Tíminn - 30.04.1927, Qupperneq 4
fí
TlMIIfN
Ibo i luert oinasfa tieimili.
Síðan Tíminn hóf göngu sína
hefir hann átt við að búa hina
óvenjulegustu samkepni. Fáar
verslanir myndu standast ef ná-
búarnir gæfu árum saman vörur
með sama nafni, þótt lélegri væru
að gæðum. SamhJiða Tímanum
hafa keppinautar dreift út um
landið einskonar blöðum, án þess
að gera ráð fyrir borgun fyrir
vöru sína, beinlínis. Launin koma
óbeint fram í því að útgefendur
þessara blaða innlendir og út-
lendir „fjárvingulsmenn“, sitja
yfir hlut almennings í skjóli við
stjómmálaáhrif þau, sem gjafa-
blöð þessi hafa á fáfróða menn.
En. að Tíminn hefir getað stað-
ist þessa samkepni, kemui' af því
að þroskaðri hluti þjóðarinnar
vill hafa blað, sem er ekki háð
öðru valdi en almenningshags-
munum.
Sjálfstæðis-anda efldi í lundu.
Auðgaði roskinn sinn sálar-þroska.
Sjálfstæði þráði sinnar þjóðar
svo í efnum sem hugar stefnu.
Brann honum hugar bál hið innra:
brjóta hlekki af lýðs vors fótum.
— Sjálfstæðis-maður ei lá á liði
langa æfi í baráttu strangri.
Loga mun enn fyrir landi í Vogum
Ijósgeisla blik á öldum kvikum.
Enn mun söngur frá ey og töngum
anda og svana berast að landi.
Aldrei framar þar stendur á ströndu,
starir né hlustar á fleygan skara
sá, er þar áður athöfnum réði,
óðalsmaður />g heimilisfaðir.
Heilög og forn við hraunflóð stirðnað
Hlíðar-kirkja þér faðm sinn býður.
Efstu við fetin ljóma lætur
ijós sitt og skrúða syni prúðum.
— Dunar hátt yfir höíði ættar
hinsta sinni með klökkva af
minnum
óma ljósa og látnum vísar
o
Líkaböng inn i dánar-ríki.
Hallgr. Pétursson
frá Vogum.
(F. 25. nóv. 1848. — D. 24. apr. 1926).
Flutt við útför hans að Reykjahlíð
6. maí 1926.
Móka andir við Mývatns strendur.
Mjög er þögull hinn bjarti lögur.
Blundar hraun og bifar ei greinum
blaðvana runnur við hljóða Unni.
Roðar um sveit, því af risnu bjóða
röðulgeislar til morgun-veizlu.
Brúnhvöss speglast af breðum tigluð
blá-fjöll með tign í vogunum lygnu.
Sveitin með tign þó að sumri fagni,
sorg er slegin um strönd og eyjar.
Hvað er að syrgja und himni
morguns?
Hvi er svo dapurt i vorsins skapi?
Fjölgar dauðinn látum og leiðum,
— lífsreyndir menn hans hemað
kenna. —
Höggið er enn með hjörvi snöggum
harma-skarð fyrir Voga-garði.
Svellur I brjóstum harmur er
Hallgríms
heyrist fall um bygðina alla.
Sviplega slegin sorgum skipast
sveit í hring yfir Reykhlíðingi.
Man hinn fróða, er hélt við heiðri
Hlíðar-ættar með sæmd og prýði.
Man hinn spaka, er þoldi með þreki
þrautir lengi og reyndist drengur.
Hér hefir kvatt sá, er ætíð átti
eigin skoðun, og sinum vegi
lét ei brugðið, þótt lýðir hygðust
leiðir aðrar renna á skeiði.
Sat við sinn keip, þótt ^eyndist reipi
ramman og hagan við að draga.
Fylgdi með orku, orði og verki,
athafnir sálar birti í máli.
Sefur í kvöld og. síðan um aldir
sæmdarmanns hold í feðra moldu.
