Tíminn - 24.01.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1925, Blaðsíða 1
, ©fciíbfeti oq afcjm&sluvaöur CTimurts cr S i g u r a c í i' ^ri&rifsfon, SaTnbartóshúsinu, Xeyfjaoif. -cVfgtcífosÍG vE í rti a n s er i Samban&sfjústnn ©pin baglega 9—12 f. b- SÍTtti J196. IX. ár. Reykjayík 24. janúar 1925 4. blað Pórarinn J"ónsson fyrir rétti. II. Nl. I pórarni á Hjaltabakka hefir | hér í blaðinu verið stefnt fyrir dóm almenningsálitsins í landinu fyrir rógmælgi hans á fundum í Húnaþingi, um að Framsóknar- menn væru sekir um skoðanasvik. þórarinn er hér tekinn sem hvers- c.agslegur flokksmaður í Mbl.- flokknum. Með því að' hrinda róg- mælgi hans er hrundið isamskonar árásum samherja hans annars- staðar á landinu. Nú er þórarinn rétt að koma hingað til bæjarins um stund. Gefst honum þá tæki- færi að standa við dylgjur og ósannindi sín og flokksbræðranna opinberlega, ef hann treystir sér til. I 52. bl. Tímans síðastl. ár var þar komið máli þórarins, að svika- aðdróttanir hans um Kristmund kaupstjóra og Framsóknai’flokk- inn, nema að því er mig snertir, voru hraktar lið fyrir lið. Eina röksemd þ. um byltingarhug Framsóknaimanna var krafa okk- ar um rannsókn á íslandsbanka. Slík rannsókn hlaut að sögn þór. að verða dauðamein bankans. Með þessari staðhæfingu hefir þ. gert hina alvarlegustu árás á íslands- banka, sem nokkur maður hefir gert. Hann lýsir því þar með óbeinlínis yfir, að hann viti að bankinn hefði drepist, ef þjóðin fékk fulla vitneskju um ástand hans. Sé þetta sett í samband við lýsingu þórarins á bankanum í þingræðu 1921, sem einhvemtíma síðar verður vikið að, þá lítur út fyrir, að þórarinn hafi frá því kreppan varð augljós haft miklu verri hugmynd um hag útlenda bankans, heldur en nokkur Fram- sóknarmaður. Um leið og eg hefi sannað að falsákærur hafa verið á hendur Framsóknar um skoðanasvik, er málið tapað í höndum þór. Hve- nær hér eítir, þegar einhver leigð- ur snáði laumast milli ibæja eða undir húsveggjunum í kauptúnun- um með dylgjur um að Framsókn- armenn séu „giimuklæddir jafn- aðarmenn“, er svarið á reiðum höndum: Málið hefir verið rann- sakað. þórarinn Jónsson hefir und- ir eftirliti flokksstjórnar sinnar í pésa Mbl. orðið að éta ofan í sig þennan ósanna áburð. Eina rök- semd hans, sú um rannsókn ís- landsbanka, var þannig háttað, að ef hann segir satt f rá, er hans eig- in atkvæðagreiðsla í því máli ein- hver hin aumasta vanræksla, sem þingsagan hermir frá. Eftir að þórarinn hefir þannig orðið að láta falla niður í móður- skautið allar skáldsögurnar um byltingarhug samvinnubændanna, frambjóðenda Framsóknarflokks- ins út um land og 14 þm., heldur hann dauðahaldi í eina ásökun: Að einn af þingmönnum Framsóknar- flokksins (J. J.) sitji á svikráðum við sinn flokk og sé í öðrum stjórn- málaflokki, þ. e. með verkamönn- um. Eg verð að játa, að mér hefði fundist eðlilegra, að ef trygð minni við Framsóknarflokkinn væri eitthvað ábótavant, þá kæmu aðfinslur frá samherjum mínum. En á því hefir ekki