Tíminn - 11.12.1926, Blaðsíða 3
TlMINN
207
T. W. Buch
(Xiitasmidja Buchs)
Tietgensgade 64. Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og
allir litir, fallegir og sterkir.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya,
matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf-
vinnandi þvottaefnið „Persil", „Henko“-blœsódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúridufti8, kryddvörur, biámi,
skilvinduolía o. fL
Brúnspóna.
LITARVÖRUR:
Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir.
GLJÁLAKK:
„Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágset tegund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur.
Fæst alstaðar á, íslandi.
l.&áömÍBdi/'Vf'
ir, og það er bindindisstarfsemi.
Hann ea' einn af stofnendum
Goodtemplarreglunnar hér á
landi, og hélt bindindi til dauða-
dags. Það var honum sennilega
hans hjartfólgnasta mál, enda
má fullyrða, að hann hafi haldið
reglunni uppi á Akureyri. Til
viðurkenningar fyrir störf sín
var hann sæmdur dannebrogs-
mannakrossi. Hin síðustu árin
var hann blindur, en konan var
farlama af fótaveiki, en hafði þó
svo mikla sjón, að hún gat lesið
fyrir hann. Það var átakanleg
sjón að sjá gamla manninn stai'a
út í myrkrið, hlustandi á konu
sína, er ekki gat gengið. Þannig
var hún honum til stoðar alt til
hins síðasta, eins og hún hafði
verið alla þeirra löngu hjúskapar-
samleið. Guðný sál þótti heppin
ljósmóðir og hafði tekið við
fjölda bdinia.
Af börnum þeirra hjóna kom-
ust 3 á legg, Aðalsteinn bókbind-
ari (d. 1894) eftirlét ekkju og
tvo syni, Guðný kona Páls snikk-
ara Magnússonar frá Akureyri.
Þau fóru til Vesturheims um
aldamótin, og eiga margt bama
og Helga (d. 1910) kona Carl F,
Schiöth á Akureyri. Þau áttu 3
börn. KIJ.
■ -----o----
Vinsældir Mogga og eigendur
hans. Valtýr ritstjóri sagði um
daginn í Mbl., að Tíminn væri
ólesinn undir sperrukverkinni hjá
bændum, en lesendum ísafoldar
fjölgaði óðum. Eg sem þetta
skriía, er talsvert kunnugur í
sveitum landsins, og þar veit eg
með vissu, að víðar liggur Isa-
fold og Vörður óupprifinn en
Tíminn. Sem dæmi get eg sagt
það, að í einum hreppi þar sem
nærri allir búendur fá Isu, og
flestir gefins, eru áhrifin ekki
meiri en svo, að varla er hægt að
telja nema einn íhaldsmann
tryggan. — Valtýr hlakkar í
Mbl. yfir ósigri bænda í kosning-
unni í haust. En haxm má vita,
að það verður skammgóður verm-
ir fyrir íhaldið, sem styðst við
útl. kaupmenn. í þessu sambandi
lög landsins, heldur en þjóðfélög
getur þolað borgurum sínum.
Ef Ólafi hefði tekist að sanna,
að dómur Magnúsar Storms hefði
verið grundaðri heldur en sektai'-
dómurinn, ef hann hefði látið
skipstjórann á hinu brotlega skipi
fara, er hann varð sekur við lög
landsins, og ef hann hefði kunnað
Jóni M. þökk fyrir að leitast í
þessu efni við að leiða hið sanna
og rétta í ljós, þá hefði aðstaða
Ólafs orðið alt önnur en hún varð.
Og þar sem flokksbræður ólafs,
Hákon og Flygenring, hafa lýst
svo afdráttarlaust lögbrotafýsn
margra eigenda veiðiskipanna ís-
lensku, þá mun hér varla vera
um einangrað dæmi að ræða.
Frammistaða Ólafs í togara-
málinu er þá sú, að hann virðist
vilja fá að látá skip sín veiða í
landhelgi óátalinn. Frumlögin,
seni gilda fyrir útlendinga hér við
land, eiga ekki að gilda fyrir
hann, ef það hindrar hann frá .að
græða.
I gær kom til mín bláfátæk
ekkja hér úr bænum, sem tjáði
sig eiga að borga nokkra tugi
króna í eigna- og tekjuskatt.
