Tíminn - 19.03.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1927, Blaðsíða 3
vfunrn lega laugahitun í Reykjavík. Tel- ur hann varhugavert að leiða laugavatnið sjálft til bæjarins, því steinefni þau eða hverahrúð- ur, sem í því eru, muni setjast í leiðsluna og valda táhnun á rensli. Leggur hann til, að vatn úr Gvendarbrunnum, sem ligggja allmiklu hæra en laugarnar, sé leitt í gegnum þær og hitað á þann hátt, en síðan notað til hit- unar. Með þessu telur hann og vinnast það, að komist verði hjá því að nota dælur. Ármannsglíman fór fram í Reykjavík 6. þ. m. Kept var í 2 flokkum eftir þyngd. 18 tóku þátt í glímunni. 1 þyngri flokkn- um (yfir 70 kg.) varð Ottó Marteinsson sigurvegari. önnur verðlaun fékk Þorsteinn Krist- jánsson og þriðju verðlaun Jörg- en Þorbergsson. 1 léttari flokkn- um sigraði Sigurjón Guðjónsson, en Jakob Gíslason fékk 2. verð- laun og Bjöm Bl. Guðmundsson 3. verðlaun. Á eftir glímunni fór fram hnefaleikur. Færeyskur maður, Peter Vigelund, sem kennir þá íþrótt hér, fékst þar við nokkra menn, en eigi var kapp í þeim leik. Fregnir berast um það með er- lendum blöðum að þýskt félag muni ætla að koma á föstum flugferðum til Grænlands, New- foundlands og New York með viðkomustað í Reykjavík. En varlega ber að trúa slíkum lausa- fréttum. Fundur Alþýðuflokksmanna í Hafnarfirði hefir sent þingmönn- um Gullbringu- og Kjósarsýslu áskorun um að beitast fyrir því, að Hafnarfjörður verði sérstakt kjördæmi og lýsir vantrausti á þingmönnunum ella. Rúml. 400 sjómenn hafa sent Alþingi áskorun um að breyta togaravökulögunum svo, að hvíld- artími skipverja verði 8 stundir á sólai-hring í stað 6 áður. Sundhallarmálið er nú komið á góðan rekspöl; áhugi almennur hjá íþróttamönnum og þeim sem bera fyrir brjósti umbætur í þrifnaði og heilbrigðismálefnum. Vilja nú íþróttamenn að bærinn og landið leggi fram 50 þús. kr. í tvö ár og ætti þá byggingin að geta orðið fullger 1930. Málið hefir vakið eftirtekt erlendis. 1 Mbl. stóð fyrir skömmu um það þessi klausa: Sundhallarmálið. Nýlega fékk Iþróttasamband Is- lands tilboð frá norskum bygg- ingameistara, Henrik Haldin að nafni, viðvíkjandi hinni væntan- legu sundhöll, sem gert er ráð fyrir, að hér verði reist. Hann hefir séð um byggingu sundhall- arinnar í Björgvin, og sendi teikningar af henni, ásamt bréfi, sem stjóm 1. S. 1. hefir nú sent bæjarstjóm Reykjavíkur til at- hugunar. Svo mikla athygli vek- ur þetta menningarmál erlendis, að verkfræðingar þar hyggja að keppa við ísl. verkfræðinga um byggingu sundhallarinnar“. Sundhallarmálið var fyrst til meðferðar á þingi 1923. Sund- höUin var fyrsta málið sem Jón- as frá Hriflu beitti sér fyrir á þingi, og hélt um það fyrstu þingræðu sína, og um það mál deildu þeir fyrst í Ed. Jónas og Jón hei'tinn Magnússon. Nú eru allir flokkar orðnir sammála um að hér eigi að reisa sundhöll við Reykjavík, og að sú framkvæmd verði í einu bæ og landi til gagns og sæmdár. Skipafregnir. Goðafoss var í Hamborg 17. þ. m. Sama dag i fór Gullfoss frá Vestmannaeyj- um á leið til útlanda. 