Tíminn - 09.07.1927, Síða 2
120
TlMINN
reynsla er líka sú, að ekki þurfi
annað en fá námfúsum börnum
bækurnar, þá lesi þau þær, sér til
gagns, án þess að þeim sé sett
fyrir, svo aðlaðandi er efnið.
Vonandi fækkar þeim nú óðum,
sem láta læra slíkar námsgi’einar
utan bókar. Og þess vildi eg
óska, að dýrafræði J. J. kæmist
ekki í hendur þeirra manna, sem
rírðu svo gildi hennar. Til þess
að meta að verðleikum þessa
dýrafræði, er ekki einungis nauð-
synlegt að athuga, hvemig börn-
in taka henni og hvaða árangur
lesturinn hefir, heldur er líka
gott og sjálfsagt að bera hana
saman við þá bók, sem hefir ver-
ið og er víða enn notuð við
kenslú í þessari námsgrein í
barnaskólum vorum.
Eg hefi þegar drepið á það.
hver reynsla mín er í því efni,
hvernig bömin taka bókinni. Skal
aðeins bæta því við, að þegar eg
sagði bömum þeim, er eg kenni,
frá því, að nú væri þriðja h.eftið
af dýrafræðinni komið út, þá
kvað við úr mörgum stöðum:
„Eg ætla að fá það“.
Yfirleitt hefir mér virst börnin
eiga létt með að nema og festa í
minni höfuðatriðin úr lifnaðar-
háttum dýranna. Eg hefi líka
orðið var við þá ánægju meðal
þeirra, sem sprettur af því að
vita margt, sem áður var duiið.
Ef bomar eru saman þessi nýja
dýrafræði og hin eldri, er mun-
urinn auðsær.
Sú eldri er ágrip, þar sem lát-
ið er nægja að nefna dýrið og
lýsa því örlítið, gefa hugmynd
um stærð þess og heimkynni og
til hvaða dýraflokks það telst.
Hún er beinagrind eins og flestar
námsbækur bama hjá oss hafa
verið til skamms tíma.
Nýja dýrafræðin gefur nokk-
umveginn heildarmynd af dýrun-
um. Þar eru þau í átthögunum
að berjast fyrir lífinu.
Apamir klifra í skógunum.
Rándýrin liggja falin í bæli sínu,
veiða, ala upp ungana og kenna
þeiin listimar. Fuglarnir syngja,
byggja hreiður sín og draga að
í búið., Köngulóin vefur vef sinn
o. s. frv.
Þama stendur dýrið lifandi í
huga lesandans, við störf sín,
leiki og lífsbaráttu. Engum
þeim, sem nokkuð um þetta
hugsa og vilja skilja, mun bland-
ast húgur um það, hvort betur á
við barnseðlið.
Höfundur á bestu þakkir skil-
ið fyrir starí sitt. Og eg vona,
að svo mikil mentalöngun sé vak-
andi hjá íslensku þjóðinni, að
þess verði ekki langt að bíða, að
dýrafræði J. J. verði til á hverju
íslensku heimili. Hún er þess
fyllilega verð.
Halldór Sölvason.
«
----o----
FréttiT,
Slys það vildi til í fyrri viku,
að Einar Guðbjartsson, loft-
skeytamaður á Brúarfossi, ís-
firskur að ætt, féll fyrir borð og
druknaði.
Hljómleika héldu í fyrri viku
Haraldur Sigurðsson píanóleikari
og Dóra kona hans. Er þeim, að
maklegleikum, ávalt ágætlega
fagnað er þau koma hingað.
Klæðaverksmiðjan Gefjun á Ak-
ureyri hélt aðalfund sinn nýlega.
Hreinn reksturságóði á árinu
hafði orðið 14 þús. kr. Samþýkt
var að gefa 5 þús. kr. til Krist-
nesshælisins.
Annað slys varð hér aðfaranótt
sunnudags síðastl. Maður að
nafni Sigurður Jónsson, sjómað-
ur, féll af mótorhjóli á leið inn
að Elliðaám. Voru þrír á hjólinu
er það bilaði; hina tvo sakaði
ekki, en Sigurður meiddist svo
að hann dó um morguninn.
