Tíminn - 14.04.1923, Blaðsíða 2
32
T I M I N N
Smásöluverð á tóbaki
má ekki yera hærra en hér segir:
ZE^/e-yktólosLk;:
G-arrick Mixture. . .
Waverley Mixture . .
Glasgow Mixture .
Glasgow Mixture . .
Capstan Mixture Med
Capstan Mixture Med
Capstan Navy Cut Med
V4 lbs. dós á kr. 4,60 stk.
- — á — 3,45 —
- — á — 3,45 —
- — á — 1,80 —
a 3,30
- — á — 1,75 —
V4 — — á — 3,60 —
lU
V4
]/8
]/4
]/8
Utan Reykjavíkur má verðið vera því liærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
XjSLncis-versl\ixx-.
i Moelven Brug,
Moelv, Norge,
anbefaler sine sommer og vinterarbeidskjöredskaper, hjul og axler.
Prisene betydelig reduceret. Porlang katalog og prislister.
Telegramadresse: „Aktiebrugetu, Norge.
Ágætar fermingar- og sumargjafir í Sleipni
Hnakkar (frá 40 kr.) Söðlar, Beisli, Töskur, Svipur o. m. fi.
Mjög miklu úr að velja.
Ennfremur: Erfiðisaktýgi ogjvagnar.
Söðlasmíðabúðin „S L EIP N I R “
S í m i 6 4 6 Símnefni: Sleipnir
Þrír Jónar og ,Esjan‘.
Frh.
Eins og áður er sagt, fékk lands-
stjórnin í vor frumteikningar að
strandi'erðaskipi, sem hafði 1. farrými
gott handa alt að 50 mönnum, en lítið
og lélegt annað farrými, svokallaða
vesturfaralest, þar sem átti að mega
slá upp rúmum handa fólki, an ann-
ars nota fyrír vörur. þar að auki hefði
lestin orðið höfuðfarkosturinn. Stjóm-
in fékk sér þegar forstjóra Eimskipa-
félagsins fyrir sérfrœðilegan ráðunaut.
Hr. Nielsen lagði til að bygð yrðu tvö
strandferðaskip fyrir landið. Við
minna yrði varla unað. Hann var fús
að aðstoða stjórnina við það, sem
telja mœtti sérfræðilegs eðlis, þ. e. að
skipið yrði traust, vandað efni, vélar
o. s. frv. En um hina pólitisku hlið
málsins vildi hann ekki ráða, þ. e. að
hve miklu leyti skipið yrði farþega-
eða vöruskip. það væri stjórnarinnar
og þingsins að dærna um.
í fyrstu mun stjórnin hafa ætlað að
láta byggja tvö skip, og lét bjóða verk-
ið út hjá skipasmiðum erlendis. Komu
nokkur tilboð, og reyndist hið aðgengi-
legasta frá Flydedokken, sem bygt
hefir skip Eimskipafélagsins. En verð-
ið var nokkuð mikið, um 700 þús.
danskar krónur fyrir skip af þeirri
stærð, sem Nielsen taldi þurfa.
Ýmsir menn, einkum úr hópi and-
stæðinga Framsóknar, létu óspart þá
skoðun í ljós, við Klemens Jónsson,
sem mest hafði málið með höndum, að
best væri að byggja ekki nýtt skip,
heldur kaupa ódýran norskan skips-
skrokk. þessu andmælti Nielsen harð-
lega. Hann taldi gagnslaust að kaupa
skip, sem bygt væri fyrir siglingar
innan skerja i Noregi. þau væru alt of
veik, og þyldu ekki haust- og vetrar-
sjóana hér. það væri ómögulegt að fá
gömul skip erlendis, sem væru hent-
ug hér. Ef skipið ætti að koma að
gagni til lengdar, yrði að miða það
við þarfir þjóðarinnar og eðli lands-
ins. Stjórnin hvarf því alveg frá því
ráði.
