Tíminn - 08.07.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1922, Blaðsíða 2
98 T I M I N N Kennarastadan við farskóla Austur-Landeyjahrepps er laus. — Umsóknir, stílaðar til stjórnarráðsins, séu komnar í hendur fræðslunefndar fyrir 1. ágúst næstkomandi. ? Fræðsluneftidin. Heildsala Smásala landsins stærstu birgðir í fjölbreyttu úrvali. — Samkepni útilokuð. Pantanir afgreiddar um alt land (smápantanir gegn póstkröfu). R. Kjartansson & Co., Sími 1004. Reykjavík. Símnefni: Vulkan. Sveilabændur. „KeílavíkurverslurU í Kefiavík hefir enn þá nokkrar tunnur af velsöltuðum kinnum. Sömuleiðis nokkrar tunnur af ágætum söltuðum kola. Leitið upplýsinga í síma nr. 5 í Keflavík. Forstj ór astaðan við Kaupfélag Súgfirðinga er laus frá næsta nýári. Umsóknarfrestur er til 1. október n. k. Umsóknir sendist stjórn félagsins, er gefur nauðsynlegar upplýs- ingar. Suðureyri 20. júní 1922. Stjórnin. stjórnin ætti að ráða slíku. En það er annaðhvort sagt af fáfræði eða til að blekkja. þingið eitt get- ur gefið slíka skipun. J. J. kvaðst myndi fylgja kröfu þessari fast fram, ef hann yrði kosinn. En all- ir frambjóðendur hinna listanna fólu sig bak við fortjald þagnar- innar. Jón Ólafsson talaði stirt og leiðinlega, eins og hann væri að fálma sig áfram í blindsvartri þoku. þó skildist, að hann áleit útibúið á Selfossi hafa verið bændum til hins mesta tjóns. Var svo að sjá, að hann áliti stór- hættulegt fyrir bændur að koma nærri peningastofnunum. Var þá síst að furða, þótt honum líkaði illa við Framsóknarmenn, sem ætla að ryðja bændum götu að hverri lánsstofnun í landinu til jafns við aðrar stéttir. Mætti þá svo fara, að prófað yrði á Jóni þessum sjálfum að standa fyrir lokuðum lánsstofnunum svo sem vetrartíma, til að vita hvort hann sannfærðist ekki betur um ágæti sinnar lífsspeki, að bankar séu hættulegir fyrir atvinnurekendur. Að öðru leyti sannaðist á Jóni þessum, það sem sannreynt er um blinda menn. Missir eins skil- vitsins þróar önnur. Óvanalega góð heyrn og næm tilfinning bæt- ir úr missi sjónarinnar.Af því hann er lítið greindur, hefir litla þekk- ingu og litlar hugsjónir, hefir óná- kvæmni í meðferð á staðreyndum orðið helsta vopn hans í umræð- um. Bar hann þannig á borð með ró og styrk einfeldninnar gamlar ósannindasögur úr Rvík, sem hon- um fremri menn, eins og Einar Arnórsson og Jakob Möller hafa orðið að þola, að vera opinberir ósannindamenn fyrir. Kendu fund- armenn, sem til þektu, í brjósti um Jón, og fanst hann hefði ver- ið maður að meiri, ef hann hefði setið heima, og þulið upp í end- urminningunni öll þau rök úr ræð- um sínum móti Mbl.flokknum, sem hann hafði fært fram þegar hann „dumpaði“ við þingkosning- ar í Reykjavík fyrir 3—-4 missir- um. Jónas Jónsson tók afneitanir J. M. í krossamálinu, sem dæmi um, hve óvandur hann væri að meðferð á sannleikanum. í stað þess að Jón kendi þinginu um fæðingu fálkaorðunnar, og krossa- nefndinni um skiftingu krossanna, þá væri sannleikurinn sá, að Jón og Bjarni ættu hugmyndina, hefðu laumað henni inn á leyni- fund í þinginu. þar hefði verið talað um að nota krossana til að sæma erlenda menn, sem ynnu íslandi gagn. Og á þeim grund- velli hefði orðan verið samþykt. Síðan hefði Jón valið til fimm manna nefnd,flesta sína spökustu fylgismenn, til að útdeila kross- unum. Hann bæri þess vegna með Bjarna ábyrgð á stofnun orðunn- ar, og einn alla ábyrgð á krossa- regninu, sem hans eigin nefnd hefði dembt yfir þjóðina. Við þetta þvarr Jóni kjarkur, og lét hann lítt á sér bæra eftir þetta. Varð nú um stund senna milli Ólafs Thors og jafnaðarmannanna