Tíminn - 10.05.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.05.1924, Blaðsíða 1
'W w w w w w r n Reykjayík 10. maí 1924 Jón Meistari. Eftir Einar Benediktsson. Höfðitigi almúgans óx við hans kjör, ástfólginn lýðnum frá grunni. Oreigi réðst hann í róðrarvör, með rómversku stefin á munni. Látlaus í háttum, en hár í mennt, högum þess smáa hann utini. Af andagift ríkar hér aldrei var kennt, né auðugri hjartans brunni. En víðsýnn og glöggur hann vitnaði margt um vítin í hóp þeirra stóru. Hans skeyti ei gleymast. Hann henti hart og hárbeitt til marks þau fóru. Hann krafði þá reiknings um eiða efnd, sem embættum skyldaðir vóru — en boðaði svikum og hálfvelgju hefnd, svo hnykkti við ýmsum, er sóru. Hve margur reis ófús frá könnum og krá og kirkjunnar starf tók sem nauðverk. En helvítið málsvörn máttuga á hjá meinhægum, jarmandi brauðklerk; sem lét úti grjót fyrir lífsins auð, með langdregna orðaprjálið — því ritning er hljómlaus, hol og dauð ef hjarta les ekki í málið. En voldugast tjón hinni trúandi þjóð var tylldur þess prestvígða hroka, sem hræsnandi, flár við' guðs fótskör stóð — að fylla út hempunnar poka; Með klerkdómsins hefð og hin köldu ráð, hann kunni leikmann að oka. — En sóknin um himneska huggun og náð var hungruð til æfilóka. Meistari fólksins, jafnt fyrrum sem nú, förumanns herra og bróðir — hann signir hér ennþá byggð og bú; þar brenna þær fornhelgu glóðir. Við bæina dvelja bændur og hjú — þótt bekkir verði nú hljóðir. Á hyllunni er bók. Hún boðar trú, sem blessar og reisir þjóðir. Hann þegir ef fjandlega forvitnin spyr; þeim fræðum lét Vidalín hafnað. Hann klappaði aldrei á djöfuls dyr, né draugærði kristinna safnað. Hann lýsti sín háborð í helgi og kyrrð, þótt heimstötrum væri hann búinn — en sveið ekki vængi hjá Vítis hirð. Hans vegur til sannleiks var trúin. Hans köllun skal lifa i kirkjunnar stétt. Hann klerka vors lands stendur hæstur. Hann virti ei strangleik véanna létt. Hann vissi einn prest sem er æðstur. Sá kom ei í heiminn að rjúfa rétt, sem ruddi musterið forðum. Sé hneykslið á staðinn heilaga sett, guð hjálpi þeim lýðum og storðum. Og aldrei féll þarfar hans þróttarmál en þruman um dómstólsins bófa. Þar hreykist í metnaði meineiða sál; en mauragirnd klæjar í lófa. Hann ranglætið hýsir í hjarta innst en harðdæmir aumingjann snauða. Hvað sjálfur hann framdi—þess síðar skal minnst. Guðs son þekkir lifandi og dauða. Lm samsekt í þögn yfir þjóðarvömm var þungur lestur hans reiði. Hvar frekja sig ræmdi og raupaði af skömm, þar reiddi hann öx að meiði. Hver illgresi bannvænu biður hlíf hann bælir og traðkar í eyði. Sé drepinu hlúð visnar heilbrigt líf; en hefndin grær á þess leiði. Enn finnst sem hann verndi hinn vígða reit — svo vakir oss nær hans andi; þótt vísindi og efi villist í leit um veráldar haf, eftir landi. Þótt brjóst reynist. köld í kristinni sveit og krosstréin seinustu brotni, í breyskleik og kærleik hans bæn var svo heit, hún ber enn vort mál fyrir drottni. — Svo hneig hann í faðm á fósturjörð, með fjallsvipinn sterka og hreina. Um dýrðling fólksins hans dreifða hjörð dánarsögn bjó sér eina: Þá flugu yfir biskups ferðatjald tveir fuglar, dökkur og bjartuv. Þar áttu hið góða og illa vald einvíg — og tapaði svartuv. — Hann talaði vonlausum traust og kjark á tungu sem hjartað skildi. Þar reist hann sér andans aðalsmark, sem aldrei máist af skildi. Hann gnæfði sem hæðin með hjavnsins fald svo harðgev — en brosti af mildi. Hans meistaraorð á þann eld og það vald, sem eilíft variv í gildi. Ofaíbtei oq afgret&slurra&ur Ctmans er Sisurgcir ^ribrifsfon, Santbaubsfyústnu, ReYfjaoif. VIII. ár. Kjöttollurinn og Morgunblaðið. J>rem dögum eftir að Tíminn flutti fregnina um góðar horfur í kjötollsmálinu, birtist fregnin í Morgunblaðinu. Vissi Mbl. þó jafnsnemma um sem Tíminn. Er þetta gott dæmi um áhuga Mbl. á þessu máli. Fullkomið áhugaleysi hefir verið