Tíminn - 13.09.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1922, Blaðsíða 2
T 1 M I N N Þrjár herfferðir Bjðrns Kristjánssonar kaupmanns gegn Samvinnuféiögunum. Fyrsta herferðin. Á síðustu árum aldarinnar sem leið var kaupfé- lagsskapurinn enn í bernsku. En kaupmennirnir fóru samt þá þegar að sjá hilla undir það, að þeim myndi standa hætta af þessum sjálfbjargarsamtökum ís- lensku bændanna. þá tók sig til einn úr þeirr hóp, Björn Kristjáns- son, kaupmaður og skósmiður, og tókst á hendur herferð gegn samvinnufélögunum. Hann hóf að skrifa blaðagreinar gegn kaupfélögunum, verslunar- rekstri þeirra, samábyrgðinni og starfsaðferðum öll- um. Munu margir minnast greina þessara, sem einkum birtust í Isafold. Jafnframt því sem grein- ar þessar einkendust einkum af þeim smeðjulega vaðli, sem einkennir alt sem B. Kr. kaupmaður hefir ritað fyr og síðar, voru þær og fullar af óhróður- sögum um kaupfélögin. Bardagaaðferðin gamla og nýja sem kaupmennirnir beita gegn samvinnufélög- unum, er ávalt sú að reyna að vekja tortrygni með ósönnum söguburði. Samvinnumennirnir áttu þá ekki beinan aðgang að blöðum. En samt sem áður fengu forkólfar sam- vinnumanna tækifæri til að verja félögin. Jón heit- inn Jónsson frá Múla, Pétur heitinn Jónsson á Gaut- löndum o. fl. hófu sóknina á móti rógburðarhjali B. Kr. kaupmanns í ísafold. þessi fyrsta herðferð B. Kr. gegn kaupfélögunum bar engan árangur. Hann beið fullan ósigur í viður- eigninni við samvinnumennina . Ósönnu sögurnar hans voru allar hraktar heim til hans aftur. Kaup- félögin héldu áfram að vaxa og unnu áfram meir (>g rneira gagn hjá þjóðinni. Hversvegna hóf B. Kr. kaupmaður þessa herferð? — Af því að hann var og er kaupmaður af lífi og sál. Af því að hann byggir tilveru sína og auðsaín sitt á því að hafa tækifæri til að selja almenningi á íslandi vörur við sem dýnistu verði. Hann óttað- íst að kaupfélögin tækju fórnardýrin hans frá hon- um — viðskiftamennina sem hafa auðgað hann. En þessari fyrstu herferð kaupmannsins Björns Kristjánssonar lauk þannig með fullum ósigri. Önnur herferðin. Á stríðsárunum tók Björn Kristjánsson kaupmað- ur sér fyrir hendur að gefa út blað sem hét „Landið“. Björn Jónsson ritstjóri, aðalflokksforingi í hinum pólitiska flokki Björns Kristjánssonar, var þá fall- inn frá. „Landið“ átti nú að vinna tvöfalt verk fyrir Björn kaupmann Kristjánsson. það átti fyrst og fremst að lyfta honum í valdasessinn. En í annan stað átti blaðið að þjóna kaupmannslund hans, að ráðast á samvinnufélögin, reyna að gera þau tor- tryggileg, ef unt væri að rjúfa samtök samvinnu- manna og bæta þannig jarðveginn fyrir kaup- manninn. Fjölmargir munu enn minnast árásagreinanna sem Björn kaupmaður Kristjánsson ritaði þá í „Landið“. Hver langlokugreinin rak aðra, lævísar árásagreinar. Hámarki sínu náðu árásirnar í hin- um frægu ummælum um alla íslenska samvinnu- menn, sem svo hljóðuðu orðrétt: „Viðskiftalega og siðmennilega séð hafa þeir afsalað sér öllum rétti til frekara lánstrausts.“ þetta var stóra vopnið sem átti að ganga af kaup- félögunum dauðum og kasta samvinnumönnum aft- ur í faðm Björns Kristjánssonar og annara fé- gjarma kaupmanna. En samvinnumennirnir stóðu betur að vígi þá er kaupmaðurinn B. Kr. hóf þessa aðra herferð sína gegn samvinnufélögunum. Nú áttu þeir sín eigin blöð, sem hófu vörn og sókn fyrir félögin gegn óhróðri þessa erendreka kaupmannanna. Og árangurinn varð himi sami og í fyrstu her- íerðinni. þessi önnur herferð Björns kaupmanns Kristjáns- sonar gegn samvinnufélögunum varð fullkominn ósigur. Samvinnufélögin hafa aldrei vaxið örar og dafnað betur en einmitt um það leyti sem B. Kr. hóf þessa heríerð. En „Landið“ sálaðist litlu síðar við lítinn orðstýr. Og sjálfur fékk B. Kr. um þetta leyti hverjá bylt- una annari verri. Hann datt úr ráðherrastóli við engan orðstýr. Hami datt úr bankastjórastarfi með þeiin endeinum, sem aldrei hafa heyrst önnur eins á íslandi hvorki fyr né síðar. Eins og betlari kom auðmaðurinn B. Kr. kaupmaður síðan til þingsins og bað um ölmusu. Og þingið miskunnaði sig yfir liann. þriðja og síðasta herferðin. Hálfsjötugur lætur hann nú kaupmennina senda sig af stað í þriðju herferðina gegn samvinnufélög- unum — þessum nú alviðurkendu merkustu og far- sælustu viðreisnarstofnum bændastéttarinnar ís- lensku og íslensku þjóðarinnar í heild sinni. Með mestu leynd sendir hann nú flugrit út um landið, rétt fyrir haustkauptíðina, og er sá tilgangui’- inn að samvinnumenn fái ekki tækifæri til að svara fyr en í ótíma. það er fyrirfram vitanlegt hvað stendur í pésa þessum. það er uppsuða á gömlu réttunum sem hann bar á borð fyrir almenning á fyrri ósigur- herí'erðum sínurn tveimur. það eru sögur sem gaml- ir og nýir samvinnumenn hafa marghrakið. Alt er þegar þrent er. þriðja herferðin kaupmannsins Bjönis Kristjáns- sonar er hafin. íslenskir bændur og samvinnumenn! Gefið Birni Kristjánssyni kaupmanni í þriðja sinn sama svarið sem þið hafið áður gefið honum tvisvar. Fyrirlítið þessa starísemi hans og starfsaðferð alla! Sláið fastari hring en nokkru sinni áður um sam- vinnufélögin og foringja ykkar, bæði heima í félög- unum og í Sambandinu. Látið ekki söguburð kaup- mannsins villa ykkur sýn. Minnist hvatanna sem æ hafa legið og liggja enn á bak við skrif Björns kaupmanns Kristjánssonar um samvinnufélögin. Sýnið enn í verkinu að samtakamáttur hinna ís- lensku samvinnumanna er órjúfandi. Látið þessa þriðju og síðustu herferð Björns kaupmanns Krist- jánssonar verða allra skemmilegustu ósigurförina. þessi aðférð Björns Kristjánssonar kaupmanns í þetta sinn, og þessi ótrúlega seigla hans við slæm- an málstað, bendir í þá áttina, að þetta sé beinn sjúkdómur í fari hans. þessvegna skal maðurinn ekki áfeldur. það má vera, að honum sé þetta meir eða minna ósjálfrátt. því þyngri ábyrgð fellur á þeirra bak, sem ota gömlum manni af stað með slíku erindi. Tiyggvi þórhallsson. Ritstjóri: Ti-yggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.