Tíminn - 26.01.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.01.1924, Blaðsíða 1
CSjaíbferi oo, afgrciftsIutv,aÖuc Cimans et Stgurgetr ^rt&rifsfcn, Samban&sþásinu, KeYfjanif. 2^fgreií>öía £ í m a n s er í Samban&sfyíistnu. (Ðpin fcaglega 9—\2 f. Símt 496. VIII. ár. Reykjayík 26. janúar 1924 4. blað Utan úr heimi. Dauði Lenins. Nýkomin skeyti herma, að hinn frægi stjórnarformaður verka- manna í Rússlandi sé nú andaður. Hafði verið mjög veikur hina síð- ustu mánuði. Banamein hans var heilablóðíall. Lenin var rúmlega fimtugur að aldri. Iiann var kominn af aðals- ættu'm, hafði numið lögfræði ung- ur, en eins og fleiri Rússar af há- um stigum lenti hann snemma í andófi við keisarastjórnina, flúði úr landi og dvaldi langdvölum í Vesturlöndum, einkum Sviss og Frakklandi. Eins og margir af hin- um mentuðu útlögum Rússa var hann tungumálagarpur og þaul- kunnugur bókmentum og öllu fé- lagsmálaástandi þingræðisland- anna. Æfi Lenins verður óskiljanleg nema þeim, sem skilja andstæðuna, keisaraveldið. Öldum saman hafði yfirstétt Rússa, aðallinn og em- bættisstéttin kúgað rússnesku þjóð ina grimmilega í nafni hins ein- valda keisara. Stjórnarfar Rússa hafði á þeim tímum alla sömu galla og einveldisstjórn Vesturþjóðanna fyrir stjórnarbyltinguna miklu 1789. Yfirstéttin lifði 1 hóflausum nautnum og bílífi. Lögin voru önn- ur fyrir ríka en fátæka. Eignir og völd í þjóðfélaginu voru sérrétt- indi fámennrar stéttar og gengu að miklu leyti í arf. Alt frjálslyndi var bannfært, og hegningin æfilöng út- legð í Síberíu, eða kvalalíf í óþrifa- legum fangelsum. Flestöll skáld og meiri háttar andans menn í Rúss- landi urðu fyrir barðinu á stjórn- inni, nema Tolstoy. Hann var svo mikill og frægur,að afturhaldsliðið þorði ekki að ganga í berhögg við hann með beinu ofbeldi. Eina þjóðin í vestanverðri Ev- rópu, sem ekki hafði átt að búa við einvaldskúgun, voru Englending- ar. þar hefir þróun félagsmálanna verið jöfn og án stórbreytinga. En í Frakklandi, Ítalíu, þýskalandi og Austurríki hafa síðan um aldamót- in 1800 verið átök með stéttunum. Hinar efnaminni stéttir þjóðfélags ins hafa gert meiri og meiri kröf- ur, um áhrif á almenn mál, atkvæð isrétt, þingræði, rétt til atvinnu og aukinnar mentunar. Miðstéttin franska reið á vaðið með bylting- unni 1789. það voru kaupmennirn- ir, verksmiðjueigendur, læknar og lögfræðingar, sem tóku þá með valdi rétt sinn frá konungi, aðli og prestum. Sama breyting varð síð- an smátt og smátt í öðrum ríkjum á meginlandinu, nema Rússlandi. En í fyrsta áhlaupinu gleymdist fjórða stétt, efnaminni menn þjóð- félagsins, einkum verkamenn. þeir kiptu í hlekki sína 1830 og 1848. Eftir þann tíma varð þingstjórn og almennur kosningarréttur nokk- urnveginn alstaðar viðurkent í Ev- rópu, nema í Rússlandi. Helmingur þjóðanna, konumar, sátu nú hjá, þar til eftir síðustu aldamót. þá létu þær líka til sín heyra, og hafa nú í flestum löndum fengið jafn- rétti við karlmenn. þannig urðu sí- vaxandi félagslegar framfarir al- staðar í Evrópu, nema á Rúss- landi. það var fram á síðustu ár hin fasta borg aðals og klerkavalds ins í heiminum. þar var reynt að halda öllu í skorðum eins og verið hafði á miðöldunum. Vafalaust hefði það stjórnarfar haldið áfram enn í Rússlandi, ef hin ráðandi stétt hefði ekki um og eftir 1900 tekið að efla stóriðnað í landinu. Bændurnir voru dreifðir og svo vanir allskonar kúgun, að þeir myndu seint hafa beitt valdi. En með iðnaðinum myndaðist fjöl- menn öreigastétt í borgunum. þátttaka Rússlands í heimsstyrj- öldinni var í einu dýr og lítið frægð arrík fyrir Rússa. þjóðin taldi stríðið ekki sitt stríð. þegar