18. þ. m. fór Lagarfoss frá Seyðisfirði á útleið og Esja frá Isafirði á suð- urleið, en Brúarfoss, kæliskipið nýja, kom til Vestmannaeyja. Vigfús Einarsson er skipaður skrifstofustjóri í stjómarráðinu í stað Odds Hennannssonar. -----o---- Sanmnnumál. Nú í sumar í ágúst verður háð í Stockhólmi allsherjarþing sam- vinnufélaga. Eru slíkir fundir haldnir þriðja hvert ár í stór- borgum heimsins. Islensku kaup- félögin hafa enn ekki gengið í alþjóðasambandið, en líkur em til að þau minnist aldarfjórðungs- afmælis Sambandsins með því að láta þá byrja samstarf við skyld félög í öðmm löndum. Mætti vel fara svo að áður langt um líði yrði beinn hagnaður að aukinni kynningu við ensku kaupfélögin, þegar markaður fyrir ísl. sveita- vömr fer einkum að verða í Eng- landi. Nú fyrir skemstu hefir borist hingað boð frá erlendum samvinnukonum, um væntanlega þátttöku ísl. kvenna í fundi þeirra í Stockhólmi. Þó að konur hafi fram að þessu lítið beitt sér fyrir sérstökum samtökum í því efni, þykir rétt að geta þess, hversu konur hafa myndað sam- vinnufélög í mörgum næstu lönd- um. I stórborgunum er húsfreyj- an fjármálaráðherra heimilisins. Hún fær vikulaunin og undir ráðdeild hennar er það komið, hversu afkoma fjölskyldunnar verður. Slíkar konur læra fljótt að meta tekjuafgang kaupfélag- anna. Hér á landi er þessu öðm- vísi farið í sveitunum. Bænd- umir fara í kaupstaðinn og þeir kaupa inn hver fyrir sitt heim- ili meirihlutann af því sem fyrir það er keypt árlega. Þetta hefir orðið til þess, að hér á landi eru Árift 1904 var 1 fyrata sinn þaklagt 1 Dan- mörku úr — Icopal. — Notað nm allan heim. Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum, Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök Fœst alstaðar á Islandi. Jens Villadsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. P.WJacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. £ik og ofni i þilfar til skipa. bændurnir yfirleitt meiri sam- vinnumenn en konumar, og svo hlýtur að verða, þar til konum- ar fara að taka meiri þátt í verslunarmálum heimilanna. í Englandi hefir kvenfólkið fund- ið að framtíð samvinnunnar þar í landi er að afarmiklu leyti komið undir þroska þeirra. Þess vegna hafa þær stofnað fjölmörg kvenfélög út um alt England til að efla og útbreiða samvinnu- hreyfinguna. Þessi kvenfélög vinna að því að auka þekkingu kvenna á eðli samvinnusamtak- anna, og er álitið, að þessi félög hafi unnið kaupfélagsskapnum hið mesta gagn. Samskonar fé- lög eru nú mynduð í flestum þettbygðari löndum álfunnar. Þau hafa með sér allsherjar-fé- lagsskap, er heldur fund þriðja hvert ár um leið og allsherjar sambandið heldur fund sinn. ---o---- Svikin sveitamanna. Hinn 20. dag nóvembermánað- ar síðastl. flutti stjómarblaðið Vörður grein eina, um tekjuskatt og eignar, eftir Gunnar hagfræð- ing Viðar. Er ritsmíð þessi svo úr gerði ger, að ilt er við henni að þegja fyrir menn úti um land. Bregður höf. sveitamönnum um stórkostleg skattsvik. 1 49. tbl. Varðar, 4. des., áréttar hann þetta, og segir m. a.: „Mér þykir ihugunarvert hve ger samlega tekjuskatturinn bregst til sveita. Eg þykist hafa sýnt fram á það með fræðilegum rök- um, að ástæða hafi verið til þess að ætla, að tekjuskatturinn yrði ekki goldinn til sveita, svo sem vera ber — og sannað með töl- um, að svo hefir reynst. En hvorttveggja er, að eg hefi ekki gögn í höndum til þess að sýna nákvæmlega, hvað mikið ein- staklingar skattsvíkja*), né 47 heldur myndi eg telja rétt, að brennimerkja fáeina menn, af handahófi, fyrir sakir, sem svo ahnennar eru“*). Eg