Tíminn - 24.09.1921, Síða 2

Tíminn - 24.09.1921, Síða 2
114 T í M I N N Mikil Yerðlækkun öll fataefni eldri en 3ja rnánaða, verða seld með 25—40°/0 afslætti. — Þetta er miðað við lægst fáanlegt verð frá útlöndum. Virðingarfylst Gr. Bjarnason & FjeldstecL Kensla í veínaði. Prá 20. október þ. á. kenna undirritaðar allskonar vei'nað. Nánari upplýsingar á Amtmannsstíg 2 frá kl. 1—3 síðd. á hverjum degi. Ásta Sighvatsdóttír. Sigríður Björnsdóttir frá Kornsá. Páll J. Ólafson D. D. S. tannlæknir Pósthú88træti nr. 7. — Herbergi nr. 39. Sími 501. — P. 0. Box 551. Reykjavík. ýmislegt sandgræðslu viðvíkjandi. í annari stofunni á loftinu voru prjóna- og saumavélar frá Haraldi Árnasyni. þá voru þar sútuð sauð- skinn og sýning áburðarfélagsins danska, töflur frá veðurfræðis- stofunni og þéttbýliskort frá vega- málastjóra. í hinni loftstofu kenn- araskólans voru tóvörur Sigurjóns Péturssonar frá verksmiðjunni Álafossi. Var því vel fyrir komið og gott sýnishorn þess, hvað hægt er að vinna úr íslenskri ull með þekkingu og dugnaði. 3. Á svæðið meðfram múrgirðingunni var rað- að flutningatækjum, plógum, herf- um, sáðvélum, sláttuvélum, rakstr- arvélum, snúningsvélum o. fl. j arðyrkj uvélum. 5. Tjald 24X12 al. stórt. í því voru aðallega sýnd ýms handverkfæri til jarðyrkjustarfa. Var það safn mjög fjölbreytilegt. Auk þess var þar komið fyrir ýmsum öðrum munum, svo sem ofnum, eldavél- um, taðvélum og þorskhausakvörn- um o. fl. 6., 7. og 8. Veitingatjöld. þeim var dálítið öðruvísi fyrir komið en grunnmyndin sýnir. 9. í þann reit voni gróðursett tré er Ræktunarfélag Norðurlands hefir alið upp af fræi. Sýndu þau ljóslega hvað þróast getur í ís- lenskri mold, ef hlynning er sæmi- leg. 10. Verkfærahús Búnaðarfélags- ins. Á miðri hæð var fjölskrúðug sýning frá Natan & Olsen (t. d. eldavélar, ofnar, girðingarefni, handverkfæri o. fl.). Á loftinu voru sýndir ýmsir íslenskir munir eldri og yngri; var það allmikið safn, þó eigi eins fjölskrúðugt og æskilegt hefði verið. Ennfremur var þar nokkuð af útlendum mun- um. 11. Laut. Hliðarnar lagðar blá- grýti og blómum plantað í milli. 12. Nýbrot. þar var sáð höfr- um og byggi, og borinn á til- búinn áburður; spratt_ það vel í sumar. þannig var sýningunni fyrir komið í aðaldráttunum. Sýningar- svæðið var skreytt fánum þeirra þjóða, er sendu muni á sýninguna. Sýningin var opnuð 27. júní kl. 2 e. h. Ræðustóll hafði verið reist- ur við miðvegginn miðjan. Allfjöl- ment var þá á sýningarsvæðinu (um 500 manns) ; voru margir þeirra boðnir. Pétur Jónsson ráð- herra opnaði sýninguna með stuttri ræðu. ----o----- Góð mynd af atvinnuleysinu á Englandi er það að sendiherra Spánverja í London hefir auglýst þar eftir hermönnum í herferð Spánverja í Marokkó. Feikna fjöldi ungi’a manna hafði gefið sig fram og þó voru kjörin alt annað en glæsileg. — Um miðjan ágústmánuð er svo talið, að 165000 manns hafi verið húsnæðislausir í Berlín. — Á tímabilinu frá 20. júlí til 2. ágúst er talið að 22 þús. manns hafi veikst af kóleru á Rússlandi. Á þýskalandi hefir starfað und- anfarið svonefndur „Sport-banki“ sem