Tíminn - 29.12.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1923, Blaðsíða 1
<§>)a(b£crx og afgmðslumaður Cimans et Sigutgeit ^ri&rifsfon, Sambanösíjúftwtu, KeYfjaPtf. ^fgtelfcsía Címans et í Sambanösfjásinu, (Ðpin boglega 9—12 f, Sími 49«. Reykjavík 29. des. 1923 Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en hér segir: "V*indlar: Flora Danica.................. 50 stk. kassi kr. 21.85 Nihil sine labore............. 50 stk. kassi kr. 20.15 Figaro........................ 50 stk. kassi kr. 17.25 Bonaparte..................... 50 stk. kassi kr. 16.10 Hafnia........................ 50 stk. kassi kr. 16.10 Casino........................ 50 stk. kassi kr. 13.80 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Xjaxxds^rerslxixiL. VIL ár. MÉHll aorsi. Fram á síðustu ár skiftust norskir bændur milli tveggja aðal- flokka, hægri og vinstri manna. En eftir því sem lífsbaráttan varð harðari, sáu norskir bændur, að þeir þurftu að halda saman engu síður en aðrar stéttir. Embættis- menn, verkamenn, iðjuhöldar og útgerðarmenn höfðu hver sinn stéttarfélagsskap. Bændurnir einir voru sundraðir og ósamtaka. þess vegna gengu allir aðrir á hluta þeirra. Forusta hægri og vinstri manna miðaði störf þeirra flokka fyrst og fremst við hagsmuni bæj- anna. Nú hafa norskir bændur gefið út sitt eigið landsmálablað. það heit- ir „þjóðin“ (Nationen). það blað átti fimm ára afmæli skömmu fyr- ir jólin. það er dýrt að gefa út dag- blað í stóru landi, ekki síst ef aúg- lýsendur í bæjunum eru því mót- hverfir. En norskir bændur iögðu fram í blaðið 1 miljón og 200 þús. krónur. Svo miklu máli þótti þeim skifta að vera ekki háðir forræði annara stétta. þingflokkur bænda er ekki stór, tæpir 20 menn. En við hverjir kosningar mylja þeir eitt- hvað utan úr hægri og vinstri flokknum. Og alt bendir á, að inn- an tíðar verði bændaflokkurinn sterkastur af norsku flokkunum. Vinstri menn hverfa úr sögunni. En í bæjunum skiftist fólkið milli auðmanna- og verkamannaflokk- anna. Norski bændaflokkurinn vinnur mjög mikið að því, að koma skipu- lagi á samtök bændanna út um alt land. í hverju sveitakjördæmi eru bændafélög, sem vinna að áhugamálum flokksins. þeir efna sumstaðar til flokkssjóða, með því að hver einstakur bóndi í félags- skapnum gefur eitthvað af fram- leiðslu búsins til flokksþarfa. Hálfa korntunnu, dálítið af kart- öflum, vænan dilk o. s. frv. Safnast þegar saman kemur, þótt smátt sé frá hverjum. Bændur vita, að hin- ir flokkarnir leggja fram drjúgan skerf til blaða og kosninga. þessi framlög eru hinn óhjákvæmilegi kostnaður við að halda við stéttar- samtökunum. Seinasta aðgerð bændaflokksins til að þétta fylk- inguna er að halda stutt námsskeið úti um landsbygðina. Standa þau sjaldan lengur en tvo daga. Eru þar fyrirlestrar og umræður um stefnuskrá flokksins,skipulag hans, hvað orðið hefir ágengt, og við- horf annara flokka. Hver þátttak- andi kostar dvöl sína sjálfur, en bændaflokkurinn leggur til fyrir- lestramenn og húsnæði. Takmark bændaflokksins er að efla sveitina og sveitamenning- una, láta fjölga býlum og fólki í sveitinni, ná yfirráðum yfir veltu- fé landsins, svo að því sé stefnt í réttu hlutfalli til sveitanna, auka samgöngur, hækka í verði afurð- ir af búum bænda, og seinast en ekki síst rétta við norsku krónuna, og létta af ríki og bæjarfélögum óþörfum og dýrum starfsmönnum. Hingað til hefir flokkur bænda verið í stöðugum uppgangi. 