Tíminn - 05.07.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1924, Blaðsíða 1
©fafbfeti 09 afgret&slur,aður ÍLimans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, Samban&sfyúsinu, KeyfjaDÍf. ^ýgreifcsía íimans er í Sambanbs^ústnu (Dpin boglega 9—12 f. b- Simi VIII. ár. Reykjavík 5. júlf 1924 27. blað ™ .. t. . .w - : . ... Milli tveééja elda. Skipulagsskrá fyvir Minningarsjóð Hallgríms Krisíinssonar. 1. gr. Stofnfé sjóðsins er 12000 krónur: a. 10000 krónur, er Samband íslenskra samvinnufélaga hefir ákveðið að leggja fram, og skal það fé ávaxtað í Söfnunarsjóði íslands. b. 2000 króna franílag Kaupl'élags Eyfirðinga, er skal lialdast sem sér- stök deild í sjóðnum, og ávaxtast sem veltufé í Kaupfélagi Ey- firðinga. Innstæðuna og það, sem við liana bætist síðar, má aldrei skerða. Skulu 3/4 vaxtanna leggjast við liöfuðstólinn, '/4 vaxtanna útborgist árlega til stjórnar sjóðsins. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að efla samvinnumentun og styðja framl'arir í verklegum efnum. Vöxtum þeim, er koma til útborgunar, má verja til þeirra fyrirtælcja, er liér greinir: 1. Utanfarir efnilegra manua til að kynnast samvinnufélagsskap og nýjungum í verknaði annara landa. 2. Nýjar aðferðir eða tilraunir til að gera afurðir landsins útgengi- legri og verðmeiri á erlendum markaði. 3. Sýningar á íslenskum framleiðsluvörum, hvort sem þær eru ætl- aðar til útflutnings eða notkunar innanlands. 4. Þýðingar á úrvalsritum eftir merka samvinnufrömuði og aðra um- bótamenn meðal erlendra þjóða. 5. Námskeið, fyrirlestrar og umræðufundir um grundvallaratriði sam- vinnufélagsskapar og annara félagsmála. 6. Tímarit um samvinnumál, er meðal annars fróðleiks hafi að geyma yfirlitsreikninga og hagskýrslur samvinnufélaga. 3. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum. í henni eiga sæti formaður og forstjóri Sambandsins og framkvæmdarstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Stjórnin ráðstafar vöxtum þeim, er' koma til útborgunar ár livert, og leggur skýrslu um úthlutunina fyrir næsta aðalfund Sambandsins. Heimilt er að safna saman vöxtum fyrir fleiri ár í senn, og veita meira fé í einu lagi. 4. gr. Formaður sjóðstjórnarinnar semur reikning um tekjur og gjöld sjóðsins fyrir hvert almanaksár. Skal hann endurskoðaður af hinum kjörnu endurskoðendum Sambandsins. Reykjavík og Akureyri í apríl 1924. Ólafur Briem. S. Kristinsson. Vilhjdlmur Þór. Þeir sem vilja lieiðra minningu Hallgríms Kristinssonar, með því að leggja fé í Minningarsjóðinn, gjöri svo vel að snúa sér til forstjóra Sambandsins eða framkvæmdarstjóra samvinnufélaga, er taka á móti fjárframlögum. Reykjavík í júní 1924. Stjórnin. Barist um einstalca menn. Um heim allan er það svo, þar sem þingræði er, að deilurnar um stefnur og mál, stjórnmálaflokk- anna í milli, snúast oft mest um menn — þá mennina, sem fremst- ir standa í stjómmálaflokkunum. Svo er þessu varið í öllum ná- grannalöndum okkar. Hjá okkur íslendingum hefir þetta átt sér stað í enn ríkara mæli en annarsstaðar, og svo er það enn. það er eðlilegt að mörgu leyti. Við erum svo fáir að hver þekkir annan og veit nálega alt um hagi hans. Stjórnmálabaráttan er því enn persónulegri hér á íslandi en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Almenningurinn lætur oft renna í eitt, málefnin og mennina sem fyrir þeim berjast. þegar miður er hæg aðstaðan að ráðast á málefn- in, er þetta gert heldur, að reyna að gera mennina tortryggilega. Aðstaða frjálslyndu mannanna. 