Tíminn - 24.12.1921, Blaðsíða 2
152
T I M I N N
Gród jörd
í einni af bestu sveitum Borgarfjarðar fæst keypt nú þegar. Laus til
ábúðar í næstu fardögum. Gott verð, sanngjarnir borgunarsldlmálar.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Maguússou hæstaréttarmálaflutn-
ingsmaður, Austurstræti 7, Reykjavík. Sími 202.
Gistilmsið í Borgarnesi
er til sölu.
Eignaskifti geta komið 'til greina.
Samið við eigandann:
Yigfús Guðmundsson.
ir honum og segir að íslendingar
séu meiri sjóhetjur en Norð-
menn, því að eg er frísk. En
Norðmaðurinn færir sér það til
málsbóta, að hann sé námumaður,
vanur að hafa fast fjall undir
fótum.
19. október. Öldurnar lækka og
ísbjörgin sem við förum fram hjá,
boða að landið sé í nánd. Nú, kl.
6 e. m., erum við komin í land-
sýn. Eg kíki, en sé ekkert nema
eins og hvíta skýflóka yst við
sjóndeildarhringinn, sem kvöld-
sólin gyllir. Skipstjóri segir að
þetta sem sjáist séu hæstu fjöll
syðst á Grænlandi, og eg trúi því.
Til hátíðabrigða þetta kvöld fá-
um við auka trakteringar, rúsín-
ui’, epli og vín. það er altaf siður
að gera þetta á „Hans Egede“
þegar komið er í landsýn.
Morguninn 21. október erum
við komin inn í Júlíanehaabs-
fjörðinn. Búin að fara í gegnum
allan íshroðann. Firðir og sund
auð alt í kring. það er morgunn;
sólin er komin upp og gyllir fann-
hvítar fjallbreiður inn yfir land-
ið, svo langt sem augað eygir.
Lognaldan vaggar skipinu eins og
ofurlítilli vöggu. Naktar og o-
byggilegar strendur og lág fjöll á
allar hliðar. Sjófuglar svífa fram
og aftur. Einstaka kajakkar sjást,
og skjótast sumir upp í víkurnar,
inn að klettunum, því þar skjóta
sjómennirnir svartfuglinn, hinir
eru víst að veiða þorsk.
Skipið er lagst fáein áratog fyr-
ir framan Julianehaabs bryggj-
una. Fólkið streýmir niður að
sjónum; það er í alla vega litum
fötum, og ber mest á rauða litn-
um. Mér de^ta í hug ofurlitlir
jólasveinar/ — Bráðum kemur
hver báturinn á fætur öðrum
fram að skipkiu, konur og menn
og börn. Kajakkmennirnir koma
einnig með veiði sína og selja
skipsmönnum. Flestir eru hlæj-
andi og áhyggjulausir á svip. Ó-
blandaðir Grænlendingar líkjast
mest Kínverjum að yfirbragði,
minni vexti yfirleitt en Skandín-
avar. Hér eru þeir orðnir bland-
aðir Dönum í marga ættliði, og
eru því orðnir hvítir, þótt græn-
lensku ættarmerkin sjáist glögt.
Afstaða Julianehaabs þorpsins
er falleg. Fjörðurinn sunnan við.
Klettahæðir vestan og austan.
Stórt vatn norðan og lágt fjall
að baki. Úr vatninu rennur á í
gegnum þorpið. Helstu hús eru
þessi: Kirkjan, bamaskólahús
stórt, læknisbústaður og spítali. í
sambandi við hann er ljósmæðra-
skóli. þá er prestssetrið og bú-
staður nýlendustjóra og verslun-
arhúsin, með póstkontor. Efst af
húsunum vestanvert er hið nýja
hús hr. Hvalsöens fjárræktar-
stjóra.
23. október, sunnudag. Kl.. 10
f. h. messa. fyrir Grænlendinga,
en fyrir Dani kl. 2 e. h. Við far-
þegar, undir 20, sem flest fórum
hingað, gengum í kirkju, ásamt
Dönum. Kirkjan er fallegri inn-
an en vanalega gerist á íslandi.
