Tíminn - 01.03.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1924, Blaðsíða 1
©faíbfeti og afgrei6slur"a&ur Cimons «r Stgnrsetr ^rifcrifsfon, Sarrtban&sþúsinu, ReYfjauif. ^feteilteía Ctmans er í Santí>an6slpá*htu, (Ðpin baglega 9—\2 f. í>. ' Sínti 49«. YIII. ár. Reykjavík 1. mars 1924 9. blaö föears ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinu. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ fin eini lýr iokkur. i. pingmenn þeir, sem studdir hafa verið af Morgunblaðinu, hafa á undanförnum þingum verið í mestu vandræðum með flokk sinn eða flokkabrot. Fyrst og fremst hafa þeir verið í vandræðum með málefnin, því að ekkert annað hef- ir bundið þá saman en andstaðan gegn Framsóknarflokknum. Og auk þess hafa þeir altaf verið í vandræðum með nafnið. Einu sinni hétu þeir sumpart „langsum", sumpart leyfar „heimastjórnar- innar“ gömlu, úrkastið úr þeim flokki. Síðan kölluðu þeir sig „sparnaðarbandalag“, þá „borg- araflokk“ og undir því nafni gengu þeir til kosninga. Nú eru öll þessi nöfn týnd og tröllum gefin. Á miðvikudaginn var birtu 20 Morgunblaðsþingmenn hátíðlega yfirlýsingu um, að nú hefðu þeir stofnað nýjan flokk, sem héti „íhaldsflokkur". En vandræðasagan með nafnið er ekki öll sögð enn. Samhliða yfir- lýsingunni birti Morgunblaðið grein frá einum þessara 20. Grein- in er vandræðahjal um nafnið. það sé valið af handahófi. Merki eigin- lega ekki neitt, síst það, sem þó næst liggur, að flokkur þessi eigi skjdt við íhaldsflokka annara þjóða. Ihaldsflokkurinn þessi nýi sé eiginlega ekki þetta og eiginlega ekki hitt, segir greinarhöf. Álykt- unin sem dregin verður af grein- inni er sú, að íhaldsflokkurinn sé eiginlega ekki neitt. Og sannleik- urinn er vitanlega sá. Flokkurinn er ekkert annað en tilviljunar sam- safn þeirra manna, sem af ýmsum ástæðum telja sér skylt að berjast gegn Framsóknarflokknum. II. Samhliða yfirlýsingunni um nafnið birtir flokkurinn stefnu- skrá. Stefnuskráin er ekkert ann- að en almennir þankar um spam- að á ríkisfé og er meginið tekið úr dálkum Tímans. Vitanlega gat flokkurinn ekki tekið afstöðu til neinna þeirra stórmála annara sem eru á dagskrá þjóðarinnar og það af þeirri ein- földu ástæðu, að um þau mál öll eru flokksmenn margklofnir. Um viðskiftahöftin eða bönnin eru þeir margklofnir. Um gengis- málið eru þeir margklofnir. Um verslunarmálin eru þeir margklofn ir o. s. frv. En það er þess vert að athuga nánar þessa einu hlið sem yfirlýs- ingin víkur að um stefnu flokks- ins: sparnaðinn og viðreisnina á fjárhag ríkisins. Er rétt að lesandi hafi það jafnframt í huga að Jón þorláksson hefir verið kosinn for- maður íhaldsflokksins. í flokknum er meðal annara Björn Kristjánsson, sem var fjár- málaráðherra þá er hinn mikli tekjuhalli hófst á þjóðarbúinu — samkvæmt útreikningi Jóns por- lákssonai’. í flokknum er ennfremur Magn- ús Guðmundsson, sem fjármála- ráðherra var þau árin, sem tekju- hallinn á þjóðarbúinu var lang- mestur — samkvæmt útreikningi Jóns porlákssonar. I flokknum er ennfremur Jón Magnússon, sem forsætisráðherra var nálega allan þann tíma, sem skuldir ríkisins ukust svo gríðar- lega — samkvæmt útreikningi sjálfs flokkstjórans Jóns porláks- sonar. í íhaldsflokknum eru með öðrum orðurn þeir menn, sem fyrst og fremst bera ábyrgðina á eyðslunni og skuldunum — samkvæmt út- reikningi flokkstjórans Jóns por- lákssonar. Hinsvegar mun flokkur þessi telja það sína æðstu skyldu að sparka Klemens Jónssyni