Tíminn - 12.06.1926, Blaðsíða 1
>>$ afarei&5li»”nbHv íímans «
5t$nrg<ir ^ttfcrtfsfon,
rorr'bitrtbshátinn Hrffjapif
^fgrcibsia
C f m « n s er i SomÍKmbs^úsnui
0ptn bo^Ie^a 9—\Z f. í>.
Simi
X. ár.
Reykjayífe 12. júní 19®tí
29. blafi
D-listann!
Kiörseðill tíö Mutbimdna kosning'u til alþingis 1. júlí 1926.
A-listi B-listi C-listi • X D-listi E-listi
Jón Baldvinsson, alþingismaður, Reykjavík. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, frú, Reykjavík. Jón Þorláksson, fjámiálai'áðherra, Reykjavík. Magnús Kristjánsson, forstjóri, Reykjavík. Sigurður Eggerz, bankastjóri, Reykjavík.
Jónína Jónatansdóttir, frú, Reykjavík. Guðrún Lárusdóttir, frú, Ási í Reykjavik. Þórarinn Jónsson, alþingismaður, Hjaltabakka. Jón Jónsson, bóndi, Stóradal. Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir, Akureyri.
Erlingur Friðjónsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri. Halldóra Bjarnadóttir, kennari, Reykjavík. Guðrún J. Briem, frú, Reykjavík. Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi í Dýrafirði. Magnús Friðriksson, bóndi, Staðarfelli.
Rebekka Jónsdóttir, frú, ísafirði. Aðalbjörg Sigui’ðardóttir, frú, Reykjavík. Jónatan J. Líndal, bóndi, Holtastöðum. Þorsteinn Briem, prestur, Akranesi. Magnús Gíslason, sýslumaður, Eskifirði.
Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, Reykjavik. Sigurgeir Gíslason, verkstjóri, Hafnarfirði. Páll Hefmannsson, bústjóri, Eiðum. Einar Einarsson, útvegsbóndi, Garðhúsum.
Pjetur G. Guðmundsson, bókari, Reykjavik. Jón Jónsson, bóndi, Firði i Seyðisfirði. Tryggvi Þórhallsson, ritstjóri, Reykjavík. Jakob Möller, bankaeftirlitsmaður, Reykjavík.
Svona á kjörseðillinn ad lita út, þegar búið er að kjósa D-listann.
Framsóknarstefnan.
Einhver þektasti hagfræðingur
Englendinga, Marshall, hefir ný-
lega sagt um samvinnuna, að
hún væri í einu hugsjónastefna
og fjárvænlegt skipulag.
Sama má segja um Framsókn-
ar- eða samvinnuflokkinn ís-
ienska. Að nokkru leyti er hann
hagsmunasamband mikils hluta
bændanna í landinu og nokkurs
hluta af miðstétt bæjanna. Að
því leyti á hann sammerkt við
hina tvo flokkana í bæjunum,
flokka þeirra sem annað hvort
eru efnaðir eða láta sexrij þeir
séu það, og flokk hinna fátæku,
eða sem telja sig vera það —
íhalds- og alþýðuflokkarnir eru
viðurkend hagsmunasambönd líkt
staddra einstaklinga.
Samvinnuflokkurinn er þetta
líka fyrir miðstétt landsins.
Þess vegna hefir hann hrundið
af bændum kjöttollinum, knúð
fram kæliskipið, íshúsin o. s. frv.
En jafnframt er ílokkurinn hug-
sjónasamtök, og það einkennir
hann fram yfir hina flokkana.
Ávinningui’inn er þar fyrir þjóð-
ina alla, allar stéttir, fyrir alda
og óborna.
Fyrstu aldirnar, sem þjóðin
lifði í landinu var hún frjáls, og
lifði einföldu, frjálsmannlegu lífi.
Hún hafði höfuðstað sinn á feg-
ursta stað landsins, Þingvöllum.
Framsóknarmenn stefna að því,
að þjóðin verði aftur frjáls, eins
og á gullöld sinni. Og þeir muna
enn eftir Þingvöllum, þar sem
þjóðin varði lög og rétt í nær-
i'e 't 900 ár. I vetur báru Fram-
sóknarmenn fram kröfu um að
þjóðin fengi að dæma um, hvort
hún vildi flytja þingið aftur á
sinn forna helgistað. En hvorki
íhaldsmenn eða Alþýðufulltrúinn
vildu láta spyrja þjóðina. Þeir
eru svo vissir um, að hugsjónin
um endurreisn Alþingis á Þing-
völlum sé röng, að þeir vilja
ekki einu sinni láta rannsaka
málið.