Prýdd mörgum fallegum vegg-
myndum, tveim stórum ljósa-
hjálmum og einkennilegum altar-
isdúk. Stórt harmoníum og tvær
númeratöflur voru í kirkj-unni, og
um leið og eg sá númeratöflurn-
ar, duttu mér í hug kirkjurnar
heima, þar sem númerin eru
skrifuð á lítið reikningsspjald.
Grænlendingar voru þá komnir
þetta lengra og hafa meira að
segja tvær stórar og fallegar töfl-
ur í sinni kirkju. Sóknarprestur-
inn, Kemits, messaði. Hann er
grænlenskur í móðurætt og dansk-
ur í föðurætt. Messan fór fram að
vanalegum hætti. Organistinn er
grænlenskur; er það skólakennari
staðarins.
Sunnudagskvöld er gestaboð
um borð í „Hans Egede“. Dönsku
fólki staðarins og okkur sem með
skipinu komum, er boðið. Fyrst
var fjórréttað borðhald. 1. réttur
steikt lambakjöt frá fjárræktar-
búinu. Síðan drukkið (en enginn
drukkinn), haldnar ræður og
sungið og dansað. Grænlensk
stúlka spilar fyrir dansinn á
liarmoniku.
25. október. Eg gekk upp með
vatninu og fæ að sjá íslenska féð.
það er feitt og sællegt, miklu
hvítara á lagðinn en fé heima,
þegar það kemur frá afréttunum.
Eg skil ekkert í af hverju það
getur orðið svona feitt, því hér
alt um kring er ekkert annað að
sjá en eintómar urðir, grjót og
flatar klapph’. Mold og jarðveg
vantar; þar sem þessi grashíung-
ur er, er jarðvegurinn þunn mosa-
þemba, af og til með kræki- og
bláberjalyngi. Sennilega er landið
eitthvað öðruvísi lengra inn með
fjörðunum. Vetrarforða handa
fénu verður að afla hér langt frá.
þar er heyjað með íslenskum
verkfærum, en heyið hefi eg ekki
séð. En þetta fæ eg að sjá alt
saman í sumar.
Eg á að byrja ullarvinnukensl-
una nú um helgina. Ljósmóður-
skólanemendurnir verða fyrstu
nemendur mínir. þær eru komnar
víðsvegar að frá Vestur-Græn-
landi. Eitthvað hafa þær lært
flestar. þeim er svo ætlað að
kenna frá sér það sem hér verð-
ur kent.
-----o----
Spánartollurinn. Nýkomin sím-
skeyti segja frá því að miðstjóm
bindindisfélaganna dönsku hafi
hvatt almenning til þess í opnu
bréfi að kaupa ekki spánskar vör-
ur og styðja þannig baráttu ís-
lendinga við Spánverja. Aðalblað
■bindindismannanna dönsku, Af-
holdsdagbladet, fylgir áskonminni
úr hlaði með áköfum meðmælum.
En andbanningablöðin dönsku láta
sér fátt pm finnast.
Atvinnuleysið. Auglýsing borg-
arstjóra af hálfu bæjarstjórnar,
um atvinnuleysið í bænum, á er-
indi til manna um land alt. það
mun vera tilgangslaust með öllu
fyrir aðkomumenn að vænta at-
vinnu hér í bænum í vetur.
---o----
Óþörf eyðsla
á landsfé.
III.
Síðustu ár hafa verið gerð
mörg ný embætti, og sum bláber
eftirlíking af fyrirkomulagi stærri
þjóða. Svo er um hæstarétt. þar
eru 5 dómarar og einn ritari. All-
ALþlNGISTÍÐINDI
kosta framvegis:
Innanbæjar.......... 5 kr.
Utanbæjai- (þar í talið
burðargjald)......10 kr.
Eldri árgangar (1845—1921)
kosía, eins og áður, 3 kr. hver,
en við bætist burðargjaid ef senda
skal í pósti.
Framvegis verða þingtíðindin
ekki send kaupendum, hvorki inn-
anbæjar né utan, nema borgun
komi jafnan fyrirfram.
ir þessir menn hafa svo lítið að
gera, að þeim dauðleiðist. þeir
verða ekki sakaðir um iðjuleysið.
