Tíminn - 04.11.1922, Blaðsíða 1
(Sjaíbtei
og afgmoslumaour 'Cimans cr
Stgurgeir ^riftrifsfon,
Sambanösbúsinu, HeYfjatnf.
^fareibsía
íímans er í Sambanösfyúsinu.
(Dpin öaglega 9—\2 f. í)
Sími <?>%•
YI. ár.
Reykjavík 4. nóvember 1922
46. blað
Landmandsbankinn
og íslandsbanki.
Út af greininni í síðasta blaði
Tímans um fordæmi Dana í banka-
málum hafa greinar birst í Vísi
í gær og í fyrradag. þykir Vísi
samanburður sá, er Tíminn gerði,
á framkomu Dana annarsvegar í
Landmandsbankamálinu og Is-
lendinga hinsvegar í Islands-
bankamálinu, mjög ósanngjarn í
garð íslandsbanka.
Aðalástæðan sem Vísir færir
fram er sú, að bankastjórn
Landmandsbankans sé uppvís að
glæpsamlegu framferði. En Tím-
inn muni ekki saka stjórn Is-
landsbanka um slíkt.
Er hið síðartalda öldungis rétt,
því að í Tímanum hefir aldrei
staðið eitt orð í þá átt.
En hitt verður að teljast mjög
vafasamt, að stjórn Landmands-
bankans sé sek um glæpsamlega
stjórn bankans.
Sá er þetta ritar hefir lesið
alla sögu Landmandsbankamáls-
ins í elsta og áreiðanlegasta blaði
Dana, „Berlingske Tidende". pess
er ekki getiö með einu orði í því
blaði að um glæpsamlegt fr&m-
ferði sé að ræða hjá stjórn bank-
ans. Rannsóknarnefnd situr að
starfi, sem á að fella dóm um
stjórn bankans. það er mjög óvið-
urkvæmilegt að fella glæpamanns-
nafn á menn, meðan verið er að
rannsaka mál þeirra.
Rannsóknarnefndin er skipuð
vegna þess, að það eitt telja
Danir nægilegt tilefni til opin-
berrar rannsóknar, að banki skuli
hafa beðið 144 miljóna króna tap.
Samanburður Tímans á Land-
mandsbankanum og Islandsbanka
er því fullkomlega réttmætur og
um hvorugan lá í samanburðin-
um aðdróttun um glæpsamlegt
framferði.
En eitt verður að leiðrétta í
greininni í síðasta tölublaði Tím-
ans. Tap Islaadsbanka, sem opin-
berlega er viðurkent og afskrif-
að, er ekki „á þriðju miljón
króna", eins og þar var sagt,
heldur um 5 miljónir króna.
Og þar sem Danir eru 30 sinn-
um fleiri en við Islendingar, þá
þá er þetta tap, 5 milj. kr., sem
íslandsbanki þegar hefir viður-
kent, hlutfallslega jafnmikið og
hið áætlaða tap Landmandsbank-
ans.
Er það á allra vitorði, að meg-
inið af þessu viðurkenda tapi Is-
landsbanka stafar af nokkrum
kaupmönnum og útgerðarmönnum.
Hefir bankinn neyðst til að gefa
sumum þeirra upp skuldirnar, en
aðrir hafa orðið gjaldþrota. þann-
ig hefir bankinn t. d. gefið upp
eða tapað á Geo Copland fisk-
kaupmann 1 miljón og 933 þús-
undum króna, Elíasi Stefánssyni
útgerðarmanni 300 þúsund krón-
um, Ólafi Davíðssyni fiskkaup-
manni í Hafnarfirði 320 þúsund
krónum, Helga Zoega kaupmanni
900 þúsund krónum, Carli Sæ-
mundsen kaupmanni 100 þúsund
krónum [það var hjá honum--sem
Magnús Guðmundsson fjármála-
ráðherra dró óhæfilega lengi að
innheimta tekjuskattinn og mun
ríkið þar hafa tapað 190 þúsund-
um króna], Geir Pálssyni 36 þús-
und krónum, Sigurði kaupmanni
þorsteinssyni 100 þúsund krón-
um, félaginu Kári á Isafirði 20
þúsund krónum, Lofti Loftssyni
útgerðarmanni 700 þúsund krón-
um. Eru þetta nokkur dæmi, en
þarna er talin nálega hálf fimta
miljón króna.