Maður hennar er nýdáinn. Hún er
eina fyrirvinnan, með nokkur
börn í ómegð. Þessi kona borgar
tekjuskatt fyrir árið 1925, en
Kveldúlfur ekki einn eyri! Og
samt er ólafur ekki ánægður
með tekjuskattslögin og fram-
kvæmd þeirra. Samt finst hon-
um þurfa að lækka skattstuðulinn
af því að gróðafélögin verði of
hart úti. Manni verður á að
spyrja, hvort þjóðfélag með tölu-
verðan hóp svona borgara innan-
borðs muni öllu hæfara fyrir
sjálfstæði en þjóðveldið forna var
vii eg minnast á orð, sem mentuð
útlend kona lét falla, þegar hún
heyi'ði nefnda eigendur lVIbl. Hún
sagði að hneiksli eins og það, að
útlendingar ættu í stærsta blaði
iandsins, myndi óvíða geta þrif-
ist nema hér. En það líður ekki
á löngu áður en íslenska þjóðin
hrindir þessum ófögnuði af sér,
svo að ekki er víst nema að Val-
týr hafi nokkuð snemma hrósað
happi yfir sigri húsbændanna.
Austfirðingur.
Listaverkasýningar hafa verið
opnar hjer í bænum undanfarið, á
verkum Júlíönu Sveinsdóttur og
Guðmundar Einarssonar frá Mið-
dal og á málverkum og teikning-
um Guðmundar heitins Thor-
steinssonar.
Siðfræði. í hitteðfyrra kom út
fyrsta bindi af Siðíræði, eftir
Ágúst H. Bjamason prófessor, er
hann nefndi: Forspjöll siðfræð-
innar. Nú er annað bindið komið:
Ilöfuðatriði siðfræðinnar, álíka
stórt og hið fyrra. Er hór sem
áður um mjög merka bók að
ræða, sem síðar verður getið.
Atvinnuleysi er afskaplega mik-
ið hér í bænum og einnig í Hafn-
arfirði. Af hálfu verkamannafé-
laganna hafa verið haldnir fundir
um málið. Sóttu þá fundi fjöl-
margir atvinnulausir menn og
kusu nefnd til að bera fram kröf-
ur sínar við bæjarstjórn og lands-
stjórn. Hefir bæjai'stjóm ákveðið
að láta eitthvað frekar vinna að
gatnagerð, en landsstjópiin mun
hafa ákveðið að láta tvær grjót-
muiningsvélai' fara að vinna, sem
landið á, og auk þess að láta
gTafa lokræsi að landsspítalanum.
Er búist við að þannig fái um 75
atvinnulausir menn vinnu, þó
ekki nema rétt í bili, sumpart
hjá landinu, sumpart hjá bænum.
Fyrirlestra hjeldu um síðustu
helgi: Guðmundur Finnbogason
landsbókavöi’ður um bölv og
ragn og þjóðnýting þess og Mar-
grét húsfreyja Símonardóttir frá
Brimnesi í Skagafirði um konur
og menningu nútímans.
Skipsbrotsmennina af Nystrand,
sem strandaði við Skaftárós,
fluttu suður þeir mágar Lárus
á dögum Þorvaldar Vatsfirðings.
Til þess að skilja til fulls hve
mikil ósvífni gagnvart þjóðfélag-
inu felst í skattamálaframkomu
Ólafs, verður að líta á sögu eigna-
og tekjuskattsins hér á landi.
Gömul og mjög úrelt ákvæði
um slík efni giltu með litlum
breytingum fram að 1921. Þá
höfðu Héðinn Valdimarsson og
Þorsteinn hagstofustjóri unnið að
nýiTÍ skattalagagerð, eftir fyrir-
mælum Alþingis. En Magnús
Guðmundsson gerði upp úr vinnu
þeirra frv. og lækkaði þá skatt-
stigann á gróðamenn frá því sem
um var talað í nefndinni. Þingið
samþykti síðan frv. þetta, og það
eru í aðalatriðum hin gildandi lög
enn. Ef harðræði er beitt við
„aflaklær“, eins og Ólafur kallar
sig, þá er það flokksbróðir hans,
yfirmaður og sameigandi að blöð-
um Magnúsar Magnússonar, sem
hann verður að ásaka.
