Tíminn - 30.08.1927, Blaðsíða 2
142
TlMINN
T.
Bncli
(Iiitasmiðja Buchs)
Tietgensgade 64. Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og
allir litir, fallegir og sterkir.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya,
matarlitir, ,,Sun“-skósvertan, „Ökonom“-skósvertan,
sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi,
skilvinduolía o. fl.
Brúnspónn.
LITARVÖRUR:
Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir.
GLJÁLAKK:
„Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Besta tegund, hreint kaffibragð og ilmur.
Fæst alstaðar á íslandi.
Frá íitlöndnm.
Sacco og Vanzetti voru líf-
látnir 23. þ. m. Dómarar í hæsta-
rétti Bandaríkjanna höfðu neitað
að taka mál þeirra upp .til nýrr-
ar rannsóknar. Þá báðu verjend-
ur þeirra ríkisstjórann í Mas-
sachusetts að fresta aftökunni og
reynt var að fá forseta Banda-
ríkjanna til þess að náða þá. Fjöldi
mentamanna og ýms stórblöðin
tóku í sama strenginn en alt
reyndist árangurslaust. Þegar er
aftakan fréttist, hófust verkföll
og óeirðir víða um heim eins og
eftirfarandi skeyti sýna.
— Símað er frá Berlín, að
þegar fregnin úm aftöku Saccos
og Vanzettis var birt, hafi brotist
út óeirðir víðsvegar í Ameríku og *
Evrópu. Víða hafa verið gerðar
tilraunir til þess að sprengja
byggingar og önnur mannvirki í
loft upp.
— Símað er frá Washington,
að lögregluvörður hafi verið auk-
inn mjög við Hvíta húsið, bú-
stað forseta Bandaríkjanna.
— Símað er frá New YorK
City, að mótmælaverkföll út af
aftökunni séu hafin víða í Amer-
íku, en sumstaðar hefir slegið í
götubardaga. 1 Argentinu og
víðar í Suður-Ameríku hafa orðið
alvarlegar óspektir.
— Símað er frá Berlin, að mót-
mælaverkföll séu allvíða í Þýska-
landi og víðar í Evrópulöndum.
— Símað er frá París, að all-
miklar óeirðir hafi orðið þar á
götum, er fregnimar um aftöku
Saccos og Vanzettis bárust þang-
að. Sumstaðar lenti í bardögum.
— Símað er frá Genf, að kom-
múnistar hafi ráðist á bústað
könsúls Bandaríkjanna þar í
borg og byggingu þjóðabandalags-
ins. Brutu þeir rúður í fundasal
ráðs bandalagsins. Verslanir, þar
sem vamingur frá Bandaríkjunum
var á boðstólum, voru grýttar.
Margir særðust í skærum.
— Símað er frá Shanghai, að
Englendingar hafi upphafið kúg-
unarráðstafanir sínar gagnvart
suðurhernum kínverska. Kúgun-
arráðsstöfun sú, sem hér um
ræðir, var hvumleið flutnings-
stöðvun er leiddi af sér ýms
óþægindi og erfiðleika fyrir
suðurherinn. Englendingar upp-
höfðu flutningastöðvunina vegna
þess, að Kínverjar létu að kröf-
um þeirra.
— Símað er frá Honolulu, að
tveimur flugvélum hafi verið
flogið frá Califomíu yfir Kyrra-
háf. Var hér um kappflug að
ræða. Tveggja þátttakendanna er
enn saknað og hefir kappsamleg
leit verið hafin að þeim.
— Símað er frá Berlin, að
stjómarskifti hafi orðið í Grikk-
landi. Lýðveldissinnar og hæg-
fara konungssinnar taka þátt í
myndun hinnar nýju stjómar.
— Símað er frá London, að
menn búist við því, að norður-
herinn kínverski taki Nanking
herskildi þá og þegar.
— Franska blaðið Le Matin
hefir birt bréf sem farið hafa í
milli þjónustumanna rássneska
utanríkisráðuneytisins, og bera
þau með sér, að ráðstjómin rúss-
neska hafi í vor reynt að koma
því til leiðar, að uppreisn yrði
hafin í Marokko.
