Tíminn - 09.07.1921, Qupperneq 2
82
T í M I N N
Tímarit ísl. samvinnufélaga
Nýútkomið hefti rekur í aðaldráttum sögu samvinnustefnunnar
hér á landi síðustu 40 árin. Koma þar við sögu fjölmargir þjóðkunnir
menn: t. d. Tryggvi Gunnarsson, Jakob Hálfdánarson, Benedikt á
Auðnum, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og synir hans þrír, Einar í
Nesi, Jón í Múla, sr. Einar Jónsson á Ilofl, Skúli Thoroddsen, Ólafur
Briem, Páll Briem, Torfi í Ólafsdal, Guðjón á Ljúfustöðum, Hallgrímur
Kristinsson, Sigurður á Ystafelli, Ágiíst í Birtingaholti, Bogi Th. Mel-
steð, Sigurður Sigurðsson ráðunautur, Lárus Helgason Kirkjubæjar-
klaustri, Guðmundur Þorbjarnarson á Hofl, Eggert í Laugardælum,
Björn Bjarnarson í Grafarholti, o. m. fi.
Ennfremur er í sama hefti rækilegt yfirlit yflr mörg hin helstu
málaferli sem risið hafa út af útsvarsskyldu samvinnufélaga.
Nýir kaupendur að árg. 1921 fá þetta hefti í kaupbæti, ef borgun
fylgir pöntun.
Afgreiðsla Tímaritsins er í Sambandshúsinu Rvík. Sími 603.
Aðalíundur
Sambands íslenskra samvinnuíe-
laga.
Fundurinn stóð yfir dagana frá
27. júní til 3. júlí og var haldinn í
kenslustoíum Samvinnuskólans í
húsi Sambandsins. Fundir voru
sjaldnast haldnir á öðrum tíma
dags en frá kl. 8—12 árdegis,
vegna þess hve margt annað var
um að vera í bænum, sem fundar-
mtnn ekki vildu missa af. Annað
varð tii þess að gera fundarhald-
ið erfiðara. Mikil veikindi gengu í
bænum, einkum meðal aðkomu-
n.anna. Sumir fundarmanna gátu
ekki sótt fundinn suma dagana
vegna veikinda, sumir gátu ekki
einu sinni komist heim til sín með
þei:u ferðum sem þeir höfðu gert
ráð fyrir.
Fundurinn var mjög fjölsóttur.
Stjórn Sambandsins var þar öll:
IJallgrímur Kristinsson fram-
kvæmdastjóri, Pétur Jónsson, Sig-
urður Kristinsson og Ingólfu''
Bjarnason. Auk þeirra erindrekar
Sambandsins í Danmörku og Eng-
landi: Oddur Rafnar og Guðmund-
ur Vilhjálmsson og Jónas Jóns-
son skólastjóri Samvinnuskólans.
Komnir voru í fundarbyrjun 37
fulltrúar frá 28 samvinnufélögum
sem eru í Sambandinu og auk þess
3 fulltrúar frá Kaupfél. Borgfirð-
inga í Borgarnesi. þá voru í fund-
arbyrjun tekin sjö ný félög í Sam-
bandið og komu frá þeim sjö full-
trúar. þessi nýju félög heita:
Kaupfélags- Mýrahrepps Dýrafirði,
Kaupfélag Austfjarða Seyðisfirði.
Kaupfélag Súgfirðinga Suðureyri,
Kaupfélag Berufjarðar Djúpavogi.
Kaupfélag Hvalfjarðar Hrafneyri,
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
IJvammstanga og Kaupfélag Aust-
ur-Skaftfellinga Hornafirði.
Fundarstjóri var Sigurður Sig-
fússon Bjarklind og skrifarar síra
Sigfús Jónsson og Guðbrandur
Magnússon.
Framkvæmdastjóri gerði grein
l'yrir starfsemi Sambandsins á
liðnu ári og las upp ítarlegar
skýrslur um kjötsöluna, gærusöl-
una og ullarsöluna. Voru þessar
skýrslur gerðar í mörgum eintök-
um hvor, svo fundarmenn gætu
sem flestir kynt sér þær rækilega.
þvínæst óskaði framkvæmdastjóri
þess að kosin yrði sérstök nefnd
til þess að kynna sér sem best
reikninga Sambandsins og allar á-
stæður, í tilefni af kviksögum
þeim og rógi sem gengið hafa víða
Atvinnuráð.
