Tíminn - 04.04.1925, Blaðsíða 2
64
T I M I N N
Brjefmiði
til Kristjáns Albertssonar.
Iierra ritstjóri!
Eitt aðalhlutverk ykkar ritstjór
anna er að skera úr um það, hver
skrif séu þess verð að birtast á
prenti. Frá mínu sjónarmiði hefir
þér orðið það á að fara þar út
yfir skynsamleg takmörk. Eg
stilli mig ekki um að segja þér
þetta út af siðbótar-bragnum sem
á þér var þegar þú reiðst úr hlaði
og gerðist blaðamaður.
Og skynsamleg takmörk útiloka
að mínu viti aðra eins grein og
þá sern þú birtir í blaði þínu 28.
dag febrúarmán. s. 1. frá herra
Auðunni Ingvarssyni í Dalsseli.
Fyrst og fremst mætti það æra
óstöðugan ef hlaupa ætti í blöð-
in í hvert sinn sem nágranna-
kaupmanni og kaupfélagi ber á
milli. En auk þess er penna Auð-
uns í þessari grein stungið niður
með þeim hætti að eg hefði vænst
þess að þú bærir vit fyrir ykkur
báðum og létir engan mann sjá
né heyra.
þú skilur mig vísast ekki nema
eg segi þér nánar frá þessum
Auðunni, samherja þínum og
skjólstæðingi.
þetta er í stuttu máli einn af
þeim kaupmönnum sem ekki er
betur á vegi stadidur en það í bar-
áttunni við samvinnuskipulagið,
að hann telur sig þurfa að grípa
til hinna óhlutvöndustu meðala.
Ein sagan af því hefir verið
sögð í þínu eigin blaði af okkur
Auðunni báðum.
þú manst hvernig sú saga er.
Auðunn reynir að koma því inn
hjá viðskiftamönnum Kaupfélags
Hallgeirseyjar, að Sambandið hafi
selt stórkostlega af sér ullar árs-
iramleiðslu samvinnubæpdanna.
Eg mótmælti þessu heimafyrir
svo að nægði. Samvinnubændui*n-
ir hér fengu fyrir bragðið hærra
verð fyrir þessa framleiðsluvöru
sína en ef þeir hefðu snúið sér
til kaupmanna. Samt gerir Auð-
unn þetta að blaðamáli. Vottorð
mætustu manna og sjálfur veru-
leiki ullarverðsins sanna það að
Auðunn fór með ósannindi. Hon-
um nægir þetta ekki og fer enn
af stað. Fálmar hann þá sitt á
Margar málverkasýningar voru
haldnar hér í Rvík síðastl. haust.
Voru sumar góðar og sýndu lofs-
verða viðleitni til sannrar listar.
þó var það flestra manna mál, að
sýning Tryggva Magnússonar mál
ara, sem þá var nýkominn frá
þýskalandi hefði vakið mesta at-
hygli fyrir ýmsra hluta sakir. Tr.
M. er ættaður úr Steingrímsfirði
og náfrændi Stefáns skálds frá
Hvítadal. Kom hann til Rvíkur fyr
ir nokkrum árum ungur og um-
komulítill, og var þá hvorki mik-
ilúðlegur né umsláttarsamur, en
sneglibrún nokkur sýndi þegar,
að mannsefni mundi búa í piltin-
um. Hann byrjaði lítið eitt nám
hvað. Dylgjar um það að Guðjón
hreppstjóri í Hallgeirsey hafi gef-
ið vottorð mót betri vitund. Mun
hann ekki öfundaður af því meðal
þeirra sem þekkja báða. þá reynir
hann að bera í bætifláka fyrir sér
með því að verðið sem hann til-
greindi að Sambandið hefði selt
fyrir, hafi verið í dönskum krón-
um. þetta er sannanlega ósatt.
Hitt kann að vera, að Auðunn sé
það „þjóðlegur“ að hugsa og tala
í dönskum krónum og það svo að
hann gleymi að láta þess getið.