Best er á stöðvum æsku og ástar
aldurhniginn sinn skatt að gjalda.
— Grói þitt leiði laukum frjóum.
Lifi þin sál til hæða svifin.
Verður að trú, er eg tjá þig heyrði:
— tár verða þerruð og græðast sárin.
Konráð Vilhjálmsson.
----o——
Bækur og listir.
Sýning Ásgríms Jónssonai-.
Um páskaleytið á hverju ári
býður Ásgrímur Jónsson höfuð-
staðarbúum að sjá málverk þau
er hann hefir byrjað sumarið áð-
ur og fullgert um veturinn. Að
Þessu sinni yfirgnæfðu lands-
lagsmyndir eins og venjulega.
Ásgrímur er alinn upp við jökla-
sýn og langoftast eru jökulklædd
fjöll einhversstaðar á málverk-
um hans. Frá jöklunum stafar
birta sú er einkennir flestar
myndir Ásgríms. Jöklamir hjá
Ásgrími eru hliðstæðir við hinn
óþekta ljósgjafa í málverkum
Rembrandts. Blærínn á málverk-
um. Ásgríms er hinn sami og á
undanförnum árum, sterkar og
einfaldar línur, en oft minni ná-
kvæmni en í eldri myndum hans.
Sennilega er það óbætanlegur
skaði, að Ásgrímur hélt ekki á-
fram við að mála tærleik lofts-
ins á Islandi með svifléttum
vatnslitamyndum, eins og Tumer
hefir gert mistur og móðu Eng-
lands öllum sýnilega í glæsilegum
vatnslitamyndum. Tærleiki lofts-
ins á Islandi og skygnið, er svo
álfheimakent og yndislegt, að
spítalinn, en hin að því er virð-
ist eftir teikningu að dæma eins
og nýbyggingin á Kleppi. Minna
en hálfa aðra miljón myndu slík
hús varla kosta. Að vísu eiga fé-
lög í Rvík og bærinn að leggja
nokkuð fram, en dýrt verður
landinu það úthald alt. Um leið og
Pétur Ottesen samþykti þennan
unglingaskóla handa Rvík feldi
hann tillögu frá Framsókn um að
Hvítárbakki nyti sömu hlunn-
inda. Þá feldi Hákon tillögu um
að taka Núpsskólann á landið, en
Ólafur Thors Flensborg. Sýna
þessi dæmi hve íhaldsklíka Rvík-
ur hefir aðkomuþingmenn flokks-
ins alveg i vasanum.
Þá hefir núverandi landsstjórn
gert samning um að koma Lands-
spítalanum upp á næstu þrem ár-
um, og jafnframt aukið kostnað-
inn um alt að því helming frá því
sem var talað í tillögu þeirri er
hleypti málinu af stað. Verður
þetta þungur baggi fyrir lands-
sjóðinn. Þó að næsta ár yrði lagt
200 þús. í spítalann myndi þurfa
450 þús. áríð 1929, og önnur 450
þús. árið 1930 til að fullgera
hann. Þrír íhaldsmenn í Ed. koma
svo með þingsályktun og heimta
að stjómin taki nú enn eitt lán-
ið, væntanlega erlendis til að
framkvæma þetta. Þannig sést
hvemig íhaldið hugsar um að
landssjóðsbúskapurinn verði
tekjuhallalaus á næstu árum.
Hefir aldrei komið fram hóflaus-
ari eyðsla og stundum til fánýtra
hluta (sbr. heimavistina og hin-
ar dýru húsiviðgerðir vegna ráð-
herranna), en á hinn bóginn víta-
verð níska þegar um er að ræða
verklega mentun sveitafólks,
einkum kvenna og umbætur til
samgöngumála eins og í Dala-
sýslu og Suður-Múlasýslu.
