Tíminn - 06.03.1926, Side 2
46
TIMINN
l
í ræðu og riti undanfarið. Og
upp á síðkastið hefir það einnig
verið mjög rætt á okkar landi.
Deilumar hafa staðið um það hér,
eins og annarsstaðar, þó að allir
verði að játa að aðalatriðið sé
það, að losna við lausgengið og, fá
verðfasta peninga.
Með því að bera fram þetta
frumvarp bendi eg á ákveðna leið.
Alþingi leggur sinn úrskurð á
hvort það álítur að þetta sé rétta
leiðin.
En mér er það kært, að geta
bent á, að það er ekki einungis
mín sannfæring að þá leið beri
að fara sem hér er bent á. Kunn-
ustu og vitrustu sérfræðingar er-
lendir í fjármálavísindunum hafa
árum saman bent lausgengisþjóð-
unum á að fara þessa leið. Eg
hrósa happi yfir að mega fylgjast
með þeim sem hafa fullkomnasta
þekkinguna.
Eg játa hinsvegar afdráttar-
laust, að þá sérþekking sem æski-
leg væri þeim er ber fram slíkt
mál, á eg ekki. Eg hefi ekki öðl-
ast slíka sérmentun.
En eg gerist samt svo djarfur
að bera það fram og tel skyldu
mína að bera það fram:
1. í trausti hinna erlendu fræði-
manna sem eg hefi vikið að,
2. af því aðí eg er skipaður í
gengisnefndina og taldi mér skylt
að inna af hendi þann undirbún-
ing málsins sem síðasta Alþingi
fól gengisnefnd að vinna og
3. af því að eg óttaðist, að ef
eg yrði ekki til þess að bera mál-
ið fram, þá yrði það ógert látið
— en sannfæring mín knúði mig
til að gjöra það sem eg gæti, ef
sannast mætti að betra er að veifa
röngu tré en öngu. —
þessi almennu inngangsorð læt
eg svo ekki vera lengri, enda þótt
mál þetta sé svo merkilegt að það
verðskuldaði hina rækilegustu
framsögu.
Ber það til fyrst að eg hefi lát-
ið fylgja frumvarpinu alllanga
greinargerð sem allir, sem hér
eru sfaddir, hafa átt kost á að
lesa, sem viljað hafa. Vísa eg um
öll aðalatriði til hennar og vil
ekki þreyta menn með endurtekn-
ingum.
í annan stað hygg eg að það
skifti nú mestu máli, að mál þetta
fái rækilega meðferð í nefnd, en
hitt sé miður nauðsynlegt, a. m.
k. á þessu stigi málsins, að hafa
um það langar umræður.
I þriðja lagi vil jeg, a. m. k. að
sinni, gera mitt til að sem minst-
ar deilur verði um málið. Eg vil
forðast að gefa nú tilefni til þess
— eins og eg beinlínis reyndi að
forðast það í skýrslu þeirri er
Samgöngumál.
Sú kynslóð, sem nú byggir landið,
á erfitt dagsverk fyrir höndum við að
koma samgöngunum i viðunanlegt
horf. Nú sem stendur hefir ísland lé-
legastar samgöngur af öllum löndum
1 Norðurálfu. Framtíð þjóðarinnar
byggist á því, að hér verði innan tíð-
ar bætt úr svo að um muni. Sam-
göngumar eru undirstaða alls at-
vinnulífs og verslunar, eins og nú er
komiö högum þjóðanna.
þrjú helstu viðfangsefni núlifandi
kynslóðar í þessu efni eru: 1. jám-
brautin. 2. Strandferðimar. 3. Akveg-
imir. Hér skal ekki farið út í það, á
hverjum þættinum á að byrja, og það
þvi síður, sem að likindum verður að
vinna að lausn allra þessara mála í
einu og eftir föstu skipulagi. Sitt á
við á hverjum stað. Og ef sigla á fyr-
ir sker hreppareipdráttarins, verður
að líta á sanngjarna og réttmæta þörf
allra landshluta.
