Tíminn - 25.04.1925, Qupperneq 4
80
TlMINN
en Magnús Guðmundsson faðir
tóbakseinkasölunnar greiddi ekki
atkv., og lét það þannig velta á
sjálfum sér einum, að hún væri
drepin. Ef að hann hefði fylgt
sínu eigin máli og þorað eða feng-
ið að fara eftir sinni eigin sann-
færingu, þá var einkasölunni borg
ið. því næst var frv. samþykt með
14:13 atkv. og vísað til 3. umr.
með sömu 14:13 atkv. að við-
höfðu nafnakalli og voru íhalds-
menn, Jak. M. og Bjarni frá Vogi
með, en Framsókn, J. Bald., M. T.
og B. Sv. á móti. M. G. sat hjá
sem áður og „súrnaði sjáldur í
augum“.
Umræðurnar fóru fram með
spekt, enda var málið þrautrætt
við 1. umr. Ræður framsögum.
meiri- og minihl. fjárhn. birtast
á prenti, ræða Jak. M. í Vísi og
ræða Kl. J. hér í blaðinu. 1 henni
eru ýms ný rök og upplýsingar
um hag einkasölunnar ok rekstur
á 1. fjórðungi yfirstandandi árs,
eins og lesendur geta séð. Eng-
inn þingm. reyndi að mótmæla
þeim í umræðunum. I ræðu Jak.
M. komu engin ný rök, aðeins end-
urtekning á sömu útúrsnúningum
og heyrðust við 1. umr., leyndi
það sér ekki að hann hafði verið
áhugalaus um að viða að sér
gögnum eða sækja málið frá nýj-
um sjónarmiðum, enda er þar um
fáskrúðugan garð að gresja. þótti
hálfkynlegt að flm. frv. í nefnd-
inni skyldu beita honum fyrir
framsögu. og mun það sprottið
af því að Jak. M. er þeim færari
að verja illan málstað. Hafa þeir
því treyst honum best til að vefa
nárfína möskva úr rökvillum og
mótsögnum, sem grunnfærustu
pingmenn Ihaldsflokksins gætu
flækt sig í og hampað síðar fyrir
kjósendum sínum sér til afsökun-
ar. Annars voru öll hrein rök og
reikningslegar sannanir að engu
hafðar. Annar flokkurinn sagði:
„klipt er það“, hinn sagði:
„skorið er það“. Fjármrh. (J. þ.)
hafði aftur yfir blekkingaályktan-
ir sínai- frá 1. umr., sem hann
bygði á tolltekjunum 19ÍÍ9' og
1920 þegar tóbaksinnflutningur
var margfalt meiri en í meðalári,
og bar það saman við tekjur
kreppuáranna 1922 og 23, þegar
var verið að selja hinar gömlu tó-
baksbyrgðir frá kaupmönnum. þá
gerði hann þá uppgötvun að tekju
áætlanir þingsins af tóbakinu frá
þessum árum hefðu ekki reynst
frsm. meirihl. jafnoft véfengt
þetta, og spurt hvaðan fjármála-
ráðherra kæmi sú viska, að
kreppan haldi áfram. Hann er
miklu bjartsýnni á framtíðina en
hæstv. fjármálaráðherra, og þess
vegna er skoðun hans í þessu
máli næsta eðlileg. Hann er prin-
cipielt á móti allri einkasölu, og
álítur auk þess, frá sínu sjónar-
miði, ekki þörf á þessum tekju-
auka. Eg hallast þar fremur að
skoðun fjánnálaráðherra. Krepp-
an byrjaði 1921, og var á hæsta
stigi árin 1922 og 23, og fór
fyrst að lina á miðju ári 1924, en
nú má vænta þess, að við séum
komnir yfir það versta, en samt
álít eg, að við eigum að fara
gætilega og vera við öllu búnir,
og þessvegna furðar mig stórlega
á, að fjánnálaráðherrann, sem
sérstaklega á að bera hag ríkis-
sjóðs fyrir brjósti, skuli vera mót-
fallinn því, að halda áfram einka-
sölunni á tóbaki, þegar það er
sýnt og sannað, að hún gefur
landinu mikinn arð. Fyrir honum
hlýtur því þetta mál að vera al-
veg sérstakt princip-mál. Hann
vill ekki þennan hagnað í
ríkissjóð, af því hann metur meira
svokallaða frjálsa verslun. Eg skal
ekki áfella hann fyrir það. Eg er
þar á alveg öfugri skoðun, eins
og eg hefi áður tekið eindregið
fram, og eg met auðvitað skoðun
hvers þingmanns alveg eins rjett-
háa og mína. En ráðherra, sér-
staklega fjármálaráðherra, verð-
Vainsleiðslupípuv.
