Tíminn - 26.05.1923, Blaðsíða 2
56
T í M I N N
P. W. Jacobsen & m
Timburverslun.
Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade
Stofnað 1824. Köbenhavn.
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir.
Eik og [efni i þilfar til skipa.
Kverið.
VI.
„Guð er réttlátur“, stendur í
Kverinu. „pað er: hann dæmir
hlutdrægnislaust, og launar hið
góða, en hegnir hinu illa“. (§ 22).
Hér er skýrt að orði kveðið og
mun enginn í móti mæla. „Hið
góða, sem vér mennimir gjörum,
er ávalt ófullkomið. þessvegna eru
öll þau laun, sem guð veitir oss ..
.. óverðskulduð náðarlaun“. (§
22). það hefir jafnan verið eitt
höfuðatriði kristinnar trúar, að
guð sé miskunnsamur. þessvegna
tók Hallur af Síðu trú, að hann
vildi eiga Michael engil sér að vin,
sem svo er „miskunnsamur, að
hann metur alt það meira, sem vel
er gert“. Betur hefir miskunnsem-
inni aldrei verið lýst. En vér erum
„allir syndarar". „Enginn af oss
veitir hinni meðfæddu syndatil-
hneigingu næga mótstöðu". (§
57). það er mála sannast, og ligg-
ur það í orðalagi þessarar setning-
ar, að hið illa, sem vér gjörum, sé
á sama hátt og hið góða, „ávalt
ófullkomið“, í þeirri merkingu, að
alillir séum vér ekki fremur en al-
góðir. það er ekki í þessum orðúm
sá tónninn, sem var í rímunum
gömlu, sem skiftu sögupersónun-
um í tvo flokka, og hlóðu á annan
öllum dygðum, sem nöfnum tjáir
að nefna, en völdu hinum öll
ókvæðisorð, sem íslenskan á. það
liggur í orðunum réttur skilning-
ur á því, að í mönnum er bæði gott
og ilt, þó misjafnlega mikið sé af
hvoru. Svartamyrkur hefir senni-
lega aldrei sést hér á jörðu í nokk-
urri mannssál, og fylling Ijóssins
ekki nema einu sinni, og hefir það
jafnan verið kenning kirkjunnar.
það stingur því mjög í stúf við
það, að laun hins góða eru talin
óverðskulduð náðarlaun, þar sem
það sé ófullkomið, þegar kent er
að sumir, sem eins og áður er sagt
eru ekki fremur alillir en aðrir al-
góðir, muni annars heims hreppa
„æfinlegt kvalalíf í sambúð við
illa anda, endalausa angist og ör-
vænting“ (§ 169). Óverðskuldað er
það, en „náðarlaun“ verður það
varla nefnt. Óverðskuldaða grimd
mætti aftur nefna það. Eina leiðin
út úr þessu öngþveiti, fyrir þá
sem ekki vilja snúa aftur og inn
á aðrar brautir, er sú, að trúa
annaðhvort á einn guð, sem ýmist
er miskunnsamur eða grimmur,
eða öllu heldur á tvo guði, annan
góðan, sem veiti bömum sínum
eilífa sælu að óverðskulduðu, en
Ræða Jónasar Jánssonar frá Hriflu
þegar rætt var um rannsókn á
f járhagsaðstöðu íslandsbanka
gagnvart rikinu.
------- (frh.)
þá er önnur frændþjóð, Svíar.
þeir voru svo gæfusamir, að hafa
á stríðsárunum yfir peningamál-
um sínum hina lærðustu hagfræð-
inga, sem reyndu að halda niðri
svo sem unt var, fjárbraski í land-
inu. Að sama skapi var seðlaútgáf-
an takmörkuð. Og Svíum tókst
þetta snildarlega, enda ber raunin
best vitni. Sænska krónan er jafn-
gild dollara og sterlingpundi, og
stendur stundum betur. En hér
var öðru máli að gegna. Hluthafar
Islandsbanka vom húsbændur í
landinu, eins og þeir höfðu byrjað
1899—1901. Hluthafamir vildu
færa út kvíarnar og létu gefa út
fleiri og fleiri seðla. Allir héldu að
þeir væra stórauðugir. Strákar,
sem ekkert áttu, gengu með 100
króna seðla 1 vösunum. þannig var
peningaflóðið í landinu. (Forseti:
Eg vil vekja athygli ræðumanns á
því, að eg slít fundi eftir 10 mín-
útur). það gerir ekkert, eg held
hinn illan, sem kvelji þá, sem í
klóm hans lenda, af mikilli grimd
langt umfram alla verðskuldan.