, Af þessum þrem þáttum samgöngu
málanna er með minstum kostnaði
hægt að koma þolanlegu skipulagi á
strandferðimar. Nú á landið eitt skip,
en svo tómlátlega er farið með góðan
grip, að það iiggur nú óhreyft á
Reykjavíkurhöfn þriðjung ársins, þólt
frumvarpinu fylgir. Eg álít mál-
ið svo afleiðingaríkt og alvarlegt
bæði fyrir einstaklinga og þjóðar-
heildina, að eg vil ekki verða til
að blanda inn í það flokkadeilun-
um. Eg álít mál þetta svo stórt
mál að það .eigi að vera yfir
flokkadeilurnar hafið. Vil eg sér-
staklega benda á, að þar sem rás
viðburðanna hefir orðið sú, að
flestir fulltrúar aðalatvinnuvega
landins hér á Alþingi, hafa
skifst í tvo stjómmálaflokka —
en hljóta, að mínu vita, að eiga
samleið um þetta mál, og ber
skylda til að setja þetta mál öll-
um ofar — þá vildi eg ekkert
segja sem klyfi, heldur gjöra alt
af minni hálfu til þess að sam-
vinna gæti tekist.
En eg verð að taka fram nokk-
ur einstök atriði, bæði um
skýrslu þá, sem frumvarpinu fylg-
ir og um frumvarpið sjálft.
Um söguna sem eg segi um
rekstux genigismálsins á árinu sem
leið, vil eg taka þetta skýrt fram.
Sú saga er ekki nema ófullkom-
in saga, því að eg tók ekki með
annað en það, sem eg komst ekki
undan að segja. Eg tók það eitt
með sem nauðsynlegt var að taka
með til að gera skiljanlegar og
rökstyðja þær tillögur, sem eg
bar fram fyrir landsstjómina á
síðastliðnu hausti.
Eg vík í þeirri sögu ekkert að
aðstöðu fulltrúa landsstjórnarinn-
ar og bankanna í gengisnefnd-
inni til gengishækkunarinnar, né
að því hvernig það bar að að hin
gríðarlega mikla gengishækkun
hófst. Fulltmar atvinnuveganna
höfðu ekki atkvæði um sjálfa
gengisskráninguna — illu heilli —
þessvegna vildi eg ekki verða til
þess að segja þá sögu. Hefði eg
gjört það, hefði eg og ekki kom-
ist hjá að leggja þungan dóm á
framkomu landsstjómarinnar, en
á þessu stigi málsins vildi eg
reyna að komast hjá að vekja
miklar deilur, eins og eg hefi áð-
ur sagt. — Eg geri ráð fyrir að
þessi saga málsins hljóti að koma
fram og þá mun eg gera grein
fyrir minni skoðun. Nú vildi eg
ekki verða til að brjóta þann ís.
En eg endurtek, að það er mikil
saga, sem er enn ósögð almenn-
ingi í máli þessu. —
Enn vil eg víkja að því, að eg
er sannfærður um að það var mik-
il ógæfa að fulltrúar atvinnuveg-
anna fengu ekki að hafa atkvæð-
isrétt um skráning gengisins. Eg
er sannfærður um, að hefðu þeir
haft þann rétt, íþá væri máli
þessu nú öðruvísi og betur komið.
Eg er sannfærður um að málið
hefði þá verið sett svo á oddinn,
mestu vandkvæði séu að komast milli
sumra héraða marga mánuði að vetri
tii, sökum vantandi skipaferða. Fyrsta
og sjálfsagðasta umbótin er að láta
Esjuna sinna strandferðum alt árið.
Næsta sporið er að láta byggja nýtt
strandferðaskip, miðað við staðhætti
hér á landi. pað ætti að vera dálítið
minna en Esjan; lesta um 500 smá-
iestir. Hafa kælirúm til að flytja ný-
meti milli kauptúna áleiðis á innlend-
an eða útlendan markað. Ennfrqmur
þyrftj skipið að geta tekið 30—40 far-
þega, og vera örugt sjóskip með góðri
vél, til að geta þolað óveðrin og haf-
ganginn við strendur landsins. því-
líkt skip kostar nú, að dómi kunnug-
ustu manna, um 400 þús. kr., eftir
núverandi byggingarkostnaði. Um leið
og landið hefði eignast tvö strand-
ferðaskip, yrði að koma til greina
verkaskifting milli þeirra. Flutninga-
skipið færi hægar ferðir kring um
landið og k'æmi á allar hafnir, bæði
stórar og smáar, þar sem noklcuð
verulegt væri að gera. þessi umbót
myndi koma að miklu gagni Ámes-
ingum, Vestur-Skaftfellingum, Austur-
Skaftfellingum, Múlasýslum báðum,
öllu Norðurlandi, Strandasýslu, Vest-
ur-ísafjarðarsýslu, Barðastrandar-
sýslu, Dalasýslu og Snæfellsnesi. Af
þessum héruðum eru Barðastrandar-,
Dala- og Austur-Skaftafellssýsla lang-
að ekki hefði verið hægt að kom-
ast hjá að gera einhverjar ráð-
stafanir til að hindra það, sem nú
er fram komið.