hafði búist við því, að grein Gunnars yrði fljótlega andmælt úr flokki sveitamanna, svo al- vaiiegai- ásakanir, sem í henni i'elast. Að vísu hefur form. einn- ar yfirskattanefndar, sýslumað- ur bnæfeilinga, svarað, og gert það prýðiiega, svo sem von var og visa þess mæta manns. — En frá sveitamönnum hefi eg engin andmæh séð, og furðar mig stóriega. Það er reyndar sagt, að vér bændur séum seinþreyttir til vandræða. Vera má, að engi sé það ókostur, eí eigi er úr hófi fram. En þá erum vér sein- þreyttir langt úr hófi fram, ef vér tökimi þegjandi sérhverri sví- virðingu, sem til vor er beint, iivort heidur er af skrifstofu- mönnum í Reykjavík eða ein- hverjum öðrum. —- Guxmar Viðar ásakar bændur íyrir ahnenn skattsvik. En jafn- framt ásakai’ hann og aðra fyrir annaiskonar svik. — Fáir hrepp- ar, eða engir, munu vera svo stórir á voru landi, að undir- skattanefndir geti ekki, þess vegna, farið nærri um eignir og tekjur fiestra hreppsbúa, eða alira. Eigi er heldur atvinnu- rekstur sveitamanna svo fjöl- breyttux-, eða margþættur, að fyrir þær sakir geti þeir skotið undan, svo nokkuru nemi, án vitundar skattanefndar og vilja. Segja má líkt um sýslu hverja, eða umdæmi hverrar yfirskatta- nefndar. Mjög er það ólíklegt, að í nokkurri yfirskattanefnd sitji þeir sauðii’, að eigi vissi þeir geria, ef sá væri almennur sið- ur í umdæmi þeirra, að svíkja skatt. Fyrir því er það sýnt, að sé það rétt, sem Gunnar Viðar stað- hæfii’, að almenn skattsvik eigi sér stað til sveita, þá hlýtur það að vei’a bæði undir- og yfir- skattanefndum fullkomlega Ijóst. Þær hljóta, að hilma yfir með svikunum. — Skattanefndarstörf eru opinber trúnaðarstörf. Stað- hæfing um almenn svik skatt- þegna, óleiðrétt og óhegnd af skattanefndum, er því hvort- tveggja í senn: ásökun á hendur skattþegnum sjálfum, og jafn- framt ásökun á skattanefndar- menn, um að þeir séu svikarar í trúnaðarstarfi. — Engar eru það smásakir, ef sannar væri. Hagfræðingurinn segist vera fús að rökræða staðhæfingu sína um skattsvikin. það er allrar virð- ingar vert. En eg tel það vera langt fyrir neðan virðingu vora, sveitamanna, að rökræða það, *) Auðk. hér. fyrstu umræðu. Þessir sjö vildu ekki auka aðhaldið að drukkn- um embættismönnum eða for- ráðamönnum skipa og báta á sjó: 1. Jón Þorl., 2. Jóhannes Seyð- firðingaþingmaður, 3. JÓhann úr Eyjum, 4. I. H. B., 5. Halldór Steinsson læknir í ólafsvík, 6. Einar á Geldingalæk og 7. Jónas Kristjánsson læknir á Sauðár- króki. J. Kr. drap þannig með atkvæði sínu við fyrstu umræðu, fyrsta málið um áfengisvarnir, sem hann greiddi atkv. um. Stormur hafði skilið manninn betur en templarar. Þar sem J. Kr. drekkur ekki sjálfur, má telja fullvíst að hann hefir gert þetta óhappaverk móti betri vitund. En íhaldsflokkurinn hefir kúgað hann svo hroðalega, sem raun bar vitni um. En með þessari at- kvæðagreiðslu var endanlega skorið úr um viðhorf íhalds- flokksins til áfengisvamanna í landinu. Héðan af vita menn að loforð íhaldsins í því máli eru vísvitandi blekkingar ætlaðar til að ginna fáfróða. Tr. Þ. ber -enn fram frv. um að gefa Búnaðarfélaginu einka- sölu á tilbúnum áburði og að landið greiði kostnað við flutn- ing á aðalhafnir. Er framgang- ur þess meginskilyrði fyrir mik- illi nýrækt í landinu. Magnús dó- cent og Árni í Múla tóku með skætingi 'þessu stórmáli. 