Tíminn - 09.07.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1921, Blaðsíða 1
Reykjavík, 9. júlí 1921 28. blað Tílkynníng. Með því að eg heíi tekið við bankastjórastöQu í íslands- banka, heíi eg afhent málaflutningsmannsstörf mín þeim h æ s t a r é 11- a r m á 1 a f 1 u t n i n g s m a n n i Jóni Asbjörnssyni og m á 1 a f 1 u t n- i n g s m a n n i, c a n d. j u r i s, Sveinbirni Jónssyni hér í bænum. Vænti jcg þess að viðskiftamenn minir snúi sér til ofannefndra málaflutningsmanna um öll þau málefni, sem mér liafa veriö falin sem málaflutningsmanni, enda get jeg óliikað mælt með þeim „sem dugleg- um og samviskusömum málattutningsmönnum, sem menn með l'ullu trausti geta falið málefni sín. Reykjavík 6. júlí 1921. Eggert Claessen. Samkvæmt því, scm segir í ofanskráðri auglýsingu liöfum við undirritaðir tekið við málaflutningsstörfum Eggerts Claessens hæsta- róttarmálaflutningsmanns hér í bænum. Verður skrifstofa okkar fyrst um sinn á Kirkjutorgi nr. 1, þar sem hann læfir undanfarandi liaft skrifstofu sína, en viðtalstími kl. 10—11 árd. og 4—5 síðdegis. Taisími 16. E. u. s. Jón Ásbjörnsson. Sveinbjörn Jónsson. V. ár. SpánaiÉpinii þess var gotið í 22. tbl. þessa blaðs að verslunarsamningurinn milli íslands og Spánar hefði ver- ið framlengdur til 20. júní. Toll- urinn á íslenskum saltfiski á Spáni var þá 36 pesetar á 100 kg. Á sama tíma var tollurinn á norsk- um saltfiski helmingi hærri. Höfðu Spánverjar krafist þess af Norðmenn breyttu vínbannslögum sínum til þess að tollurinn yrði lækkaður. Norðmenn höfðu ekki orðið við kröfunni. Afleiðingin var tollstríð milli Noregs og Spánar. Nú hafa Spánverjar beint þeirri kröfu til okkar íslendinga, að við afnemum aðflutningsbann á spönskum vínum. Að öðrum kosti liækki saltfisktollurinn um helm- ing, þ. e. verði jafnhár og tollur- inn á norskum saltfiski. Verslunar- samningurinn var því ekki undir- ritaður 20. júní, en frestur gefinn á ný til 20. júlí. Frekari upplýsingar eru lítt kunnar almenningi. Landsstjórn- in hefir ekki birt neinar opinberar fréttir um málið, né um það hvað hún ætlist fyrir. Er þó hér um svo stórfenglegt mál að ræða, að al- menningur á kröfu til að fá áreið- anlega vitneskju um það. það sem fyrst verður fyrir, er að reyna að gera sér grein fyrir, hversu hárri upphæð þctta myndi nema árlega, yrði tollurinn tvö- faldaður. Hefir Tíminn leitað sér upplýsinga um það hjá fróðum mönnum í þeirri grein. Hagskýrslurnar um útfluttan í'isk ná enn ekki lengra en til árs- ins 1917. Fjögur síðustu árin er saltfisksútílutningurinn frá Is- landi til Spánar þessi 1914 6,4 milj. kg. 1915 7,0 — — 1916 7,8 — — 1917 5,7 — — Meðalútflutningurinn til Spánar á þessum fjórum árum er því 6,7 milj. kg. Nú er gert ráð fyrir því að yfir- standandi ár verði meðalár um fiskútflutninginn til Spánar. Toll- hækkunin er 36 gullpesetar á 100 kg. Gull-peseta mun sennilegt að meta á kr. 1,08, eins og gert er í Morgunblaðinu. Nemur þá toll- hækkunin á íslenska fiskinum c. 2 milj. og 600 þús. krónum. Önnur spurningin er sú, hvor muni fá að bera tollinn: framleið- andinn eða neytandinn,Islendingar eða Spánverjar. Spurningunni er fljótsvarað, ef svo væri, að aðrir innflytjendur fengju lægri toll en við. Undir þeim kringumstæðum myndum við íslendingar verða að borga allan, eða sem allan tollinn. En