Tíminn - 18.09.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1926, Blaðsíða 4
162 TIMINN íhaldslistinn. Af hálfu Ihalds- flokksins tilkynti Morgunblaðið, eign danskra kaupmanna, það í gær, að á landskjörslista flokks- ins yrðu þessir menn: Jónas Kristjánsson, héraðslæknir á Sauðárkróki og Einar Helgason garðyrkjustjóri í Reykjavík. Hef- ir flokkurinn þar með borið út Svein sinn, Fáskrúðsfjarðar kaup mann. Persónulega hefir Tíminn ekkert út á Jónas lækni að setja. Farsæll læknir mun hann jafnan hafa reynst og um alt samviskn- samur embættismaður. Frjáls- lyndur maður var hann og í sko&unum eitt sinn, þó að ekki 1 .uni til eftir hann á prenti jafn- þungur áfellisdómur um íhaldið, sem liggur eftir formann íhalds- flokksins, Jón Þorláksson. Á þeim gömlu, góðu árum sínum lagði Jónas læknir fram fé til útgáfu Tímans; með miklum áhuga fylgdi hann áhugamálum Fram- sóknarflokksins, sótti Þingvalla- fund Framsóknarmanna og starfaði þar mikið. Hann mun og hafa lýst því yfir, að það hafi ekki verið vegna málefna, sem hann yfirgaf Framsóknarflokk- inn. Það var annað, sem kastaði honum í faðm Ihaldsins. Mikil vinátta tengdi hann við frænd- ann, Magnús Guðmundsson, ráð- herra, sem ekki var, en nú er. Það er enginn vafi á því, að þar er að finna ástæðuna til, að Jón- as læknir yíirgaf Framsóknar- flokkinn. Hann vann það fyrir vinskap manns, að víkja af götu frjálslyndis og framfara. Og þar sem Magnús Guðmundsson hefir nú, vafalítið, ráðið því, að Jónas læknir er látinn vera oddviti í- haldsins íslenska í landskjöri, er ekki að efa að í málefnunum er Jónas læknir nú orðinn hold af holdi íhaldsins. Sá kjósandi svík- ur áreiðanlega sjálfan sig, sem kýs Jónas lækni, í von um, að eitthvað sé eftir af Framsóknar- nianninum I honum. Ef eitthvað væri eftir ómoldað af Framsókn- arstefnu í Jónasi lækni, hefði í- haldið áreiðanlega ekki sett hann á lista sinn. Það hefir hingað til verið algild regla og allrahelst í stjórnmálabaráttu, að aldrei má trúa þeim manni, sem eitt sinn hefir brugðist samherjum algjör- lega. Þeir vita vel hvað þeir gjöra Ihaldsmenn, er þeir setja Jónas lækni á lista sinn. Enginn Fram- sóknannaður má láta glepjast af þeirri veiðibrellu. Fáir hefðu trúað því, er þeir lásu hina frægu grein Jóns Þorlákssonar, með hin- um skýra og þunga áfellisdómi hans um íhaldsstefnuna, að fyrir hinum sama Jóni ætti að liggja að stofna einn hinn rammasta 1- haldsflokk og ger'ast sjálfur for- maður hans. En „verkin hafa tal- að“, í því efni sem öðrum. Marg- ir gamlir samherjar hefðu átt bágt með að trúa því, fyrir nokkr um árum, að Jónas læknir ætti eftir að verða Ihaldsmaður. En sá er eins og ómálga barn, sem gerir sér von um, að Jónas lækn- i.v fái að láta bera á nokkrum frjálslyndisvotti hjá sér hér eftir. Flokksklafi Ihaldsins hefir á svo mörgum sviðum reynst svo þröngur, að enginn má gera ráð fyrir að hann sé sniðinn rúmur á þann mann, sem settur er á odd- inn í landskjöri. —. Varist