Tíminn - 03.05.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgrct6slm«a6ur Cimans er Sigurgeir Sambaniisþústnu, Heffjanif. ^feteifcsía timaní er i Sambanös^úsinn. ©ptn öaglega 9—f. Sirni 49«. TIII. ár. Reykjarík 3. maí 1924 | 18. bia® Kjöttollurinn. Óhætt er að fullyrða að bestu vonir eru um að samkomulag muni fást um kjöttollssam ningana við frændur okkar í Noregi. Mikil lækkun á kjöttollinum mmii verða afleiðing þeirra. Um alt ísland verður því fagnað innilega. Um alt Island munu menn fagna því, að trygð verði enn góð sambúð milli frændþjóðanna. Um alt ísland munu menn fagna þvi að venslunarviðskif tin milli Noregs og islands, sem svo mjög hafa glæðst síðustu árin, fá enn að giæðast eðlilega báðum til hags. — Nánari fregnir verða að bíða þess að fullgengið só frá samning- uniun* . ^............... Utanúrheimi. Kosningar og stjórnarskifti í Danmörku. þann 11. apríl síðastl. fóru fram kosningartil Fólksþingsins danska. Úrslitin urðu þau, að Jafnaðar- menn fengu 55 þingsæti, Vinstri menn 44, auk þess fá þeir eitt þingsæti í Færeyjum, en þar hefir ekki verið kosið ennþá, Hægri menn 28 og hinir „Radikölu Vinstri menn“ 20, og loks var kos- inn einn pjóðverji á Suðurjótlandi. Atkvæðatala flokkanna var á þessa leið. I síðara dálki er sýnd atkvæðatalan við kosningamar 1920: 1924 1920 Jafnaðarmexm 469,845 389,653 Vinstri 362,397 411,671 Hægri 242,929 216,733 Radikalir 166,269 147,120 Auk þess voru nokkrir smáflokk- ar, sem fengu engan fulltrúa. Kommúnistar fengu 6204 atkv. og flokkur „Georgista“ og nýstofnað- ur bændaflokkur fengu um 12,000 atkv. hvor. Báðir þessir flokkar eru að miklu leyti klofningar úr Vinstri manna flokknum. Úrslit kosninganna komu ekki á óvart. Allir töldu víst, að stjórnin mundi falla, hún hafði orðið fyrir ákaflega hörðum árásum fyrir stjóm sína á atvinnu- og fjármál- um Dana og hún var svo óheppin að fara með völdin á langaívarleg- ustu tímum í manna minnum. Vöxtur jafnaðarmanna mun eink um því að þakka, að þeir hafa lof- að ákveðið að bæta úr atvinnuleys- inu, sem hefir verið þyngsta böl þjóðarinnar nú undanfarið, og svo hafa þeir tekið ákveðna andstöðu gegn kommúnistum, og þetta, að þeir hafa barist grimmilega gegn æsingamönnunum, hefir orðið til þess, að fjöldi hinna stiltari borg- ara hefir nú kosið jafnaðarmenn á þing í fyrsta sinn. Úrslit kosninganna leiddu til stjórnarskifta og Stauning foringi verkamanna myndaði hina fyrstu verkamannastjóm í Danmörku. I ráðuneytið voru teknir nokkrir af hinum helstu foringjum verka- manna. Verður ekki annað sagt/en að þeir hafi vandað til valsins. Hin- ir nýju ráðherrar eru yfirleitt dug- legir menn, og þaulvanir að fást við opinber mál. Flestir þeirra hafa setið á þingi um langan tíma og sumir átt sæti í bæjarstjórnum helstu borganna. Nú skal getið hinna einstöku ráðherra lítið eitt. Thorvald Stauning forsætis- og verslunarráðherra er fæddur 1873, af fátækum ættum. Vann fyrst á vindlaverksmiðju, en fór brátt að taka þátt í verkamannahreyfing- unni og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stéttarbræður sína. Kom á þing 1906 og hefir átt þar