Tíminn - 19.01.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgrei6síur’a6ur íimans er Stgurgeir ^riérifsf.on, Samban&sþúsinu, KeYfjauíf. ^.fgreibsía íimans er i Sambanbsfynsinu. ®pin baglega 9—f2 f. §?. Sírni 496- VIII. ár. Reykj avík 19. janúar 1924 3. blað Nýtt Bessastaðayald. Utan úr heimi. Áhrif ensku kosninganna. Svo sem kunnugt er, náði aftur- haldsflokkurinn enski miklum meiri hluta við kosningar fyrir ári síðan. En um þær kosningar varð foringi þess flokks að heita því, að koma ekki á verndartollum, nema spyrja kjósendur sérstaklega um það mál. íhaldsflokkurinn gat setið róleg- ur við völd í mörg ár. En margir af helstu mönnum flokksms vildu koma á tollvernd og héldu, að þjóð- in væri tekin að hneigjast í þá stefnu. Baráttan stóð um tollmálið. Á'tti að tengja breska alríkið saman í eitt tollsamband ? Eða átti England enn sem fyr að leitast við að vinna móti dýrtíðinni, í von um að geta haldið kaupi og verði enskrar framleiðslu á erlendum markaði niðri? Andstæðingar tollstefnunn- arr sigruðu. íhaldsmenn hafa nokk- uð á 3. hundrað menn. Verkamenn tæp 200, og frjálslyndi flokkurinn um 150. Tollastefnan er því úr sög- unni. Hefir áður verið margbent á það hér í blaðinu, að það er hið mesta verslunarmálahapp fyrir ís- lendinga. þar getur íslenska þjóðin haft góðan og öruggan markað fyr- ir nýmeti, bæði frá land- og sjáv- arframleiðendum, ef hæfilega er séð fyrir með vöruvöndun og flutn- inga. En þessi hlið kosninganna ensku er ekki stór fyrir neina nema okk- ur íslendinga. En aðrar hliðar eru svo þýðingarmiklar, að um þær er hugsað í hverju siðuðu landi. Fyrstu áhrif kosninganna út á við voru að veikja aðstöðu Frakka í þýskalandi. þjóðverjar hafa ekki staðið við greiðslur til Frakka, telja sig ekki geta það. En á sama tíma hafa auðmenn landsins flutt feikna auðæfi til útlanda. Frakkar hafa látið hart mæta hörðu, geng- ið að veðinu, Ruhrhéraðinu, þar sem eru hinar miklu kolanámur, sem bera uppi stóriðnað þýska- lands. Frakkar hafa formlega haft á réttu að standa, og síst sýnt meiri hörku, heldur en þjóðverjar myndu hafa haft í frammi við óskilvísa sigraða þjóð. En jafn- framt er hatrið svo mikið milli þjóðanna, að mörgum Frakka er ekki sárt, þó að þýska þjóðin minki. Clemenceau sagði, þegar friðurinn var saminn, að þjóðverj- ar væru 20 miljónum of margir. Meðan íhaldsflokkurinn var í meiri hluta á Englandi, var engin hætta fyrir Frakka, að þjappa að þjóðverjum. Hinsvegar var frjáls- lyndum mönnum í Englandi mjög á móti skapi að láta leika þýsku þjóðina'hart. Og verkamannaflokk- urinn enski hallaðist í Ruhrdeilunni miklu fremur að málstað þjóð- verja. Undir eins og úrslit kosning- anna fréttust, kom annað hljóð í strokkinn í París. Var jafnvel far- ið að tala um beina samvinnu við þjóðverja í Ruhrmálinu. Allar líkur eru til, að foringi enskra verkamanna, Macdonald, myndi nú stjórn, með því að sá flokkur er stærri en frjálslyndi flokkurinn. Asquith og Lloyd Ge- orge hjálpa þá verkamönnum til að fella Baldwin, og láta þá síðan hlutlausa um stund, sennilega fram á vor. Gæti þá svo farið, að frjáls- lyndi flokkurinn tæki við stjórn, en verkamenn létu þá hlutlausa. íhaldsblöðin tala hóflega um málið. Er svo að sjá sem bæði þeim og Lloyd George sé vel sem vart að verkamenn haldi um stjórntaum- ana um stund. Tvö mál liggja fyr- ir, sem enska þjóðin verður að fá leyst úr, en sem hvorki íhaldsmenn eða frjálslyndi flokkurinn vill ráð- ast í. Annað er að viðurkenna stjórn Rússa að lögum og hefja fullkomin verslunarskifti við þá. Er búist við að það myndi leiða af sér stórum aukna atvinnu