Tíminn - 08.10.1927, Blaðsíða 2
168
TlMINN
Á víð og dreif.
Stttif ráðherranua.
Morgunbl. 6. þ. m. ýfist mjög' viö
þeirri ákvörðun ráðherranna, að
gegna sumu af fyrri störfum jafn-
framt stjórnarstörfunum. Kennir þar
einskis nema öfga og illkvitni, eins
og vœnta mátti. Kemur þvi fleira til
greina i þeim efnum en ráðið verð-
ur af fjasi blaðsins. — Tryggvi pór-
hallsson forsœtisráðherra hefir á-
kveðið að hafa á hendi formensku í
Búnaðarfélagi íslands. Búnaðarþing
ið 1925 sóttist eftir að fá mann úr
stjórnarráðinu í Búnaðarfélagsstjórn-
ina og kaus Odd Hermannsson
skrifstofustjóra. Búnaðarþinginu mun
- þvi væntanlega ekki vera þessi
ráðabreytni Tryggva þórhallssonar
jafnmikið á móti skapi né telja hana
jafnóvið.eigandi eins og hinn búfróði
velsæmisvörður Morgunblaðsins. —
þá má og spyrja Mbl. að, hvers-
vegna það hefir látið setur Jóns þor-
lákssonar í stjórn Eimskipafélags ís-
lands óvíttar öll þau ár, sem hann
gegndi stjórnarstörfum? E. í. nýtur
þó styrks af almannafé og hefir
með höndum útgerð fyrir ríkissjóð
(Esju og Villemoes). — Jónas Jóns-
son dóms- og kenslumálaráðherra
hefir ákveðið að sitja áfram í banka-
ráði Landsbankans. Út af því hefir
Mbl. gext itrekaðar árásir. En það
þegir vandlega um þá staðreynd, að
bæði forsætisráðherra og fjármála-
ráðherra eiga sæti í bankaráði ís-
landsbanka. Hversvegna? Myndi
vera minni vandi á um þann banka
heldur en Landsbankann? Mbl.
þegir um þetta, af því að forsætis-
ráðherrar íhaldsins, eigi síður en nú-
verandi forsætisráðherra, áttu lttgum
samkvæmt sæti i bankaráðinu. Alt
fjas Mbl. um Jónas Jónsson út af
þessu máli er því moldviðri eitt og
óheilindi. þetta ákvæði í lögum um
íslandsbanka er öryggisráðstöfun
þingsins um eftirlit með rekstri
bankans. Verður og ráðherrum eigi
á annan hátt betur trygð aðstaða
til eftirlits með bönkunum. — þá
er þriðja hnútan, sem Mbl. þykir
feitust, en sem er jafnmögur hinum.
Magnús Kristjánsson fjármálaráð-
herra hefir ákveðið að gegna for-
stjórastörfum við Landsverslunina.
íhaldið hefir nú komið olíuverslun-
inni í það horf, að íslendingar verða
framvegis ofurseldir erlendum
verslunarfélögum í þeirri grein.
Landsverslun með olíu legst því
niður á næsta nýári. Er því aðeins
um það að ræða, að fella af verslun-
ina og gera upp fyrri viðskifti. Er
þá hvorttveggja, að eigi tekur því
að setja nýjan mann á há laun
þann stutta tíma, sem eftir er, enda
mun enginn jafnfær Magnúsi Krist-
jánssyni um að ljúka þeim við-
skiftum. Morgunbl. myndi vera ráð-
legast að athuga vel fortíð sína, er
það gerist umvöndunarblað. Mun svo
reynast, að fyrir hverja eina synd,
er það þykist geta fundið í fari nú-
verandi stjórnár, þurfi það að fást
við tíu syndir úr fortíð húsbænda
sinna.
„Greittvikni" dómsmálaráðherrans.
Morgunblaðið færði nýlega i um-
tal slefsögu eítir blaðinu íslendingi
á Akureyri um, að dómsmálaráð-
lierrann hefði fyrir nokkru gefið
varðskipinu þór skipun um að flytja
einn samherja sinn frá Akureyri til
Húsavíkur. Samkvæmt umsögn rit
stjóra íslendings sjálfs var þetta
götufrétt á Akureyri. Hagræddi hann
sögunni eftir sínu lagi. Sá einn flugu-
fótur er fyrir þessum söguburði blaðs-
ins, að nefndur samherja dóms-
málaráðherrans var einn meðal
þéirra manna, sem fengu far með
skipinu á eftix'litsför þess austur á
Skjálfanda. Er það reyndar engin
nýlunda, að varðskipin geri mönnum
þessháttar greiða. En ef Morgunblað-
ið vildi beitast fyrir rannsókn á
notkun varðskipanna, myndi verða
kleift að sýna fram á, að hátt settir
menn íhaldsmegin hafa þóst eiga
ráð á varðskipunum til kosninga-
leiðangra. Mætti þá svo fara, að Mbl.
fengi fyrir fótinn i þvi máli eigi sið-
ur en öðrum.
