Tíminn - 09.07.1921, Síða 4
84
T I M I N N
þarf að takmarka lagasmíðina,
reyna að sameina skyld lög í sam-
stæða bálka, gera löggjöf landsins
að kerfi, en ekki að ruslaskrínu.
Til þess þarf að gerbreyta vinnu-
brögðum þingsins. Láta öil ný
frumvörp fara gegnum hreinsun-
areld sérfróðrar nefndar, t. d.
kennara í lagadeild og dómara úr
hæstarétti, sem hafa næsta lítið
að gera, en eru dýrir landinu. Síð-
an yrði þingið að takmarka sig.
Væri vel að verið, þó að afkastið
minkaði um 2/3 frá því sem nú er.
þingmenn finna sjálfir að vinnu-
brögð þingsins eru óheppileg, eink-
um hinir yngri, sem ekki eru orðn-
ir samsekir. Kom það glögglega
fram í ræðu 1. þingm. Rangæinga
um hlutafélagslögin, og var ekki á
móti mælt.
Kaupmannaflokkurinn og Guðm.
Friðjónsson. Meðan G. Fr. lá hér
við í vetur og baðaði sig í náðarsól
oddborgaranna, lagðist grunur á
að hann hefði snúist óvenjulega
hastarlega, jafnvel þó að miðað sé
við hans eigin fortíð. Áður hafði
G. Fr. talið sig vera málsvara
bændastéttarinnar og hins ein-
falda og óbrotna sveitalífs, en far-
ið hörðum orðum um óhófslíf „yf-
irstéttanna“ í kauptúnunum. En
við dvölina í Reykjavík breyttist
þetta. Óhófslífið seiddi hann til
sín. Hann féll flatur fram í orð-
margri tilbeiðslu. Hann gekk á
hönd broddborgaravaldinu. „Skrif-
aðu mér hvað höfðingjarnir segja
urn árás mína á Tímastefnuna“,
voru kveðjuorð hans við eina frúna
í höfuðstaðnum. Dómur höfðingj-
anna um illyrði hans í garð þess
blaðs sem öðrum fremur hefir lát-
ið til sín taka mál bændastéttar-
innar, var fyrir G. Fr. eins og
páfabréf til Jóns Arasonar.
Tíminn vissi hvað „kaupa“ leið
og lét sér nægja að erta lítið eitt
þennan nýja andstæðing. Vissi að
með því móti mátti fá G. til að
tala mikið og tala af sér. Nú er
það komið fram. G. Fr. er búinn
að unga út heilum haugum og vit-
leysum, smekkleysum og meinlok-
um, sem sýna í einu menningar-
ástand hans sjálfs og þess flokks,
sem hann vinnur fyrir.
Nú er búið að láta Guðm. játa
það, að hann vilji eftir megni
spilla fyrir Tímamónnum við kosn-
ingar. Um áhrif G. verður síður
talað, en viðleitnin er söm. Hann
hefir með þessu skuldbundið sig
opinberlega til að vinna af alefli
móti viðreisn bændastéttarinnar
og áhugamálum sinnar sveitar.
eftir réttlæti í þessum eínum, en
ekki ranglæti, og álíti, að verður
sé verkamaðurinn launanna og að
launin eigi að fara eftir verkun-
um, en ekki eftir kynferði, aldri
eða öðrum ranglátum mælikvörð-
um.
Eins og allir vita, hefir það ekki
verið talinn ógemingur, að gefa
einkunnir í skólum, jafnvel þótt
það sé efalaust margfalt meiri
vandi að gefa réttar einkunnir
fyrir frammistöðu við margbreyti-
legt nám, til dæmis við próf, en
fyrir vinnu, sem er alloftast unt
að meta eftir á. þá heyrist og ekki
brydda mikið á óánægju um ein-
kunnir þær, sem gefnar eru með-
al íþróttamanna, jafnvel þótt
metnaðargirnin sé í rauninni
engu minni að jafnaði með ung-
um mönnum, eða tilslökunarsam-
ari en fégirndin. þó mætti auðvit-
að gera ráð fyrir því, að stundum
vildu menn ekki sætta sig við
vinnueinkunnir, sem verkstjórar
gæfu. þá væri ekki annað en
kveðja óhlutdræga menn og dóm-
bæra til þess að skera úr málun-
um, eða ef mikið þætti við liggja,
að leggja málið undir úrskurð at-
vinnuráðsins. Með þessu lagi
njundi vinnan breytast í íþrótta-
liki og væri þá ráðin bót á einum
ókostinum, er fylgir verkamanna-
samtökunum, sem eru þó ómiss-
andi í hverju samfélagi, eins og
nú er ástatt. þau yrðu og fram-
það mun ekki vera hægt að benda
á eitt einasta framfaramál bænda,
frá dagskrá undanfarandi ára,
sem Timínn hefir ekki stutt.