En enginn veit hitt með neinni
vissu, hvort tap Islandsbanka er
ekki enn meira en þessar opin-
berlega viðurkendu 5 miljónir
króna.
Samanburðurinn á bönkunum
að þessu leyti er því fullkomlega
réttmætur. Báðir hafa tapað öllu
hlutafénu og meiru. Samanburð-
urinn á framkomu Dana og Is-
lendinga er sömuleiðis alveg rétt-
mætur og lærdómsríkur. Danir
láta rannsaka alt frá rótum, við
gerum ekkert.
Vísir spyr hvort Tíminn haldi
enn við þá tillögu að framlag
ríkissjóðs verði forgangshluta-
bréf. Hefir Vísir enga ástæðu til
að efast um það.
Tillögur Tímans í Islandsbanka-
málinu hafa frá upphafi og til
þessa dags verið þær, að ríkinu
bæri að rétta bankann við. Bend-
ir Vísir réttilega á það, að for-
gangshlutir eru bankanum öfl-
ugri stoð en lán. En hinu hefir
Tíminn haldið afdráttarlaust
fram, að jafnframt ætti ríkið að
tryggja sér það að stjórn bank-
ans færi vel úr hendi.
það skilyrði setti Alþingi. J>að
hefir dregist í meir en ár að því
skilyrði yrði fullnægt. það er
öldungis óhæfilegt.
Að lokum skal þess aðeins laus-
lega getið, að brjóstheilindi þarf
til þess að hampa mati banka-
matsnefndarinnar frá 1921 á
hlutabréfum Islandsbanka. Björn
Kristjánsson sýndi þar fjármála-
speki sína. Meiri hluti Alþingis
mótmælti kosning nefndarinnar
og mun sjálfur ritstjóri Vísis
hafa tekið þátt í þeim mótmæl-
um. Síðasti aðalfundur bankans
ákvað að borga engan arð af
hlutabréfunum. Og í ljósi þess að
tap bankans er orðið svo mikið
sem að framan greinir, munu þeir
vera næsta fáir, sem vitna í það
mat í alvöru.
Fjármál landsins
og íslandsbanki.
Framtíð landsins er nú í hönd-
um bankaráðs Islandsbanka. Is-
landsbanki hefir nú 8 miljónir í
seðlum, sem landið ábyrgist í
raun og veru. Hann hefir 5—6
miljónir af enska láninu, sem öll
þjóðin ábyrgist. Hann hefir
margar miljónir af íslensku spari-
sjóðsfé. þessi banki er aðalhjálp-
arhella togaraútvegsins og síld-
veiðanna. peir sem stjórna bank-
anum, stýra þessum atvinnu-
vegum. Mikið af þessum rekstri
eykur dýrtíðina í landinu, t. d.
frumverð nýju togaranna. Margir
þeir menn, sem best þekkja at-
vinnulíf landsins, álíta ráðs-
mensku Islandsbanka á næstu ár-
um vandamesta starf í landinu.
Að sögn breytir landsstjórn-
in um næstu áramót forstjórn
bankans. Tveir af þrem gömlu
bankastjórunum fara. Landsstjórn
in skipar tvo menn til að gæta
enska lánsins, seðlanna, og alls
þess mikla fjár og valds, sem
bankinn hefir. Landsstjórninni
^JtmB)*^^2EJfo\ .idYSBfc
GLASGOW
MIXTURE
er indælt að reykja.
kSmásöluverö kr. 3.50
lbs. baukar.
verður að vera það Ijóst, að geysi-
lega mikið liggur við að vel sé
valið í þessar stöður. Atvinnulíf
mikils hluta þjóðarinnar kemur
til að hvíla . á herðum þeirra.
Næstu kosningar snúast um Is-
landsbankamálið og þá menn, sem
að því hafa staðið, síðan kreppan
byrjaði, ef nú mistekst með
valið.
I bankaráði Islandsbanka eru
fjórir menn íslenskir: Sig. Egg-
erz, Bjarni Jónsson frá Vogi,
Guðm. Björnson og Jakob Möller.
Mjög bráðlega hljóta þeir að
koma saman og taka mikilsvarð-
andi ákvarðanir.
