Tíminn - 27.09.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi oo, afgrei6slui"a6ur íTimans er 5 i ð u r g e i r ^ r i 6 r i ! s f o n, Sambauaíbúsinu, KeYfjautf. ^f^relbsía C í m a ti s er i Sambanösfyúsinu 0pin baglega 9—[2 f. b- Simi 496- VIII. ár. Reykjavík 27. septeinber 1924 39. blað Biðjið um Capstan, Navy Cut JMedium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, */4 pund [Jtan úrheimi. Kosningainar í Noregi. í Noregi er kosið þriðja hvert ár, og nú fara kosningar fram í haust. Kjördæmin eru stór og kosið með hlutfallskosningu. Stundum eru 12 þingmenn fyrir sama kjördæmi. Kosningasennan byrjaði undir eins og þingi sleit um mitt sum- ar. Berge, forkólfur afturhalds- manna, sagði af sér í þinglokin, er hann sá, að þingið vildi ekki af- nema bann gegn sterkum drykkj- um. Berge er gamall maður, hafði á yngri árum verið skólakennari og frjálslyndur í skoðunum, og þótti töluvert að honum kveða í flokki vinstrimanna. Síðan varð hann nokkur ár amtmaður, skamt frá Osló. I Noregi þurfa amtmenn ekki að vera lögíræðingar. Smátt og smátt snérist hann frá sínum flokki og gerðist rammur aftur- haldsmaður. Meðan hann var frjálslyndur, höfðu íhaldsblöðin úthúðað honum sem mest þau máttu og töldu það hina mestu óhæl'u, er vinstrimenn gerðu hann að amtmanni. Nú hæla sömu blöð- in honum á hvert reipi, og þykir sem hann einn geti frelsað landið. Berge fór undir eins á fyrirlestra- ferð nálega um alt landið. Hann er í kjöri í Bergen, efstur á lista aft- urhaldsmanna þar. Mowinckel,foringi vinstrimanna, er miðaldra maður. Hann er skips- eigandi og talinn vellauðugur mað- ur. Fyrirrennari hans, Gunnar Knudsen, sem lengi var foringj frjálslynda flokksins, var líka út- gerðarmaður og miljónamæringur. Um þá báða er sögð sú saga, að þó að þeir séu auðugir atvinnu- rekendur, þá hafi þeir sjaldan lent í kaupdeilum við verkamenn sína. Báðir talið sér haginn meiri að góðu sambýli við starfsmenn sína, neldur en að illindum og ófriði, og samt grætt manna mest. Mowinck- el stendur í Noregi einna fremst- ur um að efla góða sambúð milli Norðurlandaþjóða. Hann kvað einna fyrstur upp úr á þinginu um að hann vildi unna íslendingum góðra samninga í kjötmálinu. Mo- winckel og nálega alt ráðuneytið lagði líka af stað í kosningaleið- angur og fóru víða um landið. Gunnar Knudsen, sem sestur var í helgan stein, og hættur að sitja á þingi, greip enn sverð og skjöld og fór norður um alt Hálogaland og Finnmörk, til að berja á aftur- haldsmönnum. Sagðist hann myndi hafa setið hjá, ef sér hefði ekki sýnst þjóðhætta á ferðum, ef afturhaldsmenn gætu myndað stjórn eftir kosningar. Bjóst hann við, að þeir myndu þá selja gróða- félögum ýmsar dýrmætar eignir, fossa, námur o. s. frv., sem vinstri- menn hafa trygt þjóðfélaginu og vilja ekki láta koma í hendur braskara. Verkamannaflokkurinn í Nor- egi er mjög stór, vex jafnhratt og bæir og stóriðnaður í landinu. En hann er þrískiftur og nýtur sín því minna en í sumum öðrum lönd- um. Eitt brotið vill vinna að við- reisn verkamanna með hægfara umbótum, eins og allur þorri verk- manna í Evrópu utan Rússlands. Annað brotið trúir mjög á gagn- semi byltinga fyrir verkamenn, en vill ekki hlíta skipunum frá Rúss- landi um hversu