Tíminn - 22.04.1927, Qupperneq 1

Tíminn - 22.04.1927, Qupperneq 1
©faíbíeti 09 afgreiðsluma&ur € í m a n s er Hannoeig þ o r s t e i n s öó 11 ir, Samfcanðsfjúsinu, XeyfjaDÍf. ^fgteibsía Cfmans er í Sambanösfjúsinu. ®pin öagíega 9—\2 f. fj. Sfmi ^96. XI. ár ri'.".. -■uityrificT.— v Iíeykjavík, 22. apríl 1927. 17. blað. Nefndarálit Jónasar Jónssonar um amerísku lántökuna. Stjórnin hefir beðið fjárhagsnefnd Nd. að flytja þelta mál fyrir sig. 1 fyrstu var það brtt. við lög Landsbankans frá 18. sept. 1885, og var breytingin í því fólgin, að landsstjórnin mætti alveg ótakmarkað ganga í ábyrgð fyrir lántök- ur. Á fundi í fjárhagsnefnd Ed., þar sem fjármáiaráðberra talaði fyiir frv., var honum af tveim nefndarmönnum bent á, að þessi ótakmarkaða ábyrgðarheimild væri tvímælaiaust stjórnarskrárbrot. Með því ætti þingið að afsala fjármálavald- inu, sem því er trúað fyrir vegna borgara landsins, i bendur iandsstjórnarinnar. Sljórnin mun bafa sjeð missmíði á þessu ráði sínu og fjell um stund frá kröf- unni um ótakmarkaða heimild, í samráði við fjárhagsnefnd Nd. Þó stóð það ekki lengi, og kom íjármálaráðherra þá enn með breytingartill. Var þá hætt við að breyta landsbankalögunum, en í stað þess beðið umheimild fyrir landssljórn- ina að ábyrgjast lán, sem taka skyldi í tilteknum banka í New-York. Lánsupp- hæðin er enn ekki nefnd, en fjármálaráðherra kvað bafa skriflega skuldbundið sig til að fara ekki í lántöku þessari yfir einhverja tiltekna upphæð. En bvernig sem að hefir verið farið, hefir stjórnin ekki fengist til að nefna í þinginu upp- hæð lánsins. Ilafa menn því ekki annað að halda sjer við en það, að einn þm. í Nd. befir í þingræðu haldið því fram, aö lánsupphæðin myndi vera 9 miljónir kr., vextir 5Va% og framlengingargjald 1/i°/o. Með þeim kostnaði, er leiðir af að breyta dollurum í enska mynt og enskri mynt í dollara, sem gera þarf, yrði lánið um 6°/«, en ekki nema lil eins árs í einu. Stjórnin hefir elcki opinberlega mótmælt þessari skýrslu 4. þm. Reykv., og má því telja sannað með þögn fjár- málaráðherra, að ekki sje hallað máli, stjórninni í óhag. Verður því þar til ann- að sannast að gera ráð fyrir, að landsstjórnin sje bjer að undirbúa stórfelda lán- töku, hið næststærsta lán, sem þjóðin hefir tekið. Meðferö þvílíks stórmáls hefir verið með öllu óviðunandi. Stjórnin leitar gestrisni þingnefndar til að bera það fraro, þó að einn nefndarmanna (H. Stef., 1. þm. N.-M.) væri þvi mótfaliinn. í Nd. var málið knúið áfram með afbrigðum frá þingsköpum, og myndi hafa farið með ótrúlegum hraða og athugunarlítið gegnum þingið, ef Ed. hefði ekki tekið í taumana og veitt máíinu þinglega meö- ferð. Fjárhagsnefnd hefir nú tekið það til meðferðar og fengið alla bankastjóra við báða bankana til viðtals, og auk þess báða ráðherrana, til að fá sem greini- legasta skýrslu um ástandið. Af rannsólcn þessari er auðið að fá nokkurn veginn ljósa hugmynd um málið. Stjórnin befir lagt mikinn hug á að fá þetta lán. Landsbankinn hefir að svo stöddu ekki þörf fyrir erlendan gjaldeyri, meiri en hann hefir ráö á. íslands- banki er orðinn aðkreptur sökum afleiðinga gengishækkunarinnar og hefir beöið landsstjórnina um nokkra fyrirgreiðslu, líklega ábyrgð fyrir alt að 2 miljónum kr. Stjórnin gat leitað til þingsins um þessa ábyrgö, en það hefir hún ekki gert, heldur hlynt að því, að