Tíminn - 23.02.1925, Page 1

Tíminn - 23.02.1925, Page 1
©jaíbferi 09 afgretftslur’afeur (Cimaus er Stgurgeir 5ri6rifsfon, Sambanbsþústttu, Setfjot)if, ^.fgreibsía limans er í Samban&sfyiisinu ©pin öaglega 9—\t f. I>. Sími <196. IX. ár. Reykjavík 23. febrúar 1925 9. blað ______________ Raða R Kl. Jónssonar við 1. umræðu tóbakseinkasölunnar. Flutningsmenn byrja greinar- gerð sína fyrir þessu frumvarpi á því, að aðalástæður stjórnarinnar, sem lagði frumvarpið um einka- sölu á tóbaki fyrir alþingi 1921 hafi verið hin brýna þörf ríkis- sjóðs á auknum tekjum. Sama hafi vakað fyrir meiri hluta fjárhags- nefndar, en hvergi bóli á því, að þeim hafi þótt einkasölufyrirkomu lagið hagstætt, með öðrum orðum, frumvaipið sem varð að lögum, er gilda enn í dag, hafi ekki komið fram af princip-ástæðum heldur einungis af fjárhagslegum ástæð- um. Eg skal engan veginn rengja þetta, en eg vil lýsa því yfir sem 1 minni persónulegu skoðun,að eg er með einkasölu á tóbaki bæði af princip-ástæðum og fjárhagsástæð um. Eg hefi haft ástæðu til að sýna það áður, að eg hefi talið heppilegt,að landið hefði einkasölu á einstökum vörutegundum, og hefði um leið sjálft allan hagnað- inn af sölunni. það var í milliþinga nefnd í skattamálum, sem starf- aði fyrir 16 árum, og í henni átti sæti einn af flutningsmönnum þessa frumvarps. Nefndin kom að vísu ekki fram með frumvarp um einkasölu á tóbaki, en hún kom fram með tvö önnur einkasölu frumvörp og varð annað síðar að lögum. þetta hefi eg tekið fram til að sýna afstöðu mína til einkasölu- nugmyndarinnar fyrir mörgum ár um, að því er einstakar vöruteg- nudir snertir,, og hún er óbreytt enn. En auðvitað var þessi skoðun mín mikið bygð á hinni ástæðunni, íjárhagsástæðunni, að hún gætl aflað landinu, eða ríkinu — á eg víst að segja — aflað því tekna, sem annars mundu lenda í vasa á óþörfum milliliðum, og á þeirri ástæðu eru meðfram hvgð þau lagaboð sem gilda víðsvegar í út- löndum um einkasölu á vissum vörutegundum, og þá ekki síst tó- baki. En ef að eg yrði sannfærð- ur um, að afraksturinn af einka- sölu ríkissjóðs væri svo lítill, að mjög litlu munaði um hann, eða ef hann væri þess valdandi, að kaup- endur og neytendur vörunnar sem einkasala væri á, hefðu mein eða óþægindi að einhverju leyti af þessu, t. a. m. að þeir fengju ekki eins góða vöru og áður undir frjálsri verslun með vöruna, eða að mun dýrari en áður, þá mundi eg telja rétt að leggja hana niður. Um síðara atriðið er það að segja, að eg hefi ekki orðið þess var, að neinar sérlegar umkvartanir hafi átt sér stað í þá átt. Menn eiga nú eins og áður greiðan og góðan aðgang að því, að afla sér tóbaks, og um gæði þess hafa engar kvart- anir heyrst nú um langt skeið, en í fyrstu heyrðust kvartanir, sem aðallega bygðust á því, að lands- verslunin varð að kaupa mikið af fyrirliggjandi birgðum, sem var óhæf eða lítt hæf verslunarvara, því ýmsir höfðu, þegar þeir áttu von á einkasölulögunum, flýtt sér að flytja inn miklar birgðir af allskonar tóbaki, og þar á meðal ýmsar mjög lélegar, sem menn varla gátu tekið í munn sér eða í pípu. Hvort þeir hafa gert það, til þess þegar í upphafi, að gera landsverslunina ófræga, skal eg láta ósagt. Að þetta sé