Tíminn - 05.05.1923, Blaðsíða 1
©faíhfsti
0(j afvjrct&slui'-adur '2Ttmans ?v
Stgurgeir $ r i & r i ?5 í ° u,
5amban5st?úsinu/ Hc'ffjvtt.nf
^fgtcibsía
C i m a n s er i Sambantsijúsiuu
©pin bnalcaa 9—12 j. I)
rími 496.
VII. ár.
Reykjavík 5. maí 1923
13. blað
Ismokino
ÉIIXTöRfcl
GLASG
MIXTURE
er indælt að reykja.
Emásöluverð kr. 3.50
Hrossisýiiniar.
Búnaðarfélag Islands gengst
fyrir því, að hrossasýningar verði
haldnar á nokkrum stöðum á
Norður- og Austurlandi í vor.
Dómnefndir sýninganna erú þann-
ig skipaðar, að Búaðarfélag Is-
lands leggur til einn mann en hlut-
aðeigandi hérað tvo. það sem sýn-
ingum yfirleitt er aðallega talið til
kosta, er fyrst og fremst, að þar
ákveðist stefnan í hrossaræktinni.
Full þörf virðist á þessu, eins ólík-
ar skoðanir og menn hafa á þessu
rnáli. þó er vafalaust eitthvað eitt
haganlegast og best. þó að bænd-
ur í því eða því héraði þekki ekki
þann manninn, sem Búnaðarfélag-
ið leggur til, þá er það skylda
bænda að velja sína hæfustu
menn til að ráða fram úr svo þýð-
inganniklu máli, og eg efast ekki
um, að þeir geri það. þegar þann-
ig er búið um hnútana, er varla
hætta á, að svo illa takist til með
„dóminn“ á hrossunum, að hann
verði villandi eða rangur. Annar
kostur við sýninguna er sá, að þar
kynnast menn hrossastofninum í
sínu héraði og geta þá betur en
ella áttað sig á, hvar bestu ætt-
irnar eru, og hvort skynsamlegt sé
að leita þeirra hrossa, er von sé
til, að bætt geti stofninn. Að síð-
ustu má benda á þá gleði og upp-
örfun, sem bændur sækja á sam-
komur, þar sem sýndur er góður
búskapur á einhverju sviði, og
aldrei hefir bóndinn betri ástæður
til að ráða þessum ráðum sínum
vel, en þegar hann hefir glætt
gömlu vonirnar — að geta bætt og
fegrað búið sitt — með því að
skoða það besta, sem héraðið hans
hefir að bjóða, og geta notið upp-
lýsinga þeirra manna, sem lengst
eru komnir áleiðis.
þó að erlendur hrossamarkaður
eyðileggist alveg, eða verði svo
slæmur, að bændur vilji ekki ala
upp hross til útflutnings, þá er
samt brýn þörf á að bæta hrossa-
stofninn svo sem unt er. Eftir því
sem mannsaflið verður dýrara,
verður meiri nauðsyn á fyrir
bændur að geta látið hrossin
vinna sem mest fyrir búum sín-
um. Ekkert eykur eins möguleika
fyrir aukinni jarðyrkju, og þar af
leiðandi auknum heyfeng, eins og
duglegir, vel tamdir hestar, því í
þeim liggur ódýrasta vinnuafl-
ið í landinu. Hesturinn hefir verið
trúasti og þarfasti þjónninn hjá
íslenska bóndanum, síðan þetta
land bygðist. Af misskilningi hefir
bóndinn vanlaunað þessum trúa
og þarfa þjóni, sér til stórskaða,
(svo eg sleppi hér hinni hlið máls-
ins).
Margir bændur fagna nú vax-
andi skilningi þjóðarinnar á nauð-
syn jarðyrkjunnar, og vona að það
verði til þess, að mjög aukist skrið
ur því nauðsynjamáli; en gleymið
því þó ekki, góðir drengir, að það
er hesturinn, sem mest getur stutt
ykkur að þessu, og fyrst þegar
hver bóndi kann að nota og meta
hesta og hestaverkfæri eins og nú
hendur sínar og handaverkfæri, er
von um góðan framgang í búnaði
á íslandi, en þess óskum við allir.
3. maí 1923.
Theódór Arnbjörnsson
frá ósi.
—_o-----
BfúsmæSrasiíólinn
á Staðarfel!!.
Eins og kunnugt er gáfu Magn-
ús Friðriksson og kona hans eign-
arjörð þeirra Staðarfell á Fells-
strönd með þeim skilyrðum, að
þar yrði stofnsettur húsmæðra-
skóli og þeim hjónum séð fyrir líf-
eyri meðan þau eru á lífi.