— Símað er frá París, að kom-
múnistar hafi orðið valdir að
frekari óeirðum útaf aftöku
Saccos og Vanzettis. Sló í skæða
bardaga á götunum við lögreglu-
liðið. Bygðu kommúnistar sét'
virki á strætum og gatnamótum,
rændu í búðum og réðust inn á
veitingahús og skemtistaði á
Montmartre, þar sem Bandaríkja-
menn tíðast eru mjög fjölmennir.
Eyðilögðu kommúnistar alla hluti,
er þeir fengu hönd á fest. Gisk-
að er á, að um þúsund manna
hafi særst í skærunum. Lögrevlu-
liðið bar sigur úr býtum að lok-
um og hafði þá handtekið hálft
þriðja hundrað manna.
— Símað er frá London, að
jámbrautarslys hafi orðið ná-
lægt Sevenoaks (í Kent). Ellefu
menn biðu bana, en tuttugu
meiddust.
— Símað er frá Cairo, að
Zaghlul pasha sé látinn. (Zaghlul
pasha var f. um 1860. Stund-
aði nám á Azharháskólanum í
Cairo og gerðist málafærslumað-
ur (1884). Kenslumálaráðherra
1906. Gerðist snemma þjóðernis-
sinni og varð brátt leiðtogi þeirra.
Þá er vopnahléð hafði verið samið
1918 krafðist hann þess, að sjálf-
stæði Egiptalands væri viðurkent.
Þeim kröfum vildu Bretar ekki
sinna og hafði Zaghlul þá í hót-
unum og var gerr landrækur og
fluttur til Malta, ásamt þremur
öðrum þjóðernissinnum. Af þessu
tiltæki Breta spruttu óeirðir í
Egiptalandi, og voru margir
breskir yfirforingjar þar myrtir.
Zaghlul var þá slept úr ánauðinni
skömmu síðar og hefir síðan ver-
ið leiðtogi þeirra þjóðemissinna,
sem lengst hafa gengið í kröfun-
um og unnið að því, að Egipta
landi yrði í öllu óháð Bretlandi og
fengi yfirráðin yfir Sudan og
Zues-skurðinum. Eins og geta má
nærri hafa slíkar kröfur ávalc
látið illa í eyrum Breta. í jan.
1924 myndaði Zaghlul pasha
stjórn, er flokkur hans hafði bor
ið sigur úr býtum í kosningum.
Er þess skamt að minnast (sbr.
skeyti í maí), að Bretar óttuðust
mjög vaxandi áhrif egipskra
þjóðernissinna og mun með Zagh-
lul pasha fallinn í valinn öflug-
asti andstöðumaður Breta í
Egiptalandi).
—.—o----
Kennaraþingið 1927.
(Skýrsla
frá stjórn kennarasambandsins).
Samband íslenskra bamakenn-
ara hélt 7. ársþing sitt 1 Reykja-
vík, dagana 14.—16. júní 1927.
Sóttu það um 60 kennarar, víðs-
vegar af landinu.
Þetta er hið helsta, sem til
meðferðar var:
1. Formaður, Bjarni Bjarnason
skólastjóri, setti þingið og mint-
ist látins félaga, Jóns Ólafssonar
skólastjóra í Vík.
2. Formaður kvaddi Björn H.
Jónsson kennara á ísafirði til
þess að stýra fundum, en til vara
Arngrím Kristjánsson kennara í
Reykjavík. En fyrir fundaskrif-
ara Bjarna Jónsson skólastjóra
í Grindavík, Guðmund Gíslason
kennara í Reykjavík og Hannes
Magnússon skólastjóra á Fá-
skrúðsfirði.
3. Hallgrímur Jónsson kennari
í Reykjavík flutti erindi um upp-
eldi og áhrif kennara á börn, að
mestu eftir ritum Annie Besant,
og var það vel þakkað.
4. Skýrsla stjórnarinnar. For- |
maður gaf stutt yfirlit yfir störf j
stjórnarinnar á liðnu ári, og voru
þessi viðfangsefni sambandsins
helst: a) Skrifleg próf. — Kenn-
urum og stjóm kennarasambands-
ins hefir mjög leikið hugur á því,
að koma á skriflegum prófum, en
margir erfiðleikar eru á fram-
kvæmd þess, en mest mismun-
andi langur kenslutími á ýmsum
stöðum og próf á ýmsum tíma.