Skipakaup landssjóðs, bættar sam-
göngur og póstferðir, landsversl-
unin, samvinnufélagsskapurinn,
ræktunarbankinn, umbætur á
Landsbankanum, þjóðnýting ís-
landsbanka, héraðsskólamálið (sem
hvergi á sér dýpri rætur en í þing-
eyjarsýslu), umbætur og efling
gagnfræðaskólans á Akureyri, end-
urbót og efling Búnaðarfélagsins
o. m. fl. Á mörg-um þessum svið-
um hefir mikið áunnist fyrir starf-
semi Tímaflokksins, þrátt fyrir ill-
víga mótstöðu oddborgaranna,
hinna nýju húsbænda Guðmundar.
það eina sem skiftir máli í sam-
bandi við framferði G. Fr. cr það
hvernig hann hefir getað fallið
svona lágt. Við að skýra það, veil-
urnar í honum sjálfum, upplagi
hans, þroskaleysi hans, áhrifunum
sem hafa mótað hann hér í Rvík.
Alt getui' þetta verið rannsóknar-
efni. Ekki af því að G. Fr. sé
merkilegur oða áhrifamikill maður
sjálfur. En sökum sjálfsjátninga
hans má nota hann eins og glugga
til að horfa inn í herbúðirnar hinu-
megin. þetta er sú varanlega og
gagnlega hjálp sem G. Fr. er viss
með að veita Tímaflokknum. Hvert
eggjunar- og uppörvunarorð sem
hann fær frá úrkynjuðum embætt-
islýð og örvingluðum síldarspekú-
löntum (höfðingjunum í augum
G. Fr.) leiðir hann lengra út á þá
braut að tala og skrifa, snúast og
s'egja vitleysur. Verður við og við
í sumar safnað blómum í þeim
aldingarði — til að kynnast bú-
skaparlaginu á bæ Morgunblaðs-
ins. **
-----o----
"g&orgtn eifífa
cftlt
gainc
„Vitanlega getur hann það“, sagði
Róma, „og það liafa hinir miklu lista-
menn oft gert.“
Ilún gekk nú á undan gestunum
inn í litlu stofuna. Tvær myndii' stóðu
pai'. Votur dúkur var breiddur yfir
aðra en þunt og hvítt línklæði yfir
hina. Hún gekk að hinni síðarnefndu.
Rödd hennar var óstyrk:
„Mór veittist það erfitt að láta Krists-
myndina njóta sín. það var vart að eg
þyrði að hyrja á þeirri mynd. En mér
veittist það léttara er eg byrjaði að
liugsa um mann þann, sem varð fyrir
vegis nauðsynleg, jafnvel þótt eitt-
hvert fyrirkomulag kæmist á, sem
það, er bent hefir verið á hér að
framan. það er jafnan þörf á sam-
tökum til þess að efla samvinnu á
öllum sviðum, jafnvel þótt þeirra
þyrfti ekki með til þess að herða
á samkepninni, og standast stétta-
baráttuna.
Eins og gefur að skilja er margt
og mikið, sem þarf að athuga við
þetta mál, sem er líklega mesta
vandamál þjóðarinnar. Islenska
þjóðin er enn sem komið er lítil,
þar af leiðandi verða ekki umbóta-
tilraunir hennar eins þungar í vog-
unurn og þær verða með fjölmenn-
ari þjóðunum, þar sem alt er í
stærri stýl. það er því ekki óhugs-
andi, að það eigi fyrir Islending-
um að liggja, að finna eitthvert
það ráð, sem gæti orðið, ef vel er
á haldið, til þess að leiða þjóðina
út úr mestu atvinnumála-ógöngun-
um, — eitthvað, sem þeir hafa
ekki tekið upp eftir þeim þjóð-
um, sem sökkva nú dýpra og
dýpra ofan í það hörmunga-
ástand, er verður þess valdandi að
„bræðr munu berjask
ok at bönum verðask“.
Sig. Kristófer Pétursson.
