Tíminn - 27.12.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.12.1924, Blaðsíða 1
CÖfaíbferi oa aj*rei&slur'aí>ur Ctmans er £• i q, u r g, e t r ^riörifsfon, Sambanbsfyúsinu, Heyfjanif. ^fgteifcsía í imans er i Sambanbsfjúsinu ©pin baglega 9—12 f. þ Sími $96. VIII. Ar. Keykjavík 27. desbr. 1924 52. bluö er nýtt nafn á gamla Heiisuhæiis- íélaginu, sem stofnað var fyrir 18 ávum (13. nóv. 1906), og kunnugt er alþjóð manna. Stjóm þess — en hana skipa Eggert bankastjóri Claessen, Har- aldur kaupm. Árnason, K. Zimsen borgarstjóri, Magnús bæjarlæknir Pétursson og undirritaður — hefir sent út áskorun um landið, til þess aö hvetja menn til enn frekari við- náms og baráttu gegn hættuleg- asta sjúkdómi þessa lands, berkla- veikinni, sem sáir eitri sínu um heimilin, sem berst mann frá j manni, bæ frá bæ, sveit úr sveit, og það sem verst er: sjúkdómur- ; inn ræðst umfram alt á börnin, t framtíðarvon foreldranna og mátt- j arstoðir næstu kynslóðar. Hann ; læðist að þeim, drepur þau stund- ' um skyndilega, en oftar liggur ; hann einhversstaðar í líkama ' þeirra eins og vel falinn eldur í hlóðum. Ef felhellan er hæfilega þung til þess að vernda eldsneyt- j ið of hraðri brenslu, geymist eld- urinn lengi, án þess að brenna það , upp. Börnin geta lifað lengi með i falda eldinn, berklahreiðrin. Nátt- : úran hjálpar mönnunum til að vinna bug á berklagerlunum, stundum, oft. Til allrar hamingju læknast stóimikill hluti þeirra ( barna, sem hafa tekið berklaveik- 1 ma í bernsku, til fulls. En því mið- 1 ur er hitt títt: Blómlegu, rjóðu og þriflegu börnin verða fölleit, mög- ur, fá kirtlabólgu, verða lystar- j lítil og þreklítil. Skánar ef til vill ' í nokkur ár, en eldurinn liggur fal- 1 inn. það vantar dálítinn gust til þess að hann geti notið sín, og því miður er sjaldan skortur á honum. 1 Sóttirnar bera hann með sér, t. a. m. inflúensan. Einnig ofkæling, óhentugt og ónógt matarhæfi, loft- lítil, saggafull og dimm húsakynni, óþrifnaður og margt fleira. Bálið er kynt, sjúkdómurinn breiðist út. Unglingurinn eða ungfullorðni maðurinn eða konan, sem tók sjúk- : dóminn á bamsaldri, en hefir geymt hann falinn í sér, verður nú berklaveikur, fær lungnaberkla með hósta og uppgangi, dreifir gerlunum frá sér og þá umfram alt til barnanna ungu, sem viðkvæm- ust eru. Svona gengur það kynslóð eftir kynslóð. þetta hefir mönnum orðið smám saman ljóst, einkum frá þeim tíma, er Koch fann berklageril- inn, 1882. það var þessi vissa, sem kom baráttunni gegn berklaveikinni á stað, kom henni í það horf, sem hún er í nú um heim allan. Fyrst og fremst hugsuðu menn um að lækna sjúklingana, en smám sam- an varð sú skoðun ríkari og rík- ari, að eigi væri minna undir hinu komið, að vernda þá, sem heilir væru, fyrir sjúkdómnum. Forgöngumönnum Heilsuhælis- félagsins var þetta hvorttveggja ljóst. Með einstökum dugnaði og lægni tókst þeim að vekja áhuga og skilning á því, að nauðsynlegt væri að reyna að lækna hina sjúku. Menn stofnuðu félagsdeildir um land alt og margir voru fúsir á að láta fé af hendi til hjálpar berkla- veikum sjúklingum. 1909 var Heilsuhælið á Vífilsstöðum albúið og sjúklingarnir streymdu þangað. þangað hafa nú farið á þessum ár- um alls um 1500 sjúklingar. Ná- kvæma tölu þekki eg ekki. Bless- unarríkt starf hefir það unnið. Fjöldi manna hefir fengið heilsu sína aftur, þótt margir hafi dáið. Enda eigi undarlegt, þar sem margir hafa þangað komið, sem engin von var til að gæti batnað. þegar Heilsuhælið var komið á fót, var sem fólk hugsaði, að nú væri sigurinn unninn. Áhuginn minkaði og deildum fækkaði. 