Landsbankinn tæki lán, og þá boðist til að ábyrgjast, en jafnframt haldið því að Landsbankanum að lána a. m. k. eina miljón kr. þegar í stað til íslandsbanka til að Ijetta þörf hans erlendis. Óvist er, hvort þetta hálfa úrræði er nóg fyrir íslandsbanka. Eun síður víst, hvort það er afsakanlegt, að landsstjórnin noti vald silt yfir Landsbankanum til að reyna að hafa áhrif á lánveitingar bankans. Landsstjórnin hafði í fyrstu ætlað að framkvæma þessa lánlöku bak viö þingið, og má það teljast uudarleg tiltekt. Ef nokkur hundruð kr. fjárveiting í fjárlögum þarf vegna öryggis að ganga gegnum sex umræður í þinginu, mundi mega telja sennilegt, að stjórnin leyfði sjer ekki að ráðstafa 9 miijónum að Al- þingi fornspurðu. Lánveitendurnir virðast bjer hafa borið vit fyrir stjórninni. Þeir virðast hafa vitað, að stjórnin ætlaði að gera það, sem hana brast heimild til. Þeirheimta ábyrgð frá hinum rjetta aðilja, og það er Alþingi. Það er þess vegna að þakka varfærni hinna erlendu peningamanna, að lánið var ekki tekið á ábyrgð landsins, að þjóð og þingi fornspurðu. í ræðum, sem núverandi fjármálaráðherra flutti á Austurlandi vorið 1924, og sem flokksblað hans skýrði frá, hjelt hann því fram sem stefnu sinni, að landið ætti að vera skuldlaust 1943, á þeim tímamótum, þegar þjóðin á að skera úr, hvort hún vill vera algerlega frjáls og óháð þjóð. Stjórnin hefir talið það hlutverk sitt að »reisa við« fjárhag landsins. Því miður sýnast verkin vera í ósamræmi við hin fögru orð. Þjóðin sýnist vera aö sökkva í botnlausa skuldahít gagnvart útlöndum, með atvinnuvegina lamaða af hækkun krónunnar og stöðugan tekjuhalla á mikl- um hluta framleiðslunnar bæði til Iands og sjávar. Bankarnir reyna að halda uppi hinu sjúka atvinnulífi, en skuldirnar vaxa ár frá ári, og töpin eru nú þegar orðin meiri en dæmi eru til áður í sögu landsins. Til að halda skútunni fljótandi eru tekin ný og Dý lán, flest á ábyrgð landsmanna allra, en þau hverfa jafnskjólt í tekju- halla framleiðslunnar. Húsaleigan í Reykjavík og gengishækkun stjórnarinnar eru. aðalorsakir þessarar hörmulegu afkomu landsmanna. En hve lengi á að taka lán á lán ofan erlendis? Og hvenær verður þjóðin búin að borga þessi lán? Og hvað verður um frelsi og fullveldi þeirrar þjóðar, sem erlendir lánardrotnar geta hnept I varanlega fjárhagsfjötra? Raunasaga f^lenskra fjármála byrjar með því, að á stríðstfmanum og fyrst eftir stríðið var erlendur maður, búinn litlum fjármálahæfileikum, bankastjóri við íslandsbanka. Haun fjekk gefna út seðla eftir vild sinni og skapaði í einu ótrú- lega mikla dýrtíð, verðhækkun og fjárbrask í landinu, en þessi sjúkdómpr fjár- málalifsins leiddi aftur af sjer hrun krónunnar og afarmikla kreppu í atvinnu- lífinu frá 1920-24. Þegar kreppan byrjaði 1920, var íslandsbanki samkvæmt lögum og samn- ingum skyldur til að annast greiðslur allar (»yfirfæra«) fyrir landið út á við, enda var hann seðlabanki landsins. Vorið 1920 hælti hann að geta staðið við þessa skyldu sina. Landsbankinn varð þá alt í einu að taka á sig skyldur þjóðbanka, og var þó á engan hált undir það búinn. En nú byrjaði hin mikia lántökuöld, og hefir staðið síðan. Hefir hvert stórlánið rekið annað. Má segja, að íslandsbanka hafi verið hjálpað til að lifa, en Landsbankanum til að halda atvinnulífinu við. Skal nú litið yfir lántökur og skuldir bankanna út á við. 1. Árið 1921 tekur Magnús Guðmundsson hið nafntogaða enska lán. Samkvæmt skýrslu um efnahag bankanna frá 30. sept. siðastl. skuldaði íslandsbanki þá af enska láninu nálega 6 miljónir króna, en Landsbankinn tæpar 2 miljónir. 