1 ný- komnu eintaki af Nationen eru leidd rök að því, að bændasamtök- in hafi sparað norskum bændum 7—8 miljónir króna á timbursöl- unni austanfjalls. ** Hðnd fyrir höfuð. Eg get ekki að mér gert að beið- ast rúms í Tímanum fyrir nokkur orð út af ummælum í 45. blaði hans um þorvald Thóroddsen og minn- ingabók hans. Eg hygg, að ekkert blað komi á fleiri sveitaheimili hér á landi en hann, og uni því illa, að hann beri þangaS niðrandi ummæli um þorvald og harla ómakleg. þor- valdur var um eitt skeið kunnur gestur og kær á þeim fjöldamörg- um og bar til þeirra ósvikinn vin- arhug jafnan síðan. þeir eru varla margir, sem fylgt hefðu í hans sporum lífsbaráttu íslenskrar al- þýðu með jafnmiklum skilningi og hann og jafn innilegum samhug. Hún hefir líka löngum haft mætur á honum. Iiún las með ánægju ferðasögur hans jafnóðum og þær komu á prent, og fékk af kynning- unni við sjálfan hann alt aðra hug- mynd um manninn, heldur en þá, sem greinarhöf. í Tímanum dregur upp, og miklu nær sanni, það sem hún náði. þeirri hugmynd má ekki ranghverfa af ókunnugleik eða misskilningi. Höf. kannast við, að þorvaldur hafi verið „afreksmaður og hetja, þegar hann var landkönnuður eða náttúrufræðingur“, en þegar til hans „eigin mála“ kemur, þá versn- ar sagan heldur en ekki; þá rekur hver sleggjudðmurinn annan. Fyrstur er sá, að „lýsingar þor- valds á samtíðarmönnunum séu vafalaust að mjög miklu leyti rangar“. Slíkt er nú hægara að segja en sanna. þorvaldur er að rifjá upp, hvað á sína daga hafi drifið, og getur því fjölda manna og skýrir frá framkomu þeirra við einstök atvik og gagnvart sjálfum honum. Ef hann lýsir þeim frek- ara, gerir hann það hispurslaust eins og þeir komu honum fyrir sjónir; verður þá sem vant er, að sínum augum lítur hver á silfrið, og ekki er eg honum alstaðar sam- dóma, en hitt þori eg að fullyrða, að hann rangfærir aldrei orð né gerðir manna, til að sverta þá. Sú lævísi var langt frá honum. Sumum hafa sárnað lýsingarnar á kennur- um hans í lærða skólanum, en ekki furðar mig neitt á því, þó að þær séu fremur kuldalegar. þykkjur þeirra og hans fóru lítt saman, að hvorumtveggju ólöstuðum. Hann 'var skemtilegasti skólabróðir, sí- glaður og gamansamur, smáglett- inn en græskulaus, en líka þá þeg- ar fróður og fús að fræða hvem sem hlýða vildi. En hann þótti eng- inn námsmaður. Gömlu málin skip- uðu öndvegi. Sá sem ónýtur var í latneskri málfræði, var heimskur. þar á móti þótti það ekki tiltöku- mál, þó að hálærðum málfræðingi væri það óskiljanlegt,að ekki mætti skipa svo 11 piltum á 4 bekki, að jafnmargir væru á hverjum. þor- valdur hafði gömlu málin á hak- anum, nema þegar hann þurfti að grípa til þeirra, til að mynda vís- indalegt heiti á kennara eða skóla- ' bróður. 1 málfræðinni mátti hann ekki tæpari vera, því sat hann jafnan neðarlega og var í litlum metum hjá kennurunum. Hvað vissu þeir um það, að hann las af kappi þær greinar, sem hugur hans allur hneigðist að, náttúru- sögu, landafræði og alt sem Island snerti, og var orðinn afburða vel að sér í þessum efnum á svo ung- um aldri. Skólinn kendi ekki neitt um Island og náttúrusagan var einskis virt og kenslan í henni eft- ir því. Maður hefði vel getað feng- ið í henni fyrstu einkunn til burt- fararprófs, án þess að þekkja hund frá hesti eða fjólu frá físi- svepp. Er nú ekki von, að þorvald- ur horfi með lítilli lotningu eða saknaðarþrá aftur til þessa skóla- náms ? Mér finst það. Og eg held að eg kannist við allar sögumar, sem hann segir frá þeim tímum. þó hygg eg, að það sé misminni hans, að Halldór Friðriksson léti nokk- urn tíma pilta heyra á sér óvild til Jóns þorkelssonar. Hann kunni sig betur en svo, og eg man, að piltar tóku eftir því. En annars var kal- inn milli þeirra kennara ekkert launungarmál. Almæli var það líka