í land- inu. Hitt er að neyða Frakka til að hlífa þjóðverjum, svo að hungurs- neyð og hverskonar hörmungar eyði ekki þjóðinni. Englendingum er mikið hagsmunamál að þjóð- verjar rétti við. En forkólfar íhalds manna og frjálslynda flokksins hafa verið í svo náinni samvinnu við Frakka, að þeir eiga erfitt með að leggja hnefann á borðið. Verka- menn eiga aftur á móti enga for- tíð í málinu, og í blöðum sínum hafa þeir andæft stefnu Frakka. Mætti því svo fara, að andstæðing- ar verkamanna létu hjá líða að sameinast, til að fá greitt úr þess- um málum. ** ---o~— 25 ára afmæli. Núna í vikunni voru liðin 25 ár síðan frú Guðrún Indriðadóttir lcom fyrst fram á sjónarsviðið í Reykjavík sem leikkona. Síðan þá hefir hún verið einn af höfuðleik- endum þjóðarinnar. Hún hefir haft með höndum á þessum tíma mörg hin erfiðustu hlutverk sem sýnd hafa verið hér á leiksviði. Eitt af þeim er Halla í Fjalla- Eyvindi. Fór svo mikið orð af leik hennar, að landar í Ameríku fengu hana til að koma vestur og láta þá njóta listar sinnar. Frú Guðrún hefir á leiksviðinu haft hin breytilegustu hlutverk: ungar konur og gamlar, ríkar og fátækar, mentaðar og ómentaðar, konur í útlegð uppi á reginfjöllum og tilhaldskvendi í samkvæmislífi borganna. Og hún leikur alt af vel, alt af með djúpum skilningi á mannlegu lífi. Leikfélagið sýndi frú Guðrúnu þann sóma, að ánafna henni allar tekjur félagsins, sem inn komu fyrir að sýna „Heidelberg" á af- mælisdaginn. Og bæjarbúar sýndu, að þeir kunnu að meta þessa kurteisi. Aðsóknin var svo mikil, að varla komst helmingur að, af þeim sem í leikhúsið vildu komast það kvöld. I fyrra var frú Stefaníu Guð- mundsdóttur veitt listakonulaun, og þótti vel gert og réttlátlega. það ætti vel við og væri áreiðanlega í þökk allra, sem unna góðri leiklist, að sú nefnd, sem skiftir heiðurs- launum milli listamanna, sýndi nú í verki, það sem allir viðurkenna í orði, að frú Guðrún Indriðadóttir hefir verið einn hinn glæsilegasti og áhrifamesti brautryðjandi sannrar leiklistar hér á landi. Civis. -----0---- Vestmannaeyingar ætla að stofna hjá sér bæjarstjóraembætti. Er umsóknarfrestur um starfið til 22. febrúar, en kosning fer fram 29. febrúar. Launin eru ákveðin 4500 kr. auk dýrtíðaruppbótar, húsa- leigustyrkur 1000 kr. og skrif- stofufé 2400 kr. Bessastaðavaldið gamla. Bessastaðavaldið hófst á íslandi með hnignun íslands og er skýrt samband í milli. Bessastaðavaldið stóð á íslandi í margar aldir og hnignaði hag landsins því meir því lengur sem Bessastaðavaldið stóð. Og.enn er skýrt samband í milli. það voru nálega eingöngu dansk- ir menn og oftast danskir umboðs- menn danskra höfuðsmanna sem með Bessastaðavaldið fóru. Engin kúgun hefir óþokkasælli orðið á Is- landi en Bessastaðavaldið, önnur en kúgun danskra einokunarkaup- manna. Og löngum voru það tvær greinar á sama stofni. það kom fyrir að íslendingar hristu danska klafann svo að í brakaði og undan dreyrði. En frægast er það, er húsfreyjan á Grund í Eyjafirði lét vermennina norðlensku gj alda föður og bræðra- hefndirnar með vígi Kristjáns skrifara. þá hafa fáir grátið á ís- landi. Tíðara var hitt að íslendingar urðu að bera harm sinn í hljóði 0g láta kúgast. Er þess sárast að minnast er yfirburðamennirnir og ágætismennirnir, forystumenn Is- lendinga um andleg mál og verald- leg, Brynjólíur biskup og Ámi lög- maður urðu að láta kúgast, er á þá var stefnt byssustingjum Bessa- staðavaldsins í Kópavogi. Svíður sáran undan þeim minn- ingum, en minna er á lofti haldið hinu, sem smælingjarnir fengu á að kenna Bessastaðavaldinu. En það mun þó mála sannast, að