Tíminn - 27.10.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1923, Blaðsíða 2
144 T I M I N N Silflir- & Nikkelpeninga erlenda kanpi eg hæösta verBí. Símið tíl mín og semjið um eöluverðið, og eg mun ávalt bjóða yöur best. Sendið avo peninga í pósti, og biðjið póstmann, samkv. lögum, að telja þá, því þá er fyrirbygð mistalning. Guðmundur Guðnason, gullsmiður, Vallarstræti 4. Sljni 153. Reykjavík. Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra én hér segir: Smávindlar Salon...................... 100 stk. kassi kr. 18.25 London.................... 100 stk. kassi kr. 13.25 Dandy....................... 50 stk. kassi kr. 5.75 Fumador..................... 50 stk. kassi kr. 4.60 Mignon...................... 10 stk. pakki kr. 0.92 Patti...................... 10 stk. pakki kr. 0.92 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingricostnaði frá Reykjavik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/#. Hiajn.d.sversl\ixi- Sig. Eggers og Spánarlegátínn nýi. Sigurður Eggerz hefir nú kastað grímunni og gengið opinberlega í þjónustu kaupmanna. Fór nýlega á fund í Hafnarfirði með nokknim helstu Mbl.mönnum til að styrkja framboð B. Kr. Sig. Eggerz kom Gunnari Egils- uyni til Ameríku, sem legáta, þótt annar maður hæfari væri þar fyr- ir og gæti auðveldlega int alla vinnuna af hendi. Sú för kostaði marga tugi þúsunda og var ger- samlega óþörf. Gunnar Egilsson skuldar landinu ennþá fram undir 20 þúsund krón- ur frá þeim tíma. Fé sem hann iánaði sjálfum sér og hefir ekki skilað aftur. Sig. Eggerz hefir í sumar leynt og Ijóst barist fyrir að koma G. E. á landið aftur. Fékk E. Claessen í lið með sér. Sú sögn gengur, að Is- landsbanki hafi viljað semja til sjö ára. Landsbankinn neitaði að taka þátt í þessu þjóðrifaverki nema fram að þingi, og við það situr. Klemens Jónsson neitaði að akrifa undir „Spánarpassa“ Gunn- ars. Sigurður Eggerz á því allan heiður af að hafa imdirbúið og framkvæmt þessa „sendingu“. Grein eftir G. E. í Mbl. er svo flla rituð og dónaleg að allri gerð og orðbragði, að hvergi á bygðu bóli myndi jafn ómentaður maður og lítt kunnandi í framkomu vera notaður sem skrifari við sendisveit 1 öðru landi, hvað þá látinn starfa á eigin ábyrgð. * - ■ -o—— Ráðsmaðurinn. Saga sú, sem hér fer á eftir, er *vo merkileg, að hún á það skilið að verða landfleyg. Á einum kosningaundirbúnings- fundinum í Rangárvallasýslu varð síra Eggert Pálsson að gefa þá yf- irlýsingu að hann vildi fá þá í stjómarsess aftur Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson til þess að koma aftur lagi á f jármálin. þá tók til máls einn af merkustu bændum Rangárvallasýslu og sagði, þessa tilefnis vegna, vilja segja eftirfarandi. Væri þessu eins farið og ef síra Eggert hefði haft ráðsmann yfir búfé sínu. Ráðsmenskan hefði hon- um farist þannig úr hendi að helm- ingur búfjárins hefði fallið úr hor en hinn helmingurinn væri meir og minna reisa. Engu að síður færi síra Eggert út í fjós til þessa ráðs- manns síns og segði: þennan ráðs- mann vil eg setja aftur yfir skepn- urnar mínar. Líkingin er afarsmellin. það þarf dirfsku til þess að bera það á borð fyrir íslenska kjósendur að J. M. og M. G. eigi aftur að taka við völdum til þess að koma lagi á f jár- málin. Vitanlegt er það öllum að það er þeim einmitt mest allra manna að kenna að svo hörmulega er komið fjárhag landsins sem nú er. það verður skorið úr því í dag hversu mikið traust Rangæingar bera til J. M. og M. G. í þessu efni. ----o---- Frá þingmálafundum. ----o---- Margt gerist þar skrítið og verð- ur ekki nema lítið eitt skrásett hér. B. Kr. hefir afneitað Mbl. og kaup- mönnum