1. Um það, hvort íslandsbanka
á lengur að haldast uppi sú
ósvinna, að hafa hærri vexti en
Landsbankinn. öll þjóðin hlýtur
að gera þá skilyrðislausu kröfu
til hins íslenska meiri hluta í
bankaráðinu, að vextir bankans
verði aldrei hærri en í Lands-
bankanum, og að gamalt tap
bankans bitni á hluthöfunum,
en ekki á skilamönnum landsins.
2. Að segja upp tveim af gömlu
forstjórum bankans. Sennilega
hafa þeir þá ótrúlegu dirfsku að
krefjast hárra eftirlauna. Er þá
verk bankaráðsins að meta hvort
þessir starfsmenn hafi gegnt svo
vel starfinu á undanförnum ár-
um, að ástæða sé til heiðurs-
launa.
3. Að ákveða laun bankastjóra
eftirleiðis. Tofte mun sum árin
hafa haft um 80 þús. kr. E.
Claessen nú um 40 þús. Slíkt er
óhæfilegt A landi sem er jafn-
fátækt og Island. Bankastjórarn-
ir við íslandsbanka hafa engan
rétt til hærri launa en stéttar-
bræður þeirra við Landsbankann.
Erlendis er það siður, þegar bönk-
um er hjálpað, eins og hér stend-
ur á, að skera niður öll öþarfa
laun og bitlinga í stofnuninni.
4. Forstjórar Islandsbanka
hafa á undanförnum árum feng-
ið marga tugi þúsunda í gróða-
hlut. En í raun og veru hefir
bankinn tapað miljónum króna
þessi sömu ár. pessar launavið-
bætur eru því útborgaðar sökum
misskilnings á ástandi bankans.
Bankaráðið verður að krefjast
þess, að hinir gömlu forstjórar
skili aftur öllum „gróðahlut" sem
þeir hafa fengið síðan bankinn
byrjaði að tapa. Er þess gott að
minnast fyrir Tofte,að landi hans,
Gliickstadt, sem ekki hefir sýni-
lega aðhafst neitt ólöglegt, held-
ur verið óheppinn með banka-
stjórn, eins og Tofte, hefir feng-
ið Landmandsbankanum allar eig-
ur sínar, sem taldar eru 20—30
miljónir. Og Gluckstadt biður ekki
miljónir. Og Gliilkstadt biður ekki
myndi ekki fá þau þótt hann bæði.
7. Með því að sumir af for-
stjórum Islandsbanka kváðu nú
svara einstaka skiftavinum bank-
ans því, að þeir séu nú á förum,
og vilji ekki taka ákvarðanir um
framtíðarrekstur, sem að vissu
leyti er rétt, verður landsstjórn-
inni að vera ljóst, að hér á ekki
að vera neitt millibilsástand. Að-,
gerðaleysi og fálm næstu 8 vik-
ur gæti orðið landinu dýrt. Lands-
stjórnin - verður þessvegna, sök-
um almennings þarfar, að út-
nefna hina nýju trúnaðarmenn,
eða gæslumenn enska lánsins og
seðlanna, mjög fljótlega, til þess
að þeir geti farið að kynna sér
hag bankans, ástand viðskifta-
mannanna, og hvernig best verði
ráðið fram úr kreppu þeirri, sem
nú vofir yfir. Landsstjórn og
bankaráð bera væntanlega gæfu
til að ráða þessum vandamálum
til lykta, eftir því sem þörf þjóð-
arinnar krefur. J. J.
Athugasemd
Hafþór sá, er ritar um orða-
bók Sigfúsar Blöndals bókavarð-
ar í síðasta blaði Tímans, fer
rangt með eða misskilur nokkur
atriði, og þykir mér rétt að benda
honum á það, honum og öðrum
til leiðbeiningar.
1. Orðabókin fjallar ekki um
gamla og nýja málið, heldur eins
og sæmilega greinilega segir í
formálanum, aðallega um mál 19.
og 20. aldarinnar, og svo er tals-
vert úr ritum aftur að miðökb-
um, og hefir höfundur þar mjög
stuðst við safn Hallgríms
Sehevings. Elsta ritið, sem dæmi
eru tekin úr, minnir mig að sé
nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar.
