málum og studdi jafnan mál
þeirra máttarminni og sem færri
áttu málsvarana. Hann var þing-
maður Seyðfirðinga um stund og
myndi hafa unnið við síðustu kosn-
ingar, ef hann hefði viljað smala.
Hann gerði það ekki, en kaup-
menn þjáðust ekki af slíkum ridd-
araskap og fluttu alla á kjörstað-
/