Tíminn - 30.04.1927, Page 1
@3|aíbferi
09 afgrei&slumaður íímans er
JiannDeig p o r s I e i n s&ó ttir,
5amban&s^úsinu, KevfjaDÍf.
2R.fgreibsía
I i m a n s er i Samban&síjúsinu.
©pin öaglega 9—(2 f. Ij,
5<mi 490.
XL ár
Reykjavík, 30. aprfl 1927.
19. tbl.
TJtan lírheinii.
Um misfellur þýskra dóma.
í hvert sinn, sem dómur er
kveðinn upp í ósamræmi við
heilbrig-ða réttarmeðvitund al-
mennings, neyðast borg'arar
landanna til að viðurkenna, að í
engu landi hefir til fulls tekist
að gera dómstólana óháða sér-
hagsmunum stétta- og þjóðabar-
áttunnar. Það þarf ekki að fara
til Ítalíu, þar sem ekki er reynt
að fela það, að dómaramir eru
þjónar stjórnarflokksins. 1 Nor-
egi er ráðherra sýknaður af
flokksbræðrum sínum fyrir að
hafa glatað 25 miljónum króna
af ríkisfé. En eitthvert sorgleg-
asta réttarmorð á síðari tímum
gerðist í Þýskalandi fyrir nokkr-
um mánuðum síðan.
Tilefnið var það, að ungur
skrifstofumaður í stórborg einni
var ráðinn af dögum. Hann hafði
verið önnur hönd við atvinnu-
reksturinn hjá ungum og ríkum
Gyðingi. Nú leggja innlendir aft-
urhaldsmenn í flestum löndum
hið mesta hatur á Gyðinga,
vegna þess hve sigursælir þeir
eru við að „gína yfir gróðans
veið“. Þykja nú böndin berast að
hinum unga ríka Gyðingi og eitt
vitni ber að húsbóndinn hafi
drepið þennan þjón sinn af ótta
við að undirmaðurinn kynni að
Ijósta upp skattsvikum um hús-
bónda sinn. Þótti nú ekki þurfa
meira við. Dómarar þeir, sem um
málið fjölluðu, þóttust fullvissir
um að Gyðingurinn væri morð-
ingi, og dæmdu samkvæmt því.
En sakbomingurinn átti líka
að nokkra áhrifamenn. Sterkur
grunur kviknaði um að dómar-
amir myndu vera afvegaleiddir
sökum kynþáttahaturs. Deilt var
um málið, ekki eingöngu í þýsk-
um blöðum, heldur í stórblöðum
heimsins, út um öll lönd.
Þá sýndi dómarastéttin prúss-
neska, að hún var ekki fjarskyld
júnkurunum. Stéttin vildi hlífa
félagsbræðrum sínum og mikill
fjöldi prússneskra dómara und-
irskrifuðu einskonar þakkarávarp
til þeirra dómara, sem afskifti
höfðu haft af morðmálinu til
sakfellingar Gyðingnum.
Þá vildi svo til, að frjálslynd-
ur maður gegndi ráðherrastörf-
um í stjórnardeild þeirri í Ber-
lín, sem málið heyrði undir.
Hann lét undan gagnrýni almenn-
ings, tók morðmálið úr höndum
þeirra dómara, er höfðu haft
það til meðferðar og fékk nýja
menn til að rannsaka það. Kom
þá annað upp úr kafinu. Aðal-
vitnið varð tvísaga og játaði á
sig síðar að vera keypt til að
bera ljúgvitni gegn Gyðingnum,
og að afturhaldsmenn stóðu af
flokksástæðum að málaferlunum.
Komst nú alt upp um hver sek-
ur var, og kom það við þeim
einum, er þar áttu hlut að máli.
En hitt varð að alþjóðlegu
hneykslismáli, er það sannaðist,
að flokksofstæki hafði komið
fjölmörgum dómurum til að snúa
bökum saman um rangt mál, til
að brjóta öldu réttlátrar gagn-
rýni almannadómsins. J. J.
-----o-——
Merkileg fregn
Björn Þórðarson doktor og
hæstaréttai-ritari fékk. í dag
símskeyti um það að eitt helsta
Kaupmannahafnarblaðið, „Poli-
tiken“, segi frá því, að Hauge,
fyrverandi innanríkisráðherrn
Dana, og Damgaard-Jenssen for-
stjóri dönsku nýlendunnar á
Grænlandi, hafi gefið vinum sín-
um jörðina Brattahlíð og fleiri
frægar jarðir grænlenskar.