1 öllum löndum er það ennfrem- ur svo, að frjálslyndu mennirnir eiga erfiðasta aðstöðuna. Að þeim er sótt á tvo vegu, því að stefna þeirra liggur mitt á milli öfga- stefnanna til beggja hliða. Annarsvegar sækja að þeim stóreignamennirnir, íhaldsmenn- irnir, sem vilja sníða skipulag þjóðfélagsins þannig, að þeim verði sem greiðust aðstaða að vernda og auka auð sinn. Hinsvegar sækja að þeim jafn- aðarmennirnir, sem eftir meir eða minna löglegum leiðum vilja ger- breyta skipulagi þjóðfélagsins, þjóðnýta alla framleiðslu og eru stjórnmálaflokkur, sem einhliða vill gæta hagsmuna verkamanna- stéttarinnar. Venjulega er það því svo í ölium löndum, að forystumenn frjáls- lyndu flokkanna eru þeir, sem mest eru persónulega ofsóttir. Um það eitt eru blöð íhaldsmanna og jafnaðarmanna sammála að of- sækja forystumenn frjálslyndu flokkanna. Aðstaða Framsóknarflokksins. Sama hefir reynslan vitanlega orðið hér á landi. Frá tveim hliðum er sótt að for- vígismönnum Framsóknarflokks- ins: Morgunblaðinu og fylgifiskum þess annarsvegar og Alþýðublaðinu hinsvegar. Og þann af forystumönnum Framsóknarflokksins, sem mest hefir látið að sér kveða, Jónas Jónsson skólastjóra, er vitanlega langmest ráðist á. Enginn íslensk- ur stjórnmálamaður er svo mjög sem hann hafður milli tanna, ná- grannanna Framsóknarmanna, bæði til hægri og vinstri. Og nú, þegar hann er farinn af landi burt, er gerður að honum sérstaklega harður aðsúgur, og alveg sérstaklega eitraður af Al- þýðublaðsins hálfu, í því skjólinu að penni hans sé ekki við hendina til andsvara. Er það göfugmann- legur leikur — eða hitt þó heldur. Hvers vegna er sérstaklega ráðist á Jónas Jónsson? Englendingurinn segir, að eng- inn verði talinn stjórnmálamaður fyr en hann er skammaður og mynd kemur af honum í pólitisku grínblaði. Vitanlega verða ekki aðrir menn fyrir pólitiskum árásum en þeir, sem eitthvað láta sérstaklega að sér kveða. Frá þeirri hlið skoðað er það hið besta sem fyrir stjórnmálamann- inn kemur að fá skammir and- stæðinganna. það er vottur um að þeir finna, að þarna er maður á ferð sem þeir hafa beig af. því aðeins hafa andstæðir.gar Framsóknarflokksins lagt Jónas Jónsson í einelti árum saman, að þeim stendur mestur beigur af honum, að þeir óttast mest dugn- að hans og íramtak um að koma í framkvæmd stefnumálum Fram- sóknarflckksins, sem þeim eru þyrnir í auga. JJeir vita sem er, að þegar þeir ráðast á hann, þá eru þeir í raun- inni að ráðast á stefnumál ís- lenskra bænda og samvinnumanna, sem Framsóknarflokkinn skipa. Um persónu Jónasar Jónssonar er þeim vitanlega alveg sama, það eru málefnin, sem Framsóknar- flokkurinn berst fyrir, sem þeim er illa við. I eitt skifti fyrir öll þykir rétt að kasta kveðjum á báðar hliðar þessa tilefnis. Morgunblaðið og J. J. Enginn maður, innlendur eða út- lendur, er jafnoft nefndur í Morg- unblaðinu og Jónas Jónsson. Hon- um er kent um alt. Hann er talinn á bak við alt sem miður er gott að áliti blaðsins. Sagnfræðingur síðari tíma, sem blaðar í Morgunblaðinu og dilkum þess þessi árin í heimildarannsókn, mun segja: „Mikill maður hefir hann verið þessi J. J. Hversu óstjórnlega miklu púðri hefir aft- urhaldið íslenska orðið að eyða á hann“. Mjög myndi sagnfræðmg- urinn hrista koll yfir því máttlausa hatri, sem lýsir sér t. d. í skrifum Valtýs Stefánssonar. Ekkert ann- að en máttlaust hatrið og óttinn. þegar Valtýr vesalingur gengur jafnvel svo langt á sunnudaginn var að játa, að Valtýsfjólurnar, „Dumhedens Blomster“, muni prýða sína eigin pólitisku gröf. — Hvers vegna ofsækir Morgun- blaðið J. J. svona ákaflega? þeirri spurningu verður best svarað með því að gera sér grein fyrir því fyrir hverja Morgunblað- ið vinnur. Enda er það ekkert leyndarmál lengur. það vinnur fyr- ir útlenda og innlenda kaupmenn 0g fyrir stóreignamennina. þess vegna ræðst það á J. J. það álítur, að frá honum stafi þessum húsbændum þess mest hætta. það óttast að fyrir áhrif hans eflist samvinnufélögin og taki spón eða spæni drjúga úr askinum erlendra og innlendra kaupmanna. það ótt- ast að bændastéttin, fyrir áhrif hans, láta alvarlega til sín taka á stjórnmálasviðinu, en verði ekki lengur „meínlaus bændalýður“ og „vanfærasta stéttin", eins og Morgunblaðið eitt sinn titlaði ís- lenska bændur. Árásirnar Mbl. á J. J. eru árás- ir á samvinnufélagsskapinn og ís- lenska bændur. þær eru um leið árás á frjálslynda stjórnmálamenn íslenska. Og þetta er ekkert óeðliægt. þetta skilja íslenskir bændur, samvinnumenn og frjálslyndir menn ofurvel. Alþýðublaðið og J. J. Alþýðublaðið hefir til þessa minna ráðist á J. J. einstakan, fremur á Framsóknarflokkinn ;,em heild. Er líka erfiðara um vik. Tíminn og Alþýðublaðið eiga svo fáa lesendur sameiginlega. Tíminn minna lesinn hlutfallslega í næj- unum og Alþýðublaðið hefir hmg- að til lítt komist „út fyrir kaup- staði íslenskt í veður“. I fyrra sumar gerði það þó mjög rætna tilraun til að vega að J. J., og nú fer það enn af stað í sama tón. Reynir á hinn lymskufyista hátt að gera J. J. tortryggilegan í augum bænda og samvinnumanna. Tilgangurinn er auðsjáanlega sá að ljá argasta fjanda sínum, Mbl., vopn í hendur. Að þessu leyti er þessi árás Al- þýðublaðsins á J. J. ennþá rótar- legri en árásir Mbl., enda verður að játa, að það eru ekki útaf eins miklir kálfar sem halda á þeim penna og danska pennanum Morg- unblaðsins. þeir vilja láta líta svo út, þess- ir Alþýðublaðs rithöfundar, sem þeir hafi gert sér einhverjar von- ir um að J. J. yrði að einhverju leyti vilhallur undir þá í stjórn- málum. Er þeir nú eru orðnir úr- kula vonar um það, beita þeir þessum svívirðilegu vopnum á hann og fá þau Mbl. í hendur. Hvers vegna vill Alþbl. fyrst og fremst ríða J. J. niður úr hóp Framsóknarmanna ? Hvers vegna leggur það sérstaka áherslu á að gera hann tortryggilegan, til þess að draga úr áhrifum hans? Svarið liggur beint við. Af því að Alþbl. óttast að J. J. verði þeim sérstaklega örðugur ljár í þúfu, er þeir vilja koma í framkvæmd þjóðnýtingarkenningum sínum og öðrum firrum. Ef til vill af alveg sérstökum ástæðum er þeim illa við J. J. þeir óttast að samvinnufélögin fyrir áhrif hans eflist og í kauptúnunum og geri þannig jarðveginn þar ómóttækilegan fyrir allar byltinga- kenningar. því að þeim er það full- ljóst, að fátækt, örbirgð, mentun- arleysi, verkföll og verkbönn skapa fyrst og fremst jarðveginn í fólk- inu