Miðstjórn Framsóknarflokksins
spurðist fyrir, hvað málum þessum
liði. Hún taldi sér koma mikið við,
hver yrðu málalokin. Strandferðaskip-
in eru höfuð samgöngutækin milli
hinna dreifðu bygða landsins. þús-
undir manna hafa undanfarin ár orð-
ið að velkjast í lestinni, dögum og
vikum saman, á hægfara skipum, sem
miðað hafa ferðir sínar við vöruflutn-
inga. Stærsti flokkur landsins, og sá,
sem mest stefnir að menningarfram-
förum í landinu, gat ekki með öllu
setið hjá, þegar ráða skyldi þessu máli
til lykta. Og af þvi að svo mikið hefir
verið talað um afskifti Framsóknar-
flokksins af þessu máli, og ekki altaf
gætt fullrar sannsögli, þykir hlýða að
birta hér það stutta álitsskjal, sem hér
er um að ræða.
„Breytingartillögur frá miðstjóm
Framsóknarflokksins við teikningar
að tveim strandferðaskipum:
1. Á öðru skipinu sé fyrsta farrými
minkað um 12 manna rúm, til að
auka farmrými.
2. Á hinu skipinu, sem aðallega
myndi fara hraðferðir lcring um land-
ið, sé fyrsta farrými óbreytt. En ann-
að farrými sé stækkað með þvi að
leggja undir það bæði lestarrúmin á
miðþiljum. Á það þá að hafa rúm fyrir
100 íarþega (á því farrými) með þeim,
sem sofið geta í borðsalnum.
3. Reynt sé að hafa eingöngu fjögra
manna herbergi og helst eitthvað af
tveggja manna herbergjum á 2. far-
rými.
í hverju herbergi bæði á 1. og 2.
farrými sé loftrás þannig, að loíti sé
þrýst inn með rafmagnsvél, en þó svo
um búið, að farþegar geti i hverju lier-
bergi takmarkað innstreymið, eða lok-
að alveg fyrir. þvottaskál sé í hverju
herbergi á 2. farrými.
5. Reynt sé að búa svo um, að siðar
megi koma upp kælirúmi í skipinu án
stórbreytinga.
6. Hafa á 2. farrými 1—2 steypi-
baðklefa.
7. Gert ráð fyrir, að farþegaflutning-
ur að frátöldum liandtöskum, verði
geymdur í sérstöku lestarrúmi, þar
sem farþegar hafi ekki aðgang að,
heldur skipsmenn einir“.
þegar til samninga kom, treystist
landsstjórnin ekki til, sökum fjárhags-
ástandsins, að kaupa nema eitt skip
að sinni. En hún ákvað að hafa skip-
ið svo traust og vandað, sem frekast
væri unt, og hopa þar livergi frá ítr-
ustu kröfum, sem Nielsen kynni að
gera um gerð skipsins. Og í öðru lagi
ákvað hún, að skipið skyldi fyrst og
fremst vera miðað við að bæta úr
mannflutningaþörfinni. Að því leyti
var stjórnin sammála miðstjórn Fram-
skónar um aðalatriði málsins. þegar
kom til endanlegra samninga við
Flydedokken, tókst stjórninni og Niel-
sen að fá nálega allar þær breyting-
ar á farþegarúmi skipsins, sem lýst er
bér að framan, og mjög margar breyt-
irigar á gerð skipsins að öðru leyti,
samkvæmt tillögum Nielsens, án þess
að hækka verðið frá fyrsta tilboði
smiðjunpar.
Nú skal víkja að starfi Nielsens við-
vikjandi „Esjunni", þvi að það hefir
mjög verið afflutt. Við samningana við
skipasmiðjuna var lögð til grundvall-
ar afarnákvæm lýsing af skipinu, og
einstökum hlutum þess, bæði vélum
og öðru. Nielsen athugaði vandlega
livert einasta smáatriði, og gerði á
fjölmörgum stöðum kröfu um sérstaka
gerð, þannig, að efni eða stærð hvers
einstaks „stykkis“ í skipinu yrði betra
en vera þyrfti, eftir stærðarflokki
skipsins. þeir sem lesa þá lýsingu
myndu óska, að honum yrði einhvern
tíma þökkuð fyrirhyggja lians, fram-
sýni og umönnun í þessu máli, því
meir og betur, sem hann hingað til
hefir orðið fyrir ósanngjörnum dóm-
um og jafnvel mannskemmandi árás-
um, eins og síðar mun sýnt.