úr Reykjavík, út af máli rúss- neska drengsins. Sótti Thors á, en sr. Ingimar og Felix tóku á móti. Einkum virtist það koma illa við J. M., er Ingimar sagði frá því, að I. C. Christensen, hinn mikli þingleiðtogi danskra bænda, hefði nýverið sagt við einn ís- lenskan alþingismann, að drengs- mál þetta hefði verið hneiksli frá upphafi, og út úr því væri eng- in leið farandi nema sú, að láta sakir niður falla. Að lokum hélt Aðalsteinn Sig- mundsson prýðilega ræðu og lagði út af orðunum: Hvað elskar sér líkt. Með Framsóknarlistanum kvað hann standa hinn hugsandi og starfandi hluta kjósenda aust- anfjalls. Með Jóni Magnússyni stæðu nokkrir stórefnamenn úr kaupstöðunum og svo hinn volaði, drykkfeldi Reykjavíkurlýður, sem vansæmt hefði þennan fund og íþróttamátið. Fundarstjóri taldi efni fund- arins þá lokið, og jafnvel þó fyr hefði verið, og sleit umræðum. Bæði bændum og ungmennafé- lögum austanfjalls þótti mein að óaldarlýð þeim, sem látið hafði ærsl og drykkjulæti á vogarskál síns málstaðar, móti áhuga, rökum og þekkingu. Daginn eftir fréttist um valinn í hópi hinna ölvuðu: þrjú sorgleg slys. þetta voru hin- ir föllnu úr fyrstu herferð Bakk- usar, eftir að bannlögin voru feld úr gildi. Jónas Jónsson hafði tvisvar á seinni fundinum lýst því yfir, að drykkjuvesalingarnir ættu að kjósa Jón Magnússon í þakklætis- skyni. Sér þætti hin mesta van- sæmd og mein að því, að nokkur slíkur maður kysi B-listann. Mátti á þessu sjá muninn á aðstöðu B- og D-manna. Annarsvegar eru málin flutt ljóst og blátt áfram, með rökum og stillingu. Aðeins beðið um þann stuðning, sem vit og þekking kjósenda mælir með að veittur sé. Stuðningsmönnum með annarlegum hugsunarhætti vísað á bug. Hins vegar hið óeðli- lega bandalag J. M. og S. S. Eng- in áhugamál. Bara atkvæðaleit. þrá eftir tildurvaldi, krossum og hégóma. Fundarmaður. ----o---- Innreið Bakkusar. Fullyrt er að 10 — tíu — smá- lestir áfengra vína hafi flust til landsins með útkomu forstjóra áfengisverslunarinnar — og svo hefir salan gengið greitt að tal- ið er að óðara þurfi að síma eft- ir meiru. Svo þyrstir voru þeir orðnir andbanningarnir. Svo fast sækja þeir að ná hinni „siðferði- legu fullkomnun“ sem Morgun- blaðið telur að ekki sé hægt að ná með öðru móti en því að drekka vínin spönsku. Vínverslunin hefir aðsetur sitt í húsi Jóns Magnússonar fyrrum forsætisráðherra. Telja margir að vel fari á því. Ösin þangað var stórkostleg föstudaginn og laug- ardaginn — þegar tappinn var tek inn úr flöskunum. Hóparnir stóðu langar leiðar út á götu. Um nótt- ina næstu töldu einhverjir „spánskir" gárungar það viðeig- andi að skila aftur tómu flöskun- um við þessar frægu húsdyr og lágu þar valkestirnir um morgun- inn. þannig hóf Bakkus konungur aftur innreið sína í höfuðborg bannlandsins íslenska fyrverandi. Sá er þetta ritar -sá fyrstu ,,spönsku“ ,,löglegu“ vínflöskuna á Kolviðarhóli. það var á föstu- dagskvöldið á leið austur yfir fjall á þjórsártúnsfundinn. þar var þá kominn bílstjóri úr Reykja- vík. Hann ók flutningabifreið. Voru sæti ofan á bifreiðinni. Sátu þar á að giska 12 stúlkur. Bíl- stjórinn var undir áhrifum víns. Hann ók ofan Kambana á eftir okkur í því ástandi. — þetta er fyrirboði um ástandið eins og það verður í vínríkinu íslenska: Bílstjóri við skál ekur 12 stúlk- um niður hættulegasta bílveg landsins. Á fundinum og íþróttamótinu við þjórsá á laugardaginn kom það allra greinilegast í ljós hversu fljótt menn ná hinni „siðferði- legu fullkomnun“ Morgunblaðsins með spönsku vínunum. Sá er þetta ritar hefir aldrei, hvorki ut- an lands né