Við höfum náð mjög hagstæðum innkaupuin. Þeir bændur, sem
ætla að koma vatnsveitu á hjá sjer í vor eða sumar, ættu að gera
okkur aðvart sem fyrst. Upplýsingar um hæfilegustu pípuvíddir látum
við ókeypis í tje ef okkur er skýrt frá pípulengd og halla eða hæða-
mismun.
J. Þorláksson & Norðmann.
Reykjavík. Simnefni: JónÞorláks.
Kjöttunnur,
L. Jacobsen,
Köbenhavn Símn.: Cooperage. Valby
alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum
í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra
kaupmanna.
réttar. Slíkt er nú reyndár engin
speki, þar sem venja er að byggja
þær áætlanir á tekjum næstlið-
inna ára, og í þetta sinn höfðu
áætlanir verið bygðar á öfgaár-
unum 1919—20. Vildi hann með
pessu sanna að í frjálsri sölu
yrðu tekjur ríkissjóðs meiri fram-
vegis eins og var 1919! En á ár-
inu 1924 vildi hann enga ályktun
byggja!
Atvmrh. M. G. þótti loks tími
til kominn að gera játningu sína
í þessu máli kunna öllum þing-
heimi. Hann hafði við 1. umr.
greitt málinu atkv. með fyrirvara,
aðeins til 2. umræðu, sem jafnan
þýðir, að þingmaðurinn ætlar
málinu ekki að fara lengra. En M.
G. hefir brotið allar venjur og
skyldui' stjórnmálamanna, með
framkomu sinni í þessu máli.
Hann byrjaði ræðu sína á því að
einkasala á tóbaki hefði verið lið-
ur í föstu skattakerfi, er hann
hefði flutt á þingi 1921. þá hefði
hann ekki álitið fært að hækka
tóbakstollinn. Hann lýsti því einn-
ig yfir að hann teldi þessa einka-
sölu ekkert brot á frjálsri versl-
un og að einlcasalan hefði ekki
brugðist þeim vonum, sem hann
hefði gert sér um tekjur af henni.
Vonir sínar hefðu rætst. En, „eg
er ekki fjármálaráðherra!“ sagði
hann. Og núverandi fjármrh. álít-
ur fært að svifta ríkissjóð þess-
um tekjum. Eg mun því taka
álit samverkamanns míns til
greina, ekki deila við hann. Og
til samkomulags við hann mun eg
ekki greiða atkv. í þessu máli.
þannig endaði þessi einlæglega
játning ráðherrans! Nánustu fylg
ismönnum hans, sem sjálfir höfðu
tekið þann kost að svæfa amvisk-
una í þessu máli og hafna sann-
leikanum, þótti þessi játning hinn
versti snoppu'ngur, eins og kom
fram í ræðu þór. J. við 3. umr.,
þar sem hann einkum tjáði sig
ósammála ræðu M. G.
B. Líndal fann ástæðu til að
taka til máls aðeins til að lýsa
því yfir, að varasjóður tóbaks-
einkasölunnar mundi ekki gera
betur en að greiða tapaðar skuldir
og að gengishagnaður mætti ekki
teljast til tekna er áætlað væri
hvað einkasalan gæfi af sér. KI. J.
svaraði öllum atriðum í ræðum
þeirra fjármrh. og B. L. Lýsti
hann því yfir að fjárhn. gæti ekk-
ert sagt um hvað tapast mundi
af skuldum þeim, sem einkasalan
ur oft að brjóta bág við sína
einkaskoðun, er um fjárhag ríkis-
ins er að ræða. Hv. aðalflm. frv.
