Tíminn - 26.12.1925, Blaðsíða 2
220
TIMINN
Jörð til söln.
Jörðin Stóra-Fljót i Biskupstungum er laus til ábúðar í næstu fardög-
um 1926. Jörðin hefir girt tún ,allt slétt er gefur af sér nokkuð á 3.
hundruð hesta. Áveituengjar girtar. Hver mjög nothæfur til þvotta,
brauðabakstúrs og áveitu. Girtii hagar fyrir málnytupening. Sérstak-
lega góð beit fyrir hross og sauði. Fjögur hagahús í góðu lagi og hlöð-
ur við. Heimahlaða sem ný, er tekur 650 hesta, með skúrum við.
Hesthús fyrir 16 hesta nýbygt. Geymsluhús undir járni og smiðja.
íbúð járnvarin með sérherbergi.
Umsækendur snúi sér til bræðranna á nefudri jörð Þórðar og
Jóns Halldórssona.
Stóra-Fljóti 5. desember 1925.
Þórður Halldórsson
Hinir margeftirspurðu grammófónar
„Soriora“ fyrirliggjandi
Samband ísl. samvinnufélaga.
Hinar ágætu Prjónavélar frá Dresdner
Strickmaschinenfabrik fyrirliggjandi
Samband ísl. samvinnufélaga.
Smásöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
"V~ izn.cLleu?.
Regal Fantasia frá Mignot & de Block
do. Princesse — sama
do. Sublimes — sama
do. Reinitas — sama
Cabinets — sama
Carte Blanche — sama
Matador — sama
Perfectos — sama
Kr. 12.65 pr. ‘/2 ks.
— 14.10 — % —
— 16.10 — V2 —
— 20.70 — % —
— 12.65 — i/2 —
— 12.40 - V* ~
— 17.55 — V2 —
— 14.65 — V2 —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem neraur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Ziandsversliw íslaixds.
snnnn .
snieRLiKi
IBIam.pfélag’sstj órar I
Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er
„Smára“ - smjörlíki
Sendið því pantanir yðar til:
H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík.
góðar og ódýrar. — fást hjá
Sambandi ísl. samv.félag’a.
Efnarannsóknarstofa íslands
--- Reykjavík 19. des. 1925.
Hr. kaupm. Pétuv Bjarnarson, Reykjavík.
Samkvæmt áskorun hefir Efnarannsóknarstofan athugað kaffi-
bætirinn Sóley og kaffibæti Ludvig David.
Samsetningin reyndist þannig:
Kaffibætir Kaffibætir
Sóley Ludvig David
Vattí...................16,30°/0 18,40%
Steinaefni (aska) ...... 4,80°/0 5,15%
Köfnunarsambönd......... 6,10 °/0 5,70%
Feiti................... 1,29'Vo 3,20%
önnur efni sykur, dextrin 71,60°/0 67,55°/0
100°/0 100%
Leysanlegt í vatni......58,8% 58,5%
Samræmingaefni hafa þýðingu: Köfnunarefnasambönd, feiti og
nokkuð af því, er kallað er önnur efni. Eins og tölurnar bera með
sér er fremur lítill munur á samsvarandi efnum beggja tegundanna.
Að sjálfsögðu koma aðeins leysanlegu efnin til greina við kaffi-
lögunina. Þar á meðal eru þau efni sem gefa lit og bragð. Tilraun
var gerð með að leysa úr báðum tegundum nákvæmlega á sama hátt
og mæla síðan litarstyrkleikann á kaffileginum.
Var ekki hægt að gera þar neinn mun á.
Rannsóknarstofan
Trausti Ólafsson, Reykjavík.
H.
Vér liöfum talað um, hvernig j
endurminningar gamla ársins geta
mýkst. Sársauki þeirra læknast
við það að fá íyrirgeíning föður-
ins,við þaó að finna írelsarann
eins og Simeon.
þá skulum vér hugleiða hinn
annan lið umtalsefnisins: Hvað
fær gjört vonir komandi áisins
bjartar og ljúfar? það er traustið
á Guði. Og grundvöllur trausts og
trúar er fullvissan um fyrirgefn-
ing.
