Tíminn - 09.08.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.08.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi oq afgrei&slur'.a&ur tEimans er 51 g u r g e i r ^rt&rifsfon, Samban&sþásmu, Seyfjaoif. ^.fgrcibsía Clmoní ec i Sambanös^úsmu. ®ptn baglega 9—\Z f. I). Shnt 49«. VIII. ár. Enn um Islandsbanka. Hin breytta aðstaða um Islands- banka. Snemma á síðasta þingi komst loks til framkvæmdar sú krafa Framsóknarflokksins að meiri hluta ráðin um stjórn íslands- banka kæmust á hendur þeirra ís- lenskra manna, sem bera ábyrgð gerða sinna gagnvart Alþingi og stjórn Islands, en ekki gagnvart hinum erlendu hluthöfum í bank- anum. Með því skipulagi á það að vera trygt að nú og í framtíðinni, verði bankanum stjórnað fyrst og fremst með hagsmuni landsins fyrir augum. það er og orðið al- viðurkent og verður fullkomlega sannað með tölum, að í raun og veru er hið upphaflega hlutafé bankans alt tapað, en það fjár- magn sem til þess hefir þurft að rétta við bankann og gera honum fært að starfa áfram, er alt lagt íram af einstaklingum íslenskum og ríkissjóði íslands. þessi aðstaða er sá öruggi réttlætisgrundvöllur undir því að yfirráðin yfir bank- anum gangi nú alveg á íslenskar hendur. Vegna þessa mikla aðstöðumun- ar var það að Framsóknarflokk- urinn bar ekki aftur fram á síð- asta Alþingi kröfuna um athugun á íslandsbanka. það var talið sjálfsagt að hinir nýju banka- stjórar fengju að hefja starfsemi sína í næði. Á næsta Alþingi væri sá rétti -tími til að dæma um hversu þeir hefðu gætt hagsmuna landsins um stjórn bankans. þessara sömu ástæða vegna hef- ir Tíminn látið Islandsbankamálið kyrt liggja, að öðru leyti en því sem beint tilefni hefir gefist til nýrrar umræðu. Ný skrif um Islandsbanka. Slíkt nýtt tilefni til umræðu er nú aftur gefið. Mikil ný skrif hafa orðið um málið aftur, hafin af einu bæjar- blaðinu — Alþýðublaðinu — og langt og rækilegt svar komið frá einum bankastjóranum, Eggert Claessen, sem er hinn skipaði bankastjóri af hálfu hluthafanna. þessi nýju skrif um bankann varpa einkennilegu ljósi yfir starf- semi bankans undanfarið. þau sýna ennfremur nauðsynina á að breyting verði í því efni, með því skipulagi sem nú er orðið á bank- anum. Og loks sanna þau mjög ótvírætt á hve miklum rökum krafa Framsóknarflokksins var reist um það að athucun færi fram á bankanum af hálfu Al- þingis. Sérstaklega eru það tvö atriði sem kunn eru orðin af skrifum þessum, sem eru næsta mikils varðandi, og eru þannig vaxin að almenningi má með engu móti vera ókunnugt um þau. Breska lánið til íslandsbanka. það er alkunnugt að hið al- ræmda enska lán tóku þeir Jón Magnússon og Magnús Guðmunds- son aðallega vegna íslandsbanka, enda fékk Islandsbanki meiri hluta þess að láni hjá Islandi, samtals 280 þúsund sterlingspund. það er ennfremur alkunnugt að gengi íslenskrar krónu hefir stór- fallið síðan enska lánið var tekið og kostar nú hvert sterlingspund nálega 32 krónur, en um síðustu áramót kostaði það 30 kr. Reykjavík 9. ágúst 1924 32. blað Arfi Porvaldar. Um heilaga list, og um heimsmæt verk, . aí hendi síns barns — dreymdi norðlenskan klerk. Málskólinn Háva horfði æ fast til hofmensku ríkari storða. — Stórborgin seilist í hæðina hæst; en höllin af stuðlum skín sál vorri næst. í mannheim rís Edda máttkast og stærst musteri bundinna orða. Guðsgjöf vors kyns. Ó, listanna list. Lifandi orðið er síðast og fyrst — sem braglíking, hátt yfir bálum og mold, bregður á snótir og haU. E>au myndasöfn standa um eilífa öld. í andans hásöluxn verður ei kvöld. Hending af rúnum, rist á einn skjöld, reisir upp sögunnar vali. í ætt hafði mannað sig mundin hög uns myndarinn reis, er kvað sjálfum sér lög — að yrkja þá sögn inn í efnís heim, sem orðlaus sinn höfund lifir. Hjá hömrum, sem yrðast við hjarðsveina glaum, í hafþrá, sem andar frá langfara straum, þar