Tíminn - 22.04.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1927, Blaðsíða 2
70 T í M I N N Nú mun landsstjórnin segja, að lán það, sem nú á að taka, muni ekki verða eyðslueyrir. Það sje reikningslán, sem borgað verður upp árlega. En svo hefir átt að vera með nokkuð mikið af hinum lánunum, t. d. póstsjóðslánið og reikningslán, sem nú eru fullnotuð snemma árs. Par að auki hefir landsstjórnin gefið slæmt fordæmi með því. að ráðstafa fyrstu miljóninni upp í gamla skuld Islandsbanka ytra. Munu ekki fleiri eftir fara, þó að í fyrstu sje talað um að fara varlega um meðferð fjárins? þegar engin lánsstofnun hefir gjaldeyri utan- lands, svo að heitið geti, nema Landsbankinn, þá munu fleslir snúa sjer þangað með kröfur sínar og bænir um »yfirfærslur<(, er menn vita um hið nýfengna lán, og munu margir þeir skuldendur í landinu, er telja sig hafa þörf fjár til að grynna á gðmlum skuldum erlendis. Aðalhættan við lántökur eins og þá, sem hjer um ræðir, liggur í því, að fullkomið ósamræmi er milli framleiðslukostnaðar og verðlags á framleiðslunni. Fyrir stríð fjekk dugandi húsasmiöur 35 aura í kaup á kl.stund hjer í Reykjavík. Nú fær sami maður 1,80 kr. Sje tekið tillit til verðfalls krónunnar og verðfalls gullsins síðan 1914, ætti kaup smiðsins nú að vera 60 aurar, ef fylgt væri rjettum verðhlutföllum við vinnuverðlag í striðsbyrjun. Smiðurinn hefir nú þrefalt hærra kaup en hann má hafa í hlutfalli við verð islenskra afurða á heimsmarkaðinum. Petta eina dæmi sýnir, hvar meinsemdin er fólgin. Framleiðslukostnaðurinn í landinu byggist á pappírskrónu-verðlagi striösáranna, en verð afurðanna miðast við framleiðslukostnað í öðrum betur seltum löndum. Meðan svo er ástatt hlýtur að vera tekjuhalli á þjóðarbúskapnum og skuldir að safnast. Og þessi tekjuhalli á atvinnurekstrinum kemur fram siðan 1920 í hinum sivaxandi erlendu lánum. Ef krónan heiði verið stöðvuð litlu eftir að hún byrjaði að hækka 1924, myndi ástandið hafa verið alt annað en það er nú. Gengishækkunin gerði marg- falt tilfinnanlegri þann mun, sem áður var á framleiðslukostnaði og söluverði. Gengishækkunin hefir sorfið svo fast að framleiðendum landsins, að útgerðar- maður í Reykjavík hefir í blaði stjórnarinnar lýst því yfir, að stærsta fiskiveiða- fjelag landsins hafi ekki verið fært um að greiða eignar- eða tekjuskatt fyrir hið góða veiðiár 1925, vegna krónuhækkunarinnar. Anuað fiskiveiðafjelag hjer í bæn- um, sem landið hefir þurft að greiða ábyrgð fyrir, skaðaðist árið 1925 um 80 þús. kr. á gengisráðstöfunum landsstjórnarinnar. Kjör bænda í landinu, sem lentu í skuldum á fyrstu kreppuárunum, eru svo erfið vegna gengishæltkunarinnar, að margir þeiira virðast vera að gefast upp, af því þeir sjá fram á, að hinar litlu afurðir búa þeirra, seldar í stór-krónum, vega lítið móti daglegum þörfum og í vexti og afborganir af lánum, sem guldust þeim i smá-krónum. Gengishækkunar- stefnan á þess vegna höfuðsök á hinu bágborna ástandi atvinnulífsins og þvi, að bankarnir verða fyrir svo óvenjulegum töpum og vanskilum, sem raun ber vitni um. Úrræði stjórnarinnar er að taka lán erlendis, án