Formaður taldi líklegt, að bráð-
lega mundi ráðist í skrifleg próf,
að einhverju leyti, því að hinn
nýi fræðslumálastjóri væri því
fylgjandi, en ráðlegra þætti að
undirbúa málið sem best, heldur
en eiga það á hættu, að fyrsta
tilraunin mistækist og gæti orðið
málinu til tafar. b) Kjör farkenn- |
ara. — Stjóminni hafði verið fal-
ið á síðasta ársþingi að gera eitt-
hvað til bóta á kjörum farkenn-
ara, og hafði stjómin talsvert um
þetta rætt, en ekki að svo stöddu
séð fært að ráðast í beinar
framkvæmdir í málinu. c) Fyrir-
lestrastarfsemi. — Stjóminm
hafði verið heimilað af síðasta árs-
þingi að verja fé til fyrirlestra
út um land um uppeldismál, en
þar sem sambandið hefir fjár-
frek störf með höndum, útgáfu
íslandskortsins, hafði stjómin
ekki séð sér fært að verja fé
til þess að sinni. d) Útgáfa Is-
landskortsins. — Helgi Hjörvar
gaf skýrslu um gang þess máls
og ástæður fyrir því, að útgáfan
hefði dregist lengur en ætlað var.
Skólakort með nöfnum mundi
koma út áður en skólar byrjuðu
í haust, og kosta 20—25 kr. upp-
sett. e) Þá gat íormaður ýmsra
fleiri félagsmála og stéttarmála
kennara.
5. Þá voru samþyktir reikning-
ar sambandsins.
6. Myndasýningar í skólum.
Guðjón Guðjónsson hóf umræður.
Sýndi hann fram á kosti skugga-
mynda eða kvikmynda sem
kenslutækja. Með þeim gæti kenn-
ari náð til miklu fleiri barna í
einu en tiltækilegt væri ella,
bömin gætu numið margfalt
meira af vel völdum myndum en
bóklestri eða munnlegri frásögn á
jafnlöngum tíma. Taldi, að
skuggamyndavélar yrðu að sam-
anlögðu heppilegri en kvikmynda-
vélar. — Nokkrar umræður urðu
um málið, og lauk þeim með því,
að kosin var nefnd manna til að
greiða fyrir þeim, sem kaupa vilja
sýnivélar og myndir til kenslu-
nota. Nefndin frá í fyrra var end-
urkosin: Sig. Jónsson skólastjóri
í Reykjavík, Gísli Jónasson kenn-
ari í Rvík og Guðjón Guðjónsson.
7. Vandræðabörn og meðferð á
þeim. Helgi Hjörvar kennari
flutti erindi um þetta efni, og
lýsti einkum kynnum sínum af
meðferð þessara mála úr utanför
sinni og tveim höfuðstefnum í
þeim málum: að reisa hæli fyrir
bömin eða að koma þeim fyrir
á heimilum. Taldi hann, að eink-
um Svíar beittu meira síðari að-
ferðinni, og þætti hún gefast æ
betur; þetta væri sama aðferð
og hér hefði jafnan verið höfð,
þegar á þurfti að halda, og
mundi það hentugast og ódýrast
fyrir okkur, enda væri hér ennþá
um lítil vandræði að tala, hjá því
j sem margir aðrir ættu við að
1 stríða í þessu efni.
8. Ýms fræðslumál. Ásgeir Ás-
geirsson fræðslumálastjóri hóf
umræður og rakti aðaldrætti í
þróun fræðslumálanna hér á
landi. Þau viðfangsefni, sem nú
biðu úrlausnar, væru helst þessi:
að samræma starfshætti skólanna
og semja fyrir þá námsskrá, eða
námsáætlun og að koma skipulagi
á útgáfu kenslubóka, í stað óreiðu
þeirrar, sem nú væri. Urðu mikl-
ar umræður, og snerust þær
einkum um kenlubækumar. Var
að lokum samþykt tillaga þessi:
„Stjórn sambandsins er falið að
athuga, hvemig tryggja megi
Sambandinu rétt til að háfa hönd
í bagga með útgáfu kenslubóka
handa íslenskum barnaskólum og
senda tillögur um það til kennara
með næsta þingboði, þeim til at-
hugunar. Ennfremur er henni
falið að koma á framfæri á næsta
Alþingi lagafyrinnælum, sem
tryggi sambandinu á næsta Al-
þingi íhlutunarrétt, sé það nauð-
synlegt“. — Þá var og samþ.