hefir haft útbú víðsvegar. Með feiknarlegum skrumauglýs- ingum og gullnum loforðum tókst bankanum að fá fjölda manns til að koma með sparifé sitt. Svo fór alt á höfuðið. Er giskað á að þá hafi staðið inni í bankanum alt að 300 milj. marka í sparifé og muni það fé gjörsamlega tapað. Um 150 þús. manns áttu fé inni í bankan- um. — Ensk kona, frú A. Hamilton, reyndi að synda yfir Ermarsund um miðjan ágústmánuð. Tuttugu klukkustundir var hún í sjónum, en þá gafst hún upp og átti eftir þrjár mílur enskar af leiðinni.. En hún háfði þá synt lengri leið en nokkurri konu hafði áður tekist að synda. Tilraunir hafa verið gerðar í Englandi með nýja flugvél sem lyftir sér lóðrétt upp í loftið. Hef- ir verið farið með þær sem hið mesta leyndarmál, þar eð þetta er álitið hafa mikla þýðingu í hern- aði. — Hinn 19. máí fór fram alls- herjarmanntal á Stóra-Bretlandi, og eru þær tölur nýlega birtar. Alls voru. þá á Stóra-Bretlandi (Englandi, Wales og Skotlandi) 42,767,500 manns, sem er nálega tveim miljónum fleira en fyrir 10 árum síðan. í London einni, með þeim borgum sem hafa lent inni í henni, er tæplega V/% miljón manns. Birmingham er næstfjöl- mennasta borg Englands. Bein af- leiðing stríðsins ej það að konur hafa aldrei verið svo miklu fleiri en karlmenn og nú; þær eru um 1,900 þús. fleiri en karlmennirnir. Á stríðsárunum fæddust miklu færri en áður, en síðan hefir fæð- ingum aftur fjölgað að mun. — Venizelos dvelst í London. Hann hefir nýlega gengið að eiga forríka konu sem fræg er fyrir stórgjafir til grískra sjúkrahúsa. — Út af för konungs til Græn- lands hafa Grænlandsmál mikið verið rædd í dönskum blöðum og nefnd hefir setið á ráðstefnu. Nefndin hefir skilað áliti sínu. Talið er sjálfsagt að að því reki bráðlega að verslun verði gefin frjáls við Grænland, en ekki er sá frestur ákveðinn nánar. — Nánar fregnir eru komnar af því þegar enska loftskipið mikla fórst hinn 24. f. m. það er stór- feldasta slysið sem komið hefir fyrir í sögu fluglistarinnar. í skip- inu voru 28 enskir fyrirliðar og há- setar og 21 amerískur, og einir fimm þeirra björguðust. Loftskip- ið var að fara síðustu tilraunaferð- ina, áður en það væri afhent Bandaríkjastjóminni og tækist á hendur ferðina yfir Atlantshafið. það lagði af stað að morgni 23. ág. og flaug langar leiðir yfir Norður- sjóinn. Morguninn eftir flaug það aftur yfir land, en gat þá ekki lent vegna þoku. Um kvöldið var kom- ið ágætt veður og þá flaug skipið yfir borginni Hull og ætlaði að lenda þar nálægt. Ótölulegur mannfjöldi horfði á flugið. Um sexleytið heyrðust ógurlegar sprengingar frá skipinu og logarn- ir brutust út úr lofbelgnum. Loft- skipið brotnaði í tvo hluti sem steyþtust ofan í Humber-fljótið. Full vissa er ekki fengin um það, hvað olli sprengingunum. Loft- skipið var 695 fet á lengd og belg- urinn var rúm 85 fet í þvermál. það var smíðað í líku sniði og loft- för Zeppelins, en langtum stærra en nokkurt annað sem hingað til hefir verið smíðað. Vélarnar höfðu 2100 hestöfl. Loftskipið hafði kost- að hálfa miljón sterlingspunda. ----o---- Minnismerki yfir