Morguntaíir Valtýs.
Árið 1924 birtist hér i blaðinu
grein, nefnd „Áveituíræðingurinn".
Hún fjallaði um þá furðulegu stað-
reynd, að Valtýr Stefánsson, sem um
12 áx-a skeið hafði búið sig undir
ræktunarstörf og þegið til þess styrk
aí almannafé, hljóp úr fylkingu
þeirra manna, er fýrir ræktun beit-
ast og gerðist ritstjóri sérhagsmuna-
málgagns danskra og íslenskra kaup-
manna. 1 greinargerð sinni, í Mbl. 29.
júní s. á., skýrir Valtýr þennan fyrii’-
burð. Orsökin til þessara megin-um-
skifta segir hann að verið hafi sú
knýjandi nauðsyn, er hann taidi
vera á þvi, að komast fyrir ræt-
urnar á að rýma bui't öllum áhrif-
um Jónasar frá Hriflu á íslenska
bændastétt og bændamenningu.
Gladdist hann mjög við þá hugsun,
að úr fjólunum hans yi-ði bundinn
krans á hið pólitíska leiði Jónasai'.
Væntir hann þess, að „Valtýsfjólurn-
ar“ komi „að þeim notum, sem áð-
ur er á minst við pólitísku útföi'iná
— sem fer að nálgast". —• „Að henni
lokinni tek eg til minna fyrri
starfa“.*) — Verkefnið, sem Valtýr
átti framundan til þess að grafast
fyrir ræturnar á áhrifum J ónasar og
sjá um pólitiska útför hans var með-
al annars að ganga af Fraxnsóknar-
flokknum og báðum blöðum hans
dauðum, og koma Samvinnuskólan-
um og Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga fyrir kattamef. Sambandið
hafði falið Jónasi trúnaðarstörf og
liafði þá nýlega veitt honum viður-
kenningu fyrir störf hans í þágu is-
lenskrar bændastéttar. Ýmsir litu svo
á, að þetta verkefni Valtýs væri ekki
smávaxið. En „ofurmenninu" sjálfu
óx það lítt i augum. Meira að segja
taldi hann, að þetta myndi aðeins
valda sér litils frátöfum frá aðal-
starfinu. — „Að henni lokinni, tek
eg til minna fyrri starfa", segir hann.
þetta áttu ekki að verða nema morg-
untafir, áður en hann byi'jaði á aðal-
dagsverkinu. — Nú hefir þó tiltekist
nokkuð á annan veg, að þvi er virð-
ast mætti. Jónas Jónsson cr orðinn
dóms- og kenslumálaráðherra. Val-
týr hefir öll þessi ár hamast eins
ög naut í flagi gegn öllum þessum
stofnunum bænda og boi'ið hverskon-
ar nið á Jónas Jónsson. Kaupmenn
hafa ausið ómældum upphæðum i
blöðin og hestarnir hafa stunið und-
ir drápsklyfjum af blekkingum og
beinum ósannindum Valtýs og ann-
ara ritþjóna íhaldsins. Hefir megin-
hluta þess verið stefnt gegn Jónasi
Jónsyni. — En verkanirnar hafa oi'ð-
ið öfugar. Fjármunirnir eru soknir i
ónýtt verk; hlaupasnáðar og ritstjór-
ar íhaldsmanna lafmóðir til einskis
gagns og morguntafir Valtýs ætla að
dragast eitthvað fram á starfsdag
þessa kynlega þjóðvinar!
Hveraloft og berklavelkl.
Fyrir nokkrum árum síðan bygðu
hjónin á Reykjum í Ölfusi, Gísii
Björnsson og Jóhanna þorsteinsdóttir,
einskonar sjúkraskýli handa berkla
veikri dóttur sinni, við einn af livei’-
unum í grend við bæinn. Auk dótt-
ur hjónanna dvaldi þarna samtímis
henni önnur stúlka berklaveik. Voru
þær báðar mjög aðframkomnar, er
þær komust í þessa vist. Höfðu þó
báðar notið hælisvistar. Inn i skál-
ann á Reykjum var leitt hveravatn
og gufa. Vatnið notuðu sjúklingarnir
til neyslu og baða. í skálanum er og
gufubaðsklefi. þannig tókst til, að
stúlkurnar hlutu báðar góða heilsu.
