Tíminn - 09.07.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1927, Blaðsíða 1
©jaíbfert 09 afgrei6slumaí>ur 3T í m a n s er Kannoeig p 0 r s t e \ n s 6611 i r, Sambanðsþúsinu, Keyfjapíf. 2^fgteibs(a C f m a n s er í Sambonösfjúsinu. ©pin ðaglega 9—\2 f« ty- Stmi ^90. XL ár. Reykjavík, 9. júlí J.927. 31. tbl. Utan nrheiwi Straumhvörf í dönskum stjórn- málum. 1 nálega mannsaldur hafa í- haldsmenn og verkamenn verið heitustu andstæðingamir í dönskum stjómmálum. Nú sting- ur höfuðblað íhaldsmanna þar í j landi upp á því að þessir tveir ; flokkar steypi bændastjóminni ! frá völdum og myndi stjórn sjálf- ir, til að gæta hagsmuna bæja- manna móti bændum landsins. Enginn vafi getur leikið á því að hér er um undirbúið mál að ræða. Blað það sem tillöguna flutti er mjög varfærið í slíkum efnum. Vegna flokks síns myndi það aldrei hreyfa slíkri viðhorfs- breytingu nema hún væri undir- búin í sjálfum flokknum og hjá socialistum líka, því að það myndi vera mikill álitshnekkur fyrir afturhaldsmenn Dana að fara í ákveðna bónorðsför um stjórnarmyndun og samvinnu til helstu andstæðinga sinna og hafa ekki trygt sér líkleg svör fyrir- fram. Hvað er það sem leiðir þessa gömlu andstæðinga til samstarfs? Það er sameiginleg þörf beggja, sameiginleg hagsmunavon beggja. Þegar danska krónan hækkaði á stuttum tíma upp í gullgildi fyrir tilverknað sparifjár- og verðbréfaeigénda í landinu og útlendra fésýslumanna, er fluttu fé þangað inn um stundarsakir til að njóta gróðans af peninga- hækkuninni, byrjaði sannarleg eymdartíð fyrir dönskum fram- leiðendum, bæði bændum og iðn- rekendum. Atvinnan hefir verið rekin með tekjuhalla eins og hér. |fefi r áður verið lýst hér í blað- inu hvernig danskir bændur hafa stórtapað á atvinnu sinni mánuð eftir mánuð, síðan krónan hækk- aði. ' Þegar bændaflokkurinn danski myndaði stjóm, þá setti sú stjórn sér að höfuðtakmarki að lækka skattana á almenningi til þess að gera tekjuhallalausan atvinnurekstur kleifan. En þá varð um leið að spara útgjöld ríkisins, einkum til starfsmanna- halds. Gerði bændastjórnin margar og alhliða tilraunir til sparnaðar á embættabákni lands- ins. En þá var komið við kaun bæjamanna, bæði socialista og afturhaldsmanna. Stóriðjuhöldar Dana fylla flest- ir íhaldsflokkinn eins og í öðr- um löndum. Þeir hafa líka skað- ast á gengishækkuninni. Þeii' heimta venadartolla til að geta haldið innlenda markaðinum og háu verði. Þar mætast hagsmun- ir þeirra og socialista. Ef erlend samkepni lamar iðnaðinn danska, þá vex atvinnuleysið og örbirgð verkamanna. Brúin á milli þess- ara gömlu höfuðfénda er toll- verndin, til að auka í bili atvinnu og gróða á iðnaðinum. En með því verður að gera hinn innlenda iðnað dýrari í landinu sjálfu fyrir neytendur heldur en hann þyrfti að vera. Straumhvörfin eru merkileg og draga væntanlega til meiri tíð- inda áður en langt um líður. J. J. Er það satt? Eigi leikur það á tveim tung- um hjá þjóðhollum Islendingum, að. Eimskipafélag Islands sé bjargvættur þjóðar vorrar. — Reynsla stríðsáranna kendi oss það. Góðu heilli var félagið kom- ið á fót áður en styrjöldin skall ' yfir og gæfan fylgdi því úr gai’ði. Árnaðaróskir allra góðra Islend- inga voru því veganesti fyrsta á- fangann — og eru væntanlega enn. En nú stendur yfir barátta um líf eða dauða þessa óskabarns