(B. L.), er engu síður en hæstv.
fjármálaráðherra, á móti allri
einkasölu, en þó var, eftir því,
sem mig fastlega minnir, sam-
þykt sú tillaga á þingmálafundi á
Akureyri nú í vetur, að því aðeins
skyldi afnema einkasölu á tóbaki,
að afkoma ríkisins þyldi það. Eg
hefi nú sýnt fram á, að tekjum-
ar af einkasölunni séu svo miklar,
og fara auðvitað vaxandi, að það
sé mjög ísjárvei-t að hafna þessu
með öllu, svo eg komist ekki
sterkara að orði, að þess mætti
mega vænta, að þeir og aðrir and-
stæðingar einkasölunnar höfnuðu
frumvarpinu eða það væri tekið
til baka. Eg get nú reyndar sagt
það, að eg býst varla við því.
þetta mál mun vera orðið það
kappsmál milli flokkanna yfirleitt,
en þó er eg ekki vonlaus um, að
einhverjir úr íhaldsflokknum
muni vera móti frv., en það mun
atkvæðagreiðslan sýna þegar þar
að kemur.
Stúdentagarðurinn. Eins og
kunnugt er hafa læknar landsins
ákveðið að gefa 5000 kr. til stud-
entagarðsins, til herbergis er beri
nafn próf. Guðm. sál. Magnús-
Nú nýlega hefir kvenfélagið
Líkn í Vestmannaeyjum hafið
fjársöfnun til herbergis til minn-
ingar um Halldór heitinn Gunn-
laugsson lækni.
ætti nú útistandandi, sennilega
yrði það eitthvað, en ekki eins
og B. L. hefði gefið í skyn. Einn-
ig leiðrétti hann þær blekkingar
sem komu fram í tollteknasam-
anburði fjármrh.
J. Bald. svaraði Jak. M. tölu-
vert rækilega og sömuleiðis
Bjarna frá Vogi, sem flutt hafði
svo grautarlega og vitlausa ræðu,
að áheyrendur veittu henni enga
athygli.
Magn. T. taldi að það hefði
elcki þótt sæmilegt í fornöld að
bera út börn, sem vel hefðu dafn-
að. En það væri gert nú á Al-
þingi. ílialdsflokkurinn væri að
breyta samkvæmt setningunni:
Neyttu þín á meðan unt er. þessi
hermdarverk áleit hann að mundu
Iækka gengi íhaldsflokksins langt
niður fyrir það sem íslensk króna
stæði nú. í ræðu, sem hann flutti
við 3. umr. kvaðst hann ekki ætla
að kasta hnútum að þessum mis-
lukkaða nafna sínum M. G., en
hitt þótti honum ekki leyna sér,
að fjármrh. J. þ. væri nú farinn
að breiða sig yfir alla ráðherra-
stólana. Jón Bald. sagði eitt sinn
í ræðu, að fjármrh. léti sér eink-
arant um að svara fyrir öll börn
sín í þessu máli, hann þyrði ekki
að eiga á liættu að þau töluðu af
sér.
— — Meðan rætt var um tó-
bakseinkasöluna þyrptust áheyr-
endur að svölunum og í hliðarher-
bergin við þingsalinn. Mátti sjá
þar uppgjafa tóbakskaupmenn og
marga væntanlega byrjendur
þeirrar atvinnu, sem fylgdu því
eftir með æstum tilfinningum,
hvort íhaldsfulltrúarnir mundu
nú loksins muna eftir sér, þessum
minstu bræðrum sínum. En hitt
leyndi sér ekki að engum ræðu-
manni var veitt eins mikil at-
hygli og Kl. J., af því menn fundu
að hann talaði af sannfæringu um
málið, og ekki frá einkahagsmuna
sjónai’miði.
priðja urnræða stóð yfir í 6
kl.st. Að henni lokinni var frv.
afgreitt til Ed. með sömu at-
kvæðatölu og áður, 14:13. Sú
breyting var einungis gerð á frv.
að einkasalan skyldi starfa til
loka þessa árs, en upphaflega átti
hún að hætta fyr. Við þriðju umr.
kom brtt. frá M. T. og fl. þess
efnis að einkasalan væri látin
hætta 1. jan. 1927, en var feld
umsvifalaust. Fjármrh. hafði sagt
í ræðu að sér væri ekki mjög
brátt að láta einkasöluna hætta,
en það lægi nú ekki fyrir önnur
tillaga um frestun á því heldur
en frv. ákvæði. þessvegna var
honum og stjórnarfl. yfirleitt gef-
inn kostur á þessari tillögu; en
alt var árangurslaust. Svangur
kaupmannslýður beið óþreyjufull-
ur úrslitanna, og fjmrh. flýði frá
öllum hálfyrðum sínum í þá átt
að fresta drápi einkasölunnar.
