Tíminn - 07.11.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.11.1925, Blaðsíða 1
©íaíbferi og, af$reií>slur'a6ur Ctmans et Stgurgetr ^riörifsfon, Sombflnfcsíyúsinu. ^fgrciböia CC f m a u s « f Sanibunósbúsitt:, fOpiu öaglego 9—(2 f. b, Síruí gún. LX. ár. Reykjavík 7. nóvember Ií>25 51 blaíi Utan úr heimi. Réttur sparifjáreigenda. Stríð. Fyrir fáum dögum flutti sím- inn þá fregn að ný styrjöld væri að hefjast á Balkanskaga. Grikkir sendu her inn í Búlgaríu og frétt- ir bárust um að her sá hefði skot- ið á bórgir, og mörg þúsund manna flúið heimkynni sín. Eftir gömlum venjum hefði þegar svo var komið, stríð þetta haldið áfram þar til önnur þjóðin var gersigruð og uppgefin með öllu og varð að ganga að þeim kost- um sem sigurvegararnir settu. þeir menn sem ákváðu í Grikk- landi og Búlgaríu að hefja þessa styrjöld hafa áreiðanlega hlotið að gera þá ákvörðun fremur af vilja en mætti. Bæði löndin eru þraut- pínd af undangengnum styrjöld- um. Báðar þjóðirnar tóku þátt í heimsófriðnum. Búlgaría tapaði í þeim leik og hefir síðan ekki átt upp á pallborðið hjá bandamönn- um. Grikkir voru þá svo hepnir að þeir áttu á þeim tíma mesta ein- ræðishöfðingja álfunnar, Veneze- los. Hann sá að gæfa Grikklands hlaut að vera í því fólgin að styðja bandamenn, en ekki miðveldin. Hann studdi að sigri þeirra og var síðan einn af áhrifamönnun- um á skiftafundinum mikla í Versölum. Fyrir hans framgöngu og atbeina færðu Grikkir út kví- arnar, bæði norður í hina fornu Makedoniu og auk þess fengu þeir mikið af strönd Litlu Asíu þar sem grísk bygð var. Grikkir fengu nálega allan þann landauka, er þá hafði dreymt um nema Miklagarð. Litlu síðar tapaði Ven- ezelos við kosningar og varð að flýja land fyrir andstæðingum sín- um. Grikkir lentu í nýjum ófriði við þær litlu leyfar af veldi Tyrkja sem enn voru í miðri Litlu Asíu. En nú var Venezelos farinn og bæði bandamannahyllin og stríðs- gæfan með. Grikkir biðu herfileg- an ósigur, mistu lönd sín austan við Eyja haf, og urðu að taka á móti löndum sínum, fjölmörgum, sem flýðu þaðan fyrir grimd Tyrkja 0g undan hermdarverk- um þeirra. Grikkland liggur raun- ar í sárum og má furðanlegt heita, að það skyldi treysta sér til að hefja nýja styrjöld. Málalokin hafa líka orðið þau, að fram- kvæmdaráð þjóðbandalagsins hefir getað stöðvað ófrið þennan og hafa fulltrúar beggja þjóða lofað að slíðra sverðin og láta rannsaka málavexti. þessi atburður er merkilegur. Hann er einn hinn fyrsti verulegi sigur fyrir hina miklu réttlætis- hugsjón Wilsons forseta. það veika bandalag allra þjóða, sem hann stofnaði hefir nú borið gæfu til að stöðva hafinn ófrið. Ef til vill er hér byrjaður nýr þáttur í sögu þjóðanna. J. J. ----0---- Höfundur eftirmæla eftir Mar- grétu Halldórsdóttur, í síðasta blaði er séra Magnús Helgason skólastjóri. Misprentaðist undir greinina H. H. fyrir M. H. Látin er hjer í bænum Guðrún Guðnadóttir kona Steindórs Björnssonar leikfimiskennara, — Eignuðust þau níu börn og eru öll enn innan fermingaraldurs. Guðrún heitin var hálffertug, góð kona og vel gefin. það verður jafnan æðsta skylda einstaklinga og þjóðfélaga að ástunda réttlæti. En þar sem oft er vafasamt hvað er réttlæti verð- ur að leita þess vandlega. Hvað er réttlæti í gengismál- inu? Hefir