vor íslendinga. Harðvítug samkepni frá hálfu erlendra auðfélaga er hafin og harðnar með hverju ári. Er Sameinaða gufuskipafélagið díinska forsprakki í þeirri hríð, enda er þess að vænta, því ekk- ert annað félag hefir snúið snör- una fastar að hálsi íslendinga síðan verslunareinokunin var rof- in, nema ef vera skyldi Steinolíu- félagið. Ætla mætti, að íslend- ingar væri svo minnugir, að þeir léti ekki tælast til fjörráða við Eim. Isl., heldur gerðu skjaldborg um það til sóknar og varnar; en hitt er eigi undarlegt, þó óþjóð- leg verslunarstétt og hálfdönsk í hugarfari sé þeim megin sem miður fer. Fæstar stórverslanir i landinu munu styðja Eim. Is. í samkepninni. Samband ísl. sam- vinnufélaga er þar undantekning og hefir stutt Eim. ísl. með í’áð- um og dáð. Enda er það eðlilegt, því bæði þau fyrirtæki eru runn- in af sömu rót, sjálfsbjargarþrá þjóðarinnar. En þing og stjórn. Hvað gera þau? Þing og stjórn sýndu þegar 1 upphafi, að þau vildu styðja Eim. Isl. svo sem vera bar, og lögðu fé í það. Og sami vilji kom í ljós við byggingu kæliskipsins Brúar- foss. En besti styrkur sem félag- inu verður veittur er sá, að láta skip þess æfinlega sitjja fyrir öll- um flutningi manna og farang- urs, sem þau geta aimað. Til lít- ils er að byggja dýr og vönduð skip, og láta þau svo skrölta tóm milli landa og hafna. Og sérstak- lega ber landsstjóminni skylda til að sjá skipum Eim. ísl. fyrir fanrni eftir mætti, þar sem hún er bæði stærsti hluthafi í fyrir- tækinu og á að vera sverð og skjöldur þjóðarinnar. En nú hefir því verið lýst yfir opinberlega, eftir góðum heimild- um, að landsstjómin, sem hefir nú með höndurn miklar fram- kvæmdir (byggingu landsspítal- ans o. fl.) láti ekki Eim. Isl. heldur skæðustu keppinauta þess, sitja fyrir flutningum á bygging- arefni og öðru því sem hún lætur flytja til landsins. Og hver mað- ur spyr: Er það satt? Og ef það er satt, hver er þá afsökunin fyrir þessu? S. V. 2 hjúkrunarkonur l'á atvinnu í Kristneshælinu á kcmanda hausti, sem sé yfirkjúkrunar- kona og hjálpar’hjúkrunarkona. Launakjör eftir launataxta félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Umsóknarfrestur tii 1. ágúst. Umsóknir skal senda mér undirrituðum. F. h. stjórnar Kristneshælis. Reykjavík 25. júní 1927. G. Björnson landlæknir. Fra uíiönúuin. Látin er hér í bænum Sumar- rós Sigurðardóttir, kona Eggerts Kristjánssonar söðlasmiðs. Bráðkvödd varð hér í bænum 1. þ. m. frú Karólína, kona Guð- mundar Hannessonar prófessors. Hún var dóttir ísleifs prests á Stað í Steingrímsfirði, Einars- sonar hattara í Reykjavík Há- konarsonar. Dóttur eina og fjóra syni eiga þau hjón á lífi; þar á meðal er Svavar fyrrum kaupfé- lagsstjóri í Borgamesi, nú starfs- maður hjá S. I. S. Enn hefir flugmaður frá Banda- ríkjunum, Byrd, fiogið þaðan til Frakklands. Flaug yfir Parísai'- borg, en sá sér ekki fært að lenda þar. Steyptist niður við norður- tótrönd Frakklands, en alhr kom- ust af. Nú ráðgerir Byrd að fljúga frá Nýja Sjálandi, yfir j Suðurheimsskautið, til Suður- Ameríku. Byrd álítur að þess muni skamt að bíða að reglu- bundnar flugferðir með f^a-þega hefjist yfir Atlantshaf. — Upp úr mánaðamótum urðu svo miklir vatnavextir í Norður- og lVIið-Svíþjóð að vatn flæddi víða yfir þorp og akra og eyði- lagði brýr og vegi. Um sama leyti urðu