"Tr. þ. tók fyrstur til máls við
þessa umræðu, og skoraði á þá
þingmenn, sem hefðu fylgt einka-
sölunni 1921: P. O., J. Sig., þór.
J., J. A. J. og atvmrh., aö gera
grein fyríi’ steínubreytingu sinni
í málinu, iyrst aö vonir þeirra um
einkasöluna hefði ailar ræst, sam-
kvsemt yiirlýsingu M. G. Taldi
nann aö þeim bæri skyida til aö
gera ííjósendum ijósa grein fyrir
þenn stefnuskiftum. Hann beindi
og svipuðum oröum til Á. J., sem
vió 1. umr. hafði talið að þetta
væri aöeins fjárhagsmál fyrir sér,
og aö hann mundi fylgja því til
2. umr., en síðar haga atkv. sínu
eítir þeim skýrslum, sem hann
fengi um málið. þótti ræðum.
hlýða að A. j. gerði nú grein fyr-
ir, eftir hvaða skýrslum hann ætl-
aöi að beita atkv. sínu. Að síð-
ustu beindi ræðum. fyrirspurn til
landstjórnarinnar um hvað hún
ætlaðist fyrir um steinoliueinka-
söluna, hvort hún ætlaði að drepa
hana líka. þór. J. svaraði Tr. þ.
síðar fyrir sig, P. O. og J. Sig. á
þá leið, að hann vitnaði til sam-
anburðar J. þ. á tolltekjunum af
tóbakinu, að vísu teldu þeir sig
ekki skylda til að lýsa afstöðu
sinni í þingsalnum öðruvísi en við
atkvæðagreiðslu. þá lýsti hann
sig andstæðan yfirlýsingu M. G.
og kvaðst drepa einkasöluna með
köldu blóði. — J. A. J. flutti
langa ræðu með mörgum tilbún-
um töludæmum, bygðum á öfgum
og fjarstæðum, enda reyndi hann
ekki að svara aftur þó að dæmin
væru rifin niður fyrir honum.
Iiann komst að þeirri niðurstöðu
að ríkissj. biði mikið fjárhags-
legt tjón, ef að einkasalan yrði
ekki tafarlaust lögð niður!
H. St. flutti stutta en gagnorða
ræðu, og undraðist að þeir þing-
menn, sem nýddu einkasöluna
skyldu ekki vilja að hún eyði-
legði sig sjálf, fyrst þeir álitu að
hún væri öllum tóbaksneytend-
um og ríkissjóði til ills. En af því
að þeir legðu nú svo mikið kapp
á að drepa hana, þá væri það sönn
un þess, að þeir tryðu ekki sínum
eigin rökum, en óttuðust að hún
mundi festast í sessi, því lengur
sem hún staríaði. Hann áleit að
strax og breyting yrði á þinginu,
mundi einkasalan aftur reist og
þá væri þjóðinni stór skaði að
þessu hringli. Úr því að ekki væri
nú þegar fengin nægileg reynsla
fyrir því hvernig einkasölurekst-
ur gæfist. Jör. Br. svaraði Jak. M.
og hrakti ástæður hans með til-
vitnun í Landsr. og þingtíð. Sv. ó.
kallaði það óbótaverk að leggja
einkasöluna niður, og sagðist trúa
því að þessa illvirkis yrði fljót-
lega hefnt. Kvaðst hafa unnað M.
G. betra hlutskiftis en þess að
drepa þetta mál sitt. þótti honum
óviðkunnanlegur sá siður ráð-
herranna að vísa hver frá sér,
eins og Heródes og Pílatus forð-
um, ef spurt væri um ástæður
þeirra og skýrslui' í málum. Tr.