Munu einstöku menn hér um slóð-
ir fallast á þá skýringu sakir þess,
að borið- hefir í milli stundum á
því verði sem Auðunn hefir gefið
upp á hlutum út úr búð hjá sér,
og því, sem átti síðar að borga
hér, en fór síðan til Danmerkur
og þýskalands, kom svo aftur
heim þaðan og fór til Ameríku í
fjáraflaleit. þar dvaldi hann 2 ár,
en fór svo til þýskalands, því að
þar fann hann best skilyrði til að
þroska list sína.
Tr. M. er með allra bestu teikn-
urum, sem hér hafa sýnt verk sín,
og fer þar saman fjölhæfni,
fyndni og mikil leikni. Málverk
hans standa teikningunum eigi
jafnfætis ennþá, þó er vafamál að
nokkur íslenskur listamaður hafi
sýnt oss jafnglögt og glæsilega
inn í hulduheima eins og Tryggvi
gerir í myndinni: Una álfkona.
þá mynd ætlar hann að stækka og
fyrir þá, þegar til kastanna kom.
I greininni fer hann með stað-
lausa stafi um gærusölu K. H. L.
Segir félagið hafa lofað 3 kr. fyr-
ir kíló af þeim en síðar borgað
með 30 aurum. Ilvorugt er satt.
Árið 1920 tók félagið í umboðs-
sölu gærur af heimaslátruðu fé og
gaf ekkert upp um verð. Félagið
gerir það aldrei um umboðssölu-
vörur. Gærurnar komust ekki út
yfir brimg'arðinn sama haustið.
Næsta ár voru þær að kalla verð-
lausar, en með því að þær voru
óskemdar í ársbyrjun 1922 tókst
að selja þær og fengu eigendurn-
ir þá 50 aura fyrir hvert kíló.
þá reynir Auðunn að lauma því
i hug lesenda blaðs þíns að eg hafi
niðumýtt svo kotið sem eg bý
fullkomna, og kæmi mér ekki á
óvart, þó að þar skapaðist eitt af
dýrmætustu listaverkum síns tíma
Tryggvi er enn ungur og á hröðu
framfaraskeiði, má því vænta
ýmsra snillibragða frá honum.
Hann er mjög vel pennafæiyfynd-
inn og orðslingur í riti. Myndin
Bannlagabrot, sem hér birtist, ber
vott um kýmni hans. Eigi verður
með vissu sagt um hvaða stefnu
hann aðhyllist í list sinni, þar
kennir ýmsra grasa, og sýnist
hann eigi ennþá orðinn ákveðinn
stef nueintr j áningur.
að það hafi fallið í verði um helm-
ing á 4 árum. þarna er unnið til
að bíta nærri greninu, í veikri von
um að þetta yrði mér til ófrægðar
í fjarlægð. Kæmir þú að Hjáleig-
unni gæti eg sýnt þér bletti sem
eg hefi sléttað í túninu og jafn-
marga árunum sem eg hefi átt
þar heima. Eg hefi flutt hesthús
til þess að eiga hægra um ný-
rækt, reist heyhlöðu við ær-
húsin, endurbygt fjósið og lát-
ið gera einu steinlímdu safn-
þróna sem eg hygg að til sé
hér á allstóru svæði.
Heybirgðirnar í hjáleigunni á
síðustu haustnóttum munu hafa
verið tvöfaldar við það sem var
síðasta árið hjá fyrirrennara mín-
um, sem var þó eins og Auðunn
komst að orði „hirðu og myndar-
maður“.f
þú manst ef til vill eftir síra
Jakob Ó. Lárussyni það er hann
som er formaður Kaupfélags Hall-
geirseyjar, og fær þann dóm hjá
Auðunni áð samvinnuþroski geti
naumast verið á lægra stigi en
hjá honum, og að hann „hafi gert
íylstu tilraun til þess að eyði-
leggja fyrir Auðunni mikið verð-
mæti á erfiðum árstíma“.