Ekki er kosturinn góður, en rök-
rétt er annað ekki, og loðir þó enn
við sá galli, sem jafnan hefir loð-
að við kenninguna um eilífa út-
skúfun, að hún veitir enga skýr-
ing á tilgangi hegningarinnar.
Kristileg er sú skoðun ein á hegn-
ingunni, að hún sé til þess lögð á,
að hún verði þeim til góðs, sem
þola hana. Hún er hirtingarvönd-
ur. Andi hegningarlaganna hefir
löngum verið: auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn, en um langt skeið
hefir verið unnið að því að breyta
þeim í kristilegt horf. Hegningar-
húsum. En þær umbætur í skiln-
ingi manna á tilgangi hegningar-
innar, sem þegar hafa leitt til mik-
ils góðs í fangelsunum, eru eftir
Kverinu að dæma ekki enn famar
að sýna sig í skólastofunum.
þá er það ekki kenning Kvers-
ins, að guð fyrirgefi mönnum
syndirnar af miskunnsemi sinni
einni saman. Hann verður að fá
bætur. Hegningin verður að koma
einhversstaðar niður. „Jesús færði
algilda fórn fyrir syndir allra
manna. Með því að þola kvalir og
dauða hefir hann fómað sjálfum
sér, saklaus þolað hegning fyrir
oss seka, og friðþægt oss við guð“
(§ 88). það virðist hafa komið í
sama stað niður hvort hegningin
hitti sekan eða saklausan. Sá mikli
glæpur að lífláta Jesú hefir eftir
þessu að dæma komið því til leið-
ar, að mannkynið leystist undan
afleiðingum hinnar litlu yfirsjón-
ar þegar Eva hnuplaði eplinu. En
það er þó ekki svo að skilja, að all-
ir verði aðnjótandi hinnar „algildu
fórnar“. það verða þeir einir, sem
eru sannfærðir um, að þetta sé
svo sem hér hefir verið greint, þeir
einir, sem eru sannfærðir um, að
guð muni hans (Krists) vegna fyr-
irgefa oss syndir vorar og taka oss
í sátt, ef vér iðmmst af hjarta og
höfum einlægan vilja á að betrast.
Án þessarar rúar, sem kölluð er
hin sáluhjálplega trú, getum vér
ekki sáluhjálpina öðlast“. (§ 99).
þetta kallar Kverið og „sanna trú
á Krist", og er enginn efi á að hér
er fyrst og fremst átt við trúar-
skoðanir manna, þó „einlægur vilji
á að betrast“ eigi að fylgja,eins og
lika sést glögt á upphafi siðalær-
dómsins (§ 171). Hin „sáluhjálp-
lega trú“ er hið eina nauðsynlega,
en „góð og guði þóknanleg
breytni“ er það, sem ekki má ógert
láta. Og eigi breytnin ekki rót
sína að rekja til þessarar trúar,
ræðunni þá áfram þegar umræður
hefjast aftur.
Ástandið hjá okkur varð því að
ýmsu leyti. keimlíkt og í Dan-
mörku. Ágóðahlutur bankastjóra
og hluthafa varð býsna mikill, t.
d. fékk einn bankastjóranna um
80 þús. króna tekjur á ári, og
bankaráðsmenn 10 þúsund hver,
einmitt þegar bankinn var að
byrja að tapa. Og það stendur enn
á svari hjá hæstv. stjóm, við fyr-
irspum frá mér um það, hve þetta
fé muni hafa verið mikið, sem
bankinn varð að borga einstökum
mönnum, einmitt er hann var að
byrja sitt opinbera hnignunar-
skeið.