Munu þetta þykja mikil tíð-
indi um alt ísland, ef sönn reyn-
ast, að Danir þessir telji sig
hafa heimild til að gefa fomís-
lensk höfuðból á Grænlandi og
er skylt að veita máli þessu hina
mestu athygli.
Munu menn minnast þess, að
Hauge og Damgaard-Jenssen
fóra saman til Grænlands, ekki
alls fyrir löngu, og munu þá
þessi tíðiridi hafa gerst.
---o---
Albinéí
Úrslit þingmála.
Þéssi frv. og þingsáályktunar-
tillögur hafa verið samþykt á Al-
þingi:
1. Frv. um veiting ríkisborg-
araréttar (Ingeborg Stein-Bjama
son).
2. Fi-v. um viðauka við námu-
lög.
3. Frv. um uppkvaðningu dóma
og úrskurð.
4. Frv. um iðnaðarnám.
5. Frv. um heimild handa ríkis-
stjórninni til að ábyrgjast lán
fyrir Landsbankann.
6. Frv. til sveitastjórnarlaga.
7. Frv. um rétt erlendra manna
til að stunda atvinnu á íslandi.
8. Frv. um viðauka við 'l. um
varnir gegn útbreiðslu næmra
sjúkdóma.
9. Frv. um breyting á 1. um af-
stöðu foreldra til óskilgotinna
bama.
10. Frv. um breyting á lögum
um vörutoll.
11. Fi*v. um vamir gegn sýk-
ingu nytjajurta.
12. Frv. um iðju og iðnað.
13. Frv. til fjáraukalaga 1926.
14. Frv. um löggilding versl-
unarstaða.
15. Frv. um breyting á og við-
auka við 1. um heimild fyrir veð-
deild Landsbankans til að gefa út
nýja flokka bankavaxtabréfa.
16. Frv. um heimild til sölu
þjóðjarðarinnar Sauðár í Skaga-
firði.
17. Frv. um breyting á 1. um
notkun bifreiða,
Þessar þingsályktunartillögur
hafa verið samþyktar:
1. þál. um, að landsstjómin
tryggi veðurstofunni meiri veður-
fregnir frá Grænlandi (Ed.).
2. þál. um lögheimili og bygðar-
leyfi (Nd.).
3. þál. um rannsókn akvegar-
stæðis milli Seyðisfjarðar og
Fljótsdalshéraðs (Ed.).
4. þál. um rannsókn á kostn-
aði við að byggja fullkomna síld-
arverksmiðju á hentugum stað á
Norðurlandi (Sþ.).
5. Þál. viðvíkjandi núverandi
landsstjóm (Nd.).
6. Þál. um breyting á reglu-
gerð Ræktunarsjóðs lslands(Nd.)
Umræður o. fl.
Títanfrv. varð að fara til neðri
deildar aftur vegna breytinga,
sem efri deild hafði gjört á því.
Samþykti neðri deild breyting-
amar og fi*v. með 15:6 atkv. og
er það nú afgreitt frá þinginu.
Frv. um færslu kjördagsins
var felt við 3. umr. í neðri deild
með 15:13 atkv. Áður hafði br.-
till. frá Jóni Guðnasyni um frest-
un á talning atkvæða verið feld
með jöfnun atkv. Frv. um kosn-
ingu utan venjulegs kjörstaðar
var tekið aftur.
St j ómarskrárf rv. st j ómarinn-
ar var til 2. umr. í neðri deild
s. 1. fimtudag. Gerði deildin á
því mjög verulegar breytingar,
svo að naumast er annað eftir
af því en ákvæðið um fækkun
þings og er það þá sama efnis
orðið og frv. Tr. Þórhallssonar.
Landsbankafrv. hefir verið af-
greitt frá efri deild. Flestar br.-
till. meiri hluta fjárhagsn. voru
samþyktar. Urðu umræður lang-
ar um málið og því flýtt með af-
brigðum frá þingsköpum.
Þá hefir verið samþykt í efri
deild þál. um að veita stúdents-
efnum frá Gagnfræðaskólanum á
Akureyri styrk til að standast
ferða- og dvalarkostnað við að
taka stúdentspróf við Menta-
skólann. Var till. afgr. til neðri
deildar.
Gengisviðauki á tolli, 25%, var
samþyktur við 2. umr. í Nd.
Mánudag síðastl. var þál. Jóns
Guðnasonar og Ingvars Pálma-
sonar til umræðu í Sam. þingi.
Með því að ætla má, að till. og
afdrif þau er hún hlaut, veki
eftirtekt, þykir rétt að prenta
hana hér í heilu lagi:
„Sameinað Alþingi ályktar að
skora á ríkisstjómina:
1. Að verða þegar í stað við
beiðni þeirra bæjarstjórna í
kaupstöðum utan Reykjavíkur,
sem óska eftir, að lögð verði nið-
ur útsala á vínum.