Verður eigi um það sagt, hvoil skil-
yrði þau, er sjúklingunum voru
þannig búin, hafa átt þátt í batan-
um eður eigi. En staðreynd þessi
mun hafa vakið umhugsun margi'a
uin hveraloft og hveravatn í sam-
bandi við berklaveiki. Síðan þetta
gerðist, hafa fleiri sjúklingar fengið
vist í skálanum á Reykjum. Hafa
hjónin þrengt að sér og tekið á sig
óþægindi vegna þeirrar góðsemi. —
þegar Pétur Bogason hælislæknir i
Sölleröd í Danmörku var á ferð hér
síðastl. sumar athugaði hann að-
*) Leturbreyting mín. Ritsj.
stöðuna á Reykjum og þótti hún
merkileg. Skoðaði hann sjúklingana,
sem þar voru, gaf þeim ráðlegging
ar, kvaðst myndu kynna sér sjúk-
dómssögu þeirra og fyrra heilsufar,
áður en þeir hefðu fai’ið til vistar
að Reykjum, tók með sér sýnishorn
af hveraleðju og vatni fré Reykjum
o. s. frv. — Mun honum efalaust
liafa blöskrað tómlæti þess manns,
sem hefir einkum fengist við berkla-
lækningar hér á landi, Sigurðar yfir-
læknis á Vífilsstöðum. Hefir hann
aldrei komið að Reykjum, aldrei
gefið sjúklingum sínum, sem þang-
að liafa farið, neinar ráðleggingar
um vistina þar, né athugað áhrif
hennar á heilsufar þeirra! Mætti
visindamenskan íslenska vera betur
á verði. Vii'ðist Pétur læknir Boga-
son telja vera ástæðu til að athuguð
væru áhrif hveravatns og hveralofts
á berklasjúklinga. En þeii', sem hafa
iarið um veginn hjá Reykjum, þar
sem djúpur, algróinn hæðafaðmur
opnast móti hásuðri munu flestir
undrast þau köldu ráð, að setja
hressingarhæli fyrir berklasjúka
menn niður á gróðurlaust holtið við
Kópavog, öndvert gegn landsynn-
ingnum. Mun umráðendum þesshátt-
ar mála á landi hér aldrei liafa ver-
ið jafnmislagðar hendur.
Að „blóta matnum“.
það hefir lengi þótt mikill ósið-
ur að „blóta matnum“. Var það göm-
ul trú að þeir, sem legðu slíkt í
vana sinn, yrðu hungurmorða. Morg-
unbl. hefir nú undanfarið talað svo
illa um danska peninga, að nærri
stappar þvi, að það liafi blótað matn-
um. Ef óbeit blaðsins á dönskum
peninguin er nú orðin eins mikil
og ráða mætti af orðum þess, mættu
eigendui’nir verða mjög áhyggjufull-
ir út af heilsufari blaðsins. í grein-
inni „Sameiginleg þögn“ 5. þ. m.
klifar það enn á fégjöfum danskra
.1 afnaðaimanna til skoðanabræðra
þeiri'a hér á landi. þykir þvi Tím-
inn hafa vei’ið grunsamlega þögull
um þessar dönsku fégjafir. Tíminn
hefir þegar tekið afstöðu gegn þess-
um erlendu fjárgreiðslum til stjórn-
málastarfsemi hér á landi, en talið
hinsvegar nokkru skifta, hvernig féð
væri fengið. Skal það ítrekað, að
Tíminn kann illa erlendum fjárfram-
lögum i kosningaþarfir íslenskra
stjórnmálaflokka. Hinsvegar blöskrar
Tímanum stórlega hræsni og ólík-
indalæti Mbl. gagnvart slíkum
dönskum fjái'greiðslum. Um það bil
er þorsteini Gíslasyni ritstjóra var
vísað á dyr hjá Mbl. fyrir það, að
vera óhæfilega lítið ósannsögull um
málefni bænda og samvinnumanna,
vitnaðist það, að Mbl. er að miklu
eign danskra manna og hefir verið
kostað af þeim. Samanburður Alþbl.
og Mbl. verður þessi: Annarsvegar
eru menn, sem telja sig vera að
vinna i þágu alheimshreyfingar til
viðreisnar og almenningsheilla.