vinna skuli í Noregi. Foringi þessa flokks heit- ir Tranmæl, og er ritstjóri aðal- blaðs þessa flokksbrots. Tranmæl er mikill mælskugarpur og þykir mestur skörungur af verkamönn- um í Noregi. Hann hefir ekki boð- ið sig fram til þings fyr en nú. þriðja brotið eru hinir eiginlegu Moskvamenn. þeir tala mikið um byltingu, en hafa sig lítt fram í verki, og skoða sig eins og deild í því verkamannasambandi, sem byggir á rússnesku byltingunni. Sennilegt þykir í Noregi að þetta flokksbrot minki nú við kosning- arnar og hverfi áður langt líður úr sögunni. Bændaflokkurinn e, yngstur og minstur af höfuðflokkunum, hefir ekki nema einn mann fram yfir Framsóknarflokkinn íslenska. Foi'- ingi bændaflokksins heitir Mell- bye, stórauðugur bóndi austan- fjalls, og gamall hægrimaður. Bændaflokkui’inn vex áreiðanlega þingstyi’kur við kosningarnar. Telja bændur að þar sem allar aðrar stéttir hafi samtök um hags- munamál sín, geti bændur ekki, sér að skaðlausu, staðið sundrað- ir. Bændaflokkurinn fylgir fast fram korntolli, til að vega salt móti verndartollum iðnaðarins. Er helst talað um að koma á einka- sölu á korni, bæði til að hjálpa bændum við atvinnureksturinn, og til að tryggja neytendum ósvikna vöru. En flokkana greinir mjög á um formið og leiðirnar. Veika hlið bændaflokksins norska er það, að flokksmennina greinir á innbyrðis Siðferðileg Valtýsfjóla. I fyrradag stendur í Morgun- blaðinu ritstjórnargrein um bann- lögin. Hún er bersýnilega rituð af Valtý Stefánssyni. Fjólui’nar og hugsanagrauturinn segir eftir. I greininni koma fram næsta eftirtektaverðar kenningar. Verð- ur hér að þeim vikið dálítið. Umræðuefnið er hinn nýaf- staðni bruni á Hverfisgötu. Orsök eldsins var sú, að vínbruggari var þar með tól sín og kviknaði í öllu saman. því er átakanlega lýst, að „fátækar fjölskyldur missa aleigu sína“ og að „tilviljun var það að börn brunnu ekki inni“. Hefði einhverjum orðið á að í’æða um, hversu hættulegir þeir menn séu þjóðfélaginu, sem slík verk fremja, að þeim ætti að refsa, að lögregla og yfirvöld ættu að því að keppa að uppræta slíkt illgresi í þjóðfélaginu. Valtýr ritar ekki eitt orð um það. Hann di’egur beinlínis dár að þeim mönnum, sem svo tali og hugsi. þeir menn, sem „ásaka landsstjórn og lögreglu“, „heimta eftirlit, löggæslu“ o. s. frv., þeir „gala utan og ofan við allan veru- leika“, þeir „skilja ekki mannlegt eðli“, segir Valtýr. Ekki eitt orð heyrist frá Valtý til ásökunar eða hnjóðs vínbrugg- urunum sem kveiktu í húsinu. Hann mun telja sig „skilja mann- legt eðli“, hann Valtýr. Eina hugsunin, sem hjá honum vaknar, er sú, að afnema aðflutn- ingsbannið á sterku áfengu drykkj unum „og það sem fyrst“. — Enn fjölyrðir Valtýr um það, að fullvíst sé, að verslað sé með heimabruggað áfengi, að hver maður geti fengið það keypt, að um sum hin mestu hitamál, t. d. bannið og viðhorfið í bai’áttunni við leyfar dönsku menningarinnar. Kosningabai’áttan snýst á yfii'- borðinu um það hvort Berge eða Mowinckel eigi að halda um stjórn taumana á næstu ái’um. En undir- niðri er bai’ist um mörg menn- ingarmál, hvort sterk vín skuli leyfð eða bönnuð, hvort alþýðu- mentun skuli efld eða dregið úr, hvort hin þjóðlega barátta um mál og menningu á að njóta