Hvert heldur þú að tilefnið sé
til þessarar aðdróttunar? Kaupfé-
lag Hallgeirseyjar á vörugeymslu-
hús á Holtsós. Auðunn hafði um
eitt skeið fengið að skjóta þar inn
nokkurum mjölpokum um stund-
arsakir. En misnotaði svo heim-
iidina. Lét pokana vera en gaf
ávísanir á þá jafnóðum og hann
gat komið þeim út. Auðunn fékk
sér aftur nokkra poka í haust til
þess að selja undir verði Kaup-
félags Hallgeirseyjar og undir
sannvirði. Vildi hann koma þess-
um vörum undir þak hjá félag-
inu en var neitað um það af for-
manni félagsins. Mig vissi hann
sem var, að ekki hefði þýtt að
bíðja um húsaskjólið, þareð í önn-
ur hús var að venda, en til bráða-
birgða var slatti þessi vel geymd-
ur undir yfirbreiðslu sem kaup-
félagið átti. þetta er tilraun síra
Jakobs um að eyðileggja fyrir
honum verðmæti.
Hefir þú nú fengið ljósi varpað
yfir þau vopn sem þessi skjól-
stæðingur þinn berst með á
prenti. Hvernig heldur þú að vopn
in muni vera sem hann grípur til
hér austur í strjálbýlinu svona
við einn og einn í senn? Eg get
fullvissað þig um það, að þitt
skáldlega ímyndunarafl hrekkur
ekki til að gera þér grein fyrir
þeim.
Aðeins einu sinni hefi eg heyrt
Auðunn taka til máls á þingmála-
fundi rétt fyrir kosningar. Svo
áleitinn var hann um að gera póli-
tískum andstæðingi ógagn, að
hann vann það þá til að ljósta
því upp um sjálfan sig, að hann
hefði framið einskonar innbrot á
aðalftímalínu landsins. Læt eg
þessa getið til þess að þú vitir
það næst þegar hann biður þig
um orðið.
Með kveðju.
Guðbrandur Magnússon.
Ríkarður Jónsson.
i—u.r-j—* —~i~i—r- r *v — •'i i"*i—*■ **i i r-ri‘‘i<*'‘ri,,i ^ *,.*** , a , m* «« •“» * * * ** *
ZE^ökzin
með og móti
Tóbakseinkasölunni.
það er fróðlegt að bera saman
reikningsáætlanir og fullyrðingar
fjármálaráðherra og annara and-
stæðinga tóbakseinkasölunnar, er
komu íram við 1. umr. í þinginu
um afnám hennar — við skýrslu
Landsverslunar um rekstur einka-
sölunnar.
Hin tilbúnu rök og stóryrði
fjármrh. og samherja hans gegn
einkasölunni, hrynja eins og spila-
borg við samanburðinn og þola
ekki dagsljós reynslunnar, sem
skýrslan bregður yfir þau. þessu
til staðfestu, skulu rökin frá báð-
um hliðum borin saman og metin
eins og þau komu fram.
Fjármrh. J. þ. sagði að sér lægi
injög í léttu rúmi um afnám tó-
bakseinkasölunnar, að því er
snerti tekjur ríkissjóðs. Tóbaks-
innflutningur hefði mikið minkað,
um 28% frá meðaltalinu síðan
1914. Tolltekjumeðaltalið af tó-
bakinu væri nú 175 þús. kr. lægra
heldur en það var árin fyrir 1922,
er einkasalan hófst. Kvaðst hann
álíta það hátt áætlað, að tekjur
Landsverslunar af tóbakinu ár-
lega framvegis yrðu jafnar tekju-
meðaltali af einkasölunni þrjú
næstliðin ár 1922—24. Og væri
einkasalan lögð niður, mundi hrað
fara aukinn tóbaksinnflutningur
gefa meiri tekjur en nú, einkum
árið 1926. — þá taldi hann að
álagning Landsv. á tóbakið í heild-
inni, árið sem leið, hefði numið
alt að 4 kr. á kg. eða ca. 30%
og fullyrti að kaupmenn mundu
aldrei hafa leyft sér svo mikla
álagningu!, sem Landv. hafði á
tóbakinu frá 1. apríl til ársloka
1924. — þó að tollhækkun á tó-
bakinu — ef hið nýja frumvarp
gengi fram — yrði svo mikil, að
hún gæfi jafnmiklar tekjur í rík-
issjóð og nú fást, þá taldi hann
að tóbaksverðið mundi lækka!
