Tíminn - 31.12.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1921, Blaðsíða 2
154 T 1 M I N N Jördin Hof í Dýrafirði fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Jörðin er 6 hundruð að fornu mati með feiknamikilli útrækt, íbúðarhús (bær), 2 hlöður (taka 230 hesta), fjós fyrir þrjár kýr; fjárhús fyrir 50—60; hesthús fyrir 3, safnhús, smiðja, hjallur, geymsluskúr með öllu húsinu &XÍ2 álna. Túnið girt með 1 þræði, móskurður við túnfótinn, engjar og tún samliggjandi. Lysthafendur snúi sér til Nathanael Mósesson, Þingeyri. JTörðist Zifstibær í Skorradal fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Túnið, sem er slétt og vel girt, gefur af sér um 200 hesta. Útheys fjallaslægjur miklar. Sauðíjárland mikið og gott. Hús öll sterklega bygð, undir járni. Vatnsleiðsla í fjós og íbúðarhús. Skógarítak í Vatnshornshlíð. Tilboð sendist Bjarna hreppstjóra Péturssyni á Gfrund. Geitabergi 12. des. 1921. Bjarni Bjarnason. Söngskemtun. Herra Sigurður Birkis söng í fyrrakveld í nýja kvikmyndahús- inu fyrir allmörgum áheyrendum og var honum tekið mjög vel og enda kallaður fram til þess að endurtaka sum lögin, hvað eftir annað. — pessi ungi, efnilegi söngvari er að ýmsu ólíkur öðr- um íslenskum söngmönnum, sem komið hafa fram hér, og vildi eg með örfáum orðum gera grein fyrir þessu áliti mínu. Ilann mun efalaust hafa num- ið meira á skömmum tíma, held- ur en nokkur annar iðkari söng- listar, sem hingað hefir komið frá Iiöfn. Honum hefir á mjög stuttu námskeiði tekist að samlaða tvö raddsvæði, sem hann lagði af stað með, ótamin, til skólans. Blærinn á röddinni er þegar orð- inn samfeldur yfir mjög vítt rúm, og er þannig nú svo snemma á námstíma hans hægt með réttu að gera sér miklar vonir um ágæta, umfangsgóða rödd hjá nýjum söngvara þjóðar vorrar — og er það gleðiefni fyrir fámenni vort, sem er svo bráð lífsþörf að því að sönn list megi verða heyrð og séð hér heima hjá oss sjálfum. En annað atriði er það sem er ekki minna vert um hr. S. B. Hann hefir miklu framar öðrum söngvurum vorum verið svo hygg- inn og samviskusamur við sín^ eigin framtíð, að hann hefir und- ir eins í byrjun haldið því afli í röddinni aftur, sem óæft~ var. Hann hefir fylgt, svo að segja, hinni gullnu norrænu reglu, að „ganga ekki framar vopnum sín- um“ í sinni ungu list, sem er hjá honum á fyrsta unglingsaldri enn. Hann sleppir engu því lausu frá sér sjálfum, sem hann finn- ur að hann ræður ekki við til fulls að svo komnu. Hann hefir með þessu sýnt að hann hefir þetta fágæta þrek og hógværð, sem er besta veganestið fyrir hvern sann- an listamanna — að vita, á hverju stigi sem er, hvað hann á ónumið bæði af sjálfum sér og öðrum. — í fyrrakvöld heyrðist þetta mjög greinilega á því að hann beitti röddinni svo varlega, að hún varð veik og blátt áfram, eins og hún kom frá náttúrunni, í sumum tón- erindum sem hann treysti henni illa við, eða lágu miður fyrir henni á því námstigi, sem hún er til þessa dags. Hæfileikar raddarinnar komu þar á móti skýrt fram. Hún er gervileg og fjölhæf og mun skap- ast mjög eftir menning söngvar- ans sjálfs. þeir straumar og stefnur sem verða til mestra á- hrifa um meginskoðanir hans í lífi og list, munu ráða því á hverja braut söngment hans fer. það sem honum hefir verið gef- ið af eðlinu er mikið og fært í margan sjó. Á einstöku stað lét hann þó lieyra svo frá sér að aflið gaf sig fullkomlega í skyn, enda þótt alt beri vott um það ennþá að alúð og innilegar kendir séu efst á baugi í eðlisfari þessa söngvara. Án þess að eg vilji spá neinu um þróun og þroska hans á komandi árum vil eg þó segja, að mig mundi síst furða þó hann yrði norrænni og hugdýpri eftir því sem líður fram, einkanlega þegar hann hefir hrifist til fulls af .skóla Wagners og ýmsum öðrum