Tíminn - 27.02.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1926, Blaðsíða 3
TÍMINN 35 Undireins á fyrsta fundi gengisnefndarinnar, eftir að jeg bafði verið skip- aður í nefndina, vakti jeg máls á þvi, að þessi undirbúningsvinna yrði unnin, í samræmi við það, sem fram hafði komið af hálfu fjárhagsnefndar neðri deildar og um er getið hjer að framan. Á langflestum fundum nefndarinnar síðan hefi jeg endurtekið áskorun um, að nefndin i heild sinni ynni þetta verk. Samkvæmt tillögu minni var það geit, sem og var eitt hið nauðsynlegasta um undirbúning málsins. Hagstofustjóri var boðaður á fund gengisnefndarinnar 4. des. og honum falið að rannsaka, hvert væri hið raunverulega (innra) verð- gildi íslensku krónunnar. Mæltist jeg eindregið til, að þeirri rannsókn yrði lokið fyrir nýár, ef unt væri, en ekki var þess krafist af nefndinni í heild sinni. Kom og engin skýrsla um þá rannsókn fyrir áramót, og enn er hún ekki komin, þá er þetta er skrifað. Er þetta og mikið vandaverk. En ekki vil jeg efa, að skýrslan komi nógu snemma til þess að Alþingi geti haft hana til hliðsjónar við endanlega af- greiðslu málsins, því að án skýrslunnar verður ekki ákveðið um festing verð- gildis peninganna, ekki einu sinni til bráðabirgða. Á fundi gengisnefndarinnar 11. sept. bar jeg ennfremur fram þá tillögu, að til þess að hægt yrði að skila málinu sem best undirbúnu i hendur Alþingis, yrði maður sendur af gengisnefndarinnar hálfu til Danmerkur og Noregs, til þess að kynnast rekstri gengismálsins i þeim löndum og heyra álil helstu fjármálamanna. Er það alkunnugt, að í báðum þeim löndum er gengismálið eitthvert mesta og alvarlegasta málið á dagskrá þjóðanna, og rannsókn hefir verið látin fara fram í báðum löndunum um þaö, hvort rjett væri og mögulegt að festa verðgildi krón- unnar. Á Alþingi síðasta kom það og fram (t. d. bæði hjá J. Porl. (2725—6) og P. Ott. (2727) ), að aðgerðir allar í málinu yrðu að nokkru háðar þvi, sem þessar nágrannaþjóðir okkar, sem við höfum svo mikil skifti við, mundu gera. — Fyrir allra hluta sakir þólti mjer því sjálfsagt og liklegt, að af því mætti nokkuð læra að kynnast aðgerðum þessara þjóða. Æskti jeg þess oft á siöari fundum nefnd- arinnar, að þessi tillaga yrði tekin til greina, en svo hefir ekki orðið, og yflrleitt hefir því ekkert verið gert af gengisnefndarinnar hálfu til þess að draga að upp- lýsingar um málið þessa leiðina. Tel jeg mjög miður farið, að þetta var ekki gert, enda hefði það getað orðið mjög kostnaðarlitið, t. d. ef fulltrúa íslands i Kaup- mannahöfn, Jóni Krabbe, hefði verið falið að inna þetta starf af hendi. Par sem svo hefir farið, er ljóst, að mun erfiðara er að bera fram endan- legar tillögur um verðfesting krónunnar en ef fyrir hefði legið áðurnefnd skýrsla frá hagstofustjóra og glögg frásögn um gerðar eða væntanlegar framkvæmdir og álit mcrkustu fjármálamanna i nágrannalöndunum. Jeg get ekki álitið, að það hafi verið tilætlun Alþingis, að gengisnefndin ljeti uppi álit sitt alment um það að verðfesta gildi pappírspeninga nálægt raun- verulegu verðgildi þeirra og bæri fram um það ástæður með og móti. Um hina almennu hlið málsins hefir verið ritað meir ytra hin siðari ár en um nokkurt atmað fjárhagsmál. Eiga allir, sem vilja, aðgang að þeim ritum. En sjerstaklega vildi jeg Ieyfa mjer — eins og höfundur hins fyrsta rits, sem um gengismálið hefir verið ritað á íslandi — að skírskota til rita G. Cassels háskóla- kennara í Stokkhólmi, sem »hefir náð viðurkenniugu um allan heim fyrir skarp- skygni sína á þessu sviði«, (Jón Porláksson: Lággengi, i formála), og þó einkum tif eins hins siðasta rits hans: »Stabiliseringsproblemet eller viigen till ett fast panningvásen«. Jeg vil ennfremur aðeins minna á, og leggja sjerstaka áherslu á, að honum og flestum öðrum hinum merkustu fjármálamönnum nútímans (Keynes og fl.) ber saman um það, að land, sem hefir svo verðfallna peninga sem okkar land, eigi að gera ráðslafanir til að festa verð þeirra endanlega nálægt raunverulegu núver- andi verðgildi þeirra. Svo sem það þykir sjálfsagt, þá er sjúkdóm ber að hönd- um, að fara eftir ráðum sjerfræðings, læknisins, svo virðist hitt og vera jafn- sjálfsagt, að fara eftir ráðum sjerfræðinganna, hinna frægustu fjármálamanna, þá er um það er að ræða að lækna þær meinsemdir, sem orðið hafa i fjármálalifinu. Um öll þau aimennu atriði málsins, sem hjer verða talin á eftir, vil jeg vísa til urnmæla hinna erlendu fræðimanna, og G. Cassels háskólakennara i áður- nefndri bók sjerstaklega: 1. um nauðsyn þess að fá verðfasta peninga, og það sem allra fyrst. 2. um möguleikana til að ná þvi marki með þvi að fesla verð peninganna sem næst þvi verði, sem þeir hafa, þá er það er framkvæmt, þ. e. i öðru, lægra •verði en þeir höfðu, áður en þeir fjellu í verði. 3. um að miklu hægara sje, og líklégra að takist endanlega, að verðfesta pen- ingana nálægt þvi verði, sem þeir hafa þá, heldur en að hækka fyrst i gamla gullverðið og reyna svo að halda því verðlagi þeirra endanlega föstu. 4. um hina miklu hættu, að peningarnir falli aftur í verði, ef kept er að því að hækka þá, og að sú hælta er þvi meiri, þvi lægra sem peningarnir hafa fallið. 5. um að engu landi i heiminum hefir enn tekist að hækka aftur i gamla verðið peninga, sem jafnmikið voru fallnir í verði og islenskir peningar. 6. um erfiðleika þá, sem verða á þvi að hækka peningana í verði, einkanlega fyrir alla atvinnurekendur, svo að það hefir verið orðað svo af einum merk- asta hagfræðingi Dana, að leiðin til gullverðsins gamla liggi yfir lik atvinnu- rekendanna. 7. um þá miklu stöðvun á atvinnulífinu, atvinnuleysi og kaupgjaldsdeilur, sem óhjákvæmilega eru samfara hækkun á verðgildi peninganna. 8. um það, hvernig liklegast sje að ná rjettlæti I máli þessu: að þá er verðfall peninganna hefir staðið alllengi og stórkostleg breyling orðið á eignaumráð- um og efnahagsáslæðum manna, þá verði miklu meira ranglæti framið á at- vinnurekendum með hækkun peninganna en sem svarar rjettlátum kröfum sparifjáreigenda, þareð hlutfallslega mikill hluti þeirra hefir eignast og lagt inn sparifje sitl i verðföllnum peningum, og möguleikinn fyrir aukningu sparifjárins skapast sumpart beinlinis af þeirri auknu seðlaútgáfu, sem olli verðfalli peninganna. 9. um það, hver áhrif slík festing gengisins muni hata á álit landsins út á við. 10. um það, að það sje yfirleilt lögum samkvæmt að festa endanlega verðgildi krónunnar annarsstaðar en í gullverðinu gamla, og 11. um það, að verðfesting peninganna sje höfuðnauðsyn til að skapa aftur heil- brigði í viðskiftum, því að ekkert er öruggara til að valda spillingu og siðferðishnignun i viðskifta- og framleiðslulifinu en sífeldar gengisbreytingar. En um hina hlið málsins, aö hve miklu leyti aðstaða lslands í geng- ismálinu verður að teljast alveg sjerstök, vildi jeg taka fram eftirfarandi: 1. Raddir þær, sem fram hafa komið og vikið er að hjer að framan, um nauð- syn okkar að fylgjasl með nágrannaþjóðunum á Norðurlöndum, Dönum og Norðmönnum, hafa í sjer þann sannleika, að það er yfirleitt mjög nauðsynlegt, að peningagildi okkar og landa þeirra, sem við skiftum við, sje fast. En það land, sem okkur má skifta mestu máli um í þessu efni, er England, þvi að langsamlega mesti hlutinn af verslun okkar fer nú fram í enskum peningum, og eru allar horfur ó, að þau viðskifti eigi eftir að vaxa að mun. Nú er verð- gildi sterlingspundsins þegar orðið fast, eins og kunnugt er, og þvf er okkur það höfuðnauðsyn að hafa verðfasta peninga gagnvart enskum peningum. Par sem meginið af verði útfluttra afurða íslands er greitt 1 sterlingspundum, er það einmitt mesta hættan, að sá gjaldeyrir eigi fyrir sjer að lækka í verði jafnt og þjett, eöa í slórum stökkum. 