Margir munu nú hafa búist við,
að eitthvað yrði straks gert til að
koma þessum skóla á fót. En örð-
ugar fjárhagsástæður ríkisins
munu eflaust hafa verið höfuð-
orsakir þess, að ekkert hefir ver-
ið gert í þessu 'máli ennþá.
Nú hefir komið fram þingsálykt
unartillaga í efri deild um að hið
fyrsta skuli stofnaður þessi skóli
að Staðarfelli. Gera tillögumenn
ráð fyrir, að skólinn verði byrjað-
ur í smáum stíl og litlu eða engu
bætt við byggingu þá, sem nú er
á Staðarfelli.
Tillaga þessi fékk þó harða mót-
spyrnu frá forseta deildarinnar og
Jóni Magnússyni, og sem mætti
kalla, furðulegt, einnig’ frá Ingi-
björgu Bjarnason. Frk. I. B. er
fyrsti og éini fulltrúi kvenna á al-
þingi, og að auki skólaforstöðu-
kona; þó virðist hún ekki hafa op-
in augu fyrir þörfinni á undir-
búningsmentun kvenna undir hið
ábyrgðarmikla og vandasama hús-
móðurstarf, því væri svo, myndi
hún ekki hafa svo skilyrðislaust
og ákveðið mótmælt nefndri til-
lögu. pví ekki vil eg ætla henni að
hafa spyrnt á móti tillögunni ein-
ungis fyrir það, að flutningsmað-
ur var Jónas Jónsson.
það að húsmæðraskóli Norður-
lands þurfi að komast upp áður en
hugsað sé til skólastofnunar á
Staðarfelli, er miður viturlegt.
Staðarfellsskólinn hefir góða jörð
til afnota, og byggingar, sem í
btáð gætu að mestu dugað, og að
auki styrk af 100 þús. króna sjóði.
En norðlenska skólann yrði að
byggja að öllu leyti upp.
Búið á Staðarfelli ætti auðvitað
að reka samhliða skólanum fyrir
hans reikning, en ekki leigja það
öðrum til afnota. Milli búsins og
skólans þarf að vera samband,þar
sem nemendur vinna að störfum
búsins innan húss og utan eftir
þörfum og skólastýru þykir við-
eigandi fyrir nemendur. Sameigin-
leg matreiðsla og húsþrif yrði auð-
vitað fyrir skólann og búið, svo og
mjólkurmeðferð o. fl. þetta ætti
að gera rekstur búsins ódýrari og
búið yrði jafnframt rekið meir
með þarfir. skólans fyrir augum,
en ef selt væri öðrum á leigu.
Við höfum nú 2 góða bænda-
skóla í landinu til sérmentunar
fyrir bændaefni. Og þó að skólar
þessir séu varla komnir í það horf,
með verklega kenslu, sem vera
ber, hafa þeir þó ábyggilega mik-
il og góð áhrif á nemendur. En
hvar eiga húsmæðraefnin að leita
að rnentun, er beint snertir hús-
móðurstörfin, og hvað gerir rík-
ið þeim til hjálpar í þessum efn-
um? Ekkert. Ætli þetta sé fyrir
það, að minna skifti fyrir velferð
heimilisins hvort húsmóðirin er
starfi sínu vaxin, en að bóndinn
sé það? Vissulega ekki. það er
gamall og nýr sannleikur og verð-
ur það eflaust altaf, að fjárhags-
leg afkoma búsins sé ekki minna
undir húsmóðurinni en húsföð-
urnum komin, heldur meira; því
gegnum hennar hendur fer meg-
inhluti þess, er þau sameiginlega
vinna búinu inn. Og ætli það sé
ekki húsmóðirin sem einna mest
mótar heimilislífið. Eða uppeldi
barnanna, vísirinn til næstu kyn-
slóðar, sem eðlilega hvílir meira á
móður en föður, og hún því veld-
ur meir um hvernig mótast. Alt
þetta sýnir, að- húsmóðirin þarf
ekki síöur en húsbóndinn góða
mentun undir lífsstarf sitt, heldur
frekar.
Ilingað til Kafa sveitastúikur
leitað til kaupstaðanna til að fá
tilsögn í matartilbúningi, húsþrif-
um, saumum o. s. fiv. Að þessu
liafa þær leitað bæði á námsskeið-
unr og í einkahúsum. En þetta er
vandræðaleið og til lítillar blessun-
ar. Og' þegar á alt er litið, held eg
nærri, að betra væri að sveita-
stúlkur færu þetta eigi og væru
heldur án þessarar kaupstaða-
menningar; því það senr þær læra
og sjá í kaupstöðununr, það flytja
þær í einfeldni sinni upp í sveit-
irnar. Eru margt úr lifnaðarhátt-
unr kaupstaðanna á áreiðanlega
ekkert erindi upp í sveitirnar. það
er flest svo mengað af tískunnar
tildri og prjáli, að lítt þroskuðum
stúlkum er hætt við að .glepjast á
því og taka það gott og gilt, því
það ér nógu ginnandi og fínt.