ann- ar svipur hafi langa hríð verið yfir Nesjabúunum en öðrum íslending- um vegna nábýlisins við Bessa- staðavaldið, og búið að lengi síðan. Aldir og óbornir Islendingar myndu þeim tíðindum sárast kvíða, ætti enn yfir þetta land að ríða Bessastaðavald í annað sinn. Bessastaðavaldið nýja. I sömu mynd og áður var kemur Bassastaðavald aldrei aftur á Is- landi. En eftir ýmsum leiðum má keppa að marki. Og með mörgu móti get- ur það tekist að koma að áhrifum sínum og ná valdi. Dylst það og engum manni leng- ur, þótt leynt eigi að fara, að þótt danska þjóðin og danskir valdhaf- ar hafi endanlega horfið frá kröfu um Bessastaðavald í fornum stíl og engurn korni til hugar að væna þá aðila um óheilindi í sambúð við ís- lendinga, þá er nú verið að stofna til nýs Bessastaðavalds danskra fé- sýslumanna á Islandi, sumra hér búsettra, en annaia sem búa ytra en hafa í seli norður hér eða hafa haft. það er á stjórnmálasviðinu, með aðstoð blaðavalds og með verslun- araðstöðu, sem þessir menn eru að efla til Bessastaðavalds í nýjum stíl. Dæmin eru mörg og óræk til sönnunar, þótt hér verði aðeins fá nefnd. 1. Alkunn er hin afargrimma of- sókn sem hafin hefir verið hér í landi gegn samvinnufélögunum, og hefir henni einkum verið beint gegn Sambandi samvinnufélag- anna. Nú er hitt ekki síður kunnugt, að á þeim svæðum landsins, þar sem samvinnufélögin eru öflugust og útbreiddust, þar eru dönsku verslanirnar nálega einu aðilarnir sem keppa við kaupfélögin. það eru dönsku kaupmennirnir sem fyrst og fremst missa spón úr ask- inura sínum vegna sjálfbjargar- starfsemi íslensku kaupfélags- mannanna. Og eigi síður er hitt kunnugt , að Sambandið hefir sér- staklega krept að dönsku heildsöl- unum, því að áður var landbúnað- arafurðaverslunin langmest á dönskum höndum. Af þessum ástæðum er það þeg- ar augljóst, að það eni dönsku kaupmennirnir sem fyrst og fremst mega sjá hag sinn í þeirri rógburðarherferð sem hafin hefir verið gegn kaupfélögunum og Sambandinu sérstaklega. það er og fullvíst, að það eru dönsk kaupmannaáhrif og danskt fjármagn sem fyrst og fremst stendur á bak við árásir Morgun- blaðsins og fylgihnatta þess á sam- vinnufélögin. Peningana til að halda úti „ís- lendingi“(!) á Akureyri og „Aust- anfara“ á Seyðisfirði, svo ekki sé fleira nefnt að sinni, hafa aðallega lagt til danskir kaupmenn. þó að íslenskir menn standi fyr- ir að nafni og þó að íslenskur mað- ur hafi lánað nafn sitt og vit til að- alárásarritsins, þá er það víst að fjármagnið sem til hefir þurft hef- ir fyrst og fremst verið danskt. því miður er það margreynt í Islandssögu að Bessastaðavaldið Itefir aldrei skort leppa, íslenska menn, sem vildu ganga í þjónustu þess gegn landi sínu. 2. Annað dæmi er ekki síður al- kunnugt, enda stendur sú hríð einna hæst nú. Hér hafði í seli lengi „hið illræmda danska svíð- ingafélag“, eins og Benedikt Sveinsson komst að orði, og notaði til þess íslenska „leppa“ að einoka olíuverslunina. Of fjár hefir þetta danska félag grætt á Islendingum. Of fjár hefir þetta félag lagt í út- gáfu Morgunblaðsins. Nú er leitað launanna. Nú, þegar alþingi, nálega einróma, hefir ákveðið að útrýma þessu einokunarfélagi og þessu ar hrundið í framkvæmd, þá rís Morgunblaðið upp á móti og sendif legáta í allar áttir til þess að safna undirskriftum um land alt til stuðnings því að opna aftur faðm- inn fyrir „hinu illræmda danska svíðingafélagi". það er ekki um að villast að það er hið nýja Bessastaðavald sem stendur á bak við þetta. Varla noklcur einasti útgerðar- maður íslenskur er andstæður þessari bjargráðastofnun alþingis, en allur þorrinn er henni ákaft fylgjandi. Engir aðrir en „svíðing- arnir“ dönsku og „lepparnir" ís- lensku hafa hag af þessu, svo að enn séu notuð orð Benedikts Sveinssonar. 