þess að laga grundvöll- inn, sem fjárhagslíf þjóðarinnar byggist á. Á þann hátt má fljóta um stund. En þegar eilt lánið er uppjelið, kemur þörfin fyrir hið næsta í eyðslu og afborganir. Tveir vegir eru til, og ekki nema tveir, að lækna meinsemd þá, sem hjer hefir verið lýst. Aðra leiðina hafa Þjóðverjar farið. Þeir ljettu gömlu innlendu skuldabyrðinni af þjóðinni með falli marksins. Síðan gerðu þeir nýja mynt, komu skipulagi á atvinnuvegina, tóku stórt erlent lán til að styðja hina nýju mynt og atvinnulífið. Þessi lækning var ekki sársaukalaus fyrir þjóðfjelagið. En hún dugði. Þjóðverjar komu framleiðslukostnaðinum niður í jafnhæð við mark- aðsverðið. Og nú keppa þeir á heimsmarkaðinum, með góðum árangri, við þær þjóðir, sem best voru seltar áður. Hjer kom að vísu ekki til mála að fylgja for- dæmi Þjóðverja, nema í því að reyna ekki að klifa brattann með deflation, heldur stöðva gengið í samræmi við hentugleika atvinnulífsins. Þá leið, sem Þjóðverjar fóru, getur ekki farið nema viljasterk þjóð, sem vön er að hlíta skipulagi. Það munu verða skiftar skoðanir um, hvort íslenska þjóðin hafi nú sem stendur þá eiginleika til að bera, sem þarf til að geta í þessu afni fylgt fordæmi Þjóðverja. Hin leiðin er að horfast í augu við kreppuna. Taka ekki eyðslulán, held- ur venja þjóðina við að eyða ekki meira en hún aflar. Miljónalán geta frestað reikningsskilunum fyrir þjóðinni, en ekki forðað frá þeim. Ef landsstjórnin hefði skilið sinn vitjunartíma, myndi hún hafa unnið að þvi að festa verðgildi krónuunar 1924, í slað þess að hækka. Samhliða hefði hún beitt sjer fyrir að þrýsta niður húsaleigunni í Reykjavík og öðrum þáttum hinnar óeðlilegu veröhækkunar. Ef stjórnin hefði haft þá framsýni, sem með þurfti til að fara þá leið, myndi vafalaust hafa verið auðfengið samþykki Alþingis til að ábyrgjast nokkurt erlent lán, er nolað hefði verið til að koma fótum undir hið endurfædda atvinnulif. Það er sama, frá hvaða sjónarmiði litið er á lán það, er hjer ræðir um, þá verðskuldar það mótmæli. Stjórnin hefir byrjað þessa lántöku án nokk- urrar heimildar frá þinginu, og ætlað að taka það á ábyrgð Iandsmanna, án vit- undar rjettra aðilja. Þegar stjórnin sá, að hún vaið að leita til Alþingis, vildi hún lokka þingið til að afsala sjer rjettindum, sem ekki varð gert nema með því að brjóta stjórnarskrána. Þegar það tókst ekki, af því þingið stóð á verði um rjett sinn, reynir stjórnin að hraða langstærsta þingmálinu með afbrigðum frá þing- sköpum gegnum hina fjárveitandi deild, og leynir jafnframt borgara landsins, hver sje upphæð lánsins. Af skýrslum í málinu kemur það í ljós, að íslandsbanki hefir beðið um 2 miljónir, en í stað þess að hjálpa honum beinlínis ýtir lands- stjórnin þjóðbankanum frain fyrír sig, til þess að taka lán, handa íslandsbanka fyrst og fremst og síðan til að mæta ókominni eyðsluþörf. Að Landsbankinn þurfti ekki þvilíks láns með, sjest best á þvf, að hann á enn nokkurn varaforða af gjaldeyri, sem myndi hafa enst fram á vor, er afurðir þessa árs tóku að selj- ast, ef íslandsbanki hefði ekki fengið þá lijálp, er hann bað um. Svo sem til