JónbiskupVída- lín hefir nú verið reist að sunnan- verðu við aðaldyr dómkirkjunnar. Betur hefði ekkert minnismerki verið reist. Er svo ósmekkvíslega frá minnismerkinu gengið að furðu gegnir. Ber enn meir á því vegna þess, að að norðanverðu við dyrnar stendur hið snotra minnis- merki yfir Hallgrím Pétursson, sem öllum er kært orðið. P. O. Christensen fyrrum lyf- sali hér í bænum hefir verið ráð- inn framkvæmdastjóri fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Sjávarflóð olli skemdum á Stokkseyri um síðustu helgi, bæði á bátum og í görðum. ----o---- ■gSorgin etfífa eftlt |»aCC §airte IV. þegar verið er að leggja síðustu hönd á stórblað, áður en það fer inn í vélarnar, er ástandið dálítið likt á skrifstofu þess eins og á þilfari skips sem er að fara úr höfn undir nóttina. Undir venjulcgum kringumstæðum eru allar hreyfingar reglulegar og dá- lítið svæfandi, eins og vélarnar sem heyrist til undir þilfarinu. En þegar mikið er um að vera, þá er ókyrð í lofti, þá er uggur og ótti í hverjum kima sem ekki hverfur fyr en í dögun þegar höfn sést framundan. það var óvenjulega mikið um að vera á skrifstofum Morgunroðans kl. 9 um kvöldið. Vélarnar unnu með fylsta hraða. Aðstoðarmennirnir þutu fram og aftur og fótatak þeirra heyrð- ist eins og óregluleg barsmíð. Erillinn var óslitinn inn á ritstjórn- arskrifstofuria: fréttaritarar, símþjón- ar og drengir með prófarkir komu hverir á eftir öðrum og fengu af- greiðslu. Davið Rossí stóð við skrifborð sitt fjarst dyrunum. það var síðasta kvöld- ið sem hann var ritstjóri Morgunroð- ans. Á margan hátt auðsýndu sam- verkamennirnir honum lotningu og þakklæti. Hann var sá sem hafði skapað blaðið og nú var honufn hrund- ið burtu nauðugum. Einn af öðrum komu þeir til hans til þess að ráðgast við hann í síðasta sinn. Ilann svaraði þeim án þess að unt væri að sjá að hann tæki eftir samúð þeirra. Ilárið var ógreitt, hálsbindið hékk laust um liálsinn og það var raunasvipur á and- litinu. Óróinn inni á skrifstofunni svaraði til æsingarinnar sem ríkti fyrir utan. það var ógurleg ólga í borginni. Við og við komu óþektir menn inn á skrif- stofurnar, sjálfboðaliðar hinna óróa- fullu tíma. þeir ruddu sér veg beina leið inn til ritstjórans með síðustu fréttirnar. Á járnbrautarstöðvunum var ógurlcgur mannfjöldi. Lestirnar komu úr ölluin áttum troðfullar af fólki. Æsingin óx með hverri stundu. Brátt mundi ófriðarboðskapurinn ber- ast, um borgina. Aisingin Ijómaði á andlitum þessara aðkomumanna. ]Uað gliundi við af röddum þeirra svo að nærri yfirgnæfði vélahljóðið. En kátina þeirra og háreisti hafði engin áhrif á Davið Rossí. Ilann varð áhyggjufyllri við hverja nýja frétt. Hann sern var leiðtogi þessa unga og ókyrra flokks, sem hafði vakið vonir þeirra og drauma og gert svo afl- miklar, hann var nú ráðvana og á- hyggjufullur. Ilann var að reyna að skrifa síðasta ávarpið til flokks síns. En hann gat ekki talað skýrt og skipu- lega, því að það hvíldi myrkvi yfir hans eigin huga. „Rómverjar!" skrifaði hann fyrst. „Stjórn ykkar býr sig undir að veita mótstöðu með vopnum, ef þið neytið þess réttar