3. þriðja dæmið er þó lang- greinilegast. Var sagt frá því í síð- asta blaði að Morgunblaðseigend- urnir hafa rekið þorstein Gíslsson frá blaðinu. Er uppsögnin bundin við maímánaðarlok næstkomandi. það er fullvíst að það eru dönsku kaupmennirnir í Reykjavík sem ráða þessari framltvæmd. Fornuið- ur Morgunblaðsstjórnaiinnai* er danskur heildsali, og er hann harð- astur um að reka þorstein. þykjast þessir dönsku kaupmenn ekki hafa komið ár sinni fullkom- lega vel fyrir borð í Morgunblað- inu, en nú mun það eiga að batna. Bessastaðavaldið nýja hefir, í bili að minsta kosti, hagldirnar og töglin, á stærsta dagblaðinu í Reykjavík, og „leppar“ Bessa- staðavaldsins stjórna Morgunblaðs málgögnunum utan Reykjavíkur. Klyf jaður asni. Filippus Makedóníukonungur lét svo um mælt, sem frægt er orðið, að sú boi'g væri auðunninn, væru borgarhliðin svo víð, að koma mætti í gegnum þau asna klyfjuð- um gulli. Nú er aðferðin sú að kaupa blöð- in. það vald, erlent eða innlent, sem hefir getað keypt öflug blöð, hefir komið ár sinni vel fyrir borð. „Leppar“ eru alstaðar til, og hafa jafnan verið til á Islandi. Spurningin er um hitt, hvort nægi- lega mikill hluti þjóðarinnar lætur blekkjast af fagurgala „leppanna“ í hinum keyptu blöðum. I því efni reynir nú á þolrif ís- lensku þjóðarinnar. Tíminn þorir að fulltreysta því, að þessi tilraun um stofnun nýs Bessastaðavalds á íslandi muni mistakast. þá er það nú er orðið opinbert leyndarmál, hvert stefnir með Morgunblaðið og dilka þess, er Tíminn í engum vafa um að þjóð- in snýr endanlega baki við „lepp- unum“ og dönsku kaupmönnunum. Skal þeim loks úr hlaði fylgt með nokkrum ummælum. þið hafið gert ykkur of digra, Bessastaðamennirnir nýju. Á ykk- ur munu sannast ummæli Sighvats Sturlusonar, að: fá eru óhóf all- langæ. Sök sér er það, að þið keppið hingað norður til þess að reyna að græða peninga á viðskiftum við okkur íslendinga. Við erum ódeig- ir að keppa við ykkur á því sviði. En þegar þið notið gróða ykkar til þess að kaupa blöð á íslandi, þegar þið keppið eftir politisku valdi á íslandi, þá gangið þið feti of langt fram og þá munuð þið drepa fæti. því að þá stofnið þið til Ressastaðavalds í nýjum stíl og Bessastaðavald er íslensku þjóð- inni alt of minnisstætt enn. Hún mun aldrei þola það. Farið á burt úr íslenskum stjórn- málum, dönsku kaupmenn. þið eig- ið þangað ekkert erindi. Borgarhliðin íslensku skulu reyn ast þrengri en svo, að klyfjaði gull- asninn Bessastaðamannanna kom- ist í gegnum þau. -----0---- Bæjarstjórnarkosningamar eiga að fara fram hér í bænum 26. þ. m. Ganga þrír úr bæjarstjóminni af andstæðingum jafnaðarmanna: þórður Sveinsson læknir á Kleppi, Guðmundur Ásbjarnarson kaup- maður og Jón Ólafsson útgerðar- maður. Verða þeir allir aftur á lista efstir, en Magnús Kjaran verslunarmaðuy fjórði maður. Tveir jafnaðarmanna ganga og úr bæjarstjórninni: Jón Baldvinsson alþingismaður og þorvarður þor- varðarson prentsmiðjustjóri. Hvor- ugur tekur við endurkosningu. Verða efstir á lista jafnaðar- manna: Ágúst Jósefsson heilbrigð- isfulltrúi og Stefán Jóhann Stef- ánsson bæj arfógetafulltrúi, er var frambjóðandi jafnaðarmanna við alþingiskosningarnar síðustu í Eyjafirði. Líklegast er að ekki verði nema tveir listar við kosn- inguna. Eftir úrslitum fyrri kosn- inga má telja líklegast, að jafnað- armenn komi tveim að, en hinir þrem.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.