fullkoinnunar á allri fjármálamenskunni hefir landsstjórnin við uinræður um málið í Nd. lýst því yfir, að hún ætlaði enn, þrátt fyrir alt skuldabaslið og eyðslu- lánin, að vinna að þvf að hækka krónuna um 20°/o. Með því fyrirheili var at- vinnuvegunum lofað þeim viðbótarófarnaði, sem mestur gat orðið af mannavöldum. Þegar þess er ennfremur gætt, að stjórnin ábyrgist hjer lán til eins árs, sem óhætt er að fullyrða, aö auðveldlega getur orðið að föstu láni, þá er hjer »vo af stað farið frá hálfu stjórnarinnar, að hún verðskuldar mótstöðuna eina sarnan. En vera má, að landsstjórninni verði það nokkur huggun, ef einhverjir af þeim þingmönnum, sem sjá þetta, vilja enn bera mykju að hinu rotna trje, í von um, að það kraftaverk geti gerst enn, að slík trje beri blóm og aldin. En í hugum þeirra manna, sem ekki búast við sljku kraftaverki, heldur aö náttúrulögmál tekjuhallaframleiðslu muni enn ná til þessa láns, er aðeins ein von eftir, og hún er sú, að stjórn Landsbankans geri betra úr óhappamáli en stjórnin hefir til unnið. Ef landsbankastjórnin lánar engan eyii af þessu nýja ameríska fje í neitt fyrirtæki, nema það, sem full vissa er fyrir, að getur borgað hvern eyri aftur með vaxtavöxtum fyrir lok þessa árs, þá hefði sú barátla, er orðið hefir um þessa lántöku, orðið til nokkurs gagns. Þá mundi þjóðin vakna til með- vitundar um það, að hún hefir verið á glötunarbarminum fjárhagslega og að ekkert getur bjargað henni, nema að skifta um stefnu, hverfa frá vegum hóf- lausrar eyðslu og botnlausra skulda erlendis og leitast við að finna aftur það jafnvægi, sem um nokkurt skeið hefir horfið úr þjóðarbúskapnum, en það er. að láta tekjur og gjöld standast á. En um leið og þjóðin snýr við, ef þess er auðið, fer vel á, að hún athugi heilindi þeirra leiðtoga, sem segjast ætla að gera hana að eina skuldlausa rikinu í álfunni, en hafa síðan 1921 komið henni í íkuldir við útlönd, sem nú í vor verða milli 40 og 50 miljónir króna. Kæliskipið „Brúarfoss“. Fyrir skömmu kom hið vandaða nýjá kæliskip að landi, og er nú að fara fyrstu ferð sína meðfram ströndum landsins. Við þetta nýja skip eru tengdar miklar vonir. Með því á að vera hægt að bæta samgöngur út á við til stórmikilla muna og haldið í horfinu móti samkepni erlendra skipafjelaga, sem leggja stund á að ná í sínar hendur samgöngum út á við. En sjer í lagi eru við það tengdar vonir um, að það geti flutt meginið af kjötframleiðslu bænda á er- lendan markað. Að vísu þarf þar fleira til, en þó er kæliskipið stærsti liðurinn í undirbúningi landsmanna við að vinna markað á Englandi, fyrir ísl. landbún- aðarvörur. Þegar litið er yfir sögu málsins, koma ljóst fram nokkrir aðaldrættir. Forgöngu í málinu hafa haft þrír menn og mest á þeim mætt. Það eru þeir Jón Árnason frainkvæmdarstjóri i Sambandinu, Emil Nielsen forstjóri í Eimskipafje- laginu, og Tryggvi Þórhallsson ritstjóri Tímans. Og þær stofnanir sem hrundið hafa málinu í núverandi horf eru Samband isl. samvinnufjelaga, Eimskipafjelagið og Alþingi. Þó undarlegt sje, virðist kaupmannastjettin hafa verið athafnalaus i þessu máli. Hvorkir Fenger, Garðar, Berleme eða samherjar þeirra, útlendir eða inn- lendir, hafa hreyft legg eða lið til að koma nýju kjöti hjeðan á heimsmarkaðinn í Englandi. Ef kaupfjelögin og Sambandið hefðu ekki rutt brautina, myndi þetta nýja átak, kæliskipið vera ógert enn. Haustið. 