þessu á að forða stúlkum frá
nreð því að veita þeim aðgang að
heilbrigðum skólum í sveit, skól-
um, sem veita þeinr „praktiska“
mentun, staðgóðan undirbúning
undir hina vandasömustu stöðu,
húsmóðurstöðuna og bar-nauppeld-
ið. það er vegna sparnaðar og til
að forðast ný útgjöld, að sumir
þingmenn leg-gja á móti að farið
verði að byrja á vísi til húsmæðra-
skóla á Staðarfelli. Einhver út-
gjöld rnundu altaf þurfa til þessa
skóla, þó að smátt væri byrjað,
það er víst, og vel væri það, ef
þessir sömu sparsömu þingmenn
gættu altaf jafnvel sparnaðarins
og myndu jafnan eftir að taka
það, sem mest ríður á inn á gjalda-
listann, en strikuðu hitt út.
það, að gamall þingmaður skuli
vera að tala um það ,nú, að Stað-
arfell verði landinu svo dýr gjöf,
ef gefendurnir lifi lengi, lýsir of
lítilli höfðingslund. þetta getur
verið að sé satt, en þá bar að geta
þess þegar gjöfin var boðih fram.
En löngu eftir að hún er þegin,
sýnist það ekki hafa annað að
þýða en að særa gömul heiðvirð
hjón, gefendurna, sem í góðri
meiningu hafa gefið. því síður
verður séð, að þetta geti verið
ástæða til, að dregið skuli að koma
skólanum á fót, eins og virðist
hafa, legið í orðum forseta efri
deildar.
það hefir mörgum skammsýn-
um manni orðið á, að hirða vand-
lega koparskildingana af sparnað-
arlöngun, um leið og hann var að
spila krónunum úr höndum sér.
Svo finst mér og vera um þing-
menn, þegar þeir eru mjög fast-
heldnir á fé til heilbrigðra skóla,
en sóa út fé í allskonar tildur og
prjál. 0g svo segja þessir sömu
menn, ao okkar veika hlið sé, hvað
við kunnum illa að fara með fé óg
séum yfirleitt hagfræðilega óþrosk
aðir. En þið, sem haldið ykkur
gætna fjármálamenn, byrjið þó að
uppala húsmæðraefni í hagfraíði,
svo þær séu færar um að fara með
fjármuni þá,er þeim eru lagðir upp
í hendurnar, Og mæður þessar
munu uppala ykkur þá kynslóð, er
þið teljið vanta, því ]>að sem börn-
in svo að segja drekka í sig með
móðurmjólkinni, það rennur þeim
í merg og bein. Og eg vænti, að
fyrsta þingkonan finni til sinnar
ábyrgðar í þessu máli og leggi
sinn skerf til eflingar því.
M. K.
Við umræður um fjárlögin hélt
Jón Auðunn langa varnarræðu út
af skuldatapinu við útibúið á ísa- !
firði, sem Tíminn mintist á eftir j
ísfirðingi, sem hlustaði af pöllun-
um á Jón eldhúsdaginn síðasta.
Ekki tókst Jóni að þvo sig af því,
að nokkur hundruð þúsund króna
tap verour á „hengingarvíxlum“
til tveggja eignalausra „síldar-
gróssera“ við Skutulsfjörð. Myndu
kunnugir mæla með þögn og auð-
mýkt Jóni til handa í þeim málum.
Um • Proppé kaupmann, fulltrúa
Vestur-ísfirðinga, heyrist lítið tal-
að. Hann sýnist alt af vera uppi í
tunglinu, talar nálega aldrei, og
þá af lítilli andagift, ef þögnin er
rofin. Eina verk hans er að fylgj-
ast með í atkvæðagreiðslunni, eft-
ir því sem Morgunblaðið vill vera
láta, Vigurklerkur gengur í barn-
dómi. Hélt nýlega eitthvað klukku-
tíma ræðu til að hækka eina fjár-
greiðslu úr landssjóði um hundrað
krónur. Fullyrt er, að hann hafi
þó enn þær leyfar af sjálfsþekk-
ingu, að hann ætli fekki oftar að
sækjast eftir þarfleysuferðum til
Alþingis.