þjóð- verjar höfðu margsigrað her keis- arans, braust byltingin út 1917. Stjórnin og yfirstéttin misti völd- in á svipstundu. Iðnaðarlýður borg anna gerði byltinguna, og Lenin var höfuðleiðtoginn í flokknum. Bændurnir sátu að mestu hjá. Len- in vissi hvað þeim kom og skifti milli þeirra miklu af jarðagóssi að- alsmanna, keisarans og kirkjunn- ar. Höfðu bændur þá fengið helstu ósk sína uppfylta. þeir voru að öðru leyti hlutlausir um deilur verkamanna við yfirstéttir bæj- anna, töldu sér það lítt viðkom- andi, enda virðast þeir hafa lítið meiri áhrif á stjórnarfar landsins en var. Einn hinn helsti málsvari efna- og mentamanna í Frakklandi í byltingunni 1789 hafði sagt: „Hvað er þriðja stétt? Ekkert. Hvað ætti hún að vera? Alt“. Saga 19. aldarinnar er að miklu leyti frá- sögn um viðburði efnafólksins í bæjunum, að ná þessu takmarki. Nú kom fjórða stétt og gerði sömu kröfu. Að dómi leiðtoganna áttu ör- eigar bæjanna að vera alt. þeir létu hendur standa fram úr ermum, tóku sér alveldi í landinu, létu greipar sópa um eignir yfirstétt- anna, og guldu gamlar skuldir í sömu mynt með útlegð og fangelsi. Einveldi verkalýðsins rússneska hefir nú staðið í sex ár. Margar til- raunir hafa verið gerðar að fella þessa stéttarstjórn, bæði með út- lendu hervaldi, fjármálakúgun og innlendri uppreisn. En það hefir ekki tekist, og nú er það flestra manna mál, að fyrst um sinn séu litlar líkur til, að nokkur breyting verði á í landinu. Bændastéttin hef- ir fengið jarðirnar, og hinir fátæk- ari bæjamenn pólitiskt vald, og a. m. k. von um betri fjárhag 0g lífs- kjör. það er þessvegna erfitt fyrir hina gömlu valdhafa að fá stuðn- ing sem að haldi kemur hjá þess- um stéttum. þriðja stétt Frakka hélt sig um 1789—99 þess umkomna að setja sitt mót á stjórnarfar allra annara þjóða. Sama varð reyndin í Rúss- landi. Fjórða stéttin þar, eða verkamenn, hafa talið sig þess um komna að byrja nýtt tímabil í sögu þjóðanna. En reynslan virðist ekki benda í þá átt. Alveg sérstakar ástæður gerðu slíka byltingu eðli- lega og óhjákvæmilega í Rússlandi. En í löndum sem hafa þingfrjálsa stjórn og almennan atkvæðisrétt sýnist slík bylting og svokallað al- ræði einnar stéttar óhugsandi. Reynslan hefir líka orðið sú, í ná- lega hverju landi í Evrópu vestan- verðri, að verkamannastéttin hall- ast að því að sækja rétt sinn með meirihlutavaldi á þingum, en ekki með valdi. Rétt um sama leyti og Lenin andaðist, tók verkamannastjórn við völdum í Englandi með fullum friði og í góðri sambúð við hina fyrri valdhafa. Hin sögulega þýðing Lenins og samstarfsmanna hans er að brjóta á bak aftur gerspilta stjórn aðals- og embættisvalds í Rússlandi. En hinum sömu mönnum hefir skjátl- ast í því, að halda, að það sem átti við í Rússlandi, sem fram að 1917 lifði við fullkomna miðaldastjórn, ætti eins við í Vesturlöndum, þar sem nútímakynslóðin byggir á langri félagslegri þróun. Sagan endurtekur sig. Fyrir einni öid lýstu efnamenn Frakklands því yf- ir sem heimsskoðun, að efnamenn bæjanna, þriðja stétt, ætti að vera alt. Liðugum hundrað árum síðar Stöðugt gengi. I allmarga mánuði, síðan á síð- astliðnu vori, hefir gengi íslenskra peninga verið nokkurnveginn stöð- ugt. Verð sterlingpundsins hefir verið alveg fast, 30 ki-. Sveiflurn- ar sem verið hafa á verði danskrar krónu hafa stafað af mismunandi verði hennar og enska pundsins, en hafa ekki verið verulegar. þessi langi stöðugleiki á verði ís- lenskra peninga var af öllum hygn- um mönnum talinn mjög góðs viti. Menn vonuðust eftir að þetta gæti haldist. Fast gengi peninga er ein aðalundirstaðan, ekki einungis undir heilbrigðri verslun, heldur og undir