bólað. Sambúð- in hefir verið hin ákjósanlegasta milli mín og samflokksmanna minna á þingi. Eg hefi aldrei kom- ist í neitt svipaða raun eins og þórarinn sjálfur, þegar Iieima- stjórnarmenn á þingi léku hann svo grátt, að hann varð að segja af sér þingmensku og hröklaðist öfugur heim í sveit sína. Ekki get eg heldur vanþakkað traust sam- fiokksmanna minna, samvinnu- bændanna, utan þings. þórami' getur ekki verið ókunnugt um það, að bændastéttin íslenska hef- ir kosið mig til þingmensku með íleiri atkvæðum en nokkur maður annar, bændafulltrúi, hefir nokk- urntíma fengið hér á landi. það er dálítið barnalegt af þórarni og samherjum hans, sem lifa leynt og ljóst í makki við Berléme, Fenger, Copland og þeirra nóta, innlenda og útlenda, að vera sífelt með föð- urlegar ráðleggingar til samvinnu- . bændanna um að þeir eigi að tor- tryggja sína eigin samstarfs- menn. Ef að því kemur, að ein- hverir af núverandi trúnaðar- mönnum samvinnumanna verða tortryggilegir í augum þeirra, þá munu samvinnumenn einfærir um að kasta þeim í hin ystu myrkur, eins og sveitungar þórarins hafa gert við hann í Austur-Húna- vatnssýslu, Vestur-Isf. við Guðjón gamla og Árnesingar við Sigurð ráðunaut. En til að gera þórarni og hús- bændum hans nokkra úrlaus, mun eg víkja að öllum þeim atriðum, er hann telur sönnun þess, að eg sitji á svikráðum við Framsókn og sé byltingaseggur. þessi atriði eru sjö talsins: 1. Að eg sé „kommún- isti“. 2. Að aðsend grein í Alþýðu- blaðinu í fyrrasumar -hafi haldið þessu fram, og eg ekki svarað hreinlega. 3. Að eg hafi komið til leiðar kauppdeilu í Rvík 1916. 4. Að eg hafi greitt atkvæði móti af- námi bannlaganna 1923. 5. Að eg hafi kosið B. J. í bankaráð Is- landsbanka. 6. Að eg hafi talað um peninga kaupmanna og útgerðaf- manna með „stakri lítilsvirðingu“. 7. Að eg hafi unnið að því að gera samvinnufélögin pólitisk, en það sé hvergi nema hjá bolsevikum. Nú er að sjá hve veigamikið er þetta síðasta hálmstrá þórarins. Um fyrsta liðinn, sem á að vera undirstaða allra hinna, lítur út fyrir að þórarinn villist sökum ónógrar málakunnáttu. Hann kann sennilega ekkert erlent tungumál sér til gagns, og gæti verið nýtur maður fyrir því. En þá ætti hann ekki að „sletta“ orðum, sem hann ekki skilur. Kommúnistar eru menn, sem vilja koma á sameign með byltingu. Kommúnistum er illa við hægfara umbætur og fram- farir. þeir vilja gjarnan að menn eins og þórarinn og húsbændur hans setji þjóðmálin í öngþveiti eins og í Rússlandi. þá getur bylt- ing komið. Síðan 1910 hefi eg unnið í þveröfuga átt við það sem þ. vill vera láta, við ungmennafé- lögin, samvinnufélögin, með blaða- og tímaritsgreinum og með alþýð- legum fræðiritum, sem hafa náð meiri vinsældum og útbreiðslu en títt er um slíkar bækur. I allri þessari starfsemi hefir verið sýni- legur einn rauður þráður: Að efla alþýðumentunina, bæta sveitalíf- ið og gera sem flesta borgara hér á landi sjálfstæða að menningu og fjárhagslega. Stundum hefir starfsemi minni verið þannig hátt- að, að þórarinn hefir orðið að styðja hana nauðugur viljugur leggja blessun sína yfir verk, sem eg hefi átt mikinn þátt í. Svo var með samvinnulögin 1921, sem Mbl. sagði um, að þau væri mikill sigur ; fyrir Tímann. þau lög tryggja sí- vaxandi gengi samvinnunnar hér á landi, og útiloka óstjórn og of- beldi frá hálfu spiltra odd-borgara. Annar liður er, að Alþýðublaðið hafi haldið fi’am, að eg væri jafn- aðarmaður. Er nú best að athuga málið. 