Tíminn - 16.04.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1927, Blaðsíða 1
©jaíbfeti 09 afgreiðslumaöur iíimans er Xannpei9 %> o r s t e i n s öó t iir, Sambanöstjúsinu, HeyfjaDÍf. 2^fgreibsla limans er í Sambanöstjú9tnu. ®ptn öagíega 9—{2 f. I}. Sími 496. XL Ar IJtan úrheinii. Deilan við Adriahafið. Eitt emkennið við stjórn æfin- týramanna eins og Napóleons þriðja og Mussolini er það, að stöðugt þarf að leita að deilu- efnum við nágrannaþjóðir til að leiða hug þegnanna frá óánægju- efnum heima fyrir, að sannri eða ímyndaðri hættu frá öðrum þjóð- um. Mussolini hefir frá byrjun valdatöku sinnar óspart látið í veðri vaka, að hann ætlaði að endurreisa hið rómverska ríki, og yfirdrotnun þess við Miðjarðar- hafið. Lítið hefir að vísu orðið úr framkvæmdum í þessu efni, enda ekki hægt um vik, því að víðast sitja sterkir og vel vopnaðir ná- 'búar fyrir og hindra rómverska landvinninga. Italir hafa þá kosið að leita á garðinn þar sem hann er Jægst- ur. Austan við Adriahaf er Al- banía, lítið ríki, en að nafninu til sjálfstætt. Þjóðin er herská og mentunarlítil, og sambúð höfðingj anna líkt og gerðist hér á landi á 18. öld. ítalir hafa nú náð ’tangarhaldi á Albaníumönnum með samningum er tryggja þeim æðsta vald yfir landinu. En þá kviknaði um leið uggur í nábúa- þjóð Albana í norðurátt, Serbum eða Suðurslövum. Þótti þeim ískyggilegt atferli ítala og þótt- ust vita, að Mussolini væri lík- legur til að hafa fastan her í Albaníu og gæti þá orðið skamt að bíða styrjaldar frá hans hálfu. Voru og gamlar væringar milli landanna frá því ítalir vildu loka Serba úti frá að ná til hafs við Adriahaf, þó að það tækist ekki að beita Serba þar ofbeldi, sök- um milligöngu Wilsons forseta. Hafa nú um stund staðið illvígar deilur í blöðum Itala og Serba og gruna báðir aðilar nábúana um hræsni og styrjaldarhug. Auk þess kenna ítölsk iblöð Frökkum um að þeir æsi Serba upp, því að mikil vinátta er með þeim þjóðum. En Frakkar afsaka sig og segjast eingöngu vinna að því að halda friði og sátt meðal allra þjóða. Hefir oft orðið ó- friður úr minna tilefni, en þó vonast menn eftir að svo verði ekki, m. a. af því að Mussolini þykist ekki viðbúinn til að vinna sigur, sem um munaði. Hinsveg- ar lifir 1 ófriðarglóðunum og erf- itt að sjá hve langt er að bíða friðslita. J. J. ----o---- Skattafrumvarpi týnt! I. Þau tíðindi eru orðin á Al- þingi, um f j ármálast j órnina, sem nálega munu vera óþekt áð- ur í heiminum. SMk tíðindi hafa a. m. k. aldrei fyr gerst í stjórn- málasögu Islands. Það á vitanlega að vera algild regla á Islandi, og er algild regla um allan hinn mentaða heim, að þá er f j ármálaráð- herra semur fjárlagafrumvarp og leggur það fyrir þingið, þá er tekjuáætlunin reist á þeirri skattalöggjöf sem gildir fyrir það fjárhagstímabil sem fjár- lagafrumvai-pið nær yfir. En nú er það kunnugt orðið að tekjuáætlun f járlagafrum- varpsins hvílir ekki á grundvelli þeirrar skattalöggjafar sem gild- ir fyrir næsta ár, og fjármála- ráðherrann hefir orðið að játa þetta opinberlega í Neðri deild, og tveim mánuðum eftir að þing er komið saman ber ráðheiTann fram frumvarp um að bæta úr þessari kóivillu. Heimildin fyrir landsstjórnina að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka, gildir ekki lengur en til ársloka 1927. Það var sjálfur fjármálaráðherr- ann, sem