stór- skáldum tónmentarinnar utan Danmerkur, þar sem andinn tek- ur hjartað í samvinnu og þjón- ustu. Flestum mun hafa þótt einna mest varið í „Arie úr Afrikaner- inden“ (Meyerbeer), síðasta lag- ið á söngskránni, sem hann varð að syngja upp aftur — en mér þótti best að heyra hann í lagi Sigfusar Einarssonar: Sefur sól hjá ægi. 1 ljómandi fallegu lagi eftir Árna Thorsteinsson: Nótt, fanst mér hann hlífa röddinni svo sumstaðar, að það fór í mola. Alt í alt megum vér fagna þess- um nýja mannvænlega söng- krafti. Hann gengur að ætlunar- verki sínu með miklum gáfum og sterkum, stefnuföstum vilja. S. ----o---- Á við og dreif. Mjólkin í Rvík. Bændur kring um Rvík byrj- uðu í vor, af eigin hvöt, þá lofs- verðu framkvæmd, að hreinsa og drepa sóttkveikjur í mjólk þeirri er þeir seldu til bæjarins. Reistu þeir til þess dýra verksmðju. þessi hreinsun er erlendis álitin aiveg sjálfsögð. M. a, geta skæðir sjúkdómar, berklar, taugaveiki o. fl. útbreiðst hraðfara með óhreins aðri mjólk. En nú er að því kom- ið að þessi verksmiðja verði lögð niður, fyrir alveg óverjandi og ó- sæmilega framkomu borgarstjór- ans í Rvík og nokkurra af bæjar- íulltrúunum. þeir hafa gert alt sem í þeirra valdi stóð til að eyði- ieggja þessa framkvæmd. Mjólk- urféiagið heíir boðið hin bestu boo: Að hreinsa alla mjólk fyrir utanfélagsmenn líka, og að kostn- aður við þá hreinsun fari eftir mati sem gert sé að tilhlutun bæjarstjórnar. Að láta fitumæla alla mjólk, og taka tillit til þess við verðlagningu. Bráðlega verður skorið úr í bæjarstjórn hvort for- ráðamenn bæjarins þora að taka á sig ábyrgðina að halda vernd- arhendi yfir sjúkdómum og óþrifn aði. Munu nöfn þeirra sem svo eru hugaðir, birt hér í blaðinu síð- ar til fróðleiks fólki út um land, um leið og sagt er nánar frá mál- inu, ----o--- Fyrirspurnir. Landsreikningurinn fyrir árið 1920 mun vera rétt ókominn. Er mælt að þar kenni margra grasa. Verður rækilega að honum vikið síðar. En í þetta sinn skal ein- ungis drepið á eftirfarandi. Hámarkslaun embættismanna, nálega allra, eru 9500 kr. sam- kvæmt launalögunum. Sagt er að landsreikningurinn sýni þó alt annað. það er sagt: að póstmeistari hafi 13500 ki'. laun samkvæmt reikningnum. að landsímastjóri fái 1500 kr. aukalaun fram yfir 9500 kr. að ekki verði annað séð en ^ð Einar Arnórsson prófessor hafi 2550 kr. fram yfir 9500 kr. laun- in. Hvernig getur landsstjórrán varið það að fara þannig með fé landsins ? ----o----- Vísir segir frá því að Pétur Jónsson atvinnumálaráðherra muni ætla að segja af sér á næsta þingi. — Svo kvað þor- steinn: „En þá er að vita hver signir nú sig og „sannfærist“ eins og .hann Pétur“. þýskur botnvörpungur kom hingað nýlega og taldist vera á leið til Nýfundnalands. Feikna mikið af áfengi var í skipinu. Skipstjóri var yfirheyrður og varð tvísaga um mörg atriði. Meiif en helmingi meira áfengi var í skip- inu en skipstjóri sagði frá og farmskrá sýndi, alls um 20 smá- lestir. Var skipstjóri dæmdur í 3 mánaða einfalt fangelsi, 800 kr. sekt og alt áfengið gert upptækt. Gullfoss hrepti afleitt veður á leið hingað í síðustu viku norðan við Orkneyjar. Voru á þilfarinu tunnur fullar af tjöru og karból- íni. Losnuðu tunnurnar í veðrinu og brutu loftrásar opin sem liggja frá fyrsta farrými upp á þilfar. Rann tjaran niður á fyrsta far- rými og varð sjóveiku fólki ill- vært vegna lyktarinnar. Frestað er því, að framkvæmd verði einkasala landsstjórnarinn- ar á áfengi. Heyrst hefir að lyf- sali frá Seyðisfirði, Mogensen að nafni, muni ráðinn til að veita versluninni forstöðu. Verður að þessu máli nánar vikið. Slys. Maður að nafni Bárður Sigurðsson, háseti á botnvörp- ungnum Agli Skallagrímssyni, féll út af bryggju á Flateyri og druknaði. Árbók háskólans 1920—1921 er nýkomin