þér finnið öll, hve mikill mun-
ur er á að byrja árið skuldlaus,
eða með skuldabyrði á baki. Hver
skuldlaus maður er að jafnaði
miklu öruggari og hefir meira
traust á sjálfum sér en hinn.
Og eins er því varið um hið
andlega og sálarlega. Sé stærsta
skuldin, syndaskuldin, fyrirgefin
af föðurnum, þá verður öll fram-
tíðin bjartari og vonin öruggari í
brjósti manns.
Vér vitum, hve menn líta mis-
jafnt á hið ókomna. þótt tveir !
menn búi við svipuð kjör, þá er |
alt svart og ömurlegt í augum
annars, en alt bjai-t og yndislegt
í augum hins. Oss er það Ijóst,
hve bjartsýna manninum líður
iniklu betur. Að öðru jöfnu má
jafnvel búast við að hann lifi
lengur og verði heilsuhraustari en
hinn. Svo miklu orkar bjartsýnin
um að gera manninn hraustan og
heilbrigðan og starfshæfan að
hlutverkum lífsins.
Eg veit, að bjartsýni og svart-
sýni fer eftir ýmsu, fer eftir með-
fæddum eiginleikum, fer eftir
uppeldi og lífskjörum og mörgu
öðru. En heilbrigð bjartsýni fer
þó mest eftir því, hvort vér eig-
um lifandi trú eða ekki. því til-
veran öll ber annan blæ fyrir
augum trúaðs manns, en fyrir
augum hins vantrúaða.
Mér kemur í hug málverk eitt.
eftir þýskan mann, sem nefnist
„Skýjalandið“. þegar lifíð er á
málverkið í fjarlægð, án þess að
athuga það nánar, þá sýnist það
líkast einhverri óljósri ógnar-
mynd, semitkreppi hnefann fram
á móti oss. En þegar komið er
nær og horft á það í hæfilegri
fjarlægð, þá gefur að sjá, að
þetta ógnandi ský eru eintómir
smáenglar, er svífa á móti oss á
silfurhvítum vængjum og benda
til himins.
þannig er lífið sjálft. þar sem
trúar- og vonarlaus maður sér
ekkert annað en krepta jámhönd,
bar sér trúmaðurinn bendingu frá
Guði.
Trúaður maður getur orðið fyr-
ir ýmiskonar raunum, engu síður
en hinn, en hann skoðar málverk-
ið frá réttum stað. Hann skoðar
hið þunga og erfiða, sem reynslu
sér til góðs. Hann finnur í hverju
mótlætisskýi engil sjálfs Guðs
koma á móti sér og benda til
himins.
Vér þurfum því engu að kvíða
og ekkert að óttast þótt oss mæti
mæðuský á árinn nvja. Vér getum
gengið hugrökk móti hættum og
raun, móti hverju, sem ber að
höndum, því að vér vitum að yfir
oss vaka englar Guðs oss til
vemdar. Verum því vonglöð og
ókvíðin öll, sem fundið höfum
Jesúm Krist, eins og Símeon. Fyr-
ir hann gefur faðirinn upp skuldir
og fyrirgefur alt, sem brotið var
á liðnum áram. Fyrir hann vill
Guð gefa oss mátt til að stríða og
starfa glaðir á árinu, sem í hönd
fer. Hann eiim fær kent oss &ð
kveðja gamla árið þakklátir t'yrir
alt. Hann einn gefur oss að heilsa
nýja árinu vonglaðir og fagnandi,
eins og vorfuglinn vemiandi sólu.
Felum oss því í hans hönd, leit-
um til hans í bæn og trú, þá mun
Guð gefa oss gleðilegt nýtt ár.
Eg hóf mál mitt á því að tala
um kveldroða. Eg lýk þá máli
mínu með að tala um morgunroða.
Eg enda mál mitt með þeirri ósk,
að morgunroði Guðs dýrðar og
fyllingar fái hvílt yfir árinu kom-
anda. Kom þú lífsins sól! Kom þú
Jesús Kristur, þú aldanna morg-
unroði! Lát þú ljósið frá þér
ljóma inn í sál vora. Lát það
Ijóma inn á heiinili vor og yfir
land vort og þjóð.