í sambandi við skýrslu mína vil
eg loks geta þess, að hagstofu-
stjóri, hefir skotið því að mér, í
fullri vinsemd, að eg, á bls. 10 í
skýrslunni, segi of mikið um verk-
svið hans í þessu máli. Orð mín
eru þessi: „Hagstofustjóri var
boðaður á fund gengisnefndarinn-
ar 4. des. og höiium falið að rann-
saka, hvert væri hið raunverulega
(innra) verðgildi íslensku krón-
unnar“. Hann telur sitt verkefni
ekki hafa verið svona víðtækt,
heldur hafi hann aðeins tekið að
sér að finna vísitölu heildsöluverðs
fyr og nú. En þessi umræddu orð
mín hefi eg skrifað í samræmi við
það, sem stendur bókað í gjörða-
bók gengisnefndarinnar. þar
stendur:
„— — — Spurði form. hag-
stofustjóra, hvort hann vildi út-
búa og láta nefndinni í té ýni3
gögn viðvíkjandi innra verðgildi
íslensku krónunnar á yfirstand-
andi tíma og tjáði hagstofustjóri
sig fúsan til þess“. þama ber ekki
í milli, og tel eg því frásögn mína
'í samræmi við bókunina, þó að
mig hinsvegar reki nú minni til
að hagstofustjóri léti slík orð faila
á nefndarfundinum, sem hann nú
ber fram.
Út af síðari kafla skýrslu minn-
ar — þeim sem ræðir um rökin
fyi’ir því að festa verðgildi krón-
unnar — vil eg einkum taka
fram tvö atriði.
Eftir það að eg ritaði skýrslu
mína barst mér í hendur merki-
legt rit, ’ sem snertir þetta efni
— skýrsla gengisnefndarinnar
norsku. Vil eg beina því til þeirr-
ar nefndar, sem væntanlega fær
þetta mál til meðferðar, að kynna
sér þá skýrslu rækilega. þó að
norsk króna hafi nú síðustu dag-
ana hækkað, er það einróma álit
nefndarinnar, og færir hún fyrir
því þung og mörg rök, að festa
beri verðgildi norsku krónunnar
— í bili að minsta kosti. Og mér
finst það skína lít úr hverri línu,
að sú festing eigi að verða endan-
leg, þótt ekki sé sagt berum orð-
um. Sömu stefnu hefir þjóðbank-
inn norski tekið. Er okkur íslend-
ingum þarft að veita eftirtekt að-
gerðum Norðmanna, sem hafa
svipaðasta aðstöðu okkar af Norð-
urlandaþjóðunum.
í öðru lagi vil eg leggja alveg
sérstaka áherslu á þau atriði, sem
eg hef tekið fram í tillögum mín-
um og röksemdum í þessu máli,
um sérstöðu þá sem okkar land
hafi í gengismálinu. það er mín
verst settar nú sem stendur, og má
heita, að þær séu allar nær sam-
göngulausar á sjó. Úr þessu myndi
mjög greiðast, ef hið nýja skip kæmi
i hverri ferð á Hornafjörð, Búðardal,
Salthólmavík, Króksfjarðames og
Hagabót, eða aðra höfn, ef hentugri
væri, í Barðastrandarsýslu vestar-
lega. Um undanfarin ár hefir fólkið,
sem sókn á að þessum höfnum, verið
herfilega illa sett, og verður ekki úr
þess þörfum bætt nema með nýju
skipi, sem getur komist inn á þröngar
og grunnar hafnir, eins og t. d.
Hornafjörð og Króksfjarðarnes. En
auk þessara vanræktu hafna ætti
þetta skip að geta komið við í hverri
ferð eða um 12 sinnum á ári, á hverri
viðunandi höfn á Vestur-, Norður- og
Austurlandi. Af því að skipið fer
hægt og kemur viða við, myndu far-
þegar aðallega nota það til ferðalaga
milli nálægra hafna. þó myndu Broið-
firðingar og Skaftfellingar nota það
til ferða milli Reykjavíkur og átthag-
anna.