ykkar að halda fund. Ilið lirausta og friðsama fólk mitt mun standa gagnvart byssustingjum her- mannanna með hert hrjóstið. þegar fyrsta skothríðin hcfir drepið 50, 100 eða 500 af ykkur, þá höfum við unnið sigur. Afturhaldsstjórn Ítalíu — allar afturhaldsstjómir Norðurálfunnar munu þá sundur molast fyrir réttlátri reiði heimsins". Nei! þetta mátti ekki vera svona. Hann hafði engan rétt til þess að leiða fólk sitt til slátrunar. Hann reif blað- ið i marga parta. ----o----- Samanburður. Morgunblaðið birti nýlega sam- anburð á rithöfundum þeim sem ritað hafa í tvílembuna: Morgun- blaðið, Lögréttu og ísafold og þeim sem ritað hafa í Tímann, síð- ustu þrjá mánuðina. það tíundar síðan bæði dána og lifandi, bs^ði hnuplað efni og eðlilega fengið. Tíminn unir ágætlega við þann samanburð að sínu leyti. En hitt er það að Morgunblaðinu hefir orðið sú mikla óvirðing á að fremja a. m. k. þreföld tíundar- svik. Á Morgunblaðinu sjálfu (og ísafold?) stendur að tveir séu rit- stjórar og er Vilhj. Finsen talinn á undan. En í rithöfundatalinu er V. F. alls ekki nefndur — sjálfur fyiri ritstjórinn. Fyr mega nú vera tíundarsvik. Hvernig stendur á þeim? Gæti verið af hæversku? Hugsanlegt er það varla að það sé af því að blaðið skammist sín fyrir ritstjóra sinn og geti hans ekki sérstaklega? þessa gátu getui' Tíminn alls ekki ráðið. En þetta eru dæmalaust leiðinleg tíundar- svik fyrir blaðið. — Önnur tíund- arsvikin eru þau að Sigurður þór- ólfsson er alls ekki nefndur í rit- höfundatalinu. það mun koma les- endunum mjög á óvart. það er svo stutt síðan að Sigurður skrifaði sínar löngu greinar um guðspeki og lofaði meiru. það er miklu auð- ráðnari gáta hvers vegna Morgun- blaðið framdi þessi tíundarsvik, að gleyma Sigurði. það er af eintómri öfund hinna starfsmannanna við blaðið. þeir hafa sem sé vitað það að Sigurður var álitinn þeirra langskástur. Gömlu fróðleiksfyrn- ingarnar hans Sigurðar voru löng- um hið eina sem fólkið las í Morg- unblaðinu og ísafold. Svona er heimurinn vanþakklátur. Og munu þessi tíundarsvik mælast illá fyr- ir. — þriðju tíundarsvikin eru langalvarlegust. í rithöfundatal- inu gleymir blaðið frægasta rit- höfundinum sem í það hefir ritað á þessum mánuðum, sjálfum fyr- verandi setta sýslumanninum í Árnessýslu, óskabarni stjórnar- ráðsins í skálkaskjóli, Gesti Guð- mundssyni vínsala m. m. þetta eru allra einkennilegsutu tíundar- svikin. Grein Gests var þó lang- kröftugust um að svívirða per- sónulega mótstöðumannn Morgun- blaðsins. Eða var Gestur ekki nógu „fínn“ í rithöfundatalið ? — Morgunblaðið ætti að vera Tíman- um þakklátt fyrir þessa umbót á tíundarsvikunum. Tíminn er líka þakklátur Morgunblaðinu fyrir rit- höfundatalið, því að nú á Tíminn að vissum mönnum að ganga um að fá svar við öllum spurningun- um um það: hvaðan k#mi vitleys- urnar í Morgunblaðið. En það má gera annan saman- burð á tvílembunni: Morgunbl., ísaf. og Lögréttu annarsvegar og Tímanum hinsvegar. Sá saman- burður er þýðingarmeiri en tíund- arsvikið rithöfundatal. það er samanburður á því hvernig þessi blöð hafa tekið í málin á þessu tímabili, hvernig þau hafa gegnt skyldu sinni gagnvart alþjóð fs- lands. þótt Tíminn sé stuttur sem Morgunblaðið kaus til samanburð- ar, getur slíkur samanburður orð- ið allmerkilegur. Ilann verður hér gerður í afarstuttu máli og fáum atriðum. 