----0----
hæðni og spotti fyrir það að hann væri
fátækur, en lét það ekkert á sig fa,
sem altaf tók svari hinna kúguðu og
minni máttar, sem aldrei hefndi móðg
ana, þótt bæði væru þær svívirðileg-
ar, ósannar og illgjarnar — vegna
þess að hann hugsaði aldrei um sjálf-
an sig. Eg fanh í honum hina bestu
fyrirmynd og hér getið þið séð árang-
urinn.“
Hún svifti línklæðinu af myndinni.
Allir gátu séð höfuð Davíðs Rossís í
hinni * snjóhvítu gipsmynd. Andlitið
nar vott um frábæra göfugmensku og
hreinleika. Sérhver dráttur var mótað-
ur með hendi ástarinnar.
það var fyrst þögn eitt augnablik,
cn svo hófst hvíslið.
„Hver er það?“ „Kristur vitanlega!"
„Já, en hverjum er það líkt“. „Hver
ætli það sé? Páfinn?" „Nei! Getið þér
virkilega ekki séð. hver það er.“ „Get-
ur það verið," „það er skammarlegt!"
„það er guðlast!"
Róma stóð hnarreist og augu henn-
ar leiftruðu.
„Eg óttast að mér hafi ekki tekist
það að láta fyrirmyndina njóta sín“,
sagði hún. „En ef til vill fellur ykkur
Júdas minn betur í geð.“ Og um leið
gekk hún að hinni myndinni.
„þetta verkefni varð mér og erfitt
og það var fyrst í gærkvldi sem eg
fann mig liæfa til að byrja á mynd-
inni“.
Með skjálfandi hendi tók hún mynd-
ina af föður sínum ofan af veggnum
rétti hana til barónsins og sagði:
„Eg heyrði sögu í gær, horra barón,
um svik og illmensku í garð þessa
manns. þá varð mér það ljóst hvern-
ig svipurinn myndi vera á þeim
manni, sem sveik vin sinn og meist-
ara fyrir þrjátíu silfurpeninga, sem
hlustar á smjaður, uppgerðarorð og
ósannindi af hálfu þeirra aumu
sníkjudýra, sem íiópast um hann af
því að hann er svikari og af því að
hann hefir peninga."
Um leið og hún sagði þétta svifti
húii dúknum af myndinni. það var
uppkast að mynd, mótað í leir. það
varð ekki hjá því komist að þekkja
myndina, en hinar allra verstu ástríð-
ur skinu út úr sérhverjum andlits-
drættí: slægð, drembilæti, gi’imd og
nautnasýki.
ísköld þögnin hvíldi yfir áhorfend-
unum. Einn af öðrum litu þcir undan
og hófu livíslið sín í milli.
„það er baróninn!" „Nei!“ „Jú, jú!“
„Svívirðilegt!" „Hræðilegt!" „Háð-
mynd!“
Róma beið augnablik og svo hóf hún
máls á ný:
„Ykkur líst ekki á Júdas minn? Mér
ekki heldur. Hann er andstyggileg-
ur!“
Hún tók stálþráð milli handa sér og
brá honum í myndina. Allur efri hluti
myndarinnar datt á gólfið eins og
klessa.
-----0----
íslensk orða.
Meir en 40 ár eru liðin síðan
Steingrímui' Thorsteinsson kvað:
„Orður og titlar úrelt þing, —
eins og dæmin sanna, —
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.“
Og enn kvað hann:
„Feigðarkúlan blind,þá bálar stríð,
beinist jafnt að hraustum og að
rögum,
stjarna, kross í heiðursteikna hríð
hittir alveg eftir sömu lögum.“
Hvorttveggja er orðinn alviður-
kendur sannleiki af alþjóð íslend-
inga. Og ekki fáir munu þeir Is-
lendingar vera, sem beinlínis hafa
hrósað happi yfir því, að síðan Is-
land varð fullvalda ríki, hefðum
við verið lausir við það tildur og
fánýti.
það hefir nú reynst skammgóð-
ur vermir.
Henni þóknaðist það, lands-
stjórninni íslensku, henni fanst
það fara vel þjóðinni íslensku eins
og nú lætur í ári, að stofna nýja
íslenska orðu nú í sumar, sem
hlotið hefir nafnið fálkaorðan.
Munu þeir vera margir sem
láta segja sér þau tíðindi þrisvar,
áður en þeir trúa.