Strandferðaskipið er nú komið
gegn um Nd. en íhaldið lofar að
svæfa það í Ed. Beittust allir
íhaldsmenn í Nd. á móti því
nema 2. þm. Norðmýlinga Sést
á því að íhaldsmenn vita hve
mikil þörfin er fyrir smáhafnirn-
ar út um land. Mun hann hafa
grunað að Vopnfirðingar og Borg-
firðingar mintust neitunar hans
frá í fyrra á kjördegi. Hákon
hlýddi aftur algerlega boði flokks
síns og greiddi atkv. við allar
umræður móti þessu umbóta-
máli, vafalaust því mesta fyrir
hans kjördæmi af þeim sem
þetta þing fjallar um.
J. J.
Skólastjórastaðan
vid Hvítárbakkaakólann er laus. — Umsóknir sendist
formanni skólanefndar, Guðmúndi Jónssyni á Hvítárbakka
fyrir 1. júní n. k.
snnnn
smenLíKi
IKsoapfélagsstj órar I
Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er
„Smára“ - smjörlíkí
Sendið því pantanir yðar til:
H.t. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík.
P.WJacobsen&Sön
Timbunrerslun.
Símnetui: Granfuru. Carl Lundsgade
Stofnað 1824. Köbenhavn
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipst'armu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar anuast pantanir.
Eik og efni i þilfar til skipa.
AVNEM0LLEN
KAUPMANNAHBFN
mælir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og- hveiti.
Meiri vörugæðí ófáanleg.
S.I.S. olciftir eing'öixg-a ^rlö oJázlcuLr.
Seljurn og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
glíman við að gera það sýnilegt
hefði verið nægilegt æfistarf
fyrir þann málara, sem þjóðin
hefir mestan átt. Ásgrímur hef-
ir kosið að fara aðra leið, nálg-
ast samtíðina og hverfa að miklu
leyti frá vitnslitum að olíu. Við
það hvarf mesti léttleikinn og
hinn leikandi álfheimablær. Með-
al bestu landslagsmyndanna frá í
fyrra voru Dyrfjöll eystra og
Þingvallavatn, með Henglinum í
baksýn. Fáeinar mannamyndir
voru á sýningunni. Ein þeirra
var ágæt, myndin af Rögnvaidi
heitnum húsameistara. J. J.
Leikfélag Reykjavíkur.
Leikfélagið sýndi nýlega Aft-
i urgöngur Ibsens. Frú Guðrún
Indriðadóttir lék móður týnda
sonaríns, Indriði Waage soninn,
Friðfinnur Guðjónsson drykkju-
j íæfilinn, Arndís Björnsdóttir
; dóttur hans, en Brynjólfur Jó-
i hannesson prestinn. Var leikur
| þeirra yfirleitt alstaðar góður og
j víða ágætur, enda hafa þau frú
I Guðrún og Friðfinnur um langt
: skeið verið í fremstu röð þeirra
er borið hafa uppi íslenska leik-
list, og um Indriða Waage er það
að segja, að hann virðist hafa
mjög óvenjulega leikara- og leik-
stjórahæfileika. Mun gengi Leik-
félagsins að ekki litlu leyti kom-
ið undir að því auðnist að halda
áfram óslitinni þróun sinni. Hafa
| blöð erlendra manna hér á landi
er ráðist hafa á Leikfélagið og
reynt að sundra því litla fram-
sýni, sýnt og litla þökk þeim leik-
endum, sem unnið hafa fyrir
þessa grein listarinnar hér á
landi, meðan ekki hylti undir
neinn efnalegan hagnað í sam-
bandi við starfið. J. J.
Eimreiðin.