stuðn- ings eða búa við andúð ríkisvalds- ins og að síðustu hvort tryggja á þjóðfélaginu auðs- og aflsupp- sprettur, eða afhenda þær gróðafélögum einstakra manna. allir viti, að þessi og þessi maður fremji þessi lagabrot. Hefði einhvei’jum orðið á að halda þá áfram lestrinum og spyrja, hversvegna lögreglan hafi ekki rannsakað hjá þessum mönn- um — úr því þetta sé svona al- kunnugt. Hér eigi hlut að máli eitt mesta siðferðismálið á dagskrá þjóðarinnar og hér eigi hlut að máli þau einu lög, sem þjóðin krafðist að fá, með ríkum meii’i- hluta við alþjóðaratkvæðagreiðslu. Ónei! Valtýr segir ekki eitt ein- asta orð um þetta. Hann dregur dár að þeim mönnum, sem svona hugsi og tali. þeir menn „gala ut- an og ofan við allan venileika“, „skilja ekki mannlegt eðli“ o. s. frv. Einasta hugsunin, sem hjá Val- tý vaknar út af þessu er sú, að af • nema aðflutningsbannið á sterku áfengu drykkjunum. Vegna glæpamannanna. það er málgagn landsstjórnai’- innar sem heldur þessari kenningu fram. Málgagn dómsmálaráðherr- ans, Jóns Magnússonai’, leyfir sér þannig að draga dár að hinum lög- hlýðnu borgurum, og heimtar það, glæpanna vegna og glæpa- mannanna, að lögin séu afnumin — „og það sem fyrst“. Hefir nokkru sinni nokkur mað- ur heyrt talað um aðra eins ósvífni ? Hliðstæð dæmi eru þessi: Alþingi setur lög um friðun landhelginnar fyrir veiðum út- lendinga og fyrir öllum botnvörpu- veiðum. það er alkunnugt að lögin eru brotin. Skipverjum á strandvarna- skipunum er stundum nálega mis- þyrmt og þeir eru teknir fastir af sökudólgunum. Er það þá ekki að „gala utan og ofan við allan veruleika“, eru það ekki þeir menn einir, sem ekki „skilja mannlegt eðli“, sem heimta að reynt sé engu að síður að fram- fylgja lögunum? það er vitanlega bein afleiðing af þessu nýja siðferði Morgun- blaðsins. Lögin um friðun land- helginnar ætti að nema úr gildi „og það sem fyrst“, að kenningu Morgunblaðsins. — Enn eru lög um friðun æðar- fugls. þeir „skilja ekki mannlegt eðli“, mundi Valtýr segja, sem sett hafa þessi lög. Sumum mönn- um þykir svo gaman að skjóta. Og æðarfuglinn er víða skotinn., Eina ráðið að nema úr gildi friðunarlög- in, „og það sem fyrst“ — er rök- rétta afleiðing þessarar siðferði- legu Valtýsfjólu. Göíugnr ferilll það væri fróðleg bók, ef rituð væri saga andbanninganna á Is- landi, sumra þeirra, sem hæst hafa látið og öruggast sótt fram um að drepa niður einu göfgasta siðferð- ismáli þjóðarinnar. Við hvert tækifæri hafa þeir lýst því yfir, að það væri sjálf- sagt, að það væri göfugt að brjóta lög þjóðar sinnar, og ríða niður þessa baráttu gegn áfengisbölinu. þannig kölluðu þeir á smyglarana og vínbruggarana og buðu þeim aðstoð, yfirhilming og viðskifti fyrirfram. Og þeir fengu bæn- heyrslu. Glæpamennirnir þutu upp eins og gorkúlur á haugi. það var sleginn múr um þá og það voru hinir háu, sem einkum gerðu það. Ágirnd, lymska og undirferli voru einkunnarorðin, sem skráð voru á enni smyglaranna og brugg aranna. Og nú, þegar hús brennur og fá- tæklingar tapa eigum sínum, af því að einn bruggarinn er svo slysinn að kveikja í drykknum, sem átti að væta þyrstar varir andbanninganna, þá hrópar mál- gagn landsstjórnarinnar: Burt með bannið, og engin önnur hugs- un kemst að hjá