bjargfestist viljínn, sem vængbjó hans draum um veraldir tindunum yfir. Á urðir og klif var lögð hans leið. Þar leit hann af brún yfir auðnanna skeið — mikill og einn, einsog eiktarmark, sem árblikur ljómuðu fyrstar. Hans boðun um annan meiri er merk. Miðið var hátt og hans ætlun sterk. Hann línurnar dró fyrir dýrari verk á dagmálum nýrrar lístar. Hann leitaði utan, að vegi, að von, með víðari sjón — og hafborinn son. í barnsins sálu hann blés að þeim hyr, sem brann yfir menningum tveimur. Og aldrei stóð marmari moldu fjær. í mannslíki skein ekki guðlegri blær; né sáust, í hæðunum, nálgast nær norrænn og suðlægur heimur. Og stundirnar liðu. — Hínn stálpaði sveinn stóð meðal sléttunnar sona einn — og las allt hvað var um verkmannsins kjör, í viðina rist og grafið. Á iðjuhöndina hrundu tár; en háfjallasvipur var um hans brár, og blóðið þaut hart einsog átthagans ár, sem öræfin fleygja í hafið. — Og ættníðjínn hófst í hagleik og mennt, hærra en öldin sjálf gat kennt. Styttan bar helgi, styrkleik og yl, sem stefnur og skóla lifir. í eilífu Róm við altarisbál, þar ómar til múgans hið dauða mál — þar vígðist hans starf og þar vængbjóst hans sál til véheima turnunum yfir. Hann átti af námi og gáfu það grip, sem getur fágað alls lífsins svip. Hann þekti að formið er fjötur krafts, sem frjálsan sig reyrir í böndin. í ósæa hreifing er afltakið hnept, af innri glóð ekki neista slept, og þó yfir sálirnar sjálfar kept. Þar sýnir sig meistara höndin. Að haga svo orði að máls verði minnst, var metnaður norrænn, fyrst og hinnst. Og söm eru mundhagans meginlög. Myndin skal lýsa sér sjálfri. Fidias íslands af eldfornum brag yngdi sinn hljómblæ í suðrænt lag. Af rökkvanna Nótt lét hann rísa Dag. Þau ráða hvort — veröld hálfri. — — Af skapandi, íslenskum anda skírð, endurreis Hellas kalda dýrð. Sú fornfist varð ný, er hann nam á sitt vald, með norðursins ALsi í stafni. Var Bjarmalands hetja í hug hans eitt kveld — heyrði’ hann sig sjálfan, við langan eld, heitstrengja gylfa Gullinfeld, gnæfandi í ódáins safni? Hann kunni að sigra í kappi og raun, að klífa björg fyrir giftunnar laun, að standa tímanna storma og rót, þá stundir þess eldra eru taldar — að meta og einka sér annara vit, en aleinn þó sjálfur halda lit. — Á verði hann stóð undir vængjaþyt voldugrar, byltandi aldar. Að þræða sinn einstíg á alfarabraut, að eilífu’ er listanna göfuga þraut að aka seglum á eigin sjó, einn, meðal þúsunda, fylgdar. Frá upprunalandsins eldum og snæ bar arfi Þorvaldar hjartans fræ. Hið sanna líf, með þess línum og blæ, var lögmál hans voldugu snilldar. Heiðinna menninga hróður og snið hófu hans list undir kristnum sið; þar sjón hans nær hátt og híminvítt, frá helgun að sálartöpun. En aldrei stóð mynd í hans anda svo lágt, né ofverkið handa svo langt yfir mátt, að lífsverk hans eigi einn einasta drátt, sem afbakar drottins sköpun. Skrípi af sannleik er falsað fé, sem flekkar myndandi listanna vé, þar fegurð í heild og í hátign skal séð. Hann varð þar aldrei sekur. Hann vissi hvert stríð af hönd er háð uns himni þess einfalda verður náð. Hann viltist aldrei á andlegri dáð, og undrun, sem lögbrotið vekur. Hans lotning, hans dýrkun á lífsins mynd , lyftir hans stórdáð á frægðartind. Þar stendur, sveipuð í hljóði og hæð, höggin út guðanna saga. Hann steini gaf mál fyrir þengli og þjóð; en þyngst vega dánarminjanna ljóð. Þar rekur hann skyldleik við rammíslenskt blóð í ríki Urðar og Braga. — Röðull skín nýr yfir rán og fold. Enn reisist hið fagra til sólar frá mold. Enn setjast að rökum og réttum dóm regin tímans á stóla. Hans tök náðu öllu um alla fram, frá engilvængnum í Ljónsins hramm. En guðborna listin er vítt einsog vamm, þar villingar hlaupast frá skóla. Og því varð hans mið alt sem mest er og hæst, Frá láglands og meðalmennskunnar hlekk þar mannsandans skeyti