í- haldsveiðibrelluna, íslenskir bænd- ur sérstaklega, og þar sem I- haldsflokkurinn, rétt fyrir þessar kosningar, lætur aðalmálgagn sitt kveða upp yfir ykkur hinn þyngsta dóm um „ölmusulýð“ og „metnaðarmorð“, ef haldið er fram hinum allra sjálfsögðustu og réttlátustu kröfum, sem miða að alhliða viðreisn landbúnaðarins, þá f jölmennið alveg sérstaklega á kjörfundina í haust til að gjalda Ihaldinu rauðan belg fyrir gráan. Björn Jakobsson leikfimiskenn ari er nýkominn heim úr utan- för. Sótti fund leikfimikennara í Kaupmannahöfn. Bætist í hópinn. Undanfarin ár, BRITTANNIA prjónavélamar eru ódýrastar. Samband IsL samvinnufélaga. en sérstaklega fyrir kosningar, hafa íhaldsblöðin fullyrt að hinir og þessir Framsóknarmenn væru ýmist dulbúnir eða opinberir Jafnaðarmenn. Þorleifur Jónsson, bóndi á Hólum, Guðmundur Ólafs- son bóndi í Ási, Magnús Krist- jánsson forstjóri, Sveinn Ólafsson bóndi í Firði o. fl. o. fl. hafa fengið þennan titil hjá íhalds- blöðunum, og svo sérstaklega yngri þingmenn flokksins: Ás- geir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson. Jafnvel for- maður Ihaldsflokksins, Jón Þor- láksson, kallar Framsóknarflokks menn venjulega „Tíma-socialista“ í skrifum sínum og ræðum. — Nú hefir einn bæst í þennan hóp. 1 Morgunblaðinu í morgun er Jón bóndi Sigurðsson á Ystafelli líka kallaður Jafnaðarmaður. — Blaðið fullyrðir að Jón á Ysta- felli hafi „prédikað ómengaða jafn aðarstefnu“ í fyrirlestrum þeim, sem hann hefir flutt fyrir Sam- band íslenskra samvinnufélaga. — Þá fyrirlestra hafa bændur um alt land hlustað á, og gefst þeim nú tækifæri til, eftir eigin heyrn, að leggja dóm á þetta Jafnaðar- menskuskraf Íhaldsmanna. Eins og oftar ferst Morgunbl. ærið klaufalega að halda á málstað sín um. Það vill vekja ótta hjá bænd- um við Jafnaðarstefnuna. Það vill vekja athygli á því, sem og er rétt, að bændur yfirleitt geta ekki verið fylgjandi þjóðnýtingar kenningum Jafnaðarmanna. En hversu fráleitt er þá að halda því fram, að ýmsir af helstu bænd- um landsins séu Jafnaðarmenn. Ef Þorleifur í Hólum, Guðmund- ur í Ási, Sveinn í Firði, Ingólf- ui í Fjósatungu og Jón á Ysta- felli — svo að nokkrir séu nefnd- ir — eru Jafnaðarmenn, þá er Jafnaðarstefnan ekki hættuleg fyrir bændastéttina. Greiðasta leiðin til að uppræta ótta bænda- stéttarinnar við Jafnaðarstefn- una, er sú, sem Morgunblaðið fer í fávisku sinni, að reyna að telja bændum trú um, að ýmsir allra fremstu menn bændastéttarinnar séu Jafnaðarmenn. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri kom úr utanför um síðustu helgi. Sat hann, ásamt Magnúsi Einarssyni dýralækni, hátíðahöld landbúnaðarháskólans danska, sem áður er getið. Hann fór heim að Hvanneyri um miðja vikuna. Frakkneski spítalinn. Reykja- víkurbær hefir undanfarin ár haft Frakkneska spítalann á leigu og jafnan haft hans mikil not. Nú hefir bænum borist tilboð um að kaupa spítalann, með öllu sem honum fylgir, fyrir 120 þús. kr. Hefir ekki orðið úr kaupum enn, því