Komi ríki þitt til vor, sem
morgunroði af hæðum, svo að ár-
ið nýja verði oss í sannleika
gleðilegt ár. Amen.
----o----
íslenski kaffibætirinn er aug-
lýstur hér í blaðinu í dag og um-
sögn Efnarannsóknastofu ríkisins
um hann. Er fengin löng reynsla
fyrir því að hann er ágæt vara,
sem fyllilega stenst samkepni við
erlenda framleiðslu. Á það að
vera metnaðarmál öllum að greiða
fyrir innlendu framleiðslunni;
livort sem eru bændaverslanirnar,
eða íslenskrar kaupmannaverslan-
ir, ættu þær að halda fram ís-
lensku vörunni.
„Rógur um Rússland“. Alþýðu-
blaðið hefir undanfarið birt langa
ritgjörð um þann róg um Rúss-
land, sem fluttur sé í íslenskum
'olöðum. Er Tíminn meðal annars
sakfeldur um það þunglega. En
nú í vikunni berst símfregn um
það, að í aðalblaði dönsku Jafnað-
armannanna hafi birst bréf frá
Jafnaðarmönnum, sem sitja í
fangelsi Rússa 1 Síberíu. Stendur
í því „að fangarnir kveljist þar
til dauða úr sulti, af óhreinindum
og djöfullegri meðferð yfirleitt.
Engin læknishjálp er fáanleg
handa þeim og er þeim kasað
saman í klefana og deyja þar í
hrönnum. Ákalla þeir flokksbræð-
ur sína um hjálp“. — Yfirskrift
yfir þessari fregn í Alþýðublað-
inu er: „Rógurinn um Rússland".
— Fer þá skörin að færast upp í
bekkinn er Alþýðublaðið sakar
aðalblað dönsku Jafnaðmaunanna
um slíkt. — Eitt allra blaða í
álfunni, reynir Alþýðublaðið að
sigla beggja skauta byr milli
Jafnaðamianna og Kommúnista.
Sú sigling getur ekki tekist til
lengdar. Kommúnistarnir era
tryggustu bandamenn hinna
svæsnustu Ihaldsmanna og bar-
dagaaðí'erðirnar hinar sömu hjá
báðum.
Strand. Sunnudagskvöldið síð-
astliðið lagði togarinn Ása, eign
Duusverslunar, af stað héðan úr
bænum, á ísfiskveiðar. Skall á
norðanveður um nóttina með mik-
illi fannkomu. Klukkan um 4 um
nóttina barst loftskeytastöðinni
neyðamierki frá Ásu. Var sög'ð
strönduð undir Svörtuloftum. I
hérumbil klukkutíma voru neyðar-
merkin send, en hættu svo snögg-
lega. Fyltust menn ugg og ótta
hér í bænuin, um að öll skips-
höfnin hefði farist. — Með loft-
skeytum var nú kallað á Gull-
foss, sem var í Stykkishólmi og
á togara, en sem betur fór voru
aðrir komnir á vettvang fyr, nógu
snemma til að bjarga skipshöfn-
inni. — Skipið kendi grunns um
kl. 4 um nóttina á Malarrifi. Var
þá svo svartur bilurinn að ekki sá
til vitans sem þar er. Bátar voru
settir á flot og kl. 5V2 voru allir
komnir í bátana, enda var þá
mikill sjór kominn í skipið. Ætl-
uðu þeir að halda sér við skipið
í taug, en þá skall skipið á hlið-
ina svo að taugin losnaði. Var þá
andæft til hádegis. Komu þá að
tvö skip, norskt og þýskt og björg-
uðu öllum skipsmönnum. Fengu
þeir þar hinar bestu viðtökur.
Svo kom Gullfoss og tók þá með
suður. — Birtist í Alþýðublaðinu
frásögn um slysið eftir viðtali
við einn skipverja. Er rómuð
mjög stilling og stjórnsemi yfir-
mannanna á Ásu, er slysið bar að,
enda hafi hásetar einnig hagað
sér'eftir því; enginn mælti æðru-
orð, en allir framkvæmdu hiklaust
það sem gjöra bar.
