Tíminn - 30.12.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1922, Blaðsíða 2
174 T í M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. Islenskir dúkar klæða Islendinga best. Klæðasmiðjan Alafoss, P. *. Reykj.vik. Odýrustu 09 bestu olíumar eru: Hvítasunna, Mjölnir, Gasolía, Bensín, BP nr. 1, á tunnum og dunkum. Biðjið ætíð um olíu á stáltunnum sem er hrein- ust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluna. Landsverslunín. Athugasemd. það hefir komið fyrir að stöku menn hafa afhent til geymslu hér í þj óðskj alasafninu innsiglaða böggla, er ekki mætti opna fyrri en eftir langan tíma, stundum ekki fyrri en eftir allra þeirra dag, sem nú eru lífs, en safninu þó ekki verið skýrt frá um efni eða innihald bögglanna. Ekki er mér annað kunnugt en að þeir séu í alla staði heiðvirðir menn, er beðið hafa fyrir slíka böggla til geymslu, enda hefði þeim ekki verið veitt hér viðtaka annars kostar. En eins og nú er komið þykir mér valt og varasamt að eiga undir því, hvað úr óséðu rekjast kann. þeir menn kunna að vera til, sem svo eru gerðir, að þeir noti slíka geymslu af ásetningi, ef hún er eftirlitslaus, til óhróðurs og mannskemda í eftirtíðinni einhverjum samtíðar- mönnum sínum, sem þeim er illa við, og þar með stilt svo til, að láta mannorðsdi’epið þá fyrst gjósa upp, — líkt og drepsótt- irnar gömlu, — þegar raktir eru sundur strangarnir, og allir þeir eru dauðir, er fyrir mannskemd- unum verða, svo og allir aðrir, er til gátu munað og vitað rétt sannindi, og til nokkurra varna máttu vera. Til þess að svíkjast svo að mannorði manna vil eg ekki hjálpa, og til þeirra verka vil eg ekki láta hafa mig, og söfn landsins eru ekki heldur til þeirra hluta ætluð, né slíkt þeim sam- boðið. Fyrir varygðar sökum aðvarast því þeir, sem beðið hafa fyrir böggla til geymslu hér í safninu á fyn’ greindan hátt, og ekki kynt mér innihald þeirra, að þeir á ársfresti frá þessari aðvörun taki annaðhvort böggla þessa til sín aftur, eða þá hafi gert mér nægilega kunnugt efni þeirra, ef þeir óska, að þeir séu geymdir hér framvegis. Geri eigendur bögglanna hvorugt, verða böggl- arnir brendir. Eftirleiðis verður og ekkert tekið hér í þjóðskjalasafnið til slíkrar geymslu, er nú hefir ver- ið nefnd, nema því að eins, að efni þess og innihald sé mér gj ör- kunnugt áður af eigin sjón og raun, — að sjálfsögðu gegn þagn- arskyldu. Reykjavík 25. nóv. 1922. Jón þorkelsson. ----0----- Nýlega voru gefin saman í hjónaband hér í bænum Ása Benediktsdóttir frá þorbergsstöð- um í Dalasýslu og Sigurður Björnsson brúarsmiður í Reykja- vík. Landráð. Maður nákominn Höepners- verslun hér í bæ hefir játað við skilríkan mann, að pési B. Kr. um Sambandið og kaupfélögin hafi af ónafngreindum manni eða mönnum verið sendur Berlemé, hinum alþekta Stór-Dana, og hann beðinn að þýða hann á dönsku og senda Savinnubankan- um danska. Berlemé þótti tilræð- ið svo níðingslegt, að hann neit- aði því. En eftir öði’um heimild- um er það fullsannað, að pésinn hefir samt verið þýddur á erlend mál og sendur þeirn bönkum í Englandi og á Norðurlöndum, þar sem íslensku samvinnufélögin hafla haft viðskifti. það er eng- inn vafi á, að tilgangurinn er að reyna að svíkjast aftan að ís- lensku kaupfélögunum, með morð- kuta í hönd. það, að tilræðið lán- ast ekki, af því að íslenskir bænd- m hafa á undangengnum árum áunnið sér tiltrú hjá erlendum viðskiftamönnum, afsakar ekki ill- xæðismenn þá, sem hér eiga hlut að máli. Að hér er um fullkom- in landi-áð að ræða, er engum vafa undirorpið. Tíminn mun at- huga mál þetta rækilega. ----o---- Haraldur