Tíminn - 17.09.1927, Síða 1

Tíminn - 17.09.1927, Síða 1
(ö)aíbfcri 09 afgrei&slumaímr íimans er Xannoeig 0 r s ! e 1 n s öó t lir, Sambanösijúsinu, Se-yfjaoíf. J^fgreibsía íímans er í Sambanöstjúsinu. ©pin öagle§a 9—(2 f. ij. Sbni ^96. XI. ár. Reykjavík, 17. september 1927. 41. blað. Feneyjar. Nikulás ábóti á Múnka-Þverá var maður orðhagur. Meðal ann- ars bjó hann til íslensk nöfn á nokkrum erlendum borgum. Ekki þýddi hann nöfnin heldur ís- lenskaði þau öðruvísi. Basel varð hjá honum að „Buslaraborg“, en úr Venezia varð „Feneyjar". — llvað snertir Buslaraborg, þá má sennilega deila um hve réttmætt nafn það sé — en kýminn hefir ábótinn verið. Aftur á móti „Fen- eyjar“ er svo vel valið heiti á borginni við Adriuhafið, að betra er ekki hugsanlegt. Það var seint um kvöld í miðj- um janúarmánuði 1920 að eg kom til Feneyja. Dimt var og drunga- legt yfir, svai'tamyrkur alt í kríng. Samferðafólkið var þreytt og þegjandalegt, því fátt er eins þreytandi og að aka langar leið- ir í járnbrautarlest. En svo birti smátt og smátt yfir. — Það voru glampar af ljósunum frá Fen- eyjum. Eftir stutta stund erum við komin þangað, lestin staðnæmist og við flýtum okkur út úr vagn- inum. Þar var ys og þys og þar ægði saman mörgum tungumál- um. Mest bar á ensku, frönsku og þýsku og höfðu margir hátt. En hæst allra hrópuðu þó burðar- karlarnir ítölsku og flyktust að íerðafólkinu til að fá eitthvað að gera, koma farangiinum niður úr vögnunum og í bátana o. s. frv. Nú var eftir að finna gisti- húsið og það| var ekki árenni- legt, því ógjömingur var að rata fyrir ókunnuga að kvöldi dags. Eg afréð því að ná í „gondól“ og láta róa með mig yfir á gistihús- ið við „Canal Grande". Það gekk vel að ná í gondóhnn og svo héld- um við í áttina. En þessi siglinga- leið var frábrugðin öllum þeim sem eg hafði áður faríð. Kol- svartamyrkur var á og rétt ein- stöku ljós sást í myrkrinu og draugalegt þótti mér á þeirri leið. Eftir þriðjung stundar vor- um við komnir að tröppum gisti- hússins og eg steig á land. Þá var eftir að gjalda ferjutollinn og 20 líra setti karlinn upp. Mér þótti það ærið mikið, greiddi það þó, en karl stjakaði frá landi glaður í bragði. Seinna komst eg að því að karl hafði reiknað sér meira en tífalt gjald fyrir vikið. Eg hélt síðan iim í gistihúsið og svaf vært um nóttina og er eg vaknaði morguninn eftir var glaða sólskin og þá ljómuðu Fen- eyjar í allri dýrð sinni. Feneyjar! — Hver hefir ekki heyrt Feneyjar nefndar? Senni- lega eina einkennilegustu og feg- urstu borg jarðarinnar; bygð á eyrum og hólmum úti í lóninu mikla (Lagune venezia) nyrst við Adriuhaf. — Ámar á Norð- ur-Italíu hafa borið feiknin öll af aur og leðju út í sjóinn og myndað eyrarnar. Út á þær flutti fólkið frá Norður-Ítalíu og bygði sér ból þar til þess að hafa frið fyrir langbörðum, sem sí og æ herjuðu þar um slóðir. Fen- eyjalón er um 40 km. á lengd, en frá 10—15 km. á breidd og borg- in stendur rúml. 4 km. frá landi. Járnbrautarbrú, mikið mannvirki, hefir verið bygð þangað, svo nú má aka alla leið til borgarinnar. En hún er bygð á eymm sem síðan hefir verið skift í 118 hólma eða smáeyjar og á þeim eru húsin bygð. Voru staurar gríðarstórir reknir á kaf niður í leðjuna, hver við annan, s íðan lagðar hellur stórar þar á ofan og á þeim grunni voru húsin bygð. í borgarsíkjunum er víða tals- verður straumur sem ber öll ó- hreinindi burtu frá borginni. Gegnum endilanga borgina skerst síkið mikla — Canal Grande — í laginu eins og S, og um 4 þúsund m. á lengd. En út frá Canal Grande gengur aftur fjöldi síkja um alla borgina. Sum- staðar eru götur milli síkjanna og húsanna, en víða standa