2. Að leita nú þegar nýrra
viðskiftasamninga við Spánverja
á bannlagagrundvelli.
3. Að gera ráðstafanir til, að
hætt verði þegar í stað að lána
út vín eða vínanda úr áfengis-
verslun ríkisins.
4. Að birta eftir lok hvers árs-
fjóisðungs í Lögbirtingablaðinu
FSeiri heimilí.
(15) Við 2. umræðu fjárlag-
anna í Ed. gerir 1. landkjörinn
(J. J.) breytingartillögu um að
landið láni á árinu 1928 alt að
100 þús. kr. til heimilafjölgunar
á áveitusvæðunum austanfjalls,
Skeiðum og Flóa. Búnaðarfélagi
Islands er ætlað að ráðstafa fénu.
Að vísu má, og verður fjölgað
heimilum í hverri sveit á land-
inu, en meðan málið er á til-
raunastigi virðist einsætt að
byrja þar sem landið leggur
geysifé í kostnað við ræktun
landsins. Án heimilafjölgunar á
Skeiðum og í Flóa verða áveit-
umar að böli, og byrði fyrir
hlutaðeigandi sveitir. Á hinn
bóginn er engin von til að land-
nám verði framkvæmt hér nema
með stuðningi af almannafé, eins
og í öllum öðrum löndum. Fjár-
veiting þessi nær fram að ganga
ef íhaldsmenn ljá málinu sann-
gjamlega mikinn stuðning.
nákvæma skýrslu um það, hve
mikið áfengi hver lyfjabúð og
læknir hefir fengið og látið úti á
undangengnum þrem mánuðum,
samkvæmt Jyfseðlum eða á ann-
an hátt. Þar skal og tilgreind
heildartala þeirra lyfseðla, er
liver læknir hefir gefið út. Um
héraðslækna skal tilgreina sér-
staklega áfengisnotkun í hlutfalli
við mannfjölda í héraði þeirra“.
Sr. Jón Guðnason fylgdi mál-
inu úr hlaði með 1 angri fram-
söguræðu og ítarlegri. Bar hann
saman bannlögin og sambands-
lögin frá 1918 og taldi þau tvenn
merkilegust lög hafa verið sett
þjóðinni á síðustu árum. Benti
á að þjóðaratkvæði hefði farið
fram um hvorttveggja. Bannlög-
in sagði hann að hefðu vakið
eftirtekt á þjóðinni meðal er-
lendra manna og lægi því sæmd
landsins við að halda þau í
heiðri og eigi væri vansalaust að
afnema þau fyr en þrautreynt
hefði verið hvert ráð"til að láta
þau ná tilgangi sínum. Því bæri
eigi að neita, að misfellur hefðu
orðið um framkvæmd laganna
og mætti þar nokkuð um kenna
valdsmönnum þjóðarinnar. Hins-
vegar væri reynslutíminn enn of
stuttur til að draga mætti álykt-
anir af reynslu þeirri, er fengist
hefði. Þá bæri þess að gæta, að
ötullega væri unnið gegn lögun-
um og væri það raunar meðmséli
með þeim, hve lítið andbann-
ingum yrði ágengt í að breyta
hugsunarhætti almennings. Auð-
sveipni við Spánverja væri ó-
hæfilega mikil og væri þar geng-
ið lengra en samningar heimt-
uðu, þar sem settir væru vín-
sölustaðir í bæjum úti um land,
þrátt fyrir öflug mótmæli.
Benti ræðumaður á, að sjálfsagt
hefði verið að bíða a. m. k. þang-
að til Spánverjar hefðu krafist
fjölgunar útsölustaðanna.
Stjómin varði framkvæmd
Spánarsamningsins. Fjölgun út-
sölustaða vildi hún réttlæta með
ummælum í samningnum, sem ó-
nákvæmlega væru þýdd á ís-
lensku, en ættu að skiljast svo
samkv. frumtaxtanum, að stjórn-
in mætti engar ráðstafanir gera,
sem hindruðu útsölu vínanda, en
það mundi fækkun útsölustaða
gera. Þá andmælti stj. og upptöku
nýrra samninga og taldi að hún
gæfi Spánv. átyllu til að segja
upp núgildandi samningi. Viðvíkj-
andi 4. lið till. hélt stj. því fram
að upplýsingar um vínkaup lækna
væri hægt að fá hjá áfengis-
versluninni.