og tjáði sig á fundi á Sel- tjarnarnesi vera „hægfara sósíal- ista“. Fyrverandi samherji hans Einar þorgilsson hefir elt hann á fundina og borið B. Kr. óskemti- legan vitnisburð: Að hann væri óstarfhæfur á þingi, að hann væri hataður af sumum í flokknum, að B. Ki’. hafi skemmilega svikið sig í trygðum o. s. frv. Bændum í Mos- fellssveit ógnaði meðferðin á Birni, einkum lýsing Éinars. þá hefir á sumum fundunum verið sannað skjallega að B. Kr. hefir á þingi 1921 samþykt samábyrgðina og skattfrelsi kaupfélaganna. I Grinda vík ætlaði karl að þræta, en þá hafði einn af frambjóðendum rétt prestinum á staðnum þingtíðindin og bað hann lesa um atkvæða- greiðsluna. þá bognaði B. Kr. og sá að ekki varð undankomu auðið. Hann hefir fyrir tveim árum lög- fest samábyrgðina sem nauðsyn- legt skilyrði allra íslenskra kaup- félaga, með atkvæði sínu á þingi. Og hann samþykti hana umræðu- og möglunarlaust. Alt hans seinna hjal um efnið er þess vegna að sjálfsögðu höfuðórar og draum- sjónir. I Ámessýslu virðist alt benda á að Sigurður ráðunautur hafi enga von um sigur. ólán sitt á hann alt að kenna undirlægjuskap sínum við Mbl.flokldnn. Jón Magnússon getur sagt í pólitiskum skilningi það sem Byron sagði um ástamál sín: „Faðmlög mín eru banvæn“. Úr Suður-Múlasýslu kemur frétt af því, að Kvaran hafi nálega ekk- ert fylgi. Vinir hans geri honum 150 atkvæði. Sjálfur tortryggir hann jafnvel suma kaupmennina á Stórkostleg bókaútsala. FJallkonuútgáían or h»tt að etaría, og varða því allar bsekur hsnnar •eldar með neðanskráðu gjaiverði. Söguþættir eítir Gísla Konráösson 3 kr. öll 4 haítin, Styrjöldin mikla eítir Ben. Sveinsson 5 hefti fyrir 1 kr., Leiftur um dulskynjanir og þjóðsagnir eftir Hermann Jónasson 75 aura, Bragða Mágus saga, 275 bls. áður kr. 3,50 nú 2 kr. ib. áður 5 kr. nú kr. 3,50, Matreiðslubók Fjólu Stefáns. ib. kr. 3,50 betra band kr. 4,00, aðeins fá eintök eftir, Vanadís alþýðutimarit, 380 bls. kr. 1,25, il). kr. 2,50, Fjallkonusöngvar fyrir karlakór áður kr. 2,00 nú kr. 1,00, fyrir blandað kór áður kr. 0,50, nú kr. 0,25, Cymbilína hin fagra 604 bls. aðeins kr. 3,00, hérumbil uppseld, Ljóðmæli eftir Ben. þ. Gröndal, áður kr. 4,00, nú kr. 2,00, íslensku símamennirnir 363 bls. ágæt saga, áður kr. 4,50, nú kr. 2,00, Tildrög ófriðarins eftir Vemh. porsteinsson áður kr. 0,50 nú kr. 0,10, Heims- styrjöldin,' einkabréf hermanna heim til ættingja og vina, áður kr. 3,50, nú kr. 0,50, ib. áður kr. 5,00 nú kr. 1,50, Forsetaránið, saga 200 bls. i stóru broti, áður kr. 2,75 nú kr. 2,00, Réttarstaða íslands eftir Einar Amórsson, bók sem hefir verið ófáanleg lengi, aðeins lcr. 3,00, aðeins 15 eintök til, Úrval af kvæð- um Bjarna frá Vogi á kr. 1,00, ib. kr. 2,00, sögur eftir Garvice, þennan ágæta höfund, sem Cymbelína er eftir, svo sem Ástraun á kr. 0,30, Undir dulamafni kr. 0,50, Marteiim málari áður kr. 4,50, nú kr. 2,50, þýðingar eftir Bjarna frá Vogi, Misvindi á kr. 0,25, Blíðvindi kr. 0,20, Ærinyi, síðustu eintökin sem til eru kr. 2,00 eint. Ræður og fyrirlestrar eftir Bjama frá Vogi, Fáninn, Sjálistæði íslands, Samgöngur vorar og stríðið kr. 0,10 hvert, ísland og óíriðurinn kr. 0,25, Viðhaldsdygðir þjóðanna og togdrápa um þjóðverja kr. 0,25, ib. kr. 1,00, Altarisgangan saga eftir Björn Sigurðsson kr. 0,10, Rófnagægir, ágæt krakka- saga kr. 0,35, Skilnaðarhugleiðingar eftir Gísla Sveinsson kr. 0,25, í Ríkisráði eftir Eirík Magnússon, Cambridge, áður kr. 1,50, nú kr. 0,50, Stokkurinn jóla- saga eftir Ben. þ. Gröndal kr. 0,15, Bismarck kr. 0,50, Fæðingardagar kr. 1,00, ib. kr. 2,00, pýskaland og heimsstyrjöldin kr. 0,10, Orgelið saga eftir Ásmund Viking