út. Fylgirit eftir há- skólarektor Guðmund Finnboga- son og heitir: Land og þjóð. Verður þess nánar getið. ----o---- Óþörf eyðsla á laudsfé. Tillaga kom fram um það á þingi, ekki alls fyrir löngu, að sameina biskupsembættið og for- stöðumannsembætti prestaskól- ans. Sú tillaga náði þá ekki fram að ganga. Með hinni nýju kirkju- löggjöf er biskupsembættið orð- ið að mun umsvifaminna. Bisk- upi er það mjög nauðsynlegt að hafa náin kynni af prestaefn- unum. það er tvímælalaust með öllu að heppilegt væri að láta biskup gegna einu kennaraem- bættinu við guðfræðisdeild há- skólans. Drjúgur sparnaður væri það til langframa. Áður hefir verið vikið að land- læknisembættinu hér í blaðinu. Hinir föstu læknaembættismenn hér í bænum ei’u alt of margir.. Mætti vafalaust leggja landlækn- isembættið alveg niður og sam- eina kenslu við háskólann, yða forstöðuembættunum við Lauga- ness, Vífilstaða eða Kleppsspítal- ann. Loks væri ekki úr vegi að at- huga á ný hvort nauðsynin sé brýn að hafa ráðherrana þrjá. Fjölyrt verður ekki um það nú, en athugað nánar síðar. A + B. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási.____________Simi 91, Prentsmiðjan Acta. Komandi ár. Sameignarflokkurinn íslenski hlýtur hér sem annars- staðar að hafa aðalrætur sínar í bæjunum, og ná fyrst og fremst til öreiganna, sem selja vinnuafl sitt. Tak- mark þess flokks 1 öllum löndum er að öðlast fjárhags- legt sjálfstæði með því að þjóðfélagið eignist og reki framleiðslutækin. Á liðnum öldum hefir máttur ráðið, en ekki réttur, í skiftum stéttanna. Sá sterki hefir hlotið sigurlaunin. En eins og áður er tekið fram, heldur engin stétt undir- tökunum mjög lengi. það þarf sterk bein til að þola góða daga. Með valdinu fylgir löngum auður, auðnum sællífi, og sællífinu hrörnun og úrkynjun. Á báðum ytri brúnum félagslifsins eru lífsskilyrðin hættuleg mannlegri heilsu. Annarsvegar er hungur, ill húsakynni, klæðleysi og hverskonar skortur. Hinsvegar ofát, ofdrykkja, si- feldar skemtanir, engin vinna. Hvortvcggja er hættulegt, og hið síðara verra, þó að flestir hyggi einstaklingunum þann kostinn betri. Hér sem endranær er hinn gullni meðalvegur hollastur, er til lengdar lætur: Hæfileg að- búð, og líkamleg og andleg áreynsla. Reynsla mannkyns- ins hefir margsinnis skorið úr þessu máli og ætíð á sama veg. Hinsvegar gengur þrá flestra manna í gagn- stæða átt við dóm reynslunnar, og í samkepninni mynd- ast, svo að segja óhjákvæmilega þær tvær andstæður, sem óæskilegastar eru fyrir heilbrigða framþróun mann- kynsins. Nú er það sannreynt, að engin þjóð eða stétt hefir nokkurn tima verið svo vel að sér ger, að kunna að fara vel með alveldi yfir annari þjóð eða stétt. íslend- ingar þekkja Dani, Suðurjótar þjóðverja, írar Englend- inga, Finnar Rússa. Sama er sagan um stéttimar. Flest- um er kunnugt um grimdarmeðferð hvítra manna í suð- urríkjum Bandaríkjanna við þrælana. Jafnvel prestar þar í landi lögðu í nafni kristninnar blessun yfir þræla- haldið, og vitnuðu 1 biblíuna um fordæmi. í byrjun 19. aldar var alsiða í Englandi að taka fátæk böm, niður- setninga, og selja þau í einskonar þrældóm til verk- smiðjueigenda. í einni bómullarverksmiðju skamt frá Glasgow, sem nafnkendur mannvinur keypti um það leyti, voru 500 börn 6—14 ára, sem hann slepti úr áþján og kom til manns. Slik dæmi eru eftirtektarverð, þegar þau gerast hjá þeirri af nútímaþjóðunum, sem er allra best ment, og í fremstu röð um alla mannúð. Hingað til hefir engri þjóð, og engri stétt verið trúandi. til að fara með alveidi yfir annari, án þess að misnota það. þetta kemur af því, að enn sem komið er hefir meiri hluti manna i hverju þjóðfélagi skoðanír í samræmi við lífskjör sín. Á meðan svo er, litur hver stétt og hver þjóð fyrst og fremst á sinn hag, og