Veldisár Jóns Magnússonar, sem
var æðsti maður bankans, liðu að
þessu leyti eins og í sælum draumi
fram á útmánuði 1920. þá bað
bankinn enn á ný um ívilnanir með
seðlana, og hann fékk þær, með
þeim skilyrðum, að hann tæki á
sig yfirfærsluna fyrir Landsbank-
ann og þar með að sjálfsögðu fyr-
ir landið.
En „Adam var ekki lengi í
paradís". Úr yfirfærslunum varð
aldrei neitt í það skifti. Seðla-
bylgjan var þá búin að ná hámarki
sínu, og hmnið byrjaði. Láns-
traust landsins erlendis hvarf á
stuttri stund, eins og mjöll bráðn-
ar í vorsól. Hluthafarnir guldu hin
nýfengnu réttindi með hættulegri
þá er hún fánýt og einskis verð,
hversu ágæt sem hún kann að
virðast. það er gamla setningin,
að dygðir heiðingjanna séu aðeins
gyltir lestir. En „sanniðrandi og
sanntrúuðum manni .... fyrir-
gefur guð syndir hans vegna
Krists, úrskurðar hann sýknan og
eignar honum réttlæti Krists.
þetta er samkvæmt guðs orði kall-
að réttlæting af trúnni, og er
gagnstætt réttlætingu af verkun-
um, sem er ómöguleg, þar sem öll
mannaverk eru ófullkomin og ónóg
í guðs augliti" (§ 107).
Ekki skal eg neita því, að „öll
mannaverk“ séu yfirleitt ófull-
komin, en mundi ekki vera hægt
að segja eitthvað líkt um trúar-
skoðanir manna? Sennilega hefir
oft ekki síður verið þar ábótavant
en í verkunum, og sést það ekki
síst á þeim trúarskoðunum, er
Kverið kallar „hina sáluhjálplegu
trú“. Mætti þá segja eitthvað líkt
um „réttlætingu af trúnni“ og
Kverið segir um réttlætingu af
verkunum, að hún sé ómöguleg
þar eð allai' trúarskoðanir séu
ófullkomnar og ónógar 1 guðs aug-
liti. Mun þar síst of hart að orði
kveðið. Verkin hafa það fram yfir,
að þau munu vera einn hinn sann-
asti mælikvarði, sem oss er léður,
á það, hvað með manninum býr,
enda var það, skoðun Jesú. „Af
ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“.
Jesús hikaði ekki við að segja
dæmisögur, sem geta komið ásök-
uninni um „réttlæting af verkun-
um“ fram á varirnar á lúthersk-
um orðhenglum fyrri alda. Hann
segir að dæmt muni eftir því,hvort
menn hafi gefið hungruðum að
eta, þyrstum að drekka, og nökt-
um klæði, vitjað sjúklinga og
óorðheldni. Sama vorið fór einn af
aðalbankastjórum Islandsbanka til
Danmerkur, til þess að reyna að
semja við lánardrotna bankans.
En honum varð lítið ágegnt. Og
Prívatbankinn, sem Islandsbanki
skuldaði einna mest, gekk svo hart
eftir skuldum sínum, að Islands-
banki varð að láta ganga til hans
mest af því fé, er hann fékk inn
þá um sumarið. Er það einna mest
þjóðarógæfa, að meginið af fram-
leiðsluvörum landsmanna hvarf
það sumar og haust í þessa einu
skuld í Danmörku. Fjöldamargar
aðrar skuldir stóðu þá ógreiddar.
Sökum þeirra komst óálit á alla
fjármálamensku hér á landi.