frá stjórn fjármálanna, þeim manni, sem mestu réð um undirbúning fjárlaganna árin 1904—1916, og var aðalráðunautur ráðherranna þessi árin þegar fjárstjórn lands- ins var „hreint og beint aðdáunar- verð“ — sarnkv. útreikningi hins santa Jóns þorlákssonar. það gerast mikil tákn og stór- merki með þjóð vorri, þegar Jón þorláksson tekur sér það fyrst fyrir hendur að dæma um fjár- stjórn landsins, og þvínæst að rétta fjárhaginn með aðstoð þeirra manna fyrst og fremst, sem hann hefir dæmt svo þunglega. Hefir Tíminn hrósað J. þ. fyrir rannsóknina og sannsöglina. En hvernig í dauðanum fer hann að því að draga af þeirri rannsókn þessar ályktanir? — Enn mætti á annað minna í þessu sambandi. Ýms sparnaðarfrumvörp eru komin fram í þinginu. Eitt er um sameining prófess- orsembættis í guðfræði við bisk- upsembættið. Móti því lagðist mjög þunglega einn þessara flokksmanna nýju, Magnús Jóns- son, og annar greiddi atkvæði á móti því, Sigurjón Jónsson. Annað er um fækkun dómenda í hæstarétti. Móti því lagðist mjög þunglega annar flokksmaður þessa nýja flokks, Björn Kristjánsson. — Með slíkum fylgjum og fortíð ríða þeir úr hlaði Ihaldsmennirnir nýju. Varð einhverjum á orði og munu margir undir taka, að verkefni flokksins myndi vera að „halda í“ fjárhagsástand ríkisins eins og það er nú og helstu menn flokks- ins valda mestu um. Og reynslan á eftir að sýna hvort næsta verkefni flokksins verður ekki það að „halda í“ það vandræðaástand, sem verið hefir á viðskiftalífi þjóðarinnar, taum- lausan innflutning, skipulagslausa afurðasölu, og sífallandi gengi ís- lenskra peninga. Ætli það megi ekki snúa upp á þá nýnefningana stökunni fornu og segja að: aldregi var því um íhaldið spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. ----o----- Trachomveiki. Ungur maður í Hafnarfirði, nýkominn frá Eng- landi, er orðinn veikur af þeim sjúkdómi. Hefir verið einangraður og fólk það rannsakað, sem hann hefir umgengist. Fanst ekki að neinn hefði smitast, en rannsókn verður aftur framkvæmd síðar. „Æfintýrið“. Leikfélag Reykja- víkur hóf að leika, um miðja vik- una, franskt leikrit með því nafni. Leikritið er með afbrigðum skemti- legt, enda prýðilega vel leikið. Kappskák háðu Reykvíkingar og Akureyringar eins og undanfarin ár. Voru tefld 11 töfl. Unnu Akur- eyringar 6 en Reykvíkingar 3, en 2 urðu jafntefli. ----o---- Landsbankahúsið nýja. Landsbankinn er nú alfluttur í sitt nýja og veglega hús við Aust- urstræti, á Landsbankalóðinni gömlu. Hefst afgreiðsla þar í dag. Bankastjórnin bauð í gær lands- stjórn, alþingi o. fl. að skoða hið nýja hús. Er húsinu og sögu þess best lýst í ræðu, sem Magnús Sig- urðsson bankastjóri flutti fyrir gestunum. Mælti hann á þessa leið: „Bankastjórninni fanst það vel við eigandi að bjóða ríkisstjórn- inni, alþingismönnum, stjórn Is- landsbanka og nokkrum öðrum mönnum hingað, til þess að skoða bankann, áður en hann verður opnaður hér, en ákveðið er, að af- greiðsla fari fram í honum í fyrsta skifti á morgun — laugardaginn 1. mars. Eins og mönnum mun kunnugt, var Landsbankinn fyrst til húsa í húsinu nr. 3 við Bankastræti hér í bænum, í húsi Sigurðar bóksala Kristjánssonar. Löngu seinna bygði bankinn sitt eigið rús, á sama stað og þetta nú stendur, og var það gert fyrir for- göngu og dugnað Tryggva sál. Gunnarssonar bankastjóra. Var smíði þess húss lokið 1899, og þótti það þá veglegasta bygging hér á landi og mesta bæjarprýði. Yfirsmiðurinn var Valdemar