Stjórnarskráimálið féll við 2.
umræðu í Nd. Er sú saga þess
máls, að Magnús Guðmundsson
hafði lánað úr Tímanum þá hug-
mynd að komast mætti af með
þing annaðhvort ár. Við þessa
skynsamlegu hugmyndi bætti hann
svo ýmsum seinheppilegum breyt-
ingum frá sjálfum sér, þar
á meðal þeirri, að lengja kjörtím-
ann upp í 6 og 12 ár. Hefði þar
verið gott meðal til að draga úr
áhuga kjósendanna og ábyrgðar-
tilfinning-u þingmannanna. Síðan
komu ýmsar hjákátlegar breyting-
artillögur, svo sem að hafa þing-
ið aðeins eina deild, fækka þing-
mönnum o. s. frv. Framsókn vildi
koma fram einni megintillögu,
heimild til að hafa þing annað-
hvort ár. þetta vissu aðrir þing-
menn vel, og ef snúist hefði verið
að því að breyta ekki öðru, var
von um, að málið næði fram að
ganga. En sökum flokksriðlunar í
neðri deild varð stjómarskráin
þar að vanskapnaði, sem deildin sá •
sér ekki annað fært en fella.
Eiginlega eru til tvær kenning-
ar um að spara útgjöld við þing-
ið. Önnur sú sem Tíminn hefir
mest vakið athygli á, að hafa þing-
in annaðhvort ár. Hin hugmyndin
hefir einkanlega verið borin frarn
af G. B. landlækni, þó að fleiri hafi
um hana fjallað, nefnilega að
stytta þingið, ljúka því á 4—6
vikum í stað 11—12. þessa breyt-
ingu má framkvæma með því að
íjárveitinganefndir þingsins, t. d.
8 menn, komi saman 3—4 vikum
fyrir þing, svo að þeir hafi nálega
lokið við undirbúning fjárlaganna
þegar þing kemur saman. Efri
deild hefir í raun og veru ekki
nema nokkra daga til að vinna að
fjárlögunum. Venjulega tekur það
6—7 vikur fyrir fjái*veitinganefnd
neðri deildar að Ijúka af rannsókn
siiini, rneð þingstörfunum. Tvennu
þyrfti þó við að bæta þessa hug-
mynd. Fyrst að hafa fasta laga-
nefnd við þingið til að hraða vinn-
unni, samræma lögin og bæta mál-
ið. Og í öðru lagi þarf að rniða
ferðakostnað þingmanna fram og
aftur við hraðferðir strandferða-
skipsins.
Við bankamálaumræðurnar í
neðri deild lenti þeim einkum sam-
an Jóni Baldvinssyni og Bjarna frá
Vogi annarsvegar, en M. Kr. og
Sig. Eggerz hinsvegar. Reyndi
Bjarni að verja bankaráðsstarf-
semi sína, vitlausu skýrsluna,
4—-6000 kr. „þóknunina" o. s. frv.
Sigv Eggerz reyndi að fóðra_sleif-
arlag' sitt á stjórn bankans. Höfðu
■ áheyrendur litla samúð með mál-
! stað þeirra sjálfstæðisgarpanna.
Varð endirinn sá, að M. Kr. af-
henti nafna sínum, þm. Skagfirð-
inga, forsætisráðherra til halds og
trausts. Ef til vill er það fyrirboði
þess gengis, sem S. E. á að vænta
hjá sínum gömlu höfuðandstæðing-
um, að M. G. virtist vilja afneita
honum opinberlega, þó að ekki sé
bandað hendi við þeirri hjálp, sem
Eggerz og Bjarni annars veita
„dótinu“ í skiftum við hluthafana.
I efri deild bar B. Kr. fram frv.
um að endurreisa aftur prestakall
í Mosfellssveit. El’tir eldri lögum
átti að skifta því milli nágranna-
presta. Framsóknarmenn mæltu
fast á móti. Töldu óþarft að stofna
nýtt embætti. B. Kr. fékk vin sinn
Jón M. í lið með sér, og mælti
Jón með embættinu, þó að honum
félli þungt að mæla með auknum
útgjöldum! S. E. vildi ekki stofna
embættið, en setja prest í það.
Iljörtur fylgdi honum, og var
þetta sönnu nær. pá bar J. J. fram
þingsályktun um að stjórnin mætti
verja 1000 kr. til að fá prestvígðan
mann úr Rvík til að messa í Mos-
fellssveit, og á spítalanum Kleppi.
Eru nú borgaðar fyrir hælið eitt
700 kr. Hefði með þessu mátt
spara landssjóði nálega heil prests-
Frh. á 4. síðu.