2. Bókin er ekki „akademisk",
þ. e. henni er ekki ætlað að sýna
aðeins þann hluta málsins, sem
málvöndunarmenn mundu telja
fyrirmyndarmál, heldur málið
eins og það er í tali og ritum á
því tímabili, sem bókin fjallar
um. Heimildarritin eru því „upp
og ofan", góð og léleg, en tæp-
ast að minni hyggju valin af
handahófi. Að því er eg best veit,
munu nú orðnir fáir þeir höfund-
ar stórra orðabóka, sem fylgja
í orðabókum málvöndunarstefnu,
þeir telja sér hvorki skylt né fært
að gerast dómarar í þeim efnum.
3. Próf. Guðm. Finnbogason
hefir hvorki lesið yfir handrit né
prófarkir; var að vísu ráðgert,
að hann liti yfir próförk, en það
fórst fyrir sökum annríkis hans.
Hverjir fjallar hafa aðallega um
handrit og prófarkir inun svo
skýrt tekið fram í formálanum,
að óþarft sé á að villast.
4. Frambruðartáknunin er mið-
uð við þann framburð, sem höf-
undur hyggur almennastan; það
telur höfundur og samverkamenn
hans réttast og í samræmi við efni
bókarinnar að öðru leyti; vill
hann ekki þar fremur en annars-
staðar leggja dóm á, hvað sé
fegurst eða réttast samkvæmt
uppruna, enda yrði það vafalaust
sleggjudómur. Framburður sá,
sem sýndur er í bókinni fyrst og
fremst, mun í öllum aðalatrið-
um hafður á öllu svæðinu frá '
Hornafirði, um alt Suður- og
Vesturland og að minsta kosti að
mörkum Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslu. Á þessu svæði munu
hafa búið, síðast þegar manntal
var tekið, um 67000 manns eða
70—75% af öllum landsbúum.
þar við bætist svo, að allmikill
hluti búenda í Suður-Múlasýslu
að minsta kosti hafa ekki „norð-
lenskan" framburð nema að
nokkru leyti: þeir segja að vísu
taka, láta, tapa eins og Norðling-
ar, en bera hins vegar orð eins
og hjálpa, henta o. s. frv. fram
eins og Sunnlendingar. þetta
mun því tvímælalaust langalgeng-
•asti framburðurinn. þó hefir norð-
lenskum framburði verið gert svo
hátt undir höfðu í bókinni, að
hann er sýndur jafnframt hin-
um, og hugsast gæti, að sumum
öðrum en Norðlingum þætti það
misráðið, því að það liggur í aug-
um uppi, að sú ráðstöfun lengir
bókina eigi alllítið.
Jón ófeigsson.
Krítarstrikíð.
Hr. Á. G. hefir ekki talið ein-
hlítt að svara mér hér í Tíman-
um. Hann getur ekki stilt sig um
að setja smáklausu í Bjarma. þar
dregur hann fram helstu rökin.
En þau eru vitanlega þau, að eg
eigi að vera þröngsýnn og þrung-
inn kristindómshatri. Eg var
þröngsýnn sökum þess að eg gat
ekki fallist á þá skoðun, að djöf-
ullinn hefði skapað heiminn með
öllum þeim sýnilegu dásemdar-
verkum,- sem í honum eru. Og eg
er auðsjáanlega þrunginn kristin-
dómshatri, þegar eg bendi á að
gestrisni sé sprottin af mannkost-
um en ekki af einhverri sérstakri
trú. Sömuleiðis hlýtur það að vera
sprottið af kristindómshatri, að eg
bendi á að kona ein, er getið er
um í þjóðsögum okkar, Höfða-
brekku-Jóka, hafi haldið fram
kenningum kirkjunnar eftir dauð-
ann, engu ósleitilegar en hr. Á.
G. mun hafa gert hér fyrstu ár-
in, áður en hann fór að hopa frá
rétttrúnaðinum, eins og kirkjan
kendi hann hér áður.
Hr. Á. G. sleppir úr Bjarma-
grein sinni öllum ítarlegri lýsing-
um sínum á mér, t. d. að eg sé
ekki með öllum mjalla og að eg
sé blindur af hatri, sjái ekki mun
dags og nætur af ofstæki, sé með
svívirðilegar árásir og skarnmokst-
ur á menn o. s. frv. Gefur hann
í skyn, að þær lýsingar muni ætl-
aðar þeim, sem þekkja mig ekki.
Hefir hann auðsjáanlega gert sér
von um, að gæti hann talið ókunn-
ugum trú um að eg væri svona, þá