það er Jón Magnússon sem hef-
ir ráðið því að búa til þessi
embætti, og veita þau. Sigurður
þórðarson, fyrrum sýslumaður,
hefir sýnt fram á í ritlingi í
fyrra, að hæstiréttur hafi þar að
auki þann galla, að hann sé of dýr
fyrir allan almenning. Tildurþörf
en ekki almenningsþörf er full-
nægt með þessum dýru embætt-
um.
Hæstarétt verður að leggja
niður í sinni núverandi mynd, og
spara með því 60—70 þúsundir á
ári. En í stað þess á að gera
kennurunum við lagaskólann að
skyldu að vera æðstu dómarar.
þeir hafa svo lítið að gera núna,
að einn þeirra stundar mála-
færslu í stórum stýl. þessu á að
koma þannig í kring, að jafnóð-
um og embætti losna við lagadeild
háskólans, á að veita þau með því
skilyrði, að dómarastörf í hæsta-
rétti fylgi í ofanálag þegar stjórn-
in krefur. Um leið ætti að taka
upp aítur skriflega málfærslu og
ódýrar réttarvenjur. Réttlætið á
ekki að vera óhófsvara fyrir þá
eina, sem ríkir eru.
A. + B.
-----o----
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallason
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.
Komandí ár.
Sameignarstefnan er liin þriðja fjármála- og mann-
félagshreyfing,sem rnikið kemur nú við sögu flestra landa
i Norðurálfu og Vesturheimi. í sinni núverandi mynd
er hún varla nema einnar aldar gömul. En svo mjög
hefir þessari stefnu vaxið fiskur um hrygg, að flokkur
sameignarmanna er einna stærstur í þjóðþingum flestra
þeirra þjóða, sem íslendingar eiga mest skifti við, svo
sem Norðurlandaþjóðanna og þjóðverja. í Bretlandi fer
íylgi þessa flokks dagvaxandi, svo að sennilegt þykir, að
áður en mjög mörg ár líða, verði sameignarmenn mann-
flesti flokkur þar í landi.
Sameignarmenn fordæma samkepni félagslífsins, eins
og samvinnumcnn. En þar sem liin síðarnefnda stefna
leitast við að ráða bót á meinsemdunum með frjálsum
samtökum, beita sameignarmenn ríkisvaldinu. Ríkið er
þjóðin. Ríkið á að eiga náttúrugæðin, höfuðstólinn og at-
vinnufyrirtækin. Hver kynslóð leggur fram hið lifandi
starfsafl, og nýtur ávaxtanna af sameiginlegri iðju sinni,
Samkepnis- og sameignarstefnurnar eru mestu and-
stæðurnar. Milli fylgismanna þeirra liggur engin brú í
heimi hugsjónanna. þar eru háðum megin viggirtar licr-
búðir. Sigur annarar stefnunnar er tjón eða e.vðilegging
hinnar.
En þó að svo mikið greini á í skoðunum milli þeirra,
sem vilja að þreytt sé miskunnarlaus innbyrðis barátta
um skiftingu þjóðarauðsins, og hinna, sem vilja njóta
auðsins í sameiningu, þá eru þessir tveir aðilar býsna
nátengdir á annan liátt. þeir eru starfsbræður að því
leyti, sem þeir berjast við náttúruna. Voldug „trust“,
eins og t. d. stál- og steinolíuhringarnir i Bandaríkjunum,
eru tvíþætt fyrirtæki. Annars vegar nokkrir tugir manna,
sem leggja fram fjármagn, og stundum nokkurt vinnu-
afl til að stýra fyrirtækjunum. Á hinn bóginn ótölulegur
grúi öreiga, sem vinna að framleiðslunni gegn ákveðnu
kaupi. Gróðinn af fyrirtækinu hverfur til hinna fáu,
sem hafa yfirráð höfuðstólsins, en ekki til hinna mörgu,
sem leggja fram hið lifandi starfsafl. Eitt af íslensku
skáldunum (E. B.) hefir lýst þessum skiftum auðsins
í tveim línum:
„það þarf þúsunda líf í eins manns auð,
eins og aldir þarf gimstein að skapa".
Auðmenn og öreigar eru samherjar í baráttunni móti
náttúrunni. En um heríangið deila þeir og er ekki spurt
um grið. Afltök og sviftingar þessara aðila valda mestu
um stórviðburði samtíðarinnar í forustulöndum heims-
ins, og er þó ekki séð fyrir leikslokin.