1915 tók landið að sér rekstur hælisins, en þar var fjöldi fátæklinga, sem áttu afareríitt í efnalegu tilliti. Deildirnar vörðu þá árstekjum sín- um til að styrkja slíka sjúklinga úr sínu deildarsvæði. þegar svo berklavarnalögin frá 1921 komu, þá hvarf sú hvöt. Var því auðsætt, að breyta þurfti öllu fyrii'komulagi fjelagsins. 1 útlöndum, svo sem á Norður- löndum, hafa í mörg ár starfað landsfélög (Nationalforeninger), berklavarnafélög, sem einkum hafa það verkssvið að vinna að berklavörnum á ýmsan hátt. Fé- lógum þessum hefir orðið mjög mikið ágengt. Berklaveikin hefir rénað að mun á þeim árum. Vit- anlega gera berklavarnalögin hér ráð fyrir ýmsum samskonai’ ráð- stöfunum, sem vinna allar í sömu átt: að verja þá frísku. Ríkið get- ur eigi framkvæmt slíkt án að- stoðar borgaranna. Borgaramir vinná fyrir sjálfa sig, verja sig sjálfa, börn sín og skyldulið með því að hjálpa ríkinu. Hvorum- tveggja ei'u berklavai'nir lífsnauð- syn. því hér á landi hefir berkla- veikinni ekki rénað, að því er séð vei'ður. 1 áskorun stjórnar Berkla- varnafélagsins er getið ýmsra ráðstafana, sem nauðsynlegar eru í þessai’i langvinnu baráttu: 1. Heimili handa heilbrigðum börnurn frá heimilum berklaveikra mæðra eða annara sjúklinga. Menn verða að muna eftir að böi-nin eru enn næmari fyrir smit- un en aðrir. — það er því nauð- synlegt að útvega þeim traustan samastað þangað til að heimilið er orðið hættulaust. 2. Sumarhæli handa kirtlaveik- um börnum. Oft er slík kirtlaveiki byrjunarstig berklaveikinnar, sem lækna mætti, ef sjúklingamir fá nokkurra mánaða „sól og sumar“. þótt þetta hvorttveggja eigi eink- um við stærri kaupstaði, má ýmis- legt í sveitum starfa til vama, í svipaða átt. 3. Sjúkraheimili fyrir berkla- veika, sem ekki þurfa að dvelja í heilsuhæli eða sjúkrahúsj. þeir tefja aðeins fyrir þeim, sem þyi-ftu að koma í hælið og gætu vænst bata, ef það drægist eigi svo mánuðum skifti, eins og nú vill oft verða. Auk þessa er það auðsætt, að því lengur sem smitandi sjúkl- ; ingar eru heima, þess meiri líkur ; eru til að þeir sýki aðra. 4. Hjálparstöðvar fyrir berkla- ; veika í kaupstöðum og hjúknmar- | konur í sveitum. Stærri eða 1 smærri svæði þurfa að hafa hjúkr- ! unai’konur. þær eiga að hafa með | höndum ýmiskonar líknarstarf- i semi, leiðbeina fólki og aðstoða einkum þar sem berklaveiki er á | heimilum. þær eiga að leita að í fólki, sem grunur gæti leikið á, að j hefði bei’klaveiki, og fá það til að ! leita til læknis í tíma til úrskurð- ! ar eða annara ráðstafana. — Mexm ! játa alstaðar, að góðar hjúkrunar- konur eru einhver þýðingarmesta aðstoð læknanna til þess að lækna sjúklingana, til framkvæmda heil- brigðisráðstafana og til að fræða fólkið á því sviði. 5. Almenn 1‘ræðsla um eðli og háttalag berklaveikinnar. 6. Auk þessara ati’iða er getið ýmsra mála, sem snerta heilbrigði þjóðai'innar og að sjúkdómsvörn- um lúta, er félagið vill láta sig skifta: „Aukin heilsuhæli, sjúkrar hús, híbýlabætur, þrifnað og líkamsmentun". Loks eggjar félagsstjórnin landslýð þessum lögeggjunarorð- um: „Nú komum vér til yðar í liðs- bón. Beiðumst yðar liðsinnis í bar- ! áttunni gegn hinum skæðasta óvini æskulýðs Islands. Vér biðjum ekki um hjálp fyrir | oss sjálfa. Vér biðjum yður um 1 aðstoð til þess að bjarga barnslíf- j iinum úr klóm óvættax’ins; til þess | að efla stai’fsþrek þjóðarinnar; til ; þess að ala upp hiausta kynslóð í ■ landinu og til þess að rétta bág- : stöddum sjúklingum hjálparhönd j og senda einstöku sólargeisla inn í I líf þeii’ra. það er því innileg ósk vor og von, að þér nú viljið bregðast vel við og gerast liðsmaður og hvata- maður þess, að upp rísi í yðar um- liverfi nýr áhugi og ný vinna fyr- j ir þessa miklu þjóðarnauðsyn. Vér gerum ráð fyrir því, að j markmið hinna smærri félaga eða ' deilda, er ganga í samband við oss, verði með ýmsu móti eftir stað- háttum og öðrum ástæðum á fé- lagssvæðinu, enda er gert ráð fyr- ir, að aðalstarf hvei’rar einstakrar deildar komi að mestu því svæði að notum, sem hún starfar fyrir, en hvei’ja leið sem menn vilja velja, í þá mun sú leið ætíð liggja til að- alíélagsins, er þá réttir hjálpar- hönd með ráðum, dáðum og fjár- styrk, eftir því sem föng eru til. Vér væntum þess, að þér annað- tveggja stofnið hjá yður nýtt fé- lag, er eingöngu starfi að berkla- vörnum og heilbrigðismálum, eða þá að þér fáið eitthvert félag, sem þarna kann að vera starfandi, t. d. ungmennafélag eða kvenfélag, til j þess að bæta berklavömum á stefnuskrá sína og’ ganga í því efni til samvinnu við oss. Eitt viljum vér benda á, til 1 íhugunar fyrir þá menn, sem i fljótþreyttir eru af þesskonar j vinnu, vegna þess að árangurinn 1 kemur ekki nógu fljótt í ljós, að í baráttan við berklaveikina er ekki ! ófriður, sem til lykta verður leidd- ' ur á nokkrum árum, nei, það er ! barátta, sem gera verður ráð fyrir ' að taki mannsaldra, ef sigur á að i fást. það, sem vei’ nú vinnum, ' vinnum við mest fyrir okkar eftir- | komendur. ! En því veglegra er starfið og því 1 hugþekkara, öllum góðum drengj- Biðjlð um Capsían, Navy Cui Medium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, V4 pund um, sem þrekvirkið er meii’a er Ijúka skal“. Sæm. Bjarnhjeðinsson. ~o---- Nrarinn Jónsson fyrir rétti. I. Um nokkur undanfarin ár hafa mjög margir Mbhmenn legið á því lúalagi að reyna að gera Fram- sóknarflokkinn tortryggilegan með aðdróttun um skoðanafals. þessar Leitis-Gróur hafa neitað því, að Framsóknarmenn vildu lyfta þjóð- inni með alhliða framförum, með kaupfélögum, aukinni ræktun, bættum samgöngum, aukinni rnenningu almennings, heppilegum lánskjörum fyrir bændur o. s. frv. i. stað þess að stefna að skipuleg- um framförum, dylgja þessir Mbl.menn um, að Framsókn stefni að byltingu, ofbeldisvei’kum, og að því er virðist að eyðingu þjóðar- innar. þessar svika-aðdróttanir eru kunnar víða um land úr agitation Mbl.manna fyrir kosningar, eink- um þó úr skúmaskotunum. En einn af fi’ambjóðendum Mbl.manna var svo ógætinn að koma með dylgj- urnar fram á opinberum mann- fundum, og játa þar, að samvinnu- menn í Húnaþingi mættu herma frá aðdróttunum hans til skoð- anabræðra sinna annarsstaðar á landinu. Eg notaði mér tækifærið til að brúka þennan mann, þórar- inn á Hjaltabakka í andlegri og siðferðislegri þekkingarleit, eins og læknar nota sum lítil nagdýr, t. d. rottur og kanínur, í leit eftir sannleika um sóttkveikjumar og eðli sjúkdóma. þeir gera það sem nefndur er kvikskurður á skepnum þessurn. Ekki er tilgangurinn sá, að skadda svo mikið sem eitt hár á höfði þórarins. Líkami hans verður ekki snertur. En orð hans og skoðanir, að því leyti sem þar hafa komið fram aðdróttanir um skoðanasviksemi í garð Framsókn- ar, verða lögð á skurðarborðið, og leitað að insta kjai’na málsins. þetta er á engan hátt gert til að valdá þessum manni sársauka eða beita hörku