1. Forsætisráðherra fór til Dan- merkur að taka lán. Dönsku blöðin notuðu tækifærið til að krefjast afarkosta og fóru hinum háðuleg- ustu móðgunarorðum um fsland. Tíminn bar fram eindregin mót- mæli gegn ummælunum. Tvílemb- an M.,Í.,L. kysti á vöndinni og taldi ummælin réttmæt. Á það vafalaust mikinn þátt í ókjörunum við enska lánið. 2. Tíminn krafðist sparnaðar og látleysis við konungskomuna. Morgunblaðið gerði sitt til að ýta undir hina hóflausu eyðslu og veg- samaði stjórnina fyrir. það lagði blessun sína yfir orðutildrið. það var í vandræðum að finna nógu dýrðleg orð til að dáðst að undir- lægjuskapnum og skriðdýrshættin- um. 3. Spánverjar hófu tilraun til að ltúga íslendinga til að flytja inn vín. Morgunblaðið brást svo við því máli að ekki var annað sýnna en að það væri keypt af Spánverj- um. Annars er afstaða Tímans og Morgunblaðsins svo kunn í því máli að ekki þarf að geta nánar. 4. Tíminn krefst þess að við væntanleg hlutakaup í íslands- banka sé þess fullkomlega gætt að hagur landsins sé ekki fyrir borð borinn og að það tap sem verða kann lendi á hluthöfunum. Morg- unblaðið berst á móti þessu með hnúum og hnefum og styður lands- stjórnina eftir megni til að ljúka málinu á grundvelli alótryggilegr- ar rannsóknar. 5. Tíminn krafðist þess að lands- stjórnin sæi um að íslandsbanka liðist ekki að hafa stórum hærri útlánsvexti en Landsbankinn. Morgunblaðið hefir brugðist önd- vert við þeirri kröfu. 6. Lántökuókjörin nýju ver Morgunblaðið eftir bestu getu. 7. Óslitinn róg um landsverslun- ina hefir blaðið flutt lengst af þennan tíma. 8. Tíminn vítti hið stórhneiksl- anlega framferði Gests Guðmunds- sonar og yfirhilmingu landsstjórn- arinnar. í Morgunblaðinu var Gestur þessi óðara velkominn rit- höfundur, með persónulegar sví- virðingar um þann sem krafðist laga og réttar. Lengri verður þessi samanburð- ur ekki gerður í þetta sinn. En of- urlitium samanburði öðrum vill Tíminn enn bæta við. Og í því efni verður Tíminn að játa að M., í., L. standa honum langtum framar. það er í því að segja vitleysur. það er dásamlega fjölbreytt blómasafn sem Morgunblaðið get- ur sýnt í því efni. Skulu aðeins fá- ein þeirra afreksverka nefnd: 1. Arnarfjörður fluttur austur é land. 2. Frægasti uppeldisfræðingur heimsins núlifandi skírður upp mjög merkilega. 3. Snúið við öllum leiðum krist- inna manna á íslandi, nema Ilall- gerðar langbrókar. 4/ Eitt frægasta skáld Englend- inga uppnefnt mjög háðulega. 5. Árnakróksrétt reist að nýju, sem lögð var niður á öldinni sem leið. 6. Fluttar nýtísku kenningar um það hversu kýr smitist af berklum. Nýr sjónleikur eftir Guðmund Kamban hefir verið leikinn á Dag- mar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Heitir „Arabisku tjöldin“. ----o---- Ritst j óri: Tryggvi þórhailsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.