Hinsvegar voru að verki nokki'ir
danskir sérgæðingar, sem lögðu fram
fé, til þess að styrkja fjárgróðaað-
stöðu sína hér á landi. Meðal þeirra
er að minsta kosti einn maður
kunnur að íjandskap gegn íslensku
þjóðarsjálfstæði. Morgunbl. stendur
því blaða verst að vígi, þegar um
er að ræða danskar fémútur. það er
eins og „að nefna snöru í hengds
manns húsi“. Og ritstjórar blaðsins,
sem hafa nú um skeið nærst af
pólitísku svartabi'áuði, kostuðu að
miklu leyti af dönsku fé, ættu ekki
að leggja það í vana sinn að „blóta
matnum".
■«v,
M. Guðmundsson og sjóðþurðin.
það er liaft eftir M. Guðmundssyni
í blaði héi' í bænum, að hann hafi
verið búinn að fyi'ii'skipa rannsókn
í sjóðþurðarmáli Brunabótafélagsins,
ei hann lét af stjóni. Sé þetta rétt
iiaft eftir M. G., þá mun þessi stað-
hæfing hans bygð á misminni. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Tíminn
hefir fengið, fundust ekki í dóms-
málaráðuneytinu nein skjöl viðvíkj-
andi þessu máli, þegar nú verandi
dómsmálai'áðherra tók við. Hitt vitn-
aðist fljótt fyrstu dagana eftir
stjórnarskiftin að Lárus Jóhannesson,
sem er maður ekki pólitískt fjar-
staddur M. G. gekk um bæinn, til
þess að mynda stéttarsamtök milli
löglærðra manna um að afstýra opin-
berri rannsókn í sjóðþurðarmálinu.
-----O----
Daníel Jónsson
póstur.*)
Löngum velkja veðrahrinur
veikum knör frá dánarströndum.
Farinn ertu frændi og vinur,
ferðina að sólarlöndum.
Vékstu sjón að víðum Ægi,
viðbúinn að halda úr lægi.
>4
Leiftri slær um langa veginn;
lokið er störfum, þróttur búinn.
Varstu ekki værðum feginn
vökumaðui' göngulúinn?
Oft þú sást á erii-gangi,
urð að baki, hlíð i fangi.
Hafðir, þótt í harðspor fenni,
hreinan skjöld til siðstu stundar.
Lýsti af svip og öldungs enni
aðalsmerki drengi-lundar.
Óljós voru elli merki;
altaf gekstu beinn að verki.
Hlífðist lítt við iiríð og gaddi,
horfir móti nornasvelju.
þér var sómi að silfurhaddi,
sigurmei'ki starfs og elju.
Tíminn djúpar risti rúnir
reynslu og starís um léttar brúnir.
Er það síst á allra færi,
önnur reisa merki leiðar;
vaskleik þinum vitni ef bæri
vegaleysur Tunguheiðar.
Myndi fremur þörf á þori
og þoli, en hiki í liverju spori.
%
þótt é móti kafalds-kaldi
kæmi, varstu jafnan samur.
Aldrei sást á undanhaldi.
Ekki var þér flótti tamur.
Veðurmerkja vel þó gáðir
varfærinn, og marki náðir.
Væri fátt af vegamörkum,
valdir hiklaust beina línu.
Ýmsir víst i vetrarhörkum,
vörðu sig í skjóli þínu.
þó var ekki heigli, í hríðum,
hent að fylgja þér á skíðum.
Hygg eg aldrei hafir skráða
lijálp, sem reyndist fús að veita.
Ef úr vöndu var að ráða,
var þín ávalt gott að leita.
Greiðviknin með gull i mundúm,
gekk þar framar efnum stundum.
Viðkvæmur. í vinakjörum -
vildir orka hlutinn besta.
Hreinlyndur og heill í svörum
— liirtir ei að skjalla flesta. —
Samt þú hyltir úlfúð ekki,
einatt sóttir gleðibekki.
Ör í lund og ör í þörfum.
Ættarfylgja. Hófs þó gáðir.
Trygglyndur og trúr í störfum,
tómlæti af hjarta fjáðir.
Skaust, ei undan skyldugreinum,
skila vildir reikning hreinum.
Hverfið var þér kærstur staður,
kaust þar dvöl, þótt stundum gráni
Ætíð varstu auðnumaður;
áttir styrk í barnaláni.
Gjöfina bestu í gleði og raunum,
guð þér sendi að vinnulaunum.
Áhrif sterk á hlut þinn hafði
helguð þinni ást og trygðum —
fóstran, sem þig faðmi vafði,
fegurst sveit í norðurbygðum.
Óskift reynist óðal vona
allra sinna dætra og sona.