sæti síðan. Formaður þingflokks jafnaðarmanna síðan 1910. Hann hefir einnig setið í bæjarstjóm Kaupmannahafnar í nokkur ár og verið formaður hennar. Staun- ing hefir þótt lipur samninga- maður og er auk þess starfsmaður mikill og vel máli farinn. Hefir hann nú í mörg ár verið viðurkend ur foringi jafnaðarmanna í Dan- möiku, og sem fulltrúi þeirra átti hann sæti í ráðuneyti Zahles 1916 —1920. Utanríkisráðherra er C. Moltke greifi, sem í mörg ár hefir verið sendiherra Dana í Berlín og er tal- inn einn af þeirra bestu sendi- herrum. Borgbjerg „socialráðherra" er án efa merkasti maðurinn í stjórn- inni, og honum er sigur flokksins mest að þakka. Haxm er fæddur 1866. Las guðfræði, en lauk ekki námi. Hann er tilfinningamaður mikill og á yngri ánxm sínum átti hann í hörðu sálarstríði vegna skoðana sinna á trúmálum og þjóð- félagsmálum. Hann var líka heitur trúmaður. Uns hann loksins komst að þeirri niðurstöðu, að frelsun heimsins væri undir því komin, að j afnaðarmenskan kæmist til valda, því yfirstéttimar væru spiltar og af þeim einskis góðs að vænta. Á þessum grundvelli hefir Borgbjerg bygt herför sína gegn þjóðfélags- skipun nútímans. Hann er ágæt- lega ritfær og mælskur með af- bi’igðum. Hitinn og sannfæringar- krafturinn í ræðum hans er alveg eins dæmi og það er víst, að hon- um er fyrst og fremst að þakka að jafnaðarmenn hafa fengið mikið fylgi meðal danskra sveitamanna. Hann er heitur hugsjónamaður og líka sterkur bardagamaður, og þess vegna hafa áhxif hans orðið svo mikil. Borgbjerg fór snemma að fást við blaðamensku, og síðan 1911 hefir hann verið aðalritstjóri „Socialdemokraten“ og má hik- laust telja hann einn af fremstu blaðamönnum Dana. Á þinginu hefir hann oftast verið málsvari flokks síns í stórmálum, enda er hann ágætur ræðumaður, starf- samur og kænn samningamaður. Hann er hinn besti „agitator" flokksins. Á stórum mannfund- um er Borgbjerg í essinu sínu. Ræður hans eru fluttar með þrumandi rödd og lúta og eru þrungnar af sannfænngarkrafti og trú á málefnið. En hins- vegar er hann oft stórorður og hrottalegur, hefir það aflað honum margra óvina. Samt má efalaust telja hann áhrifamesta stjórn- málamann Dana síðan J. C. Christensen dró sig í hlé. Borgbjerg var í milliþinganefnd- inni 1918 og er í lögjafnaðamefnd- ffiearf ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinn. THOMAS BEAR & SONS, LTD., ▼ : : : ♦ LONDON.^ ^ . inni, og hefii’ þrisvar komið hing- að til lands. Rasmussen hexmálaráðherra og Hauge innanríkisráðherra eru gamlir blaðamenn, hafa þeir lengi setið á þingi og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokksbræður sína. Kirkjumálaráðherra er Dahl prestur, gamall þingmaður, og landbúnaðarráðh. Bording, bóndi frá vestur Jótlandi. Friis Skotte ráðherra opinberra mannvirkja var embættismaður við járnbraut- ir ríkisins, hann hefir í mörg ár verið helsti leiðtogi flokksins á Friðriksbergi. Bramsnæs fjármálaráðherra er hagfræðingur og talinn mikill lær- dómsmaður. Hann hefir skrifað nokkrar bækur um hagfræðisefni. Hann var eixm af fulltrúum Dana á friðarfundinum í Paris 1919. Steincke