því. það liggur vitanlega á bak við, að það hafi alt verið gott og göf- ugt sem bruggarinn var þarna að fremja, enda er ekki blakað við honum einu orði. það er beinlínis dregið dár að þeim mönnum, sem vilja vinna að framkvæmd hinnar háleitu sið- ferðishugsjónar bannlaganna. það er höfuðmálgagn lands- stjórnarinnar sem gerir það. Göfugu smyglarai’, segir blað landsstjóinai'innar. þökk sé ykkur fyrir að þið hafið svalað okkur og fylt okkur ái*um saman! En enn þakklátari erum við fyrir það, að nú hafið þið brent hús á Hverfis- götu og þar með gefið okkur nýtt vopn í hendur til þess að heimta afnám bannlaganna! Við vonum að þjóðin láti sér nú loks segjast og „skilji mannlegt eðlU, er hún sér svo djarfmannlega framgöngu ykkar! Og enn má leggja orðin á varir stjórnarblaðsins: þökk sé Halldóri Georg Stefáns- syni lækni fyrir starf hans við að gefa út áfengislyfseðla, því að nú skulum við vegna þessarar starf- semi hans heimta afnám bannlag- anna: Ábyrgð landsstjómarinnar. það er vitanlega aðalreglan, að höfuðmálgagn landsstjórnar túlk- ar vilja hennar og stjórnmála- flokks þess, sem að henni stendur. Almenningur á íslandi hlýtur að ganga út frá því, að það sé lands- stjórnin og íhaldsflokkurinn sem stendur að baki kröfu Morgun- blaðsins um afnám bannlaganna vegna glæpamannanna á Hverfis- götu. Standi þessi ummæli Morgun- blaðsins áfram ómótmælt í því, eins og þau hafa staðið dagana sem síðan era liðnir, verði Valtýr Stef- ánsson áfram hinn opinberi mál- svaii landsstjómarinnar og Ihalds- flokksins, þá er ekki um að villast. þá er þetta krafa landsstjórnar og Ihaldsflokks, reist á þessum mjög svo göfuga húsbrana á Hverfis- götu. það er gott að vita það. það er gott að þjóðin viti það, sjái það svart á hvítu, í sjálfu höfuðmál- gagni landsstjórnarinnar, hvers hún má vænta af landsstjórninni, hvaða flokkur og hvaða lands- stjórn það er, sem nú fer með völdin á íslandi, og hverjar eru þær göfugu hugsjónir, sem þeir aðilar ætla að koma í framkvæmd. því að það er fullkominn mis- skilningur að Fenger og Berléme einir, ásamt hluthöfunum öðrum dönskum og íslenskum, beri ábyrgðina á Morgunblaðinu, stefnu þess og misþyrming þess á góðum málefnum og íslenskri tiuigu. Landsstjómin og íhalds- flokkurinn bera aðalábyrgðina. Morgunblaðið er þeirra aðalmál- gagn, blaðið sem lyfti þeim í valdasessinn, blaðið sem styður stjórn þeirra fastast, hvað sem hún fremur. Hún er ekkert vafasöm sam- ábyrgðin á því sviði. Sigurður Kristjánsson aldurs- forseti íslenskra bókaútgefenda og prentara varð sjötugur síðastlið- inn þriðjudag og ber aldurinn vel. Prentarar gengu í skrúðgöngu á fund hans, árnuðu honum heilla og færðu honum skrautritað heillaóskakvæði ort af Stefáni frá Hvítadal. Hundastríðið. Ekki mun enn séð fyrir endann á hundamálinu hér í bænum. Stofna hundaeigendur til eindreginna mótmæla gegn því að missa hundana. Er sagt að sumir hóti hörðu og vilji kúga bæjar- stjórn og landsstjórn til þess að éta alt ofan í sig. Hundafrumvarp- ið var fyrsta íhaldsfrumvarpið á Alþingi síðasta, og hið þarfasta sem kom úr þeirri átt. Sjálfsagt verður þeim ekki meira fyrir að heykjast á því en öðru. Sigurvonin andbanninganna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.