bar þá tillögu fram á sínum tíma að heimildinni yrðu sett þessi takmörk. Fjármálaráðherranum bar því skylda að hafa tekjuáætlunina í samræmi við þessa gildandi lög- gjöf — en hann gerði hið gagn- stæða. Tekjuáætlunin er á þeim grundvelli reist, að gengisviðauk- inn á ýmsa tolla og gjöld sé í gildf fyrir árið 1928, og ráðherr- ann nefndi það ekki einu orði, hvorki í athugasemdum frum- varpsins, né í ræðu sinni er hann lagði frumvarpið fram, að í því er vikið frá algildri reglu að reisa tekjuáætlunina á gildandi löggjöf fjárhagstímabilsins. Er nú tvent tii um hvað valdi því að þetta mikla hneyksli hefir borið að höndum. Annaðhvort hefir ráðherrann vitandi vits borið fram alranga tekjuáætlun fyrir þingið, og á alveg óverjandi hátt ætlað að fá þingið til að ganga að háskalega hárri tekjuáætlun — með öllum þeim afleiðingum sem slíku eru samfara. Eða ráðherrann hefir blátt á- fram verið búinn að gleyma því hvernig skattalöggjöfin er í landi því sem hefir gert hann að fjár- málaráðherra. Eins og jafnan, vill Tíminn sýna fjármálaráðherranum svo mikla sanngirni og hlífð, sem mögulegt er að verja að sýna hættulegum manni í ábyrgðar- mikilli stöðu. Því er það vitan- lega tekið trúanlegt, að ráðherr- ann hafi ekki vísvitandi borið fram alranga tekjuáætlun og ekki vísvitandi látið hjá líða að tjá þinginu að tekjuáætlunin væri ekki reist á skattalaga- grundvelli þeim sem er í gildi á f j árhagstímabilinu. En jafnframt því sem það er viðurkent, er þá hitt orðið end- anlega og óhrekjanlega staðfest að fjármálaráðherrann hefir týnt þessu margnefnda skattafrum- varpi, hann hefir týnt niður því tímatakmarki, sem sett var um gengisviðaukann samkvæmt til- lögu sjálfs ráðherrans. Þessi afglöp ráðherrans eru allra átakanlegust fyrir þá sök, að bæði ráðherrann sjálfur, og þá ekki síður fylgismenn hans, hafa haldið því fram, að einn helsti kostur ráðherrans væri sá, að hann væri svo góður að reikna, og svo „pössunarsamur“ með tölur. Og svo verður honum þessi reginskyssa á aó týna heilu skattafrumvarpi. Væri fróð- legt að vita hvort nokkru sinni hefir komið fyrir áður, í nokk- uru landi, að fjánnálaráðherran- um yrði slíkt á. Einsdæmin eru verst. II. Sú hlið þessa máls, sem nú hefir einkum verið dvalið við, Reykjavík, 16. apríl 1927. 16. blað. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.X.S. s!k;ift±r ©ixxg'öxxg-CL 'srið oTc-Tr-i i -r Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. hefir meðfram sína hlægilegu hlið. En sannarlega má ekki gleyma hinni miklu alvöru í þessu máli, að fj ármálaráðherr- ann skuli taka á fjármálunum þessum líka vetlingatökum. Samkvæmt tekjuáætlun fjár- lagafrumvarpsins, sem bygt er á að gengisviðaukinn sé í gildi, mundi hann efri gildi væii nema a. m. k. 600 þús. kr. Nú hét svo að ráðherrann bærj frumvarpið fram með rúmlega 100 þús. kr. tekjuafgangi. En eftir að fjárveitinganefnd hefir lælckað tekjuáætlunina um 50 þús. kr. — og það er eitt eins- dæmið um að fjárveitinganefnd skuli þurfa að gjöra það — og hækkað lögákveðna liði gjalda- áætlunarinnar um meir en 100 þús. kr., vegna rangrar áætlunar, er það ljóst að raunverulega hefir stjórnin að þessu leyti, borið f járlagafrumvarpið fram með tekjuhalla. En svo bætist þetta ofaná að tekjuáætlunin er a. m. k. 600 þúsund krónurn ofhá, samkvæmt gildandi