enn sem komið er lítur ekki út fyrir að svo verði. Aðalfisklönd- in þrjú: Island, Noregur og New- Foundland eru öll bannlönd og yrðu þau það áfram, myndu þau sjálfsagt öll lúta sama tolli. Hald- ist það, verður hitt líklegra að neytendurnir borgi tollinn að mestu eða einhverju leyti. Tvö af blöðunum hér í bænum hafa þegar tekið afstöðu í þessu máli. Morgunblaðið vill þegar verða við kröfu Spánverja, segir að málið þoli nú enga bið, enda „fari þvi fjarri, eins og kunnugt er, að bannlögin hafi alment fylgi eða vinsældir." Mun sumum þykja þessi orð einkennileg af vörum nú- verandi stjórnmálaritstjóra Morg- unblaðsins. — Alþýðublaðið legst á hina sveifina. það komi ekki til neinna mála að verða við kröfu Spánverja. Tíminn verður að líta svo á að málið sé enn ekki nógu upplýst til þess að rétt sé að taka til þess end- anlega afstöðu. það er svo alvar- legt mál, að það verður að skoð- ast frá öllum hliðum. En eins og málið er vaxið nú er rétt að vekja athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Samkvæmt sambandslögunum munu verslunarsamningar Islands við Spán, formlega heyra undir utanríkisráðuneytið danska og sendiherra Dana í Madrid. það skal ekki að ncinu leyti efast um það að þessir aðilar hafi til fulls gert ökyldu sína í þessu efni og eftir því sem þeir gátu og höfðu aðstöðu og þekkingu til. Lausar fregnir henna það meir að segja, að framkoma Dana í okkar garð hafi verið hin allra ákjósanlegasta. En kunnugt er það að í Kaup- mannahöfn situr hr. Sveinn Björnsson og ber titilinn sendi- herra íslands. Hvað sem að öðru leyti er um það embætti að segja, þá er það fullvíst, að Sveinn Björnsson er maður sem allur þoi'ri íslendinga hefði borið fult traust til að kæmi vel fram af Is- lendinga hálfu í slíkum samning- um og tvímælalaust er það að hann hefir meiri þekkingu um alla íslenska hagi og aðstöðu en danskir samningamenn, og hefði að því leyti staðið betur að vígi um að túlka mál íslands. það má því telja alveg fullvíst að hann hefði getað orðið hinum dönsku samningamönnum að miklu liði, um að flytja mál íslands, hefði hann verið sendur til Spánar. — Landsstjórnin íslenska lét hann ekki fara til Spánar. Hún hlaut þó a. m. k. að hugsa sér þann mögu- leika, að full alvara gæti verið á ferðum um verslunarsamningana við Spán. þeir munu vera margir sem furða sig á þeirri ráðstöfun landsstjórnarinnar, að kalla þenn- an erendreka íslands heim til þess að sitja í veislum, einmitt þá er mest virðist ástæða til að nota krafta hans ytra. það þarf ekki að efast um að hr. Sveinn Björns- son hefði heldur viljað starfa að því að rétta hag íslands meðan svo stóð á. 2. Eftir því sem blað stjórnar- innar segir, krefjast Spánverjar ekki annars en þess að bannlögin séu afnumin fyrir spönsk vín. Virðist liggja beint við að draga af því þá ályktun, að aðalatriðið fyrir þá sé það að auka verslun sína. Nú voru á síðasta þingi sam- þykt lög um einkasölu landsstjóm- arinnar á þeim vínum sem flytjast mega til landsins samkvæmt bannlögunum. Eru til skýrslur um það hversu mikið fluttist til lands- ins af spönskum vínum áður en bannlögin gengu í gildi. þessi gögn getur landsstjórnin haft í höndum við samningana. Hún get- ur boðið Spánverjum að láta þá sitja fyrir öllum þeim víninnflutn- ingi sem nú er heimill til landsins og sem vafalaust er