dómsmálaráðheira var lengi umsjónarmaður fátækra- mála og hefir verið lífið og sálin í mannúðarlöggjöf Dana. Haxm hefir skrifað fjölda rita um þjóð- félagsmál og þykir góður rithöf- undur. Er hann einn af hinum mest virtu stjórnmálamönnum Dana. Steincke er komiim af ís- lenskum ættum. þá hefir gerst sá merkisviðburð- ur að kona hefir fengið ráðherra- tign. Er það í fyrsta sinn á Norð- urlöndum. Konan er frú Nina Bang (ekkja Gustavs Bang sagn- fræðings, sem meðal annars skrif- aði þjóðmenningarsögu Norður- álfunnar, en systir prófessors Ell- inger, sem er einn af aðalforingj- um hinna íhaldssömustu hægri manna). Frú Bang er sagnfræð- ingur og hefir í mörg ár unnið að því að gefa út vöru-, toll- og sigl- ingalista Eyrarsunds á árunum 1500—1800. þykir það merkilegt verk og er kostað af flestum þeim þjóðum, sem sigldu um Sundið á þessum öldum. Hún er ráðherra mentamála. þeir þrír síðasttöldu ráðherrar eiga sæti í Landsþing- inu og eru aðalmálsvarar jafnaðar- manna þar. Hlutverk hinnar nýju stjórnar mun fyrst og fremst verða að ráða bót á atvinnuleysinu og hækka gengi dönsku krónunnar, en varla mun nein stórvægileg breyting verða á stjómarhögum Danmerk- ur. Bæði eru danskir jafnaðarmenn hægfara og ekki byltingamenn, og svo stendur stjórnin á svo völtum fótum — með þeim „radikölu" hef- ir hún eins atkvæðis meirihluta í Fólksþinginu, og í Landsþinginu er hún í minnihluta — að ekki eru líkindi til, að hún geti komið í framkvæmd miklu af stefnuskrár- atriðum jafnaðarmanna. H. H. ----o----- Játningar. Morgunblaðs„ritstjóramir“ hafa nú loks séð sitt óvænna og gefið upp vömina í umræðunum um er- lenda blaðavaldið á íslandi. þeir hafa farið á fund fulltrúa bæjarfógetans í Reykjavík og fengið það „notarialiter“ staðfest. 1. að þriðjungur alls hlutafjár Morgunblaðsins er á höndum alút- lendra manna. 2. að hinir tveir þriðju hlutar eru á höndum „íslenskra ríkisborg- ara“. þar sem yfirlýsing þessi er þannig staðfest, geta „ritstjóram- ir“ ekki afturkallað hana. En þeir eiga eftir að segja hverj- ir séu þessir svokölluðu „íslensku ríkisborgarar“ og hve mikið þeir eigi hver um sig. Nú hefir þorsteinn Gíslason sagt frá því, að t. d. Jensen-Bjerg kaup- maður, John Fenger kaupmaður, Egil Jacobsen kaupmaður og Geo. Copland fiskkaupmaður séu eig- endur Morgunblaðsins. Allir þessir menn eru búsettir hér á landi. Og sumir þeirra era vafalaust „íslensk ir ríkisborgarar“. þurfa Danir ekki, eins og kunnugt er, að dvelj- ast hér á landi nema 5 ár til þess að geta öðlast „íslenskan ríkis- borgararétt". það er því öldungis víst að í þessum hóp, sem „ritstjórarnir“ kalla „íslenskir ríkisborgarar“, eru aldanskir menn, sem aðeins að nafni eru „íslenskir ríkisborgarar“. Yfirlýsing „ritstjóranna“ er því „notai’aliter“ staðfest vottorð um hin afarhættulegu yfirráð erlendra manna yfir svokölluðum „íslensk- um stjórnmálablöðum, ísafold og Morgunblaðinu. — 1 hinu sama eintaki Morgun- blaðsins er líka önnur mjög eftir- tektaverð játning frá „ritstjóran- um“. þeir játa það afdráttarlaust að einn hinna alútlendu manna sem lagt hefir fé í Morgunblaðið og Isa- fold er