Landsbankinn átti aftur erfitt
með að gera meira, en halda uppi
sínum viðskiftum. En þó varð
hann sá vígði þráður, sem hélt
þjóðinni lifandi á þessum voða-
tímum. Og fyrir það hefir honum
alls ekkert verið þakkað, heldur
þvert á móti, af þeim hluta þjóð-
arinnar, sem stóð að hluthöfun-
um. En við þessa ráðstöfun, að
einn danskur banki fékk nær því
alla þá peninga, sem Islandsbanki
hafði yfir að ráða erlendis, skapað-
ist sú skoðun, að bankinn væri
gjaldþrota, og þá jafnframt land-
ið um leið. J>ví að hann bar nafn
landsins, og útlendingar gátu ekki
skilið, að banki, sem bar nafn
landsins, væri annað en þjóðbanki
fanga og léð gestum húsnæði. þar
er ekki minst á „réttlætinguna af
trúnni“. Jesú hefir gilt það einu,
hvort verk þessi voru unnin af
rétttrúuðum Gyðing af ætt Abra-
hams eða rangtrúuðum og illa ætt-
uðum Samverja. Góður hugur sem
á bak við býr, hefir altaf sama
gildi hvað sem trúarskoðunum líð-
ur. J>að væri því ef til vill í bestu
samræmi við kenning Jesú að tala
um réttlæting af hugarfarinu, en
hvorki af trú né verkum. það kem-
ur hvergi fram í ræðum Jesú eða
dæmisögum, að guð heimti „al-
gilda fórn“ áður en hann geti fyr-
irgefið. það getur hver sagt sér
sjálfur, sem heyrt hefir dæmisög-
una um hinn glataða son. Föður-
faðmurinn stendur öllum opinn.
Fyrirgefningin er engum þeim
skilyrðum bundin, sem Kverið
greinir frá, nema iðruninni. þetta
ætti enginn að þurfa að segja, sem
kann faðirvor sitt. „Gef oss upp
skuldir vorar svo sem vér og höf-
um gefið upp skuldunautum vor-
um“. Jesú kendi lærisveinum sín-
um aldrei að biðja með þessum
orðum: „Gef oss upp skuldir vor-
ar þar eð Kristur hefir fært al-
gilda fórn fyrir syndir allra
manna og vér játum, að það er
eingöngu vegna hans, að vér fáum
fyrirgefningu“. En svo myndi
bænin hafa hljóðað, ef friðþæg-
ingarlærdómur Kversins væri
bygður á kenningu Jesú. En svo
er ekki. Enn eiga þessi orð Jesú
til faríseanna brýnt erindi til vor:
„Farið og lærið hvað þetta þýðir:
miskunnsemi þrái eg en ekki
fórn“.
Friðþægingarlærdómurinn á rót
sína í heiðinlegum og gyðinglegum
fórnarhugmyndum, sem Jesú og
þess. Fyrir erlenda viðskiftamenn
var erfitt að átta sig á því, annað
en að það land væri gjaldþrota,
þar sem höfuðbankinn gat ekki
svo missirum skifti annast greiðsl-
ur erlendis. Ef til vill er ekkert
erfiðara að fyrirgefa þeim trúnað-
armönnum landsins, sem stóðu að
hlutabankanum í upphafi, en að
þeir skyldu ljá honum nafn lands-
ins. því að allar þær yfirsjónir, sem
slíkt gróðafélag kann að fremja,
kasta vegna nafnsins skugga á
þjóðina alla.
Nú líður fram á sumarið 1920.
þá ætlar landsstjórnin að senda 1
miljón króna til Danmerkur, og Is-
landsbanki lofar stjóminni að yfir-
færa upphæðina. En það gerði
hann aldrei. Ávísunin mun hafa
legið lengi í einskonar millibils-
ástandi, niður í Danmörku. Slíka
óreiðu, að gefa út ávísanir yfir
efni fram, leyfa engir sér nema
sérstakir vandræðamenn í fjár-
málum. Og engin dæmi eru til, að
nokkurt land hafi verið svo háðu-
lega leikið, eins og Island var í
þetta sinn. Enda leið ekki á löngu
áður en þjóðin fékk að kenna á
því, er hún tók enska lánið, í hvert
óefni búið var að koma lánstrausti
hennar. Eftir alllanga bið sendi
stjórn Jóns Magnússonar þáver-
andi fjármálaráðherra á eftir ávís-
uninni, og honum tekst að fá ein-
hvem greiðslufrest á upphæðinni,
spámennirnir börðust á móti. Jesú
kendi að guð væri miskunnsamur
faðir, en ekki harður dómari, sem
heimtaði tönn fyrir tönn, hvað þá
heldur að hann legði á menn hegn-
ing, sem stendur í engu hlutfalli
við yfirsjónirnar, eins og felst í
kenningunni um eilífa útskúfun.