skattalöggjöf fjárhags- tímabilsins. Af þessu leyti bæt- ist því enn við 600 þús. króna tekuhalli á fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar. Jafnvel þó að afburða vel léti í ári, væri það algjörlega og undantekningarlaust óverjandi af landsstjórn að bera fram fjár- lagafrumvarp með svo gífurleg- um tekjuhalla. Því að það má aldrei eiga sér stað að lands- stjórn leggi fyrir Alþingi fjár- lagafrumvarp með tekjuhalla. Á slíkum alveg sérstökum erf- iðleikatímum sem þessum er það blátt áfram pólitisk dauðasök að bera fram slíkt fjárlagafrv. En það er í góðu samræmi við. aðra „viðreisn fjárhagsins" af hálfu núverandi fjármálaráð- herra. ----0----- Fleiri heimili. (13). Á Islandi hefir býlum fækkað um 1400 frá því um 1700 og að síðasta jarðamati. Eyðing sveitanna' hefir haldið áfram, jafnvel þótt miðað sé við ekki glæsilegra ártal en á miðju ein- okunartímabilinu. I Danm. hef- ir straumurinn gengið í gagn- stæða átt. Þar hefir átt sér stað stórkostlegt landnám síðan um 1850. Á árunum 1850—1885 fjölgaði dönskum sveitaheimilum um 60 þús. eða um 1700 býli ár- lega, en frá 1885—1905 var aukn- ingin um 32 þús. eða um 1600 á ári. Laks fjölgaði heimilum frá 1905—1919 um 30 þús., þ. e. 2000 árlega. Meirihluti þessara nýibýla er fyrir einyrkja, sem lifa eingöngu af framleiðslu jarðarinnar, en nota lítið eða ekki aðkeypta vinnu. Ríkissjóð- ur og sveitafélögin hafa lagt stórfé í landnám þetta. Albingí. Neðri deild hefir afgreitt fjárlögin. Af breytingartillögum voru þessar helstar samþyktar: Frá fjárveitinganefnd: Lækk- un greiðslna til starfsmanna á Kleppi, Laugarnesi og Víf- ilsstöðum, ca. 5700 kr. Loka- styrkur til heilsuhælisins á Norð- urlandi alt að 56 þús. kr. gegn jafnmiklu framlagi annarsstaðar að. Styrkur til leiðarljósa, 15 þús. kr. fyrir 10 þús. Hækkun styrks til Hvanneyrarskólans (til að byggja fjós og hlöðu) 9000 kr. Til raflýsingar skólahússins á Blönduósi 6000 kr. Til húsmæðra- deildar við alþýðuskóla Þingey- inga, 2/5 kostnaðar, alt að 11 þús. kr. Til Fiskifélagsins 70 þús. kr. í stað 65 þús. Til brim- brjóts 1 Bolungarvík alt að 20 þús. kr. gegn jafnmiklu - fram- lagi annarsstaðar frá. Til Kven- félags Hvammshrepps 600 kr. fyrir 450 kr. Feld niður útgjöld til reksturs silfurbergsnámunnar í Helgustaðafjalli. Hefir gengið mjög erfiðlega að fá það sam- þykt. Til að gjöra Lagarfoss lax- gengan, V3 kostnaðar, alt að 3000 kr. Til Einars Benedikts- sonar 4000 kr. Frá Pétri Þórðar- syni: Viðlagasjóðslán til að end- urreisa rafstöð í Borgarnesi 19,500 la*. Frá Sveini Ólafssyni: Til Sigrúnar Blöndal til hús- mæðrafræðslu í Mjóanesi 1500 kr. Frá Jakob Möller: Til Frið- finns Guðjónssonar leikara, til utanfarar 2500 kr. Till. frá Jör- undi Brynjólfssyni um að greiða sr. Kjartani Helgasyni í Hruna full prestslaun þótt hann taki við forstöðu Suðurlandsskólans, var tekin aftur með því að lög voru til um þetta frá í fyrra og fjár- veitinganefnd taldi eigi þörf á að taka greiðsluna upp í fjárlög. Frá fjárveitinganefnd: Rekstrar- kostnaður handa heilsuhælinu í Kristnesi 4000 kr. og 15 þús. kr. viðauki til sjúkraskýla og lækn- isbústaða. Frá Jóni Guðnasyni: 15 þús. kr. til Vesturlandsvegar frá Dalsmynni að Fellsenda. 