Með hinum fullkomnasta forn-
aldar- og tildursbrag er til fyrir-
tækisins stofnað. Sérstakt orðuráð
skipað fimm mönnum á að „ákveða
hverir skuli sæmdir verða íslenska
heiðursmerkinu“, að því er blað
stjórnarinnar segir frá- „I>rjú
stig“ tignarinnar fylgja djásnun-
um: stórkrossriddarar, stórriddar-
ar og riddarar íslenskrar fálka-
orðu munu eftirleiðis spretta upp
eins og gorkúlur á haugi í landi
hér. Gott munu þeir nú eiga fylgi-
fiskarnir Jóns Magnússonar, sem
búið hefir til þessar orður handa
íslendingum; nú mun hann launa
þeim örugga íylgd. Og rifjast þá
upp það er segir í þrymskviðu:
„þrymur sat á haugi,
þursa dróttinn,
greyjum sínum
gullbönd snöri,“ —
Almanakið segir að hinn þriðja
þessa mánaðar hafi prestamir
lagt út af réttlæti Faríseanna.
Daginn eftir, hinn fjórða þ. m.,
var sól fjarst jörðu. Á þeim degi
dundi yfir orðuregnið íslenska.
þrennar tylftir, einum í fátt, karla
og kvenna urðu fyrir þeirri blind-
hríð heiðursteiknanna. Voru þar
af sjö íslenskir menn. Jón Magnús-
son sjálfur fékk einn mesta djásn-
ið.
— Gott var það að Steingrím-
ui' Thorsteinsson hafði þó fengið
að safnast til feðra sinna áður en
þetta bæri við á Islandi. —
——o-----
Fréttir.
Konungskoman. Eins og áætlað
hafði verið stigu konungshjónin
á land kl. 10 árdegis sunnudaginn
26. f. m. Fánar blöktu á stöngum
,alla leiðina frá steinbryggjunni
og upp í latínuskólann og mikill
mannsöfnuður stóð á báðar hlið-
ar. Á hádegi fóru konungshjónin
í kirkju og hlýddu messu. Kl. 2 e.
h. fór fram móttökuhátíð í alþing-
ishúsinu. Var þar sungin ný
„kantata“; hafði Sigfús Einars-
son samið lagið, en þorsteinn
Gíslason ort kvæðið. Hvorttveggja
var til fylsta sóma. Söngflokknum
stýrði Páll ísólfsson, en Pétur
Jónsson söng einsöng með kórinu.
Söngurinn tókst yfirleitt ágætlega.
Eftir ræðuhöldin og sönginn í
þingsalnum gekk konungsfjöl-
skyldan út á svalir þinghússins og
ávarpaði konungur mannf j öld-
ann nokkrum orðum. Um kvöldið
vúji’ haldin veisla í Iðnaðarmanna-
húsinu og hinum nýja veisluskála
sem reistui' hafði verið sunnan
hússins fyrir veislu þessa. Sátu
veisluna hátt á þriðja hundrað
boðsgestir landsins. Eftir ræðu
sína í veislunni afhenti konungur
skrautker, sem var gjöf til alþing-
is. Daginn eftir var konungur við
opnun rafstöðvar Reykjavíkur og
síðar um daginn fögnuðu stúdent-
ar konungi og sonum hans. Hélt
Guðmundur Finnbogason ræðu, en
Einar Benediktsson flutti drápu.
Daginn eftir var farið á bifreiðum
til þingvalla. Mesti fjöldi boðs-
gesta landsins var í þeirri fylgd.
Auk þess fór austur fjöldi manns
héðan úr bænum og fjölmargir
komu ríðandi á þing-völl úr austur-
sýslum og Borgarfirði. það mikla
lán var léð að veður var afbragðs-
gott þennan dag, sólskin og hiti
og sá varla ský á lofti.Úrvalsflokk-
ur glímumanna sýndi glímur og er
látið prýðilega af þeirri glímu.