1 kosningahríðinni í fyrra deildu verkamenn í nokkrum kjördæmum við Framsókn, og hrutu þá hvass- yrði á báðar hliðar, eins og verða vill í kosningum. I Alþýðubl. 29.—31. ág. 1923 stóð skammagrein undir dulnefni, aðallega um okkur M. Guðm. Síð- ar fréttist, að höf. hefði verið há- skólapiltur, sem fram að þeim tíma hafði engan þátt tekið í landsmálum, né hafði kunnug- leika á þeim. Um Framsókn er þetta sagt: „Inn í flokkinn var mokað moði, eftirstöðvum frá fyrri árum, mönnum, sem voru orðnir á eftir tímanum, mönnum sem höfðu hvorki stefnur eða áhugamál“ o. s. frv. Innan um alls- herjarskammir um flokkinn er svo fléttað fullyrðingu um að eg sé ótryggur þessu „moði“ — sam- vinnubændunum! En þessi vinur þórarins og M'bl., sem þeim hefir verið svo tamt að vitna í, gleymir tþeim ekki heldur. Um „bændadeild Mbl.“ og höfuð hennar, M. G., segir sami maður, að eins og Framsókn sé , ,af leggj ari j af naðarstef nunnar “, svo sé 'M. G. og menn hans, t. d. þórarinn, „afleggjarar“ auðvalds- ins. Höf. segir um braskaralýðinn: „Samkvæmt stefnu sinni geta þeir ekki náð í nema lélegasta hluta bænda. Sá sem veitir því verki for- stöðu, verður þessvegna að full- nægja öllum aðalgöllum þeirra. Hann verður að hafa verið hefðar- stytta til að fullnægja lítilmensk- unni, verður að vera þröngsýnn og afturhaldssamur, verður bæði í senn að vera smásálarlegur og bruðlunarsamur, að spara eyrinn, en kasta krónunni. Einn maður öðrum fremur uppfyllir öll iþessi skilyrði. það er Magnús Guð- mundsson. Hann stofnaði „. . . .“- (mörð). Hann gerðist hliðstæða Jónasar Jónssonar í íslenskum stjórnmálum“. þór. og menn hans hafa látið eins og „Z“ (stúdentinn) hafi sagt gullsatt um mig. Eftir því á eg að hafa svikist að betri hluta bænd- anna. En M. G. á að hafa verið ,,hliðstæða“ mín. Ilann á að hafa svikist að verri hlutanum, úr- þvættunum, hinum þröngsýnu, smásálarlegu, bruðlunarsömu, uppsköfnu lítilmennum. Ekki vandar þór. sér sjálfum kveðjurn- ar, því að eftir kenningum „Z“ er hann eitt hið fyrsta „fórnardýr“ í þessum félega flokki M. Guð- mundssonar. Nú verða þeir þór., Jón á Reynistað, Ottesen og M. Guðmundsson að taka að sér og þeirra stuðningsmönnum hvert orð og atriði í lýsingu „Z“ á þeim, eða ef þeir vilja bera af sér ámæl- ið, að sameinast okkur Framsókn- armönnum og segja að öll grein „Z“ hafi verið bjánalegur sam- setningur, sem átti að skaða Framsókn og íhaldið. Viku síðar svara eg árás „Z“ á Framsókn og mig í Tímanum 8. sept. Bendi þar á að Framsókn sé miðflokkur, verkamenn hafi rætur í kauptún- I um. — „Samvinnuflokkurinn