2. Hjer um bil frá sama tíma stafar lán íslandsbanka við póstsjóðinn danska, sem Sig. Eggerz samdi um í fyrra og mun vera fram undir 5 miljónir danskra kr. Það var fje, sem borgað var inn í bankann hjer, en hann gat ekki greitt erlendis, af því að það sat þá fast í atvinnufyrirtækjum landsins. 3. Enska lánið mun að þvi leyti sem það fór í íslandsbanka aðeins hafa gengið upp í gamlar skuldir utanlands. Vegna veltufjáiþarfar í atvinnuvegina fær Magnús Guðmundsson sjerstaka heimild i fjáraukalögum 1921 (11. gr.) til að ábyrgjast eftir vild rekstrarlán handa Landsbankanum. Aðferð þings og stjórnar var í þessu efni mjög ámælisverð. Ótakmörkuð ábyrgðarheimild og gefin í fjáraukalögum. En út á þessa ábyrgð fjekk Landsbankinn lán f tveim bönk- um f Englandi, sem nam rúmlega 4 miljónum kr. Þetta hefir verið notað sem reikningslán fyrir viðskifti landsins alls, borgað upp öðruhverju og í góð- æri jafnvel innieign. 4. Á þingi 1923 bera Jakob Möller og Bjarni frá Vogi fram frv. um gjaldeyris- lántöku, vegna lausaskulda íslandsbanka, annara en skulda við póstsjóð Dana. Mátti lánið vera alt að 4 milj. kr. og ekki afturkræft á minna en 5 — 10 árum. Fjárhagsnefnd Nd. svæfði málið, en flutti dagskrá, er var sam- þykt, þess efnis, að stjórnin ætti í fórum sínum lántökuheimild frá 1921, sem ekki þótti hafa verið fulltæmd með enska láninu (10 milj.), og mætti nota hana, ef á lægi. Magnús Guðmundsson var frsm. nefndarinnar og áleit, að láu yröi að taka, ef á lægi, til að stöðva miklar sveiflur á genginu. Þegar kreppan ágerðist og öngþveiti atvinnuveganna var sem mest, tók Landsbank- inn fast lán til 20 ára í Englandi, með ábyrgð rfkissjóðs. Þáverandi fjár- málaráðherra Kl. Jónsson fetar þar í spor fyrirrennara síns Magnúsar Guð- mundsonar og ábyrgist lán það, er Landsbankinn færir í reikningi sínum í haust sem tæpar 4 miljónir króna. Þetta var fast lán og gekk þegar í stað í að halda atvinnuvegunum fljótandi. Síðan vorið 1920 hafði íslandsbanki meir og meir þrengt starfssvið sitt, ekki síst með skifti út á viö, og varð því Landsbankinn að taka á sitt bak þunga þeirra viðskifla. Þingið hafði veilt stjórninni heimild til lántöku, en hún tók ekki lán sjálf, heldur ábyrgðist fyrir Landsbankann, með skírskotun til banka- laganna frá 18. sept. 1885, þ. e. að landið ætli bankann og mætti þess vegna ganga f ábyrgð fyrir hann. Síðar hefir komið i Ijós, að erlendir fjár- málamenn telja ekki þessa skýringu rjetta. En 1924 hafði stjórnin bak við sig hina óformlegu lántökuskýringu Magnúsar Guðmundssonar frá 1923. En engu að síður verður að telja, að gengiö hafi verið á sjálfsagðan rjett Al- þingis, er það var ekki beðið um samþykki til ábyrgðar fyrir breska láninu. 5. Langsamlega mestur hluti þeirra lána, sem nú hafa verið talin, höfðu gengið til að standa straum af útgerð togara og vjelbáta. Mjög lítið af því fje, sem festist fyrir bönkunum á þessum umræddu árum, gekk til landbúnaðar eða f fasteignalán. En vorið 1926 tók fjármálaráðherra 3 miljóna kr. rfkislán er- lendis handa veðdeildinni. Á nokkrum mánuðum var sú upphæð öll horfin á þann hátt, að um 95% fór f kaupstaðarhús, en 5% í lán út á fasteignir í sveit. 