Viðvíkjandi þeirli hlið, sem Nielsen
taldi verk þings og stjórnar að ráða
fram úr, varð vart tveggja gagnstæðra
slrauma. Frá „kærleiksheimilinu" fékk
stjórnin ótæpt að heyra tillögur í þá
átt, að nægilegt væri að hafa gott
fyrsta farrými og stórt lestarrúm, svo
að efnamennirnir gætu látið fara vel
um sig, rnilli hafna, og heildsalarn-
ir í Reykjavík komið vörum sínum
eftir hendinni í smáþorpin út um land.
Frá liálfu samvinnumanna kom „nóta“
sú, sem birt er hér að framan. Stjórn-
in var í þessu efni mun meira sam-
mála samvinnumönnunum, og tók til
greina ýmsar af tillögum þeirra, eft-
it' því sem við varð komið. Stjórnin
vildi hafa skipið traust, gott í sjó,
vandað og lientugt til fólksflutninga.
Hún gat þessvegna tekið bendingum,
sem gengu í þá átt, hvað sem leið skoð-
anainun að öðru leyti.
Höfuðbreytingin, sem Framsókn ósk-
aði eftir, var einmitt það, sem stjórn-
in hafði áður ákveðið, að skipið yrði
íyrst og fremst miðað við mannflutn-
inga. Af því leiddi hraðar ferðir og
tíðar ferðri. Af því leiddi, að póst-
göngur hljóta að breytast. Hringferð-
ir landpóstanna að leggjast niður, en
í stað þess að koma tíðar póstferðir
frá aðalhöfnum um undirlendin. Hve
miklu það munar fyrir hin afskektu
lióruð og dreifðu býli, geta þeir best
sagt, sem kunnugastir eru. Önnur stór-
breytingin var að fá gott annað far-
rými fyrir 100 menn, skift í smáher-
bergi, með þægilegum húsbúnaði.
Ekkert skip hér við land hefir veru-
lega góða loftræstingu, nema „Island",
og þar aðeins á fyrsta farrými. A Esj-
unni áttu allir, bæði á 1. og 2. far-
rými að fá að njóta hreina loftsins, og
fá þar með því vörn móti veikindum,
sem drýgst verður á sjónum. Bað hef-
ir aldrei fyr verið á 2. farrými á skip-
um hér við land. Oskin um, að hægt
yrði að bæta kælivélum í skipið, án
stórbreytinga, var bygð á því, að síð-
ai kynni að verða þörf að flytja ný
matvæli með skipinu áleiðis á erlend-
an inarkað. Farþegaflutningur hefir
oft tapast og spilst í almenningnum i
Icstinni. Á Esjunni á farþegaflutningur
að vera jafn örugglega geymdur eins
og póstbögglar á pósthúsi.
Að liverju miða allar þessar breyt-
ingar? Að því að bæta úr samgöngu-
þörf liinna dreifðu héraða. Að fá
margai' ferðir og fljótar. Að vel fari
um farþegana og þeim liði svo vel á
ferðalagiriu, sem kostur er á.
Óslíii' Framsóknarflokksins voru
fyllilega teknar til greina, að því leyti,
að öllu lestarrúminu var skift niður 1
smáherbergi, sem. i skipslýsingunni er
í'éttilega kallað annað farrými. það er
þessvegna fullkomlega rétt, sem oft
hefir verið sagt hér í blaðinu, að 2.
farrými rúmaði 100 menn. Samning-
arnir við Flydedokken gera ráð fyrir
þessu, og stjórnin ákvað, að svo skyldi
vera. En af grein í sjómannablaðinu
„Ægi“ er sagt, að í nokkrum hluta af
2. farrými, 32 rúmum, eigi eklci að láta
frá skipsins hálfu rúmföt nema undii'-
dýnur. Farþegar eigi að leggja sér til
rúmföt. Og „Ægir“ kallar þetta svo 3.
farrými, og Jón Bergsveinsson gleðst
mikið af því, að eitthvað sé þó hægt
að liafa útbúnaðinn ófullkomnari
handa sjómönnunum, heldur en sam-
vinnumenn hafa ætlast til.