mciri en var frá Spáni áður en bannlögin gengu í gildi. — Hefir landsstjórnin gert þetta? það veit enginn. Hún hefir a. m. k. ekki látið Svein Björns- son fara með það erindi suður á Spán. 3. Norðmenn hafa orðið fyrir hinni sömu kröfu af hendi Spán- ' verja og við íslendingar. Norð- menn eru búnir að veita svar. þeir neita kröfunni. þeir eru komn- ir í hið harðasta tollstríð við Spán- verja. Við getum fai’ið nærri um það með hve miklu harðfylgi slíkt tollstríð er háð af báðum aðilum. það er auðvitað að báðir aðilar gefa öllu því hinar mestu gætur sem getur haft áhrif á úrslit þess stríðs. — þegar síldarfrumvarpið kom fyrst til meðferðar á alþingi í vetur, munu menn minnast þess að norsku blöðin urðu æfareið yfir því að verið væri að þrengja kosti norskra síldveiðamanna hér á landi. þau hótuðu með norsku toll- stríði. Nú er það alkunna að aðal- markaðurinn fyrir íslenskt salt- kjöt er í Noregi. Norsku blöðin hótuðu háum tolli á íslenskt salt- kjöt, ef síldarfrumvarpið yrði ó- breytt að lögum. —- Ef við íslend- ingar látum undan kröfu Spán- verja um afnám bannlaganna, þá útvegum við okkur helmingi lægri toll’ á saltfiski en Norðmenn búa við. Vitanlega verður þá aðstaða Norðmanna erfiðai’i í tollstríðinu við Spán. þá verður ekki hjá því komist að minnast hótana norsku blaðanna frá því í vetur, um toll á íslensku saltkjöti í Noregi. Vitan- lega dettur engum í hug að full- yrða neitt um slíkt. En þessi hlið málsins verður rækilega að íhug- ast. Hár tollur í Noregi á íslensku saltkjöti, væri mjög alvarlegt mál fyrir íslenska bændur. — þegar komið er út á þá braut að lenda inn í tollstríði stóru landanna, verðum við íslendingar að hafa augu á hverjum fingri. 4. Síst mundum við íslendingar vilja lenda á öndverðum meið við frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um. það þarf ekki að rekja það hversu margt ber til þess að æski- legast væri, að í hvívetna gætum við beint saman bökum við Norð- urlandaþjóðirnar. Getið er þess áður að Danir muni hafa staðið drengilega við hlið okkar í þessari deilu. Ef kringumstæðurnar neyða okkur út í tollstríð, þá væri það öllum Islendingum kærara að standa og sama megin og náfrænd- ur okkar í Noregi, en ekki á önd- verðum meið við þá. 5. Stórveldin hafa ekki mikið fyrir því að koma. vilja sínum fram við hin ósjálfstæðu ríki ut- an Norðurálfunnar. þegar einu sinni cr komið það lagið á, að ríki verði að sníða löggjöf sína eftir kröfum annars ríkis, þá er sjálf- stæðið að fullu glatað, þá er lítil viðreisnarvon. það er hættuleg braut, allra helst fyrir fámenna þjóð, sem hefir nýlega fengið sjálfstæði sitt viðurkent, að leyfa annari, stærri þjóð, að hafa meir og minna bein eða óbein áhrif á innanlandsstjórnina. það er hættu- legt fordæmi. það er hægari eftir- leikurinn fyrir aðra. Má vera að í fyrsta sinn sé sú tilraun meir eða minna dúlbúin. 6. Engin von er um að vinna sig- ur í þessari baráttu ef nú sundrast lið þeirra sem saman eiga að standa í þessari baráttu. Bregðist annaðhvort íslendingar eða Norð- menn, fer varla hjá því að það dragi á eftir sér fall hins. það er okkur því aðalatriði að fá fulla vitneskju um áform og afstöðu Norðmanna. það er eiih af aðal- skyldum landsstjórnai’innar í þessu máli að fylgjast vel með í þessu efni. — Vitanlegt er hitt, hversu það er alvarlegt mál fyrir Spánverja að tolla þannig eina af helstu nauðsynjavörum, bæði fyrir æðri og lægri. Samtaka mótstaða er eina vonin um sigur. 