við hann. þórarinn er tekinn sem sýnishom af tegund. Iionum er stefnt út af dylgjum ^ fyrir dóm almenningsálitsins í ^ landinu. Takist honum að sanna | aðdróttanir sínar um Framsókn, þ. 1 e. skoðanasviksemi, svo að greind- ir og góðir menn sannfærist af rök um hans um að hann hafi á réttu að standa, þá verður að telja að hann hafi unnið málið. En ef hið gagnstæða verður uppi á teningn- um, að almannadómurinn r xnnfær- ist urn að þórarinn hafi fv.rið með ósatt mál, og einkum ef upp kem- ur, að hann hafi flutt og útbreitt ósannindin vísvitandi, þá er hann og flokksbræður hans allir, þeir er hafa box’ið sér í munn sömu að- dróttanir og hann, orðnir ómerkir orða sinna og sekir um vansæm- andi rógmælgi. þá er kosninga- dvaugur Mbl.manna um skoðana- sviksemi Framsóknai’manna kveð- inn niður í bráð og' lengd. þói’ar- inn sendir flokksstjórn sinni varnargögn sín til birtingar í fylgiblaði Mbl. þar eru innlegg bans að því er virðist löguð og endui’bætt. Mbl.mönnum er því ljóst, að þeir bei’jast hér um líf ástfólgins skjólstæðings rógsins um skoðanasviksemi Framsóknar. Eg byrjaði málið með því að leggja fyrir sakborning þrjár spurningar í 42. tbl. Tímans. Hin fyrst var um það, að þ. J. teldi að Framsókn hefði of mjög hald- ið fram rétti og málstað bænda. Hin önnur, að Framsókn vildi helst eyðileggja sjávarútveginn, en síðan í’eka nýjan útveg á lands- sjóðs kostnað. Hin þriðja, að þ. J. teldi Framsóknarflokkinn byltinga og ofbeldisflokk, m. a. nefnt einn viðurkendan Framsóknannann, Kristmund kaupstjóra á Borðeyri, „bolsevika". Eg hefi nú í höndum bréf frá þrem Húnvetningum, mönnum, sem allir standa þ. J. framar að greind og mentun. Skýi’sla þeirra um fundi í Húnaþingi í fyrrahaust sannar sök hans um alla þessa þrjá liði. Andstöðu sína og fram- boð fyrir Mbl.liðið móti Framsókn- ai’bóndanum, Jakobi Líndal, kvað þórarinn bygða á „óheilindum“ flokksins. Hvað eftir annað nefndi hann Framsókn „óheilindaflokk“. Stefna flokksins væri „grímu- klædd jafnaðarstefna“. Tillagan um rannsókn á hag íslandsbanka hefði miðað að því að eyðileggja bankann. Með því hefði verið stefnt að því að eyðileggja sjáv- arútveginn. Markmið Framsókn- ar væri þá að láta verkamenn (stundum landið) reka útveginn. þá kæmi hungur og örbyrgð í bæj- unum. Forsprakkamir (þ. e. Framsóknai*menn) vissu vel að „auðvelt væri að æsa hungraðan lýðinn upp til byltinga". þetta var tónninn í dylgjum þórarins og hans manna. Nábúi þórarins hafði um haustið skrifað undir áskorun til Guðm. ólafssonar. Litlu síðar er maður þessi óður og uppvægur gegn Guðm. Telur fráleitt að kjósa hann. Guðm. sé „byltinga- maður og bolseviki“. Litlu síðar, þegar leið að talningu atkvæða *á Blönduósi, sagði roskinn Mbl.- maður þar við náfrænda G. ó., að það væri voðalegt að vita ef Guðm. kæmist að. „þá verður tekið alt af okkur öllum“. Sama var haldið fram af skoðanabræðrum þórarins annai’sstaðar á landinu, nfl. að það að kjósa M. Kr., Bemharð, Einar á Eyrarlandi, Ingólf, Svein í Firði, Ingvar, þorleif í Hólum, Lárus og Kl. Jónsson o. fl. o. fl., væri sama cg að steypa yfir landið byltingu cg blóðsúthellingu. Ein kerling í Holtunum sagði á kjördegi: „Held- ur þú að eg kjósi Klemens, versta bolsevikann í Reykjavík!“ það er enginn vafi á, að sú að- dróttun um skoðanasvik, sem þór- arinn er hér kærður fyrir að hafa borið á Framsókn, hefir verið og er allsherjar bardagaaðferð sam- herja hans um land alt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.