meðal pilta, að Halldór hefði horn í síðu þorvalds. Get eg þessa fyr- ir þá sök, að það hefir verið nokk- urt ágreiningsefni, þó að það snerti ekki beint ummæli höf. um þor- vald. þá segir höf., að þorvaldur sé „beiskur“ og láir honum það, þar sem hann hafi verið gæfumaður. Víst var hann gæfumaður „af guðs góðgift og sjálfs sín atgjörvi“ enda man eg hvergi til að hann æðrist um hag sinn. En ónota- steinar urðu þó stundum á götu hans, meðan hann var á leiðinni til frægðar sinnar, svo sem þá, er við sjálft lá, að þingið hefti rannsókn- ir hans í miðju kafi. Frá því segir hann blátt áfram; minnist að eins á einstöku fjái’veitingar síðari tíma til samanburðar, en lætur les- endur um að kveða upp dóminn. En þeim mönnum, sem svo er farið, að þeir elska eitthvað fleira en sjálfa sig, getur líka stundum orð- ið gramt í geði af öðru en því, sem beint snertir sjálfa þá. Hvergi er þorvaldur þungorðari en þar sem hann lýsir háttsemi íslenskra stú- denta í Höfn. Enginn Fariseabrag- ur er að þeim reiðilestri. það hafa fleiri en hann fundið til þess, hversu „margur fór til Hafnar svo mannvænn og stór, sem hrumari og heimskari heim kom en fór“. Er það nokkuð að undra eða ámælis- vert, þó að öðrum eins starfsmanni og ættjarðarvini og hann var sárni að sjá landa sína unga drekkja viti sínu, dáð og dug í illum solli, með- an fátækir vandamenn heima rýja sig inn að skirtunni til að menta þá, og ættjörðin, sem sárþarfnast dugandi og viturra manna í þjón- ustu sína, fær þá svo loks heim, lamaða á líkama og sál, til að hengslast í embætti um hríð og veltast svo á eftirlaun, eftir að hafa verið þjóð sinni til skammar og skaða utanlands og innan? þorvaldur unni mjög þjóð sinni og ættjörð, en hann fór þar sinna ferða, eins og víðar, og það þegar á skólaárunum. Rannsókn landsins og ræktun, blómgun atvinnuvega, mentunar og mannkosta, var það sem hann þráði þjóð sinni til handa, en fullveldi og ríkisheiti lá honum í léttara rúmi. Hann var víst ekki laus við kvíðboga fyrir, að við mundum kafna undir því nafni. Hann bar ekki nærri óbrigð- ult traust til stjórnmálamanna vorra á síðari árum. Eg veit ekki, hvort það er þessi skoðunarmun- ur hans og fjöldans í stjórnmálum, sem höf. á við, er hann dæmir þor- vald „sljóskygnan á fegurð félags- legra hugsjóna“. En er þá ekki full- snemt enn að dæma um sljóskygn- ina? Annars veit eg ekki, hvar þessi dómur á við. Hann er þar líka dæmdur sljóskygn „á fegurð skáld- skapar og lista“. það var mikið, að náttúrufegurðin flaut ekki með. Eg er enginn fagurfræðingur og eigi bær að dæma um fagurskygni þor- valds, en hitt veit eg, að hann hafði mestu unun af fögrum listum, var söngmaður sjálfur og las furðulega mikið af skáldritum íslenskutn, norrænum, enskum og þýskum. En honum þótti víst töluvert meira koma til hinna eldri skálda og listamanna heldur en til þeirra nýrri, og þar er nú líklega sl]ó- skygnin hans komin. Aftur á móti segir höf., að hann hafi venð „full- ur af barnalegri sjálfshælm“. Eg þekti hann vel og held, að eg hafí lesið alt, sem hann ritaði á íslensku, og hefir mér aldrei dottið í hug, að hann yrði kallaður sjálfhælinn. I Minningabókinni, sem hér er um að ræða, skýrir hann stuttlega frá störfum sínum, sem höf. telur af- reksverk, og margvíslegum sæmd- um, er hann hlaut fyrir þau hjá merkum vísindafélögum víðsvegar um heim. Vitanlega er þetta hcn- um til lofs, en úr því að hann rit- aði þessa bók, hvernig áttl þá uð sleppa því? það hefði verið aumi tepruskapurinn. Hann lýsir líka nokkrum samkvæmum, þar sem hann var með öðrum vísindamönn- um og nokkrum tignum gestum. Af því ræður höf., að