rétt, má sjá af því, að samkvæmt skýrslum um tóbaksbirgðir verslana þá, námu birgðirnar með heildsölu- verði um hálfri annari miljón kr. en vörubirgðir einkasölunnar eru venjulega um 300,000 kr.. Um fyrri ástæðuna sem eg nefndi, um afraksturinn af einka- sölunni, og sem flutningsmenn virðast gera fremur lítið úr, vil eg þessu næst víkja nokkrum orðum. I fyrsta lagi er verslunarágóð- inn of lágt talinn. Auk greiðslanna tii fíkissjóðs hefir verið lagt í vara sjóð tóbakseinkasölu 1922 8000 kr. 1923 21.000 kr. og 1924 35.000 kr. eða alls yfir 60 þús. kr. 1 öðru lagi er það alveg í'angt að 90—100 þús. kr. af ágóðanum 1924 stafi af verð uppfærslu vegna tollhækkunar og gengiságóða. Gengishagnaður var 65 þús. kr. auk 350 þús. kr. í ríkis- sjóð og 35 þús. kr. í varasjóð. Ann ar gengishagnaður var ekki. Hagn- aður á vörubirgðum vegna toll- hækkunar var ekki yfir 20 þús. kr. Einnig er villandi, að tala um 25 þús. kr. gengistap 1923, því að það tap er greitt áður en hreinn arður 200+21 þús. kr. kemur fram. Hefði það gengistap ekki verið, hefði verslunarhagnaður orðið 25 þús. kr. meiri. það er ah-angt og villandi að tala um venjulegt verslunarár einkasölunnar, sem meðaltal af 1922, 1923 og 1924 einkasalan er ekki komin í fullan gang fyr en 1924, og því á að reikna það ár sem venjulegt ár. Viðskiftavelta einkasölunnar er 1924 að þyngd 10% meiri á tóbaki ýmiskonar og 20% meiri á vindlum og vindling- um heldur en 1923, þó að innflutn- ingur standi svo á, að hafi verið svipaður bæði árin. Tekjur einkasölunnar má reikna eftir árinu 1924 þannig fyrir árið 1925: Til ríkissjóðs og varasjóðs um kr. 387.000.00 Tollur (tollhækkunin gildir alt árið) — 553.000.00 Kr. 940.000.00 Sé tollur samkvæmt frumvarp- inu reiknaður eftir sömu reglum kemur út: 74300 kg. tóbak á 6/— pr. kg. kr. 445.800.00 17583 kg. vindlar og vindlingar á 16/— — 281.328.00 Kr. 727.128.00 Tap fyrir ríkið ef tollfrumvarp- ið næði fram að ganga er sam- kvæmt þessu um kr. 213.000.00. það kemur þá í ljós að ef tekin er útkoman 1924, og annað er ekki hægt, þá hefir ríkissjóður full 200.000 kr. fram yfir það sem frv. gefur. Og þar sem einkasalan er nú komin yfir örðugasta hjallann, búin að líða sína bamasjúkdóma, þá má óhætt fullyrða, að tekjur ríkissjóðs framvegis verði full miljón, eða 300.000 kr. meira en frv. mundi gefa. Er nú nokkui' meining í að kasta þessari upphæð frá sír í hendur örfárra heildsala og kaupmanna? Eg get ekki skilið í því, að vér á þessum krepputímum höfum leyfi til þess. Ef vér eigum að Biðjið um Capstan, Navy Cui Medium reyktóbak. Verð kr. 4,00 dósin, ‘/4 pund ^ geta borgað lausaskuldirnar á 3 árum, eins og háttv. fjármálaráð- herra ætlast til, og eg er honum alveg sammála um, að það á að vera okkar fyrsta markmið, þá mun ekki véita af öllum tekjun- um. Eg skal að endingu minnast fám orðum á 2. og 3. gr. Eftir þeim á að líma á hvern tóbaks- pakka og þá t. a. m. hvern cigar- ettupakka miða að tollur sé borg- aður. Nú flytjast cigarettur í stór um lokuðum blikkkössum, sem ekki eru opnaðir fyr en á þarf að halda, af því annars skemmist tó- bakið, en eftir þessu ákvæði verð- ur að opna alt strax og tollur er greiddur og líma miða á mörg þús- und