innan, séð jafnmarga fulla menn saman komna á einn stað. Flestir, langflestir tiltölu- lega, voru komnir sunnan úr Reykjavík. þeir gerðu þar verstu spjöll. Eyðilögðu síðari hluta fundarins með ókyrð og fíflalát- um. — Kemur manni þetta kyn- lega fyrir fyrst í stað, en vitan- lega verður þetta daglegt brauð eftirleiðis. Og enn eru ótaldir alvarlegustu fyrirburðirnir á innreiðardegi Bakkusar. Urn kvöldið eða nóttina féll ung- ur maður af Ölvesárbrúnni í ána. Druknaði hann en annar bjargað- ist nauðuglega. Maður var sleginn í rot við þjórsá og var illa haldinn af högginu. Og mitt á milli ánna fót- brotnaði þriðji maðurinn. Vínguðinn glæsilegi ber ábyrgð- ina á slysunum öllum. Glæsileg er hún „siðferðilega fullkomnunin sem Morgunblaðið segir að fylgi Spánarvínunum. Mikil má hún vera gleðin í her- búðum Morgunblaðsins og and- banninga yfir þessari viðburða- ríku innreið Bakkusar í höfuð- staðinn og austursveitirnar. ----o--- jón Magnússon i lóninu. í lok fundarins í þjórsártúni hreytti 3. M. úr sér fáeinum spurningum til J. J. Svaraði hann þeim þar að því leyti, sem þær voru svaraverðar, eða elcki áður svarað um daginn. En af því Jóni hefir þótt svo mikið um þær vert, að prenta þær i Mbl., þyk- ir rétt að lesendur Tímans sjái sann- leiksást Jóns. En áður en komið er að spurningum þessum, þykir rétt að minna J. M. á eina spurningu, sem J. J. spurði hann að fyrir sex ár- um á kjósendafundi i Rvik. Hún var svona: Vill þingmannsefnið vinna að þvi að iandið eignist íslandsbanka? Eftir langan þvæling neitaði Jón spurningunni. Hann vildi láta útlend- inga halda áfram að eiga bankann. Síðan var Jón ráðherra þangað til í vetur, og æðsti stjórnandi bankans (formaður i bankaráðinu). J. M. hefir þessvegna svarað verklega þessari spurningu. llann vildi að útlending- ar ættu bankann. Hann stýrði bank- anum i 5 ár fyrir og með útlending- um. Á þessum árum hefir bankanum verið svo gálauslega stjórnað, að hann hefir orðið að gefa upp fé svo miljón- um skiftir. Hann hefir að mestu eða alveg liætt yfirfærslum fyrir viðskifta- menn sína svo missirum skiftir. Hann hefir látið ávísun landsins liggja óborgaða erlendis, svo vikum skiftir, alveg eins og þegar óreiðumaður á i hlut. Til að bjarga bankanum tók stjórn J. M. enska lánið, með ókjör- um, sem halda uppi öllum vöxtum í landinu í hver veit hvað mörg ár. Saint sýnist bankinn lítt starffær út á við enn. Að lokum lét stjórn J. M. bankann fá enska lánið gegn furðu ómerkilegu veði, víxlum etc. Sést best á spurningu Jónasar fyrir 6 ár- um og svari Jóns í fimm ár, hvor þeirra hefir betur skilið aðstöðu ís- landsbanka til alþjóðarhagsmuna. þá koma spurningar Jóns sjálfs. Hinni fyrstu er best svarað með gagnspurningu: Er Jón sjálfur ánægð- ur með frammistöðu sína í Spánar- málinu, með Gunnar sem talsmann bannsins, með umboðsneitunina til Kvarans, með málsvörn Mbl. fyrir spánska málstaðinn, með úrræðaleys- ið að fá hjálp hjá Bandaríkjunum, varnarbandalag við Noreg, með að leyna þjóðina málavöxtum en leggja afnám bannlaganna fyrir með hálfs- mánaðarfyrirvara? 2. Veit Jón ekki að vani er að kenna stjórn við formanninn? Tíminn hefir oft ^itt aðgerðir fráfarandi stjórnar með orðunum „stjórn J. M.“, sem bæði er hárrétt nafn í sjálfu sér. þar að auki valdi Jón bæði Pétur og Magnús, og sýnist hafa ráðið alger- lega yfir þeim. Hitt bætir ekki að- stöðu .Tóns, að hann heíir reynt að koma á Pétur mörgum axarsköftum stjórnarinnar, eftir að hann féll frá. .1. Jón og Bjarni bjuggu til orðu- húmbugið, og Jón skapaði nefndina, sem útbýtt hefir krossunum. 