er i sveitamannaflokkur fyrst og j fremst, með dálitlum ítökum í 1 miðstétt kauptúnanna. Takmark þessa flokks er að leysa sem flest ' félagsleg viðfangsefni með frjáls- ! um samtökum“. — „Á hinn bóginn var fyrirfram útilokað að verka- menn hefðu nokkurt bændafylgi“. — „Hingað til hafa flestir lesend- ur ísl. blaða líklega haldið að Mbl. | og Tíminn ættu seint samleið“. — 1 *,.En þar er líka til sameiningar- ' brú“. — „Aðalmál samvinnustefn- ' unnar er að leysa félagsmálin með frjálsri samvinnu. Ekkert er fjær slíkri stefnu en að gera byltingu nauðsynlega, með því að kúga aðra eða að lækna með byltingu. Lækningastarf samvinnumanna er að fyrirbyggja sjúkdóma — — fremur en láta meinin þróast og beita síðan uppskurði“. — „En að- almál öreigalýðsins hlýtur eftir eðli málsins að vera það að „þjóð- nýta“ framleiðslutækin“. — „Ef flokkur öreiganna yrði í meiri- hluta á þingi, eða minnhluti tæki sér alræðisvald eins og í Rússlandi, yrði hér á landi að reka allan sveitabúskap fyrir landssjóðs- reikning. Sömuleiðis gera út alla vélbáta og togara fyrir reikning landsins eða einstakra bæjarfé- laga. Að lokum yrði að þurka út öll kaupíélög og kaupmenn með allsherjar landsverslun". — „Um ekkert af þessum megin-program- atriðum öreiganna gæti verið um stuðning að ræða frá hálfu sam- vinnumanna. Mótstaða samvinnu- flokksins yrði engu síður ákveðin gegn alveldi öreiga, heldur en al- veldi braskara". — „Ef nokkurn- tíma kemur að því, að sameignar- menn nái þeim liðstyrk hér á landi, að þeir geri sig líklega til að fram- kvæma þessi meginatriði í stefnu- skrá sinni, þá hljóta þeir að reka sig á sameinaða mótstöðu þeirra tveggja flokka, sem annars eiga í stöðugum deilum. Braskararnir og samvinnumenn myndu þá í eitt skifti standa hlið við hlið“. Öllu greinilegar var ekki hægt að marka afstöðu Framsóknar til nábúaflokkanna. Alþýðubl. og Mbl. tóku þessa skilgreiningu brátt til athugunar. Tíu dögum síðar segir Alþýðubl. í ritstjóm- argrein: „Tímagreinin hefir einn kost. Hún segir hreint til um það, að Framsóknarfl. eins og hann er nú, er aðeins flokkur efnabænda ------og lýsir því yfir, að þótt „Framsókn“ greini nú á við „Moggadótið“, muni þau berjast hlið við hlið, er jafnaðarmenn reyni að koma á verulegum um- bótum fyrir alþýðu". 4. okt. 1923 segir ritstjóri Al- þýðubl.: „Tíminn hefir og fært sönnur á mál Alþýðuibl. með því að lýsa yfir hvað eftir annað, að ef jafnaðarmenn ætluðu að koma stefnumáli sínu, þjóðnýtingu, í framkvæmd, þá stæði „bænda- valdið“ — — með eigendum Mbl.“. — Skömmu síðar, 11. okt., segir málgagn þórarins, Mbl., í ritstjórnargrein: „Málgagn Fram- sóknarflokksins hefir sagt Al- þýðuflokknum það afdráttar- laust, að Framsóknarfl. sé fjar- lægur stefnuskrá Alþýðufl. og að undir eins og nokkurt útlit væri fyrir það, að hún myndi komast í framkvæmd, tæki hann báðum höndum saman við sameiginlega andstæðinga þeirra nú til að nindra það“. Af þessum orðréttu tilvitnunum má sjá, hve lágt pór. J. og margir félagar hans