Vera má að mörgum þyki það
furðu gegna,- að slíkur utanveltu-
maður þjóðfélagsins, sem höfund-
ur þessara lína er, skuli vilja fara
að leggja orð í belg um atvinnu-
mál. þess ber þó að gæta, að þeir
menn, er standa álengdar, þar sem
strítt er, sjá oft eins vel hvað or-
ustunni líður og hinir, sem eru
staddir mitt í fylkingunum. það
sem hér fer á eftir, er ofurlítill út-
dráttur úr þeim hugleiðingum,
sem eg hefi oft dvalið við, þegar
eg hefi lesið um stórfeld verkföll
og verkbönn út í löndum, og sömu-
leiðis þegar misklíð hefir orðið hér
á landi út af atvinnumálum. Ef til
vill eru fá hugsanafræ í grein þess-
ari lífvænleg, en hún er samt rit-
uð í þeirri von, að eitthvert þeirra
falli í frjóvgan jarðveg, ef ekki
nú, þá einhverntíma.
Núverandi ástand.
Horfurnar í atvinnumálunum út
um víða veröld hafa líklega aldrei
verið ískyggilegri en einmitt nú.
Og þær eru ef til vill ískyggilegast-
ar sökum þess, að nauðsyn á hag-
kvæmri úrlausn atvinnumálanna
verður æ þyngri með hverju ári
sem líður. Og það er alt undir því
komið, að úrlausnin verði eðlileg,
hver svo sem hún verður. Alt gefst
það best sem eðlilegast er. En fari
um land um Sambandið. Voru
kosnir sjö kaupfélagsstjórar í
nefndina: þorsteinn Jónsson Reyð-
arfirði, Björn Kristjánsson Kópa-
skeri, síra Sigfús Jónsson Sauðár-
króki, Ólafur Lárusson Skaga-
strönd, Sigurður þórðarson Lauga-
bóli, Guðbrandur Magnússon Hall-
geirsey og Bjarni Kjartansson
Vík. — Síðar á fundinum lagði
framkvæmdastjóri frám reikn-
inga Sambandsins með yfirlýsingu
, endurskoðenda um það, að athuga-
semdum þeirra væri fullnægt.
Reikningunum fylgdi mjög ítarleg
skýrsla um starfsemi Sambands-
ins, hag þess og horfur og þakkaði
fundurinn með lófataki. — Urðu
umræður á eftir og var svarað
ýmsum fyrirspurnum. Skýrði Jón
Árnason fulltrúi frá því meðal
annars, að garnakaupmaður sá, er
undanfarið hefði keypt gamir af
kaupfélögunum væri hættur störf-
um, en Sambandið hefði keypt
tæki hans öll vægu verði og mundi
því geta gert hvort sem vildi, að
beitast fyrir verkun garna, eða
gjöra samning um sölu á görnum
við einhvern þann, er nota vildi
aðstöðu þá sem Sambandið hefði
trygt sér í þessu efni. Síðar á fund-
inum kom reikninganefndin fram
með álit sitt svohljóðandi:
„Vér undirritaðir, sem til þess
vorum kosnir, höfum eftir föng-
um kynt oss rekstur Sambandsins,
reikninga þess og fj árhagsástæð-
ur, einnig höfum vér kynt oss fjár-
hagsástæður hinna einstöku fé-
lagsdeilda og við rannsókn þessa
fullvissað oss um að efnahagur
Sambandsins er svo góður og
tryggur, að fullyrða má, að ill-
kvitnisorðrómur sá, sem breiddur
hefir verið út um landið um hið
gagnstæða, er á engum rökum
bygður.
Ennfremur höfum vér sann-
færst um að framkvæmdastjóm
Sambandsins hefir int starf sitt
mjög vel af hendi og á skilið fylsta
traust allra sambandsdeildanna.
Loks höfum vér sannfærst um
að ástæður sambandsdeildanna yf-
irleitt eru svo góðar sem vænta
má á þessum erfiðu tímum og vér
teljum víst að skuldir þeirra við
Sambandið verði að fullu greiddar.