pakka. Eg gæti ímyndað mér, að lögreglustjórunum þætti þetta vafningasamt og kostnaðarsamt, og þa'ð skyldi ekki koma mér á óvart, þó að þeir, einmitt vegna þessara ákvæða, heimtuðu aukið skrifstofufé. þá eru ákvæðin um hvenær lög- in skuli öðlast gildi, og hvenær einkasalan skuli falla niður, alger- lega óhæf. Fresturinn er altof stuttur, en þar sem háttv. flutn- ingsmenn hafa sagt, að þessi ákvæði væri ekki neitt kappsmál, þá má laga það, ef málið kemst í nefnd. En af þessum ástæðum sem eg hefi nú framfært verð eg að vera frv. alveg mótfallinn, og mun greiða atkvæði gegn því, að það fari lengra. Einkasalan fjárhagsmál. íhaldsblöðin og íhaldsþingmenn reyna að gylla sig með því að þeir séu hinir einu og sönnu riddarar frjálsrar verslunar. Slíkt sjáist best á afstöðunni til tóbakseinka- sölunnar. En það mál er Framsókn armönnum fyrst og fremst fjár- hagsmál. öll rök vitna um það að ríkissjóður græði álitlegan skild- ing á skipulaginu eins og því er nú fyrirkomið, og að sá gróði sé ekki ranglega tekinn frá nokkur- um manni. Hitt er hinsvegar full- víst að á vegum hinnar frjálsu samkepni mundi sá gróði renna einkar þægilega í vasa einstakra verslana. En á meðan að ríkisfjár- hirslan er ekki betur á vegi stödd en svo, að halda verður að sér hönd um um allar verklegar framkvæmd ir árum saman meðan verið er að grynna á skuldasúpu undangeng- inna ára. þá sjá Framsóknarmenn ekki ástæðu til þess að vera að kasta fyrir borð úr ríkisfjárhirsl- unni stórfjárhæðum eins og þar væri um að ræða hættulega of- hleðslu, og kaupfélögin munu þeim alment sammála, jafnvel þótt þeim gæfist kostur á hlutdeild í hinum útborna eyri ásamt sam- kepnismönnunum. Annar flokkurinn metur hæst almenningsgagn, en hjá hinum fiokknum er það stundarhagnaður einstaklingsins sem byrgir fyrir víðsýnið í öllum fjárhagsmálum hvert svo sem höfðinu er vikið. Tóbaksgróðinn. Árið sem leið græddi ríkissjóður á einkasölu tóbaks 350 þús. krónui' auk allra tolla og gengisgróða, og 35 þúsund króna sem lagðar voru í varasjóð einkasölunnar. Um þenna gróða er nú barist „upp á lífið“ á Alþingi. Framsóknarmenn allir og ein- stöku menn aðrir skipa sér um- hverfis ríkissjóð og varna því að fulltrúar hinnar frjálsu samkepni nái til sín og sinna manna þessum feng í framtíðinni. Má ekki í milli sjá hvorum muni veitast betur. Hafa samkepnismenn á sínu bandi „fjármálamann fjármála- mannanna“ J. þorl. með „heila heilanna" og öllum gögnum og gæðum. Er hans atferli í viður- eigninni frækilegast enn sem kom- ið er. Lig'gur þeim manni fjárhag- ur ríkissjóðs aðra stundina svo ríkt á hjarta, að létta á af honum útgjöldum til klerka og kenslu- mála og jafnvel berklaveikra og breyta í nefskatta, svo að betur þekkist úr hin lúnu og bognu bök- in frá hinum breiðu. Hina stundina hefir þessi sami maður ekki brjóst í sér til þess að „horfa uppá“ það, að stórgróða- menn borgi lögmæltan hluta af uppgripa-tekjum sínum í ríkis- sjóð, og hefir því borið fram við- kvæmt frumvarp til þess að fá þessu breytt. Og einkasöluhagnað- inum af tóbaki vill hann uú fórna á altari kaupmenskunnar svo að þeir síður verði öfundsjúkir yfir reykelsisfórninni sem færð er með tekjuskattsbreytingunni á altari