Kjósendafundi þrjá hafa fram-
bjóðendur hér í bænum haldið í
bai'naskólapoi-tinu. Veður jafnan
veriö ágætt, svo að þess vegna
hefði mátt halda góða íundi. En
fundirnir hafa allir veriö nauða-
ómerkilegir. Hafa ýmsir aðkomu-
menn haft orð á því, að slíka
fundi þýddi ekki að bjóða mönn-
um í sveitum iandsins. Að lang-
mestu leyti hafa fundimir orðið
Unutukast milii einstakra manna,
en iitt snúist um alvarleg mái-
efni. Tii marks um íundina má
þess ennfremur geta, að iang-
stærsta einstaka þjóðmálið, sem
nu er á dagskrá, gengismáiið,
hefir varla einu sinni verið talað
um. lViundi þó iiggja í augum
uppi aö skynsamieg lausn þess
er beint lífsskilyrði fyrir höfuð-
staöinn.
Stórsiys varð hér á höíninni
síöastnöinn mánudag. Voru sex
menn á bát þar sem sokkiö hafði
skipið „inger Benedicte“, og
unnu að sprengingum i skipsflak-
inu. Bar nú svo viö að tundriö
sprakk ekki neðansjávai', sem
þeir höfðu gengið frá, og átti því
að koma íyrir nokkrum smá-
sprengjum. Voru þeir með þær
hjá sér í bátnum og af einhverj-
um ástæðum ókunnum, sprungu
þær þarna mitt á meðal þeirra.
Varð af svo mikill hvellur að
heyrðist iangar leiðlr. Biðu tveir
mannanna þegar bana, Árni
Lýðsson og Benedikt Sveinsson;
hinn þriðji, Bjarni Ólafsson, dó
nokkru síðar, fjórði særðist mjög
mikið, en tveir lítið.
Austui- í Landeyjum þóttust
menn sjá kafbát á ferð milli
lands og Eyja, um síðustu helgi
og fór naxt yfir. Ekki hefir írést
að vart hafi orðið við kafbátimi
úr Vestmannaeyjum.
Banniögin og læknarnir. Aðal-
fundur Læknaféiags íslands var
haldinn hér í bænum 28.—30. f.
m. Meðal annars sem kom fyrir
íundinn var erindi frá Bann-
bandalagi íslands. Var samþykt
aðvtaka ekki þátt í Bandalaginu
vegna þess „að læknafundurinn
lítur svo á, að því miður sé það
fullreynt að bannölgin geta ekki
náð tilgangi sínum og hafi lík-
lega frekar gert ilt en gott“. —
Öðrum fórst! Hefði farið vel á
því að bætt hefði verið nokkur-
um orðum við þessa yfirlýsingu
læknanna. T. d. þessum: Ein
höfuðástæðan til þess að bann-
lögin náðu ekki til fulls tilgangi
sínum, var sú, að mikill hluti
læknastéttarinnar brást gjörsam-
lega skyldu sinni. Fjölmargir
læknar sumpart gerðu sér leik að
því að gefa kunningjum sínum
ávísanir á áfengi, sumpart gerðu
þeir sér það að atvinnu að selja
áfengi og gera enn. Vegna þess-
ara afbrota, svo almennra, hefir
álit hinnar íslensku læknastéttar
beðið hinn mesta hnekki.
Sigurður Einai'sson Hlíðar,
dýralæknir, hefir tekið aftur
þingmenskuframboð sitt á Ak-
ureyri.
Sveinbjörn tónskáld Svein-
björnsson hafði, áður en hann dó,
samið hátíðasöng fyrir Alþingis-
hátíðina 1930. Ekkja hans dyald-
ist hér um hríð, eftir jarðarför-
ina. Er nú farin, og afhenti tón-
smíðina áður í hendur lands-
stjómarinnar.
Tilgáta. Sú tilgáta er borin
fram í Vísi nýlega „að Valtýr sé
enn á launum. hjá Tímamönnum
og eigi að vinna það til launanna
að sjá um að Morgunblaðið sé
vitlausast allra blaða sem út
koma á lslandi“. — Þó að að
vísu hafi verið rækilega unnið
það starf, sem um getur, þá er
þó ekki rétt til getið um launa-
greiðslur til Valtýs frá Tíma-
mönnum. Tíminn hefir ekkert
greitt honum nú í allmörg ár.