verið reynt að svara því hér í blaðinu undanfarið og vitnað í ummæli merkustu erlendra vís- indamanna. Af andstæðingunum hefir á móti verið vitnað í rétt þeirra manna sem sparifé eiga geymt á bönkum og sparisjóðum. Til úrskurðar í því máli er rétt að láta tölurnar tala. Fer hér á eftir skrá um spari- sjóð Landsbankans í Reykjavík. Eru allar tölur teknar úr hinum opinberu reikningum bankans og sýna hvað lagt er inn í sparisjóð- inn árlega, hve mikið tekið út ár- lega og hversu mikið sparifé er í hver árslok og nú síðast á síð- asta ársfjórðungsreikn. bankans. Spapisjóðup. Ár Lagt inn á árinu ásamt vöxtum. Tekið út á árinu. Inneign i árslok. 1915 kr. 4444784,98 kr. 3254130,92 kr. 4404455,77 1916 „ 7990600,74 „ 6369727,25 „ 6025329,26 1917 „ 9996934,84 „ 8603205,11 „ 7419058,99 1918 „ 11833223,64 „ 9968213,58 „ 9284069,05 1919 „ 16314179,91 „ 13810047,70 „ 11788201,26 1920 „ 25340517,76 „ 23595162,79 „ 13533556,23 1921 ,/25583155,38 „ 23841231,02 „ 15275480,59 1922 „ -21684059,25 „ 21075523,92 „ 15884015,91 1923 „ 20970271,49 „ 22195925,43 14658361,97 1924 25898014,83 „ 23286654,17 „ 17269722,63 ‘/9 1925 „ 23355372,01 20575637,65 „ 20049456,99 Skráin sýnir að í septemberlok í ár er spariféð nálægt því helm- ingi meira en var um það leyti sem íslenska krónan féll svo gíf- urlega. Um ca. helming þess er það því sannanlegt þegar, að um falln- ar krónur er að ræða. En hitt er ekki síður eftirtekta- vert, að öll árin er meira lagt inn í sparisjóðinn af nýjum peningum, en alls standa inni í honum í árs- lok, og sum árin mörgum milj- ónum króna meira. Öll árin nema fyrsta árið er einnig tekið meira út úr spari- sjóðnum á árinu en nemur allri inneigninni í árslok. Svona stórkostlegt los er á þessu sparifé. Ályktunin sem af þessu verður hiklaust dregin er sú, að lang- samlega mestur hlutinn af þeim krónum sem menn nú eiga inni í Landsbankanum hafa verið falln- ar krónur þegar þær voru lagðar inn. Meir að segja: Mjög mikil! hluti þeirra króna sem menn eiga nú í sparisjóði Landsbankans voru verðlægri þegar þær voru lagðar inn en þær eru nú. — Svipað verður uppi á teningnum þá er athuguð er eftirfarandi skrá um inneignir manna á innlánsskír- teinum í Landsbankanum í Reyk- javík á sömu árum. Veltan er að vísu minni og' helst hefði mátt gera ráð fyrir að á þeim lið væri um ranglæti að ræða gegn sparí- fjáreigendum. Innlánssk fpteini. Ár Lagt inn á árinu ásamt vöxtum. Tekið út á árinu. Inneign i árslok. 1915 kr. 289209,02 kr. 70488,55 kr. 787355,06 1916 „ 388727,44 „ 246801,46 „ 929281,04 1917 „ 510967,53 „ 241112,01 „ 1199136,56 1918 „ 756882,81 „ 465333,18 „ 1490686,19 1919 „ 664711,51 „ 370947,92 „ 1784449,78 1920 „ 1101160,20 „ 874544,51 „ 2011065,47 1921 „ 751796,42 „ 547564,64 „ 2215297,25 1922 „ 919089,54 „ 664828,18 „ 2469558,61 1923 „ 489248,87 „ 327208,10 „ 2631599,38 1924 „ 1186551,10 „ 772712,58 „ 3045437,90 V9 1925 „ 853470,48 „ 565895,44 „ 3333012,94 Inneignimar eru líka hér ca. helmingi hærri en þá er krónan féll og viðbótin árlega síðari árin jafnan, drjúgur hluti allrar inn- eignarinnar. Loks má geta þess að í lok síð- asta ársfjórðungs voru inneigniv á hlaupareikningi í Landsbankan- um rúmlega 9 miljónir króna. Liggur í augum uppi að alt eru það fallnar krónur. Á þeim lið