Sigurður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri lagði til, í hinni ólaunuðu milli-
þinganefnd í strandferðamálunum, að
þetta skip hefði kæliklefa, hæfilega
rúmgóðan til að geta flutt allskonar
nýmeti frá smáhöfnunum til Reykja-
víkur og stærri kauptúnanna. Myndi
sú tilbre.ytni auka markað fyrir af-
bjargföst sannfæring, að eins og
menning okkar er sérstök, saga,
atvinnuvegir og þjóðaraðstaða öll
— eins sé þetta mál svo sérstak-
lega vaxið hjá okkur, að það sé
bemn háski að heimíæra til okkar
margt það sem kann að eiga við
í þessu efni í Danmörku og; Sví-
þjoð. Við verðum að sníða stakk-
inn eítir okkar vexti. Mér virðist
það augljóst og óhrekjaniegt, að
lausgengið er mangfalt hættulegra
okkar ungu og íámennu þjóð en
nokkurri þjóð annari.
pá skal eg víkja að frv. sjálfu,
og geta þess fyrst að inn í það,
eins og það er prentað hér í deild-
inni haía slæðst tvær villur. 1 upp-
haíi 7. gr. er tvítekið orðið „laga“
og í upphaíi 3. gr. er prentað „ár-
lega rannsókn“, en á að vera
„ítarlaga rannsókn“. Er sú villan
bagalegri og kann að hafa vilt ein-
hverjum sýn, sem ekki hefir at-
hugað írumvarpið til hlítar.
Vitanlega er það svo, að það
getur orkað mjög tvímælis um
ýms atriði í framkvæmd máls-
ins, hversu kveða skal á um þau.
Eg hefi hér tekið þá meginreglu,
að ieggja sem mest á vald gengis-
nefndar, en eigi skýt því til hv.
fjárhagsnefndar, sem væntanlega
fær frumv. til meðferðar, að az-
huga það atriði rækilega. pau at-
riði sem mest orka tvímælis eru
ákvæði 3. og 4. greinar. Nefni
jeg þar til fyrst það viðkvæma
atriði máisins: ákvörðun verðgild-
is krónunnar. þar fer eg eftir til-
lögum útlendra fræðimanna um
slík efni. það er vitanlega ekkert
vit að ætla sér að festa verðgildi
krónunnar á öðrum grundvelli en
þeim að nákvæm rannsókn skeri
úr því hvert sé hið raunverulega
verðgild peninganna. Eg álít ekk-'
ert vit í að reyna að festa verð-
gildið á öðrum grundvelli. En eg
skal engar getur leiða að, hvað
sú rannsókn muni leiða í ljós.
Annað viðkvæmt atriði er það
hvemig og hvenær eigi að færa
hið skráða verðgildi til samræmis
við niðurstöðu rannsóknarinnar.
Eg vil sem minst um það tala á
þessu stigi málsins en skýt því
mjög ákveðið til nefndarinnar að
athuga það, en hygg þó að erfitfc
verði að finna annað ráð en að
leggja það á vald gengisnefndar.
þriðja atriði frv. er það hvað
verðsveiflan skuli vera mikil upp
og niður eftir að stöðvun er feng-
in. Hvort hún skuli t. d. vera eins
og hjá Finnum 2% upp og niður
eða 4% alls. Eg hefi sett í frv.
21/2% upp og niður eða 5% alls.
En þetta þarf að athuga rækilega.
Enn eru fleiri vafaatriði 1 4.
gr. frumvarpsins: Hvemig á að
urðir sveitanna og um leið minka
dýrtiðina í kauptúnunum. þessu
sterka en hægfara skipi yrði ætlað að
annast alla vöruflutninga með strönd-
um fram milli smáhafnanna og þeirra
annara hafna, þar sem skip geta ekki
legið við bryggju. Esjan tæki aftur að
sér mann- og póstflutningana, og vör-
ur til þeirra staða, þar sem skip liggja
við bryggju. Annars þyrfti Esjan þá
að koma við á hverri bærilegri höfn,
t. d. Vopnafirði, þórshöfn og Hvamms-
tanga. Aftur á móti myndi Esjan ekki
koma inn á Homafjörð né Breiða-
fjörð innan við Flatey og Stykkis-
hólm. þar sem Esjan kemur aðeins
við á höfn til að skifta um farþega
og póst, ætti hún varla að þurfa
að tefja nema svo sem hálfa stund,
og er það þó miklu lengri tími, held-
ur en strandferðaskip Norðmanna
tefja að jafnaði á viðkomustöðum
sinum.
þessi breyting myndi verða ákaf-
lega þýðingarmikil fyrir þrjá fjórð-
unga landsins. Farþegaskipið kæmi
á flestar hafnir í þessum þrem lands-
hlutum, þrisvar í mánuði, að sumr-
inu til, með póst og farþega, og vör-
ur til betri hafna. Hitt skipið, sem
fyrst og fremst er ætlað til vöru-
flutninga, kæmi á hverja þolanlega
höfn á landinu einu sinni á þrem
vikum. Með því gætu framleiðendur
jafna niður því tapi sem af fest-
ingunni kann að leiða meðan hún
er að komast á? Á ríkissjóður að*
bera það alt eða bankarnir, eða
á það að koma að einhverju leyti
á báða þessa aðila?