Mbl. birti um daginn frétta-
klausu um mann er hefði verið
að klifra í Flosagjá á Þingvölium.
„Hrapaði hann en náði í „tó“ eða
snös og hélt sér þar. Félagar
mansins komu honum til hjálpar
og var hann dre-ginn upp nær
HAVNEM0LLEN
KAUPMANNAH0FN
mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti.
Meirí vörugæði ófáanleg.
S.I.S. slsziftir eingöng'rí "vi<3 olkilc-ULr.
Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
dauða en lífi“, og svo bætir blað-
ið við dálítilli hugvekju um hvað
það geti verið hættulegt að klifra.
Tilefni sögunnar var þetta: Piltur
nokkur klifraði upp Almannagjá,
en er hann var kominn allhátt
varð fyrir honum snös, sem hann
komst ekki upp fyrir. Nú gat
hann ekki klifrað niður aftur, svo
hann kom sér þægilega fyrir á
klettasillu og beið þar uns félag-
ar hans komu aftur með reipi.
Komst hann niður með stuðningi
af því og kvartaði ekki um ann-
að en að sér hefði leiðst að bíða.
Kosningasvik. Kæra sú, er
prentuð er hér á eftir, hefir ver-
ið afhent bæjarfógetanum á Isa-
firði:
„Við undirritaðir fórum í gær-
kvöldi til hreppstjóra Eyrar-
hrepps, Hálfdánar Hálfdánarson-
ar í Búð til þess að neyta at-
kvæðisréttar okkar og kjósa til
Alþingis, við í hönd farandi kosn-
ingar í Norður-ísafjarðarsýslu,
þar sem við ætluðum út á sjó tíl
fiskiveiða og gerðum ráð fyrir
að vera ekki heima á kjördegi.
Hreppstjóri afhenti okkur kjör-
gögnin, auðan seðil hvítan, blá-
grátt venjulegt umslag og fylgi-
bréf, sem við undirskrifuðum
eiginhandarnöfnum okkar eftir
að þau höfðu verið útfylt. Við-
staddur var hjá hreppstjóra Egg-
ert Halldórsson verslunarmaður
og skrifaði hann utan á ytri um-
slögin og lokuðu þeir hreppstjóri
umslögunum. Undirritaði Hálf-
dán fylgibréfin. Skildum við at-
kvæðin eftir hjá honum, horfðum
á hann láta þau ofan í skúffu,
(læsti hann skúffunni, tók lykilmn
úr skránni og lét þess getið að
þama skyldu atkvæðin geymast
þangað til á kjördegi. Heyrðum
við þá talað, að óvarlegt væri að
skilja atkvæðin eftir og betra
væri að gæta þeirra sjálfir. Fóru
þá 2 okkar, Sumarliði Hjálmars-
són og Kristinn Pétursson til
hreppstjórans aftur og kröfð-
umst atkvæðanna. Afhenti hann
okkur þau sjálfur, opnaði Sumar-
1 liði Hjálmarsson atkvæði sitt
straks þegar heim kom í votta
viðurvist og kom þá í ljós, að
breytt hafði verið um nafn þing-
mannsefnisins á kjörseðlinum.
Hafði eg, Sumarliði Hjálmarsson,
kosið Finn Jónsson, en á seðlin-
um stóð nú nafn hins frambjóð-
andans. , Samstundis opnaði
Kristinn atkvæði sitt að vottum
viðstöddum og varð þar hið sama
uppi á teningnum. Þriðja atkvæð-
ið létum við óopnað að sinni, en
í morgum var það opnað af mér,
Halldóri Kristjánssyni, í votta
viðurvist, og hafði því atkvæði
einnig verið breytt á sama hátt.
Kærum við þetta hér með til
yðar, herra sýslumaður og óskum
þess, að þér þegar í stað takið
mál þetta fyrir til skjótrar rann-
sóknar. Framanritaða skýrslu er-
um við reiðubúnir til þess að
staðfesta með eiði okkar, sem og
að gefa allar þær upplýsingar,
sem í okkar valdi stendur og
dómarinn kynni að óska.
P. t. Isafirði, 5. júlí.
Sumarliði Hjálmarsson.
Kristinn Pétursson.