1922 gerði Sambandið fyrstu tilraunina, sendi 225 dilkaskrokka með Gullfossi til Edinborgar, í hinu litla kælirúmi skipsins. Stóð Jón Árnason fyrir þessaii tilraun, en Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdarstjóri Sambands- ins í Edinborg seldi kjötið þá og jafnan siðan. Verðið var ekki hátt, en kostnaður allmikill við svo litla sendingu. Ávinningurinn var i því fólginn að fá reynslu um flutninginn og afla sjer sambanda. Þegar frá byrjun fjekk ísl. kælda kjötið það orö, að það bæri aö bragði til langt af kjöti suðrænu hitabeltislandanna. Næsta haust, 1923, flulti Sambandið út 1718 skrokka kælda, enda hafði Alþingi þá um velur- inn samþykt að landssjóður skyldi bera 75°/o af halla þeim er verða kynni á til- raun þessari. Meðalverð á saltkjöti erlendis skyldi lagt til grundvallar. Haustið 1925 var gerð stærri tilraun. Kaupfjelag Vestur-Húnvetninga hafði þá beitt sjer fyrir byggingu kælihúss á Hvammstanga. Var allmörgu fje slátrað þar og kjötið fryst meðan það beið skips. Auk þess var leigt stórt kæli- hús á Oddeyri, sem Kaupfjelag Eyfirðinga hefir síðan keypt, og allmikið af kjöti fryst þar. Leigt var erlent kæliskip er flutti til Englands frá Hvammstanga og Akureyri 7699 skrokka. Allmikið tap varð á tilraun þessari, því að skipið var óhentugt og þurfti sjerstakrar viðgerðar við. Er torvelt, og venjulega nálega ómögulegt að fá hentug kæliskip leigð handa ísl. útflytjendum. Flest slík skip stærri en hjer á við eflir staðháttum. Þó fór svo, að nú í haust fjekst öllu hentugra skip en áður, enda voru þá fluttir út um 13000 skrokkar frá Hvammstanga og Akureyri. Næsta haust á Brúarfoss að taka til óspiltra málanna. Þetta er þáttur sjálfra kælitilrauuanna. Sambandið byrjar 1922 í mjög smáum sJtíl og færir sig upp á skaftið ár frá ári eins og sjest af tölum þeim er tilfærðar eru hjer á undan. Mun væntanlega haldið svo fram stefnunni þar til megin hluti íslenska kjötsins verður flutt fryst og kælt til stórborga iðnaðarland- anna f suðurált. Alt frá því að Jón Árnason sendi fyrstu sendinguna af kældu kjöti tii Englands haustið 1922, hafði hann þrásinnis átt tal um málið við Nielsen for- stjóra Eimskipafjelagsins. Kom þeim saman um, að hjer væri um mesta nauð- synjamál að ræða og best væri, að ef til nýbyggÍDgar kæmi á skipi til kjötflutn- inga, að þá yrði slíkt skip annaðhvort eign Eimskipafjelagsins eða þá starfrækt af fjelaginu. Rituðu þeir báðir um nauðsyn slíkrar skipsbyggingar. Nielsen skrif- . aði í MorgunbJ. en Jón Árnason í Tíinann. En sá varð þar úlhaldsmunur, að blað hinna erlendu og innlendu millíliða geröi sjálft ekkert fyrir málið, nema ef telja skyldi það, að hreyta við og við ónotum í Sambandið fyrir tilraunir sinar með nýja kjötið í Englandi, en Tíminn beitti sjer af alefli fyrir málinu og trygði byggingu kæliskipsins. Um kosningarnar haustið 1923, var kæliskipsmálið