einkennið á allri af- stöðu þess til málsins. Svo þýðing- arlítið taldi Mbl. kjöttollsmálið, að það taldi það ekki þess vert að birta fregnina um væntanleg úrslit heldur lét það dragast lengi. þegar Mbl. svo loks birtir fregn- ina, lætur það fylgja þrjá bögla. Fyrsti er skammir og aðdróttan- ir til Tímans út af rekstri málsins. það tekur Tíminn ekki nærri sér. Tímanum stendur alveg á sama hvað Mbl. segir um það. Tíminn mun aldrei leita ráða í þeirri átt um það með hverjum hætti rétt sé að berjast fyrir hagsmunum bænda. Annar böggullinn er til Islend- inga yfirleitt, skammir um að allur dráttur málsins sé íslendingum að kenna. Hefði. slík rödd þótt ein- kennileg hefði hún komið úr ein- hverri átt annari en frá Morgun- blaðinu, Isafold eða Islendingi, þessum þrem málgögnum Ber- lemés á Islandi. Aage Berlemé hef- ir í mörg ár lagt það í vana sinn að skamma Islendinga. Verður því enginn hissa þótt þetta aðalmál- gagn hans og landsstjórnarinnar feti nú í fótspor þessa læriföður og skammi íslendinga. Enginn tekur mark á þessu aðkasti til Is- lendinga, fremur en hinu fyrra til Tímans. J>á er þriðji böggullinn ótalinn og hann er allra einkennilegastur. Mbl. gefur það fyllilega í skyn að úrslit málsins séu Ihaldsstjóminni og Ihaldsliðinu að þakka. Út af því skal það fyrst sagt, að illa á það við a. m. k. meðan ekki er séð fyrir enda málsins að fara að hefja deilur um málið innan- lands. Mun Tíminn leiða hest sinn frá því, enda er ekki hægt að ræða málið til neinnar hlítar, meðan mörg megingögn mega ekki opin- berlega segjast. En þó er óhætt að geta þess, að öllum þingmönnum a. m. k. mun koma það mjög einkennilega fyrir að þakka Jóni Magnússyni og Jóni J>orlákssyni nokkuð úrslit málsins. Verður sú saga að bíða síðari tíma og verður þó ekki að fyrra bragði hafin deila um það af Tímans hálfu. ‘ Loks mun það koma mörgum kynlega fyrir, ætli Ihaldsmenn og Ihaldsblöðin að eigna sér bróður- partinn af því að íslenskir bændur fengu þessi rétting mála sinna í kjöttollsmálinu. J>ví að það er mála sannast, um mikinn hluta Ihaldsfíokksins, að fylsta áhuga- leysi var þar um alt sem snerti hag íslenskra bænda í kjöttolls- málinu. Og Morgunblaðið og fylgi- blöð þess hin dönsku voru málinu á engan hátt til gagns, nema síður væri. — Eða ætli það sé reglan, að hinir allra áhugalausustu og dáð- lausustu vinni mest gagn? Morgunblaðið er það sem byrjar þennan mjög svo óviðeigandi met- ing um mál þetta. Morgunblaðið er það sem byrjar á því að sparka í og skamma suma aðila, en eigna öðrum heiðurinn. Hefði þá verið hreinlegast af blaðinu að fullyrða að það væri í rauninni Aage Ber- lemé, John Fenger, Jensen-Bjerg o. s. frv. sem bændur ættu það að þakka að linun fékst á kjöttollin- um. J>eir eni hvort sem er peninga- valdið sem stendur á bak við Morgunblaðið, Ihaldsflokkinn og landsstjórnina. Hversvegna flytur Morgunblaðið ekki þakkarávarp sitt til þeirra? Fenger og Berlemé hafa áreið- anlega ekki verið verri í kjöttolls- málinu en Morgunblaðsliðið yfir- leitt. það var yfirleitt ekki hægt að vera dáðlausari í málinu en mikill íjöldi Ihaldspostulanna var. Berlemé og Fenger hafa þó a. m. k. selt allmargar íslenskar kjöt- tunnur um dagana. Nýr læknisdómur. Læknum tekst oft með sérstök- um meðulum að finna eðli hættu- legra sjúkdóma. Læknislyfið lætur sjúkdóminn koma í ljós, svo að ekki verður um deilt hver mein- semdin sé. Sama aðferð á stundum við í landsmálum. Nú í þinglokin tókst með heppilegri aðferð í þinginu að sanna það, að íhaldsflokkurinn og a. m. k. einhverjir af ráðherrunum standa í mjög nánu tilfinninga- sambandi við blaðfyrirtæki Cop- lands og Berlemés. Jafnvel Mbl. sjálft hefir fundið að þetta átti vel við og líkt fyrirspurn minni um af- stöðu Ihaldsflokksins til hinna er- lendu blaðeigenda, við hin fræg- ustu læknislyf. Skortir síst á rétt- mæta viðurkenningu frá hálfu sjúklinganna. Eftir að Halldór