það er varla hægt að skilja sæmilega hinn hraðfara
vöxt sameignarstefnunnar á 19. og 20. öldinni nema með
því að líta lengra til baka, yfir eldri viðskifti í baráttu
einstaklinga og stétta um náttúrugæðin og skiftingu auðs
og lífsnautna. Skýringar á þvi máli er eitt af því marga,
sem mannkynið má þakka brautryðjendum félagsfræð-
innar frá öldinni sem leið. Samkepnin er jafn gömul
mannkyninu. Áður en menning og félagsskapur hófst,
varð hver maður að leita sér sjálfur bjargar eins og
úlfur eða tigrisdýr. Sulturinn voíði sífelt yfir áhalda-
lausum villimanninum. Aldini, rætur, skeljar og litil
hryggdýr voru þá öll náttúrugæðin, voru fæða manns-
ins. Við öílun þeirra var tengt líf mannkynsins og fram-
tíð. Og þai’ sein birgðimar þrutu hlaut samkepnin að
ráða og hendur að skifta. Sá 'sterkari bar sigur úr být-
um, hlaut heríangið og vald yfir þeim sigraða. það var
baiist um mat. Og sigurvegararnir lærðu fljótt, að menn
voru líka matur. þannig lærðu menn að eta meðbræður
sína. Margar villiþjóðir eru enn mannætur. Og um allar
menningarþjóðir er sannanlegt, að þær eru komnar af
mannætum. Mjög viða lialdast slíkar venjur í helgisið-
uin þjóðanna, eftir að þær eru horfnar úr atvinnulífinu.
Mannfórnir til goðanna eru endurskin af hversdagsvenj-
um þeirra sem tilbiðja þannig, eða eru komnir af for-
feðrum, sem haft hafa þvílíkar helgivenjur. Norræni
stofninn hefir eitt sinn verið á þessu skeiði. þegar
Hákon jarl er i mikilli hættu og vill bliðka guðina, fórn-
ar liann syni sínum. Og þegar heiðnir menn á Islandi
litlu síðar, eiga í vök að verjast með trú sína, sökum
þess hve kristnin þrengdi að, afréðu þeir að fórna mönn-
um sér til heilla og gengis. Jafnvel í eins fullkomnum
trúarbrögðum og kristindóminn hafa slæðst mann-
íórnakenningar, sem eru miklu skyldari mannblótum
fyrri alda heldur en kenningum Krists.
En með vaxandi menningu uppgötvuðu sigurvegar-
arnir aö likami hins hertekna vár ekki dýrasta lier-
fangið, heldur starfsafl hans. það reyndist vera meiri
búmenska, að ‘gefa þeim herteknu líf og láta þá
vinna, og alla þeirra afkomendur. þannig spratt þræla-
hald upp af mannátinu, og varð líka að almennum heims-
sið. Allar mentaþjóðir nútimans eru kornnar af forfeðr-
um, þar sem mikill hluti fólksins hafa verið ánauðugir
þrælar, og unnið fyrir fámenna yfirstétt. Menning
Grikkja, Rómverja, og íslendinga^ á söguöldinni, til að
nefna nokkur hin þektustu dærni, var bygð á þrælahaldi,
og óhugsanleg ón þess, eins og félagsliíinu var háttað
að öðru leyti. Til að skapa yfirstéttinni tóm og ytri
aðstöðu til menningar þurftu einhverir að vinna og
framleiða lífsnauðsynjarnar. Og það gerðu þrælar og
ambáttir. Af fornsögunum má sjá, hversu stundum var
stutt leiðin milli frelsis og áþjánar, þar sem dómur vopn-
anna skar úr. Melkorka var konungsdóttir á írlandi, en
ambátt á Islandi.
þrælahaldið var sögulog nauðsyn í framþróun mann-
kynsins, á leiðinni úr dýrshamnum. þar að auki hefir.
það verið vinnuskóli mannkynsins. Maðurinn er að eðlis-
fari latur og værukær. Svipa sigurvegarans yfir ánauð-
ugum undirmönnum hefir á óralöngum tima ekki ein-
ungis kent mönnum að vinna, heldur gert vinnuna að
ánægju og nauðsyn fyrir allan þorra manna.