breytir samkvæmt því, þótt alþjóð manna, og eftir- komendurnir biði tjón af, þegar ranglætið hefnir sín. Flokkar nútimans, sem eins og áður er sagt, eru að miklu leyti bygðir á stéttum, eru þess vegna nauðsyn- legir i tvöföldum skilningi. í fyrsta lagi til að koma skipulagi á mátt einstaklinganna, og gera unt að leysa erfið verk með margra manna átaki. í öðru lagi verður hver hópur að gæta sín, að vera ekki troðinn undir. í nútíma þjóðfélagi er einskonar vopnaður friður milli stéttanna. Enginn flokkur eða stétt þorir að trúa öðrum óskorað fyrir málum sínum. Reynslan hefir kent að óhlut- drægir, vísindalegir dómar, miðaðir við réttlæti og fram- tiðarheill, eru sjaldgæfir. þessvegna hefir hver hópur gát á sínum hlut. Nýfengin reynsla um islenska embættis- mann, sem trúðu ekki meir á réttlæti alþingis í launa- inálinu 1919, en að þeir létu brugðið sverð verkfallsins blika yfir höfðum löggjafanna, meðan verið var að ráða málinu til lykta. þessi vopnaði friður milli stéttanna er ill nauðsyn. Hann er samt hærra stig heldur en það sem horfið var frá: Varnarleysi veikari stéttar gagnvart þeirri sterkari, sem leiddi til tvöfaldrar úrkynjunar. En fram undan liggur hærra stig en jafnvægisgangur stéttanna, og að því stefnir þrá framsýnna manna i öllum löndum. Tak- mark þeirra er að mannfélagsmálum verði ráðið til lykta með aðstoð óhlutdrægra félagsvísinda. Að um réttmæta skiftingu náttúrugæðanna verði ekki deilt fremur en gang himintungla eða hreyfingu skriðjökla. Sannleikans terði leitað, en ekki þess hvað einni stétt eða þjóð kann vel að líka í það skiftið. þessu stigi verður ekki náð fyr en meiri hluti mann^ i siðuðum löndum metur framtiðarheill mannkynsins meir en stundargengi ein- staklingsins. Eftir þvi sem einhver þjóð, stétt eða flokk ur á meira af mönnum, sem geta haft skoðanir í ósam- ræmi við lífskjör sín, því nær er sú þjóð, stétt eða flokk- ur þessu takmarki. Víkjum nú aftur að kringumstæðum hér á landi. þjóðin liggur nú i fjörbrotum eftir siðasta kapphlaupið, velgengni stríðsáranna. Framundan liggur langvint starf til að gera íslendingum lífvænt i landinu. þjóðin fylkir sér um þrjár stefnur, og þær stefnur eru þektar úr sögu landsins, og þó einkum nágrannaþjóðanna. það stoðar ekki að tala um, hvort ein eða fleiri eða aliar þessar stefnur séu heppilegar eða óheppiiegar. Nú sem stendur eru þær fullvalda hver um sig í vissum hlutum af and- legum heimi íslendinga. Ef til vill hverfur einhver þeirra eða þær allar úr sögunni, víkja fyrir nýjum og ef tU vill betri andlegum straumum. En allir spádómar um það heyra framtíðinni til. Alt sem menn vita nú er það, að nokkur hluti íslendinga trúir á samkepnina, aðrir á samvinnuna, þriðju á sameignina. þetta er staðreynd sem ekki verður komist fram hjá. það sem nú skiftir mestu máli, er að jafnhliða því sem þessar stefnur þreyta leik innbyrðis, að svo takist til að með þeim verði eðiileg verk- skifting. Að hver stefnan skilji hvar verksvið hennar liggur og að ekki verði barist að óþörfu, þó að senni- lega verði ekki um neinn Fróðafrið að ræða fyrst um sinn. Takmark hvers flokks er, eins og alment er á litið, sjálfsvörn, að vera ekki steðji undir sífeldum höggum nábúans. En jafnframt þarf að gæta pess að stefnt sé hærra að alhliða framförum mannkynsins, og felagsað- gerðum bygðum á þekkingu, en ekki aflsmun. Frá þessu sjónarmiði er mikil framför í flokkaskift- ingu þeirri, sem nú er að gerast. Með því verða kraftar einstaklinganna nothæfir. Flokkamir eru starfsvélar, óhjá- kvæmilegar hverri þjóð sem vill vinna að félagsmálum sínum. Hitt er annað mál, að seinna kemur væntan- lega það tímabil þegar flokkarnir verða ónauðsynlegir. En það á noklcuð í land enn. -----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.