Sigurður Jónsson frá Ystafelli
hefir tilkynt stjórnan’áðinu að
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
og alt til upphluts
úr gulli og silfri.
\ Sent með póstkröfu
or • útum landef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiðnr.
Sími 383. — Laugaveg 8.
Helgi Hjörvar:
Guömundur Finnbogason lands-
bókavörður segir um bókina(„Vís-
ii “, 23. sept. þ. á.) :
„Helgi Hjörvai1 gengur rakleitt og
rólega til sætis sins á hinum æðra
bekk þeirra, er sögur hafa skrifað á
íslensku. pað er nýr hreimur í rödd
hans og hann segir nýjar sögur, sem
læsa sig fast i hugann. prjár af þess-
um sögum: „Smalaskórnir", „Bakka-
sund" og „Gusi", eru hver annari
átakanlegri; þær lýsa sárum örlögum
svo að iesandinn finnur til og skilur,
og ekkert dregur úr sviðanum nema
hinn svali, heiði og hlutlausi blær frá-
sagnai'innar. Slíkt er einkenni sannr-
ar listar. Ljettara er yíir sögunni
„Kitlur", verðlaunasögu, er birtist í
Eimreiðinni 1919 og sýndi undir eins,
að hjer var efnilegt söguskáld á ferð-
inni. Siðasta sagan „Snjókast" er
lieldur lausari að gerð en hinar en
andar hressandi æskufjöri og heil-
brigði. Ýfir máli höfundarins er vor-
blær og heiðrikja, sem gladdi mig
innilega. Og sú er spá mín, að þessar
sögur eignist marga vini“.
Bókin hefir selst upp í Reykja-
vík á tæpum þrem mánuðum.
þeir, seip enn vilja eignast hana,
verða að ná í þau eintök, sem
óseld kunna að vera hjá bóksölum
úti um land.
hann geti ekki sótt næsta Alþingi
vegna veikinda. Var þetta síðasta
þingið af kjörtímabili hans sem
landkjörins þingmanns. Varamað-
ur hans er Ágúst bóndi Helgason
í Birtingaholti.
Mæðrabókin. Ný bók, með því
nafni, kemur að norðan. Hinrik
Thórarensen læknir á Siglufirði
gefur út, en Björn G. Blöndal
læknir hefir þýtt. Frumsamin er
hún af dönskum lækni. Fjallar um
hirðing bama frá vöggu og á
skólaaldur. Er þetta áreiðanlega
ein þaríasta og besta bók, sem
gefin hefir verið út upp á síð-
kastið. Hún er prýdd mörgum
myndum og frágangum allur hinn
vandaðasti.
I kvöld byrjar Leikfélag Reykja-
víkur að leika Dansinn í Hruna,
eftir Indriða Einarsson. Er það
í fyrsta sinni sem það leikrit er
sýnt á leiksviði.
Úrskurður Alþjóðabandalags-
ins Mosulmálinu, varð al-
gerlega Englendingum í vil.
Brugðust Tyrkir hinir reiðustu
við. Eru hafnar æsingar um alt
land og heimtað stríð. Hefir þing-
ið verið hvatt til fundar í Angora.
Orðasveimur er um að Rússar
muni veita Tyrkjum lið, ef til
ófriðar dragi.
Úrskurður Alþjóðabanda-
lagsins í máli Grikkja og
Búlgara, féll algerlega hinum síð-
arnefndu í vil, eins og áður var
að vikið. Hafa Grikkir tilkynt að
þeir uni úrslitunum.
Enn hefir ekki tekist að
mynda nýja stjórn á þýskalandi.
Segja nýjustu símskeyti verstu
tíðindi um ástandið í landinu:
Afskaplegt atvinnuleysi, óteljandi
gjaldþrot; búist við blóðugum
óeyrðum; er talið ekki ósennilegt
að stjórnin neyðist til að lýsa
landið í umsátursástand.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.