Framsóknarmenn eru flestir
sveitamenn. En þeir eru lóðið á
metaskálinni þegar hagsmuna-
flokkarnir í bæjunum deila. 1
fyrra vildu svokallaðir efnamenn
koma upp vopnuðu liði, til að
geta með ofbeldi kúgað fátækari
stéttirnar. Samvinnumenn fyrir-
litu þetta úrræði. Þeir vildu
byggja framtíðarlíf þjóðarinnar
á réttlæti, en ekki ofbeldi. Þeim
tókst að hindra framgang her-
málsins í landinu. I stað hersins
báru þeir Tr. Þ. og Á. Á. fram
fyrir flokksins hönd frv. um
sáttasemjara. Það náði fram að
ganga. Og í allan vetur hefir
sáttasemjaranum tekist með friði
og spekt að jafna ágreining at-
vinnurekenda og verkamanna í
Reykjavík, miklu betur en vel
æfður „her“ með tækjum gat
gert.
Ein aðalgrein listanna, leiklist-
in, hafði lengi verið í niðurníðslu
í landinu. Höfuðstaðinn vantaði
hús fyrir leiksýningar. Fram-
sóknarmenn fundu leið í þessu
máli, sem þingið gekk inn á, og
eftir fáein ár verður leikhúsið
komið. Beini hagnaðurinn verður
mestur fyrir Reykjavík og minst-
ur fyrir sveitimai’. En Framsókn-
arflokkurinn, sem vill gera þjóð-
ina frjálsa og sjálfstæða, pólit-
ískt, efnalega og andlega, getur
ekki látið neitt tækifæri ónotað.
Alstaðar þar sem hægt er að efla
þjóðina, grípur sá flokkur inn í,
eftir því sem hann hefir vald og
áhrif til.
Næstu daga á að leggja horn-
stein landspítala. Forgöngumenn
þess máls fóru svo geyst að þeir
vildu byggja hús fyrir 3 miljónir
og kolin ein til hitunar voru á-
ætluð 70 þúsund á ári. Þetta bákn
var landinu ofviða. Framsóknar-
menn lögðu til að byggingin yrði
fyrst um sinn minkuð að kostn-
aði til um 2/3, og hituð með gjöf
náttúrunnar, Laugunum. Hvort-
tveggja gekk fram, þegar í hóf
var stilt um eyðsluna og spar-
samlega notuð gæði landsins.
Eyjafjörður er eitt af ákveðn-
ustu framsóknarkjördæmum
landsins. 1 tuttugu ár hefir starf-
að þar eitt af þeim samvinnufé-
lögum, sem mest áhrif hafa haft.
Og það hefir sannarlega starfað
eins og góður skóli. Undangengin
missiri hafa Eyfirðingar starfað
að heilsuhælismálinu fyrir sitt
hérað, eins og Framsóknarmenn
vilja starfa fyrir landið alt. Með
frjálsum samskotum er búið að
safna í heilsuhæjið á þriðja
hundrað þús. kr. Og langmestur
hluti fjárins er úr Eyjafirði, þó
að margir aðrir hafi stutt það
drengilega.
Aldrei áður hefir nokkurt hér-
að sýnt jafnmikinn fórnarvilja
eins og Eyfirðingar í þessu máli.
Að vísu er rétt að geta þess, að
stuðningur við það mál í héraði
hefir ekki farið eftir flokkum, en
langflestir Eyfirðingar eru sam-
vinnumenn. Og á þingi var allur
samvinnuflokkurinn með málinu,
en í Nd. í fyrra greiddu nálega
70% af íhaldsmönnum atkv. móti
styrk til þessa góða fyrirtækis.
íhaldsflokkurinn sýnist leggja
mesta áherslu á að einstakir
gróðamenn geti sölsað undir sig
fé, án tillits til afleiðinga. Fyrir
þeim virðist fjármálabarátta en-
staklingsins vera mesta áhuga-
málið. Peningar eru þar orðnir
lokatakmark. Fyrir Framsóknar-
mönnum er göfgun mannlífsins í
landinu lokatakmark, en eftir-
sókn fjármuna ein af leiðunum
að takmarkinu. Og fyrstu og
elstu átökin í landinu milli þess-
ara andstæðu flokka, eru út af
verslunargróðanum.Framsókn vill
samvinnuverslun, samvinnu yfir-
leitt, en landsverslun móti hring-
um. íhaldsmenn vilja óhefta
gróðaverslun, þótt almenningur sé
að óþörfu skattlagður, svo að
þjóðarheildin verði veikari eftir.
