Tíminn - 16.08.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1924, Blaðsíða 1
©jaíbtox og afgrciöslur'.a&ur Timarts er Sigurgeir ^ri&tifsfon, Sambanbsþúsinu, JÍeYfjapff. YIII. ár. Reybjarík 16. ágúst 1924 ^fgteifcsía Cimans er i Sambartös^úsmti. ©pín baglega 9—f2 f. I>. Sími <196. 33. blað Utan úr heimi. Danir leggja niður her og flota. Hermál Dana hafa lengi verið deiluefni milli frjálslyndra manna í Danmörku og íhalds- eða aftur- haldsflokksins. Estrup og hans sinnar lögðu út í þráláta baráttu um hervarnirnar. þeir vildu víg- girða Kaupmannahöfn og búa þjóðina undir stríð. En almenning- ur í landinu, bæði í sveitum og borgum, hafði ekki trú á þessu herskaparbraski. Neðri deildin feldi hvað eftir annað fjárlaga- frumvarp Estrups, vegna miljón- anna, sem áttu að ganga til her- varnanna. íhaldsmenn stjórnuðu þá með ofbeldi í trássi við þjóðar- viljann. þeir tóku fé úr ríkissjóði eftir því sem þeim bauð við að horfa, og lögðu í víggirðingu höf- uðborgarinnar. Eftir að afturhaldsflokkurinn hafði í nálega mannsaldur í skjóli hersins haldið uppi þessu stjómar- formi, kúgað frjálslynda menn í Danmörku og hundsað sjálfstæðis- kröfur íslendinga, kom þar, að hann varð að sleppa takinu laust eftir aldamótin. Afturhaldsskips- höfnin á þjóðarfleytunni var þá orðin svo fámenn, að ekki var lengur unt að halda niðri marg- földum meirihluta þjóðarinnar. En Khöfn hafði verið víggirt og herinn efldur. Nú í sumar er ver- ið að rífa niður sum þessi virki með ærnum kostnaði. Virkin eru feikna haugar úr steinsteypu og jámi, en því er nú öllu sundrað með sterkustu sprengiefnum. þar er eyðilagður hinn sýnilegi minn- isvarði íhaldsráðsmenskunnar. Allan Estrupstímann og síðan hafa frjálslyndir Danir haldið því fram, að herbúnaður þar í landi væri ekki eingöngu gagnslaus, heldur hreint og beint til hættu fyrir þjóðina. Ef Kaupmannahöfn væri víggirt, hefði her og floti fjandsamlegra stórvelda rétt til að skjóta á bæinn, vegna virkjanna. Smáríki eins og Danmörk gæti hvort sem er aldrei varist nema stutt móti stórveldi. Víggirðing og herbúnaður, sem þó væri gagns- laus er á reyndi, væri aðeins byrði fyrir þjóðina — á friðartímum, en í ófriði til eyðileggingar bæði mönnum og mannvirkjum. Víggirðingaofsi íhaldsmanna er nú fyrir löngu kulnaður, og virk- in eru flest rifin niður. En Danir eyða samt um 60 miljónum króna á ári til hervarna, sem almenning- ur hefir bæði ótrú og ömun á. Hermálaráðherrann nýi, Ras- mussen, hefir lýst yfir, að hann muni nú með haustinu koma fram með frumvarp um að leggja niðui her og flota, nema að því leyti sem varðskip þarf með ströndinni og varðlið á landamærum. Sparnaður er áætlaður árlega um 50 miljónir króna, eftir að hið nýja fyrirkomu- lag er farið að hafa áhrif. Fullvíst er, að sparnaðartillaga þessi gengur í einhverri svipaðri mynd gegnum neðri deild danska þingsins. Verkamannaflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn virðast vera samhuga um þessa stórfeldu sparnaðarráðstöfun. 1 landsþinginu getur skeð að frumvarp þetta verði felt í byrjun. En sú mótstaða getur ekki orðið til langframa. Gagns- leysi hers og flota í Danmörku er svo átakanlega sannað með dómi sögunnar, að þar um verður ekki deilt. Og aðstaða íhaldsflokksins danska til hersins hefir altaf ver- ið óvinsæl hjá almenningi, og sífelt verið um undanhald að ræða eftir því sem frjálslynda flokknum óx fiskur um hrygg. Danskir menn á herskyldualdri hafa lítið rómað líf- ið í herskálunum, m. a. kært yfir ruddalegri framkomu undirfor- ingjanna í daglegri viðbúð. Nýlega réðust nokkrir gamlir hermenn á undirforingja, sem þeim hafði þótt koma ómannúðlega fram, meðan hann var yfirmaður þeirra, og börðu hann til óbóta. Má af slík- um dæmum sjá, hve almenningi er móti skapi vistin í hernum. ** ----0---- Jón Bergsson á Egilsstöðum. Mér mun lengi verða minnisstæð fyrsta koman í Egilsstaði. Líklega liggur ekkert heimili