25 þús. kr. tillag var felt við 2. umr. Frá sjávarútvegsnefnd: 60 þús. kr. til að reisa 3 radio- vita. Frá Jóni Ólafssyni: Til félagsins Landnám í Rvík 3000 kr. Frá atvinnumálaráðherra: Heimild til að greiða Eimskipa- félaginu alt að 85 þús. kr. styrk (fyrir 60 þús. áður). Að kaupa hús sýslumannsins á Sauðárkróki fyrir 27 þús. kr. Frá Benedikt Sveinssyni: Heimild til að kaupa Ásbyrgi. Feld var m. a. till. frá þm. Rvíkur um 60 þús. kr. til sundlaugar í Rvík og viðlaga- sjóðslán til tunnuverksmiðju á Siglufirði, 70 þús. kr. (frá B. St., B. L. og J. M.). Tillögunni um uppbót til starfs- manna ríkisins hefir verið vísað til fjárhagsnefndar. I efri deild hafa komið fram brtill. við sérleyfisfrv. Titans. Jónas Jónsson bar fram till. um, að félagið skyldi setja eignir sínar hér á landi (vatnsréttind- in o. fl.) að veði fyrir að það standi við samninga, sérleyfið megi ekki láta af hendi nema með samþykki Alþingis og að rílcissjóður greiði eigi tillag sitt fyr en járnbraut hefir verið lögð austur yfir Lágaskarð. Enn- fremur, að ríkið beri enga á- byrgð á skuldbindingum leyfis- hafa. Jón Baldvinsson bar fram till. um, að Titan rnegi ekki flytja inn erlenda verkamenn nema með samþykki Alþýðusambands Is- lands. Sjálft frv. var til 2. umræðu í efri deild síðastl. þriðjudag. Jón Baldvinsson mælti ákveðnast gegn því. Þóttist sjá þess merki, að trú manna á fyrirtækið færi þverrandi. Rangt væri að blanda saman járnbrautarlagningunni og iðnrekstrinum og vilti það mönn- um sýn. Taldi, að sérleyfisfrv. hefðu átt áð vera tvö, annað um virkjunina, hitt um jámbraut. Félagið notaði jámbrautina sem agn, og hefði atvinnumálaráð- herra gjört því greiða með að benda því á hana. Jónas Jónsson sagði, að það væri hagur fyrir félagið, að geta bent á, að ísl. ríkið legði fé í fyrirtækið. Það yki trú á því er- lendis og gerði fjársöfnun greið- ari. Hinsvegar gæti verið ilt fyr- ir ríkið ef fyi’irtækið brygðist vonum. Ýmsilegt mælti með því að fá erl. fossafélag til að byggja braut og bæta úr samgönguþörf- inni, en trygging yrði að vera fyrir því, að því væri alvara og sá væri tilgangur með breyting- artill. sínum. Mótstöðu gegn þeim yrði að skilja, sem ótta við það, að félagið hefðist ekkert að. Ráðherramir vörðu frv. At- vinnumálaráðh. taldi að alþýðu- samb. íslands mundi ekki nógu óhlutdrægur aðili til að úrskurða um innflutning veikamanna. For- sætisráðh. sagði að félagið ætti mikið á hættu um hvernig fjár- söfnun tækist, því sjálft hefði það ekki fé til fyrirtækisins. Væri eigi rétt af ísl. ríkinu að féfletta það, ef það gæti eigi staðið við samning, því bæri að fella br.till. J. J. Bjöm Kristjánsson ibar sam- an bíla og járnbrautir og nefndi dæmi frá Noregi því til sönnunar að járnbraut væri ekki gróða- fyrirtæki, og taldi hann að alt kapp ætti að leggja á að byggja bílveg austur en eigi hirða um járnbraut. Þá talaði Ingibjörg H. Bjama- son móti jámbrautum og snerist öndverð gegn frumvarpinu. I sama streng tók Guðm. ólafsson en Magnús Kristjánsson ágætti járnbrautina. Frv. vár vísað til 3. umræðu. Samþykt var br.till. frá Guðm. Ólafssyni um að ríkið leggi eigi fé fram fyr en brautin er kom- in að Ölfusá og ekki að fullu fyr en hún er komin austur að Þjórsá. Br.till. J. J. voru feldar nema ein (um að ríkið beri enga á- byrgð á fyrirtækinu), sem tekin var aftur til 3. umræðu. Till. J. Bald. var einnig feld. ----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.