Aage Berlemé stórkaup- maður í Kaupmannahöfn, eigandi Höepfnersverslananna, sem um leið mun vera aðaleigandi stjóm- arblaðsins „Islendingur", sem gef- ið er út á Akureyri. Afskifti þess manns af málum íslands eru alkunn. Hann hefir verið einna fremstur í hóp þeirra Stór-Dana, sem jafn- an hafa verið tillöguverstir í okkar garð íslendinga. Hann var okkur einna þyngstur í skauti Islendingum í sjálfstæðis- baráttunni. þessi maður er nú farinn að gefa út blöð á Islandi og meir að segja blöð sem eru aðalmálgögn lands- stjórnarinnar. Til hvers gefa menn út blöð? Hversvegna keppa menn að því að ná blaðavaldi? Til þess að vinna að áhugamál- um sínum. Til þess að hafa áhrif á almenningsálitið, til þess að hafa áhrif á stjómmálin í því landi, þar sem blöðin eru gefin út. Áhugamálin sem Aage Berlemé hefir um Island eru alkunn. þau hafa verið landi þessu til mikils tjóns. Aldrei getur Islandi staðið gott af Stór-Dananum Aage Berlemé. Og nú er það játað af sjálfum „ritst jóram“ Mbl. og ísaf. að hann er einn aðalútgefandi þessara blaða. I Gamla sáttmála létu Islending- ar þess getið að: „Utanstefnur viljum vér engar hafa“. Síðan era liðin 660 ár, sem Is- land hefir lotið erlendum konungi. Og nú er svo um skift að erlend- ir menn stefna hingað heim, hinir hættulegustu erlendu menn, gefa hér út blöð, blöð sem era aðalmál- gögn landsstjórnar Islands, og ætla með þeim hætti að kaupa sál og sannfæring Islendinga. Liðnar kynslóðir Islands horfa á okkur nútímamennina, hvernig við bregðumst við. ----0---- Nú hefir það komist upp og sannast, svo að ekki verður um deilt, að erlendir fésýslumenn era farnir að hlutast til um íslensk mál á þann hátt, sem mestur vansi er að fyrir íslensku þjóðina. þeir reyna að nota fjármagn sitt til að ná undir sig stjórnmálablöðum og hafa síðan pólitisk áhrif á þjóð- málin. Raunaleg er lýsing sú, er fyrver- andi ritstjóri Mbl. gefur af þessum viðburðum. Hinir erlendu fésýslu- menn leggja peninga í blöðin, og þá væntanlega einnig í annan kostnað við kosningar til að styðja samverkamenn þessara blaða. Síð- an gerast þessir erlendu aðilar meir og meir íhlutunarsamir um rekstur blaðsins, svo að þorsteinn Gíslason getur ekki unað við. Hann hefir lýst gáfum og mentun þess- ara manna á þann hátt, að ekki verður um það vilst, að slíkir menn eiga lítið erindi í deilur um þjóð- félagsmál. Ofan á litlar gáfur og lélega mentun bætist svo það, að viljinn til að nota þessar fátæklegu gjafir til nýtilegra framkvæmda virðist vera í daufasta lagi. Um einn þennan mann, Fenger að nafni, sem er félagi Gyðingsins Nathans, er sagt, að hann hafi „stjáklað" eða beitt þrásetu á skrifstofu blaðsins, svo sem til að vaka yfir, hvað sett væri í blaðið. Hinn fyrri ritstjóri lætur skína í það, að vart hafi orðið við í þess- ari yfirritstjóm það sem hann kallar „löðurmannlegar skúma- skots-skítkasts-tilhneigingar“. Er af því auðséð, að reynt hefir ver- ið að brúka starfsmenn blaðsins til þess að veitast persónulega og á miður drengilegan hátt að þeim mönnum, sem þessir erlendu fé- Frh. & 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.