heilbrigðu stjórnarfari og heilbrigðum atvinnurekstri. Einstakir menn, atvinnurekend- ur og kaupsýslumenn, og eigi síð- ur ráðsmennirnir á þjóðarbúinu, þurfa að jafnaði að taka hverskon- ar ákvarðanir um framtíðina. Óstöðugt gengi kippir fótum und- an allri forsjá og gerir að engu hyggilegar ráðstafanir. Engar framtíðarákvarðanir verða þá reistar á neinni skynsemi. Hverj- um degi verður að nægja sín þján- ing. því að stórvægileg röskun á verðgildi peninga raskar verðlagi á öllum vörum, breytir kaupgjaldi og gerir skattakerfin stórgölluð. Afleiðingarnar eru auðsæastar nú á þýskalandi, en nálega hvert einasta ríki Norðurálfunnar hefir meir og minna fengið á þessu að kenna. „Spekúlantamir“ einir græða á hvikulu gengi, þeir sem hepnir eru. það er ekki beinlínis eftirsóknar- vert að hlaða undir þá menn. Danska krónan fellur. Danir hafa undanfarið gert mikl ar ráðstafanir til þess að festa gengi sitt. Meðal annars höfðu þeir stofnað nokkra miljóna króna geng isjöfnunarsjóð, sem átti að grípa til, til þess að koma í veg fyrir að óeðlileg eftirspurn í bili eftir gjaldeyri hefði áhrif á gengið. Svo bar við fyrir rúmri viku að dönsku bankarnir hækkuðu for- vextina. Er það talið ein aðalástæð an til þess að svo fór sem fór. Kaupsýslumenn, einkum erlendir, hafi ályktað sem svo, að vaxta- hækkun benti á vandræði bank- anna og nýja fjármálaerfiðleika. þessi ástæða hleypti framboðinu af stað. Og enn er sú ástæða talin að- alástæða að innflutningur hefir engum takmörkum verið háður til Danmerkur og þarafleiðandi mikl- ar kröfur á Dani í útlöndum. Svo fór a. m. k. að framboð á dönskum gjaldeyri varð svo mikið á kauphöllunum, að þó að tveim þriðju hlutum gengisjöfnunar- sjóðsins væri „eytt“, þá dugði það ekki til að halda genginu. Á tveim dögum féll danska krónan um 10%. taka verkamenn Rússlands sér hið sama kjörorð. Báðar stéttirnar hafa brotið niður óþolandi harð- stjórn hvor í sínu landi. Báðar byltingarnar voru óhjákvæmilegar í þeim löndum, eins og þá stóð á. En bæði þriðja og fjórða stétt hafa skotið yfir markið. Engin stétt get- ur eða á til lengdar að hafa alræð- isvald. ** íslensku bankarnir héldu enska pundinu enn í 80 kr. Fyrir fall dönsku krónunnar kostaði hún c. kr. 1,28 íslenskar. Eftir þessa tvo daga kostaði hún kr. 1,12 íslenskar. fslenska krónan fellur. Óhætt mun að fullyrða að þessi tíðindi hafi komið íslensku bönk- unum og íslenskum kaupsýslu- mönnum alveg á óvart. Bankarnir munu hafa reynt að hliðra sér hjá að yfirfæra peninga með þessu gengi, meðan þessi tíð- indi voru að gerast. En á þriðja degi, í fyrradag, tóku þeir afleiðingunum. þeir feldu ís- lensku krónuna í verði um 10%, um verðfall dönsku krónunnar. Verðið á sterlingpundinu var sett í 33 kr. Verðið á danskri krónu varð þá svipuð upphæð í íslenskum krón um og áður en danska krónan fór að falla. Var það nauðsyn? Bankarnir verða vart áfeldir fyrir þessa ráðstöfun. Mun mega telja það víst, að kaupsýslumenn hafa ætlað sér að nota þetta skyndilega verðfall dönsku krónunnar til þess að fá yf- irfærða peninga í stórum stíl, í því skyni að borga erlendar skuldir sín- ar, í því skyni og að hafa erlendan gjaldeyri handbæran til nýrra við- skifta. Og vitanlega er þeim þetta ekki láandi. Hinsvegar er það vitaniegt, að bankarmr ráða ekki yur nema takmörkuðum erlendum gjaldeyri. Stórkostleg eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri, meiri en bankarnir ráða yfir, er stórhættuleg. Hún dregur á eftir sér stöðvun á yfir- færslum peninga. Sporin hræða nægilega í því efni. það virðist því hafa verið nauð- synleg vörn þetta hjá bönkunum, að grípa til þessa óyndisúrræðis að lækka