geta lagst, er blekkja skal í landsmálum. þórarinn tekur aðsenda grein í Alþýðubl. eins og væri hún goðasvar. Af því að mér eru borin á brýn flokkssvik í þess- ari grein, vill hann trúa henni, þó að hann verði um leið að játa sem sannindi hin svívirðilegustu orð þessa höf. um húsbónda hans, M. G„ þórarinn sjálfan og stuðnings- menn þeirra félaga hvar sem er á landinu. Frá því grein mín kemur út 7. sept., þar til þórarinn heldur fundi nyrðra, líður nokkuð á annan mán- uð. Tíminn er lesinn svo að segja á hverju heimili í Húnaþingi. þór. hlaut að vera kunnug grein mín, og hinar afdráttarlausu niðurstöð- ur, úr bví hann þekti grein „Z“, aðeins viku eldri, sem birtist í blaði, sem líklega hefii’ engan kaupanda í sveit í þeirri sýslu. Ritstjórn Alþýðubl. er tvívegis búin að minnast á þessa grein eft- ir mig, eins og sönnun þess, hve fjarri samvinnubændur standi verkamönnum um lokatakmörk. Og að síðustu er blað þórarins, Mbl., í ritstjórnargrein búið að endurtaka höfuðefni svargreinar minnar til „Z“. þetta alt, a. m. k. grein mín og skoðun Mbl„ hlýtur að hafa verið kunnugt þórami á fundunum í fyrrahaust. Ásakanir hans um að eg fylgdi annari stjórnmálastefnu en Framsókn, ' hafa þá verið ósannindi sögð móti betri vitund, í því skyni að af- vegaleiða ókunnuga. Og til að geta útbreitt skröksagnir um mig, til- einkar hann sér sjálfum og sínum vinum þegjandi hina viðbjóðslegu lýsingu „Z“ á „bændadeild Mbl.“. Út af þriðja liðnum, að eg hafi stofnað til kaupdeilu milli sjó- manna og útgerðarmanna 1916 og þar með sýnt bolsevikafylgi, er þetta að segja: a. 1916 var enginn bolsevismi til í heiminum. Rússneska byltingin var þá ekki orðin. þór. þarf að læra sögu betur! b. Sjómenn þeir, sem um var að ræða, sýndu á engan hátt ofbeldi eða gerðu tilraun að taka með valdi framleiðslutækin. þó að bolsevisminn hefði verið fæddur, var kaupdeilan 1916 ekki fremur byltingarkend heldur en það, þeg- ar þór. rekur bróðurlega verslun með síld á Blönduósi og vill hafa sitt. c. þó að kaupdeila þessi hefði gerst eftir að bolsevisminn fædd- ist, en ekki áður, og með bylting- arsniði, þá gat eg samt ekki henn- ar vegna verið byltingamaður, eins og sjá má af prentaðri orð- sendingu, sem eg sendi vorið 1916 til þáverandi ritstjóra Mbl.: „Eg lýsi þá hérmeð Vilhjálm Finsen cpinberan og margfaldan ósann- iudamann að öllum þeim dylgjum, sem blað hans hefir flutt um að eg hafi stofnað til verkfalls Há- setafélagsins. — Skora eg á nefnd- an ritstjóra að lögsækja mig fyrir þessi ummæli ef hann þorir.------- Svo fjarstæður er allur þessi upp- spuni, að eg hafði ekki einu sinni hugmynd um, að verkfall væri hér | í aðsigi, fyr en fregnin um það ' barst út um bæinn“. Vilhjálmur Finsen þagði og hef- . ir bótalaust borið titilinn „marg- faldur ósannindamaður“ síðan. þó ^ var hann hér í bænum er kaup- ; deilan stóð, og í þjónustu kaup- ; manna og útgerðaimanna líkt og | „merðirnir“ virðast vera nú. Eg Framh. á 4, síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.