7. Loks skal þess síðast minst, sem þó mun koma fyrst í huga flestra. Með bannlögunum hefir ís- lenska þjððin viljað keppa að meiri fullkomnun, betra siðferði, meiri mannúð. Hvílíkur sorgarleikur væri það, yrði íslenska þjóðin kúg- uð til þess, af erlendu stærra ríki, að gefast upp í þeirri siðferðisbar- áttu. Hversu mikils á íslenska þjóðin að meta þá siðferðishug- sjón? Ilversu mikils á þjóðin að meta það,að halda fast um það að hún sjálf og engin þjóð önnur ráði því, hvað eru lög á íslandi? þingið var sett 25. júní og stóð til 4. þ. m. Ellefu fulltrúar sátu þingið: Guðmundur þorbjörnsson frá Stóra-Hofi og Páll Stefánsson frá Ásólfsstöðum kosnir af Suður- landi, Metúsalem Stefánsson ráðu- nautur kosinn af Austurlandi, Jósef Björnsson kennari og Sig- urður Hlíðar dýralæknir kosnir af Norðurlandi, Guðjón Guðlaugsson alþm. og Kristinn Guðlaugsson á Núpi kosnir af Vesturlandi og Eggert Briem frá Viðey, Halldór Vilhjálmsson skólastjóri, Jón þor- bergsson á Bessastöðum og Tryggvi þórhallsson ritstjóri, kosnir af aðalfundi. Mikill munur var á því að líta yfir starfsemi Búnaðarfélagsins nú, og var á búnaðarþingi 1919. Hin aukna fjárveiting til félags- ins hefir gert því fært að ráða til sín nýja menn og hefjast handa um margvísleg störf til viðreisn- ar landbúnaðinum. Sigurður Sig- urðsson forseti hefir og ekki brugðist vonum vonum manna í þeirri stöðu. Hann hefir reynst bæði stórhuga og mikilvirkur. Búnaðarþingið 1919 markaði nýja stefnu í starfsemi félagsins um leið og það krafðist aukins fjárframlags. þetta búnaðarþing bygði áfram á þeim grundvelli sem lagður var 1919. Alveg ein- rórna var það álit þingsins, að ekki mætti koma til mála að al- þingi lækkaði styrk til Búnaðarfé- lagsins. Á þeim erfiðu tímum sem yfir standa væri einmitt hið allra nauðsynlegasta að styrkja félagið í því að vinna að viðreisn landbún- aðarins. Af nýungum sem á þinginu gerðust má helst nefna það, að á- hersla var lögð á það að auknar væru fóðrunartilraunir á sauðfé og kúm, grasfræræktartilraunir og á- burðartilraunir, svo og það að dýralæknar rannsökuðu vísinda- lega lifnaðarhætti kláðamaursins, til þess að geta bygt lækning kláð- ans á heilbrigðum grundvelli. Stjórn félagsins var endurkos- in: Sigurður Sigurðsson forseti og Hallgrímur Kristinsson og Guðjón Guðlaugsson meðstjórnendur. I fundarlok voru þrír menn kosnir heiðursfélagar Búnaðarfé- lagsins: Eiríkur Briem prófessor og præp. hon. Guðmundur Helga- son, sem báðir hafa lengi og ágæt- lega starfað í stjórn félagsins, og þorvaldur Thóroddsen prófessor, sem allra manna ítarlegast hefir ritað sögu hins íslenska landbún- aðar. -------o—— Vextir. Enn lækka bankavext- irnir ytra. Síðasta* fregn er sú að þjóðbankinn danski hefir lækkað forvextina úr 6Va% niður í 6%. Er nú óhugsandi annað en að vextir fari líka að lækka hér á landi. Sigurður Guðmundsson magist- er hefir fengið veitingu fyrir skólastjórastöðunni við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Aðalfundur íslandsbanka var haldinn hér í bænum 5. þ. m. Sam- þykt var að fallast á lög alþingis um seðlaútgáfuréttinn. Hluthöf- um á að borga 6% ársarð. -----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.