hann hafi v.erið „fullur af aðdáun fyrir einskis- verðu valda- og veislutildri“. það mátti ekki minna kosta! þorvaldi er vandfarið. Annars vita allir, sem þektu hann, að hann vav maður al- þýðlegur og hispurslaus í háttam og hló að tildri, titlum og krossum, rétt eins og hann faðir hans. — Enn vítir höf. það harðlega livað þorvaldur haldi fram ætt sir.ni og venslafólki. Slíkt er álitamál. En svo mikið höfðu þeir til síns ágæt- is, er hann talar best um, þorvald- ur í Hrappsey og Jón Árnason bókavörður, að eg kann ekki að rengja orð hans, og þó að út úr þeim skíni ást og þakklæti, lýtir það hvorki bók né höfund. þegar rifjaðar eru upp í tómi á efri ár- unum atvik liðinnar æfi, þá er eðli- 47. blað legt, að hjartað tali. Og varía get- ur það verið ámælisvert, þó að mað ur minnist þá og mannkosta látinn- ar eiginkonu, sem hann hefir unn- að hugástum. Eða hafa skáldin ein leyfi til slíks í ljóðum? Annars seg- ir þorvaldur líka kost og löst á hin- um fyrri frændum sínum. því get eg verið samþykkur, að Minningabókin auki litlu við frægð höfundarins; afrek hans voru svo kunn áður, og hann hefir sumt rit- að betur; enda tel eg honum ekki sérstaklega ritsnildina til yfir- burða. þar að auki entist honum ekki aldur til að Ijúka við bókina né fara yfir handrit sitt til lag- færingar, eftir því sem Bogi Mel- steð vinur hans skýrir frá í for- málanum, en marga mun samt fyr og síðar langa til að lesa þessa bók og kynnast þannig frægasta vís- indamanninum, sem Island hefir átt. Og eg á von á, að hún skilji eftir hjá þeim öllum alt aðra mynd af manninum en þá, sem þessi höf. hefir dregið upp. Eftir lestur henn- ar stendur hann að minsta kosti fyrir mínum sjónum rétt eins og áður: Afreksmaður, stórhuga og mikilvirkur, sístarfandi, harðfeng- ur, hygginn og laginn; drengur góð ur, hreinskilinn og djarfur í máli, ræktarsamur og tryggur í vináttu; hugsjónamaður, sjálfstæður og stefnufastur, sem alla æfina lifði fyrir vísindin og ættjörð sína. Hann hafði það ekki á orði sjálfur, en æfistarfið hans segir það: „Henni söng ég hvern minn óð, hún á að fá þá alla“. Magnús Helgason. ---o--- Afturkippur um kjðttollsmálið. I. Fyrir þrem vikum síðan flutti Tíminn þá fregn, eftir símskeyti frá Sveini Björnssyni sendiherra, að á ákveðnum degi (7. þ. m.) bæri norska stjómin fram 1 stórþinginu norska tillögu um, að henni væri veitt heimild til að gera sérstaka samninga við íslendinga um kjöt- tollinn á íslensku kjöti, án tillits til tollanna norsku að öðru leyti. Ekkert „ef“ fylgdi fréttinni. það var sagt alveg skilmálalaust að þetta yrði gert. það má telja öldungis víst, að Sveinn Björnsson hefir ekki sagt meira en hann gat staðið við, eins og þá stóðu sakir. það hefir verið fullráðið hjá norsku stjóminni að bera þessa tillögu fram. Og samt sem áður varð ekkert úr því að hún kæmi fram. Hún er enn ókomin fram. það verður ekki talið víst héðan af að hún komi fram. Norska stjórnin hefir, í bili a. m. k., kipt að sér hendinni. Hver ástæðan muni vera er ekki fullvíst. En alveg ósennilegt er það ekki, að meðfram geti þetta stafað af hinum afaróheppilegu skrifum sem birtust í Morgunblaðinu um málið, rétt um sama leyti, er sím- uð voru til Noregs. — Annað nýtt atriði er og komið fram í málinu. Um mánaðamótin síðustu ákvað norska þingið að eftirleiðis skyldu tollarnir greiddir í gulli. þar sem norska krónan hef- ir mjög lágt gengi, hefir þetta þau áhrif, að tollamir norsku hækka gríðarlega. Tollurinn á íslensku saltkjöti var áður eins og kunnugt er 33V3aur- ar á kíló. Nú er hann um 60 aur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.