Þegar við Ingvar Pálmason út-
veguðum hina nafntoguðu skýrslu
sem bjargaði 600 þús. krónum í
landssjóð 1925, þá kom í ljós að
þessi voðalög M. Guðm. höfðu
ekki gengið hart að útgerðinni í
Reykjavík. Árin 1922 og 23 höfðu
öll hlutafélögin í Rvík borgað í
tekju- og eignaskatt til lands-
sjóðs um 30 þús. kr. annað árið,
en 40 þús. hitt árið. Að jafnaði
hefir hvert félag þá borgað um
1000 kr. Þegar þess er gætt, að
félög þessi sátu yfir mörgum
miljónum af fé bankanna, höfðu
sogið til sín þúsundum saman
verkfæra menn af landinu frá
öðrum atvinnugreinum, þykjast
vera gróða-„maskínur“ og telja
, sig jafnvel meginstoð og lífæð
' þjóðfélagsins, en borga saint ekki
og Jóhann Kirkjubæjarklausturs-
bændur. Einn skipverja var Is-
lendingur, Björgvin Stefánsson,
ættaður úr Reykjavík og er það
í fjórða sinn sem hann lendir í
skipreika. Ásamt einum Norð-
meira sem gróðaskatt til lands-
ins en þetta, og telja jafnvel
þetta lítilræði eftir, þá fer gagn-
ið að „aflaklónum“ að verða vafa-
samt fyrir þjóðai’búskapinn.
Skattalögin frá 1921 komu ó-
sanngjamlega hart niður á
starfsmönnum landsins, einkum í
bæjunum. Vegna þeirra var tekju-
skattslögunum breytt á þingi
1923, og tókst hinum „nýríku“
að fá ofurlitla rýmkun gerða sín
vegna um leið.
Nú líður fram á veiðiárið mikla
1924. Aflinn barst í land svo að
aldrei hafði verið meira, verðið
var hátt og gengissveiflurnar
hagstæðar fiskeigendum. Hlutafé-
lögin flutu í peningum. Nú var
tækifæri fyrir þá, sem þar að
stóöu, aö sýna þegnskap sinn. Á
stjórnarárum J. M, og M. G. hafði
landið lent í botnlausar skuldir.
Ef „aflaklærnar“ vildu sýna þann
þegnskap, að taka á sig sjálf-
sagðan hlut af byrði landssjóðs,
þá hlaut þeim að vera ljúft, að
taka á sig rífan skerf, þegar
hepnin og náttúra landsins var
svo örlát við þá. Því fremur var
ástæða fyrir þá að una vel hækk-
uninni eitt ár, þar sem þeir höfðu
verið nálega skattfrjálsir áður,
samkvæmt áðumefndum lögum
frá 1921.
Vegna hinna miklu vandræða,
sem landið lenti í fjárhagslega,
þegar M. Guðm. var fjármálaráð-
herra 1920—21, hafði þingið 1924
orðið að ganga inn á að skapa
landssjóði tvo nýja tekjuliði, sem
lenda á almenningi án tillits til
efnahags, gengisviðaukinn og
verðtollurinn. Báðir, en þó eink-
um verðtollurinn, koma geisihart
niður á efnalitlum, mannmörg-
manninum bjargaðist hann fyrst-
ur til lands.
Á Svínafellsf jöru í öræfum
fanst nýlega rekið stórt alumini-
umshylki, eins og með vængjum
og liggur annan vængurixm brot-
um fjölskyldum, þeim sem fæða
upp mest af starfsafli þjóðarinn-
ar. Og þessir tekjustofnar hafa
dropið drýgst til að borga skuld-
imar frá fjármálaámm M. G.
En á þingi 1925 er það sem
hinir nýríku afhjúpa algeriega
þegnskaparinnræti sitt. Þá kem-
ur Jón Þorl. með betlilögin miklu,
breytinguna á tekjuskattslögum
M. G, um að skattur hlutafélaga
væi’i í’eiknaður eftir 3 ára meðal-
tali. Síðar kom í ljós, svo að ekki
varð móti mælt, að þessi breyt-
ing myndi á árinu 1925 hafa
svift landssjóð rúmum 600 þús.
kr. tekjum í Rvík einni saman.
Jón Þorl. hafði þegið margvís-
legan fjárhagslegan stuðning frá
hluthöfum togaranna, beinan og
óbeinan styrk í stuðningsblöð
sín, og til flokksþarfa. Vegna að-
gerða þeixra fékk hann þann
draum sinn uppfyltan að verða
ráðherra.
Og nú áttu „gróðafélögin" að
fá launin. Jón Þorl. beitti sér af
alefli fyrir málinu í Nd. — Allur
íhaldsflokkux-iim varð að hlýða,
Hákon fulltrúi bændaima í Barða-
strandasýslu, Þórarinn fulltrúi
Húnvetninga, Jón á Reynistað
fyrir Skagfirðinga, Ámi fyrir
Vopnfirðinga, Jón Kjartansson
fyrir Skaftfellinga, Ottesen fyrir
Borgfirðinga, auk annara dánu-
manna úr kaupstöðunum, greiddu
við þrjár umræður í Nd. atkvæði
með hinni miklu gjöf til „bylt-
ingamannanna“.