Nefndin leyfir sér því að flytja
svofelda tillögu:
Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir fjárhag Sambandsins og telur
hann tryggan. Sömuleiðis lýsir
fundurinn fylsta trausti á fram-
kvæmdastjóm Sambandsins og
vottar henni þakkir fyrir vel unn-
ið starf.“
svo, að óeðlileg úrlausn verði knú-
in fram, þá getur hver maður
gengið að því vísu, að hún gefur
ekki af sér nema stundarfrið, —
eins konar vopnahlé, með stéttum
þeim, er berast nú illu heilli á
banaspjóti, að kalla má.
í flestum menningai'löndum era
nú orðin meiri eða minni samtök
innan hinna meiri háttar stétta.
það var álitið, að þessi stéttasam-
tök mundu fá bætt úr margvís-
legu þjóðfélagsböli. Og því er ekki
að neita, að margt gott og göfugt
hafa þau af sér alið. En samtök
með einni stétt hafa oftast orðið
til þess, að aðrar stéttir hafa kom-
ið svipuðum samtökum á hjá sér,
til þess að standast samkepnina,
og þannig hafa heilar stéttir tek-
ið að togast á um afurðina af sam-
eiginlegi’i vinnu, í stað einstakl-
inga, eins og áður var. Baráttan
er því að eins orðin í stærri stýl
og er þar af leiðandi stórfeldari
og' ægilegri en áður. þetta er einn
af hinum miklu ókostum af hin-
um nauðsynlegu samtökum innan
stéttanna. Og þessi ókostur verð-
ur þeim mun róttækari og hættu-
legri, sem lengra líður. Og nú sjá-
um vér þjóðfélagsskipun mestu
menningarþjóðanna — þar sem
samtökin innan stéttanna era elst
og öflugust — leika á reiðiskjálfi,
og jafnvel þingbundnar stjórnir
ramba á barmi byltingarinnar.
Ef smáþjóðimar eiga að reyna
þessi tillaga nefndarinnar var
samþykt í einu hljóði og því sam-
hliða voru reikningar Sambands-
ins einróma samþyktir og ráðstöf-
un félagsstjórnarinnar á arði árs-
ins. Loks var samþykt að senda
öllum sambandsdeildunum saman-
dregið yfirlit yfir rekstur Sam-
bandsins og eitt eintak af skýrsl-
um um sölu og sölutilraunir á er-
lendum vörum.
Jónas þorbergsson ritstjóri á
Akureyri flutti ágætt erindi um
skipulag samvinnufélaga. þakkaði
fundurinn með lófataki.
Gísli Guðmundsson gerlafræð-
ingur sendi erindi og gat þess að
hann ætlaði utan til þess að rann-
saka enn betur orsakir til súr-
skemda í saltkjöti og auk þess
gæði kornvörutegunda. Æskti
hann þess að Sambandið, ásamt
með Sláturfélagi Suðurlands á-
byrgðist alt að 15 þús. kr. lántöku
fyrir sig í þessu skyni gegn bak-
tryggingu. Var stjórn Sambands-
ins gefin heimild til þess.
Nefnd var skipuð á fundinum
til þess að athuga hvort eigi væri
hyggilegt að sambandsdeildirnar
mynduðu sjóð til tryggingar ó-
höppum sem einstakar deildir
kunna að verða fyrir á gjaldeyris-
vörum. Nefndin bar fram frum-
varp til reglugjörðar fyrir afurða-
tryggingarsjóð. Var frumvarpinu
vísað til sambandsstjórnarinnar
til athugunar og geri hún tillögur
um fyrir næsta aðalfund.
Framkvæmdastjóri skýrði frá
að brýn nauðsyn væri að Samband-
ið hefði sem mesta tryggingu fyr-
ir gjaldeyrisvörum frá sambands-
deildunum, ekki síst á þessum tím-
að komast hjá því að lenda í sömu
ógöngunum, sem mestu menning-
arþjóðirnar eru lentar í, verða þær
að láta sér víti þeirra að vamaði
verða. það lætur næst sanni að
það sé fátt eitt, sem þær geti lært
af stórþjóðunum í þessum efnum,
annað en forðast að gera það, sem
þær hafa gert til þess að koma at-
vinnumálum sínum í viðunanlegt
horf; því að þegar að er gáð, er
sem viðleitni þeirra hafi borið eitr-
aða ávexti. það er ekki annað sjá-
anlegt en að samtökin og stétta-
félagsskapur, eins og hann hefir
verið rekinn með þjóðunum, hafi
oi’ðið til þess að glæða ímugust og
úlfúð með hinum ýmsu stéttum og
atvinnugreinum.