Ennfremur sagði hann að kaupm.
gætu fengið sömu viðskiftakjör
hjá erl. verksmiðjum og Landsv.
hefði nú. — þetta var aðalefnið í
ræðum hans, og verður það að
teljast stórvítavert að fjárairh.
skuli leyfa sér slíkar fullyrðingar,
blekkingar og spádómsáætlanir
um einn af stærstu tekj uliðum
ríkissjóðs. — Flutningsmenn frv.
um afnám einkasölunnar, báru
allir fram afsakanir og mæltu
mjög á móti því að það væri gert
í þágu kaupmannanna, eða fyrir
þeirra hagsmuni; en aðra stund-
ina voru þeir þó að heimta versl-
unarréttinn frá ríkissjóði í hend-
ur kaupm. af því að nú fengju
þeir engan hag af tóbakinu, en
gerðu það aðeins vegna neytenda
að selja það í búðum sínum. —
þenna skollaleik endurtóku þeir
hver eftir öðrum í þingsalnum við
1. umr. málsins. þeir létu svo sem
þetta væri gert til að létta gjöld-
um af tóbaksneytendum; en við-
urkendu þó að tóbaksálagning
kaupmanna á stríðsárunum hefði
verið hærri en álagning einkasöl-
unnar nú. þrátt fyrir það grétu
þeir fögrum tárum út af þessari
hóflausu álagningu, sem þeir köll-
uðu hjá Landsv., en hefðu vafa-
laust grátið minna, ef um kaup-
mannaálagning hefði verið að
ræða!
Álögur ríkissjóðs á tóbaksneyt-
endur ætluðu þeir að lækka mik-
ið, en fá þó eins miklar tekjur í
ríkissjóð eftir sem áður, með
stórauknum tóbaksinnflutningi.
Ekki reyndu þeir að skilja, að
samhliða auknum innflutningi
kæmi aukin eyðsla fyrir þjóðar-
búið í heildinni, og meiri peninga-
straumur útúr landinu fyrir
óþarfa vöru. Nei, síður en svo.
þeir bentu á hið mikla veltufé,
sem ríkissj. hefði nú bundið í tó-
baksversluninni og einn þingm.
sagði að það væri 11/2 milj. kr.
En fjármrh. taldi að ekki yrði
bundið meira veltufé í tóbakinu
hjá kaupm., heldur en nú hjá Lv.,
enda mundu þeir fá sömu kjör er-
lendis og hún. Allar röksemdatil-
launir þeirra og viðbárur stöng-
uðust innbyrðis eins og geitur
0g rifu hver aðra niður. — En
hvað segir svo reynslan um þessa
hluti eftir skýrslu Landsv. að
dæma ?
Samkvæmt skýrslu um inn-
ílutning tóbaks á árunum 1909—
1924,. og annari munaðarvöruteg-
und, kaffi og kaffibæti, kemur
glögt í ljós að það er árferðið,
sem hefir mest áhrif á innflutn-
mg þessara tegunda. En þar sem
kaffið lýtur sömu lögum í þessu
efni eins og tóbakið, án þess nokk
ur einkasala væri á því, virðist
með því sannað, að einkasalan á
tóbaki hefir eigi fremur valdið
þverrandi tóbaksinnflutningi.
f byrjun stríðsins 1914 eykst
rnjög óeðlilega innfl. og neytsla
á þessum vörutegundum, frá því
sem var fyrir stríðið. Fyrra há-
markið næst 1916 — en síðara
hámarkið 1919 og er þá innfl.