hús- in alveg út við, síkin og eru þá tröppur frá þeim og beint út í sjó, þar sem gondolar og pramm- ar geta lagst við. Yfir síkin eru bygðar brýr, alls um 400 og eru þær úr marmara flestar, og fagr- ar og fornar að útliti. Víða eru stór og fögur torg, telst svo að þau séu 200 í Feneyjum, stór og smá. Yfir Canal Grande eru bygðar 3 brýr, frægust þeirra er, Ponti di Rialto, sem bygð var á árunum 1588—91. Hún er bæði há og breið og gerð af mikilli list og beggja megin á brúnni eru sölubúðir, þar sem slyngir Fen- eyjakaupmenn bjóða varning sinn. Aðallega eru þar þó skart- gripasalar sem hafa dýrðlega hluti að bjóða úr gulli og silfri og mikið er þar um gull og silf- urvíravirki, eins og víðar á ítalíu, þeir hafa löngum verið, ítalir, gull- og silfursmiðir góðir, bæði að fornu og nýju. Glæsilegar eru hinar gömlu hallir aðalsættanna við Canal Grande, bygðar úr ýmislega lit- um manmara. Snýr framhlið hús- anna að síkinu og má þar sjá margskonar byggingarstíl frá ýmsum tímum og mikið útflúr. Margar eru framhliðar húsanna gluggalausar en aftur á móti fagurlega skreyttar svölum og súlnagöngum. Víða kemur glögt fram hve mikil áhrif hertoga- höllin hefir haft á gerð aðals- hallanna. Fyrir utan hallirnar úti í síkinu standa margir staurar, venjulega tvílitir, oft hvitir og bláir og speglast fagurlega í síkj- unum þegar logn er. Á staurum þessum, sem notaðir eru til þess að festa gondólunum við, voni áður skjaldarmerki aðalsættanna, sem hallimar áttu. En aðalsættir þær sem áður lifðu glæstu lífi í hinum skrautlegu sölum eru nú flestar horfnar úr sögunni og hallirnar eru gengnar úr ættar- greipum. Auðmenn ýmsra þjóða hafa keypt margar þeirra og búa þar part úr ári. En sumar þeirra eru nú notaðar í þarfir bæjarfé- lagsins á einn og annan hátt, t. d. sem ráðhús, skólar, bankar, pósthús o. s. frv. Á Canal Grande er gríðarmikil umferð, óteljandi gondólar, prammar og einstöku vélbátar þjóta fram og aftur um síkið. Og’ í stað strætisvagna, sem tíðkast í öðrum borgum gengur vélskip eftir síkinu stóra og staðnæmist hér og þar, til þess að farþegar geti gengið um borð eða í land. En þegar prammarnir eru komn- ir út úr síkinu stóra og út á Canale di San Marco, sem er miklu breiðari; þá vinda þeir upp segl ef byr gefur — topp- mjóu seglin sem eru svo einkar- sérkennileg og sem eg hefi óvíða séð annarsstaðar en í Feneyjum. Manni verður starsýnt á gon- dólana, þeir eru langir og renni- legir, stafn og skutur liggur hátt, svo að lítur út fyrir að þeir naumast snerti sjóinn og er þeim róið með einni ár. Sjómenn áttu Feneyjar ágæta fyrrum, sem sigldu dýrum herskipum og kaup- föi’um um þvert og endilangt Miðjarðarhaf. Og þó ekki þurfi mikla „sjómensku“ til að stýra smábát um borgarsíki, þá var eftirtektarvert að sjá hve lipurt og létt gondólunum var stjórnað. Oft var þraung mikil á síkjunum en þó tók eg aldrei eftir að tveir gondólar kæmu hvor við annan. Enda hafa ræðaramir, sumir hverjir, ekki heldur gert annað um æfina en að „gondólast“ fram og aftur um borgasríkin. Síkin eru víða svo mjó að bátar geta naumlega mæst þar. liúsin eru há með flötum þökum úr rauðum steini. Mér er minnis- stætt eitt síkið — Rio Albrizzi — þar sem hávaxin tré voru ofan á húsunum og brú á milli húsa- þakanna yfir síkið. Trén slúta framyfir síkið, svo staðurinn er ekki ósvipaður gljúfri, þar sem vatn rennur á botninum og bjarkirnar hafa tylt sér eins framarlega og komist verður á gilbarminn. Víða eru götur meðfram síkj- unum og vitanlega er hægt að fara fórgangandi um borgina alla. Eitt af því sem ferðamaður, sem kemur til Feneyja, tekur fyrst eftir, er það, hve öll um- ferð er kyriát