útgerðarinnar. Fjármálaráðherrann lætur i veðri vaka að hér verði ekki um tap að ræða fyrir ríkissjóðinn, þar- eð lagt sé til að lögleidd verði nokkur tollhækkun og tóbaks- neyslan í landinu muni aukast „fjarska mikið og fjarska fljótt" eins og einn af samherjum hans á þingi komst að orði. En þessi rök eru vonarpening- ur. Verði menn látnir frjálsir að tóbaksnautn, svona álíka og hing- að til, mun mega gera ráð fyrir að tóbaksneyslan verði áþekk og und- anfarið, þótt til yrði breytt. En þá þyrfti ekki minna en 75% tollhækkun til þess að bæta ríkissjóði einkasölugróðann eins og hann var síðastliðið ár. Tollur- inn yrði þá á munntóbaki og nef- tóbaki kr. 8,75 á kíló og á vindlum og vindlingum kr. 17,50 á sömu þyngd. Árangurinn við breytinguna yrði ríkissjóði til einkis gagns en neytendum tóbaksins að aukinni dýrtíð. All-mikill hluti af hagnaði lands verslunar af tóbakseinkasölunni er umboðsgróði sá sem erlendar tó- baksverksmiðjur greiddu áður til umboðsmanna sinna hér á landi, er talið að ein umboðsverslunin muni, þegar einkasalan komst á, hafa mist spón úr aski sínum sem nema mundi 50 þúsundum króna miðað við söluna árið sem leið. Og fer það þá að verða skiljanlegt að kaupmenskan skapi þingmannaliði sínu og ráðherrum nokkurt aðhald í þessu efni. En að öllum málavöxtum grann- skoðuðum er hér farið af stað með svo vondan málstað að blöskrun sætir. Ríkissjóður hlýtur að tapa stór- fé, tóbakið hækkar í verði, en hin- ar göfugu vonir íhaldsmanna um aukna tóbaksneyslu verða tálvon- ir, nema ef hinni fyrirhuguðu rík- islögreglu yrði fengið það hlutverk meðal annars að skapa mönnum aðhald um að „tyggja skro“ fyrir föðurlandið. <y Nautna-siðgæði. Hr. Björn Líndal aðalflutnings- maður afnámsfrumvarpsins um tóbakseinkasöluna greip til þeirra raka á Alþingi að það væri rangt að leggja þunga tolla á nautnavör- 11 r svo sem tóbak, einstaklingum væri nautnin ástríða og því ekki nema sanngjarnt að hinn innan- tómi ríkissjóður yrði látinn draga sig í hlé, þar sem hagsmunir hans og hins nautnasjúka rækjust á. Kann að vera að hér sé ekki orð- rétt farið með, en að efni voru rök þingmannsins þessi. Má nú búast við að B. L. flytji frumvarp um afnám tóbakstollsins og veiti eins- konar innflutningsverðlaun til þess að létta undir um nautnina, álíka og nú eru goldin fyrir út- flutning á gráðaosti. En hvaðan eiga tekjur ríkis- sjóðs að koma ef lækka á tekju- skattinn af hátekjunum, fella nið- 11 r munaðartolla og varpa frá sér hagnaði af tóbakseinkasölunni ? Fer nefskattaúrræði Jóns þorláks- sonar að verða ólíklegt til bjargar, þegar barnafræðsla, prestar og berklasjúklingar er hvert í sínu lagi búið að húsvitja í rukkunar- ferð hjá einstaklingnum ofan á alt sem riðið hefir húsum hjá hon- um af því tagi undanfarið, og það jafnvel þótt skilað væri kærri kveðju frá hinni'háttvirtu núríkj- andi Ihaldsstjórn á íslandi. -----0---- Próf. Embættisprófi í guðfræði hafa lokið hér við háskólann: Gunnar Árnason frá Skútustöð- um með I. einkunn 120V3 stig og óli Ketilsson frá Isafirði með I. einkunn 113V2 stig. — 1 lögfræði hefir lokið prófi Garðar þorsteins- son með I. einkunn 1242/8 stig.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.