2. 1 flestum þeim nálægum löndum, sem hafa orðið eða eru enn að ráða fram úr gengismálinu með svipaða aðstöðu og við íslendingar, er sá mikli hæng- ur á, að víða hvar á mikill þorri almennings, frá gamalli tið, mikið af verð- brjefum og sparifje. Þetta á við t. d. um Danmörku, Svfþjóð, Holland, Eng- land, Frakkland o. fl. gagnauðug lönd, sem standa á gömlum merg fjárhags- lega. En hjer á íslandi er aðstaðan öll önnur. ísland er f þessum efnum nýtt land. Verðbrjefaeign meðal almennings er til þessa dags næsta óalgeng. Hinsvegar varð byltingin i eignaumráðum manna á striðsárunum, og næstu árum eftir striðið, yfirleitt öll þau árin, sem peningar hafa verið óinnleysan- legir, svo stórfeld, að í langsamlega flestum tilfellum mun það vera svo, að það, að A. á nú sparifje, en B. skuldar, stafar af þeim tföindum, sem gerð- ust á þessum miklu umrótsárum, og stafar það ósjaldan af þvf, að A. hjelt höndunuin aö sjer og hafðist ekki að, en B. var að brjótast í því að fram- kvæma eitthvað, sem til nytsemdar mátti verða og leiddi af sjer atvinnu fyrir sjálfan hann og aðra. Jeg tel það alveg fullvfst, að hjer á íslandi yrði þessa vegna framið meira ranglæti en sennilega nokkursstaðar annarsstaðar f heim- inum í þessu efni, ef krónan yrði látin hækka í gullverðið gamla. Leyfl jeg mjer þessu máli lil stuðnings að vísa til eftirfarandi yfirlits um sparifjeð f Landsbankanum i Reykjavfk á nokkrum undanfarandi árum. Þurfa engin ummæli að fylgja þeirri skýrslu, þvf hún talar svo skýru máli sjálf. Aðeins skal því bætt við, að 1. sept. f. á. stóðu inni á hlaupareikningi i Lands- bankanum ca. 9 inilj. kr., og þarf ekki orðum að þvl að eyða, að alt eru það verðfallnar krónur. Sparisjóður: Ár Lagt inn á árinu ásamt vöxtum. Tekið út á árinu. Innieign i árslok. 1915 kr. 4444784,98 kr. 3254130,92 kr. 4404455,77 1916 — 7990600,74 — 6369727,25 — 6025329,26 1917 — 9996934,84 — 8603205,11 — 7419058,99 1918 — 11833223,64 — 9968213,58 — 9284069,05 1919 — 16314179,91 — 13810047,70 — 11788201,26 1920 — 25340517,76 — 23595162,79 — 13533556,23 1921 — 25583155,38 — 23841231,02 — 15275480,59 1922 — 21684059,25 — 21075523,92 — 15884015,91 1923 — 20970271,49 — 22195925,43 — 14658361,97 1924 - 25898014,83 — 23286654,17 — 17269722,63 7fl 1925 — 23355372,01 — 20575637,65 — 20049456,99 Innlánsskírteini: Ár Lagt inn á árinu ásamt vöxtum. Tekið út á árinu. Innieign i árslok. 1915 kr. 289209,02 kr. 70488,55 kr. 787355,06 1916 — 388727,44 — 246801,46 — 929281.04 1917 — 510967,53 — 241112,01 — 1199136,56 1918 — 756882,81 — 465333,18 — 1490686,19 1919 — 664711,51 — 370947,92 — 1784449,78 1920 — 1101160,20 — 874544,51 — 2011065,47 1921 — 751796,42 — 547564,64 — 2215297,25 1922 — 919089,54 — 664828,18 — 2469558,61 1923 — 489248,87 — 327208,10 — 2631599,38 1924 — 1186551,10 — 772712,58 — 3045437,90 V« 1925 — 853470,48 — 565895,44 — 3333012,94 3. En þýðingarmest í þessu efni er að gera sjer grein fyrir, hvernig atvinnulífi Islendinga er háttað, og skal jeg þá fyrst ræða stuttlega um sjávarútveginn, þó að jeg játi, að aðrir hljóti að bera belra skyn á það mál en fulltrúi landbúnaðarins í gengisnefndinni: 1.) Getur enguna dulist, að stórútgerðin, togaraútgerðin, verður