svo miklir landskjálft- ar suður á Órikklandi að hús hrundu svo að skifti hundruðum. — Stórþingið norska hefir á- kveðið að veita 25 miljónir ki'óna til herskipasmíða. Á að ljúka smíðinni á fimm árum. Margt nytsamt hefði verið hæg*t að gera fyrir svo mikið fé. — Hagstofan danska hefir samið yfirlit yfir atvinnuleysið þar í landi árið sem leið. Mun það hafa verið mesta. atvinnu- leysisár sem yfir Danmörku hefir komið á þessari öld. Fæstir voi*u atvinnulausir í maí, rúmlega 40 þús. en yfir 100 þús. er flest var. Þó ná hinar opinberu skýrsl- ur ekki til nærri allra. Samtals segja skýrslui’nai- að tapast hafi 17 miljónir vinnudaga árið 1926, vegna atvinuleysis. Ef dagsverkið er metið á 10 kr. þá er þama um að ræða 170 miljón króna tap fyrir þjóðfélagið. En hitt er alviðurkent «að höfuðástæðan til atvinnuleysisins er gengishækk- unin. Og eins og getið hefir ver- ið um nýlega hér í blaðinu, þá heldur atvinnuleysi áfram í Dan- mörku í mjög stórum stýl. — Enn er til á Frakklandi flokkui' konungssinna, fámennur að vísu, en harðvítugur og svjfst einkis, eins og íhaldsflokkar yfir- leitt. Einn aðalforingi þessa flokks og ritstjóri við aðalmál- gagn flokksins heitir Léon Dau- det. Ilefir jafnan um hann staðið mikill styr. Fanst sonur hans myrtur í fyrra; kendi Daudet pólitískum andstæðingum sínum um og ritaði um þetta svo of- stækislega að hann var dæmdur í fangelsi. En er að því átti aö koma að hann færi að taka út fangelsisvistina hafði hann í hót- unum um að beita ofbeldi gegn lögreglunni og flokksbræður hans héldu vörð um híbýli hans. En er lögreglan fékk brunaliðið ti! aðstoðar og vatnsbunurnar dundu á konungssinnunum, létu kon- ungssinnar undan og Daudet fór í fangelsið. En félagar hans voru ekki af baki dottnir. Með brögðum fengu þeir fangavörð- inn til að sleppa Daudet lausum. Var símað til hans og honum sagt að gera það, og væri talað í sij órnarráðinu. Fangavörðurinn trúði og slepti fanganum og leik- ur hann nú lausum hala. Eru þessi afrek helst þessara helstu ílialdsmanna á Frakklandi. — Á Rússlandi gengur enn á sama um aftöku manna sem tald- ir eru andstæðir ráðstjóminni. — Enska stjórnin ber fram frumvarp um breytingar á lá- varðadeild þingsins. Jafnframt á sú deild að fá meira vald en áð- ur. Frjálslyndi flokkurinn og Jafnaðarmenn leggjast mjög þunglega gegn þessu frumvarpi- — Nýjustu símfregnir frá Kína eru þær að herir sjálfstæð- ismanna vinni á jafnt og þétt. Er nú svo komið að útlendingum þykir það geta vofað yfir þá og þegar að Peking falli í henduv þeim. Flýja útlendingar þaðan hópum saman. — Ný símfregn frá Leningrad hermir að 20 þús. atvinnulausra manna hafi gengið þar ki’öfu- göngu, og heimtað atvinnu. Urðu alvarlegar óspektir og vai’ð lög- reglan að skerast í leikinn til þess að dreifa mannfjöldanum. Til þess að bæta úr atvinnuleys- inu hefir ráðstjórnin ákveðið að 20 þús. verkamenn skuli fá árs- fjórðungs sumarfrí svo að hinir atvinnulausu geti fengið starf þeirra á meðan. Góðar námsbælcur. Fyrir skömmu fékk eg þriðja og . síðasta hefti af dýrafræði Jónasar Jónssonar. Eg las þetta hefti með meiri ánægju en hin fyrri. Enginn má þó skilja þessi orð mín þannig, að mér hafi eigi fallið vel það, sem áður var kom- ið út af dýrafræði þessari, því að frá því, að eg frétti fyrst um það, að von væri á þessari