Baldt, danskur maður. Mun hann hafa haft fleiri útlendinga í þjón- ustu sinni, því Islendingar voru þá óvanir að byggja slík stórhýsi, en síðan hafa þeir lært það smátt og smátt, ýmist af útlendum bygging- armeisturum, er hér hafa komið og unnið, og svo með því að fara ut- an og læra byggingarfræði. því að kunnátta í byggingarlist var lítil hér á landi þá, þótt hér væru góðir handiðnamenn. Eftir því sem mér er best kunnugt, mun bankinn hafa verið opnaður í hinni nýju byggingu 17. ágúst 1899. Er fróðlegt að sjá, hvað blöðin þá segja um húsið. I Þjóðólfi 28. júlí 1899 er komist svo að orði: „Ætlast er til að hún (þ. e. byggingin) verði sýnd almenningi aðeins fullorðnum, fyrstu dagana í ágúst. Er unnið að henni fran: á nætur til þess að hafa hana full- gerða um það leyti, bæði innan og utan. Hún er eflaust mesta skraut- hýsi hér á landi, fyllilega á borð við slíkar byggingar í stórborgum. Vér bjuggumst við þungri hurð upp að ljúka eftir stærð, en hún var iétt sem fis, svo vandlega er frá því sem öðru gengið. Fordyrið er sér- staklega prýðilegt, með skrúðmál- uðum veggjum og upphleyptum myndum. Loftið í fjórum hvylft- um, er mætast í miðju, og hangir þar niður forkunnarfagurt ljósker. Allur vesturhelmingurinn er einn stór salur, afgreiðslustofa bank- ans, einkar björt, prýðilega vönd- uð. Gólfið í fordyrinu og þeim hluta afgreiðslustofunnar, sem ætl- aður er almenningi, og mest verð- ur umferð um, er úr brendum leir, svo hörðum, að í tvo daga var ver- ið að reka nagla niður í gólfið til að festa járnristina framarlega í fordyrinu. Er gólfið í ferhyrndum, skrúðmáluðum flötum. Á af- greiðsluborðinu um þveran salinn má sjá merki íslenskrar skurðlist- ar; er það verk hins efnilega tré- skurðarmanns, Stefáns Eiríksson- ar, sem og hefir verið látinn gera stoðir þær, í fornum stíl, er prýða stigann upp á loftið. Var það vel hugsað að nota til þess innlenda krafta. I austui’helmingnum er bið- herbergi fyrir þá, er finna vilja bankastjórnina að máli, en hún á að sitja í löngum sal fyrir austur- endanum, og þar innar af er aftur sérstakt herbergi fyrir bankastjór ann sjálfan. Uppi á lofti eru tveir stórir salir, á við afgreiðslusalinn niðri, var Bertelsen málari þar að leggja síðustu hönd á loft og veg’gi. Eru þeir ætlaðir fyrir forn- gripasafn og málverkasafn. Niðri í norðurherberginu fyrir miðju eru innmúraðir geymsluklefar, með rammgerðum járnhurðum og jám- slá fyrir. Ein járnhurðin er íslensk, gerð af þorsteini smið Tómassyni. Eru læsingar á þeim einkennileg- ar. Skal þar geyma bækur, verð- skjöl, seðla og fé bankans. Hér og hvar með veggjunum í hverju her- bergi eru snotrir skápar; eru þeir umgerðir um upphitunarpípurnar, því að alt húsið er hitað upp frá miðstöðvarvél í kjallaranum. Ekki mun byggingin fara fram úr 80000 kr. Mun enginn álasa bankastjórn- ina á næstu öld, að hún vandaði bygginguna svo einkar vel, úr því bankinn þurfti á nýju húsi að halda á annað borð“. Blaðið „Isafold“ segir 18. ágúst 1899: „Landsbankinn er nú flutt- ur í nýja bankahúsið í fyrradag; það er hin mesta bæjarprýði, lang- fallegasta og vænsta húsið á land- inu“. Blaðið „Fjallkonan" 28. septbr. 