Ingvar Pálmason kvaðst hafa
grun um að stjórnin væri móti
fækkun sölustaða, vegna þess að
það drægi úr tekjum ríkissjóðs,
en það væri algjörlega óhæf
ástæða, því ríkinu væri ósæmi-
legt að reka vínverslun eingöngu
í gróðaskyni.
Bemhard Stefánsson gerði að
umtalsefni mótmæli Siglfirðinga
gegn áfengissölunni. Kvað bæjar-
búa hafa beðið um undanþágu
frá söfu, a. m. k. á laugardögum,
því þá væru flest skip inni og
mest hætta á óeirðum ölvaðra
manna, en því hefði jafnvel ver-
ið neitað. En það yrði að teljast
sanngjarnt, að ríkið sæi Sigl-
firðingum fyrir lögreglu, ef það
stuðlaði að óspektum með sölu
áfengis.
Jónas Jónsson kvað ósamræmi
í framkomu þeirra manna, sem
væru með bindindi en móti banni.
Benti á afstöðu stjómarinnar til
bannmálsins við kosningar á síð-
astl. hausti og kvað hana lítt
halda loforð sín. Leitt væri, að
hún þyrfti að verja sig með því
að Spánarsamningurinn væri
rangt þýddur. Annars næði engri
átt að réttlæta útsölustaðina með
samningnum, því með honum-
hefði einungis verið ætlast til að
Spánverjar nytu „bestu kjara“.
eins og Islendingar nytu á Spáni
um toll á fiski, og bestu kjara
nytu þeir þó útsölustaður væri
ekki nema einn. Margt mætti
telja sem drægi úr vínsölu en auð-
vitað næði engri átt að amast
við t. d. bindindisfél., fræðslu um
skaðsemi áfengis og ekki síst
það að sjálf stjómin tæki bann-
málið á stefnuskrá sína við
kosningar. Félli því staðhæfing-
in um að ekkert mætti vinna
móti hagsmunum Spánverja um
sjálfa sig. Um 2. lið till tók
hann það fram að Finnai* hefðu
nýlega gjört samning við Spánv.
án þess að lofa að kaupa vín og
mætti það eins takast hér. Þá
fór hann hörðum orðum um and-
stöðuna gegn 4. liðnum. Kvað
það vitanlegt, að í öllum lyfja-
búðum og hjá mörgum læknum
væri opinber vínsala. Tillagan
væri þrauthugsað úrræði bann-
manna til að koma í veg fyrir
þetta. Spánverjar gætu ekkert
haft að athuga við að hún væri
samþykt. Því yrði að líta svo
á, að hver sem greiddi atkvæði
gegn henni, gengi í lið með
áfengisnautn í landinu. Þá hét
hann á aðstoð Jónasar Kristjáns-
sonar, sem áður hefði sagt að
áfengi væri ónýtt svikalyf, en
eigi varð J. Kr. við þeim tilmæl-
um. Enn deildu fylgismenn till.
á lán þau, er áfengisverslanir
hefðu veitt einstökum læknum og
lyfjabúðum. Sagði J. J. að engar
upplýsingar fengjust um þau en
víst væri það að þau næmu stór-
fé. Magnús Jónsson kvaðst eigi
vilja samþykkja þann hluta till.
er um þau fjallaði, en ný tillaga
mundi borin fram um það efni.
Atkvæðagreiðslan fór svo, að
allir liðir till. voru feldir.
1. liðurinn var feldur með 22:
20 atkv. Já sögðu 15 Framsókn-
armenn, J. Bald., H. V., M. T.,
Jak. M. og E. J. Nei sögðu: 20
íhaldsmenn, B. Sv. og Kl. J.
2. liðurinn féll með 28:14 atkv.
Já sögðu 11 Framsóknarmenn,
M. T., H. V. og J. Bald. Nei.
sögðu Ihaldsmenn allir, Sjálf-
stæðismenn, Kl. J., M. Kr„ E.
Á., B. St. og H. Stef.
3. liðurinn féll með jöfnun at-
kvæðum. Já sögðu Framsóknar-
menn allir, J. Bald., H. V„ M.
T„ Jak. M. og J. Kr. Nei sögðu
Ihaldsmenn og B. Sv.
Loks féll 4. liðurinn með 23:19
atkv. Með honurn voru Fram-
sóknarmenn, Jafnaðarmennirnir
tveir og Magnús Torfason, en á
móti Ihaldsmenn allir og Sjálf-
stæðismenn.
Misprentast hefir í nokkru af
blaðinu ummæli í greininni:
Nokkur merk þingmál. Þar stend-
ur að hús það, sem ríkið lét gera
við hafi verið notað við móttöku
gesta í 8 vikur, en á að vera
3 daga.
----o——