En gullliringur verðui' ekki að eir-
hring þótt hann falli í leir í bili. Og
framlestinni á Esjunni var breytt með
samningi við skipasmiðjuna í 2. far-
í'ými, í smáherbergi, með loftræstingu,
sem ekki á sinn lika á skipum liér
nema dýrasta skipi Dana, sem gengur
hér við land til að keppa við Eim-
skipafélagið. Og þetta farrými verður
aftur jafngott og til var ætlast, undir
eins og þingið heimtar, að samskonar
rúinfatnaður verði látinn í þessi her-
bergi, eins og hin, sem aftar eru í
skipinu.
Annars verður ekki nógsamlega vitt
frammistaða þeirra Jóns Bergsveins-
sonar og ritstjóra „Ægis“, sem nota
sína litlu krafta til að draga niður far-
kost sjómannanna. Ritstjóri „Ægis“
fer í blaði sínu með barnalegt fleipur,
er hann talar um, í sambandi við Esj-
una, um að sumir menii hafi aðeins
viljað hafa 1. farrými á skipinu. Slíkt
liefir aldrei neinum komið til liugar.
Áfengið og andinn.
Kaflar úr ræðu fluttri fyrir kirkju-
g-estum sumarið 1922, af Gunnari
Benediktssyni presti að Sauvbæ.
„Verið því ekki óskynsamir,
heldur reynið að skilja, hver
sé vilji drottins, og í stað þess
að drekka yður drukna í víni,
sem aðeins leiðir til spilling-
ar, skuluð þér fyliasl andan-
um“. Ef. 5, 17. 13.
--------Hví varar þá postulinn
við ofneyslu vínsins? IIví kennir
hann ekki heldur söfnuði sínum að
neyta víns á réttan hátt? Hví
kennir hann mönnunum ekki að
hagnýta sér hin blessunarríku
áhrif þess? Nú heyrum við því
hreift hér á landi, að það þurfi að
kenna mönnum að drekka, — það
myndi hafa blessun í för með sér.
En Páll postuli mælir ekki eitt orð
í þá átt.
það verður hvergi séð, að Páll
postuli hafi haft neina trú á nautn
áfengra drykkja, — ekki heldur á
hófdrykkjunni. Hann tekur það
fram á einum stað um tvo flokka
manna, að þeir geti ekki öðlast
guðsríkið, og annar sá flokkur eru
ofdrykkjumennirnir. Og í texta
mínum lýsir hann því yfir, að vín-
ið leiði aðeins til spillingar.
Sjálfsagt þykir einhverjum ykk-
ar það harður dómur um vínið, að
það leiði a ð e i n s til spillingar. —
En tíðast mun þeirri kvöldstund,
er setið hefir verið við gleði vín-
guðsins, fylgja svefnþungur morg-
un. Hugsjónir vínsins hafa horfið
við nætursvefninn, vöðvamir hafa
slappast, krafturinn og þrekið,
sem yljaði hverja taug, hefir kvatt.
Sorgirnar, sem sofnuðu, svíða að
nýju hálfu sárar, og áhyggjumar
leggjast á með auknum þunga. pú,
sem heldur á lofti stundargleði
vínsins, kannast við þetta með
mér. Áhrifin vara aðeins um
stund, og eru tíðast keypt ein-
hverju verði.