6. Allar þessar miklu lántökur nægðu þó ekki handa þeim fjármálaráðherra, sem hafði talið það takmark sitt að vinna að því, að landið yrði skuldlaust við önnur lönd á frelsisdegi sínum 1943. Nú um áramótin virðist ráðherra hafa áformað að taka enn nýtt lán til að mæta tekjuhalla atvinnuveganna. Það er þetta lán, þar sem stjórnin vill ekki nefna upphæðina, en hefir með þögninni viðurkent 9 miljónir. Þetta lán ætlaði stjórnin að taka að Alþingi fornspurðu nú í vetur. Og af þessu láni hefir hún, að því er virðist mega á- lykta af umræðum i Nd., nú þegar gert sitt til að ráðstafa 1 miljón upp 1 gamlar skuldir íslandsbanka erlendis. Þar sem nú Landsbankanum er ætlað að hafa þetta lán til umráða fyrir stjórnina (þvi að Landsbankinn þyrfti ekki með nýrrar lántöku, ef íslandsbanki gæti annast gjaldeyrisversl- unina út á við af þeirn hluta viðskiftanna, sem fara um hans hendur) og um leið að endurkaupa útgerðarvfxla íslandsbanka, þá er hjer með opnuð leið til að koma skuldum lslandsbanka yfir á bak allra landsmanna. Síðastliðið ár hefir að einu leyti verið mjög erfitt íslandsbanka. Inni- eignir hans hafa minkað um 6 miljónir króna, en eftirstandandi innieignir munu nema um 4 miljónum kr. Forráðamenn bankans munu að vísu telja víst, að úttekt á innieignum sje stöðvuð, en et kreppan heldur áfram, þá mega allar lánsstofnanir búast við, að sparifjeð verði tekið út, einkum hjer, þar sem hin stöðuga uppspretta fjárkreppunnar er viðvarandi, þar sem fram- leiðslan virðist kosta meira en nemur andvirði hennar á erlendum markaði. Hjer er þess vegua ástæða til að óttast, að atvinnulífið, og þá fyrst og fremst hin dýrari framleiðslutæki, sem lif kauptúnanna byggist á, muni halda áfram að soga í sig veltufje bankanna, bæði innlánsfje sparisjóðs og hin sfvaxandi erlendu lán. 7. Auk þessara lána virðist af reikningi íslandsbanka svo sem hann muni enn skulda um 5 miljónir króna erlendis, og það þá að likindum við banka þá í Danmörku og Englandi, er hann hefir haft skifti við. Sennilega ætlar fjár- málaráðherra með þeim hluta ameríska lánsins, er hann nú þegar vill út- hluta íslandsbanka, að gera honum auðvelt að borga eitthvað í þessum skuidum, til aö gæta sem best lánstrausts sins þar. En sje þetta rjett tilgáta, þá færir landsstjórnin þegar i stað nokkuð af erlendri skuld hlutabankans, sem nú er á ábyrgð hluthafanna, yfir á herðar allra landsmanna. 8. Ekki eru enn fulltaldar þær ábyrgðir fyrir erlendum skuldum, sem lands- stjóinin vill unna borgurum landsins. Alveg nýlega hefir þingnefnd i Nd. borið fram frv. fyrir ráðuneytið, þar sem landsstjórnin má taka 4% miljón króna að láni erlendis, til fasteignalána. Má telja sennilegt, að sú lántaka verði lfka samþykt, þó að gengismálinu sje ekki enn ráðið til Iyktn. Samkvæmt þessu eru góðar horfur á, að lánsstofnanir Iandsins muni innan skamms skulda yfir 40 miljónir króna erlendis, þannig að langsamlega mestur hluti skulda þessara verði á ábyrgð ríkissjóðs. Fyrir utan þessar miklu viður- kendu skuldir eru því miður sennilega ýmsar minni skuldbindingar, sem geta orðið til þyngsla siðar. Þannig er talið, að íslandsbanki sje i ábyrgð fyrir upp- skipunartæki við Reykjai vikurhöfu, sem kostar nokkur hundruð þúsund krónur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.