kr. 0,25, Hugsíminn eftir Fox Russel kr. 0,15, Nývaltýskan og landsrétt- indin eftir Einar Benediktsson kr. 0,50, Uppgjöí landsréttindaima, eftir Jón Jensson kr. 1,00, Fátækt ágæt saga eftir M. Wilkins aðeins kr. 2,00, lítið eftir. Resten i Nordboens Tjeneste með mörgum myndum, eftir Daniel Bmun kr. 2,00, Sumargjöfin öll ób. kr. 4,25, ib. kr. 7,00 og 7,25, Æska Mozarts kr. 1,00, Sög- ur eftir Runeberg kr. 0,50, Tvístimið eftir Jónas Guðlaugsson og Sig. Sigurðs- son kr. 1,00, Gígjan eftir Guðm. Guðmundsson kr. 3,00, Ekki veldur sá er varar eftir Bjama frá Vogi kr. 0,50, Frá Skotlandi eftir Jón H. þorbergsson kr. 1,50, Faraó Egypzki, spennandi saga, áður kr. 5,50, nú kr. 3,00, ib. áður kr. 7,50, nú kr. 5,00, Bamabækur Unga íslands I—VI kr. 0,25 hvert, Úrvalskvæði Steingr. Thorsteinssonar kr. 0,25, Leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle, 17 tegundir, kr. 0,25 eint., sumar sögurnar rétt að segja uppseldar, Pétur blástursbelgur kr. 0,10, Bediers-hneykslið eftir Guðbrand Jónsson kr. 0,10, Fuglaheitaorðabók eftir Pál porkelsson áður kr. 3,00 nú kr. 0,50, Múnkakjallarinn kr. 1,00, Á Reíilstig- uro eftir Upton Sinclair, spennandi saga 290 bls. í stóru broti kr. 2,25, Ræn- ingjaklær, saga úr nútíðarsjóhemaði, mjög spennandi, 400 bls. aðeins kr. 2,00. Verð á sumum af þessum bókum er langt undir því verði sem var á bókum fyrir stríðið, og geta menn því séð, hvílík kostakjör hér eru í boði. Allar aðrar iáanlegar innlendar bækur einnig til sölu. Lög íslands fara að koma út aftur og geta nýir áskrifendur fengið það sem út er komið (13 hefti) fyrir aðeins kr. 10,00, meðan upplagið endist, einnig er ofurlítið til af stökum heftum á kr. 1.00, ef menn vantar inn í. Af sumum ofantöldum bókum er mjög lítið til, og er því um að gera að panta strax, áður en þær ganga upp. Bækur sendar gegn póstkröfu út um alt land. Sé pöntun upp á kr. 20,00 og borgun fylgir pöntun- inni, em bækurnar sendar burðargjaldsfrítt. Bókaverslun Sigurðar Jónssonar Egill Guttormsson, Bankastræti 7. Reykjavík. HAVNEMÖLLEN Kaupmannahðfn miolir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og- hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S. I. S. slsziftir eizA.g’öxxg'ui ^rlð ofelcTj.r. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Norðfirði. Á fundi á Fáskrúðsfirði greip einn bóndi fram í og sagði að enginn þar úr hreppnum hefði skorað á Kvaran til framboðs. I ræðulok klöppuðu kaupmenn fyrir Sigurði. þá sagði'einn af fundar- mönnum: „það klöppuðu sex“. þá varð almennur hlátur. Sveinn og Ingvar hafa haldið fundi um alla sýsluna, en sýslumaður og Kvaran ekki nema sumstaðar. Á Norðfirði hafði Ingvar Pálmason „bustað“ Mbl.mennina eftirminnilega og hafði allan fundinn með sér. Bjarni hreppstjóri fylgir þeim sýslumanni og lækni, og talar nema þar sem þeir banna honum strengilega. Ekki ganga þeir þess duldir, að Bjarni spillir fyrir þeim. Á Norð- firði varð Ingvar Pálmason að biðja Bjama griða og friðar,því að fundarmenn vildu helst kasta hon- um út. * ----o---- Úr Mýrasýslu 8. okt. 1923. Tíðin er framúrskarandi góð, alt- af blíðviðri í haust. Heyskapur góð ur í sumar, einkum þar sem þur- lent var, því þar var vel sprottið, en mýrar síður. Tún voru með allra besta móti. Nýting ágæt, nema töður hröktust dálítið. Sauðfé er í haust með vænsta móti, dilkar hafa alment 15—18 kg. af kjöti til jafnaðar. Kjötverðið sæmilegt. Mun skaði í haust að selja nokkuð kjöt til Rvíkur. Hestaverð ágætt í sumar og mun það hafa verið mik- ið Sambandi ísl. samvinnufélaga að þakka, þótt hatursmenn þess geti varla unnað því heiðrinum af því. það þykja tíðindi að Jón á