á sama hátt yfir þvera þjóðbraut. þar mætast þjóðvegir úr fjórum höfuðáttum. Egilsstaðir eru miðstöð héraðsins írá náttúrunnar hendi. Svo hefir verið frá alda öðli. En fyrst í tíð bóndans, sem þar bjó og nú er ný- iátinn, hafa mennirnir gert Egils- staði að því sem þeir eftir legu sinni áttu að vera, höfuðsetur Austurlands. Á Egilsstöðum er nú stórt, vel xæktað og slétt tún, góð útihús og rúmgott íbúðarhús. þar að auki er þar eitt hið stærsta og besta gisti- hús, sem til er hér á landi. Og bóndinn, sem hafði gert Egilsstaði að þessu höfuðbóli, hann varð blindur á miðjum aldri, og hélt samt áfram að stjórna þessu stóra, umfangsmikla heimili, svo að hvergi sáust missmíðar úti eða inna. það er gaman að koma að Egils- stöðum og sjá hvað Jón og Margrét hafa gert þar. En það var samt enn skemtilegra að hitta hjónin sjálf og tala við þau. Fáar konur þóttu glæsilegri en húsfreyjan. Og hús- bóndinn, þessi hægláti, yfirlætis- lausi maður, sem varð blindur og dæmdur til athafnaleysis á miðj- um starfstímanum, hann varð ógleymanlegur hverjum þeim, sem kyntist honum til muna. Mér kom Jón á Egilsstöðum svo fyrir sjónir, að hann væri í hugsun og starfi fyrirmynd íslenskra land- nema, eins og þeir hafa verið síðan viðreisnin byrjaði, og eins og þeir ættu að verða, sem erfa núlifandi kynslóð. Hann tók við jörð, sem var vanrækt og skilaði henni sem nýtísku, uppbygðu höfuðbóli. Hann ólst upp við verslun í hönd- um erlendra mangara. Hann rak sjálfur, eins og jafnaldri hans Magnús Kristjánsson um stund verslun fyrir eigin reikning, í sam- kepni við selstöðuverslanirnar er- lendu. En þegar sjálfseignarversl- un bænda hófst á Austurlandi varð Jón Bergsson þegar frá byrjun einn af helstu forkólfum þeirrar hreyfingar og lagði verslun sína niður, þó aðstaðan á Egilsstöðum gæfi bóndanum þar örugt tækifæri til að græða, ekki síst með glingur- verslun. Og þegar veikindin hindr- uðu Jón frá að vinna að kaupfélag- inu, tók einn af sonum hans þar við, og nú er félag Héraðsbúa ein hin sterkasta sjálfseignaverslun bænda á íslandi. Væntanlega kem- ur þar áður en langt um líður, að þetta félag hafi aðra deild á Egils- stöðum. pá væri á réttan hátt hald- ið áfram starfi Jóns Bergssonar. Biðjið um | Capsian, j Navy Cuf i |i Mediutn i • r reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, '/4 pund Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V" ÍIXc5Ll±XAg-SL2?. cork (turkish)..Kr. 118.75 pi'. þús. Westminster AA Derby . Morisco. Dubec . Clysma . Spinet . Special Sunripe Chief Whip . 125.00 — 125.00 — 131.25 — 143.75 — 106.25 — 75.00 — 73.75 — Utan Reykjavíkur má verðið vera þvi hærra, sem nemur flutn- ingskoitnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/9. Iiandsverslun íslands. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni. Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og lieila skipsfarma frá Svídjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. ..-.....— Eik og efni í þilfar til skipa. — Myrkrið steypti ekki hjálmi ein- angrunarinnar yfir Jón á Egils- stöðum. Börn hans og kona lásu fyrir hann, 0g sjálfur stóð hann í lifandi sambandi við mannstraum- inn á krossgötunum. Með viðtali og af blöðum og bókum fylgdist hann með öllu sem gerðist, bæði á Is- landi og úti í hinum stóra heimi. Blindi maðurinn sá út yfir land sitt og lengra til. Hann fylgdi nákvæm- lega hreyfingunum á taflborðinu; hann skildi og dæmdi með ró og glöggleik um viðburði dagsins og viðhorfið til allra hliða. þannig hafa íslenskir bændur verið bestir. pannig hafa þær stoð- ir verið, sem hafa skapað hina fornu menningu landsins, haldið við Ijósi lífsins gegnum miðaldirn- ar og hafið viðreisn landsins. þeir hafa verið athafnamenn, starfsam- ir, góðir félagsbræður, víðsýnir og hégiljulausir í orðum og athöfn- um. Fjöldi manna kemur árlega að Egilsstöðum. Unga kynslóðin hefir gott af að athuga hvað þar hefir verið