I Nd. hafði Jón Þ. lagt aðal-
áhersluna á þriggja ára regluna,
því að í skjóli hennar mátti
bjarga undan landssjóðnum mest-
öjlum gróða togaranna 1924, þ. e.
frá lögmæltum skatti. Og fýkn
inn hjá. Finnendum var ekki vel
ljóst hvað þetta væri, en giska
á að muni vera flugvél á hvolfi.
Nánari fregnir af þessu eru
ófengnar.
Ný kirkja í Reykjavík. Eins og
líklegt er hefir það komið mjög
til orða að reisa nýja kirkju í
Reykjavík. Skipaði sóknarnefnd
nefnd til að rannsaka málið og
lagði nefndin til að unnið sé að
þvi að reist sé ný kirkja í aust-
urbænum, t. d. á Skólavörðu-
holtinu og taki hún 1200 manns.
Málið var síðan rætt á fjölmenn-
um safnaðai’fundi síðastliðinn
sunnudag og var síðan samþykt
í einu hljóði eftirfarandi tillaga:
„Safnaðarfundurinn felur undir-
búningsnefnd þeirri, sem sóknar-
nefndin hefir þegar sett, að
vinna að undirbúningi nýrrar
kirkjubyggingar í austurbænum,
á þann hátt sem nefndinni sýn-
ist best henta“.
Innbrot. Eitt merkið um það að
atvinnuleysi og vandræði kreppa
nú alvarlega að, er það, að farið
er að bera meir á innbrotum og
þjófnaði. Var nýlega brotist inn
í búð Kaupfélagsins í Aðalstræti,
sömuleiðis í kökugerðarhúsinu
„Skjaldbreið“ við Kirkjustræti og
ennfremur í ljósmyndastofu Sig-
ríðar Zoéga. I engu tilfellinu var
um stórþjófnað að ræða.
Sala Grænlands. Sendiherra
Dana hér í bænum hefir tilkynt
opinberlega, að orðrómurinn um
að Danir ætluðu að selja Græn-
land væri með öllu tilhæfulaus.
Sawitri, fomsagan indverska al-
kunna, sem Steingrímur Thor-
stiensson þýddi, er komin út í
annari útgáfu á forlag Axels son-
ar hans.
Norskur sendiherra. Frá Noregi
berast fregnir um að raddir séu
þar háværar um .að sendur verði
norskur sendiherra til Islands í
stað aðalkonsúls sem nú er.
Slys. Mánudag síðastliðinn fórst
árabátur með tveim mönnum' á
leið yfir Isafjörð frá Arngerðar-
eyri til Svansvíkur. Hétu menn-
irnir: Ivristmundur Kristjánsson
bóndi og Kristján Össurarson,
báðir frá Svansvík.
Jóns var svo mikil að sýna hluta-
félögunum undirgefni sína, að
hann gleymdi öllum öðrum skatt-
borgurum, gleymdi að láta
þriggja ára uppgjafar- og lækk-
unarregluna ná til allra gjald-
þegna. Honum fór eins og syndara
þeim í sjónleik Ibsens, sem vildi
byrja á faðirvorinu, áður en hann
gaf upp öndina, en mundi aðeins
þessa einu setningu: „Gef oss í
dag vort daglegt brauð“.
I Ed. fengum við Ingvar Pálma-
son því til vegar komið að skatt-
stofan reiknaði út tap ríkissjóðs
árið 1925 við þriggja ára regluna.
Samkvæmt skýrslu skattstjórans
varð þetta tjón landssjóðs rúm-
lega 600 þús. Og tilgangur frv.
var einmitt sá, að baka landssjóði
þetta tjón. Alt skraf íhaldsins um
að þetta sé rangt, bitnar á skatt-
stjóranum um að hann hafi gef-
ið falska skýrslu til þingsins, en
það mun fullkomlega tilefnislaust
ámæli.
„Aflaklærnar“ héldu að sigur-
inn væri unninn úr því málið var
komið gegnum Nd. Því að í Ed.
áttu þeir nokkuð af sínum þæg-
ustu atkvæðum. En vitneskjan frá
skattstofunni var svo óttaleg, að
íhaldsþingmennirnir urðu hrædd-
ir við það, sem þeir höfðu gert.
Nd.-þingmenn flokksins engu síð-
ur, því að með skýrslu skattstof-
unnar yfir höfði sér, og háu
gjöldin á algenga kjósendur hins-
vegar, var aðstaða þeirra ekki
öfundsverð.
Við Ingvar urðum fljótt varir
við hikið og klofninginn hjá and-
stæðingunum, og fórum sem hóg-
legast að öllu, eins og veiðimaður
sem er að komast í færi við
veiðiskepnu. Ihaldið gat sett