Níelsson: Hví slær þú mig? Andsvar gegn ummælum biskups. — Isafoldarprentsmiðja. Rit þetta er þannig til komið, að biskup Jón Helgason reit í norskt blað smágrein um spiritism- ann í tilefni af misskilningi blaðs- ins á ummælum í fyrirlestri, er próf. H. N. hélt í Kaupmanna- höfn. Var greinin ógætilega orð- uð og líkari því að hún væri eftir ómentaðan leikprédikara en lærð- an biskup. Hefir og nú sú litla þúfa velt stóru hlassi. Rit próf. H. N. skiftist í fimm kafla: 1. Svar til biskups, 2. Biskupskvarð- inn lagður á, 3. Ummæli nokk- urra enskra presta um spiritism- ann og sálarrannsóknimar, 4. Við- bætir og 5. Eftirmáli. Er rit þetta röksamlega ritað og með þeim kostum, er jafnan auðkenna rit prófessorsins, og hefði þó tilefn- inu verið fullsvarað í styttra máli. Aðalkafli ritsins er þýðing á um- mælum nokkurra enskra presta um spiritismann, og á sá kafli mest erindi til almennings. þær greinar eru allar skrifaðar af mentuðum enskum prestum, og bera margar vott um gáfur og snild. þar ber og margt á góma fleira en spiritismann einan. Til dæmis má nefna þessi ummæli Haynes baptistaprests: „Ef ein- hver fyndi í Rauðahafinu eitt- hvað, sem líklegt þætti að væri fomegifskt vagnhjól, þá mundu Hólar í Hjaltadal fást til ábúðar frá næstkomandi fardög- um. Búpeningur og búsmunir, sem ríkis- sjóður á nú á jörðinni, éeturj ef til vill, einniú fengist á leigu með jörðinni. Klæðasmiðjan Alafoss. TilkynnÍMg. Þeir sem eiga sendingar á afgreiðslu Álafoss frá 1921 og þar á undan, eru héi með ámintir um að vitja þeirra fyrir 1. febrúar 1923, annars verða þær seldar. Afgreiðsla Álafoss, Laugaveg 30. Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. isla.zxc5Lsc5Leilc3.in. Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! — Varnarþing í Reykjavik ! Iðgjöldin lögð inn I Landsbankann og fslenska sparisjóði. Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriði, en ekki hrossakaup! Leitaðu þérfræðslu! Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging! Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt. Forstjóri: Helgi Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjavík — Heima: Gruudarstíg 15 — Sími 1250 A.V. Þeir sem panta tryg-gingar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldnrs sins. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíklsgerðin 1 Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. A. EINARSSON & EUNK B YGGIN GARY ÖRIIVERSLUN þakkar öllum sínum viðskiftavinum fyrir ánægjuleg viðskifti á liðna árinu, og óskar öllum gleðilegs nýárs. Reykjavík 31. 12. 1922. trúmálaritin vera á lofti. En nú fmna vísindin órækar sannanir fyrir framhaldslífi manna eftir dauðann, og þá lyfta þessi sömu tímarit upp pilsfaldinum, eins og þau séu að forðast göturæsi, og láta sem þetta komi sér ekkert við og halda leiðar sinnar. En sá flokkur kirkjumanna vorra, sem albúinn er þess að taka fræðslu, hefir vitið meira.....það mundi vera kirkjunni holl sjón að horfa upp á, að leitarljósi sannleikans væri öllu beint á dauðagrýluna og sjá hana skjótast inn í myrkrið og verða þar að engu, með öllum hennar eiginleikum og hrekkja- brögðum. þá mundu prestamir hætta að halda fram hinni eld- gömlu vitleysu um dauðann, að hann sé hegning fyrir syndina, röskun á náttúrunni og slys, sem vesalings Adam hafi verið vald- ur að; í stað þess mundu þeir lcenna, að dauðinn væri einn lið- urinn í framþróun vorri, líkur fæðingunni og j afneðlilegur og hún“. z. -----o---- Látin. Hinn 20. þ. m. andaðist hér í bænum frú Hólmfríður Rósenkranz, kona ólafs Rósen- kranz leikfimiskennara og dóttir Björns