Guðmundur Kr. Guðmundsson var
sæmdur vcrðlaunum fyrir fegursta
glímu, en Hermann Jónasson
hafði flesta vinninga. Daginn eft-
ir var farið ríðandi til Geysis. Á-
gætt veður var alla leiðina. Ekki
gaus Geysir, enda hefir hann ekki
gosið síðustu árin. Næsta dag var
farið að sjá Gullfoss og aftur til
Geysis. Næsta dag var farið að
Ölfusárbrú og búið í húsi útbús
Landsbankans. Á laugardaginn
voru Sogsfossarnir skoðaðir og
loks farið aftur til Reykjavíkur
um kvöldið á bifreiðum. Kl. 3 á
sunnudaginn efndu íþróttamenn
til íþróttasýningar á íþróttavellin-
um og buðu konungshjónunum
þangað. Afbragðsgott veður var
þann dag og þessi íþróttasýning
fór prýðilega fram. Fyrst gengu
íþróttamenn skrúðgöngu í rnörg-
um flokkum og var það fögur sjón
og skemtileg. þá sýndu bæði kon-
ur og kai’lar leikfimi, undir stjóm
Björns Jakobssonar og tókst á-
gætlega. Meðan á þeim sýningum
stóð komu inn á völlinn keppendui'
í Álafosshlaupinu svonefnda. Hófu
keppendur að hlaupa frá klæða-
verksmiðjunni við Álafoss og mun
vegalengdin öll, sem þeir hlupu,
vera um 18 kílómetrar. Sex tóku
þátt í hlaupinu. þoi'kell Sigurðs-
son, síldarmatsmanns þorsteins-
sonar vann hlaupið og var lang-
fyrstur. Mun þetta vera lengsta
kapphlaup sem þreytt hefir ver-
ið á íslandi. Síðast var sýnd knatt-
spyrna. Á sunnudagskvöldið hélt
Reykjavíkurbær mikla veislu í
Iðnaðarmannahúsinu. Segir Morg-
unblaðið að í henni hafi verið „á
að giska 5 til 6 hundruð manns.“
Morguninn eftir fóru konungs-
hjónin til skips og kl. 2 um dag-
inn höfðu þau fjölmenna veislu í
herskipi sínu. Síðan var farið til
Iiafnarfjarðar og undir kvöld lagt
ah stað áleiðis til Grænlands. „Kon-
ungur gaf 10 þús. kr. til Land-
spítalasjóðsins og á að mynda af
þeim sjóð þar, sem beri nafn kon-
ungs og drotningar og kosta af
honum eitt sjúkrarúm. Til fátækra
i bænum gaf konungur 5 þús. kr.,
sem ekki er enn ráðstafað. Náðuð
voru Kristján D. Bjarnason sen.
dæmdur var í 12 mánaða betrunar-
húsvinnu, Gústav Sigurbjarnar-
son sem dæmdur var í 8 mánuði;
höfðu þeir báðir verið stuttan
tíma inni, rúman mánuð, og Lydia
Theil sem dæmd var í 1X5 daga
upp á vatn og brauð. Ennfremur
stytti hann það sem eftir var af
iiegningartíma Elíasar Hólms,
Geirs Pálssonar og Hallgríms
Finnssonar um helming.“ Era
þessar síðustu fregnir, um gjafir
og náðanir, teku;\” orðrott eftir
Moiv.anl laðinu.
Stórstúkuþingið var háð um
má.naðarmótin síðustu. Um 60
fulltrúar sóttu þingið víðsvegar
að af landipú. þessi ágæta þing-
sókn ber vott um hið aukna fjör
sem er að færast í Regluna. Frétt-
irnar um Spánarsamningana bár-
ust meðan þingið sat og sendi Stór-
stúkan hin eindregnustu mótmæli
gegn afnámi bannlaganna. Á
sunnudaginn var efndu Templar-
ar í annað sinn til mikillar skrúð-
gögu um bæinn, til þess að veita
oi’ðum sínum áherslu. — Fram-
kvæmdanefndStórstúkunnar skipa
nú þessir menn: Stórtemplar: þor-
vai'ður þorvarðarson prentsmiðju-
stjóri; stórtemplar: þórður
Bjarnason kaupm.; stórvaratempl-
ar: Ingimar Jónsson cand. theol.;
stórgæslumaður ungtemplara: ís-
leifur Jónsson kennari; stórgæslu-
maður kosninga: Jón Árnason
prentari; stórritari: Jóh. Ögm.
Oddsson kaupm.; stórgjaldkeri:
Flosi Sigurðsson skipstjóri; stór-
kapelán: Hallgrímur Jónsson kenn-
ari og fyrverandi stórtemplar:
Pétur Halldórsson bóksali.
Mannalát. Látinn er á Korpúlfs-
stöðum í Mosfellssveit þorlákur
bóndi Sigurðsson. — Hér í bænum
er nýlega látinn Jón Reykdal mál-
ari.
Jón J. Kaldal hlaupakappi vann
nýlega fimm kílómetra kapphlaup
sem háð var á Norður-Jótlandi.
Rann hann skeiðið á 15 mín. og'*'
42 sek. Jón er sagður væntanleg-
ur heim í sumar.
r---0----
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.