Samningar.
það mun varla ofmælt, þótt sagt
sé að margir samningar milli
vinniveitenda og vinnuþiggjenda
sérstaklega þeir, sem hafa verið
gerðir eftir verkföll eða verk-
bönn, hafi verið eins og hverjir
aðrir friðarsamningar, þar sem
sá, er minni máttar er, verður að
sætta sig við úrslitin; stundum
hafa það verið vinnuveitendur og
stundum vinnuþiggjendur, alt eft-
ir atvikum. „Sigraðir menn verða
að sætta sig við alt“. þegar deilu-
efni þessara aðila hafa verið á döf-
inni, er alvanalegt, að þeir hafa
viljað, hvor um sig, fara eins
langt og framast má verða. þeir
um, þegar íslenskir seðlar eru ná-
lega verðlausii' í útlöndum. Urðu
um mál þetta miklar umræður og
var kosin nefnd til þess að íhuga
það. Bar nefndin fram eftirfarandi
tillögur, sem báðar voru samþykt-
ar í cinu hljóði:
„Aðalfundur S. f. S. brýnir fyr-
ir samvinnumönnum um land alt
að bregðast eigi þeirri skyldu að
fá kaupfélögunum allar fram-
leiðsluvörur sínar til sölu. Enn-
fremur^ skorar hann á kaupfélags-
stjórana að fræða félagsmenn,
með fundahöldum o. fl. sem best
og ítarlegast um nauðsyn þessa og
að þeir safni loforðum um gjald-
eyrisvöru í tæka tíð.“
„Aðalfundur S. f. S. ályktar að
bera fram þá kröfu til landsstjórn-
arinnar, hafi 1 andsstjórnin einka-
sölu á hrossum í sumar og borgi
andvirði þeirra í tékkávísunum á
banka, að Sambandið fái svo
mikla upphæð þess erlenda gjald-
eyris, sem fyrir hrossin fæst, er
svari til tékkávísana þeirra sem
greiddar verða til sambandsfélaga
og Sambandið getur framvísað til
hrossaútflutningsnefndarinnar fyr
ir þeirra hönd.“
Framkvæmdastjóri og Jónas
Jónsson skólastjóri skýrðu frá
samvinnulögunum og starfi nefnd-
arinnar sem undirbjó þau. Út af
því voru eftirfarandi tillögur sam-
þyktar:
„Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir hinum nýsamþyktu samvinnu-
lögum og vottar þakklæti sitt sam-
bandsstjórn, skattanefnd þeirri er
kosin var á síðasta aðalfundi, þing-
mönnum þeim og blöðum, er báru
málið fram til sigurs, og þeim
hafa þá báðir reynt að skara sem
mestan eld að köku stéttar sinnar.
þetta er ekki sagt í því skyni að
kasta rýi’ð á þá, er hlut hafa átt
að máli, því að þetta er óhjá-
lcvæmileg afleiðing af því fyrir-
komulagi, sem nú er, er eðlileg af-
leiðing þessarar hamstola og hlífð-
arlausu samkepni, sem alt og alla
ætlar að" drepa. Samningar eru
venjulega óeðlilegar úrlausnir at-
vinnumálanna, því að þeir era oft
ekkei't annað en viðskiftaglímur,
þar sem hver reynir að beita ann-
an brögðum, — ef ekki fantatök-
um.
það er ofui' eðlilegt, að samn-
ingar gefist illa, enda ætti reynsl- -
an að vera búin að færa mönnum
heim sanninn um það. Og nú á
tímum er sem þeir séu meira að
segja haldminni en þeir hafa áður
verið, sökum þess, að aðstæður
manna breytast nú örar en áður
hefir þekst.
Lærið af náttúrunni.
Síðan á dögum Rousseau’s hafa
áminningarorðin: „Hverfið aftur
til náttúrunnar“, hvað eftir annalð
kveðið við á ýmsum sviðum. Og
það er meira að segja eins og heil-
ar stéttir hafi látið sér þessi á-
minningarorð að kenningu verða
og sest við fótskör dýraríkisins
og lært af því. í dýraríkinu blasir.
við oss hin hlífðarlausa barátta.