þessi tillaga, frá Sigurði Jónssyni,
skólastjóra í Rvík: „Kennara-
þingið telur nauðsynlegt, að sett
verði námsskrá fyrir alla barna-
skóla landsins og treystir fræðslu-
málastjóra til þess að gangast
fyrir framkvæmdum í því efni“.
9. Guðmundur G. Bárðarson
mentaskólakennari flutti erindi
um verknám bama. Bar hann þar
fram mjög eftirtektarverðar til-
lögur um það, hvernig mætti sam-
ræma og sameina bókfræðslu og
ýmiskonar venjuleg og gagnleg
störf, og það alveg eins í kaup-
stöðum og í sveitum. Taldi hann,
að mest mætti í þessu efni læra
af bestu sveitaheimilum, eins og
þau höguðu fræðslustarfinu með-
an fræðsluskyldan hvíldi á þeim.
Þótti þetta erindi hið merkileg-
asta á allan hátt.
10. Teiknikensla í skólum. Isak
Jónsson kennari í Rvík hóf um-
ræður. Lýsti hann ýmsum stefn-
um og starfsaðferðum við teikni-
kenslu. Urðu allmiklar umræður,
og að þeim loknum samþyktar
þessar tillögur:
a) „Kennaraþingið lítur svo á,
að vinna beri að því að koma
teiknikenslu inn í neðri bekki
bamaskóla, og auka teikningu í
öllum skólum í sambandi við aðr-
ar námsgreinar“.
b) „Stjórn kennarasambandsins
er falið að hlutast til um það við
skólastjóra kennaraskólans, að á
næsta kennaranámskeiði verði
megináhersla lögð á að leiðbeina
kennurum í „töfluteikningu“.
11. Jón Ófeigsson mentaskóla-
kennari flutti erindi um „noklaa
ágalla í undirbúningsfræðslu“, og
talaði einkum um lestrarkenslu og
höfuðatriði málfræðikenslu. Taldi
hann mikla nauðsyn á því, að
takmarka málfræðikensluna fyrst
framan af við nokkur þau atriði,
sem hefðu mest hagnýtt gildi, en
málfræðikensla á víð og dreif,
eins og mest viðgengist, kæmi að
litlu gagni. Urðu um þetta efni
miklar umræður, en engin ályktun
gerð.
12. Ágúst H. Bjarnason pró-
fessor flutti tvo fyrirlestra, sitt
kvöldið hvorn, um hvatalíf barna
og unglinga. Þótti kennurum þessi
erindi bæði fróðleg og merkileg.
13. Lagabreyting var samþ., að
í stað: „3/5 greiddra atkv., í
15. gr. kennarasambandslaganna,
komi: meiri hluta greiddra atkv.
14. Stjórnarkosning. Þá voru
kosnir í stjóm til næsta árs:
Bjarni Bjarnason skólastjöri í
Hafnarfirði, Klemens Jónsson
skólastjóri á Álftanesi, Guðjón
Guðjónsson, Helgi Hjörvar, Am-
grímur Kristjánsson, Sigríður
Magnúsdóttir og Þorsteinn Sig-
urðsson, kennarar í Reykjavík.
En í varastjóm: Isleifur Jónsson
skólastj. í Rvík, Sigurður Jónsson
skólastjóri í Rvík og Hallgrímur
Jónsson kennari í Rvík. Endur-
skoðendur voru kosnir: Isak
Jónsson kennari í Rvík og Sig.
Jónsson skólastj. á Seltjarnamesi.
15. Ýms mál. Mörg fleiri mál
bar á góma en hér eru nefnd, og
voru út af sumum þeirra samþ.
áskoranir til stjómar kennara-
sambandsins eða henni falin þau
til úrlausnar, en sum voru ítrekuð
frá fyrri ársþingum, þar á meðal,
sérstaklega um bætur á skólamál-
um í sveitum, um fyririestra, um
uppeldismál o. fl. — Stjórninni