Eg hefi sett hér sama hlutfall
milli ríkisins og bankanna og
ákveðið er í lögunum um kostn-
aðinn af gengisnefnd — þ. e.
í hlutfalli við gengisnefndina, rétfc
til íulltrúa í nefndinni og eru þá
fulltrúar atvinnuveganna taldir á
ríkisins ábyrgð samhliða iulltrúa
landsstj órnarinnar..
Sú hugsun, sem fyrir mér
vakti við þessa skifting, var sú að
láta bankana hafa hitann í hald-
inu, láta þá bera beina fjárhags-
lega ábyrgð sem hafi áhrif á íram-
kvæmdir þeirra. En ekki er eg,
viss um að þetta sé nákvæmlega
rétt.
pá er annað atriði enn stærra.
þari ekki beinlinis að koma fram
í lögunum að tryggingarráðstaf-
anir þurfi að gera til þess að
óhindruð verslun fari ávalt fram
með erlendum igjaldeyri með
skráðu gengi ? Og þurfa lcigin ekki
að heimiia Iandsstjórninni að gera
samning við bankána um að ann-
ast þá verslun aitaf óhindrað ?
þurfa lögin ekki að heimila lands-
stjórninni að gera þær ráðstaían-
ir, sem gera henni mögulegt að
veita bönkunum slíka aðstöðu?
Eg játa það að eg var í miklum
v/ifa um þetta fram á síðustu
stundu. En hefði eg þá verið bú-
inn að lesa álit norslcu gengis-
nefndarinnar þá mundi eg líklega
hafa komið með ákveðnai’ till.
um þetta. Bið eg nefndma að at-
huga þetta isérstaklega.
Loks ber að athuga hvort burt
megi falla þær heimildir, sem nú
eru í gengisskráningarlögunum,
sem miða að því að hindra verð-
fall ki’ónunnar og heimila lands-
stjórn að gera ýmsar ráðstafan-
anir til að ráða yfir gjaldeyri
einstaklinga. Mega þau ákvæði
falla burtu. Eg minni aðeins á
þau, því að þau eru öllum kunn.
þá þarf eg ekki fleira að segja
að sinni, nema fá niðurlagsorð,
að nokkru leyti persónulegs eðlis,
en sem þó gæti varpað nokkurri
birtu yfir máliö. þau orð segi eg
sem fulltrúi landbúnaðarins í
gengisnefndinni:
Fyrir nýárið kom til mín ung-
ur maður austan úr sveitum. Hann
er af einni merkustu bændaætt-
inni þaðan úr héraði. Hann var
nýlega farinn að búa við ágæta
aðstoðu. Óvenjulega duglegur og
mikilvirkur maður. Hann segir við
mig: „Nú er eg ráðinn í því að
hætta að búa. Eg sel búið mitt
til lands og sjávar sent allskonar ný-
meti í kælirúminu til hins besta
markaðar, sem fáanlegur væri í land-
inu. Barðstrendingar, Dalamenn og
Austur-Skaftfellingar, sem í mörg ár
hafa varla vitað um strandferðaskip
nema af afspurn, myndu þá hafa
fengið þá undirstöðu með bættum
samgöngum, sem myndu gerbreyta
atvinnuháttum og efnahag í þessum
héruðum. ' Jafnskjótt og þessi tvö
strandfcrðaskip væru fengin, yrði
óhjákvæmilegt að breyta póstgöngun-
um, flytja póstinn eftir skipakomu
um nálægar bygðir. Nú hafa póst-
ferðir hér á landi staðið í stað í
heilan mannsaldur. Mun tæplega
nokkurt siðað land í öllum heimi
gera sér að góðu þá einangrun i
póstmálum, sem íslenskar bygðir
hafa orðið og verða enn að þola.
Einangrun heimilanna og fjörleysi í
samgöngumálum er eitt helsta tilefni
burtflutninga úr sveitunum. Með því
að bæta samgöngur um landið, fjölga
póstum, stækka símakerfið og full-
komna víðvarpið má bæta að miklu
leyti úr einangran sveitaheimilanna,
svo að straumhvörfum valdi í þjóð-
lífinu.
Tvö strandferðaskip ná ekki til fulls
Þriggja héraða á landinu, sem þurfa
að hafa sérstakan skipakost. Skaft-
fellingur þarf eftir sem áður að vera