leita fjærst. Lát ósöngva hugina hreykjast af auð — himnarnir verða þó byrgðir. í eilífðarþroskans þrotlausa sjóð þyrstir hið stundlega, dauðlega blóð. En fleygásta drauminn ber fólkshjartans ljóð, frumorkt við guðanna hirðir. í metorðum Væringinn suður gekk — og höfðingjum orkti sín orðlausu stef, aldinna skáldmanna jafni. Hans eðli og gáfa kom utan um haf. Eigi heimur þau verk, sem hann gaf. En hvergi máist uppruninn af, né íslensk frægð af hans nafni. Einar Benedikísson. það verður ekki séð af reikningi íslandsbanka um síðustu áramót með hvaða gengi þessi skuld bank ans er reiknuð. En nú er það upplýst af skrif- um Eggerts Claessens bankastjóra að á þeim reikningi telur bank- inn sterlingpundið innan við 22 kr. virði eða um 10 kr. lægra verði en það er nú. Hinsvegar er upplýst að Lands- bankinn, sem einnig fékk dálítinn hluta af enska láninu, hefir þegar afskrifað hið rnikla gengistap á því, og reiknar sér sterlingpundið til skuldar á 30 kr., þ. e. við því gengi sem á því var er aðalreikn- ingur hans var saminn um ára- rnótin. þetta mun öllum landslýð þykja næsta eftirtektavert: að bankarnir háfa þannig hvor sína aðferð um að sýna hag sinn í að- alreikningum sínum. Og um alt land munu menn spyrja: Hvor að- ferðin er réttari? Gangverð sterlingpundsins var 30 kr. um síðustu áramót. Eigi að sýna rétta mynd af sterling- pundaskuld í íslenskum krónum, um síðustu áramót, verður það ekki gert með öðru móti en því að reikna pundið á 30 krónur. E. Cl. afsakar sig með gömlum ummælum og spádómum Magn- úsar Guðmundssonar. það er vit- anlega engin afsökun. Enginn get- ur sagt um með vissu hvort pund- ið stígur eða fellur í náinni íram- tíð. Reynslan sýnir að til þessa hefir það verið að stíga, en ís- lenska krónan að falla. Eina rétta aðferðin, á hverjum tíma, er að- ferð Landsbankans, sú að meta enska skuld eftir dags gengi. Afleiðmgin .af .þessaii reikn- ingsfærslu íslandsbanka er sú að miðað .við .núverandi .gengi .er fekuld Islandsbanka í enska láninu nálega þrem miljónum króna ís- lenskra hærri en reikningur bank- ans sýnix- við síðustu áramót. Inneign danska ríkisins í íslandsbanka. Eggert Claessen bankastjóri staðfestir annað næsta eftirtekta- vert atriði. I þeirri upphæð sem síðasti að- alreikningur Islandsbanka telur á hlaupareikningi bankans eru með- al annars 5 — fimm — miijónir króna sem danska ríkið á hjá Is- landsbanka. pessi skifti stafa frá þeim tíma er íslandsbanki átti erfið- asta aðstöðu. Bankanum bar skylda til að yfirfæra peninga, en hann gat það ekki, sem alkunnugt varð á þeirri tíð. Landsstjórnin þá- verandi, Jón Magnússon og Magn- ús Guðmundsson, fékk því þá til vegar komið að ríkissjóður Dana tók að sér að greiða það fé sem póstsjóður þurfti að fá yfirfært, en póstsjóður borgaði inn í íslands- banka. Vafalítið hefir þetta skipu- lag aðeins átt að eiga sér stað í bili, uns íslandsbanki gæti aftur farið að yfirfæra. Póstsjóður Is- lands greiddi jafnan alt sitt inn í íslandsbanka. Ríkissjóður Dana greiddi upphæðirnar jafnóðum ytra. þannig er íslandsbanki kom- inn í 5 miljóna króna skuld við danska ríkið. þegar þetta gerðist var enginn gengismunur á íslenskri og danskri krónu. En síðan er hann kominn á og nam um áramót rúmlega Vs, sem danska krónan var hærri. þá rís spurningin: Er þessi skuld íslandsbanka við danska rík- ið danskar eða íslenskar krónur. Mismunurinn ,nú er tæplega §in miljón íslenskra króna. það er fullyrt manna í milli að fjármálaráðherra Dana haldi því fram að skuldin eigi að greiðast i dönskum krónum, enda hefir rík- issjóðurinn danski vitanlega greitt þetta í dönskum krónum. Hinsvegar heldur E. Cl. því fram að Islandsbanki hafi aldrei „gengist undir að greiða upphæð- ina í dönskum krónum“. Hún sé borguð inn í íslenskum seðlum og Fzh. á 4. slGu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.