70—80% meiri á mann en fyrir
stríðið. Eftir 1920 og 1921 minkar
mjög innfl. af hvorutveggju. það
er því vísvitandi hlutdi’ægni og
blekking hjá fjármrh., að bera
saman meðaltalsinnfl. á stríðsár-
unum við innfl. síðustu kreppu-
áranna síðan 1921. Sparnaðar-
samtök kaupfél. og bænda yfir-
leitt, hafa miklu valdið um þverr-
andi tóbaksinnfl. til sveita á þess-
um missirum. Árin 1919—20 var
óeðlilega mikill innfl. af reyktó-
baki og vindlingum frá Banda-
ríkjunum, er lá lengi í landinu og
gekk loks til þurðar síðastliðið
ár. Tóbaksinnfl. fer svo aftur
að ná sér 1923 og 1924, þó hægt
fari sökum áðurnefndra sparnað-
arsamtaka alm. og tóbaksbirgð-
anna frá 1919 og 1920, — og ér
innfl. þá orðinn svipaður og 1910.
Fullyrðing fjármrh. um með-
altalsmismun á tolltekjunum nú
og árin áður en einkasalan hófst
er röng og órökstudd. Ef tekið er
meðaltal af tóbakstekjum ríkis-
sjóðs (tollinum) síðustu 25 árin
á undan einkasölunni 1922, verð-
ur það ca. 215 þús. kr. á ári, og
gefur það nokkra hugmynd um
hvort einkasalan þolir ekki sam-
anburð við það, að því er tekj-
umar snertir. þetta er tæpur i/3
af meðaltalstekjum einkasöluár-
anna; enda eru þær nú miklu
hærri en nokkra sinni áður. En
tollmeðaltal þeirra ára, sem fjár-
málarh. vitnar sérstaklega til,
1914—1921, er samkv. Landsreikn
ingunum ca. 384 þús. kr. og toll-
tekjumeðaltal einkasöluáranna er
ca. 432 þús. kr. eða nærri 50 þús.
kr. hærra. Hvemig sem fjármrh.
snýr sér eða veltir tölunum sann-
ast að hann hefir farið með rangt
mál í þinginu, er hann taldi toll-
tekjumeðaltal 175 þús. kr. lægra
nú en áður! því má bæta við að
tollur síðasta árs er 140 þús. ki\
hærri en meðaltalið frá 1914—21.
I skýrslunni segir svo um tekj-
urnar: Árið 1924 er fyrsta eðli-
lega viðskiftaárið eftir kreppuna
1920 eins og að framan sést, og
ber því að leggja það til grund-
vallar fyrir áætlunum um tóbaks-
viðskiftin. Ilefði tóbakstollshækk-
unin frá 1. apríl 1924, um 25%,
gilt alt árið 1924, mundi tollurinn
hafa numið um 25 þús. kr. meira
(tollhækkunin orðið um 110 þús.
kr.) eða alls kr. 550,000.
Árstekjur einkasölunnar í rík-
issjóð, varasjóð og tollagreiðslur
hefðu þá alls orðið kr. 935 þús.
(En þær voru samkv. reikningi
ca. 910 þús. kr.). — Til þess að
ná sömu tekjum með tolli ein-
göngu, en með sama innflutn-
ingi og 1924, þyrfti tollhækkunin
að nema 70% á tóbaki eða verða
kr. 8.50 á kg. í staðinn fyrir kr.
5.00 sem nú eru, og á vindlum og
vindlingum 73% eða kr. 17.30 á
kílóið í staðinn fyrir kr. 10.00 nú.
Eftir frv. því sem fram er kom-
ið á Alþingi yrðu tekjurnar, reikn
í aðar á sama hátt: samt. 727 þús.