íslensku krónuna um einn tíunda hluta af verði hennar. þetta var í fyrradag, að sterling- pundið kostaði 33 íslenskar krón- ur. En í gær kostaði það kr. 32,50. Og hver veit hvað verður á morg- un. það sem við blasir er með öðr- um orðum ekki einungis það að ís- lenska krónan er fallin um einn tíunda hluta. Hitt virðist og blasa við að hringlið á genginu hefjist aftur fram og aftur. Afleiðingar gengisfallsins. þar sem svo skammur tími er enn liðinn frá þessu mikla gengis- falli, er ekki við að búast að veru- legar afleiðingar séu komnar í ljós. Og þó eru ijokkrar þegar komnar í ljós. Kolin ena t. d. þegar stigin í verði um 6 krónur á smálest. Smjörlíki er þegar stigið í verði um gengismuninn. Og það er öld- ungis víst, að allar aðrar erlendar vörur stíga og í verði a. m. k. um 10%, með áframhaldandi þessu gengi. Með fullri vissu má segja fyrir um aðrar afleiðingar. Ríkið á t. d. að afborga og borga rentur af hinu mikla enska láni. það var metið á 10 milj. íslenskra króna þegar það var tekið. Með 33 kr. verði á ensku sterlingpundi er enska lánið nú 16 milj. og 500 þús- und íslenskar krónur. það liggur í augum uppi að til þess að afborga og borga rentur af svo háu láni í íslenskum krónum, þarf ríkið áð fá fleiri krónur í tekjur. það verðui- að hækka tollana og skattana á ís- lenskum borgurum til þess að geta staðið í skilum. Hin aukna dýrtíð hlýtur að hafa í för með sér nýjar kaupkröfur frá starfsmönnum ríkisins. Aftur ber að sama brunni: Ríkið verður að hækka tolla og skatta. Bankarnir verða sömuleiðis að borga miklu fleiri krónur en áður af lánum sínum í Englandi. Vext- irnir hafa hækkað á dönsku lánun- mn eins og áður er sagt. Maigt fleira ber að sama brunni. Afleið- ingarnar eru alveg óhjákvæmileg- ar: Bankarnir neyðast til að hækka enn vextina. Hvorttveggja: skatta- og tolla- hækkun og vaxtahækkun skellur á framleiðendunum og að auki vitan- lega nýjar kaupkröfur verkalýðs- ins. Atvinnurekstri sínum verða þeir að haga eftir því. En það er ekki það versta. Við alt þetta má þó bjargast, þótt stór- kostlegt rask sé að, og vafalaust mikið tjón fyrir þjóðfélagið, — t. d. eru nú allar íslenskar afurðir seldar í bili og nýjar koma ekki á markaðinn fyr en eftir langan tíma, — ef nú mætti ganga út frá að þetta nýja ástand sé varanlegt, nú sé fengið fast gengi á þessum grundvelli. En hvar er tryggingin fyrir því ? Gengið á enska pundinu var annað í gær en í fyrradag og enginn veit hvað það verður á morgun. þetta er það alvarlegasta. Afleiðingin af þessu er sú, að rík ið veit eklti hvar það á að bera nið- ur um ákvörðun skattanna, bank- arnir geta ekki ákveðið vextina nema til bráðabirgða. Einstakling- urinn svífur ekki síður í lausu lofti um allar ákvarðanir um atvinnu- rekstur sinn í framtíðinni. Hygni og forsjá verða að víkja sæti. Hepni en ekki hyggindi ráða úrslitum. þjóðfélagið og einstakl- ingar eru komnir út á þann veika ís, að enginn veit hvenær alt brestur. Hversvegna fór svona? Fátt er svo ilt að einugi dugi. Eitt er gott um þessi miklu og al- varlegu tíðindi. þau gera hverjum einasta hugsandi manni það skilj- anlegt og áþreifanlegt hversvegna svona fór, hversvegna bankamir neyddust til að fella íslensku krón- una í verði, hækka sterlingpundið upp í 33 kr. þegar danska krónan féll svo gífurlega. Bankarnir vissu það fyrir að eft- irspurnin eftir erlendri mynt yrði svo mikil að hætta var á að þeir gætu ekki fullnægt henni. En hversvegna þurftu þeir að óttast það og það með réttu? Svarið liggur alveg beint við. þar sem innflutningur á öllum Frh. ó 4. síðu. -0- Nýtt gengishrun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.