4. Tíminn hefir margsannað, að nú- verandi stjórn er ópólitisk. Ef Fram- sókn hefði flokksstjórn, myndi verslunarpólitikin gerólík. Jón má öf- unda Sig. Eggerz af ítalska krossin- um eins mikið og hann vill. Tíminn blandar sér ekki í það göfuga kapp- hlaup, og mun hér e.ftir sem hingað til vinna á móti tildursfargani þessu eins og ofdrykkjunni. 5. J. M. kom „legáta“-embættinu á með blekkingum. Sagði þingm. Fram- sóknar í fjárveitinganefnd neðri deild- ar 1919, að liann væri búinn að lofa Dönum embættinu, og ef ekki fengist fjárveiting, yrði landið svikari við aðra þjóð. Seinna vitnaðist að þetta var ósatt. En þingmenn, sem voru alvcg á móti legátanum, vildu ekki að landið yrði svikari. þannig flaut fjárveitingin í gegn þá. Nú í vetur var sama sagan. J. M. var búinn að lofa Sv. B. mikilli launahækkun. Ilann arfleiddi núverandi stjórn að þeirri skuldbindingu eins og fleiru. Að lokum vonast Jón eftir að Sv. B. verði að hætta af „prívat" ástæðum og hann sjálfur komist til Dana sem „legáti". En ekki er frammistaða hans þannig í málinu, að ástæða sé til að veita honum slík eftirlaun. 6. J. M. þykist vera sparsamur á landsfé. Björn í Mörk sagðist líka vera hugaður. Hver tók enska lán- ið? Fór ekki rúm hálf miljón þar í milliliði, auk háu vaxtanna? Hvað um krossaeyðsluna, legátana í Khöfn, Genúa, og tvo í Ameríku, 40 þús. kr. Claessens, meir en 100 þús. kr. eyðsla við tvö embætti i Rvík, sem hann veitti, lögreglustjóra og bæjarfógeta? Eru þetta ekki nægilega vekjandi myndir til að hjálpa endur- minningu mannsins? ^ Að lokum spyr Jón, hví Tíminn beri sig ósönnum sökum. Einu dæm- in, sem hann nefnir, hafa nú verið krufin til mergjar. En allra besta. vitnið móti Jóni er Jón sjálfur. Ef hann væri viss um glæsileika fortið- ar sinnar, ef hann hefði áhugamál, sem hann vildi vinna að, þá myndi hann boða til funda og tala við kjós- endur. En hann hefir engan fund boðað, að.eins farið i kjölfar annara frambjóðenda, komið á þeirra fundi, og þar ekki haft nein áhugamál,nema að afsaka sig fyrir stjórnartíð sína. þetta atfcrli alt sýnir að Jón er óánægðui' með sjálfan sig. Og hann hefir margar og gildar ástæður til að vera það. Tíminn er sammála þeim þungu ásökunum, s.em liggja í þögn og aðburðaleysi J. M. nú við þessar kosningar. ** ----o---- Látinn er 4. þ. m. síra Magnús þorsteinsson á Mosfelli í Mos- fellssveit, sonur þorsteins Jóns- sonar áður læknis í Vestmanna- eyjum. Hann var áður prestur á Bergþórshvoli í Landeyjum. Náðun. Samkvæmt tillögum for- sætisráðherra hefir konungur náð- að Ólaf Friðriksson ritstjóra og félaga hans er þátt tóku í róstun- um á síðastliðnu hausti. Náðan Ólafs er skilyrðisbundin í 5 ár, en náðun hinna fullkomin. Toifi þorkell Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Norðurfirði, andaðist á Vífilsstaðahælinu 22. júní, eftir stutta dvöl á hælinu. Faðir hans Guðmundur bóndi Pétursson í Ófeigsfirði hefir dval- ist hér í bænum um hríð og fer norður með líki sonar síns. ----o---- * Orðabálkur. straumfjöður (-ar, -ir), kvk„ spýtuklampi, sem negldur er neð- an á stýri skips. Súgf. aflífa (-aði, -að), ás„ gelda. Vestf. aflkoppur (-s, vantar flt.), kk„ höfuðverkur,sem stafar af smiðju- reyk. Maður einn í V.-Skaft. kvað hafa notað orð þetta. afrakstur (-s, vantar flt. ?), kk„ þurar áburðarhrúgur, sem rakað hefir verið saman á túni. Vestf. aftanbrattur, 1., fattur. Rang. algerður, 1., dottinn á með úr- felli um langan tíma: hann er al- gerður. Suðursv. am (-s, vantar flt. ?), kl„ það að reka mjög hægt fyrir straumi. Vestf. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.