eru lagðar inn árlega 10—20 sinn- um stærri upphæðir en inni standa um áramótin. — Skýr er þessi úrskurður um rétt sparifjáreigenda. Víst má telja að sparisjóður Landsbankans gefi góða heildar- mynd. Vitanlega eru til einstök til- felli um að sparifjáreigendur yrðu órétti beittir með festingu verð- gildis krónunnar. En hitt er vafalítið að með þeirri hækkun krónunnar sem orðin er hafa sparifjáreigendur upp og ofan fengið meir en rétt sinn, því að að meðaltali munu inneignimar nú verðhærri en þá er þær voru lagðar inn. peir sem í nafni sparifjárinn- eigenda heimta nú áframhaldandi hækkun krónunnar, heimta vafa- laust ranglátan gróða, sem spari- fjáreigendur á engan hátt hafa unnið til. þeir heimta að athafna- mennirnir borgi þennan rangláta gróða með tapi á atvinnurekstr- inum, þeir heimta að verkamenn- irnir svelti vegna atvinnuleysis og vinnuteppu sem leiðir af því að ná þessu marki. Gengishækkunin og bankarnir. Hluthafafundur þjóðbankans danska var haldinn 20. f. m. Var skýrt frá rekstri bankans á liðnu starfsári. Kom það fram að vegna gengishækkunarinnar og ráðstaf- ana hennar vegna tapaði bankinn á árinu nálega níu miljónum kr. í umræðunum sem urðu um skýrsluna kom það fram að gert var ráð fyrir að bankinn mundi enn tapa 10—15 miljónum króna á gengi ef tækist að ná því marki að krónan næði gullgildi. — Okkur íslendingum er holt að veita þessu athygli. því að þetta. sem komið hefir fyrir þjóðbank- ann danska, vegna gengishækkun- arinnai', kom einnig fyrir bank- ana okkar á liðnu ári sem menn minnast, kemur yfir þá á þessu ái'i í enn stærri stíl og á eftir að koma yfir þá í langstærstum stíl síðar: að tapa á gengi, verði svo áfram haldið, sem enn stefnir. Afskriftirnar á reikningum bankanna undanfarin ár, sýna ljóslega hversu mikil töp þeir voru búnir að bíða áður. Spurningin sem valdhafar eiga að svai’a er þessi: þola íslensku bankarnir að taka á sig í viðbót töpin, í ár og síðar, í hundruðum þúsunda og jafnvel miljónum króna, sem beinlínis stafa af gengishækkuninni? Hefir þess ekki orðið vart að valdhafarnir hafi talið ástæðu til að athuga þetta. Og þó er annað enn alvarlegra íhugunarefni í þessu sambandi. Töpin sem bankareikningarnir hafa sýnt og munu sýna á gengi, verða áreiðanleg aðeins smáræði hjá því tapi, sem þeir munu bíða vegna afleiðinga gengishækkunar- innar. Atvinnurekendumir til lands og sjávar — og einkum hinir síðar- nefndu — hafa tekið að láni það fé sem bankarnir ráða yfir. Haldi gengishækkunin áfram eru töp atvinnurekendanna fyrirsjá- anleg og sumpart komin á daginn. þau töp lenda fyrst á atvinnurek- endunum, en síðan, þegar þeir halda áfram að tapa, þá lenda þau á bönkunum. —■ þegar öll hús í Reykjavík t. d. falla í verði um c. 30%, vegna gengishækkunar- innar, hversu miklu tapa bankarn- ir þá, sem eiga veð í þessum hús- um? Miljónatöp bankanna eru fyrir- sjáanleg haldi krónan áfram að hækka í gullverðið gamla. þola bankamir þau töp, ofan á gömlu töpin og ofan á beinu töpin á genginu? Hver vill svara og ábyrgjast að þeir þoli það? ----0---- Sameiginlegur fundur sókna- nefnda og presta í Kjalarnessþingi var haldinn hér í bænum 4. og 5. þ. m. í húsi K. F. U. M. Fundur- inn var prýðilega sóttur: 16 prestar og sóknanefndamenn úr öllum sóknum Kjalarnessþings