og laus við allan skarkala. Eg var nokkra stund að átta mig á hvernig á því stendur. En í Feneyjum er því svo varið, að þar eru engir vagnar. Bíl- ar, reiðhjól eða önnur ökutæki, jafnvel krakkakerrur, eru þar ekki til. — Við, sem þekkjum hraðann á ökutækjunum, stórum og smáum, hér í Reykjavík og grendinni og höfum ef t. v. lent í hálfgerðum lífsháska á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti, við finnum fljótt hve þægilegt það er að dvelja um stund á þeim stað þar sem alt sem á hjólum rennur, er bannfært. Eg reikaði um götur Feneyjar og eg lét berast með fólks- straumnum, því erindi átti eg þá ekki annað en að taka eftir því sem fyrir augun bæri. Fyr en varði var eg kominn á opið svæði eða torg svo fagurt, að eg hefi aldrei séð annað fegurra. Þettað var „Piazza San Marco“ — eða Markúsartorg, sem er álit- ið eitt hið fegursta torg hér í álfu og jafnvel þó víðar væri leit- að. En alls eru um 200 torg í Feneyjum stór og smá. Öll eru þau nefnd „Campo“ eða „Cam- piello“, aðeins hin tvö stærstu og glæstustu eru kölluð „Piazza“ og „Piazzettan“. Markúsartorgið er gríðai’stórt, aflangt og er alt þakið marmara og öðrum bergtegundum. Alt í kring standa glæstar byggingar hinna miklu meistara, hver ann- ari fegurri og merkilegri. Sunn- an, vestan og norðan við torgið eru byggingamar prýddar með fjölda súlna og bogagöngum og miklu og smek-klegu skrauti öðru, en við austurenda torgsins stend- ur hin víðfræga kirkja hins heil- aga Markúsar, sem er verndari Feneyja. Vóru bein hans flutt austan frá Alexandriu og til Fen- eyja árið 829 og árið eftir var byrjað á kirkjubyggingu þeini, sem átti að veita hinum jarð- nesku leifum postulans húsaskjól. En kirkjunni var síðan breitt á marga vegu og lögðu margar kyn- slóðir þekkingu sína og list til í kirkjubyggingu þessa. Enda er byggingastíll kirkjunnar mjög margbreyttur og fjölskrúðugur og í honum mætist austræn og vestræn list á göfgasta hátt. Er hún ólík flestum öðrum kirkjum á Italíu. Yfir kirkjuna hvelfast finnn dýrðlegir kúplar, skrýddir að innan dýrðlegum myndum, sem settar eru saman úr lituðum glerjum (Mosaik). Ná myndir þessar yfir 4 þúsund fermetra á kúplum og veggjum kirkjunnar. Að innan er kirkjan meðal ann- ars prýdd 500 austrænum marm- arasúlum, þar sem hvert súluhöf- uð er frábrugðið öðru, svo mikil er fjölbreytnin. En úti yfir aðal- dyrum kirkjunnar standa 4 eir- styttur fornar, af hestum fyrir vagni. Sína sögu eiga þeir, eins og raunar flestir hlutir í Fen- eyjum. Upprunalega höfðu þeir prýtt sigurboga Nerós í Róma- borg, en seinna lét Konstantin keisari flytja þá til Miklagarðs. En um 1200 tóku Feneyjamenn herfang mikið þar eystra og með- al annars eykin fjögur og voru þau gefin kirkjunni. Laust fyrir 1800 lét Napóleon mikli flytja hestana til Parísar, en nokkru seinna heimti hinn heilagi Mark- ús þá heim aftur, og eru þeir nú á sínum gamla stað. En hvað lengi? En það væri ógemingur að ætla sér að lýsa kirkju hins heil- aga Markúsar í blaðagrein, hvað þá heldur í fáum línum. Á torginu austanverðu, hægra- megin stendur klukknatum hins heilaga Markúsar, — Campanile di San Mai’co — og gnæfir hátt yfir allar byggingar í Feneyjum, enda er hann 100 m. á hæð, en innan við 20 á breidd. Byrjað var að byggja tum þennan árið áður en Egill Skallagi’ímsson fæddist hér norður á íslandi. Svo kominn var hann til ára sinna er hann að lokum hmndi til gmnna, tveim árum eftir aldamótin síðustu. En klukknatum má ekki vanta við kaþólska kirkju og Feneyjabúar létu reisa tuminn á ný í sinni fornu mynd og nú gnæfir hann aftur hátt við himin. En ekki leynir það sér að turninn er nýr, en umhverfið