En vaninn er voldugur drottinn
mannanna og þeir sem kristna trú
tóku, komu með fórnarhugmyndir
sínar inn í kirkjuna, svo brátt
bráðnaði saman heiðin og kristin
guðshugmynd í friðþægingarlær-
dóminum. En illa fellur það sam-
an, sem svo er óskylt, og hafa
guðfræðingamir látlaust þurft að
berja í brestina. Snemma á öldum
var það skoðun hinna ágætustu
guðfræðinga, að lausnargjaldið,
það sem Kverið kallai' „algilda
fórn“, hafi verið greitt djöflinum,
þar sem mannkynið hafi verið fall-
ið undir hans vald, en djöfullinn
þó vei’ið prettaður um gjaldið.
Minnir sú guðfræði á sögurnar
um Sæmund prest og Kölska. En
sú skoðun varð þó ofan á, að gjald-
ið hafi verið greitt guði. En þá
kom upp vandaspurningin: hvem-
ig getur guð, sem er miskunnsam-
ur, heimtað slíkt? það hefði ekki
þurft annað en spyrja guðspjöll-
in til að fá ótvírætt svar: Guð
heimtar engar bætur. En sú leið
var ekki farin. það svar sem kirkj-
an hefir lengst af sætt sig við, kom
fram í lok 11. aldar í riti Anselms
erkibiskups um það, af hverju guð
gerðist maður, og er í aðaldráttun-
um þetta: Réttlæti guðs og heilag-
leiki heimtar fullar bætur, en náð
hans og miskunnsemi gaf Jesú í
dauðann til að fullnægja þeim
kröfum. I gegn um svarið skína
bert tvær guðshugmyndir, hin
gyðinglega og hin kristilega. Svar-
ið næstum skiftir guði í tvær per-
sónur. þar skortir allan skilning á
því, að guð er ekki sjálfum sér
sundurþykkur. Heilagleiki hans of
réttlæti á í engri deilu við náð
hans og kærleika. Kærleikurinn
er víðtækara og göfugra hugtak
og felur í sér réttlætið, og þó að
vísu alls ekki hið „endurgjaldandi
réttlæti“, sem heimtar tönn fyrir
tönn, því það er ekkert réttlæti,
heldur ranglæti frá kristilegu sjón-
armiði. Frá kristilegu sjónarmiði
er sú hegning ein réttlát, sem hef-
ir fyrir augum heill þess, sem
hegnt er. Guð þarf ekki að blíðka.
Betrun mannsins þráir hann en
ekki fóm.
það mun síst ofmælt sem sagt
er í þeirri kenslubók í trúfræði,
sem nú er stuðst við í guðfræðis-
og mun honum hafa tekist það að
einhverju leyti, a. m. k. um stund-
arsakir. I þessum vandræðum
greip þáverandi landsstjórn til
þess eina manndómsbragðs, sem
eftir hana lá, og það var að hefta
innflutning á ýmsu glingri. Hafði
stjómin til þess fullan stuðning
Framsóknarflokksins. ■— En sú
dýrð stóð ekki lengi. Brátt kom
hljóð úr horni frá verslunar-
mannastétt landsins. Skelfdist
stjórnin þá og lét þessar ráðstaf-
anir að engu verða. Og vörur, sem
vel mátti komast af án, hauguð-
ust inn í landið. þessi ófamaður,
sem kaupmannastéttin og þrek-
leysi stjórnarinnar leiddu yfir
landið, jók miklu við fjármála-
óstandið. Islandsbanki hafði byrj-
að, með skuldir útgerðarmanna.
Nú bættust við skuldir kaupmann-
anna. þeir einu sem sáu hvað að
fór, voru samvinnumenn. Formað-
ur og forstjóri Sambandsins, Pét-
ur Jónsson og Hallgrímur Krist-
insson, sendu út ávarp til sam-
herja sinna, um að takmarka sem
mest eyðslu og innflutning.
(Umræðum frestað).
Eg hafði, er umræðunum um
þetta mál var slitið síðast, lokið
við að gefa yfirlit yfir vissa þætti
í sögu íslandsbanka um síðustu 20
ár. Eg var kominn fram að vor-
inu 1920, þegar núverandi kreppa
hófst. Um leið og bankinn hætti að