og auk þess prestar og sóknanefnda- menn úr þrem öðrum prestaköll- um: Akranesi, Vestmannaeyjum og Arnarbæli í ölfusi. Fór fund- urinn að öllu leyti ánægjulega fram. Voru mörg mál rædd er snerta störf presta og sókna- nefnda og ályktanir teknar um sum. Síra Friðrik Hallgrímsson hóf umræður um samstarf presta og sóknanefnda, og síra Halldór Jónsson á Reynivöllum um safn- aðasöng. Síra þorsteinn Briern á Akranesi flutti erindi um sjó- mannadag og verður nú ákveðið að fyrsta sunnudag í níuvikna- föstu skuli allir prestar landsins minnast sjómanna af stól. Knútur Zimsen borgarstjóri talaði um sunnudagaskóla og ólafur Björns- son á Akranesi um heimilisguð- ráekni. Síra Brynjólfui' Magnússon á Stað í Grindavík hóf umræður um helgidagavinnu. Var samþykt í einu hljóði eftirfarandi tillaga: „Sóknanefndafundurinn lýsir yfir því að hann er algerlega mótfall- inn allri helgidagavinnu og leyfir sér því að skora á Alþingi, að end- urbæta helgidagalöggjöfina nú þegar í vetur. Ennfremur skorar fundurinn á allar sóknanefndir og safnaðafulltrúa landsins að stuðla af alefli ásamt pi’estastétt- inni, verkamannafélögum og ung- mennafélögum að meiri friðun helgidaga voiTa en nú er“. — Hefir mál þetta nýlega verið rætt á fjölmennum sameiginlegum fundi Reykjavíkursafnaðanna. sem afgreiddi málið með svipaðri tillögu. — Sigurgeir Gíslason verkstjóri í Ilafnarfirði hóf um- ræður um bindindisstarfsemi. Samþykti fundurinn í einu hljóði eftirfarandi tillögu: „Fundurinn lýsir hrygð sinni yfir drykkju- skap þeim sem víða ber á í Reykja vík og nágrenninu og treystir því að starfsmenn safnaðanna, leikir sem lærðir, verði samtaka um að berjast gegn honum eftir því sem auðið er“. — Enn samþykti fund- urinn tillögu um legkaupið: „auk venjulegs persónugjalds skal leg- kaup greiðast til allra bænda- kirkna, og legkaup má einnig taka upp annarsstaðar þar sem safn- aðarstjórn þykir við þurfa og meiri hluti fundarmanna á lög- lega boðuðum safnaðarfundi sam- þykkir“. — Loks vkr kosin nefnd til að undirbúa samskonar fund að ári. — Vel er að svo vel er farið af stað um fundahöld þessi og mætti margt gott af leiða. Víðvarp. Alþingi síðasta sam- þykti lög um víðvarp. Nú herma útlendar fregnir að stofnað sé fé- lag einstakra mann í þessu skyni og sé atvinnumálaráðherra þar í fararbroddi og standi nú í samn- ingum um þetta í utanför sinni. — I engu lýðfrjálsu landi, öðru en Islandi, mundi slíkt geta komið fyrir. Fyrir fáum árum varð það t. d. uppvíst á Englandi, að lög- fræðingur, sem stýrði fjármálum eins ráðhen-ans, hafði keypt hans vegna nokkur hlutabréf í einkafé- lagi sem átt gæti bein eða óbein viðskifti við ríkið. Ráðherrann varð að láta selja hlutabréfin þeg- ar í stað. — Er þess að vænta, að hlulafregn þessi sé röng. „Saga“ heitir nýtt tímarit, sem þorsteinn þ. þorsteinsson skáld gefur út vestan hafs. Er 1. hefti þess komið hingað, fjölbreytt að efni og skemtilegt aflestrar. Á að koma út misserislega og kostar 8 krónur. Nýju krónupeningarnir eru komnir í umferð, einnar og tveggja krónu. Verða vandræða- ræðagripir. Krónupeningamir verða altof líkir tvíeyringum og* tvíkrýningarnir altof líkir fiinm- eyringum. Er vafalaust að mörg- um verður hálft á því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.