gamalt og allmjög stingur hann í stúf við það. Og umhverfis tuminn og torgið flögra dúfur í þúsundatali — augnagleði og yndi fyrir Fen- eyjabúa og erlenda ferðalanga er leggja leið sína um Feneyjar. Þegar veldi Feneyja stóð með mestum blóma, voru þar 200 kirkjur; nú eru þær 100. Eru margar þeirra dásamlegar, t. d. „kúpul“-kirkjan Santa Maria della Salute, sem bygð var til minningar um svarta dauðann. Og ógleymanleg verður mörgum kirkjan á hólminum „Isola di san Giorgio Maggiore“. Áfast við Markúsartorg er annað torg minna, „Piazzetta“ og nær það út að Canale di San Marco. Vestan við Piazzettuna er bókhlaðan mikla „Libreria vec- chio“, en að austan stendur „Pal- lazzo Ducale“, — hertogahöllin nafnfræga — sem er talin ein fegursta bygging veraldar. Er hún dásamleg utan og innan, hvaðan sem á er litið. Önnur að- alhlið liallarinnar snýr út að síkinu, en hin að Piazzettunni og báðar eru þær klæddar lituðum marmara. Einkum þykir mikið koma til oddbogaganganna á 1. og 2. hæð. En öll heíir bygging- in yfir sér blæ göfgis og fegurð- ar og er í raun og veru ofurein- föld tilsýndar, þrátt fyrir alt skraut. Fyrir framan hertogahöll- ina standa súlur tvær, háar og tígulegar. Ber önnur þeirra hið vængjaða ljón, sem er tákn Fen- eyja, en hin líkneski hins heilaga Theódórs, sem aleinn hélt sinni verndarhendi yfir borginni, áður en hinn heilagi Markús var sókt- ur austur til Alexandríu. Nú hjálpast þéir báðir að og vaka yfir velferð borgarinnar. Að lýsa hertogahöllinni og því sem í henni er geymt af lista- verkum og öðrum gersemum, væri efni í bók fyrir sig. Þar eru ýms söfn geymd og þar er fjöldi af málverkum eftir merkustu málara heimsins, Tintoretto, Pa- olo Veronese og Tiziano Vecelli. Hinn síðastnefndi ól að mestu leyti aldur sinn í Feneyjum og málaði þar fegurstu verk sín. Hann var listamaður af guðs náð, karlmenni að burðum og hraustur með afbrigðum. Símálandi var hann, þangað til að hann tók hel- sóttina. Fæddur var hann 1477 en andaðist úr svartadauða árið 1576. - ^ 1 stærsta og glæstasta salnum í hertogahöllinni, salnum þar sem æðsta ráð Feneyja hélt fundi sína undir forsæti hertog- ans, málaði Tintoretto „Paradís“, stærsta olíumálverk sem til er í heimi. Salurinn er 54 metrar á lengd, breiddin er 25 metrar en hæðin 16. Hallargarðurinn er dá- samlegur, bygður af Feneyja- meisturum fleiri en einum. Varð hann þó aldrei fullgerður. ö- gleymanlega fögur er trappan upp úr hallargarðinum — Scala dei Giganti — jötnatrappan, sem dregur nafn sitt af tveimur heljarmiklum líkneskjum af Mars og Neptún eftir Sansovino. Á efsta þrepinu voru Feneyjaher- togar krýndir og þá var mikið um dýrðir. Nú eru meir en 11 hundruð ár síðan byrjað var á grunni her- togahallarinnar. 11 hundruð ár eru hár aldur á húsi. Menn ótt- ast að ekki hafi verið nógu vel frá grunni hallarinnar gengið og vita að það líður að þeirri stund að hertogahöllin hi*ynur að grunni, eins og klukknatum hins heilaga Markúsar. En meistarar vorra tíma geta ekki endurreist hertogahöllina með sama sniði og hún var. Þegar hertogahöllin er ekki lengur til, verða Feneyjar fátækari en áður. Og þá glatast ein hin mesta gersemi Norður- álfunnar. Það er auðséð á öllu að lista- menn þeir, sem hafa sett svip sinn á Feneyjar, hafa verið frjálsbomir menn, sem hafa þor- að að hugsa stórt og djarft. Þar var gnægð fjár fyrir hendi og auðkýfingar fúsir til að leggja mikið í sölumar fyrir hinar fögru listir. Þá var andinn annar held- ur en nú, á þessum úthrópuðu „menningartímum“, sem við lif- um á. Því víða búa miklir lista- menn við þröngan kost og fá því

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.