prests þorvaldssonar í Holti undir Eyjafjöllum. Fylti hún átti-æðisaldur fáum dögum áður en hún lést. Frú Hólmfríður var ein hin merkasta kona þessa bæjar fyrir mannkosta sakir og atgjörfi. Átti hún mikinn þátt í viðreisn hátíðabúnings íslenskra kvenna og kendi þær hannyrðir fiölmörgum, enda var hún alin upp á hinu þjóðrækna heimili Jóns ritstjóra Guðmundssonar. Fyrir þessar sakir mun hún eiga vini og nemendur um alt land, og munu allir ljúka upp einum munni um mannkosti og mannúð hennar. Eru þrjú á lífi barna þeirra og öll hér í bænum: Hólm- fríður forstöðukona matsöluhúss- ins Uppsalir, Bjöm kaupmaður og Jón læknir og háskólaritari. Leikfélagið hóf að sýna á ann- an jóladag leikrit eftir þýska höfuðskáldið Gerhart Hauptmann, sem heitir: Himnaför Hönnu litlu. Er efni þess áhrifamikið og mik- il snild í framsetning allri. En vegna húsakynnanna nýtur það sín hvergi nærri eins og vera ber. Frú Guðrún Indriðadóttir og frú Stefanía Guðmundsdóttir leika að- alhlutverkin, og fer að vanda af- bragðsvel úr hendi. óskar Borg leikur þriðja aðalhlutverkið og er hann tvímælalaust efni í góðan leikara. En auk þess léku ýmsir Laugaveg 20 B. Bími 830. Við sendum gegn eftii'kröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lainpa, borðlampa,- straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- Jagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. Crreið viðskifti. Jörðin Brandagil í Staðar- hreppi fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Liggur mjög vel í sveit. Jörðinni fylgir silungsveiði. — Mjög góðir borg- unarskilmálar. í umboði erfingjanna Ingþór Björnsson Óspaksstöðum. Símstöð: Grænumýrartunga. Tveir hestar hafa tapast frá Gufunesi, annar rauður, með ljós- an blett á lend og brennimark á hófum: „Hólmr“, hinn steingrár, stór, brokkgengur, mai’k: biti og oddfjaðrað. þeir, sem kynnu að verða varir við þessa hesta, geri aðvart um það til Jóns Ámasonar, Baldursgötu 11, Reykjavík. — Sími 1020 eða 515. Nonni er kominn heim. nýir leikendur. — þessi leiksýn- ing er ein áminningin enn um hin örðugu kjör sem hið efnilega leikfélag á við að búa vegna leik- hússleysisins. Látinn. Á aðfangadag jóla and- aðist þórður læknir Pálsson í Borgarnesi, á Landakotsspítalan- um hér í bænum. Hann var sonur síra Páls Sigurðssonar er síðast var prestur í Gaulverjabæ og var frægur ræðumaður. En móðir þórðar er enn á lífi, frú Margrét þórðardóttir, systir Sigurðar sýslumanns í Amarholti. þórður var rúmlega hálffimtugur að aldri. Varð fyrst læknir í Axarfirði 1902, en frá 1908 var hann lækn- ir Mýramanna. Hann var kvænt- uv Guðrúnu dóttur Björns heit- ins ritstjóra Jónssonar. þórður var glæsilegur maður og gleði- maður mikill. En það bar af hve góður söngmaður hann var. „Gneisti“. Nýtt blað með því nafni er farið að koma út á Seyð- isfirði. Ritstjóri og eigandi er þór. B. Guðmundsson kaupmaður. Á aðallega að ræða bæjarmál Seyðfirðinga, en gefa sig minna við stjómmálum. Hinn bersyndugl (ritdómur). Lestur þennan lœt eg mér nú duga, lokið hefi eg við þann „Bersynduga”. Ilver sem vill má háðung slíkri hrósa, en heimskari aldrei sá eg „kvenna- bósa”. Víst hefir enginn vitað nokkurn landa vitlausari skrifa sögu-fjanda. Las eg þar í langa synda-rollu, sem leikin var af fífli og biðukoliu. Úr Lögbergi. K. N. -----0---- Orðabálkur. ryskja á, herða sig með: eg verð að fara að ryskja á að fá hestana. Suðursv. mein, kl. flt., sullur í höfði á sauðkind: rollan er með meinum. Suðursv. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Simi 91. Prentuniðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.