1899 lofar fyrst fegurð hússins og segir svo: „Svo má ekki gleyma því, að þetta er fyrsta húsið á land inu með miðstöðvarhitun, sem er langtum hentugri og ódýrari hitun- araðferð í stórhýsum en gömlu ofn- arnir. Tryggvi bankastjóri Gunn- arsson á miklar þakkir skyldar fyrir húsið, þó bankanum væri það jafnvel um megn að byggja það í þessu árferði, en það mátti ekki dragast lengur að hann bygði sér hús. Honum er eflaust mest að þakka, hve vandað og prýðilegt húsið er, því útlendur yfirsmiður mundi annars naumast hafa geng- ið svo frá því“. Bankahúsið brann í apríl 1915, þegar mikli bruninn varð í Reykjavík; lá þá beint fyrir að byggja hann strax upp aftur á sama stað, en af ástæðum, sem hér ekki skal farið út í, var það ekki gert. Bankastjómin, sem þá var, seldi landinu lóðina, brunarústirnar og brunabæturnar, fyrir tæpar 120- 000 kr. með kaupsamningi gerðum 4. oktbr. 1915, en afsalið er dag- sett í janúar 1916. það mun hafa verið ætlun lands- stjórnarinnar að byggja húsið upp aftur og nota það fyrir landssíma- stöð, en árin liðu, og stríðið hélt áfram, og erfitt var að fá fé til símabyggingarinnar, og sama gilti eftir að friðurinn komst á. Endirinn á öllu saman varð sá, að bankinn keypti aftur rústimar, lóðina og brunabæturnar, fyrir rúrnai’ 173 þús. kr., með afsalsbréfi dags. 16. oktbr. 1922. Frá því að brann 1915, leigði Landsbankinn, fyrst í pósthúsinu og síðan í húsi Nathan og Olsens við Austurstræti. Nú er hann loks eftir tæp 9 ár kominn á sinn gamla stað og héð- an af er lítil hætta á því, að hann verði fluttur burtu. 1922 var mikið atvinnuleysi í Reykjavík, og var farið fram á það, bæði af bæjarfé- laginu og landsstjórninni, að farið væri að vinna að bankabygging- unni. Guðjón Samúelsson húsa- gerðarmeistari gerði teikningu að nýrri bankabyggingu, sem átti að standa á gömlu lóðinni, og var sú teikning samþykt af bankastjóm- inni og þáverandi fjármálaráð- herra, Magnúsi Guðmundssyni. 1 marsmánuði 1922 var byrjað að rífa það, sem með þurfti af gömlu brunarústunum, en í júlímánuði sama ár var byrjað að vinna að nýju bankabyggingunni og hún fullsteypt og komin undir þak þá um haustið. En ekki vanst tími til að sementslétta húsið að utan fyr eu næsta sumar. Eftir áramót 1923 var byrjað að sementslétta húsið að innan og setja í það miðstöðvarhitatæki, og var því verki að mestu leyti lokið um mitt sumar, þá var farið að þilja og leggja mannara á gólf og stiga. I september 1923 var byrjað að mála liúsið að innan og 1. febr. þ. á. mátti segja að smíði hússins væri lokið að öllu leyti. Húsið er 34 metrar að lengd ut- anmáls, 13 m. á breidd, hæð þess frá jörðu og upp á veggbrún rúml. 14,50 m. Bankasalurinn er að flat- armáli 273 fermetrar og lofthæðin í honum 4,40 m. Auk kjallara og stofuhæðar eru 3 hæðir í húsinu. Á fyrstu hæð er lofthæðin 3,65 m., á 2. hæð 3,20 m. og á 3. hæð 2,90 m. Alls eru í húsinu 50 herbergi, en séu gangar og snyrtingaher- bergi talin með, eru þau 65. Húsið hefir mest alt verið bygt í útboð- um, og hefir verið æðimikill mis- munur á hæstu og lægstu tilboðun- um, og er gaman að sjá mismuninn á nokkrum þeirra. Lægsta tilboðið í klofið grjót var 4000 kr., en það hæsta 7500 kr. Lægsta tilboðið í að rífa niður það af gamla bankanum, sem þurfti, og grafa grunninn, var 5000 kr., en það hæsta 16000 kr. , Lægsta tilboðið í að gera húsið fokhelt og Ijúka við að utan var 165700 kr., en það hæsta 263700 kr. Lægsta tilboðið í þakskífur var 11300 kr., en það hæsta tæpai 17000 kr. Mismunurinn á hæstu og lægstu tilboðunum mun hafa num- ið samtals kringum 170000 kr. Alls voru útboðin 25, og samdi húsa- gerðarmeistari ríkisins alla útboðs- skilmála, og var það mikið verk og vandasamt. Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.