Steinsson hafði misnotað fundarstjóravald sitt í efri deild til að hindra umræður um aðstöðu stjórnarinnar til „Ber- lemske Tidende“, við 3. umr. fjár- laganna, var því lýst yfir, að mál- ið yrði tekið upp aftur. Mátti velja tvær leiðir: Knýja stjórnina til svars með þingsályktun eða með fyrirspurn. J>ingsályktun gat kúg- að fram umræður, þó að stjórnin og lið hennar væri dauðhrætt við umtal. Fyrirspurn gaf stjórnar- meirihlutanum betra tækifæri til að renna af hólmi, orustulaust. þessvegna var sú leið farin. Grunn- hygnir menn, kjarklitlir og með stei'ka tilfinningu fyrir óverjanleg- um málstað hlutu að falla í þessa gildru. Sú varð líka raunin. Höfuðritstjóri íhaldsflokksins, J>. G., hefir nýverið 1 Lögréttu við- urkent að eðlilegt hafi verið, að beint hafi verið til íhaldsflokksins fyrirspurn um þetta efni. Einstaka menn hafa fundið að því, að í fyr- irspuminni var tekin upp lýsing á sumum eigendum Mbl. úr Lög- 1E í m a n s cr í Sambanbsþúsinu. ©ptn baglega 9—\2 f. þ. Shnt 496. 19. blað réttu. Varla gat J. M. talið það misráðið. Hann hefir þrásinnis á þingi lýst ritstjóra Lögréttu sem fyrirmynd í blaðamannastétt. Sama hefir Björn Líndal sagt fyrir munn kaupmanna og síldarspekú- lanta. J>. G. þekkir eigendur Mbl. áreiðanlega mjög vel. Og íhalds- flokkurinn getur varla talið illa fara á því, þó að skarplegar at- huganir hans komi í þingtíðindum. Fyrirspumin gaf stjórninni tækifæri til að lýsa aðstöðu sinni til Berlemés, Coplands etc., og um leið hvort hún viðurkendi þjón- ustupilt þeirra, Jón Kjartansson, svokallaðan þm. Skaftfellinga, sem stuðningsmann. Jón Magnússon gat valið um þrjár leiðir, tvær sæmilegar og eina skaðhættulega. Hann valdi þá síð- astnefndu, af því að þar hallaði mest undan fæti. Fyrsta leiðin sem J. M. gat farið var að segja sannleikann blátt áfram og ekkert annað. Játa að hann og lið hans hefði stuðst við hið erlenda fjámiálavald við kosn- ingar bæði fyr og nú. Hann hefði án efa getað með góðri samvisku lýst yfir, að útibú Standard Oil hefði af sinni fátækt lagt fram fé til stuðnings sr. Eggert, Bimi Lín- dal, Jóni J>orlákssyni 0. s. frv. Að sönnu hefði J. M. þá orðið að játa líka, að eigendum Mbl. kæmi ofboð vel að fá 20% verðtoll. Jensen- Bjerg, Jacobsen, Natan og Olsen, Höepfner (Berlemé) 0. fl., sem áttu stórkostlegar vörubirgðir, stórgræða á því. önnur leiðin var að afneita Ber- lemé algerlega, og þá um leið Jóni Kjartanssyni. J>etta hefði hver ein- asti ráðherra í öðrum siðuðum löndum gert, eftir það sem fram hefir komið. J>á hefði J. M. sagt eins og I. C. Christensen í Dan- mörku, þegar Albertí-hneikslið kom í Ijós: Eg vissi ekkert um at- hæfi þessa manns. Hann hefir ver- ið félagsbróðir minn, en um hneikslishliðina á lífi hans hefir mér verið ókunnugt. Slíkt svar hefði þjóðin getað virt og metið. Stjói’nin hefði að vísu mist eitt at- kvæði, þar sem „Kjartansen" var. En hún tapar áreiðanlega mörgum fleiri fyrir að halda Berlemé. þriðja leiðin var að þora ekki að svara. J>á leið fór stjórnin. Hún knúði Hjört, sr. Eggert, Steinsen, Jóhannes, Jóhann úr Eyjum, B. Kr. og Ingibjörgu til að „gaa i drúllen" með sér. Sumir hafa vafalaust verið viljugir og skuld- bundnir áður. Aðrir látið teyma sig hálfblindandi. Mbl. hafði vonast eftir að „dót- ið“ þyrði að kannast við útlendu áhrifin, og Valtý tetrinu urðu það mikil vonbrigði, að Jón Magnússon skyldi aðeins með þögninni og flótt anum viðurkenna samband íhalds- manna við „Berlemske Tidende". En íslenska þjóðin hefir fengið ótvírætt svar. Fyrirspurnin hefir sannað fyrir alþjóð manna, það sem ýmsir vissu, marga grunaði, en flestir vonuðu að ekki væri, nefnilega að erlendir fésýslumenn standa í óeðlilegu, óvenjulegu og óheppilegu sambandi við töluvert stóran hóp manna hér á landi, sem fást við landsmál. Nú er eftir að vita hversu þjóðinni verður um þessa vitneskju. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.