Haukagili er búinn að draga sig til baka frá að vera í kjöri til Alþing- is, og verður þá Pétur í Hjörsey sjálfkjörinn. Mun hann vera ein- dreginn Framsóknarflokksmaður. Kaupmannaliðið í Borgarnesi ætl- aði að dubba Jón á Haukagili upp og loddi við það örmjór hali upp eftir héraðinu, sem altaf mjókkaði eftir því sem fjær dró Borgarnesi. Sá Jón sitt ráð vænst að draga sig til baka. Er vonandi að fleiri verði en Mýramenn, sem ekki láta kaup- mannaliðið í þorpunum leiða sig út í að senda á þing menn úr Morg- unblaðshópnum til að halda öllu í sama baslinu áfram. Fylgihnettir Morgunblaðsins munu eiga góðan þátt í að svona fór hér í Mýrasýslu. Er kosningablaði Magnúsar Guð- mundssonar einkum dreift hér rækilega — eru af því serid á flest heimili eitt til tvö eintök. Og hefir andleg fátækt þess og níð um for- ingja Framsóknarflokksins orðið til að opna augun á mönnum fyrir hugarfari og tómahljóði í þeim herbúðum. Látin er hér í bænum frú Sig- ríður Jónsdóttir, kona Geirs vígslubiskups Sæmundssonar á Ak- ureyri, dóttir Jóns Péturssonar há- yfirdómara. Hjálpræðisherinn hefir nýlega opnað sjómannaheimili í húsi sínu Utskornir munir. Kaupið útskornar íslenskar tæki- færisgjafir, heiðursgjaíir, afmælis- gjafir, jólagjafir, sumargjaflr trú- lofunargjafir, giftingargjafir, silfur- brúðkaupsgjafir og gullbrúðkaups- gjafir, hjá Rikarði Jónssyni, listamanhi í Reykjavík. Jörð til leigu. Reynifell í Rangárvallasýslu fæst til ábúðar á næsta vori. Jörðin er viðurkend að vera ein besta beit- arjörð sýslunnar. Á jörðinni er nýviðgert timburhús 6X18 álnir, járnvarið og heyhlöður, sem taka um 700 hesta. Menn snúi sér til Ingvars Ing- varssonar á Reynifelli, sem gefur allar frekari upplýsingar nefndri jörð viðvíkjandi. Happdratti stúdenta. Sökum þess hve margir útsölu- menn happdrættisseðla vorra enn þá ekki hafa gert skil, verður drættinum frestað nokkuð fram yfir 1. nóvember. Eru hlutaðeigendur beðnir um að gera skil hið allra fyrsta. Happdrættisnefnd Stúdentaráðsins, Reykjavík, Mensa academica. Þjóðjarðírnar Brekkugerði og Brekkugerðishús í Fljótsdalshreppi eru lausar til ábúðar í fardögum 1924. Umsækj- endur snúb sér til Sveins Olafssonar, Firði. Innilegt þakklæti votta eg, fyrir hönd systkina minna og okkarjhjóna, öllumjþeim er sýndu okkur hluttekningu við Jaröarför föður mins, Þórólfs Jónssonar söðlasmiðs. Kaupmannahöfn 11. okt. 1923. BjörnlK. Þórólfsson. hér í bænum. Komu hingað nýlega kunnir menn tveir úr enska og danska hemum til heimsóknar. — Starf Hjálpræðishersins hér í bæn- um er orðið bæði mikið og ágætt. Tvær vísur. Maður kom inn á afgreiðslu Tím- ans að panta blaðið. Hann kastaði fram vísu þessari: „Tímann má eg til að fá, trúi eg dável honum, að bíta og slá og hrekja og hrjá hrokann úr broddgöltunum". Á póststöð í þingeyjarsýslu, ekki langt frá Sandi, sást vísa þessi rit- uð á endursendan böggul af „Merði“: „Sett í letur lýgi blökk, lekin niður af s..... Endursend með engri þökk illum feðrum sínum“. Sumir þingeyingar halda að þessi vísa sé landssjóðsiðnaður. þykir alt mæla með því að svo sé, nema að vísan sé of vel ort. Leikfélagið er byrjað að leika Fjalla-Eyvind. Líklegt er að kosningin í dag verði alveg óvenjulega vel sótt um land alt. Er veðrið eitt hið besta sem komið hefir á öllu haustinu. Ekki sér á að dýrtíð og vandræði séu í landi, því að Reykjavíkur- skólarnir munu flestir vera fyllri af nemendum en nokkru sinni áður. Vegna anna í prentsmiðjunni er Tíminn aðeins tvær blaðsíður í dag. Ritatjóri: Tryggvi pfafaaBmm. LaafáaL__________________Sfani 91. PsíííifesmiSjA Ajsfca h/t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.