að verðið þykir nokkuð hátt. Leggur fjárhagsne/nd bæjar- stjórnarinnar til, að eignin sé keypt fyrir 105 þús. kr. Ásigling. Um miðja vikuna vildi það slys til, að togarinn „Jón Forseti“ sigldi á línuveiðarann „Þorstein“, sem er eign Geirs Thorsteinssonar, úti á Húnaflóa. Kom' gat á línuveiðarann, svo að sjór tók að streyma inn í skipið. Var það tekið til ráðs, að „Jón Forseti“ dróg „Þorstein" á eftir sér inn allan Húnflóa, inn á Hvammstanga, og kom honum þar upp í fjöru. Sem betur fer er talið að skemdirnar séu ekki meiri en það, að hægt verði að gera við á staðnum. íslenskur sjómaður, Pétur Sig- þórsson að nafni, náfrændi Sig- urðar Kristófers heitins Péturs- Prjónanámskeið. Eins og að nndanförnu hefir verið ákveðið að halda námskeið í prjónavélakenslu hér í Reykjavík. Byrjar það 20. nóvember. Kenslukona, frú Valgerður Gísladóttir frá Mosfelli. Einnig verður haldið námskeið að Vík í Mýrdal, sem byrjar 1. október. Kenslugjald kr. 50,00 fyrir þær konur er eiga vélar frá mér, eða hugsa sér að kaupa þær. Hver nemandi fær 120 tíma kenslu. Leggur til verkefnið og á vinnu sína sjálfur. Hinar velþektu og viðurkendu ágætis „Claes“-prjónavélar eru nú fyrirliggjandi í þrem stærðum. Sérlega vel lagaðar fyrir íslenskt band. Verð og gæði þola allan samanburð. Nánari upplýsingar um námskeiðið og prjónavélarnar fást hjá undirrituðum. J Klæðaverksmiðjan Crefjun Akureyri. Það tilkynnist heiðruðum almenningi í Reykjavík og Hafnafirði, að vér höfum í dag sett á fót útsölu í Reykjavík á öllum framleiðslu- vörum vorum, og verður hún rekin af hr. kaupmanni Sig. Sigurz (fyrst um sinn í Ingólfsstræti 23, áður verslunin Björg). Þar verður ávalt til sölu, með verksmiðjuveðri voru, allskonar fataefni handa körlum, konum og börnum, frakkaefni, kápuefni, nær- fatadúkar, hvítir og „normal“-litir, dúkar í dyratjöld og húsgagnafóð- ur, rúmteppi, spítalateppi, dívanteppi o. fl. Togaradúkar. Allskonar band, o. s. frv. Vér væntum þess, að heiðraður almenningur láti oss verða að- njótandi viðskifta sinna á þessum vörum, að svo miklu leyti sem kost- ur er á. Enda eru dúkar vorir þjóðkunnir, smekklegir, haldgóðir og ódýrir. — Styðjið íslenskan iðnað, með því eflið þér íslenskt sjálfstæði. pr. Klæðaverksmiðjan Gefjun. Verksmiðjufólagið á Akureyri. Jónas Þór. Notað um allan heim. Áriö 1904 var i fyrsta sinn þaklagt i Dan- mörku úr -- Icopal. — Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. urssonar rithöfundar, var nýlega myrtur suður á Frakklandi, af svertingja einum. Ætlaði Pétur að hjálpa norskum sjómanni, sem svertinginn hafði ráðist á, en varð þá fyrir skoti úr skamm- byssu svertingjans, og beið þeg- ar bana. Hvaðanæfa að af landinu ber- ast fregnir um óhagstæða tíð. Hey hafa hrakist til stórra muna víðasthvar, og haust virðist ætla að koma í fyrsta lagi. En á Suð- urlandi hafa þurkarnir í þessari viku bætt úr. Nýtt blað er farið að koma út í Vestmannaeyjum. Heitir það Eyjablaðið, og er gefið út af J af naðarmönnum. Morgunblaðið flytur nýl. langa grein um koladeiluna bresku. Seg- ir þar í fyrirsögn, að ríkisstjóm- in sé á bandi verkamanna. — Bregðast svo krosstré sem önnur tré, og er furða, hvað Morgunbl. ber sig yfir þeim tíðindum, að ensk íhaldsstjóm skuli vera í slíkri samvinnu við verkamenn. Togarinn „Skallagrímur“, sem löngum hefir verið fengsælastur f allra íslensku togaranna, seldi ný- H.f. Jón SigmnndflBOÐ & Go. Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og beltl ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmnndsaon gulLsmlOur. Sími 888. — Laug&veg 8. Hin heimsfræga 9? lega afla sinn á Englandi fyrir 600 sterlingspund. !Er það miklu lægra verð en áður hefir fengist, og hlýtur að hafa orðið mikið tap tá þeirri ferð. Haldi svo á- fram, er því miður ekki annað sýnna en að togararnir verði að hætta við íísfisksveiðarnar. Síldarverðið er nú aftur að lækka, enda hefir síldveiðin glæðst nokkuð undanfarið. Nokkrir togaranna eru famir á ísfiskveiðar, og hafa sumir fengið gott verð fyrir alfann í Engl. En það eykur mjög kostnað við út- gerðina, að kol eru ófáanleg á Englandi vegna kolaverkfallsins. Verða skipin að fara til Belgíu til þess að fá kol, eða eyða alveg þeim birgðum, sem til eru hér í bænum. Misprentast hefir meinlega í upphafslínu annars kafla í rit- gerð Jónasar Þorbergssonar um verslun á 19. öld, sem birt var hér í blaðinu. Stendur þar „versl- unarsamtökum" en á að vera „verslunarhögum". Búnaðarmálastjórastaðan. Þá er umsóknarfrestur var liðinn um þá stöðu höfðu fjórar umsóknir DIABOLO4- skilvinda ásamt öllum nauðsynlegustu varahlutum fyrirliggjandi. V ©r sl. V aðnes Sími 228. Sjó- og bruna- vátryggingar. Símar: Sjótrygging . . . Brunatrygging . . Framkvæmdarstjóri 542 254 309 Vátrygáið hjá íslensku félagi. i borist, frá Eggert Briem bónda í Viðey, Metúsalem Stefánssyni settum búnaðarmálastjóra, Páli Zóphóníassyni skólastjóra á Hól- um og Theodóri Ambjarnarsyni ráðunaut. Héraðslæknir í Reykhólahéraði hefir verið skipaður Guðmundur Guðmundsson trésmiðs, Jakobs- sonar. Hefir hann undanfarið ver- ið settur læknir í því héraði — Ari Jónsson, prests Arasonar á Húsavík, hefir verið settur til að gegna Hróarstungulæknishéraði. Frakkar hafa nýlega lokið við smíði á stærstu flugvél, sem hingaðtil hefir verið búin til, til flugferða yfir sjó. Er hún ætluð til ferða yfir Atlantshaf. Vélin vegur 20 smálestir og er 40 metra löng. Aflvélamar eru 5, og hafa samtals 2100 hestöfl. Er þeim stjómað með rafmágni. Vélin á að geta borið 20 farþega og all- mikinn flutning. Hún fer 150 km. á klukkustund. Á að geta flogið yfir Atlantsjhaf þó að tvær af vélunum bili. Landhelgisbrot. Togarinn „Bel- gaum“ var sektaður nýlega um 5 þús. kr. fyrir ólöglegan veiðiskap við Norðurland. Bæjarstjórn .Rvíkur hefir á- kveðið að láta safna skýrslum um atvinnulausa menn hér í bænum. óráðið mun þó, hvort stofnað verð ur til nokkurra atvinnubóta. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.