talsvert komið á dag- skrá, en Alþingi hafði þó ekki sint því nema með áður umgetinni hlutfallstrygg- ingu á skaða af sölutilraun. Tr. Þórhallsson sat í fyrsta sinn á þingí 1924 og í fjárveitingarnefnd. Beitli hann sjer þar fyrir kæliskipsmálinu. Fjekk málið góðan byr í nefndinni, enda áttu þar sæti bændur úr báðum stærstu flokkum þingsins Bar nefndin fram þingsályktun um nefndarskipun til að rannsaka og undirbúa kæliskipskaup. Skyldu 5 menn vera í nefndinni, 4 tilnefndir af atvinnufjelögum til lands og sjávar, Búnaðarfjelaginu, Fiskifjelaginu, Sambandinu og Verslunar- ) ráðinu. Landsstjórnin skyldi tilnefna formanninn. Leið svo fram á sumar. Þá bendir Tr. Þórhallsson á f grein í Tímanuin að stjórnin sje litt skelegg í fram- kvæmdum. Ársfjórðungur sje liðinn frá því Alþingi ákvað nefndarskipun og enn hafi stjórnin ekki tilnefnt formanninn. Þetta virðist hafa hrifið, því að fáum dög- um síðar, er nefndin tekin til starfa. Nielsen forstjóri var formaður. Sambandið kaus Jón Árnason, Búnaðaríjelagið Tr. Þórhallsson, Kaupmannaráðið Proppé kaupmann og Fiskifjelagið Halldór Þorsteinsson skipstjóra. Nefndin skifti með sjer verkum. Þeir Jón Árnason og Tr. Þórhallsson skyldu athuga og undirbúa málið eins og það horfði við kjötútflytjendum, en að líkindum hafa þeir Halldór Þorsteinsson og Proppé átt að rannsaka þörf sjávarútvegsins í þessu sambandi. Nielsen var hinn sjálfkjörni leiðtogi nefndarinnar um alt hið sjerfræðilega er laut að byggingu skipsins. J. Árnason og Tr. Þórhallsson unnu síðari hluta árs 1924, og fyrstu mánuði ársins 1925, að rannsókn þeirri, er leiddi til skipsbyggingarinnar og þess skipulags sem nú er byrjað á með gerð kælihúsa. Þeis söfnuðu miklu efni bæði innanlands og utan, um alt er suerti málið, og drógu af því ályktanir er þingið fjelst síðan á í einu hljóði. Komu þeir með tiilögur sínar í tveim frumvörpum, öðru um að landið skyldi veita hentugt lán til kælihúsbygginga við helstu hafnir landsins. Hitt um að landið skyldi leggja væna fjárfúlgu til byggingar kæliskips, og freista að reyna að fá Eimskipafjelagið til að vera þátttakanda f fyrirtækínu, og annast stjórn þess og rekstur. Um þelta leyti hafði verið deyfð yfir siglingunum og Nielsen forstjóra mun hafa fundist torvelt fyrir Eimskipafjelagið að leggja í nýja skipsbyggingu, Hinir nefndarmennirnir tveir, Halldór og Proppé, komust að þeirri niðurstöðu, að sjávarútvegurinn hefði ekkert gagn af kæliskipi. Ljetu þeir alla rannsókn niður- falla, og myndi ekkert aðhafst enn í kæliskipsmálinu, ef ekki hefði meiri atorka verið sýnd af þeim nefndarmöunum er kosnir voru til að gæta hagsmuna bænda. ^Jón Árnason og Tr. Þórhallsson lögðu fram ítarlegt nefndarálit, er prent- að var samtímis í þessu blaði. Voru þar lögð á borðið öll hin helstu gögn f málinu, nákvæmur verðsamanburðnr á hinum ýmsu tegundum kjöts í Englandi, og miðað við langt ára bil. Höfðu nefndarmenn notið í því efni mikillar aðstoðar frá Guðm. Vilbjálmssyni sframkvæmdarstjóra Sambandsins í Englandi. (Framhald í næsta blaði.) Prentsmiðjan Gutenberg. tíösÆj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.