þ. lauk umr. með hálftímaræðu,
var henni einkum beint til þeirra
þingm. er hann ávarpaði áður og
M. G. Verður ef til vill drepið á
það síðar. Á. J. svaraði ekki, en
Ljósmyndavélar éru nú aft-
S- ur fyrirliggjandi í stóru og
fjölbreyttu úrvali, einnig alt
” til ljósmyndagerða. Skotvopn
S og skotfæri af öllum gerðum.
^ Hlífðargleraugu. Storm-, sól-,
snjó- og ryk-gleraugu. Verð
® frá kr. 1,00. Dýrabogar, tvær
stærðir. Bakpokar, leggvefjur.
'S Allflestar sport- og íþrótta-
vörur. verðlistar sendir. Vör-
ui' afgreiddar gegn póstkröfu
» um alt land.
Sportvöruhús Reykjavíkur.
(Einar Björnsson).
Símar: 1053 & 553. Símn: Sportvöruhús.
Fjárbyssnr
einhleyptar, nikkeleraðar, ágætis
tegund á 20 kr. Ódýrari tegund á
5.25 og 7.25. Fjárskot, tvær stærð-
ir. Sendi með póstkröfu.
Hannes Jónsson
Langaveg 28.
Sveitamenn geta fengið port
fyrir hesta og geymslu á Hverfis-
götu 64. Sími 765.
Seljum ýmiskonar Yeiðivopu og
Sportvörur.
Sendum verðlista með myndum
ef óskað er eftir.
Köbeuhavns Sportmagasin.
St. Kongensg'adc 46. Köbenhavn K.
M. G. kvaðst engu geta svarað
um steinolíuna, það væri óráðið
mál. Annars var hann óstyrkur
og orðfár, en J. þ. lék við hvern
fingur.
----o----
Aðalfundur Kaupfélags þiugey-
inga hófst á Húsavík • 16. þ. m.
Var þar rætt um ádeilugreinar
Sigurjóns Friðjónssonai' á hend-
ur félaginu, sem birtust í Lög-
réttu og Morgunblaðinu í vetur.
Vildi Sigurjón fá að verja gerðir
sínar á fundinum, en ástæður
hans þóttu nokkuð einkenni-
legar. — Hann færði það til
afsökunar að greinin hefði verið
birt í hlutlausu blaði og þó að
Morgunbl. hefði reynt að gera sér
mat úr því, þá tækju fáir mark
á því og ritstjórum þess, blaðið
væri svo lítils metið. Sigurjóni
vai' vikið úr stjórn kaupfélagsins.
Á fundinum hafði komið fram
till. um að Samb. hætti að greiða
samvinnublöðunum ritlaun,en var
fljótlega tekin aftur af tillögu-
manni, af því að hún fékk engan
byr, en ákveðna mótstöðu.
Félagsmenn voru yfirleitt vel
ánægðir yfir starfsemi félagsins
síðastl. ár og reikningshag þess
nú. Skuld þess við Sambandið
hafði minkað um 75%, og við
bankana er félagið skuldlauist.
„Litlu verður Vöggur feginn“
má segja um ritstj. Mbl. (V. St.).
Fyrst flaggar hann mjög fagn-
andi með órökstuddum dylgjum
um K. þ. frá S. F., þvínæst þyk-
ist hann af því að Mbl. skuli vera
trúað fyrir svari gegn þeim frá
samvinnumanni. Af því að hé-
gómaskapurinn virðist hafa stig-
ið honum svo til höfuðs, mun
holt að benda honum á, að jafn-
vel þeir menn út um land, sem
hann heldur að standi isér nærri
í rógburðinum gegn samvinnu-
mönnum, þeir meta orð hans og
athafnir einkisvirði.
Krunk, krunk, krá, er sónninn
úr nefjum hinna gírugu og veiði-
bráðu Ihaldskaupmanna, sem ein-
kis gá nema eigin stundarhags-
muna, — en í gegnum krunkið
hlakkar í höfuðhræfuglinum,
gamla steinolíuhringnum ame-
ríska, sem nú mun sjá sér leik á
borði að setjast aftur að íslenska
þjóðarræflinum.
Mundu íslensku aðilamir aldrei
heyrast reka upp Valsvælið!
Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.