*) Daníel Jónsson póstur var upp-
runninn í Kelduhverfi og dvaldi þar
öll ár æfi sinnar nema eitt. Hann
var fæddur 24. nóv. 1851 og andaðist
20. apríl 1927. Hann var 4 ár póstur
milli Grenjaðarstaða og Vopnafjarð-
ar og síðan lengi milli Grst. og
Raufai'hafnar. Daníel var hinn vin-
sælasti atorku- og trúleiksmaður,
eins og þessi fögru eftirmæli votta
sterklega. Ritstj.
í faðmi hennar fýsir dreyma,
— fóstru börnin heitast unnu ■—
og í lijarta altaf geyma
áhrif hennar júní-sunnu;
þegar síð á sumarkveldi
sveipar fjöllin gyltum feldi.
Flest þó ástaraugum liti
víirbragð þitt Hvei'fið prúða.
Hafflötur i geislagliti,
grund og fjöll í tignarskrúða.
Glitrar dögg á grænum meiði
gullin-slæðu vafin heiði.
Lífsfræ jarðar leyst úr drómum
ljóma, þekkja hættu öngva.
Loftið fyllist unaðsómum
árniðar og fuglasöngva.
Tígin björk og blóm í rjóðri
brosa móti vordís góðri.
Kæra sveit, er sólin sína
sendir geisla um heiðisblána.
Blómum skrýddu blæju þína,
f.reidd’ ’ana yfir soninn dána!
Svo að vænstur vennigróður
verði hinsta kveðja móður.
Guðm. Guðmundsson,
Nýjabæ, Kelduhverfi.
-----o----
Frá útlöndum.
Fellihylur geysaði nýlega yfir
borgina Öt. Louis á bökkum Missi-
sippi í Bandaríkjunum. Olli byl-
urinn feiknaskaða. Um 5 þúsund
hús stórskemdust eða fuku með
öllu. Sporvagnar og bifreiðar
kollveltust. 80 manns biðu bana
en um þúsund meiddust. Fjár-
tjónið er metið 5 milj. dollara.
— Búlgariskir óaldarflokkar
og herlið hefir við og við gert
innrásir í Jugo-Slafíu og Grikk-
land. Hefir stafað af því ókyrð
og skærur á landamærum þessara
landa. Makedónía hin gríska hef-
ir verið lýst í hemaðarástand.
Hefir Grikklandsstjóm krafist
þess, að stjórnin í Búlgaríu hafi
hendur í hári óaldarlýðs þessa
og stöðvi árásirnar.
— 1 Tuolon-fangelsinu í Frakk-
landi gerðu nokkrir sjóliðsmenn,
er þar voru fangar, uppreist.
Rifu þeir niður veggina milli
fangaklefanna. Var uppreistin
þegar bæld niður. Sömuleiðis
gerðu sjóliðsmenn á frönskum
bryndreka samblástur og voru
54 þeirra hneptir í varðhald.
Vilja Frakkar telja, að undir-
róður frá ráðstjórninni rúss-
nesku valdi báðum þessum óeirð-
um og er talið að viðburðirnir
muni hafa áhrif á afstöðu Frakk-
landsstjómar gagnvart Rússa-
stjórn.
— Hindenburg forseti átti átt-
ræðisafmæli nýlega. Var hann þá
hyltur af Berlínarbúum og tóku
hundruð þúsunda manna þátt í
fagnaðarlátunum. Notuðu þá
flestir fánann frá keisaraveldis-
tímanum og báru margir stál-
hjálma. Sló í skærur með komm-
únistum og stálhj álmungum og
voru 200 manns handtekriir.
— Rússar og Persar hafa gert
víðtækan öryggissamning. Er tal-
ið að samningurinn styrki mjög
aðstöðu Rússa í Vestur-Asíu, en
veiki aðstöðu Breta.
— Símað er ;frá Ostende, að
Jasper, stjórnarforseti í Belgíu,
hafi haldið mjög harðorða ræðu
þar. Gerði hann aðallega Tanne-
bergræðu Hindenburg Þýskalands-
forseta að umtalsefni og benti m.
a. á ofbeldisverk hers Þjóðverja í
Belgíu á heimsstyrjaldarárunum.
Menn búast við því, að ræðan
muni hafa pólitiskar afleiðingar.
— Símað er frá London, að
fylgi einangrunstefnu Chamber-
lains virðistt fara vaxandi. Stefna
þessi miðar í þá átt, að Bretland
takist ekki á hendur nýjar skuld-
bindlngar á meginlandi Evrópu,
sumpart vegna vonbrigða í sam-
bandi við Locamosamningana.
Hefir mikið verið rætt í heims-
blöðunum um ræðu þá, er
Chamberlain hélt á þingi þjóð-