Nýlega er komið út fyrsta
hefti „Eimreiðarinnar“ þ. á. Rit-
stjórinn skrifar fyrstu greinina:
„Við þjóðveginn“. Hún er yfirlit
helstu viðburða, sem gerst hafa
úti í heimi síðastl. ár. Það er
gott til þess að vita, að „Eimr.“
skuli hafa tekið þann sið upp að
flytja lesendum sínum yfirlits-
greinar um erlend mál, og mega
allir fagna því, sem þreyttir eru
á hlutdrægum lausafregnum
blaðanna. Næst er saga eftir
Guðmund Hagalín: „Hún var svo
rík, hún Laufey“. Haraldur
Björnsson skrifar um „Leikhús
nútímans“. Þá er grein eftir
breska rithöfundinn Alexander
McGill, um Gordon Bottomby.
McGill hefir áður 'gert nokkuð að
því, að kynna lesendum Eimr.
merk bresk skáld, og hygg eg að
þessi ritgerð verði lesin með at-
hygli. Þá eru „Hugleiðingar um
skáldskap“ eftir Jakob Smára,
„Fundabók Fjölnisfélagsins“
framhald og „Raddir um mynd
Bólu-Hjálmars“. Ljóð eru í heft-
inu eftir Jakob Thorarensen og
Richard Beck. Að lokum eru rit-
dómar eftir dr. Jón Helgason í
Osló og ritstjórann. Þ. H. Þ.
----o-----
Mbl. gefur í skyn
að það álíti að Jónas frá Hriflu
kenrii að hata hið illa og unna
hinu góða. Munu skifti J. J. við
Mogga fyr og síðar sanna, að
hér hefir blaðinu ratast satt orð
af munni.
Þegar B. Kr.
ætlaði að fara að taka aftur
vitleysur sem Jónas læknir hafði
PÖNTUN ARMIÐI.
Ritstjórn „Strauma“, Rvík.
Undirrit. óskar að gjörast kaup-
andi trúmálaritsins ..Straumar",
Gjörið svo vel að senda mér
burðargjaldsfrítt ...... eint. af
„Vígsluneitun biskupsins“ eftir
Ludvig Guðmundsson.
Nafn ...........................
Heimili ........................
„Straumar" koma út einu sinni í
mánuði, ein örk (16 bls.) í senn,
Árg. kostar kr. 5.00. „Vígsluneitun
biskupsins" kostar kr. 3,50 (kaup-
endur „Strauma" fá hana fyrir kr.
2.75).
Fyllið út miða þenna og strikið
yfir það er þér eigi óskið að íá, og
sendið miðann hið fyrsta til rit-
stjórnar „Strauma", Reykjavík.
Ný bók!
Ludvig- Guðmundsson:
Vígsluneitun biskupsins.
Fyrirlestrar og blaða-
greinar um vígsluneitunari
málið og- trúarlífið í land-
voru. 124 blaðs. Verð kr.
3,50. Sendist gegn póstkr.
burðargjaldsfrítt, hvert ú
land sem er. Kaupendur
trúmálaritsins „Straumaru
fá bókina fyrir kr. 2,75.
Pantanir má senda til höf.
eða ritstjórnar „Straumau,
Reykjavík,
H.f. Jóo Siffmundagon & Oe.
Millur
og alt til upphluts sér-
lega ódýrt. Skúfhólkar
úr gulli og silfri. Sent
með póstkröfu út um
land, ef óskað er.
Jón Sigmundeson gullsmiður.
Sími 883. — Laugaveg 8.
Byggingarefní
alt fyrsta floklcs vörur, seljurn vér
eins og áður við sanngjörnu vei'ði.
Flestar vörur á einum stað.
J.Þorláksson &Norðmann
Reykjavík.
Símuefni: Jónþorláks.
Sjó- og bruna-
vátryggingar.
Símar:
Sjótrygging' .... 542
Brunatrygging . . . 254
Framkvæmdarstjóri . 309
Vátryggið
hjá
íslensku
félagí.
sagt, var spurt hvort J. Kr. gæti
ekki etið ofan í sig sjálfur.
Læknirinn gaf þá til kynna að
hann vildi heldur gera það sjálf-
ur en láta Bjöm hafa fyrir því.
Ritatjóri Tryggvi Þórhallsson.
Prentamiöjan Acta.