Milli náskyldra tegunda er ævar-
mönnum öðrum, er á einn eða ann-
an hátt hafa stutt að úrslitum
þess. Fundurinn álítur að það
verði heppilegast til frambúðar,
að öll ákvæði um gjaldskyldu sam-
vinnufélaga, bæði til ríkis og sveit-
ar, standi í samvinnulöggjöfinni
sjálfri.
Fundurinn brýnir það fyrir öll-
um samvinnumönnum landsins að
standa örugglega á verði gegn öll-
um árásum og blekkingatilraunum
bæði innan frá og utan að, sem
miða að því, að draga úr framþró-
un samvinnustefnunnar hér á
landi.“
Ennfremur var svohljóðandi til-
laga samþykt einum rómi:
„Með því að mörg af blöðum
landsins beita sér gegn samvinnu-
stefnunni og reyna að hnekkja
gengi hennar, mælist fundurinn
eindregið til þess, að fram-
kvæmdastjórar sambandsdeild-
anna innheimti andvirði sam-
vinnublaðanna, hver hjá sínum
viðskif tamönnum. ‘ ‘
• Ólafur Briem frá Ajfgeirsvöll-
um talaði af hálfu samvinnulaga-
nefndarinnar og bar fram ýmsar
breytingar á lögum Sambandsins,
til þess að samræma þau sam-
vinnulögunum, og skýrði þær
mjög rækilega. Framkvæmdastjóri
lagði það til að fjölgað yrði um 2
í stjórn Sambandsins og að í fram-
kvæmdastjórn yrðu 5 menn í stað
eins áður. Lagabreytingarnar
voru ræddar við tvær umræður og
þvínæst samþyktar í einu hljóði.
. Um stofnun samvinnubanka,
sem hreyft hafði verið á síðasta
aðalfundi, gat framkvæmdastjóri
þess, að þótt því máli hefði ei ver-
ið hrundið í framkvæmd, þá yrði
þörfin æ ljósari. Var stjórn Sam-
bandsins og bankanefndinni falið
málið áfram.
Framkvæmdastjóri hreyfði því
nýmæli að aðalfundir Sambands-
ins yrðu haldnir á fögrum stöðum
víðsvegar um landið og að hafst
yi'ði við í tjöldum þar sem eigi
væri nægilégt húsrúm. Tóku marg-
ir til máls og rómuðu mjög þetta
nýmæli. Var stjórninni falið að
koma í framkvæmd ef tiltækilegt
þætti.
Jónas Jónsson skólastjóri gerði
ítarlega grein fyrir starfsemi
Samvinnuskólans síðastliðið ár og
fyrir starfi því sem honum væri
ætlað að vinna framvegis. J>á gerði
hann og grein fyrir Tímariti sam-
vinnufélaganna, hverjh' annmark-
ar hefðu verið um útgáfu þess;
ritið hafi orðið að vera einhæft
meðan staðið hefði verið í því að
andi ófriður og eiga þar ýmsir
högg í annars garði.
I dýraríkinu má svo heita, að
hið mikla verk náttúrunnar sé
enn í smíðum, framþróunin er þar
ekki einu sinni komin miðja vega,
ef takmark hennar er samræmi
lífsins eða jafnvægi. pað er því
ekki heillavænlegt að taka dýra-
ríkið sem fyrirmynd, þar sem
hver tegundin herjar á og. útrým-
ir annari. það er ekki heillavæn-
legt að haga svo samfélagsmálun-
um, að hver stétt verði sem eftir-
mynd einnar eða annarar dýrateg-
undar, og samkepnin verði alveg
hlífðarlaus og samvinna lítil sem
engin, nema innan mjög þröngra
takmarka.
En náttúran er komin lengra á
öðrum sviðum. þegar vér virðum
fyrir oss líkama, hvort sem það er
líkami manna eða dýra, er sem
vér sjáum, hvert hún stefnir með
lífið. Hún hefir komið hinum ein-
stöku hlutum í samræmi, en heild-
inni á hún eftir að gera sömu skil.
IJvert líffæri líkamans er þannig
úr garði gert, að það verður til
þess að greiða götu heildarlífsins.
I líkamanum er samkepnin horf-
in og samvinna komin í staðinn.
þai' blasir við oss hin rétta fyrir-
mynd þjóðfélagsins, frá hendi
guðs eða náttúrunnar. Ilvert þjóð-
félag á að vera sem einn líkami og
allar stéttir þess sem limir hans
eða líffæri. Ileilinn er sem stjórn-