Samvinnumenn byi’ja viðreisn-
arstarf sitt heima fyrir. Þeii’
vilja að sem flestir íslendingar
lifi af ræktun landsins, af því að
sveitin er hollari uppeldisstaður
fyrir kynþáttinn heldur en borg-
ir og þorp. Þeir muna eftir börn-
unum, sem þurfa að fá andleg og
líkamleg viðfangsefni við sitt
hæfi. Þeir hafa unnið að unglinga-
fræðslunni eftir megni. Þeir hafa
nú í vetur komið fram mjög aukn-
um fjárstyrk til ungmennafélag-
anna, til að gera þeim kleyft að
gera félagslífið fjörugra í hinum
dreifðu bygðum. Þeir hafa beitt
sér yrir íþróttamálunum, sund-
skálum, sundhöll við Reykjavík,
íþróttaskóla fyrir landið alt. Þeir
hafa munað eftir sérmentun
kvenna og beitt sér fyi’ir hús-
mæðraskóla á Vesturlandi, sem
byrjar næsta vor og hafið baráttu
fyrir samskonar stofnun á Aust-
urlandi.
Um hið djúptækasta af umbóta-
málum landsins, það að styðja að
fjölgun hollra heimila á ræktuðu
landi, hefir staðið þrálát barátta
tvö síðustu ár á Alþingi. Allir
Framsóknarmenn, sem um málið
hafa fjallað, hafa verið með, en
allir íhaldsmenn á móti. Sú glíma
hlýtur að standa í mörg ár en
sigur Framsóknarmanna er þar
viss. I öllum nálægum löndum
hraðfjölgar býlum árlega. Og rík-
in og sveitarfélög leggja fram
stórfé í ræktun þessa og húsa-
gerð. Hér er stefnt að hinu sama.
Fjármagn í ræktun endurbygg-
ing sveitaheimilanna og fjölgun
heimilanna eftir því sem fleira
fólk vex upp í sveitinni. Einn
liður í þessari baráttu er það að
tímarit sem samvinnumenn gefa
út, flytur nú í hverju hefti mynd-
ir að fyrirmyndarbyggingum,
bæði að gæðum og fegurð. Þar’ er
safnað saman öllu því besta sem
hugkvæsmir menn í byggingar-
málum liugsa eða framkvæma.
Sveitabæjastíllinn gamli er að
endurfæðast í nýrri mynd.
Andstæðingar Framsóknar
halda að þetta sé draumur. Þeim
i'inst fjarstæða að landið verði al-
frjálst, að þingið flytji aftur á
sinn gamla helgistað, að fjár-
skiftin manna á milli séu bygð á
réttlæti, en ekki ráni, að megin-
hluti Islendinga lifi í bygðum
landsins, í hollum, smekklegum
húsakynnum, að æska landsins fái
tækifæri til að þroska hæfileika
sína með námi, íþróttum og fé-
lagsskap.
Þetta sýnist alt ofboð sjálf-
sagt. Manni finst að enginn ætti
að vera á móti neinu af þessu.
En svo er því ekki varið. Ekkert
af þessum gæðum fæst nema með
langri og harðri baráttu. Kyr-
stöðuöflin vinna á móti. Allir þeir
menn sem hafa fjárgróðann að
lokatakmarki, tillits til mann-
legrar líðunar, vinna á móti.
Landskosningarnar 1. júlí er einn
þátturinn í þessari langvinnu
glímu. J. J.
---o----
M Rirti ÍÉsifls.
Jón þorláksson gengur nú til
kosninga sem efsti maður á lista
íhaldsflokksins. En hann hefir
ekki alltaf verið íhaldsmaður.
Einu sinni var hann ungur maður-
framsækinn, sem hefði átt heima
í Framsóknarflokknum, ef hann
hefði verið til þá.
þá skrifaði Jón lýsingu af
Ihaldsmönnum, eða réttara sagt:
Hann hélt ræðu í Heimastjómar-
félaginu „Fi’am“ (sem reyndar
hefði átt að heita ,,Aftur“) í Reyk