1 fyrra drápu íhaldsmenn í Ed. frv., en sú deild er ef til vill betur skip- uð vegna þess máls en þá. Samskólinn er í þann veginn að komast úr nefnd. Tilætlunin að byggja skólahús mikið við Tjörnina. Aðalbyggingin er nokkrum metrum styttri en Landsspítalinn, en hæðin svipuð. Þar að auki á að byggja hjá vélaverkstæði og áhaldastofur og er sú bygging eftir teikningu að dæma á stærð við steinhúsið nýja á Kleppi, sem kostar um i/2 miljón. 1 þessum húsum á að vera gagnfræðaskóli fyrir bæinn, iðnskóli, kaupmannaskóli og vél- stjóraskóli. Aðeins einn af þess- um skólum er nú landsskóli. Ætl- ast er til að föst embætti verði stofnuð við skóla þennan eftir því sem bekkjum fjölgar, og kemur meginhluti launanna beint úr landsjóði. Búist er við að íhalds- menn geri þetta að flokksmáli eins og að reisa heimavistarhús við mentaskólann fyyrir 150 þús. kr. sem allir íhaldsmenn í Nd. samþyktu. Jón Guðnason og Bemharð spurðu íhaldsmenn í mentamálanefnd Nd. hvort sömu fríðindi um stofnkostnað og rekstur frá hálfu landsjóðs, gætu hlotnast Hvítárbakkaskóla, Núpi* og Laugum, en því var neitað. Er þá auðséð, að tilgangurinn er sá að verja mörg hundruð þúsundum úr landssjóði í hús fyrir unglingaskóla í Reykjavík, og tugum þúsunda í föst kenn- aralaun, en halda unglingaskólan- um út um landið við á óvissum og lágum styrk. Titansmálið var nýl. til annarar umræðu í Nd. Með því hafa tal- að Kl. J., M. Guðm. og M. Torfa- son, en móti Þórarinn og Jakob Möller. Þykir furðu sæta að Þór- arinn var gallharður jámbrautar- maður fyrir nokkrum árum, en hefir nú snúist. Mikill ljóður er á ráði þeirra Titansmanna að þeir vilja enga tryggingu setja, fremur en „Dynjandi“ í fyrra og hefir Magnús Guðmundsson mælt það upp í félaginu. Er það lít- ill greiði við bændur á Suður- landi ef M. G. veit að félagið vill ekki setja tryggingu að tefja framkvæmd málsins með hum- bugsráðgerðum. Tregðan við að setja tryggingu er nú sem stend- ur ský á vonarhimni þeirra er treyst hafa Titan til að bæta úr j árnbrautarþörf inni. 1 fyrra beittist J. Þorl. fyrir að létta skatti af útgerðinni, og nam sú lækkun 4—500 þús. kr. En hann gleymdi þá landbúnað- inum. Nú vildi 1. landkjörinn (J. J.) bæta úr þessu og flutti frv. um að fella skyldi niður út- flutningsgjald af landafurðum. Myndi tap landssjóðs hafa orðið um 100 þús. kr. Sýnist útlitið með sölu landbúnaðarafurða nógu erf- itt, þótt ekki sé þyngt með tolli. Sjö íhaldsmexm gengu móti frv. og feldu það við 1. umræðu: Jón Þorl., Jóh. Jóh., Steinsen, Einar á Geldingalæk, I. H. B., B. Kr. og Jóhann úr Eyjum. Sýnir þetta fremur hug íhaldsins til bænda, heldur en þótt miðstjóm flokks- ins og Fenger dreifi út gjafa- blöðum, til að fá bændur til að styðja andstæðinga sína. Að lokum hefir ÓI. Thórs borið fram lítið og Ijótt frv. Vill hann að bílaskatturinn leggist á bens- ínið, en ekki á hestafl vélanna eins og í öðrum löndum. ól. og nokkrir af frændum hans eiga „luxus“-bíla, með allmiklu véla- afli, en sem varla munu notaðir að staðeldri. ól. vill koma skatt- inum af þessum bílum yfir á þá bíla, sem mest aka, og eyða mestu bensíninu, og eru það þá fyrst og fremst flutningsbílar. Méð frv. þessu hefir íhaldið komist einna lengst í sérgæðings- áttina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.