nýju dýrafræði, hefi eg beðið með ó- þreyju, fyrst eftir byrjun, síðan eftir framhaldi. Sumum kann nú ef til vill að þykja það nokkuð undai’legt, að' eg skuli hafa þráð útkomu bókar, sem eg vissi ekki hvernig verða mundi. En það er ekki svo undar- legt, þegar þess er gætt, að sami höfundur hafði áður samið Is- landssögu handa bamaskólum vorum, sem hlotið hafði, að verð- leikum, almenningslof. Hún er líka hin eina bók, sem komið getur til mála við bama- kenslu í þeirrí grein. Islandssaga J. J. er ekki eins og maður átti áður að venjast í námsbókum bama í þeirri grein, þur upptalning mannanafna og ártala, heldur skýrar og lifandi frásögur úr sögu þjóðarinnar. Skrifaðar á Ijósu og hreinu máli, kjörnar til þess að auka áhugann og hvetja börain til þess að lesa meira en boðið er. Sem dæmi þess skal eg nefna, að eg veit til þess að böm hafa, mest fyrir vakning bókar þessarar, lesið með góðum árangri allar þær Is- lendingasögur, sem þau hafa náð í. Það var ekki ætlun mín að skrifa langt mál um Islandssög- una, þótt eg gæti ekki látið vera að minnast á hana. Hún hefir þegar náð hylli flestra, yngri og eldri, og sýnir það best ágæti bókarinnar. Eg vildi sérstaklega minnast með nokkrum orðum á dýrafræð- ina, sem nú er öl út komin og eg hygg, því miður, að enn hafi eigi náð þeirri útbreiðslu, sem vert væri. Eg vaið ekki fyrir vonbrigðum þegar eg las fyrsta heftið af dýrafræðinni og hið sama get eg sagt um hin síðari. Eg gat þess í byrjun greinar þessarar, að eg hefði lesið síðasta heftið með meiri ánægju en hin fyrri. Að mínum dómi hefir höf. tekist best með það. Frásögnin er enn þá liprari og víða snildar tilþrif, þar sem höfundur er að lýsa lifnaðarháttum hinna lægri dýra, t. d. mætti nefna lýsinguna af hinum einkennilegu og jafn- framt dásamlegu lifnaðarháttum mauranna. I þessu hefti nefnir höf. miklu færri dýr en venja er að nefna í sumum kenslubókum um sama efni. Gerir hann grein fyrir því í formálanum á þá leið, að frásög- ur af þeim dýrum séu einkum teknar, sem ánægjulegt sé fyrir börnin að lesa um og vekji áhuga að læra meira með sjálfnámi. Þarna kemur glögt fram höfuð- kostur á námsbókum J. J. og hann er sá, að hafa efnið aðlað- andi, svo það veki löngun eftir meiru, jafnframt og það veitir talsvert glögga þekkingu. Það er líka kominn timi til að losna við þau hin dauðu fræðin. og bækur J. J. eru drjúgt spor í lífsáttina. Eg hefi heyrt nokkra menn finna það að fyrri heftum dýra- fræðinnar, að þar séu nefnd alt of mörg dýr. Sennilega stafar þetta einkum af því, að allir skilja ekki til fulls tilgang höf. með þessu, og dæma hér eins og um venjulega kenslubók sé að ræða, sem læra beri eftir gam- alli venju. Auðvitað má altaf um þetta deila, hvort gengið sé of langt eða skamt í þessu efni, en þó er það óneitanlega kostur les- bóka, eða sjálffræðara, að efnið sé víðtækt. Er það líka ætlun höfundar, að bækui- þessar séu öllu fremur notaðar sem lesbækur en kenslu- bækúr. Fíæglega má samræma þetta hvorttveggja, eins og höf. bendir á, með því að hota bækumar, sem lesbækur í skólunum og á heimilunum, en taka svo sumt ítarlega í kenslustundum. Hitt er misnotkun að ætla sér að láta böm læra allar bækurnar. Til þess er heldur ekki tími í hinum stuttu sveitaskólum vorum. Mín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.