með ári hverju stærri og stærri liður af sjávarútveg- inum, og hefir hún vaxið allra örast siðustu árin. Langsamlega flest togara- fjelögin eru ný fyrirtæki. Tiltölulega mjög fá standa á gömlum merg. Flest munu vera meira og minna skuldug. Skipin eru undantekningalítið keypt fyrir verðfallnar krónur, fiskstöðvar reistar og önnur mannvirki, hús o. s. frv. að langmestu leyti fyrir verðfallnar krónur. Getur nokkurt annað land í heiminum haft líka aðstöðu, að sá atvinnureksturinn, sem fjárhagsafkoma landsins er langmest undir komin, eins og stendur, er að miklu leyti nýr af nálinni? Það getur ekki hjá því farið, að stórkostleg hætta vofi yfir stór- útgerðinni, hún hlýtur að vofa yfir nú þegar, en enn meira ef krónan heldur áfram að liækka og lánin til allra þessara ungu fyrirtækja eiga að greiðast í 25—50°/o verðhærri krónum en þeim, sem teknar voru að láni til þess að koma þessum fyrirtækjum á fót. — 2.) Allir vita, að stórútgerðin er mjög áhættusamur atvinnurekstur. Slikum atvinnurekendum er það lífsspursmál að eignast varasjóði, til þess að geta staöist þau áföll, sem vissulega koma fyrir við og við. Stórútgerðin íslenska hefir yfirleitt ekki getað eignast slíka varasjóði. Fyrir einum tveim árum siðan, og er þess skamt að minnast, þó að svo sje sem margir hafi gleymt því nú, var hagur stórútgerðarinnar svo þröngur, að margir örvæntu um framtíð hennar, og mörg útgerðarfjelögin gátu þá því aðeins haldið áfram, að landið gengi í ábyrgð fyrir nokkrum hluta af skuldum þeirra. Árið 1924 var meira góðæri að öllu leyti fyrir sjávarútveg íslands en nokkurntíma hefir þekst, og skifti þá stórum um tii bóla um hag útgerðarinnar. Árið sem leiö var ágætt aflaár, en þó er sagt, að sum útgerðarfjelögin hafi lapað, en önnur berjist í bökkum. En það er cins víst og nótt fylgir degi, að erfiðu árin koma aftur. Ef útgerðarQelögin fá að nota góðærin til þess að safna i varasjóði, til þess að standast erfiðu árin, er góð von um, að alt fari vel. En hitt verður, að mínu áliti, að teljast meira en óhyggilegt, jeg verð aö kalla það beinlínis glannalegt og algerlega óverjandi fjárhættuspil með framtið útgerðarinnar, að hækka gengi krónunnar gífurlega þessi góðærisár, og skattleggja þannig útgerðarfjelögin svo grimdar- lega með gengishækkun, að þau geta ekki borgað það, sem þyrfti, af skuldum sínum og safnað i varasjóði til að mæta erfiðu árunum, sem koma. Eins og stendur eru tekjur rikissjóðs að mjög miklu lej'ti háöar afkomu stórutgerðar- innar. Með þessu áframhaldi verð jeg að telja, að ekki sje einungis teflt fjárhættuspil um afkomu stórútgerðarinnar, heldur og um afkomu ríkissjóðs- ins. — 3.) Jeg uefni aðeins í þessu sambandi þriðja atriðið, sem haldið er fram opinberlega af kunnugum manni (Pjetur Halldórsson: Góöæri og gengis- mál), að auk þess, sem öllum almenningi er kunnugt um, hve stórútgerðin er áhættusöm, þá megi markaðurinn fyrir fiskinn leljast næsta óábyggilegur. Með öðru sýnir þelta atriði, hve það er glæfralegt að stofna til áframhald- andi stórfeldrar gengishækkunar á svo ungan atvinnuveg, sem að langmestu leyti hefir verið stofnaöur á lággengisárunum. — 4.) Jeg kann ekki að dæma um horfur sjávarútvegarins nú, enda eru þeir margir á Alþingi, sem frætt geta um það betur en jeg, en þeir menn kunnugir, sem jeg hefi átt tal við um það mál, tjá mjer, að horfurnar, vegna gengishækkunarinnar, sjeu svo alvarlegar, að langt sje síðan svo alvarlegar hafi verið. 4. Frá mlnu sjónarmiði er þó enn alvarlegra að gera sjer grein fyrir, hvernig málið horfir við, er litið er á afstöðu hins aðalatvinnuvegarins: land-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.