gert, hvað liggur eftir land- námsmann hinnar nýju tíðar, hvað hann gerði fyrir heimili sitt, og hvað hann var fyrir félagslíf hér- aðsins. J. J. -----0---- Morgunblaðið lætur í ljós mikla ánægju yfir 50 ára minning stjórn- arskrárinnar og þeim framförum sem orðið hafa í landinu síðan. það gleymir því í bili að kaup- mannastéttin þáverandi sem alveg óskift og meginið af æðri embætt- ismönnunum — þessir tveir aðilar sem nú standa að Morgunblaðinu — gerði alt sem hægt var að gera móti Jóni Sigurðssyni og móti því að ísland fengi stjórnarskrá, og nú hafa eftirmenn þeirra við Morgun- blaðið stofnað stjórnmálaflokk til að halda í og hindra framfarir. Búnaðarfélag Garða og Bessa- staðahreppa á Álftanesi á sögu að segja sem vel má verða þjóðkunn. Fyrir fáum árum voru félögin tvö, og gerðu næsta lítið gagn, vart annað en að skifta jarðabóta- styrknum milli félagsmanna. pá voru félögin sameinuð og hafin í þeim ný stefna. Allur jarðabóta- styrkurinn var fyrst um sinn lagð- ur í fálagssjóð og auk þess 5 kr. árstillag frá hverjum félags- manni. í vetur var sjóður þessi orðinn á fjórða þúsund krónur og þá setti félagið honum skipulags- skrá. Sjóðnum á að verja til að veita félagsmönnum lán til áburð- arkaupa og jarðabóta. Vextir eru 1 % lægri en bankavextir. Fyrst um sinn leggjast enn allir vextir við sjóðinn, ennfremur árstillög félags manna og 20% af jarðabótastyrkn- um. þegar sjóðurinn verður orð- inn 15 þús. kr. má verja V3 af vöxt unum til styrktar og verðlauna fyrir landbúnaðarframkvæmdir og þegar sjóðurinn er orðinn 25 þús. kr. má verja 3/4 vaxtanna í þessu skyni. „Dagrenning“ heitir nýtt blað sem farið er að koma út hér í bæn- um. Útgefendur eru ungir menn ónafngreindir, en ritstjóri Bjarni Jónsson frá Vogi. Fer vel af stað, hvað sem verður. Megingrein í fyrsta blaði finnur að því rétti- lega hve íslendingar hafa illa staðið saman um að styðja Eim- skipafélag Islands. Haraldur Níelsson prófessor er nýlega kominn heim úr ferð um Vesturland. Var honum vel fagn- að þar vestra að vanda. Segir blaðið „Skutull“ á Isafirði frá er- indum þeim, er hann flutti á Isa- firði við ágæta aðsókn. Blaðið seg- ir ennfremur: „Víða um land eru sálfræðileg efni stunduð af hinu mesta kappi. Nálgast fræði þessi trúmálin á aðra hlið og læknisfræð- ina á hina. Hjá oss eru eigi allfá- ir, sem kosta kapps um að vita árangur sálfræðilegra rannsókna erlendis og leggja eftir megni stund áþær sjálfir. Haraldur Níels- son er þar einn hver fremstur í röð. Er frásögnum og tilraunum þessara manna mildll gaumur gef- inn af mörgum og trúnaður á lagð- ur. Kann vera að ýmsir séu þar fullfljótir á sér og auðtrúa. Hins- vegar geysast nokkrir gegn þeim og telja fara með prettvíslegar blekkingar og hættulega villu.Virð- ist slíkt misráðið, því mestu skift- ir að athugun þessi geti farið fram með stillingu og vísindalegri vand- virkni og nákvæmni í öllum grein- um. En árásir og ádeilur eru því til tálmunar“. Björn Jakobsson leikfimiskenn- £.ri er nýkominn heim úr suður- göngu. Dvaldist hann mánaðar- tíma í Parísarborg meðan þar voru háðir ólympisku leikirnir. Væntir Tíminn þess að geta flutt frá hon- um fregnir af þeim. Arnór Sigurjónsson skólastjóri frá Breiðumýri dvaldist hér í bæn- um fáa daga vegna skóla síns, en fór heim á leið með Esju í gær. Stendur nú sem hæst smíði hins nýja s'kólahúss þingeyinga á Litlu- Laugum í Reykjadal og á að verða lokið fyrir áramót. Jóhann Krist- jánsson húsameistari hefir yfirum- sjón með smíðinu. Verður skólahús þetta um margt til fyrirmyndar. Nautgripaábyrgðarfélag eru Vatnsleysustrandarmenn að stofna hjá sér og á að vera skylduvá- trygging um allan hreppinn. Svargrein við greininni um Is- landsbanka í síðasta blaði hefir Tímanum borist frá Eggert Claes- sen bankastjóra, en svo seint að ekki gat birst í þessu blaði. Verð- ur hún prentuð í næsta blaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.