Sumum finst ef til vill ekki
hægt að kalla þessi eftirköst spill-
ingu. En þið þekkið spillingu vín-
nautnarinnar, sum af reynslu að
einhverju leyti, önnur af umtali og
ritgerðum. Sumum hefir þótt þar
víða fullmikið upptalið, og hafa
kent um ofstæki, pó hefir aldrei
verið hægt að lýsa henni í sinni
skuggalegustu mynd. Eg ætla
heldur ekki að reyna það nú. Eg
ætla að fara mjög í sakir. Eg ætla
aðeins að leggja fyrir ykkur þess-
ar spumingar: Hafið þið þekt
nokkurn mann, sem hefir tekið
framförum við það, að hann hefir
tekið að neyta víns? Hafið þið
þekt nokkum, sem við það hefir
reynst ástríkari og umhyggjusam-
ari eiginmaður og heimilisfaðir,
eða hæfari til að starfa fyrir fjöl-
skyldu sína ? Eg er viss um, að þið
þekkið ekkert dæmi slíks. En hins
vitið þið að til eru dæmin, að heita
má í hverju héraði, að áhrifin
hafa orðið til hins gagnstæða, að
heimilisfaðirinn hætti að geta al-
ið önn fyrir heimili sínu, þegar
vínið tók hann á vald sitt, um-
hyggjusemi hans hefir þorrið,
hann hefir orðið kross á heimili
sínu og börnum sínum oft fyrir-
mynd til þess, er síður skyldi. —
Fátt gætuð þið hugsað ykkur fjar-
stæðara en það, að konan yrði hæf-
ari til sinna ábyrgðarríku og há-
leitu starfa sem eiginkona og móð-
ir, þegar hún tæki að dýrka vín-
guðinn. Og öllum mæðrum og
feðrum, sem hér eruð stödd, myndi
óa við þá tilhugsun, að slíkt ætti
að koma fyrir dætur þeirra. Hafið
þið þekt nokkurn æskumann, sem
hefir verið ótrauðari að ryðja sér
braut að háu og göfugu takmarki
fyrir áhrif áfengra drykkja?
Myndi nokkurt ykkar geta ráðlagt
æskumanni, sem væri ykkur hjart-
fólginn, að snúa sér til Bakkusar,
til að fá liðveislu í baráttu sinni?
þið svarið öllum spurningun-
um neitandi. En hitt vitið þið,
að margir eru þeir æskumennirn-
ir, sem hafa gereyðilagt lífsferil
sinn með nautn áfengra drykkja.
Með henni hafa þeir kveðið til
grafar björtustu vonir aðstand-
enda, — vonir, sem reistar hafa
verið á líkamlegu og andlegu at-
gjörfi. En vínguðinn hefir kipt
þessum stoðum í burtu, og alt hef-
ir fallið í rústir.
Vínið leiðir til spillingar. Allir
verða að kannast við það. þið
þekkið flest lítið til svörtustu
spllingar vínsins. Líklega þekki eg
meira til hennar en þið flest. Eg
þekki að minsta kosti betur, hver
áhrif vínið hefir haft á suma ungu
mennina, sem hafa ætlað sér að
brjótast áfram örðugan mentaveg-
inn. pó þekki eg ekki svöriustu
spillinguna, og get sjálfsagt ekki
gert mér hennar nægilega grein.
— Eg hefi heyrt sögu af málara
nokknim, sem hafði tekið sér það
fyrir hendur að gera málverk af
síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists
með lærisveinum sínum. Ungan
mann einn hittir hann svo svip-
fagran og sviphreinan, að hann
velur hann sem fyrirmynd Krists
í málverkið. — Og þar kemur, að
hann hefir fengið alla höfuðdrætt-
ina í málverkið, nema einn. Hann
vantaði Júdas. Hann hafði ekki
komið auga á neinn, sem honum
þótti nógu skuggalegur til þess að
vera fyrirmynd ræmdasta svikara
heimsins. Loks kom hann þó auga
á einn, sem honum þótti til þess
hæfur, og hann fékk að mála hann.
Honum fanst hann kannast við
manninn og spurði hann, hvort þeir
myndu nokkru sinni áður hafa
sést. Já, þeir höfðu sést áður.
þetta var sami maðurinn, sem mál-
arinn hafði nokkrum árum áður
valið sem fyrirmynd Krists á mál-
verkið.
Ekki getum við hugsað okkur
meiri spillingaráhrif en þau, að
maðurinn breytist úr Kristi í Júd-
as. Og eg á erfitt með að hugsa
mér slíka spillingu, án þess að
setja hana í samband við ofnautn
áfengra drykkja. það er öflugt
meðal til að lama starfsáhugann
og skapa fátæktina og baslið, og
efla um leið dirfskuna til að stíga
fyrstu sporin út á skuggabrautir
ti! þeirra athafna, sem hleypa
flótta og óheilindum í svip og til-
lit. Meðal þeirra, sem eyðilagt
hafa lífsferil sinn með óreglu,
ólifnaði eða glæpum, munu fáir
hittast, sem ekki hafa eytt margri
stundinni við borð áfengra drykkja
í og fengið þaðan fleiri og færri or-
sakir til eyðileggingarinnar.