En þrælahald er lieldur ekki sú mesta búmenska.
þrælar vinna minna en frjálsir menn, af því þeir eru
óánægðari. þess vegna breyttist þrældómur i Evrópu í
hina svokölluðu lénsþrælkun eða bændaánauð, sem helst
i mörgum stærstu löndum álfunnar fró þvi snemma á
miðöldum og lram á 19. öld. Á Rússlandi var hænda-
ánauðinni ekki létt fomilega íyr en 1861.
Lépsþrælkun var frábrugðin þrældómi á þann hátt,
að í stað þcss að þrællinn, kona lians og börn voru fædd
og lótin hafa liúsaskjól á heimili eigandans, fékk léns-
þrællinn sérstakt lieimili á landeign húsbóndans, og af-
notarétt af litlum bletti. þar vann lénsþrællinn og fólk
hans fyrir daglegu brauði sinu og sinna, á tiltölulega
skcmmri tíma en áður, af því hann taldi sig frjálsan.
En húsbóndinn gat krafist vinnu lénsþrælsins þegar hon-
um þóknaðist, og þurfti ekki að sjá honum fyrir fæði né
húsaskjóli. Á íslandi gat lénsþrælkun aldrei notið sín
fyllilega sökum strjálbygðar, nema á Suðurnesjum, út
frá höfuðsmönnum Dana á Bessastöðum, og að nokkru
leyti við biskupssetrin. Siðustu leyfar lénsþrælkunar ó
íslandi eru kvaðir þær, sem hvildu til skamms tíma á
sumum kirkjujörðum, um skylduvinnu við slátt á
prestssetrinu.
Um iniðja 18. öld lærðu Evrópuþjóðirnar að nota
náttúruafl, mátt gufunnar til að hreyfa vinnuvélar. þetta
er einn hinn merkilegasti atbui’ður í sögu heimsins.
Svo að segja öll framleiðsla og vinnuaðferðir gerbreytt-
ist. Stórar borgir mynduðust, þar scm skilyrði voru fyrir
stóriðju. Sveitirnar tæmdust að fólki. Aðallinn, sem á mið-
öldunum liafði ráðið lögum og lofum, livarf að mestu
leyti úr sögunni, hætti að vera drottinstétt. þungamiðja
atvinnulífsins fluttist til bæjanna. Iðnaðarforkólfar og
kaupmenn rölcuðu saman óliemju auðæfum, tóku bróður-
partinn af andvirði þess sem gufuvélarnar og hinn fjöl-
menni öreigalýður framleiddi.
þessi eru hin fjögur stig í skiftum sigurvegarans og
hins sigraða. Um óralangan tima liefir lítill minni hluti
þeirra, sem sigruðu í samkepninni á hverri öld, kúgað
og misbeitt valdi við fjölmennan meiri hluta. það eru
margendurtekin viðskifti hamarsins og steðjans. Sá sem
eklci sigrar, tapar leiknum. Sá sem ekki ber, er barinn.
þannig er boðorð samkepninnar, sem trúlega hefir verið
fyigt.
Enginn skyldi ætla að óslitinn þráður liggi gegnum
aldirnar mijli sigurvegara annarsvegar og undirokaðra
hinsvegar. Hitt er miklu nær réttu, að hver yfirstétt hefir
úrkynjast, meðfrain af sællífi og óhófi. þannig urðu t.
d. smiðir og aðrir handverksrnenn i lok lénsþrælkunar-
timabilsins, að forgöngumönnum í vélaiðnaði, eftir að
vélavinna liófst, og þar með forfeður iðnaðarbaróna nú-
tíinans.
Sameignarstefnan yp,r að visu gömul í kenningunni.
En með borgamyndun nútímans, stóriðnaðinum og heims-
versluninni tók hennar fyrst að gæta og hefir síðan auk-
ist ótrúlega mikið fylgi ó skömmum tíma, eins og fyr
er sagt. Á Islandi hefir hennar gætt nokkuð, eins og
annarsstaðar, eftir að kauptún fóru að myndast, og
atvinna rekin með vélum og leigðu starfsafli.
-----o-----