fyrir byltingakenningar. En samvinnufélögin ala upp fjölda efnalega sjálfstæðra, vel mentra og farsælla borgara, sem fastast munu standa gegn þeim pólitisku spekúlöntum, sem á því lifa að æsa lægstu hvatir soltins lýðs. Árásir Alþbl. á J. J. og þessi rætna tilraun þess, að gera hann tortryggilegan, eru því, eins og árásir Mbl., árásir á samvinnu- menn og íslenska bændur, sem Alþbl. veit að muni standa eins og múrveggur gegn þeirri öfgakendu jafnaðarstefnu, sem framkvæmd hefir verið á Rússlandi árum sam- an og mjög ber nú á í Noregi. Og ef til vill er enn ein ástæða til að þessir Alþbl. rithöfundar bregða á þennan leik gegn Fram- sóknarmönnum. þeir eru að vissu leyti eins og maður, sem kominn er að druknun og eru hættir að láta skynsemina stjórna orðum og at- höfnum. það er á allra vitorði að a. m. k. sumir rithöfundar Alþýðublaðsins hafa ekki verkamennina íslensku á bak við sig um öfgakenningar sín- ar. Verkamennirnir íslensku vilja langflestir feta í fótspor hinna hægfara erlendu jafnaðarmanna á Englandi og í Danmörku, sem vinna þar á sumum sviðum með frjálslyndum mönnum. þeir þurfa að leiða athyglina frá sér, þessir rithöfundar. þess vegna veitast þeir að öðrum með þessari fávisku og gefa jafnvel örgustu fjandmönnum sínum vopn í hendur. Heródes og Pílatus. Hún endurtekst ávalt við og við gamla sagan, að á þeim degi urðu Heródes og Pílatus vinir. I mesta bróðerni reyna Alþbl. og Mbl. að ríða J. J. niður. þeim mun ekki takast það. En þeim mun takast annað. þeim mun takast að sannfæra ís- lenska bændur og samvinnumenn og alla frjálslynda menn á Islandi um það, að þá sé framtíð Islands hætta búin, fái önnurhvor álma Reykj avíkurvaldsins að ráða mál- um alþj óðar, — íhaldið kaupmann- anna erlendra og útlendra, eða jafnaðarmenskan öreiganna. þeir munu um það sannfærast, að best fer á að frjálslyndi og víð- sýni ráði og grundvöllurinn sé fyrst og fremst reistur á 1000 ára bændamenningu íslands. -----0---- Bréfkafli úr Fljótshlíð 20. júní. Mikið er nú talað um hreppstjór- ann okkar nýja hér í Hlíðinni. Tómas heitinn á Barkarstöðum gegndi því starfi með sóma og skörungskap til dauðadags, og lét eftir sig efnilega syni, sem við töldum sjálfsagða til að taka við af honum, enda fengu þeir hvor um sig fleiri atkvæði til þess í sýsl- nefndinni en maður sá, sem Björg- vin hefir nú útnefnt. Verðum við Hlíðarmenn nú að líta á hreppstjór ann okkar eins og einskonar gest í sveitinni; situr hann í ábúð tengda- föður síns, síra Eggerts á Breiða- bálsstað, því skorta mun sýslu- mann til þess völd að þvinga hann upp á okkur sem þjóðkirkjuprest, ef síra Eggerts skyldi missa við. Mun Björgvin í þetta sinn hafa sýnt hina mestu hörku í því, að ganga á móti almenningsálitinu, enda ganga hér sögur um það, að síra Eggert hafi orðið að ábyrgj- ast að útvega honum kross fyrir viðvikið. öll eru nú skærin góð. þjóðsagnasafn. Nýlcomið er á bókamarkaðinn annað bindið af hinu mikla og merka þjóðsagna- safni Sigfúsar Sigfússonar, og er að mun stærra en fyrra bindið. Eru vitranasögur í þessu bindi. Ættu menn að eignast bók þessa jafnóð- um og út kemur, því að hún verð- ur merkileg talin og stórfróðleg. Benedikt þórarinsson kaupmaður og fræðimaður hefir aðalútsöluna. -----0----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.