Halldór Kristjánsson".
Bæjarfógetinn hefir hnept
hlutaðeigandi hreppstjóra í
gæsluvarðhald og stendur rann-
sókn málsins yfir, enda er sagt
að fjórði kærandinn hafi nú bæst
í hópinn, út af samskonar atviki.
Verður þetta mál að rannsakast
ítarlega. Eins og alkunnugt er
hefir legið sterkur grunur á því,
og af mörgum talin full vissa, að
íhaidsmenn hafi við fyrri kosn-
ingar komið við svikum, líkum
og þeim sem nú er kært yfir. Um
það hefir Ihalds-Faríseinn að
vísu ekkert skrifað og verður
fróðlegt að sjá hvemig hann rit-
ar nú um þetta mikla hneykslis-
mál.
Þrír kærendanna hafa þegar
unnið eið að skýrslu sinni. Það
er og talið sannað, að þeir hafi
ekki skrifað nafn íhaldsframbjóð-
andans á kosningaseðilinn.
Atkvæði greidd hjá þessum
hreppstjóra eru víðar á ferð, t.
d. norður í gtrandasýslu. Hefir
Tr. Þ. beint tilmælum til dóms-
málaráðuneytisins um að sérstak-
ar ráðstafanir séu gerðar þeirra
vegna.
Stórt ferðamannaskip, Carin-
thia, frá Bandaríkjunum, kom
hingað, með fjölda farþega, um
miðja vikuna og stóð við í tvo
daga. Fóru gestirnir víða um.
„Hvar eru hinir níu?“ Saga
frá Krists dögum með því nafni
er nýkomin út í íslenskri þýð-
ingu. Þýðarinn, Ámi Jóhannsson,
sendir bókina frá sér á sextugs-
afmæli sínu, með bestu óskum.
Mjög er vandað til þýðingar og
útgáfu eins og til alls, sem Ámi
gefur út. Þýð. segir í eftiimála
um bókina: „Dýrðlegar myndir
úr æfisögu frelsarans, svo óvenju
vel „framkallaðar“ .og fagurlega
feldar ‘ í umgjörð hugnæmrar
skáldsögu“.
Bókmentafélagið hélt aðalfund
sinn, eins og venja er til, 17. f.
m. Bar það þar helst til tíðinda,
að einhver óánægja kom fram út
af útgáfu Fombréfasafnsins. Og
Hjf. Jón SignrandaBoa & Co>
Áhersla lögð á
ábyggileg viðskifti.
Millur, svuntuspennur
og belti
ávalt fyrirliggjandi.
Sent með póstkröfu
um alt land.
Jón Sigmondsson gaOanUhur.
Sími 883. — Laugaveg 8.
Sjó- og bruna
vátryggíngar.
Símar:
Sjótrygging .... 542
Brunatrygging . . 254
Framkvæmdarstjóri 309
Vátryggið
hjá
íslensku
félagi.
IsÆaltöl
Bajerskit öl
Pilaner
Best. — Odýrast.
Innient.
Samvinnuskólinn
1927—28.
Skólatíminn 7 mánuðirð frá 1.
okt. til aprílloka. Kenslugreinar:
Samvinnusaga, félagsfræði, hag-
fræði, verslunarsaga, verslunar-
löggjöf, verslunarlandafræði, bók-
færsla, reikningur, verslunarreikn
ingur, skrift, vélritun, íslenska,
danska, enska og fyrir þá sem
þess óska sérstaklega byrjunar-
kensla í þýsku og frönsku.
Myndavél tapaðist við Tryggva-
skála á leið austur að Þjórsár-
móti. Finnandi vinsamlega beð-
inn að skila henni í versl. Klöpp,
Reykjavík, gegn fundarlaunum.
höfðu slík ummæli verið tekin al-
varlega af sumum. Hóf Jón Sig-
urðsson þá útgáfu, sem líklegt
var; mundi mörgum þykja það
undarleg ráðbreytni ef Bókmenta-
félagið feldi nú niður þá stór-
merku bókaútgáfu. En allra ein-
kennilegást er þó að félagsmenn
skuli vera að amast við þessu
þegar þess er gætt að Alþingi
veitir félaginu árlega styrk bein-
línis til útgáfu Fornbréfasafns-
ins.
Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.